Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 4
Bte. 4 L&dBERG, í ÍHTXJDAGINN 25. SEPTEMBER. 1924. é . ^oigbcrg Gefið út hvem FimtuHag af The Col- uoibia Pre**, Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winmpeg, Man. Talnimin N-H327 «* N-8328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakríh ti' blaðams: K'iUMBIá PHESS, Itd., Bn« 317«. MMnnlpeg, Nfan- Utanáakritt rttat)órana: .UHOB OCBERC, Bn« 317( Minnipag, ^an. i np "I.öKberg” ls prlnted and publlshed by l'né (Tnlumbia Press, L,imited, in the Columbla nldlntt, «!I5 Sargent Ave, Wlnnlpeg. Manltoba. I Hé f og þar. Tennyson segir, að “old order changeth, yiel l- ing place to new”, og þaS er satt. Hvarvetna i líf- inu er hif gamla að hverfa og breytast, en hið nýja að korr.a i staðinn, og í flestum tilfellum hefir það sársau! a og hrygð í för með sér þó jafnvel að breytingin sé sýnilega til batnaðar, þvi vanans bönd eru sterk, og þegar breytingin gripur líka inn i end- urminningar og tilfinningalíf manna og vill skafa í burt það, sem því hefir verið kært i aldaraðir, þá er ekki að furða, þó þeim verði þungt í skapi. En um það.er ekki til neins að fást. Tönn tímans er iðin og hið órjúfanlega lögmál breytinganna sættir menn í flestum tiifellrm við það, sem verður að vera, og vaninn dregur að minsta kosti úr því sárasta brodd- inn. Það er að eins þegar ráðist er á það, sem rót- grónast er orðið sjálfum manni, að menn kippast við og reyna að malda í móinn. En það er því miður oft þý, ingarl.tið. Eitt atriði hefir komið fyrir í Venice á Italíu nú alveg njlega, þar sem tiíkan og hagfræðin er að gjöra áhlaup á forn-helga siðvenju þeirrar borgar. Eins og menn vita, þá er borg sú bygð á 120 eyjum. A milli eyjanna eru sund og eru það aðal götur borgarinnar, eða flutnings farvegir, og eftir þeim ganga róðrarbátar, hinir svo nefndu “Gondol- ar”, sem flutt hafa fólk og varning um- borgina, og verið paradís elskenda í aldaraðir. Um þá hafa skáldin sungið, þegar silfurbirtu mánans stafaði nið- ur á hina spegilfögru vatnsvegi, þar sem þessir Gondolar liðu áfram og elskendurnir hvisluðust á heitum ástarorðum, og þegar næturmyrkrið huldi elskendurna, sem flýja vildu undan hendi harðstjór- anna. Gondolarnir eru svo samfeldir Venice í söng og sögu, að það virðist llátt áfram goðgá næst að skafa þá út. úr meðvitund og huga Venice-búa. En }>etta á þó að gjöra—þetta er þegar ákveðið. Signor Giordano, settur borarstjóri í Venice, hefir gjört bindandi samning við félag, sem selur rafafl þar í borginni, að setja rafvtlar í alla báta, sem not- aðir eru til flutninga efa skemtana í borginni, og skal þessi breyting vera komin á innan tuttugu mán- aða. Aldrei framar hægt að stela kossi á milli brúnna, eins og í tið Byrons, — Gondolarnir rómant- isku og sögur.ku, verða líka að víkja fyrir hávaða og vélaskrölti nútímans. Fyrir nokkru birtist grein um Gimli í tímariti, sem gefið er út i Canada og nefnist Canad''ati Maga- sine. Grein sú var lítið annað en kesknisfult spott um bæinn og fólkið í bænum. Það eina, sem höf- undur greinarinnar lætur njóta sannmælis, er nátt- úrufegurðin, þ(gar tunglið stafar silfurgeislum sín- um á spegilfagran og sléttan vatnsflötinn, liklegast af þvi, að hann hefir ekki treyst sér til að gjöra gys að því. Landi vor, Dr. J. P. Pálsson í Elfros, hefir auðsjáanlega tekið í lurginn á útgefendunum fyrir að vera að birta’ slíkt slúður um þennan sérstaka bæ og íbúa hans því í síðasta hefti ritsins er nokkurs- konar for'átsbón frá útgefendunum á þvi, að hafa birt greinina. Þetta er eins og það á að vera, doktor minn, að láta menn skammast sín fyrir slikt frum- hlaup sem þetta. Eitt af því, sem hugsandi menn hafa horft á með vaxandi kvíða, er hin sí-vaxandi bókaútgáfa og sérsta'klega útgáfa bóka, sem ekkert hafa til síns á- gætis og engum eru til uppbyggingar. Nú hefir maður einn þektur, Doktor Hagberg Wright, skjala- vörður í Lundúnum, lagt fyrir nefnd þá í Alþjóða- sambandinu, sem sérstaklega litur eftir mentalegum samböndum og samvinnu þjóða, hugmynd, sem nefnd sú hefir fallist á og sem gjörir þeim mönnum, sem uppbyggilegar fræðibækur vilja lesa, auðvelt að ná í þær. Tilaga Dr. Hagbergs er, að Alþjóða sambandið sjái um útgáfu og prentun á 600 þörfustu og beztu bó'kum, sem út hafa komið á tólf mánuðunum næstu á undan, og skal verð engrar bókarinnar fara fram úr 65 centum, svo að allir geti eignast þær. Bækur þær, sem Dr. Hagberg nefnir sem jJarfastar, eru hagfræðibækur, bækur um stjórnfræði, listir, vísindi, ferðasögur, góðljóða bækur og skáldsögur, guð- fræðatækur, bækur heimspekilegs efnis og fjöl- fræðifækur. Hann lfggur til, að hver þjóða þeirra, sem eru í ílheims sambandinu, kjósi einn mann til þess að velja bækur þessar. Helst segir hann, að slíkir mend ættu að vera þjóðskjalaverðir, sem svó gætu fengið sér sérfræðinga til aðstoðar. Þjóðir þær, sem gefa út 50,000 bækur á ári eða meira, vill Dr. Hagberg að fái rétt til þess að velja fjörutíu bækur hver af þessum sex hundruðum, og þær, sem færri bækur gefa út, jafn-margar að til- tölu. Ef slíkt kæmist í framgang, þá mundi það verða til ómetanlegs gagns fyrir þá, sem lesa vilja og eignast góðar bækur. Labrador. Sigurður Oliver frá Winnipegosis, er nýkominn til bæjarins frá Labrador, þar sem hann hefir verið í þjónustu Dominion stjórnarinnar í síðastliðna þrjá mánuði. . Eins og áður hefir verið getið um í Lögbergi, þá hefir Dominionstjórnin vakið eftirtekt á mögu- leikum til þess að rækta æðarvarp meðfram Labra- dor ströndinni. Þessi landi vor, Mr. Oliver, sem vandist æðarvarpi og meðferð á æðarfugli í Viðey á íslandi, var sendur til Labrador til þess að athuga tækifærin þar ^iorður frá og var á sama t.ma eftir- litsrriaður stjórnarinnar með fuglaveiðum þennan tíma, sem hann dvaldi þar norður frá. Þessi hluti af Labrador, hið svo nefnda Ouebec- Labrador, er syðsti parturinn af þeirri miklu strand- lengju, sem undir því nafni gengur og er talsvert bygður, smáþorp meðfram sjónum á mörg hundruð mílna svæði. Fólkið, sem þar týr, stundar alt fiski- veiðar á sumrin, en dýraveiðar á vetrum, og eftir þvi sem Mr. Oliver sagðist frá unir það hag sínum vel, enda hefir það nægilegt fyrir sig að leggja og ve'liíVHi þess alveg eins mikil og fólks, sem býr á öðrum stöð- um i landinu, sem þykja glæsilegri. Að vorinu til koma fiskigöngurnar með fram Labrador ströndinni snemma í júní. Er þá fisk- mergðin oft eins mikil og þegar fiskigöngur eru mest- ar á íslandi. En veiðiaðferðir þeirra við Labrador eru með nokkuð öðrum hætti cn þeirra heima. Þeg- ar göngurnar koma á vorin, leggja þeir net fyrir fisk- inn. Er net það útbúið á þann hátt, að annar endi þess er festur í landi; svo er það lagt út frá landinu um þrjátíu f^ðma. Við ytri endann, sem fjær land- inu er, er stór netpoki, með fjór,pm hornum og botni. en opinn upp úr. Netpoki þessi er stjóraður niður á öllum hornum, því straumurinn er þungur. Þegar fiskurinn rekur sig á þvernetið, hleypur hann með því unz hann kemur að uetpokanum, sem op er á, þar seni þvernetið liggur í hann; fer svo þar inn, en þegar inn er korríið, kemst hann ekki út aftur. Þegar svo eig- endurnir fara að vitja um net sin, byrja þeir með þvi að loka opi pokans og lyfta netinu sem næst lokunni. og fiskinum, sem í pokanum er, ausa þeir með háf- um úr pokanum upp í báta sína. Þessari veiðiaðferð halda þeir áfram um sex vikna tíma, eða þar til um miðjan júli, en þá er fisk- urinn genginn hjá. Svo byrjar handfæra fiskið. Þá þurfa Labrador menn að sækja frá 1—3 mílur vegar á mið þau, sem fiskurinn heldur sig þá á, og er hann þar oftast að finna, en beita vcrður fyrir hann og er kræklingur notaður til þess, sem mesta gnægð er af, jafnvel uppi í landsteinum, þegar fjara er. Fisk sinn verka Labradormenn likt og gjört var og er á Islandi, fletja hann, salta og þurka. — Auk þorsksins fiskast fleiri tegundir, svo sem !ax, og það sem menn ekki borða af honum strax nýjum, það salta menn og selja, og hafa oft fengið qc. fyrir pund- ið af honum i puebec að frádregnum öllum kostnaði. En við laxveiðinni gefa Labradormenn sig litið— mega það heldur ekki nema að því leyti scm þeir fá hann í þorsknet sín, því flestar eða allar árnar þar falla í sjó, sem þó eru margar, eru leigðar auðmönnum; en si'.ung og birting má veiða til matar. Net þessi. sem Lahradormenn nota til þorskveið- anna, kosta þá með öllu tilheyrandi, stiórum, snærum, sökkum og flotholti, um $450. En bátar þeirra, sem flestjr eða allir eru mótortátar er 2 og 3 menn eru á, kosta um $300. Vcrslun Labradormanna. Lítið er um verzlunarbúðir á öllu þessu feikna- svæði með fram ströndinni. Hudson Bay félagið hefir búðir þar á stoku stað, en aðal verzlunin er í höndum kaupskipa, sem koma þar á vissum tímum ársins frá Halifax, Quebec og öðrum stöðvum á austurströndinni. Skip þessi'hafa til meðfcrðar all- ar nauðsynjar manna og lika óþarfa, og skifta á þeim við Labradorbúa og þurfa þeir oft að borga marg- falda prísa fyrir vöru kaupmannanna. En þrátt fyr- ir það lífur strandabúum vel og margir þeirra eru vel stæðir menn efr.alega og una lífskjörum sínum hið bezta. Landkostir og landbúnaður. Labradorströndin er iarðber. Gróðurlausir klettarnir rísa upp frá hafinu, sem gnauðar við þá ár út og ár inn. 1 smádölum og afdrepum í þessu k'ettafdti eru þorpin og árnar kljúfa klettana hér og þar og velta sér út í hafið mórauðar í leysingum, en furðu tærar, þegar vextir eru úr þeim. Eins og gefur að skilja, þá er land þetta lítt fallið til akur- yrkju. Enda er ekki um hana að ræða á meðal fólksins, sem þar býr. Fjöldi þess hefir hvorki mat- jurtagarð né heldur kú til búbætis, er í orðsins fylsta skilningi þurrabúðarfólk. Einkanlega er það samt i norðurparti bygðarinnar, sem er skipuð Englend- ingum, er fluzt hpifa til landsins frá Newfoundland; þeir eru sjómenn og ekkert annað. í þeim parti Labradorbygðarinnar, sem nær er Quebec, það er suðurpartinum, búa Frakkar aðallega, og er einstaka þeirra, sem farinn er að hafa kú til búbætis. Vér sögðum áðan, að á Labrador við sjó fram væri jarðbert og gróðurlaust, og er það satt, en á bak við klettaströndina er landið klætt gróðri. fyrst lágum og gisnum, lengra frá þéttari og meiri, og er þar gnægð dýra í skógunum, fiskur í ám og vötnum og málmar í jörðu. Æðarvarp. Hvað æðarvarp getur orðið mikið á þessum norð- lægu stöðvum, er ekki gott að segja um. En Labra- dorströndin hefir heilmikið af skilyrðum þeim, sem fyrir hendi þurfa að vera, til þess að æðarvarp geti þrifist. Þar er fjarskinn allur af eyjum í sjónum með fram ströndinni. Flestar eru eyjar þær sæ- brattar og gróðurlitlar. Nokkuð þó af smáviði, terjalyngi og öðrum smágróðri, og víða er þar mikið af kræki- og bláberjum. Á milli eyja þessara eru ótal sund og álar, þar sem æðarfuglinn getur verið í kyrð og næði. En það hefir verið næðisskorturinn, sem aðallega hefir hamlað því, að hann hafi haldið sig til varps á þessum stöðvum, því hann hefir hlífð- arlaust verið skotinn þar með fram ströndinni á undanförnum árunr. En nú er búið að friða hann og með dálítilli hjálp frá mannanna hendi, er ekkert því til fyrirstöðu eftir dómi Mr. Olivers, að þarna verði hin beztu og arðsömustu varplönd í framtíð- inni, þegar búið er að koma fólki þar í skilning um, að arðvænlegra sé að spekja og vernda fuglinn og ta dúninn, en að skjóta hann. Lofsverð tilraun. Mörgum er nú orðið Ijóst, að stjórnin i Dan- niörku hefir ákveðið að leggja frumvarp fyrir fólks- þingið í haust þess efnis, að leggja niður herinn danska, sjóflota Dana og allan herútbúnað. Fyrirætlan þessi hefir vakið afarmikla eftirtekt um heim allan og hafði þetta áform stjórnarinnar dönsku svo mikil áhrif á suma af ensku þingmönn- unum, að einn þeirra, Mr. W. H. Ayles, tók sér ferð á hendur til Danmerkur, til þess að kynna sér málið Frá þeirri ferð sinni segir Mr. Ayles á þessa leið: “Mig langaði til þess að sjá og tala við mann- inn, sem fyrir hönd flokks stns átti að hefja nýja stefnu i mannkynssögunni—friðarstefnu, samvinnu í mentamálum, og nú afním hers og herútbúnaðar. Eftirttktarverð breyting til framfara á meðal mann- anna, undursamlegur sigur fyrir hina hugprúðu og vitru döns'ku þjóð, ef hægt yrði að koma því í fram- kvæmd.” Um Lauritz Rasmussen, herméla ráðherra Dana. sem á að flytja þetta frumvarp, farast Mr. Ayles þannig orð: “Bráðmyndarlegur maður. Meir en meðalmaður á hæð, þrekinn og sterklega bygður. Hann er vel eygður, einbcittnislegur, með stálgrátt hár og lítur út fyrir að vera ekki upptækur fyrir hvaða vindblæ sem blæs. Hann var á skrifstofu sinni i sjómáladeildinni. Eftir að eg var búinn að hei'ra honum,— segir Mr. Ayles—kom eg strax að umtalsefninu: Aform. “Áform dönsku stjórnarinnar i sambandi við afním herútbúnaðarins hafa borist oss til eyrna og haft mjög mikil áhrif á suma af okkur. Nú langar mig til þess að fá að heyra af yðar eigin munni hver þau áform eru, svo Englendingar megi þar af læra.” “Rasmussen svaraði: “Aform okkar er, að af- nema allan stríðsútLúnað, sem nota mætti til þátt- töku i striðum við aðrar þjóðir, og við höfum á- kveðið að afnema herskyldu. í staðinn höfum við ákveðið að mynda sérstakt lögreglulið, til þess að gæta reglu á landamærum Danmerkur, svo sem toll- laga verndunar og fl., og verða sjálfboðar einir teknir í það lið.” “Hvað margir eiga að vera í þvi lögregluliði ?” “Við þurfum um sjö þúsund manns. ’ “Hvað er her Dana stór sem stendur?” “Við köllum átta þúsund manns árlega til her- æfinga og við höfum 75,000—8o,opo hermenn reiðu- búna til viga nær sem er. Við afnemum þá alla.” En hvað ætlið þið að gjöra við víggirðingarn- arð og virkin?” “Rífa það.” “Ætlið þiö að gjöra hið sama við herskipa- kvíar og hergagnaverksmiðjur yðar?” “Nei! Úr þeim ætlum við að gjöra verksmiðj- ur, þar sem gufuvagnar eru smíðaðir, til notkunar á járnbrautum þjóðarinnar, og báta og ferjur til þess að nota lika i þjóðar þarfir. Viðskifti, en ekki stríð, ; er mal friðarins.” “Hvers vegna gjörið þið þetta? Hver er á- | stæðan?” “Astæfan er sú, að herútbúnaður er engin trygg- ing fyrir al sherjar friði. í stað þess að fyrirkomu- lagið, eins og það er nú, sé pss trygging, þá er það hættulegt—blátt áfram svikamylna. Það er aðal- ástæðan—eða með öðrum orðum: heilbrigð skyn- semi. Eftir að þetta er komið í framkvæmd, og eftir að búið er að draga frá kostnaðinn við lög- reglu gæzluna, þá spörum við fjóra fimtu af út- gjöldum þeim, sem þjófrin þarf nú að mæta, eða í stað þess að útgjöldin, sem nú nema 3,000,000 sterl- ings pundum á ári, verða 600,000, og auk þess hafa sósíalistarnir í Danmörku ávalt verið mótfallnir her- útbúnaði, og þegar við höfum náð völdum, þá ætlum við að reyna þetta.” Mótspyrna. “Haldið þér að það verði mikil mótspyrna gegn þessu ?” “Já. íhalds- og frjálslyndu flokkarnir eru á móti því, en við njótum stuðnings allra gjörbreytinga- manna.” “Er sá styrkur nægur, til þess að málið nái fram að ganga?” “Það verður samþykt í neðri málstofunni; en eg er hræddur um, að það verði ekki samþykt í þeirri efri.'’ “Hvað ætlið þið þá að gjöra?” “Það er undir kringumstæðum komið. Við höf- um enga skyndi-úrlausn þá, eins og þið á Englandi. Við verðum að bíða kosninganna, sem fram fara fjórða hvert ár, þegar helmingur efri málstofu þing- mannanna verður að leita til kjósendanna. Það fara kosningar fram í ár, en viðgetum naumast búist við að ná meiri hluta við þær; en að fjórum árum liðnum náum við meiri hluta atkvæða, og ef efri málstofan fellir frumvarpið, þá höldum við áfram að berjast fyrir því, unz þeir eru búnir að fá nóg af sinni eigin þverúð. Hvort að neðri málstofan verður leyst upp eða ekki, fer eftir þvi, hvaða viðtökur lagafrumvörp stjórnarinnar fá. Ef efri málstofan hafnar þeim öll- um, verður þingið leyst upp og gengið til nýrra kosninga. En þó að þeir hafni frumvarpinu um af- nám herútbúnaðarins að eins, þá bíðum við þar til mælirinn er orðinn fullur.” “Hvaða styrk hefir málið hjá kjósendum? Haf- ið þið fólkið með ykkur?’ “Já, að minsta kosti höldum við það, og við höf- um stuðning okkar eiffin fólks óskiftan. Aðal mót- staðan, eins og búast mátti við, kemur frá hermönn- unum sjálfum.” “Hvaða ástæður eru færðar fram gegn því, að leggja niður herútbúnaðinn ?” “Oss er sagt, að virðingu þjóðarinnar verði hnekt út á við, ef við höfum engan her. Ihaldsmenn vilja láta stækka herinn”. Reiða sig á almenningsálitið. “Færa þeir fram, máli sínu til stuðnings, að þeir séu hræddir við áhlaup frá öðrum þjóðum?” “Kringumstæðurnar eru dálitið viðkvæmar. Danir halda, eins og þú veizt, innsiglingum í Eystrasalt í hcndi sér. íhaldsmenn halda fram, að þeir verði að vera færir um að verja hana. íhaldsmenn hinna Skan- dinavisku landanna halda því líka fram. En ef hér væri að ræða um stórveldi, sem verja ætti þessa leíð, þá er þetta óhugsanlegt undir hvaða kringumstæðum ■ ... ■ ■ ■■ 1000 EGG eftir HVERJA HÆNU Ef þér hafið hæntni þá KLIPPIÐ ÞETTA ÚR “Aðalgallinn við hænsnarækt- ina hefir verið sá, hve stuttur sá tími er, sem hænurnar verpa,” segir Henry Trafford, heimsfræg- ur sérfræðingur í alifuglarækt og hér um bil átján ár ritstjóri að ritinu Poultry Success. Venjuleg ung hæna verpir um L50 eggjum. Annað árið bætir hún ef til vill 100 við. Svo er hún send á markað. Það hefir nú verið sannað að sérhver hæna hefir skilyðri til þess að verpa þúsund eggjum á fjögra til sex ára tíma- bili t-é henni veitt hag<kvæm3eg meðferð. H ernig fá skal 1000 egg úr hverri hænu, hvernig að láta hæn- ur verpa snemma, hvernig láta skal gamlar hænur verpa vel og hvernig halda skal eggjafram- leiðsunni við yfir kaldasta tlm- ann þegar verð eggja er hæst. Þessir og margir aðrir fégróða leyndardómar finnast í Mr. Traf- fords “1000 Egg Hen” bæklingi er sendur verður ókeypis hverjum lesanda þessarar auglýsingar sem hefir sex hænur eða meira. Það er stórhagnaður að því fyrir hænsna- eigandann. Mr. Trafford skýrir frá leyndardómnum. Ef þér hafið hænsni og viljið að þau beri arð, skuluð þér klippa þessa auglýs- ingu úr blaðinu og senda oss hana með fullri áritan yðar til Henry Trafford, Suite 995 J. Herald Bldg. Binghamton, N. Y. og verður yður þá send í pósti ókeypis eintak af “The 1000 Egg Hen.” sem væri. Miklu betra og óhultara að treysta alþjóða- álitinu.” “Þér eruð þá ekki hræddir við Þjóðverja, eftir að vera nýbúnir að sneiða af veldi þeirra?’ ‘Ekki hið allra minsta. Við erum búnir að gjöra upp sakir okkar við Þjóðverja á vinsamlegan hátt. ’ “Við erum ekki hrœddir.” “Hvað ætlið þið að gjöra við herskipaflota yðar?” “Við ætlum að hafa tiu smáskip, 1,500 smálestir hvert, til strandvarna við Færeyjar, Island og Ðan- mörku. f alt ve^ða í sjóher okkar. eí annars verður hægt að nefna hann því nafni, 400 menn—sjó lög- reglan.” “Hvað ætlið þið að gjöra í sambandi við loft- skip?” “Aftur er það spurningin, hvað mörg loftför við þurfum til löggæzlu, en okkur telst svo til, að þau verði 12.” Síðasta spurningin. “Ef þið leggið niður allan herútbúnað, þá verða engar þjóðir hræddar við ykkur, eða óttast hernaöar- spellvirki frá ykkar hálfu og treysta ykkur þvi og verzla við ykkur. Útgjöld ykkar i sköttum til óarð- berandi fyrirtækja verða ósegjanlega miljju minni. en þau tru nú. Þið eruð þá á góðum vegi með að verða auðugasta þjóð í heimi. Er það ekki freisting fyrir ykkur í samhandi við þetta mál?” “Nei, alls ekki. Ef að einhver af stórþjóðunum vildi ráðast á okkur með hervaldi, þá gætum við ekki veitt mótstöðu. Og því þá að vera að látast? Þær vita og við vitum ástandið og afstöðuna. Það er miklu betra að treysta almennings álitinu og vera einlægur og ærlegur. Herútbúnaðurinn . er engin trygging. Heiður og tiltrú byggist á manngildi og framkomu manna, en ekki á herútbúnaði. Viö erum alveg ó- hræddir.” Minni Islands. Flutt í Blaine, Wash., 2. ág. I924> af séra H. E. Johnson. “Þektu sjálfan þig”.—Þessi orð rituðu Forn-Grikkir yfir dyrum Delphi-hofsins, þar sem fólkið leitaði frétta hjá guðunum. “Að þekkja sjálfan sig það er upphaf allrar vizku, en þessi nyt- sama og nauðsynlega sjálfsþekking er engan veginn auðfengin. Manns- sálin er margþætt og margbrotin og oftast að finna orsakir fyrir sér- kennum einstaklinganna þar. Lífs- kjör og lífsreynsla manna á sinn part í aö móta gáfnafar vort og lunderni, en uppistaðan i innræti voru eru hin arfgengu ættarein- kenni. Þessi ættareinkenni aðgreina mann frá manni og þjóð frá þjóð. Hefir þú nokkurn t'una spurt sjálfan þig að því, hvers vegna að þú ert ekki eins og aðrir menn og hvers vegna að þjóðirnar tru hver annari ólíkar? Hvers vegna, til dæmis, éru Italir og Norðurlanda- búar svona gagn-ólíkir í mörgu? Af því að þjóðirnar hafa búið í ó- líkum löndum, við ólíka lifnaðar- hætti. Það er óyggjandi sálar- fræðisleg sannreynd, að umhverfið og lífskringumstæðurnar skapa manninn. ítalir ólust upp x aldinlundum, við eilift blíðviðri. Landið og landshættimir skapaði hjá þeim hin ítölsku lundareinkenni. Fegurð náttúrunnar gerði þá listamenn; iðjuleysið, lata; áhyggjuleysið fyr- ir þörfum morgundagsins, létt- lynda; sællífið breytti hinum hraustu og nægjusömu frumbyggj- um í rómverska sælkera; og hóf- lífið kendi þeim að sækjast eftir æsandi nautnum. Náttúrufegurð Norðurlanda hef- ir engu minni áhrif á íbúana. Breitt og blikandi úthafið, gnæfandi, há- tignarlegu jökulfjölliri og hin töfr- andi fegurð segulljósanna fylti þá skáldlegum innblæstri og gæddi þá frjálslegu imyndunarafli, sein brýzt fram í hálfkveðnum hendingum hjá Nornagesti og Völu-Steini fef| getgáta Dr. Nordals um höfundj Völuspár er rétt). En norrænul skáldin yrkja ekki um ástir og frið- kvendi, eins og hin suðrænu. I augum Norðurlandabúa var tak- mark lífsins ekki að njóta, heldur að berjast og sigra. Bæði goðin og góðir menn urðu að berjast við máttarvöld ilskunnar, áður en mannkynið fengi notið fullsælu í nýjum og betri heimi. Að eins þeir, sem létu lifið í orustu, gátu hlotið vist með Óðni í öðru lífi. Lífið var Skandinövum endalaus barátta, og æösta skyldan var að reynast sem drengur og hetja í þeirri baráttu. Það var veðurfarið og landslagið á Norðurlöndum, sem skóp víkingsanda feðra vnrra. En því er eg að fjölyrða um þetta hér ? Af því Island og íslenzkir staðhættir hafa mótað og myndað vorn íslenzka þjóðarkarakter á al- veg sama hátt. ísland er nxóðir vor allra, hvort sem vér könnumst við það eða ekki, viljutn það cða eigi. Frakkinn er franskur, þó hann fæðist í Quebec, og íslending- urinn er íslendingur að eðli og inn- ræti, hvort sem hann á heima á Fróni eða í Nýja íslandi. Td þess að þekkja þig sjálfan, þarft þú að þekkja hana móður þína—þarft að þekkja ísland. Það hefir verið fullyrt, að flest- ir landar hafi komið allslausir að heiman og vist er það satt, að fæst- ir þeirra “færðu með sér gull eða gersemar um haf” og “þeir gátu ekki af lærdómi þóttast”. En þeir fluttu það með sér, sem var gulli þetra. Þeir fluttu hingað í útlegð- ina þá karlmensku og mannrænu, sem dróg þá upp úr skurðunum í Winnipeg, slepti þeim lausum úr grjótnámunum i Ontario og frels- aði þá frá moldarmokstri og kola- greftri, þar sem fátækustu og fá- kænustu innflytjendurnir slíta sér út til arðs fyrir ameriskt auðvald. Sú dáð, og sá framkvæmdarandi, sem hefir bætt kjör vor og aukið álit vort hér í álfu, er íslenzk arf- leifð. Hver heilbrigð og skynsam- leg von, sem vér kunnum að eiga um vaxandi gengi vort hér, verður að byggjast á því trausti, sem við berum til hins íslenzka i eðli voru. 1 erfiðum vetrarferðum um villu- gjarnar heiðar í íslenzku skamm- degi, lærðist okkur að stefna beint að takmarkinu. Það viljaþrek, sem okkur græddist með þvílíkri æf- ingu, leiddi íslenzka drenginn til heiðurssætanna á skólabekknum og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.