Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 5
LÖUUERG, FrMTUUAGINN 25. SEPTEMBER. 1924. Vér Gerir bökunina einfaJdari. ábyrgjumst að yður geðjist það -V . J 1 Va I "Mojirv B.vck' )?3 0,0 •ri vC> BOBIH HOOD FLOUR «S CuMANTCCD TO CIVC »OU •CTTCR SATI5TACTION Th*n Atff OThCR TLOURNILLCO IN CANAOA TOuR OC AlCR iS AUTHORUCO TO RCTUNO THC FULL RURCHASC RRlCC WITH A 10 N» Cl« RCN Ainr AOOCO iC ACTCR TWO BAAINCS TOU ARC NOI TMOROUGHLT SATlSnCO WITH THC FLOuR ANO WIU RCTURN IMC UNUSCO RORTION TO Hll* ROBIN HOOD MILLS. LIMITEO {} v V' •> 'Vv v’•v-\' " \ "■ v’^vT Abyryðarskjal er í lirerjum 24 pd. eða stærri poka. Robin Hood Mills Ltd - moose jaw - calgarv. hjálpaði frónsku liekfimismönnun- um til þess að vinna sigur f sam- kepninni. í rjúkandi stormum og æðandi hafrótinu vöndust íslenzku sjómennirnir á að nota hverja afl- taug til iiins itrasta til þess að bjarga lífinu til lands. Viö grædd- um þrek í þeim þrautaróðri, og það þrek kom okkur að góðu haldi við að ryðja mörkina og byggja heimilin hér í álfu. Einhver afglapi hefir sagt, að Island væri versta landið, sem sið- aðir menn bygðu. ILvaS hefir hann fyrir sér í þvi? í hverju liggur á- gæti landanna að hans dómi? Hvernig heldur þú, að hugsjóna- heimur landeyðunnar líti út? HvaS sá Magnús Mathákur bezt í Para- dís? Hann sá þaS, sem Washing- ton Irving lætur skólameistarann sjá girnilegast í föðurgarði Katr- ínar hinnar yndislegu, nefnilega: rogandi svín, þriflegar mörgæsir, holduga uxa, gómsæta ávexti; og maginn sagði: hér er oss gott að vera! En hvar hefir manndómur og karlmenska jjrifist bezt? Hefir ekki sagan sannað, að fólkiS tekur mentunarþroska, þar sem brauSs- ins er aflaS með erfiði og fram- tíðin krefur fyrirhyggju? “Af ávöxtunum skuluSI j>ér jiekkja j>á”. Þetta á ekki siður við löndin en einstáklingana. Og hvaS getur landið framleitt dýrinæatara, en gott og heilbrigt fólk. Þó ísland sé ekki ýkja stórt land að flatarmáli, er erfitt að lýsa því með fáum orSum, því það er svo afar fjölbreytilegt. Skoðanir manna um landkosti ís’.ands hafa jafnan verið nokkuð tvískiftar. Víkingurinn Hrafna- flóki, sem vissi ekkert betra en ránseðliS hræfuglsins, svo hann trúði á hrafninn. En Þórólfur, búmaSurinn og skipverji hans, sá þar frjósama dali, fögur héruS og bjargvænleg fis'kiver. Ólíkar skoÖ- anir manna á ættlandinu koma þó enn þá hftur fram í orSum tveggja stórskálda: “Sjá þú hvaS eg ér beinaber, brjóstin visin og fölvar kinnar, eldsteyptum lýsa hraunin hér hörðum búsifjum æfi minnar. Kóróna mín er kaldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur, jirautir mínar í þúsund ár þekkir Guð einn og taliS getur.” —Og: “Þú stóðst á tindi Heklu hám, og horfðir yfir landið fríSa, j>ar sem um grænar grundir líSa skínandi ár aS ægi blám, en Eoki bundinn beið í gjótum ibjargstuddum undir jökulrótum. Þótti j>ér ekki ísland þá, yfirbragðsmikið til að sjá.’’ BæSi s'káldin eru á íslandi og lýsa því sem mentun þeirra og lífskring- umstæðurnar hafa kent þeim að sjá. ísland er öfgaland. Það er bæSi fagurt og fráhrindandi, fátækt og frjósamt, blítt og strítt. Það er fátt ömurlegra, en útsýnið uppi á gróSurlausum öræfum í skamm- degisrökkrinu heima. En hvað getur verið yndislegra, en íslenzk fjallafegurS á sólbjörtum sumar- nóttum, þegar jökulhattar hnjúk- anna blika eins og gullhjálmar yfir grösugum döhim, breiðum héruð- um, bláum heiðarvötnum, þar sem svanirnir syngja um sumardýrSina og berjamóinn, j>ar sem lóan kveður viS börnin sin? Ætli nokkuð geti verið óttalegra en öldurótiS við íslandsstrendur í augum móður- innar eða eiginkonunnar, sem kvíS- andi bíður eftir heimkomu sjó- mannsins? En hvað jafnast á viS hátignar fegurð hins breiða og blikandi úthafs, sem laðar huga unglingsins út úr fjarSarj>rengsl- unum og gerir hann djarfan og stórhuga. Þetta land og þetta haf hefir gert j>jóSina bæði bjartsýna og bölsýna, draumsýna og raun- sýna, viSsýna og réttsýna. Alt, sem óttalegast getur talist i náttúrunnar riki, geymir Island i skauti sinu. Það hcfir brunniS í eldgosum, skolfið í jarðskjálftum, hruflast og afmyndast af skriSu- föllum og jökulhlaupum. Bruna- hraun og öskuföll hafa gert blóm- legar bygðir að eySimörku á fá- einum klukutimum, en það verður náttúruuni meira en aldarstarf að gera þessar urðir aS haglendi aftur. Þessar eldraunir hafa stappað i o'kkur stálinu og kent okkur þá lífsspeki, aS öll él birti þó um síSir. Island á líka flest, sein fegurst er talið i mannheimum. Þar eru háir og tignarlegir fossar, gjósandi hverir, freyðandi ölkeldur, djúpir hellar, blikandi stöðuvötn, belj- andi elfur, svipmikil fjöll, breið héruS og brosa.idi dalir. — Þessi náttúrufegurS hefir gert þjóðina listræna og skáldmælta. Engin j>jóð í heimi á sem stendur hlut- fallslega jafnmörg skáld og lista- menn. Á íslandi er fjölbreytnin alveg endalaus. . Ef dalbúinn klifrar fjallið fyrir ofan bæinn, eða fjarð- arbúinn fer fyrir nesiS, eru þeir vissir með að sjá eitthvaS nýtt. — Þetta út af fyrir sig, hefir haft stórmikil áhrif á þroska þjóSar- innar. Sérhver sveit er land út af , fyrir sig, meS sinum einkennum,' sínum sérkennum. — Þetta hefir, rótfest hjá íslendingum átthaga-j trygðina og gert þeim bæði ljúft og | létt að syngja meS skáldinu:i “Blessuð sértu sveitin mín.......”. Fjölbreytnin í útsýni ættlandsins, hefir hins vegar örvaS ímyndunar- aflið og vákið þrána til að þekkja og skoða sem flest. Þess vegna hafa íslendingar oftast veriS mikl- ir farmenn og jafnan sagt meS hinum fræga fornmanni: “Út vil eg”—út til að sækja fé og frama, út til að auSgast aS víðsýni og þekkingu. Saga þjóðarinnar er eigi síSur margbreytileg, en útlit landsins. Fáar sögur herma frá Jirótt- meira þjóðlífi, en fornsögur vor- ar. Þá riðu hetjur um héruS. Þá bjuggu íslenzkir höfðingjar með rausn og glæsimensku á hinum fornu höfuðbólum. Þá sigldu ís- lenzkir sæfarar skipum sínum í út- lendar hafnir. í>á prýddu íslenzk- ir bændasynir hirðsveitir höfSingja með návist sinni. Þá var landið alfrjálst—eina landið í heiminum, sem laut engu kórónuSu konungs- höfSi. Þá var þjóðin frjáls—eina þjóSin í heimmum, sem samdi sín eigin lög og réði sínum ráðum. Þá höfSu íslenzkir ríkisborgarar eign- ast þau réttindi, sem dýrmætust hafa verið talin: að v#ra dæmdir af sínum jafningjum, en ekki sín- um yfirmönnum (kviðdómurý. Meðan myrkur vanþekkingar og deyfSarmók andlegs sinnuleysis hvíldi eins og martröð á miðalda- þjóSunum, en fræðimenn höfSu það að atvinnu aS lesa andlaus- ar latínubænir yfir fávísum mönn- um, skrifuðu kaj>ólsku klerkarnir í íslenzku klaustrunum ódauðleg- ar bókmentir. Meðan trúarofstæk- ismenn í ýmsum löndum eyðilögSu listaverkin og brendu bækurnar, sem báru vitni um snild og vizku feðranna, keptust íslenzkir munk- ar og fræSimenn við aS safna og varSveita hetjukvæSi og goðasagn- ásatrúaSra feðra sinna. Ef Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fásjt hjá öllu’m lvf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. tr J>eirra hefði ekki notið við, mundi fornaldarsaga Norðurlanda vera gleymsku hulin aS mestu. Það var bókmentastörf þeirra manna, sem gert hefir land vort og þjóð fræga í augum mentaSra manna í öðrum: löndum. Island er Aþena ÍJorS-j urlanda, segir ameriskur bókmenta maður búsettur í San Francisco. DRA GIÐ EKKI AÐ BOR GA LÖGBERG ■ er farið að líða á seinni hluta ársins, og Lögberg, eins og önnur blöð, þarf að fá sitt, ef það á að geta haldið áfram aðkoma á heimili yðar. • Það eru því vinsamleg tilmœli vor, að þér úr þessu farið að gera hreint fyrir yðar dyrum með því nú þegar að borga fyrir blaðið og að þér takið innköllunarmönnum vorum vel þegar þeir koma að finna yður, eða senda borgunina beint til skrifstofunnar. Tl n | ■ ■■ I iiic uuiumum n c Cor. Sargent og Toronto St. ss. Liimitm Winnipeg ÞaS var heimamentuSum islenzkum alþýðumönnum að þakka, að við höfum hlotið slíkt nafn og álit. Nafnlausir og gleymdir eru þeir flestir, sem skrifuðu gamlar sög- ur og kvæði á skinnblöSin viS lýsis ljósin í köldum og lágreistum baðstofum úti á Islandi, en íyrit þeirra starf er landiS orSiS frægt og þjóðin hafin í tölu hinna fremstu siðmenningar j>j óða. En Adam var ekki lengi í para- dis, og gullaldarinnar naut ekki mjög lengi á íslandi. Hlörmungaröldin sem byrjaði, þegar að þjóðin glataði frelsi sínu var aftur á móti bæði lðng og ströng. Þá lagðist útlend konungs- stjórn, kaþólskt kirkjuvald og út- lent verslunarauðmagn á eitt með að þjaka þjóðina. og rýja landið. Þá var íslensku þjóðinni haldið í bóndabeygju en andinn norræni, íslenski, lifði undir felhellunni. Það lifði ennþá í glóðunum, þrátt fyrir galdrabrennur og hýðingar, fjárnám og fangelsi, svarta dauða, og horfellir. Það er máské mesta hrós þjóðarinnar, að þrátt fyrir 600 ára hörmungar lét hún aldrei bugast. Það er ibeinlínis undravert hvað miklum framförum að landið tekur eftir að þjóðin eignast sjálfs forræði. Franifaraöldin er er.nþá ung, hún nær aðeins yfir 50 ára tímabil, því viðreisn íslands í verk legum efnum byrjar eiginlega ekki fyr en þjóðin hlaut stjórnarskrána árið 1874. Framfarir íslands má auðvitað ekki mæla á amerískan mælt- kvarða. Verkefnið var harla ólíkt fyrir amerískum landnemum og íslensku framfaramönnunum, og mátturinn til þess að leysa þau af hendi var harla ólíkur Verkefni þessarar þjóðar hefir verið að not- færa sér þau miklu náttúruauðæfi sem lágu ósnortin í landinu. Verk- efni íslensku framfaramannanna var að endurbæta það sem undan gengin óstjórn og vankunnátta hafði eyðilagt. Það veitist 1000 mönnum létt, sem einum er ol- raun. Það eru meir en 100 miljón- ir manns I Bandaríkjunum, en ekki fullar 100 þú,sund sálna á Fróni. En enginn ærlegur maður hæðir erfiði einyrkjans þó orka hans sé afkastasmá. Þegar allar kringumstæður eru teknar til greina er vafasamt hvort nokkurt land hefir tekið ðllu meiri fram- förum en ísland,á síðasta manns- aldri. Fyrir 50 árum bjó þjóðin ná- lega öll í lélegum tO'rfhúsum, Nú lifir fullur helmingur hennar í timbur eða steinlhúsum og allmörg af þessum húsum mundu vera tal- in sveita eða bæja prýði væru þau eign og heimili Vestur-lslendinga. Fyriir 50 árum var landið alt ó- ræktað að undanskildum fáeinum þúfnaholtum kringum foæina. Enn- I þá er ræktun landsins. að vísu á- j foótavant, en hjá mðrgum fram- fara bændum eru túnin orðin al- slétt og áveitu-engin stækka með ár hverju. Kálgarður á sveita- heimili vakti eftirtékt vegfarand- ans fyrir 50 árum, nú eru kál- garðar á nálega hverjum bæ og sumstaðar er afrakstur þerira með bestu tekjugreinum hóndans. Ef smalinn sofnaði meðan hann átti að vaka yfir vellinum ást foesti töðubletturinn máské upp á svip- stundu. Nú eru tún og engjar af- girtar víða. Eyrir 50 árum lásu menn Fels- inborgarsogu og kváðu Andra- rímur við grútarljós. Nú eru flest- ir af stærri kaupstöðum landsins og einstöku sveitabæir, raflýstir. Fyrir aðeins 20 árum, hvað á heid- ur 40 árum, var ísland svo langt út úr umheiminum að foorgararnlr á Akureyri drukku minni hans hátignar Kristjáns Ihins níunda og óskuðu honum langra lífdaga á af- mælisdegi konungs, en JKristján karlinn var þá steindauður fyrir mörgum dögum og búið að grafa hann þó konungs kærir Eyfirðingsr hefðu enga hugmynd um slíka stér viðburði. Árið 1874 voru vegirnir aðeins sniðgötur kringum verstu keld- urnar. Nú hafa vagnfærir vegir verið lagðir um flest af þéttfoygð- ætiar að dvelja þar fram á næsta utsu héruðum landsins, en í faam löndum mun erfiðara að byggja I góða vegi en á Fróni. Fyrir 501 árum var engin almennileg brú til á öllu landinu en nú eru margar i eða jafnvel flestar ár á Islandi brúaðar. Um það leeyti sem feður vorir j vbru unglingar dorguðu landsins börn smáfiskinn uppi í f jörustein- um en Englar og Frakkar drógu gollþorskinn á djúpmiðum en þang- að komst landinn ekki því hann átti þá ekkert skip og enginn kunni að sigla. Nú eiga íslending- ar um 40 gufu,skip, yfir 600 mótor skip af ýmsri stærð auk allmargra seglskipa. Um 1874 var verðgildi útfluttra íslenskra afurða um 4í—5 miljónir króna (nákvæmar skýrslur eru ekki fyrir hendi) Árið 1921 fluttu Isl'endingar út 471/(, miljón króna virði af vörum. Ekki veit eg hversu mikla pen- igfta að íslensku bændurnir hafa kunnað að geyma í kistuhöndruð- um og gömlum sjóvetlingum, þeir komu sjaldan til framtals. Núver- andi inniéign íslendinga í bönkum og sparisjóðum er yfir 40 miljónir, eða meir en öll þjóðanskuldin. Auðvitað eru Islendingar skuld- ugir þeir fylgjast ekki með tím- anum, væru þeir það ekki, en þjóð- skuld íslands er minni en fleötra annara landa eftir fólksfjölda. Sumir Vestur-íslendingar efast um að fsland eigi mi'kla framtíð. Á hverju foyggja þeir þá skoðun? Á því að sumar sveitir landsins eru óneitanlega hrjóstrugar og illa fallnar til ræktunar. Auðvitað er þetta satt; eg get jafnvel hugs- að mér að sumir.afdalir og útnes landsins leggþrt 1 eyði og verði aðeins notað sem afréttir, en hin- ir blómlegu dalir og foreiður hér- uð leggjast aldrei í ’eyði. Sá ó- hemju áburður, sem jöklarnir hafa unnið úr jarðlögum fjallanna og árnar bera til sjávar verður í fram- tíðinni malaður til þess að rækta þau betur en áður, og þar sem vatnsveitum verður ekki við komið láta þær fossana vinna köfnunar efni úr loftinu til áburðar á land- ið svo tugir manna geti foúið þat við allsnægtir sem aðeins fáir kot- ungar gátu dregið fram lífið á hálfræktuðu landi. Sjórinn vlð strendurnar er ennþá og verður altaf gullkista þess. Eg hefi fjölyrt um verklegar framkvæmdir og efnalega afkomu þjóðar af því að ísland er komið inn í samkeppnina og til þes,s að efnilegustu og framgjörnustu niðjar þess leiti sér ekki atvinnu og heimilis í öðrum löndum þarf fósturlandið að bjóða þeim viðunn- anleg lífskjör. Og efnilegustu og gáfuðuptu synir og dætur landsins eiga ennþá eftir að gera Island frægt fyrir ljóð sín og listir. Við erum aðeins að foyrja en þó hðfum við nú þegar vakið eftirtekt. Það er ekki smáræði fyrir litla þjóð að geta hrósað sér af slíkum vísinda- mönnum, sem Finsen, Thoroddsen, iBjarna Sæmundssyni og fl. öðrum eins skáldum og Jóhanni Sigur- jónssyni, Gunnari Gunnarssyni, Einari Kvaran og mörgum fleirum dg þvílíkum listamönnum, sem Eln- ari Jónsssyni og Ásgrími og Jó- hannesi Kjarval ásamt öðrum. Eg heilsa höfundi Hávamála, foins nýja, eg gleð,st yfir þeirri trfl að einhver af afkomendum Snorra eigi eftir að framleiða ennþá stærra listaverk en Heimskringlu. Lifi íslensk karlmenska og Is- lenskur framsóknarandi. Það err dýrmætasta gjöfin, ,sem móðir vor — ísland hefir gefið okkur. hvort sem þær gjafir koma okkur að not- um í samkepninni hér í álfu eða þær hjálpa heima þjóðinni til þess að hækka álit og frægð ættlands- ins. ' Guð blessi ísland og fslendinga. Frá Islandi. Frá Islandi Reykjavík, 4. sept 1924. Fyrir mjög stuttu tilkynti Ásgeir Sigurðsson konsúll, stjórn Lands- spítalasjóSsins það, að liann ætlaði að afhenda Landsspítalasjóðnum 600 króna gjöf frá Miss Morris. Er þetta höföingleg gjöf frá hinni er- lendu konu og sýnir vinarhug henn- ar til íslands. Grænlenzkan 'búning, stakk (ti- miakj, buxur og skó uppháa (ka- mikaý, hefir ungfrú Rannveig Lin- dal gefið Þjóðminjasafninu ný- lega. Hún var á Grænlandi for- ‘.töðukona fyrir námsskeiði, sem þar var haldið í sambandi við fjár- ræktarstöðina; er komin þaðan fyr- ir nokkru. Hún segir grænlenzkar konur halda ríkt við j>jóðbúning sinn, þjóðerni og tungu; sumar vilji alls ekki tala dönsku, }>ótt þær kunni hana, umgangist Dani og séu sjálfar tersýnilega hálfdanskar aö ætt. eins og flestir Grænlendingar í Eystri-bygð séu nú orðið. Prófessor Sv. Sveinbjörnsson var meðal farþega á Gullfossi í gær. Fór hann til Kaupmannahafnar og sumar. Hefir hann í hyggju að búa ýmsjög sín undir prentun þar. Mun hann ala vonir um, að þau verði gefin út J>ar. Miss May Morris, dóttir Willi ams Morris, var meðal farþega á ullfossi t gær. Til'kynt hefir verið frá sendi- herra Dana, að danska ríkisnefnd- in, sem ánnast stjórn jat|5fræði- rannsóknanna í Grænlandi, hafi skilað innanríkisráðuneytinu áliti sínu um nýja tilhögun og auknar rannsóknir á Grænlandi, J>annig, að skipaðir veríi fastir menn, sem eingöngu hafi j>essar rannsðknir með höndum, nfl. þeir Lange KoCk sem jarðfræðingur og Birke-Smith sem mannfræðingur fyrir Græn- land. Sagt er, að innanrtkisráð- herrann sé þessu máli fylgjandi og að það verði lagt fyrir ríkisþingið í haust. En það er álitið vafasamt, hvort áætlun nefndarinnar kemst í framkvæmd nú þegar, nema að sumu leyti, vegna fjárhagsins. Af stðustu fregnum að dæma. hefir nú brugðið til J>urviðra og hlýinda á Norðuríandi. Hófst sú breyting með deginum i gær. Er 'þó nokkur von, að bændur nái inn heyjum sínum sæmilega verkuð- um, þeim, sem enn eru úti. Þann 29. fyrri mánaðar andað- ist Jón Ólafsson bóndi á Kumla á Rangárvöllum. Fékk hann blóð- eitrun í litla skeinu á öðru hnénu, og leiddi það hann til ^bana eftir þriggja daga legu. Jón sál. var ætt- aður frá Uxahrygg á Rangárvöll- um. Hann var rúmlega fertugur maður og hinn bezti drengur. Þýzkur togari kom hinga í gær með bát úr Keflavík, Hafurbjörn, sem hann fann á reki út af Eld- eyjargrunni. Hafði báturinn far- ið til fiskjar á mmánudagsmorg- uninn. En vélin bilaði, og var bát- ttrinn á reki þar til á þriðjudags- kvöld, að þýzki togarinn hitti hann. Mennirnir voru átta á bátnum. Bát þann, sem vantaði úr Vest- mannaeyjum, kom “Geir” með í gærmorgun snemma. Niðursuðutæki, sem ætluö eru til afnota á heimilum, eru til sýnis nú t skemmuglugga Haraldar. Heíir verzlunin Liverpool þær til sölu. Eru j>essi tæki það handhæg- ari en dósir, að hvert heimili getur sjálft annast niðursuðu á matar- tegundum þeim, sem það vill geyma niðursoðnar, og getur alt af notað sómu ílátin með kostnaðar- Iítilli endurnýjun á þeim.— Mbl. Dánarfregn. Þann 25. ágúst s. 1. andaðist á heimili sínu í Blaine, Wasíh., kon- an Guðrún Davis. Guðrún sál. var dóttir Stefáns Jónssonar bónda á Miðvöllum í Skagafirði og konu hans Guðrún- ar ólafsdóttur. Guðrún sál. var 67 ára að aídri er hún andaðiist — fædd 7, marz 1857 á Miðvðllum. Hún kom til þessa lands (N. D.) með foreldrum sínum árið 1882. Þau settust að nálægt Akra N. Dak. og í"því nágrenni dvaldi hún yfir 20 ár. Hingað til Blaine fluttist íhún ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Davis skömmu eftir aldamótin. Guðrún sál. var mjög heilsulít- il seinustu æfiárin en bar þá raun með stillingu. Hiún var skýrleiks kona og btót- hneigð enda mun það hafa verið eina ánægjan æfiárin hm síðustu að lesa góðar bækur, og þó eink- um guðsorðafoækur, því hún var mikil trúkona. 1 einstæðingsskap elliáranna mun hún hafa reynt að “einn er vinur allra foestur.” iHún lætur eftir sig auk eigin- manns, 2 uppkomin foörn og eina systir Mrs. Gíslason Blaine. Hún var jarðsungin þann 28. sept. í kirkju Blaine safnaðar að viðstöddu margmenni. Séra H. E. Johnson jarðsðng. Fölskyldan þakkar öllum sem reyndu á einn eður ennan hátt að lfkna hinni dánu í banalegunni og þeim sem sendu blóm á kistuna og auðsýndu (þeim á einfovern hátt hluttekningu. .. H. E. Johnson. ------o------ Dánarfregn. Þann 3. sept. s. 1. andaðist á sjúkraihú'si í Bellingham borg, bóndinn Stefán Guðmundsson frá Blain, Wash. Stefán sál. var fæddnr á foæn- um Kleifárvöllum í MiklholtB- hreppi í Hnappadalssýslu á Is- landi árið 1869 (um mánaðardag er mér ekki kunnugt) Hann var sonur Guðmundar iMagnússonar bónda á Kleifárvöllum og konu hans Iþorbjargar Jóhannesdófotur. Er móðurættin komin frá Daða Guðmundssyni í Snóksdal, eins hins mesta og vitrasta höfðingja sem uppi hefir verið á fslandi. • Stefán sál. misti föður flinn ung- ur og flutti aðeins 17 ára gamall til Ameríku. Varð hann ®em flelrj að Ieita «ér atvinnu víðsvegar og ferðaðist þessvegna víða ag má vera að þetta ferðalag hafi glætt hjá foonum þá fróðlefksfýfln, «em síðar lét hann verja foverri tóm- stund til að lesa og afla eér upp- lýsngar um ýmsa hluti. Til Blaine mun hann foafa komið skðmmu eft- ir aldamótin og keypt eér land fyrir sunnan fjörðínn, foeint á móti Blaine og hefír búið þar eíð- an. Fáum árum síðar kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinnl, Sig- urveigu Simonardóttur. Stefán heitinn .va*- slvlnnandl enda mjög heilsuhraustur þangað til hann 10 dögum fyrir andlátið snögglega veiktist af footnlanga- foólgu. Var hann þá foráðlega fluttur á BjúkráhfljS og gerður á honum upp skurður. Uppskurðurinn tókðt vel og sjúklingurínn virtkrt á góðum foatavegi jafnvel fáum klukku- etundum fyrir andlátið virtist hann hress og spaugaði við vkri slna, sem komu að ’heímaækja hnnn á sjúkrahúsið En um kl. 12. 8. $>. m. fékk kona hans þá aorgarfregn í gegnum simann að foann væri dá- inn. Stefán heitin var greindur mað- ur og athugull. Hann laa míkið og vel, enda hafði hann sjálfetæðar skoðanir á( fíestum hlutunv. Og skoðanir hans voru ekki e*tt 1 dag og annað á morgun. Hann var þéttur á velli og þéttur 1 fund — skoðanafastur og vfnfastur, en ökki fljóttekinn. Fáskiftlnn var hann um annara hag og clcki áleitlnn að fyrra foragði, en fastur fyrir ef á hann var leitað. 1 eínu orði sagt sannur lslendingur og góðnr drengur. Hann lætur eftir aíg konu og tvo drengi á unglings aldrf. Hann var jarðsunginn 1 Blalna 5. sept. af séra H. E. Johneon að viðstöddu miklu margmennl. Hjartans Jxikklæti eitt vill Bkkj- an votta vinum aínum og nágriJnn- um fyrir þá samúð og hjálpflemi sem henni vaa- auðsýnt víð þetta sorgartilfelli. Séretaklega foafa þau íhjónin Mr. og Mra. Áxni Dan- íelsson og Mr og Mrs. Ágúst Teits- son reynst henni sannir vinír 1 sorg hennar. H. E. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.