Lögberg - 24.07.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.07.1924, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN,24. JúNí 1924. Bilaður á taugum, Varð fyrir gasi, þjáðist lengi, leitaði til gamla meðalsins, líður vel. Ávaxta-meðalið Fruit-a- tives. Ein sú merkiletgasta lækning, sem komiS hefir fyrir í seinni tíð, er sú, er Mr. James Dobson, nafnkunnur kaup- maður og meðlimur Dominion Stock Exchange, Toronto, fékk heilsu sína. ÁriS 1912 læknaðist Mr. Dobson af gigt, er hafSi þjáS hann í mörg ár, með því að nota ávaxta-lyfið fræga, “Frit-a- tives.” í síðastliðnum janúarmánuði var Mr. Dobson nærri kafnaður úr gasi frá miðstöðvar hitúnarvélinni. Hann segir. “Eg lét rannsaka í mér blóð- ið, og lét taka X-geislamynd af tönnunum og draga átta út. Varð eg af öllu þessu hinn mesti aumingi. hegar í öll ömiur skjól var fokið, ráðlagði kon- an mtn mér að rcyna “Fruit-a-tives”, og gerði eg það. Nú vigta eg 189 pund í stað 140 og hefi fengið heilsuna að fullu. Eg er sannfærður um, að ekki er til betra meðal, en “Fruit-a-tives.” Þúsundir fólks hafa siðastliðin átján ár, gefið meðali þessu hinn sama vitnisburð, og fullyrt, að ekkert meðal jafnist á við “Fruit-a-tives, þegar um .er að ræða maga, lifrar, nýma eða húðsjúkdóma. "Fruit-a-tives” eru unnir úr appelsínu, epla, fíkju og sveskjusafa og hafa ómetanlegt lækningagildi. Líði yður ekki vel, skuluð þér reyna þetta merka ávaxtalyf. Lyfsali yðar hefir “Fruit-a-tives” — 25c og 50c askjan, eða sent póstfrítt frá Fruit- a-tives Limited, Ottawa, Ont. Kristindómur og kirkja Eftir Arna Arnason lækni. 4. Kirkjan og znsindin. Vegna þess, sem sagt verður um kirkjuna í eftý-farandi máli, vil eg í fáum orðum lýsa þvi, hvernig trú hennar og kenning horfir við mér sem kristnum safnaðarmanni. Kirkjan trúir á guð, eilífan, al- fullkominn, almáttugan og algóð- an föður allra manna. Hann hefir skapað heiminn og stjórnar hon- um. Alheimurinn og lögmál hans eru verk guðs og samræmið í al- heiminum á rót sína í stjórn hans. En hinn sýnilegi heimur sýnir oss verk guðs og mátt. Vér trúum því þannig, að í lögum og öflum manns andans hirtist brot af eiginleikum guðs, að í hinu sanna manneðli endurspeglist brot af guöseðlinu, að hið bezta, háleitasta og föfug- asta sé guðlegs uppruna. Þetta eigum vér við, er vér trúum þvi, að guð hafi skapað manninn í sinni mynd. Mannsandinn, eins og vér hugsum oss hann fullkomnastan, er neisti af guðs dýrð. Kristnir menn trúa því, að guð hafi birt oss mönnunum vilja sinn og eðli í syni sínum, Jesú Kristi, sem hann sendi í heiminn til þess að frelsa mann- kynið frá valdi syndar og dauða. Hvemig á að skýra /sambandið milli guðs og Krists, vitum vér ekki, en um samband þeirra vitum vér það, sem Kristur hefir sagt í guðspjöllunum. Kristnir menn trúa á eilift lif. Þeir eru þess full- vissir, að mannsandinn lifir áfram, þótt líkaminn deyi, og að honum sé ætlað að verða ávalt líkari höf- undi sinum og upphafi, guði. Guðs- eðli mannsandans, guðsmyndin í manninum, er ódauðleg. Manns- andinn er á leiö til fullkomnunar, á leið til guðs. Sú leið er í þvi fólg- in, að taka ávalt meiri framförum í öllu góðu, fögru og fullkomnu, en hin æðsta fullkomnun er jafnframt hin eilifa sæla. Trúaðir kristnir menn þykjast hafa sannanir fyrir þessum aðalatriðum trúar sinnar. En það eru ekki venjulegar vís- indalegar sannanir, sem hægt er að láta aðra vera viðstadda og þreifa á. Visindalegu sannanimar svo- nefndu eru þreifanlegar, sem kall- a, er. Þær komast til meðvitund- ar vorrar gegn um skilningarvitin, þær eru hlutrænar, óbjektív. Marg- ir trúaðir menn hafa orðið sann- færðir um trúarsannindin vegna eigin reynslu. Þeir hafa beinlínis orðið varir við áhrif frá guði, og það hefir oft verið i sambandi við andlega erfiðleika og örlagarík timamót i sálarlifi þeirra. Eg ætla ekki að skýra þetta nánar, enda munu lesendum kunnar slikar frá- sagnir. Þessir menn eru jafn sann- færðir um það, sem hér um ræð- ir, eins og aðrir um það, sem þeim er sýnt með vísindalegum sönnun- um. Þetta eru hugrænar, subjectív, sannanir. En hvorar eru meira virði, hvorar er meira að marka? Eru hinar siðarnefndu þess vegna minna virði, að sálinni er þar sýrtt en ekki likamanum? Kristnir menn telja þær hafa fult gildi. Kristnir menn trúa á heilagan anda | | ■ M Hvl a6 þjast af I I L synlegur. P vT Dr. | ■■ blæðandt otf bölg- | I L L U ínm sylllnlæt? UppekurCur önauC- Chaæ» Olntment hjálpar fér strax. •0 centj hylklC hjá lyfsðlum eCa frá Edm&nson, Bates & Co., Lsmlted. Toronto. Reynsluskerfur sendur 6- ef nafn J>eeBa blaCe er tlltek- M S oent frlmerk' —•*. guðs, sem opinberar mönnunum vilja hans og hjálpar þeim til þess að komast í samfélag við hann. Trúin sjálf er eign ihvers ein- staklings, hún er náðargjöf. Hana er ekki hægt að kenna, en trúar- hugsjónir og siðferðishugsjónir kristindómsins er hægt að kenna, orð Krists er hægt að kenna. Frá- sagnirnar um orð Krists og líf hans má kenna, og það er .einmitt kenning kirkjunnar. Hún kennir að vísu ekki trú, en hún leiðbeinir meðlimum sinum á guðs vegum. Kirkjan er stofnuð af Jesú Kristi. Hún er samfélag trúaðra einstak- inga, sem eiga sameiginlegan grundvöll trúar og eftirreytni, Krists, eins og Nýja testamentið og þá fyrst og fremst guðspjöllin segja frá honum. Líf hans og kenning er kristnum mönnum hin æðsta fyrirmynd til eftirbreytni. Þá er líka eðlilegt, að kirkjan vilji gera sér grundvöllinn sem ljósast- an, vilji setja hann fram í stuttu máli, ákveðnum setningum, eins og hún bezt getur skilið hann. Þessar setningar, sem eiga að vera með- limum kirkjunnar til yfirlits og glöggvunar, ef svo má að orði kom- ast, eru einmitt trúarjátningarnar, kenni-setningarnar. Þær geta breyzt að formi, af því að þroski mannkynsins, þekking og skilning- ur eru breytileg. En þær hljóta alt af að vera til, ef ekki skrifaðar, þá óskrifaðar. Annars væri kirkjan ekki ákveðin stofnun á sérstökum grundvelli. Sannleikurinn um eðli guðs, mátt hans og kærleika, er ekki nema einn. Sannleikurinn um eðli Krists, um lífið eftir þetta líf og örlög sál- arinnar, er ekki nema einn. Eða munu andstæðingar kirkjunnar eða nokkur annar ætla, að sá sannleik- ur geti verið margur? En úr því að sannleikurinn er einn, þá er ekki einungis eðlilegt, heldur líka sjálfsagt, og óumflýjanlegt, að kristin kirkja álíti trú vora hina einu réttu. Önnur trúarbrögð ann- ara þjóða hljóta þá, að hennar skoðun, annaðhvort að vera röng eða sama trúin í annari mynd, og að vísu ófullkomnari. Mér skilst að það sé þessi hugsunarnauðsyn, sem andstæðingar kirkjunnar nefna trúarhroka rétttrúnaðarmanna. Hver er afstaða kirkjunnar til visindanna? Trúaðir kristnir menn líta svo á, að vísindaþekkingin sé opinberun frá guöi. Alheimurinn og lögmál hans, lögmál hinnar dauðu náttúru og lögmál lífsins, alt er verk guðs, er hann opinberar mönnunum meir og meir, eftir því sem hann gefur mannkyninu meiri vitsmunaþroska. Kristnir pienn eru þess fullvissir, að því meir sem visindunum fer fram, því meir má lotning vor vaxa « fyrir höfundi heimsins og traust vort á honum, og ef árangur vísindanna er rétt skoðaður, þá verður meira og meira samræmi á milli vors and- lega eðlis og verka guðs í náttúr- unni. Kirkjunnar þjónar eiga að kynna sér fniðurstöðu vísindanjia og leiðbeina mönnum í þvi, að sam- rýma trú sina og þekkingu. Á einu sviði, rannsóknum sálarlífsins, hef- ir kirkjan sérstaklega ástæðu til að láta til sín taka, en að því verður nánar vikið siðar. Mörgum, bæði trúuðum og vantrúuðum, er það þyrnir í augum, að kenningum bibliunnar ber ekki saman við vís- indareynslu og þekkingu vorra tima, og að margt í gl. testament- inu t. d. sé ekki fagurt né eftir- blreytnisvert. Mörgum árásum verða þeir fyrir, sem álita ritning- una guðs orð, innblásna af guði. Mér kemur ekki til hugar að svara þessu fyrir 'kiríkjunnar hönd, en frá mínu leikmanns sjónarmiði horfir þetta atriði þannig við. GI. testamentið er saga Gyðingaþjóð- arinnar. Henni var í mörgu ábóta- vant, svo sem að þvi er siðferði snerti, og þá hljóta frásagnir bibli- unnar um þessi atriöi að fara eftir þvi. Að þekkingu á náttúrunni og manneðlinu stóð sú þjóð, eins og allar aðrar jþjóðir þeit'ra jííma. langt að baki vorum tímum. Guðs- hugmynd þeirra er óæðri en vor, ekki af því, að guð hafi breyzt, heldur af þvi, að andans þroski mannkynsins hefir vaxið, og andi vor getur nú rúmað æðri guðs- mynd en áður. Guð hefir skapað þjóðir og einstaklinga með þeim eiginleikum, sem þau hafa. Þjóðir og einstaklingar eiga sammerkt i því, að hvortveggja verða að ganga gegn um mörg þroskastig, þjóðirn- ir lifa bernsku, æsku og þroskaár eins og einstaklingarnir. Guð fer eftir þroska þjóðanna, er hann elur þær upp, birtir þeim meira og meira, eftir því sem þær verða færari um að taka á móti þeirri þekkingu. Þetta sýnir biblían. Þess vegna er munur á trúarhug- myndum þjóðanna á margra alda fresti. Guð hefir.notað spámenn og spekinga til að birta opinberun sina. Sannleikurinn og göfgin er frá honum, en hið ófullkomna í kenningunni stafar af ófullkomnum þrsoka þeirra og þjóðarinnar. Spyrji einhver, hvers vegna ým- islegt sé ófullkomið í kenningu Gyð- inga og enda kirkjunnar, þá verð- ur hann jafnframt að spyrja, hvers vegna guð hafi skaþað mennina áfullkomna og sett lögmál fram- pWDunarinnar. Kristur sagðist vera kominn til þess að fullkomna lög- málið, og segir með þvi, að það sé ófullkomið. Foreldrar og kennar- ar haga fræðslu sinni og áminn- ingum eftir aldri og þroska barn- anna og skilningi þeirra. Þótt þær kenningar kunni að sumu leyti að vera skakkar frá visindanna og heimspekinnar sjónarmiöi, þá er uppeldið og kenslan talin góð og réttmæt, ef þau einmitt eru í fullu samræmi við eðli og þroska barn- anna. Ef ritningin skýrir rétt frá eðli og þroska Gyðingaþjóðarinn- ar, ef hún skýrir frá boðum guðs og opinberun til hennar i hans anda og ef N.-test! skýrir á sama hátt frá um Krist, hvað er þá á móti því að nefna ritninguna inn- blásna af guði, þótt hún beri þess merki, að menn með mannlegum ó- fullkomleikum hafi fært 'hana í let- ur? Vorri öld finst víst ekki mik- ið athugavert við það, að álita kenningu vorra tíma, guðshugmynd vora, siðferðis'hugsjónir og vis- indaþekkingu innblásna af guði. En hvað vitum vér um, hvernig á þetta yrði litið að öðrum 19 öldum liðnum, með sömu framförum framvegis á öllum sviðum? Krist- ur talaði við Gyðinga í anda sam- tíðar sinnar og sumt í kenning hans kemur þvi ekki heim við þekkingu vorrar aldar á náttúruvísindunum. En það er uaðsætt, að svo hlaut að vera. Til þess að tala í anda vorra tima, hefði hann orðið að fræða þjóðina um það, sem Norðurálfan þurfti margar aldir til að nema, og meir en það, þroska anda þeirra svo, að þeir gætu skiliö þann fróð- leik. Hverja átti svo að fræða? Ekki fræðimenn þeirra, því þeir vildu alls ekki skilja kenningu hans, heldur hina ómentuðu og ófróðu al- þýðu. Vér skulum minnast þess, hve erfitt lýðurinn átti með aö skilja kenningu hans og hann kvart- aði um skilningsleysi þeirra. Lýð- urinn hafði þó fullan vilja á þvi, að þvi er virðist, og fylgdi honum langar leiðir, oft þreyttur og hungr- aður. Það var eðlilegast, það var hið eina eðlilega og sjálfsagða, að hann talaði i samræmi við stað og tíma, en ekki eins og hann væri staddur vestur í Evrópu 19 til 20 öldum siðar. Eg sé ekki, að það þýði að vitna i lærða biblíuskýrend- ur til að mótmæla því. Og í ann- an stað: Hvaða ástæða er til, að Kristur hefði átt að tala i anda vorra tíma? Höfum vér náð tak- marki þekkingar og vitsmuna- þroska? Er ekki eins líklegt, að hann hefði átt að tala í anda 40. aldarinnar eins og 20. aldarinnar? 5. Lcyndardómar og ráðgátur. Auk þeirra atriða ritningarinn- ar, sem ekki ber saman við nátt- úruvisindin, eru ýmsar ráðgátur, sem mannsandinn getur ekki fylli- lega gert sér grein fyrir á núver- andi þroskastigi. Ýmsum verður þetta vantrúar- og ásteytingarafni. Svo þarf þó ekki að fara. Sum þessara atriða má skoða í líku ljósi og guðstrúna og eilífðartrúna, sem eg gat um í 2. og 3. kafla. Og hvað er kristnum manni til fyrirstöðu að trúa því, að guð stjórni eins vel því, sem vér ekki skiljum og hinu, sem vér skiljum? Það er hvorki mitt færi né ætlun að útskýra þá hluti, sem i þessu efni eru torskild- ir. Eg vil að eins benda á, hvern- g sumir þeirra horfa við mér. Náttúrufræðingar hafa leitt að því ýms likindarök, að mennirnir séu konmir af öpum, að þeir séu til orðnir við framþróun, en hafi áður verið dýr á lægra stigi. Ekki kemur mér í hug að rökræða þetta náttúrufræöilega, enda er þessi spurning næsta lítilvæg frá sjónarmiði kristins manns. Þvi með framþróunarkenningunni er hér verið að ræða um uppruna mannslíkamans, likamsgerfisins og líkamseðlisins, en ékki mannsand- ans. Hvernig sem líkamsgerfið er til orðið, er það guðs verk og geym- ir manns andann, sem er i guðs mynd. Heilafrumurnar eru sér- staklega “bústaður og verkfæri sálarinnar,” hver merking, sem lögð er í orðið. Mannslíkaminn, sem er hæfilegt verkfæri hins ó- dauðlega mannsanda, er jafn aðdá- unarverður fyrir því, þótt hann sé orðinn þannig fyrir meiri og meiri fullkomnun, og þótt hann hefði eitt sinn á þeirri leið verið jafn apalíkama. Apalíkamir eru einnig aðdáunarverð smiði. Þetta er ekki torskildasta atriðið í myndunar- sögu mannsins, annað atriði er mér torskildara. Vantrúarmenn láta ekki tiðrætt um það, enda er það ekki í ritningunni. Það verður heldur ekki vefengt, því að visindin hafa þreifað á því. Hver maður er í upphafi jarð- lifsins tvær frumur, karlfruma og eggfruma. En frumurnar eru ör- smáar agnir, karlfrumurnar ósýni- legar með berum augum (sbr. það, sem sagt er i 2. kafla). Þessar tvær frumur sameinast og verða ein fruma, hún skiftist síðan i tvær, hvor þeirra i tvær o. s. frv. Frum- unum fjölgar þannig við tviskift- ingu, og fóstrið vex við fjölgun þeirra, þangað til þær eru orðnar sá ótölulegi aragrúi, sem er í full- burða fóstri, og síðar í fullorðn- um manni. Nú vita allir, að börn- in erfa einkenni sín frá foreldrum sínum og forfeðrum. Þau eru lik þeim að vaxtarlagi, líkamshæð, gild- leik, útlimalögun, hörundslit, hára- lit, augnalit (regnbogahimnanj, and- litssvip og lögun einstakra hluta andlitsins, vöðvalögun og styrk- leika, ásigkomulagi taugakerfis- ins og æðakerfisins, likamsþoli og mótstöðuafli gegn sjúkdómum og mörgu fleiru, sem ekki er unt að telja hér upp. Þau erfa líka and- lega eiginleika, lundareinkunn, gáfnafar og eðli tilfinninga og vilja Börnin erfa í stuttu máli líkamleg og andleg einkenni, enda í smáatriðum. Og nú kemur það dularfulla. Vísirinn að öllum ein- kennunum hlýtur að liggja í þeim tveimur örsmáu frumum, er fóstr- ið verður til úr. Þau geta ekki verið komin til þess frá móðurinni, meðan á vextinum stendur, þvi þá myndu börnin að eins erfa einkenni mæðranna. Og ekki nóg með það. ífrumunum hlýtur að vera fólg- inn vísir til einkenna frá fyrirrenn- urunum, öfum og ömmum o.s.frv. i báðar ættir, því börn erfa oft slík einkenni, þótt þau komi ekki fram hjá foreldrunum. í hvert skifti sem egg frjóvgast, þá er þó ekki að eins um eina karlfrumu að ræða, heldur eru þær margar miljónir. AS eins ein þeirra sameinast egg- inu og virðist þar hendingin ein ráða. Hinar komast skemmra eða lengra áleiðis og deyja svo út. Þegar svo þar við bætast allar þær miljónir, sem deyja út, þegar ekki er um egg að ræða, þá verða þær margar miljónimar, sem deyja út á allri jörðinni á hverjum manns- aldri. Og hver fruma er mannleg- ur frjóangi, vísir til manns, likams- og sálaneinkenna ;hans, /vísir tjl andlegra hæfileika manns og þá ef til vill einnig vísir ódauðlegs mannsanda. Og öll þessi fræ læt- ur guð deyja út, án þess að gefa þeim frekari þroskamöguleika. Þá er komið að öðru skyldu leyndardómsatriði, eilífum dauða. Kenning kirkjunnar um þetta at- riði er mörgum þyrnir í augum. Sumir vilja jafnvel láta svo 'heita, að enginn haldi þeirri kenningu lengur fram í alvöru. En það er síður en svo. Samkvæmt nýja test. verður kirkjan að halda því fram, að ekki verði allir hólpnir. Hvern- ig einstakir menn, lærðir og leikir, innan kirkjunnar, hugsa sér eilífa glötun, er sjálfsagt mismunandi, því Kristur hefir ekki gefið lýs- ingu á ’því, en talað um það i lík- ingarfullum orðum. Frá mínu sjónarmiði er kenningin um eilífa glötun í samræmi við þekkinguna. Vér verðum að játa það, að til er gott og ilt , heirtiinum. Hvernig sem vér lítum á hið illa, hvort held- ur að það sé bein jákvæð (positiv) og raunveruleg andstæða hins góða, eða að eins skortur á hinu góða, þá verðum vér að játa, að það fer i öfuga átt. Ef sál vor ekki stefnir að þvi, sem er gott, rétt, hreint, fagurt 0g fullkomið, þá stefnir hún að þvi, sem er ilt, rangt, saurugt og ljótt, hún gengur þá aft- ur á bak. 1 lífeðlisfræðinni eru þau lög, að ónotaðir hæfileikar sljóvgast og geta jafnvel dáið út. Jarðlifið sýnir einnig, að “laun syndarinnar eru dauði”, illa stefn- an fær sín gjöld þegar í þessu lífi, leiðir af sér hnignun og jafnvel glötun bæði einstaklinga og jafn- vel ætta. Að þessu má leiða mörg og sterk rök, þótt þvi sé slept hér rúmsins vegna, enda er það annað efni. Það er nú samræmi í þvi, að hugsa sér, að þetta sama lögmál gildi alstaðar i heimi guðs. Afleið- ingin af því, að andinn stefnir i illu áttina, Verður eilíf glötun, hvort sem vér hugsum oss, að hún sé tortiming, dauði sálnanna, eða hitt, að þær haldi áfram að magn- ast í 'hinu illa, að sínu leyti eins og hinir sælu halda áfram að full- komnast í hinu góða. Það er eng- in ástæða fyrir oss, skammsýna menn, að brjóta heilann um þann leyndardóm. Kirkjunnar menn komast svo að orði, að sálir vorar séu ódauðlegar, einnig þeirra, sem glatast. Það er auðsætt, að með þessu orðatiltæki gera þeir ekki út um þá spurningu, hvort svo sé bókstaflega, eða að um óákveðið tímabil sé að ræða, ef til vill ómæli- lega langt á vora vísu. Aðrar skýringar á þessum orðum nálgast- hártogun. Hver verða afdrif allra þeirra, sem á öllum öldum ekki hafa feng- ið tækifæri til að þekkja Krist og kenningu hans? Þeirri spurningu er ekki unt að svara, hún er leynd- ardómur guðs. Kristur talaði um afdrif þeirra, sem fá tækifærið, en vilja ekki nota það, en við hinni spuningunni mun ekki vera ákveð- ið svar að finna i nýja testament- inu. Hitt er annað mál, að menn geta gert sér ýmsar hugmyndir um þetta efni, t. d. þessa: Allur sann- leikur, sem fram hefir komið í heiminum, allar sannlega góðar og göfugar hugsjónir og lífsreglur allra þjóða á öllum öldurn eru komnar frá guði. En þjóðirnar hafa ekki skilið nema brot af sann- leikanum, misstórt eftir þroska- stigi þeirra. Þess vegna hafa trú- arbrögð þjóðanna verið ófullkomin. Hina góðu menn og spekinga hefir guð notað til þess að kynna þjóð- unum vilja sinn og eðli. En vér erum i raun og veru litlu nær þrátt fyrir ýmsar skýringartilraunir. Mörgum finst það sjálfsagt óskilj- anlegt, að guð láti miljónir manna deyja án þess að gefa þeim sama tækifæri til æðsta andlegs þroska, sem hann hefir öðrum gefið. Vér vitum þó, að börn deyja svo þús- undum skiftir nýfædd og kornung. Og eg gat um miljónir sáðfrum- anna, sem deyja út. “Það er mik- ill munur á þeim og mönnum”, mun einhver segja. í hverju er grundvallarmunurinn fólginn? í þroskanum og stærðinni? Hve margar þurfa frumurnar að vera, til þess að fóstrið megi maður kall- ast? Er stærðarmunurinn mikils virði í riki guðs, þar sem fjarlægð- irnr eru annars vegar ómælilega miklar, en hins vegar ómælilega litlar? Er ekki hin örlitla fruma, sem felur í sér óendanlega marg- brotna eiginleika mannsins, eins dásamleg að sinu leyti eins og mannslíkaminn ? Um friðþægingarkenningu kirkj- unnar hefir mikið verið deilt. Sú kenning er þó auðskilin, að Kristur kom í heiminn, sendur af guöi, til þess að stofna kristindóminn og frelsa mannkynið með þvi frá synd, þ. e. þeirri stefnu, sem leiðir til glötunar. Hann varð að láta lífið, til þess að gróðursetja trúna og kenninguna. Hvað er á móti því, einnig frá almennu sjónarmiði, að segja, að hann hafi friðþægt fyrir syndir vorar, dáið friðþæg- ingardauða? Um þetta og fleiri leyndardómsatriði eru líkingarfull orð í nýja teseamentinu, og þá jafnframt i kirkjunni, en það er ekki rétt gert af þeim, sem kalla sig kristna, að nota það til þess að snúa kenningu hennar í villu i aug- um almennings. Þrenningarkenningin er ýmsum Yenus’ Blithsome Eyes are Peeping. By JÓN THORODDSEN. Venus’ iblithsome eyes are peeping From her vault of blue, - Earth in Slumber’s arms a-sleeping Spreads before her view; Through a tiny window watches, All is masked with sihadow blotches. Seeing what, wouldst thou ibe wanting, Goddess love-enchanting ? “This brave hero, yester even, Bravely wielded sword; Nobly fought—no quarter given To th’ opposing horde, — Through the mighty man-ring tears he, Back his wild opponents wears he. But to bind him they endeavor, Bind this her.o? Never!” "Him that war nor broke nor branded, Neither fetter found; Has the maiden lily-ihanded Bonds, unyielding, bound! All his strength can not undo them, All his efforts not escew them; Round his neck so strongly pressing Maiden’s arms — caressing.” Christopher Johnson. lærðum mönnurrij { efasemdaefni. Venn þykjast ekki geta skilið, að guð sé einn og þrennur. Enginn mótmælir þvi, að sól vor sé ein. En hvernig verðum vér hennar varir? Vér finnum hitann, sjáum birtuna og verðum varir áhrifa ultrafjólubláu geislanna (t. d. við sólbrunaj. Framleiðsluafl þessara þriggja hluta býr í sólunni og það má til sanns vegar færa, að sólin sé þetta þrent auk annars. En ekki nóg með það. Þetta þrent, hiti, ljós og ultra-fjólubláir geislar eru eitt og hið sama, öldur í ætern- um eða ljósvakanum svonefnda. Þessar öldur eru mislangar og því birtast þær skynfærum vorum á þrennan 'hátt. Og sagan er ekki fullsögð. Ljósið er bæði eitt og sjöfalt, rautt, gult, o.s.frv., eins og sjá má í regnboganum. Ef það stæði i einhverri trúarbók, að sólin væri bæði ein og margföld, að áð- urnefnd bylgjuhreyfing ljósvakans væri ein og þrenn, eða þríein, þá myndi það verða fært til sanns vegar, einkum sjálfsagt, ef trúar- stefnan væri nýmóðsins. En þegar svo er tekið til orða í margra alda trúarskýringu, að guð sé einn og þrennur, þá verður sumum vísinda- mönnum bumbult og hálfómentað- ur skólalýður grettir sig, eins og hann hefði rent niður beiskri ó- lyfjan. Eðli Krists er einn af leýndar- dómum trúar vorrar. Guðfræði fyrri tíma hefir orðað þetta á þá leið, að hann hafi verið bæði guð og maður, en annars sé ekki unt að skýra það atriði. Ekki verður séð, að mentaðir nútíðarmenn þurfi að hafa mikið á móti þessari skil- greiningu, þótt ef til vill megi koma heppilegri orðum að henni, en áð- ur hefir verið gert. Á* meðan þekking vor getur ekki skýrt eðli mannsins, þá er oss engin minkunn að því, að gefast upp við að skýra eðli Krists. Nýguðfræðin reynir að samrýma Kriststrú vora og skynsemi með þvi að segja, að hann hafi verið maður, að eins ó- endanlega miklu fullkomnari en vér, og það megi til sanns vegar færa, að hann væri guðs sonur, þvi það séum vér allir. Hið sanna manneðli sé guðseðli. í mínum augum bætir þessi kenning ekki úr hinni fyrri. Það er engin ný kenn- ing, að hið fullkomna í manneðl - inu sé brot af guðseðlinu, þvi oss er sagt það undir eins í sköpunar- sögu biblíunnar, að guð skapaði manninn í sinni mynd (sbr. það, sem sagt er í byrjun 4. kafla hér á undanj. Enginn efast heldur um hinn óendanlega mikla mun á eðli guðs og manna. Fyrir utan stig- muninn er einnig sá munur, að vér erum háðir syndinni svo nefndri, þ.e. vér erum undir áhrifum illra afla, sem miða ekki einungis að þvi að tefja fullkomnun vora, heldur líka að afturför og eyðileggingu sálar vorrar og likama. Og svo er eitt enn. Þótt mannsandinn næði sinni æðstu fullkomnun, þá hafa trúaðir menn ekki sönnun fyrir þvi, að hann yrði eins og guð. Andi vor getur skapað sér mynd af fullkomnum mannsanda, en vér höfum engar sannanir fyr- ir því, að andi vor geti skilið eða rúmað mynd hins alfullkomna guðs, og því síður, að hann verði Nágranninn fœr góða ráðleggingu Hr. tómi dunkur; “Hvert er þú að fara?“ Hr. fulli dunkur: “Eg er á leið til Crescent“. Hr. tómi dunkur: “Borgar það sig?“ Hr. fullidunkur: “Já, eg held það svari því, þeir fara vel með þig.“ “Næsta skifti sem þú ert reiðubúinn að fara til ein- hvers af smjörgerðarhúsum Crescents, skaltu hafa hug- fast að verðið, vigtin og flokk unin, ræður upphæðinni á bankaávísuninni. ‘Crescent* félagið ábyrgist að allir þeir, er senda til þess rjóma verði ánægðir,“ Smjörgerðarhús að Beausejour, Brandon, York- ton, Swan River, Dauphin, Killarney, Vite, Carman, Portage la Prairie, Winnipeg Crescent Creamery Co. Ltd. honum jafn. Vér höfum þess eng- in dæmi, að verk sé jafnt meistar- anum. Skýring nýguðfræðinga virðist vera tilraun til að breiða yfir vantrú á guðseðli Krists. En kristin trú og kirkja getur ekki gengið á snið við spurninguna. Var eðli Krists guðlegt, eða var hann að eins maður? Hæfileikar bans eru ekki nóg skýring. Setjum svo, að á meðal lægstu villimannna kæmi fram maður, sem væri jafn- fætis fullkomnum nútíðarmanni vorrar álfu, færi að prédika sið- fræði fyrir þeim og tækist að láta þá skilja sig. Þeir myndu trúa á hann. Það væri eðlilegt á vorum augum, því hann stæði á svo að segja ómælilega hærra stigi en þeir, en vér myndum ekki vilja ábyrgjast, að það yrði þeim nóg til sálu'hjálpar, enda þótt hann benti þeim á einhvem guðdóm. Uýguð- fræðingum þætti það sjálfsagt dul- arfult fyrirbrigði, ef slíkur maður fæddist meðal villimanna, en er ekki faeðing Krists meðal Gyðinga álíka dularfull? Það mun ekki verða svo þægilegt, að krækja fyr- ir leyndardóma guðs. Frh. Mestur Ágóði og Fljót- astur með því að senda oss Bændur hafta reynt af reynsl- umni aS afgreiCsla vor og vtC- skifta aCferCir hafa orCiC þeim til mests hogmaCar og þess vegna senda þeir oss rjómann. Skrifið eftir merkiseðlum. Canadian Packing Co. IjIMITED Stofnsett 1852 WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.