Lögberg - 26.06.1924, Page 3

Lögberg - 26.06.1924, Page 3
LöGBERG FIMTUDAGINN. 26. JÚNÍ 1924 Bls. 9 ga§BiHisaBiia®siaBiiasHSi ALFAKLETTUR. Kári reið burt frá ánni og nam staðar á grœnum grösugum bala undir Álfakletti. Þar fleygði hann sér niður og fór að rifja upp fyrir sér ýmsar hug- ljúfar minningar frá 'bernskuárunum. Oft hafði hann farið með börnunum frá Hvammi upp að Álfa- kletti og verið að leika sér við þau á þessum græna (bala. “peir geta verið nógu skrítnir þessir barna- leikir stundum,” Ihugsaði Kári. “Einu >sinni ætlaði Þóra að verða konan mín. Hún sat brosandi ihjá mér hérna á balanum. En þá kom Oddur og tók ihana frá mór með frekju. “Við eigum að vera hjón,” sagði hann við Þóru .“Og Kári á að ivera vinnumaður hjá okkur.” Eg man hvað mér sárnaði. Og Iþóra fór að gráta. Við þorðum samt ekki annað en að láta undan, því að annars hefði Oddur klagað okkur fyrir móð- ur sinni. — ó, mínir fögru æskudraumar! Skyldi mér nokkurntíma auðnast að sjá ykkur rætast?” Og Kári gat ekki stilt sig um að hrópa hátt: “Aldrei, aldrei.” Og með hvellu bergmáli hermdi Álfaklettur eftir honum: Aldrei! aldrei!” Kári lagðist endilangur og undarlegur svefn- höfgi kom yfir hann. Honum fanst isem hann lægi á dúnsæng, og áin vaggaði honum í værð með draum- ljúfum nið. Álfaklettur opnaðist, og út kom álfakonungur í skínandi skrautklæðum, með gullkórónu á ihöfði. “Viltu sjá dætur mínar dansa?” sagði álfakóng- urinn. “Já, það þætti mér gaman,” svaraði Kári. ‘Þá verður þú að korna inn í Álfaklett með mér.” Álfakóngur rétti Kára höndina og leiddi hann inn í klettinn. Og nú komu þeir inn í stóran sal.. Sá salur var gulur, og alt gult, sem inni var. Gulir logar léku um loft og veggi. Og þrjár yndisfagrar álfameyjar í gul- um kjólum voru að dansa á gólfinu. Kári varð svo hugfanginn af þessari dýrð og fegurð, að ihann gleymdi á svipstundu allri sorg og öllum vonbrigðum. Svo gengu þeir inn í annan sal. Sá salur var allur rauður, og alt rautt, sem inni var. Rauðir logar léku um loft og veggi. Og þrjár yndisfagrar álfa- meyjar á rauðum kjólum voru að dansa. pá gengur þeir inn í þriðja salinn. Sá salur var grænn, og ált grænt, sem inni var. Grænir logar léku um loft og veggi. Og iþrjár yndisfagrar álfameyjar í grænum kjólum voru að dansa. Og loksins fóru þeir inn í fjórða salinn. Sá salur var blár, og alt blátt, sem inni var. Bláir logar léku um loft og veggi. Og þrjár yndisfagrar álfa- meyjar í bláum kjólum voru að dansa. “Nú er ekki e'ftir nema einn salur,” sagði álfa- kóngurinn. “Það er insti og fegursti isalurinn. Þar er drotning mín, og hún ætlar að sýna þér þann sal.” í sama vetfangi opnaðist insti salurinn. Og álfa- drotningin kom fram í dyirnar. Hún var í dýrðlegum drotningarskrúða, og kórónan alsett undurfögrum demöntum. “Velkominn, ungi maður,” sagði hún brosandi og rétti Kára höndina. Og frá sér numinn af fögn- uði gekk ihann við hlið hennar inn í insta salinn. Hann fékk ofbirtu í augun, því að þessi salur var sveipaður björtum æfintýraljó>ma. Aldrei hafði hann séð aðra eins dýrðaribirtu, >ekki einu sinni í draumi. par ægði saman öllum litum regnbogans, og yfir salnum var stór hvelfing með blikandi stjörnum og smásólum, er sindruðu logbjörtum geislum í allar áttir. I Gólfið í þessum sal var einn stór spegill, og á miðju gólfinu var stúlka á gullstól. Kári sá ekki framan í hana, því að hún var með blæju fyrir and- litinu, en fögur var hún í vexti og gædd ósegjan- Iegum yndisþokka. Þarna getur iþú niú séð konuefnið þitt,” sagði álfadrotningin og benti ibrosandi á stúlkuna, sem sat á gullstóilnum. ‘Konuefnið mitt!” Kári læddist að stúlkunni og lyfti blæjunni frá andliti hennar. "Þóra! Þóra.’ hrópaði hann og ætlaði að faðma stúlkuna. En í því vaknaði hann og stökk á fætur. Hann hafði sofið ofurlitla stund undir Álfakletti. Hann hafði verið að dreyma. DYGGUR VINNUMAÐUR. Presturinn hafði brugðið sér snöggva ferð suð- ur í Reykjavík. Nú var hann á heimleið, og fór geyst enda hafði hann tvo til reiðar. Hann ihafði ásett sér að komast heim fyrir háttatíma þetta kvöld, og það tókst onum líka. Hann hægði á sér, þegar hann kom heim undir túnið, og fór að athuga grassprettuna. Hann lét hest- ana lötra með girðingunni og ætlaði um leið að líta á óræktarmóana í túnjaðrinum. En hann sá enga óræktarmóa. par sem þeir höfðu verið var nú komin rennislétt flöt. Hvernig gat istaðið á þessu? Hann hafði ekki verið nema Ihálfan mánuð í ferðinni. Hvernig gat slík breyting orðið á svo skömmum tíma? Oft hafði hann óskað, að þessir óræktarmóar væru orðn- ir að sléttu túni, en aldrei fant honum vera nægur vinnukraftur á prestssetrinu til að koma því í fram- kvæmd. iHann varð að látá gleði sína í iljósi á einhvern hátt, og varð ihonum þá fyrst fyrir að veifa svipu- ólinni, en hestarnir þurftu ekki meiri hvatningu. peir tóku viðbragð. Og presturinn reið á harða spretti heim f hlað. Frúin stóð úti á hlaðinu, til að fagna sínum elskulega eiginmanni. En Kári tók á móti hestunum og fór að spretta af þeim. “Hver hefir sléttað móana i túnjaðrinum? Það verð eg að fá að vita undir eins.” Presturinn leit ástúðlega til konu sinnar. “pað hefir nýi vinnumaðurinn okkar gert,” sagði frúin hróðug. “Hann Kári? Eg hélt að hann hefði nú haft nóg annað að starfa.” “Jú, hann lét sér ekki um það muna, drengur- inn. Hann hefir gert það í hjáverkum sínum á kvöld- in.” Presturinn gekk til Kára, tók í höndina á honum og mælti: “Eg þakka þér fyrir trúmensku þína og dugnað, Kári minn. Eg gleymdi nú að þéra >þig, en það gerir ekkert til. Héðan af iskulum við þúast. Og nú skaltu ekki lengur vera vinnumaður hjá mér.” “Hann ætlar þó ekki að fara að reka mig úr vistinni!” hugsaði Kári.— “Frá þessum degi skaltu vera ráðsmaður hjá mér, og eg hækka kaup þitt um ihundrað krónur.” Og nú kreisti presturinn híöndina á Kára með enn þá meira afli og innileik. Kári stamaði upp úr sér fáeinum þakkarorðum. Hann var utan við sig af gleði, og þótti nóg um þessa fremd. “Þetta á eg nú fekki skilið,” sagði hann. “Jú, víst áttu það skilið. Trúmenskan verð- skuldar ætíð umbun.” Prestuirnn hefði án efa sagt eittihvað meira, ef frúin hefði ekki iblandað sér í samræðuna. Hún óskaði Kára tiil hamingju með ráðsmanns- stöðuna. Svo snéri ihún sér brosandi að manni sín- um og mælti: “Æ, farðu nú að koma inn. Eg þori að segja, að það er farið að sjóða á katlinum.” “Já, eg skal nú koma, elskan mín,” sagði prest- urinn. LJETTFETI. Presturinn átti steingráan fola, sem var kall- aður Léttfeti. Var það fallegasti folinn þar í sveit- inni og þó víðar væri leitað. Kári hafði verið að temja hann fyrir prestinn. Og aldrei hafði hann stigið á Ibak öðrum eins gæðingi. Auðvitað íhafði hann ausið og pjónað í byrjun, og auk þess slitið af sér þrjú beisli, því að hann var svo eldfjörugur. En Kári hafði ilátið söðlasmið búa til sénstakt beisli á hann. pað var með afarsterkum leðurtaumum og mátti heita óslítandi. Svo var Léttfeti fjörugur í samreið, að Kára þótti nóg um stundum, því að ef hann gaf honum lausann tauminn eitt augnablik, þá rann hann fram úr öllum hópnum, sem fugl flygi. Oft klappaði Kári ihonum á makkann og stakk upp í ihann brauðbita, enda var folinn svo eliskur að honum, að ihann hneggjaði til hans, hvar sem hann. Ó, að eg vær svo ríkur, að eg gæti keypt folann,” hugsaði Kári eitt kvöld, þegar ihann var að spretta af honum úti á hlaðinu. “Skyldi presturinn vera fá- anlegur til að selja hann? Sá yrði nú ekki gefinn. Eg 'þori að segja að það hrykki ekki til, þó að eg vildi gefa aleigu mína fyrir hann.” Og nú vildi svo heppilega til, að presturinn kom út á hlaðið. Kári greip tækifærið til að spyrja hann, Ihvört Léttfeti mundi vera falur fyrir nokkurt verð. “Hann Léttfeti, sagði preturinn með þóttasvip, eins og hann hefði orðið fyrir móðgun. “Nei. hann er ekki falur. SKUGGABJÖRG. Þóra sat í þokunni undir Skuggabjörgum, skamt fyrir ofan veginn. Nú sat hún ekki undir Álfakletti, eins og ihún var vön. Henni þótti eiga best við að sitja undir Skuggabjörgum, því að nú grúfði stór og isvartur skuggi yfir framtíð hennar. Hún opnaði sálmabók, sem hún hélt á í hend- inni, og Ihorfði um stund á lítið, fölnað blóm, sem lá eins og miði í einni opnunni. En nú heyrðist hófadynur, og ungur maður á steingráum hesti kom þeysandi út úr þokunni, og hvarf aftur inn í þokuna. Þóra sá hann í svip og andvairpaði: “Vertu sæll, vinur minn. Á morgun verð eg orðin kona ann- ars manns. Ekki skil eg í þessum drunga, sem er að koma yfir mig.” Hún ihallaði sér upp að mosavöxnum steini og lét aftur augun. Skuggabjörg opnuðu-st, og út kom ófrýnileg skesisa. Hún læsti krumlunni utan um hægri hand- ilegginn á Þóru og dró hana inn í Skuggaibjörg. póra var svo Ihrædd, að ihún þorði ekki einu sinni að hljóða. Hún skimaði í kringum sig. Og þar gaf á að líta. Hún var komin inn í afanstóran helli. Stór pottur ihékk yfir hlóðum ámiðju gólfi, og lagði daufa skímu frá glæðunum. Ekki var þar annað ljós, enda var einis og hálírökkur í hellinum. En ægilegast af öllu var að sjá alla þá jötna, bergrisa, flögð og for- ynjur, sem voru þar inni. "Hér á að vera ibrúðkaupsveisla í nótt.” sagði skessan.* ‘Nú skaltu setjast á -hrímugan stein hjá rauðeygðum risa. í sama bili var hellishurðinni hrundið upp og inn kom íturvaxinn maður 'með grímu fyrir andliti. Hann stökk jaffnætis yfir stóra pottinn, þreif póru frá rauðeygða risanum og ihljóp með hana út úr ihellinum. Hann steig á bak teingráum hesti, er stóð reiðtygjaður sunnan við Skuggabjörg, og setti póru fyrir framan sig. Svo þeysti hann langt fram á ör- æfi, og 'hrukku gneistar undan ihófum hestsins. Trðll- in komu æpandi á eftir þeim og slóigu hring u*m þau. Þóra fórnaði höndum tiil himins. f sama ibíli kom sólin upp. Og steingrái ihestur- inn tókst á loft. Hann öslaði himinblámann og nam staðar á björtú morgunskýi. ipóra leit niður fyrir sig. ÖIl tröllin voru orðin að steini. Þau hafði dagað uppi. Var nú ekkert ann- að að sjá en hraundranga og hamraborgir þar sem þau höfðu verið. iGrímumaðurinn fór af baki og lét Þór'u setjast hjá sér á morgunskýinu. En steingrái hesturinn stóð yfir þeim. Mikil unun er að því að sitja hér uppi á þessu Ibjarta skýi,” hugsaði Þóra. “ó, hvað mig langar til þess að sjá framan í þennan góða grímumann, sem bjargaði mér úr tröllahöndum.” Hún snéri sér að grímumanninúm, þreif af hon- um grímuna og varpaði henni til jarðar. Svo var geisladýrð morgunroðans mikil, að póra fékk ofbirtu í augun. Hún leit framan í manninn, sem sat hjá henni á skýinu og varð frá sér numin. “Kári, Kári” hrópaði -hún og ætlaði að varpa sér í fangið á manninum. En í því vaknaði húri og stóð á fætur. Hún hafði sofnað ofurlitla stund undir Skuggabjörgum. Hána hafði verið að dreyma. ------o - ■ ■ BRÚÐKAUPSDAGUR. Það var þoka og súld. Þvílíkur brúðkaupsadgur! Boðsfólkið kom úr öllum áttúm til kirkjunnar. Einn hóprinn var stærstur ogriðu ibrúðhjónin þar í Ibroddi fylkingar. 1 ' Hl' Nú varð Bleikur fyrir þeim heiðri, að bera unga' og fagra brúði. Slíkur heiður hlotnaðist ekki öllum Ihestum. En það var ekki að sjá á Bleik, að hann væri neitt upp með sér af iþví. Hann lagði kollhúfur við og við og lötraði veginn í hægðum sínúm. pað var enginn asi á neinum. Brúðurin kunni best við þenn- an seinagang, og aðrir gátu ekki verið að fara á undan ihenni. pað var hvort sem var ekkert hægt að gera fyr en ihún var komin til kirkjunnar. “Mikil er þokan,” sagði brúðguminn. “En eg er að vona, að það fari nú að glaðna til bráðum.” “Litla von hefi eg um það,” svaraði brúðurin og leit ekki upp. Henni var geðfeldast að horfa niður á faxið á Bleik. Ef hún leit til vinstri, þá varð áin fyrir augum faennar. Og áin dansaði ekki léttilega og hoppaði ekki gáskafull niður eyrarnar, eins og hún faafði svo oft gert. Nei, faún mjakaðist áfram með nöldrandi skvaldri. Og liti forúðurinn til hægri, þá tók ekki betra við. Hver þúfa, ihver steinn og faver hnjúkur gretti sig f-raman í -hana með yglda brá, og jafnvel iblómin hengdu niður höfuð sín með ólund. Kári var ekki Iheima, þegar brúðhjónin og boðs- gestirnir riðu í falaðið á prestissetrinu. Hann hafði farið árla morguns upp á mýrar, með torfljá í hend- inni, og haft nesti með sér. Hann þóttist iheppinn að honum skyldi ekki hafa verið boðið í veisluna. Hann langaði ekki til að sitja þessa Ibrúðkaupsveislu. Ef honum hefði verið boðið, þá hefði hann varla getað ihafnað boðinu; það hefði ekki verið talin kurteisi. Hann vissi ekki að það var einmitt póra, sem faafði ihjálpað 'honum úr þessari klípu. Oddur hafði viljað bjóða faonum í veisluna og sömuleiðis foreldrar hans, en Þóra taldi það úr, og þar við sat. Oddur gat ekki verið að gera það að kappsmáli. Kári bograði við torfljáinn og keptist við að rista torfið. Hann dró torfurnar úr flaginu og kast- aði þeim ómjúklega frá sér. Hann var holdvotur og forugur frá hvirfli til ilja, en hvað gerði það til? Ekki ætlaði hann að fara að setjast á -búrðarbekkinn. Hann lagði torfljáinn á þúfu, rétti úr sér og strauk hendinni um bakið. pokan varnaði honum aliss útsýnis. Hann tók úrið upp úr vestisvasanum og fleit á það. Og nú sá hann glögt í huganum alt það, sem gerðist'heima á prestsetrinu: Presturinn var að halda ræðu yfir brúðhjónunum, svo ómar söngurinn, og nú gengur fólkið út úr kirkjunni. En brúðurin er sorgbitin á svip og annars hugar. Hún er þó ekki að hugsa um æskuvininn sinn, sem gaf faenni litla blómið og sendi henni ljóðabréfið? “Nú 'er öll von úti!” hugsaði Kári. “ó, þið grimmu örlög, sem slítið sundur tvær ungar sálir, sem unnast!” IHann gat varla staðið, hann var svo lémagna, og nú rann út í fyrir honum. “Skömrn er að mér að vera að skæla eins og lítill drenghnokki. Til hvers er að vinna fyrstu verðlaun fyrir hástökk og glímu, -ef maður getur ékki borið mótlætið með karlmensku og hugprýði? Ekki grét Kári, nafni minn, Sölmundarson, þegar hann stölck út úr brennunni forðum, og loguðu þá klæði hans öll og hárið' á honum líka. En það er nú reyndar sá munur, að faann logaði allur að utan, en eg loga allur að innan. Og svo 'slökti faann á sér eldinn í tjörninni. Engin tjörn getur slökt eldinn, sem brenn- ur í brjósti mínu. Ekki yrði mér hughægra, þó að eg færi að fleygja mér riiður í þessa fora/rpolla. En ætli Kári iSölmundarson. hafi 'ekki logað að innan líka? Jú, vissulega hefir logi sorgar og hefndar bloss að í brjósti hans. Og 'þó bar hann sig vel, eins og ihraustum dreng sæmir.. Nú ætla eg að foera mig vel líka, en ekki má eg fayggja á hefndir, -eins og hann, þó að lífið faafi leikið mig grátt. Eg ætla faeldur að reyna að vinna öll verk mín með dygð og trúmensku og koma alstaðar fram til góðs. Og þá get eg ef til vilil orðið til gagms og sóma í mannfélaginu, þó að eg verði aldrei gæfumaður. Og svo þarf eg að hrista af mér alt hugarvíl. Eg þarf að gefa sjálfum mér dá- litla ráðningu fyrir það, að eg skyldi fara að skæla áðan.” Kári rak sjálfum sér löðrung, tók torfljáinn, fór að rista torfið, og hamaðist. Þóra stóð í brúðarskartinu frammi fyrir stórum spegli inni í stofu á prestssetrinu. Frúin var sjálf að næla á faana skautið. pær voru tvær einar inni. “En sá hrollur í mér!” ihugsaði póra. ‘ISkyldi það vera 'af því að eg var andvaka í nótt? Skyldi nokkur taka eftir því, að eg hefi verið að gráta?” “Viljið þér hinkra vð augnablik? sagði frúin. “Mig vantar fáena títuprjóna.” í sama bili kom Oddur, sjálfur brúðguminn, inn í stofuna, en ifrúin gekk út. Framh. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 21S-220 MEDIOAI/ ARTS HLDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Helmill: 778 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manltoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graliam and Kcnnedy Sta. Phonc: A-1834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS BT.no Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce Hours: 3 to 5 Hehnili: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDIOAL ARTS RLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, e-yrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a6 hltta kl. 10.12 f.h. og 2-5 e.h. Talsíml: A-1834. Heimili: 373 River Ave. Tals. F-269I. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aBra lungrnasjúkdóma. Er aS finna á skrlfstofunni kl. 11—12 f.h. og 2—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- elmi: B-3158. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 UoAftfev Bollding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. LINDAL, J. H. LINDAL B. STEFANSSON Islenzklr lögfræSingar S Home Inveetment Bullding 468 Main Street. Tals.: A 4968 Peir hafa elnnlg skrlfstofur a8 Lundar, Riverton. Glmll og Plney og eru þar aK hltta & eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern miCvtkudag. Riverton: F'yrsta fimtudag. Gimliá Fyrsta miCvlkudag Piney: þriCJa föstudag 1 hverjum raánuCi ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Talsími: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mÁl bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérataklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. k. 8 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Helmlli 80« Vieber Btr. 8íml A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288- Phone: Garry 2618 JenkinsShoeCo. 669 Notra Damg Avonua DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: Tals. 8h.8217 A. 8. Bardal 841 Sherbroeke 8t. S.Iut lfklaittur og annaat um útfarir. Allur útbúnaður «A bezti. En.frem- ur eelur hann abltonu minni«va>8e og legsteina. 8knfat. talflfml N MH Helmlllg taMmi N «30« J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 84- Talsiml: A-8889 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aC biCa von úr vitl. viti. Vinna <511 ábyrgst og ley»t af hendi fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. A8 baki Sarg. Flre Hal Vér Ieggjum sérstaka áherzlu á aS selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu iyf, sem liægt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komið með forskrliftum til vor megið þjer vera visa um að fá rétt það sem ltekn- irinn tekur Ul. COLCLECGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7659 Giftingaleyfisbréf seld Dr. AMELIA J. AXFORD Ohiropractor 516 Avenue Blk., Winnipeg Phone: Office: N-8487 House: B-3465 Hours: 11-12, 2-6 Consultation free. Munið Símanúmerið A 6483 og pantiC meCöl yCar hjá oss. — SendiC pantanir samstundis. Vér afgreiCum forskriftir meC sam- vizkusemi og vörugæCi eru úyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsríka reynslu aC baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave ralsímar: Skrlfstofa: Heinvili: .... N-6225 A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Lo&n Bldg. 356 Main St. J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftinga og . ., Jaröarfara- plom moð litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tak. B720 ST IOHN 2 RING 3 JOSEPH TAYLOR LC GT AKiSM aður Heimllistalfl.: St. John 1844 Skrilstofu-Talfl.: A 6557 Tekur lögtaki bsCl hú«aletguflku.id% ve'ðskuldlr. vlxUflkuldlr. Afcreátttr tu sem aC lögum lýtur. BkHfstofa 265 Maln Itowt Verkstofn Ttvls.: Heima Tal».: A-8383 A-9384 G L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafniagnsáhöld, svo seni stranjárn víra, allar tegundir af glögum og aflvaka (bntteriee) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Látið ekki hjá lfða að cndur- nýja reiðhjóllð yðar, áðiu- en inostu annimar byrja. Kotnið með það nú þegar og látið Mr. Stobbins gefa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábyrgst. (MaCurinn sem allir kannast viC) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnlpeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.