Lögberg - 09.10.1924, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.10.1924, Blaðsíða 5
IvöOaSEUG, FrMTUDAGINN 9. OIKTÓBER, 1924. r SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér lmfið ekki þegar Sparisjóðsreikning, þá, getið þér ekki broytt hygffilegar, en að leggja peninga yðar inn á eitthvert af vor- um næstu tJtibúum. par bíða þeir yðar, þegar rétti líminn kemur til að nota þá yður til sem mests hagnaðar. Union Bank of Canada hefir starfað i 58 ár og hefir á þeim tima komið upp 345 útibúmn frá strönd til strandar. Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér gerið mlkil eða lítii viðskifti. Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta frtibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn lians, munu finna sér Ijúft og skylt að leiðbeina yður. ÚTIBÚ VOR ERU A Sargent Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington Uogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. A» ALSKREFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAI.V and WTTAJAM — — WINNIPEG Indriði fer utan. í síðastliðnum septembermánuði flytur dagblaðið “Vísir” í Rvík skemtilega og fróðlega ferðasögu, eftir IndriSa skáld Einarsson, er hann nefnir “Utanför”. Er þar víða vel og skáldlega að orði kom- ist, eins og við mátti búast, og get- um vér ekki stilt oss um að lofa lesendum Lögbergs að fylgjast með í þeirri skemtiför Indriða, og birt- um því “Utanför” alla, eins og “Vísir” færir oss hana frá skálds- ins eigin hendi. Engum mun leið- ast á meðan, því víða er viö komið. Sagan er svona: Mercur. Við fórum meö Mercur 30. júlí um kvöldið í góðu veðri, og vorum við Vestmannaeyjar næsta dag. Skipið var fult af norskum ferða- mönnum. Flest fórum við í land í Vestmannaeyjum, í sólskini og góð- viðri. Eg hefi oft komið í Eyjarn- ar, en aldrei séð þær svo grónar og blómlegar sem þennan dag. Gras- ið var mjög vel sprottið og garð- arnir í kring um kaupstaðinn voru með bezta móti. Sólin skein á hraun og hamra, og gaf öllu glað- legt útlit. Sumt samferðafólkið gekk upp á Helgafell og var mjög ánægt með landgönguna, þegar það kom aftur út í skipið. Oft hnýta menn i skipið, ef um það er talað, en eg varð engra þeirra ókosta var, sem eg hafði heyrt nefnda. — Einn kost hefir Mercur fram yfir öll þau farþega- skip, sem eg hefi farið með; allir farþegaklefarnir eru, að einum tveimur mndanteknum, með tveim- ur rúmum að eins. Þau liggja hvert á móti öðru, með þvottaborði á milli. Engin efri rúm eru þar á boðstólum. líver þeirra tveggja, sem lenda í sama klefanum, hefir afmarkað svæði til að hengja upp fötin sín, og eru það miklu meiri þægindi en vanalega eru á skipun- tim hér við land. Sum hafa klefa fyrir 3 og 4 farþega, sem verða að hýrast saman. "Eg hefi ávalt pláss fyrir Paturson.” Skipið hélt áleiðis til Færeyja, en þegar kom nærri eyjunum, féll á svo kafþykk þoka, að skipið blés á hverri mínútu. Eftir nokkra mæðu lagðist það, og lá þar hér um bil 12 tíma. Eftir að þokan haföi grúft yfir í 21 klukkutíma, sáu sjómenn grisja í fjall, léttu akkerum og héldu til Þórshafnar í niða þoku, með fjallasýn við og við. Þar á höfninni var þokunni létt, og bátar komu út til skipsins, og upp á stigapallinn kom ungur maður, sem tilkynti að okkur væri bönnuð landganga í Thorshavn, vegna þess að mislingar gengju í Reykjavik. Við það sló óhug yfir norsku ferðamennina, því þeim fanst, að landgöngubannið væri til þess sett, að Norðmenn fengju ekki að sýna sig í Færeyjum. — Slíkt væri álitin pólitisk hætta í Höfn. — Gamall Færeyingur, sem hafði verið að kynna sér sálma- registrin í Færeyjum, og hafði pantað far með skipinu til Noregs, kom um borð. Kona frá Færeyj- um, sem var nokkuð við aldur, bað um far með skipinu, en skip- stjórinn sagðist ekki geta tekið fleiri farþega en nú væri fyrir. Hún sneri við og féll það þunglega að komast ekki með skipinu. Far- þegarnir, einkum norsku konurn- ar, sem voru með skipinu, kendu í brjósti um hana. Þá kom Jó- hannes Paturson á allmiklum bát að skipshliöinni. Hinn ungi starfs- maður, sem stóð á stigapallinum, bannaði honum að koma upp á skipið, og hann stóð niðri í stig- anum. Norðmenn þyrptust fram á borðstokkinn til að tala við hann; þeir höfðu heimsótt hann x Kirkjubæ á hingað-leið. Eg varð honum samferöa 1904, og náði tali af honum núna. Mér sýndist hann hafa elst nokkuð, en sami kraftur- inn og sama kappið stafaði enn af honum. Hann spurði skipstjórann hvort dóttir sín gæti komist með skipinu til Noregs, og skipstjórinn svaraði: “Eg hefi ávalt pláss fyrir Paturson.” Af því að hann var nýbúinn að visa þessari veslings- konu frá, fóru norsku konurnar að spyrja sig fyrir um þetta, og kom- ust að því, að til þess að ungfrú Paturson gæti komist með skipinu, hafði einhver af þjónustustúlkun- um verið látin ganga úr rúmi fyrir henni. Farþegarnir norsku, skiðin og Ólöf hin ríka. Þeir farþegar, sem eg kyntist bezt var konsúll Alf Bjercke, kaupmaður frá Kristjaníu, litið eitt yfir sjötugt. Hann þekti alla helstu menn í Noregi að mér þótti og sagðist skyldi segja Michelsen eitthvað eftir mér, sem eg sagði, og senda mér símskeyti, ef hann yrði kallaður til að mynda stjórn. Annar maðurinn, sem eg kyntist, var prófessor Sturtevant frá Ame- ríku, mikill málfræðingur. Sá þriðji var Sverra Hansen. Móðir hans, frú Þórunn Guðbrandsdótt- ir Hansen, frá Hvitadal, var með skipinu. Þau höfðu ferðast um Dalasýslu og Vesturland í sumar, og hann dæmdi yfirleitt mjög skyn- samlega og glögt um íslendinga og sagðist gjarna vilja vera íslending- ur sjálfur.— Allur fjöldinn af far- þegunum voru kenslukonur, og næstum allar voru þær hávaxnar og þreknar eftir því. Sterkar sýndist mér þær hlytu að vera. Þær höfðu flestar allist upp við skíði og íþróttir. Þegar skólinn var bú- inn eða skrifstofunni lokað þann daginn, voru þær vanar að taka skíðin sín, og sækja til fjalla, ef þess var kostur. — Það er skíða- sportið, sem gerir yngri kynslóðina í Noregi stóra, hugaða og sterka. Aldrei var þetta fólk sjóveikt. Við vorum 14 við borðið, þar sem eg hafði lent við. Eg leit á þetta fólk í kring um mig, og þótti sem hver manneskja, sem þarna sat, gæti verið Islendingur. Einni þeirra átti eg bágt með að átta mig á. Hún var hæst af þeim öllum, með kolsvart hár og augabrýr, með dökk, skír augu; andlitið var frem- ur stórskorið og hafði skjaldmeyj- ar útlit. Eftir nokkra umhugsun þótti mér, sem málari gæti vel lát- ið hana standa sem fyrirmynd fyr- ir Ólöfu hinni ríku, þegar hún stendur yfir síðasta Englendingn- um dauðum, sem hún hefir látið drepa til hefnda eftir manninn sinn. Bergen. Miðdegisverður hjá Sverre Hansen. Höll Mickelsens. Smásaga frá 1905. Þegar siglt er inn til Bergen, er farið fram hjá fjölda af eyjum og hólmum, sem allar eru bygðar. Þótt eyjan sé flatar klappir, þar sem ekki sézt stingandi strá frá sjónum, þá er þar hús, eitt eða fleiri. Norðmenn byggja alstaðar, uppi á klettunum og utan í klett- unum, og sá sem lítur yfir þessar eyjar, kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að hér sé fiskimanna- bygð, og að þetta fólk geti ekki lifað á neinu öðru en sjó og sjáv- arafla. Inn við fjarðarbotninn liggur Bergen. Þar gengur dalur upp frá f jarðarbotninum, og miðbærinn bggur Þar- Dalurinn er þrengri en Eyjafjörður fyrir innan Akureyri, og hlíðarnar til beggja handa mjög brattar. Það er norskt “Fjord? landskab”, eða svo mundi Henrik Ibsen kalla það í formálanum fyr- ir þætti í leikriti. Bærinn hefir bygst upp báðar dalshlíðamar, og húsaraðirnar uppi í hlíðunum eru eins og tveir afarstórir vængir, sem bærinn lyftir til flugs. Þokan við Færeyjar hafði stolið frá mér heilum sólarhring, og eg hafði svo Iítinn tima í Bergen, að eg gat trauðlega séð mikið af bænum. Mér til mestu gleði, sá eg Jens B. Waage, Evfemíu dóttur mína og son þeirra á hafnarbakkanum þar sem Mercur lagði að, svo eg hefði getað sagt, að “víða liggja vega mót.” Eg sá kastalann í Bergen og höll Hákonar konungs gamla, sem nú er líkust því sem hún var 1260, en höllina vildi eg ekki sjá; börnum, sem fæddust um líkt leyti °g eg og ólust upp á fróðu heimili, var ekki innrætt nein velvild til Hákonar gamla. Eg gekk um bæ- inn morguninn eftir, og sá Berg- ensleikhúsið at utan og stand- myndir þeirra Björnsons og Ib- sens. Eg sá fleiri standmyndir í Bergen, þar á meðal Holbergs og Tordenskjolds, sem báðir eru upp- runnir þaðan, og enn fleiri myndir, sem færðu mér heim sanninn um það, að Bergen er listelskur bær. Eg var boðinn til miðdegisverð- ar hjá Sverre Hansen, því eg hafði kynst þeim mæðginum á Mercur. Eg ók með járnbrautinni á ákveðn- um tíma, fór út á ákveðinni járn- brautarstöð, og beið þess, að eg væri sóttur. Þar vindur sér að mér rösklegur, 12 ára gamall pilt- ur, sem mér leizt vel á og þótti hinn hvatlegasti, og nefnir mig með nafni. Eg misti fremur jafn- vægið, og sagði eitthvað á dönsku, en hann kvaðst tala íslenzku og vera sonur Arents Claessen í Reykjavvík. — “Víða liggja vega- mót”, mátti eg hugsa í annað sinn í Bergen. Fylgdarmaður minn gekk rösk- lega og eg lét ekki mitt eftir liggja að verða honum samferða. Regn- ið streymdi niður, eins og himin- inn vildi ekki láta sitt eftir liggja til þess, að Bergen fengi þessa 72 þumlunga af regnvatni, sem henni eru ætlaðir árlega, — líka árið 1924. Eg kunni ljómandi vel við mig hjá Sverre Hansen, móður hans og systur, eg var þar aftur heima á íslandi, og við töluðum ís- lenzku, og kunnum því hitS bezta. Húsið var rúmgott og vel búið, og bezti eftirrétturinn — og honum var heimilisfólkið stoltast af, — var að þurka fötin sín við opinn eld á “peisen” meðan við drukkum kaffið.—Peisen er leifar frá gamla eldskálanum, sem Norðmenn eru að taka upp aftur. Hver sú þjóð, sem; setið hefir við opinn eld, sakn- ar hans ávalt, hvar sem hún fer, það sannast á Englendingum. Gamla vísan okkar: Þegar sálin þín er hreld 1 þessum hlýddu orðum: Gaktu við sjó, eða sit við eld sagði valvan forðum, er viturlegt ráð til að sefa sálar- þrá. Þegar við gengum niður til jám- brautarstöðvarinnár aftur, blasti við höll Michelsens, forsætisráð- herra Norðmanna árið 1905. Það er ómengað hallarsnið á húsinu. Hver skozkur maður mundi kalla það kastala. Eg leyfi mér að fylgja Skotum að máli í því. Michelsen er einn af ríkustu mönnum í Nor- egi; ættin er gömul, og eftir minni s'koðun er hann mesti maðurinn, sem nú er uppi með Norðmönnum. Michelsen er frá Bergen. Kon- súll Alfred Bjercke sagði mér þessa smásögu af honum. Rikiserfingi Svía kom til Noregs, þegar öll norska stjórnin var búin að leggja niður embætti sín í Stórþinginu, og Stórþingið var búið að staðfesta alla ráðherrana í embættum þeirra aftur. Michelsen gekk upp i höll- ina til að taka við ríkiserfingjan- um, sem ávarpaði hann sem “út- gerðarmann” Michelsen. “Það er staða mín í borgaralegu lífi,v svar- aði Michelsen, “en nú er eg for- sætisráðherra Noregs.” Ríkiserf- inginn þagði, gekk út að gluggan- um og horfði út um hann. Þegar hann leit við aftur, var Michelsen allur á burt. Ríkiserfinginn spurði mann, sem með honum var, hvað hann ætti nú að gera. “Þér verðið að senda eftir Michelsen aftur,” og það var gert, en hann lét bíða eft- ir sér. — Þegar hann kom, vildi ríkiserfinginn fara að semja við hann, og mun hafa bent á, að ekki þyrfti að rjúfa sambandið milli Svíþjóðar og Noregs. En Michel- sen svaraði því einu, að nú væri það það of seint. Svo kom skiln- aðurinn milli Noregs og Svíþjóðar. "Eg er frá Bergen” — Norðmenn þurka hey. I dönsku leikriti eftir Ottó Gen- zon kemur fyrir Norðmaður sem er látinn segja, að hann sé frá Berg- en, og allir gáfuðustu menn lands ins—segir hann—koma þaðan, eða þá úr nágrenninu við Bergen. Þetta vitið þér sjálfsagt, er hann svo lát- inn segja. Eg smástríddi sam- ferðafólki mínu á Mercur með þessu og það hló að því. Eg sagði þeim líka, að eg væri frá Norður- landi, og við sem þarna værum, KOL T a 1 s í m i ð VI DU R Thos. Jackson & TVÖ ÞÚSUND PUND AF ANÆGJU. COKE S o n s DODDS ö gKIÐNEY^ M. PILLS Js U t 5 J Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt 'bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu'm 'lyf- sölum eða. frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. værum svo hárvissir um okkar á- gæti, að það væri engin þörf á að taka neitt fram um það. Síðustu árin væru það nú reyndar Sunn- lendingar, sem rækju atvinnulíf landsins og stæðu fremstir þar, en við værum fremstir á öllum öðrum sviðum. Þá sagði einhver af kenslukonunum, að menn frá Berg- en segðu alt af : "Eg er frá Berg- en,” en mintust alls ekki á, að þeir væru frá Noregi. Noregur er fremur lítið föðurland fyrir þá, og ekki verður þess að vera nefndur. Það er sumt líkt með skyldum. sagði eg, því að við norðanmenn erum látnir segja í elzta leikriti landsins: “Eg er Norðlendingur, norðan að, maður, norðan yfir dalinn.” Norðmenn þurka hey á ein- kennilegan hátt. Þeir reisa grind- ur, langar og margar með slám, eða fjórum vírstrengjum á milli stólp- anna, og hengja heyið yfir slárn- ar eða strengina. Þar hangir hey- ið. Tilsýndar er þetta girðing af heyi, sem hvergi sést í gegn um. Jörðin er svo vot, að ekkert getur þornað, sem þar er lagt. Með þessu móti rennur vatnið niður eftir heyiinu. Hrakið sýndist mér það vera. Islenzkt hey er ekki nógu langt í sér til þess að þessi hey- þurkun komi hér að notum. ('Meira). ------0------ Brúðkaup í Selkirk. Þriðjudagskvöldið 30. sept. s. I. voru gefin saman í hjónaband Miss Jóna Jónasson frá Selkirk og Mr. H. T. Halverson, M.L.A., frá East- end, Sask., af s.éra N. Steingrími Þorlákssyni. Hjónavígslani fór fram i hinni nýju kirkju íslenzka safnaðarins í Selkirk, er var troð- full, svo að sumir komust ekki inn. Vigslan fór hátíðlega og vel fram, brúðhjónin voru mjög virðuleg og tíguleg. Brúðurin, er yngsta dótt- ir þeirra hjóna, Mr. Bjarna Jón- assonar frá Ási í Vatnsdal og Þór- unnar Magnúsdóttur frá Steiná í Húnavatnssýslu, og hefir verið bú- sett, ásamt foreldrum sínum, í Sel- kirk í rúm sex ár og áunnið sér hylli og velvild allra, sem kynst hafa henni, hefir starfað með dug og dáð í ýmsum félagsmálum bæði meðal íslendinga og enskra. Að hjónavígslunni lokinni fór fram rausnarleg veizla á heimili brúöarinnar, þar sem um 60 völd- ustu vinir og kunningjar settust undir yel uppbúið og blómum stráð borð. Eftir máltiðina voru lesin upp simskeyti, sem borist höfðu víðsvegar að, fluttar stuttar ræður og lesin kvæði, sem birt eru hér.líka í blaðinu. Öll viðhöfn jafnt sem gjafirnar sýndu, að brúðurin átti marga góða og trausta vini, sem sakna hennar nú mikið. Meðal gjafanna var stór og vönduð bibha, sem biblíuhúsið hafði gefið nýju kirkjunni samkvæmt venju lút- erskra og á að gefa fyrstu brúð- hjónum, sem vígð eru í kirkjunni. Ungu hjónin fóru til Eastend, Sask., þangað sem brúðguminn hef- ir átt heima og framtíðar heimili þeirra verður. TIL MISS JÓNU JÓNASSON frá mömtnu hcnnar. Við litla vöggu gleðitárum grætur guðhrædd móðir barnsins fyrstu nótt, en enginn veit, hve oft um dimmar nætur hún andvarpar og biður Guð sinn hljótt. I ástarhita heitu bænatárin hrynja títt við litils vinar beð, sem dafnar vel, svo ótt sem fjölga árin, en æskulífsins hættur vaxa með. Svo þegar unglings æskudraumar rætast, j og ástarlífsins blómi þroska nær, 1 er sveinn og meyja—valdir vinir mætast, en viðkvæm móðir kveður ljúfa mær, þá blandast saman gleði’ og trega- tárin, er tap og fengur vina saman fer, en gæfa barnsins græðir hjartasárin, það góðrar móður stærsta huggun er. í Dóttir sæl, þín gamla móðir grætur jgleðitárum yfir prúðri mær, en eitthvað djúpt við instu hjarta- rætur svo undur viðkvæmt hrygðar strengi slær. Það er sem ómi bergmál bernsku þinnar, og blíðudaga endurminning sæt, er kveðja verð eg yndið æfi minnar, því ósjálfrátt nú hrygðartárum græt. Til guðs í hæðir horfi gegnum tárin, að hjarta mínu, dóttir kær, þig vef, og framtíð þina—ólifuðu árin og alt þitt ráð á vald hans náðar gef. Guð launi þínar fögru dóttur dygðir, og daga alla stýri þinni för, svo ríkulega blessi þínar bygðir, að búir þú við lífsins sældarkjör. P. SigurSsson. JÓNA JÓNASSON á brúSkaupsdegi hennar. Mæta, kristna meyja, Vér minnumst þín í dag. Hjörtu vor þér hneigja Og hefja mansöngslag. Kristið kærlieksmerki Þú kaust í lífsins önn. 1 öllu, — orði, verki, Þú ávalt reyndist s®nn. Helgur heimanmundur En hrein og barnsleg trú. Þetta andans undur Að erfðum tekur þú. Norrænt eðli áttu, Sem áa morgungjöf, Vel það vaxtað láttu, Þ.ótt vini skilji höf. Móðir, faðir mæla Og móðurkirkjan þín: "Ykkar ástarsæla Sé eilíf, börnin min.” Aldrei endi trygðin, Né ykkar kærleiksráð; Auður andans—dygðin, Og athvarf—Drottins náð.” Mæta, kristna meyja, Þinn mæra brúðkaupsdag: Gulli gráti Freyja, En Guð þinn blessi hag! Jónas A. SigurSsson. T I L Jónu Jónasson og Henry Halverson á brúSkaupsdegi þeirra. Þá brosir sól í heiði hrein á himni glæstra vona, er vifið örmum vefur svein og verður mannsins kona. Þá gleðst hver vinur er þeim ann, en ungu sálir þessar— hana konu, en hann sem mann— himna Drottinn blessar. Ástarlífsins björtu bygð blómin dygða skreyta, Friður, eining, ást og trygð æðstan fögnuð veita. Þar er bjart og þar er hlýtt, Já, þar er sælt að búa, þar sem vinur vini blitt vill sem bezt að hlúa. Undir sólu aldrei sást yndislegra blóm á jörðu, en manns og konu einlæg ást, er þau heilagt sáttmál gjörðu, að una saman alla tíð eitt í ráðum, gjörðum, vilja, létta byrðar, lifsins strið, ljúft hvers annars mál að skilja. Hér eru vandir vinir tveir, sem valið hafa hnossið fríða. öllum kunnir eru þeir, sem allar fagrar dygðir prýða, með þeim ferma fararknör, fara glöð í Drottins nafni happasæla sigurför með sannleiksljósið—Krist í stafni. Hann þekkir boða brims og sker, bátinn sinna vina leiðir þar sem farið örugt er, og hjá hættum lipurt sneiðir, þar vaggar svalur sumarblær, sólskinsdagar, logn og blíða, því vindar jafnt sem viltur sær verða boði Krists að hlýða. Verði leiðin björt og blið, björt sem þessi gæfudagur, skíni ykkur alla tíð ástarlífsins morgun fagur. Eilíf gæzka Guðs og náð gefi ykkur heiðurssveiginn, blessi ykkar bú og ráð, blómum strái allan veginn. Selkirk, Man., 30. sept. 1924 Pétur SigurSsson. BrúSarsóngvísur tit UNGFRO JÓNU JÓNASSON. Rósailm til sveins og svanna sumarblærinn flytur enn, meðan blómin grænu gróa geislum kærleiks alin tvenn; ekkert fegra augað litur, en hið hreina brúðarskart, þar sem ástin ódauðlega andans kveikir ljósið bjart. Ungfrú Jóna, heill frá himni heiðursdaginn blessi binn, göfga með þér gæfu hlýtur gæddur sóma unnustinn. Mentablóm og dýrar dygðir dafnað hafa þér við skaut, lífsins orða leiðarstjarna ljómar skær á þinni braut. Reynsluskóli lifsins lætur lýði opnar sinar dyr, andi þaðan andar kaldur, einnig stundum hlýrri byr. Haltu vörð, mín vinan unga, vertu föst við stefnumið, og þinn prúði eiginmaður er við þína stendur hlið. Kæra þér eg kveðju sendi, krýnd sé heiðri framtíð þín, ef að skuggar yfir svífa, aftur fegri sólin skín; vinir þínir, aldnir ungir, alt það bezt sem gæfan lér, blessa þig og binda fagran blómasveig um enni þér. Kristín D. Johnson.. KVEÐJUORÐ til Miss J. Jónasson í Selkirk. Við vitum okkar koma hér í kvöld um kæti ei né gleðileiki fjallar, en hugans sjóður geymir þakkar- gjöld, að greiða þau oss skyldan hingað kallar, þó seint sé víst að sýna á því litinn, er samvistin oss reynist vera slitin. Við kveðjum þig með klökkum vin- arhug kæra snót, er vanst oss margt til þarfa, er sýndi’ i öllu bæði dáð og dug og dæmafáa lipurð til að starfa; dýr það hefði fundist okkur fengur, ef fengjum þín að njóta vitund lengur. Þér þökk og heiður héðan fylgir vist, það hrós þú færð að allra manna dómi, á liði þinu lágstu jafnan sízt, þess lengi minnast skal með hlýjum rómi, og biðja helgar vættir hjá þér vaka >og verma þig og kæran egtamaka. Nokkrir vinir í Selkirk. A V A R P til ungfrú Jónu Jótwsson. Fyrir örfájum árum fluttuð þér til þessa bæjar, þar sem þér þektuð fáa og engir þektu yður; en nú þekkið þér marga og enn þá fleiri þekkja yður og allir að góðu. Þér hafið þjónað mörgum ábyrgðarstöðum og aílsstaðar unnið yður traust eg hylli. En bezt þekkjum vér starf yðar í þarfir lúterska safnaðarins. Þar hef- ir áhugi yðar og atorka bezt komið í ljós. Að starfa fyrir söfnuðinn, sýnist hafa verið yðar líf og yndi. Þegar kirkjan brann 1919, voruð þér kosnar í nefnd til að safna fé til kirkjubyggingar, og tókuð þér á hendur fjármála-starf fyrir þann sjóð, og þeim starfa hafið þér gegnt til þessa dags; hver einasti pening- ur, sem inn hefir komið og út hefir verið greiddur, hefir farið í gegn um hendur yðar, og hefir Drottinn bless- að svo þann starfa yðar að upp til þessa dags hefir tekist að greiða all- ar skuldir eins og um var samið. By&g>n&aruefndin er í engum vafa um það, að fyrir áhuga yðar og hag- sýni, hefir því máli skilað eins vel áfram og raun er á orðin. Enginn hefir hjálpað þeirri nefnd betur en þér. Fyrir þetta og alt annað, sem þér hafið starfað í þarfir Selkirk-safn- aðar, þökkum vér yður fyrir hönd safnaðarins og biðjum algóðan Guð að styðja yður og styrkja á yðar ó- farinni æfileið. Svo óskum vér yður til hamingju, að sú nýja braut, 'sem þér eruð nú aðeins óbyrjaðai; að ganga, mætti vera stráð öllum þeim blómum, sem' Guði almáttugpim þókn- ast að strá yfir þá. sem hann elska. Fyrir hönd Selkirk-safpaðar, Byggingar-nefndin, Selkirk, Man., 25. sept. 1924. Kœra Miss Jótiasson. Það er með s<4cnuði að við, Banda- lags-systkini þín, minnumst þess,- að þú ert á förum frá okkur. Þú hef- ir verið félagsskapnum okkar svo mikill styrkur og stoð og hjálpað fé- lagsmálum okkar svo vel áfram, að við hljótum að finna. til þess hve mikið við töpum. Á hinn bóginn sam- gleðjumst við þér þó út af þandalags- félagsskapnum nýja, sem þú ert í þann veginn tengjast. Og óskum við þéf allrar farsældar og blessunar. Svo þökkum við þér alla samver- una með okkur og þátttöku bæði 'í Ieikjum okkar og starfi, og áhuga þann og velvild þá, sem þú ávalt hefir sýnt. Hefir þú gefið okkur, félagssystkinum þínum, gott eftir- dæmi, sem ætti að vera okkur hvöt til þess að vera sem beztir félags- meðlimir. Og við vonum, að það verði líka. Við munum ekki gleyma þér, en á- valt minnast þín með hlýhug sem á- gætrar félagssystur. Það mun því. ávalt gleðja þig að muna eftir okR- ur og láta okkur fá bréf frá þér ein- stöku sinnum. En mest myndi það gleðja okkur, ef þú hefðir ástæðu til þess sjálf að heimsækja okkur, ein- stöku sinnum. Við biðjum góðan Guð að leiða þig og blessa á allri þinni óförnu braut. Og biðjum þig að þiggja gjöfina þessa litlu frá okkur og láta hana minna þig á okkur og velvildar- hug okkar til þín. Fyrir hönd Bandalagsins í Selkirk, 25. sept. 1924. Arni Björnsson, forseti Bandalagsins. ------o------ Fréttabréf. Á leiðinni til Churchill River, 22. sept. 1924. Herra ritstjóri! Eg sit nú og baða iriig í sól- skininu á rennisléttum klöppum við vatnið, sem við erum að ferðast yfir. Vatn það heitir Athabaska, og er 150 mílur í vestur frá LaPas, þegar miðað er við þá leið, sem við förum. En ef hin svo nefnda vestri leið væri farin, eru það 75 mílur. Við erum búnir að ferðast fjór- ar dagleiðir í vestur frá Styrju- lendingunni og erum því um 14 mílur frá La Pas, nýkomnir inn í Saskatchewan fylkið, eða fyrir vestan landamæri Saskatchewan og Manitoba fylkjanna. Víða er þetta ferðalag nokkuð erfitt. Á einum stað urðum við að flytja allan okk- ar farangur á vögnum 8 mílur veg- ar, gátum aðeins komist í gegn með bátana tóma með því að stjaka þeim eftir á, sem Gæsará heitir; er hún grunn og því fremur ill yfir- ferðar. Rennur á sú inn í vatn, sem Gæsavatn heitir, og er það lít- ið um sig og grunt. Ferðalag það tók tvo daga, og er vegalengdin ekki meira en 5—8 mílur, og urð- um við að borga tveimur mönnum með eitt hestapar $29 fyrir þann flutning. Svo héldum við áfram eftir parti af Gæsaránni og eftir Gæsavatni með farangurinn á hát- um aðrar átta mílur, og komust við það á hálfum degi. Þá tóku við klappir og vegleysa á tveggja mílna svæði, sem við urðum að fá menn með hesta til að flytja yfir og að vatni því, er eg sit nú á ströndinni við og hefi hellu fyrir skrifborð. 1 morgun fórum við á fætur fyrir dag og hlóðum bátana, og þegar 18 hundar og allur farangurinn var í pá kominn, voru þeir orðnir helzt til hlaðnir. Svo var neytt morg- unverðar og erum við þá tilbúnir áð sigla á stað. í mínum hópi eru fjórir fransk- ir menn, einn Indíáni, sem er leið- sögumaður okkar, Jónatan Helga- , son frá Gimli og eg, höfum við ' fjéra báta, tvo 18 feta langa, einn 20 og einn iÓ feta, og éru þessi skiþ okkár kölíuð “Canoes”. - ■■ ., 4» Flotinn ýtti frá landi, þegar birta tók, en við Vorum ekki 'komnir meira en fjórar milur, þegar hvesti svo mikið, að við urðum að leita skjóls, og i því skjóli rita eg þessar ’ línur. ‘ . Vatn það, sem við erum við,, heitir Athabaska Lake. Það er um 20 milur á lengd og um tíu á breidd. Er það tært og sést í botn á frá 6—9 feta dýpi. Það er fult af silungi, sem vigtar frá 2 pund- um til 50 og 60 pund. Einnig er þar gnægð af hvítfiski, ásamt “pike” og fleiri fiskitegundum. í gærkveldi fleygði eg í það einum gömlum netstúf og fékk í morgun 24 fiska og var mest af því silung- ur og hitt hvítfiskur. Eg tók einn silunginn og sauð hann til matar. Var það fullkomnasta máltíð handa sjö manns og var þó hraustlega að gengið, og er það sá bragð- bezti silungur, sem eg hefi nokk- urn tíma bragðað. Það er ekki síður gnægð af fiski hér, en norður með Nelson ánni.— Um 25—30 mílur i norður héðan eru ágætar námur og var tekinn þar út kopar á meðan á stríðinu stóö, upp á sex miljónir dollara. 190 hestapör drógu grjótið, sem koparinn var í, til Larsen Land- ing, um tvær mílur vegar, og var hann svo fluttur á flatbotnuðum bátum til La Pas, þaðan með járn- braut til Vancouver, B.C., þar sem koparinn var bræddur úr grjótinu. Hjér er fult af fólki, veiðimönn- um og námamönnum og fjör í öllu og nógir peningar. Það er sárgrætilegt, að landar mínir skuli ekki reyna að nota sér auðsupp- sprettur þessa auðuga norðurlands, og eg finn sárt til þess sjálfur, hvað lengi eg hefi hangt við rúin- stokkinn og þá hugmynd, að ekki væri neitt til nýtilegt nema það, sem eg sá í kring um mig; og þó eg hefði ekki getað notiö þeirra sjálfur, eru margir duglegir dreng- ir til, sem gátu gert það, sjálfum sér til gagns og sóma. Eg vona, að það fari að rætast fram úr kjark- leysi þeirra og að þeir fari að vakna og líta í kring um sig og koma á útjaðra og auðsuppsprett- ur Manitoba fylkis, sem þar eru áreiðanlega að finna. En til þess þarf menn duglega og með fullu lífi. Jæja, nú er sólin farin af hell- unni og kuldagola næöir um mig, enda er kominn kveldmatartimi og mig langar í meira af silungnum. Eg verð að biðja lesendur blaðs- ins velvirðingar á hvernig þetta er úr garði gert, því fyrst er eg eng- inn ritsnillingur, og í öðru lagi eru tækin til ritstarfa, sem eg hefi yf- ir að ráða, fremur óþægileg. Með vinsemd og virðingu, Yðar, Capt. B. Anderson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.