Lögberg - 09.10.1924, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN,
9. OKTÓBER, 1924.
Bls. 7
Œvarantii bros
sem þakka má hin-
um mýkjandi lækniskraft
Uppruni íslenzks hér-
aðamáls.
1 einu íslensku iblaði hefir ný-
lega komið fram sú hugmynd, “að
aðalástæðan fyrir mismunandi
framburði Sunnlendinga og Norð-
lendinga á sumum bljóðum, (t. d.
á 1. í stúlka og á k í taka ö. s. frv.)
kynni að vera sá, að þeir menn, er
fyrst komu bingað frá Norvegi,
hafi komið frá ýmsum ihéruðum,
þar sem framburðurinn var tals-
vert ólíkur á þessum hljóðasam-
böndum og iþetta bafi svo gengið
í erfðir á íslandi.’’
Við þessa hugmynd mun tals-
vert vera að athuga og má hún því
varla ómótmælt standa. Fyrst er
nú það, að sannreynt er það í ný-
bygðum löndum, þar sem innflytj-
endur eru frá ýmsum héruðum
móðurlands með ólíkum mállýsk-
um, hver partur mállýskumunur.
í nýja landinu verða langalengi
öngvar mállýskur, en mismunur á
héraðamáli nýlendumanna, mynd-
ast þar eigi fyrr en Iheilum ðldum
síðar. Þannig er þessu háttað yfir
ðll Bandaríkin ásamt Canada. Þar
er sambland fólks frá öllum hér-
uðum Bretlandseyja, sem kom með
ýmislegan framburð á enskunni og
þama er líka allur mállýskumunur
horfinn og komin ein óslitin Ame-
ríku-mál;lýska í staðinn. Líkt þessu
hlýtur að hafa gengið til hér á
íslandi á landnámsöldinni, enda
voru nýbyggjar hvers einasta hér-
aðs í landinu frá ýmsum fylkjum
í Noregi (einkum þó fylkjum vest-
anfjalls). Þótt meginlhluti þessara
nýbyggja í héruðum íslands, væru
jafnan úr einhverju ákveðnu fylkl,
sérstaklega.
En nú er það líklegt, að fremur
lítið hafi verið um mun á mállýsk-
um í Norvegi um ár 900 e. Kr., því
að um árið 1200 (þegar fyrst eir
hægt að fá nokkra vissu um þetta,
þá eru eiginlega ekki nema 2 mál-
lýskur í landinu, sem nokkur veru-
legur munur er á, og þá var ís-
lenskan enn mjög svipuð annari
þeirra (þ. e. Vestlenskunni) ,en
hafði samt glögg sérkenni. Nú þar
á móti er mállýskufjöldinn í Nor-
vegi feykimikill, svo að auðsætt
er, að afarmargt af nýjungum er
í núverandi vestnorskum mál-
skapnaði, sem íslenskunni getur
ekki íkomið neitt við. Að vísu eru
þar fáeinar málnýjungar sameigin
legar við tungu vora. Þær eru að-
allega þessar: “á er þar, um tals-
vert svæði, borið fram sem hjá oss
C— aú), og 11 og nn á mikið til
sama svæði borið fram sem í ís-
lenskunni /(— dl og dn) Og enn-
fremur hv sem kv um alt Vestur-
landið í Norvegi (þ. e. eins og
Vestfirðingar og Norðlendingar
hér, gera nú)” Engum dettuir nú I
hug, að svona hafi verið talað í
Norvegi um 900, því öll síðari gögn
mótmæla því, ihe'ldur er þetta og
ótalmargt fleira í nýnorsku enn,
reglulegar málnýjungar, uppkomn-
ar miklu seinna og sumar af þeim
flust svO á miðöldinni (eftir 1300)
hingað til fslands, líklega mest
með noirsku biskupunum á Hólum.
Af “Vestnorske málföre” eftir M.
Hægstad, sem og ritum eftir Ivar
Asen og A. Larsen o. fl. má mjög
margt læra, en alt það mælir á
móti því, að hægt sé að skifta
máltilbrigðum í héruðum íslands
nú eftir fylkjum í Norvegi, sem
íslendingar eiga kyn til að rekja.
Þannig eru imjúklokbljóðin b, d, g,
(f: p, t, k í samstöfulok eftir sér-
hljóð) að eins bundin við syðsta
odda Norvegs, sem mjðg fátt land-
námtsmanna er komið frá og allra
síst allir Sunnlendingar og Vest-
irðingar á í'Silandi. Sömuleiðis er
ekkert sem mælir með því að hljóm
kvæði framburðurinn á 1 í stúlka
o. m. fl. samskyns, er tíðkast í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu,
eigi nokkuð skylt við framburð
landnámsmanna, er tóku þau hér-
uð, því bygð í þeim héruðum á sér
gagnólíkan uppruna og svo er á
það að líta, að í vestnorskunni nú,
eru öll ómhljóðin yfirleitt hljóm-
kvæð, jafnt þótt þau standi við
hlið hörðu lokhljóðunum t. d. 1 í
salt og r í harpa, o s. frv. sem
bvergi nokkurs staðar á íslandi
eru höfð ’hljómkvæð. Þarna verður
því að hafa komið breyting seinna
í öðru hvoru landinu, og þá vitan-
lega í norsku en eigi íslensku, þvi
í norðrænu fornmáli, voru óm-
bljóðin óhl^ómkvæð í slíkri stððu,
svo sem sannað verður af mörg-
um málsögulegum sökum, og er
það þá í samræmi við langalmenn-
asta framjburðinn á íslandi enn í
dag. Loks má nefna norska fram-
burðinn ljóta, á hv (t. d. kvalur f.
hvalur), sem gengur norðanlands
og vestan, gagnstætt við það, sem
Sunnlendingar og Austfirðingar
hafa, sem þarna halda enn fornum
framburði. Við þennan norska að-
skota-firamburð, (sem skólarnir
eru víst of hirðulitlir með að lag
færa), er alls eigi hægt að tala um
nokkurn mismun í ættarheimkynn-
um landnámsmanna vorra, þvj að
bann var þá eigi orðinn til í Nor-
vegi.
Svo er fleira athugavert við
þessa ímyndun um upprunann á
tilbrigðum máls, í hóruðum á fs-
landi nú. Væri 'hún rétt, þá ættu
t. d. Breiðfirðingar og Eyfirðingar
að tala sama málstilbrigði, því
bæði héruðin eru runnin vestan
um haf og mikið til af sömu ætt-
inni, en það er langt frá að málið
sé eins í báðum. Sömuleiðis ættu
Borgfirðingar og Rangæingar að
hafa sömu málstilbrigðin, því að
bæði ihéruðn voru aðallega num-
in af mðnnum, sama landsvæðis í
Norvegi, en þó er þar í milli ósam-
ræmi í máli. Og svona mætti halda
áfram um alt landið.
Það er auðsætt að öll rækileg
rannsókn á mállýskum í Noregi
um 900, er óframkvæmanleg, af
því að þá vantar oss öll gögn,
nema fáein kvæði, sem ekkert
fræða um þetta efni. Rannsókn á
norsku mállýskunni um 1200,
þegar allgóð málgögn eru fengin i
ritverkum, sannar einnig næsta
lítið um málsástandið fullum 300
árum áður. Því frernur á þetta
heima um rannsóknir á núverandi
mállýskum í vestanfjalls héruðum
Norvegs, nema þá helst til að sýna
hversu málið þarna er stórólíkt
því er það var fyrir 700 árum. En
um það hvernig morsk tunga var
fyrir 1000 árum eða í lok 9. aldar,
getnr slík rannsókn hins vest-
norska nútímaframburðar eigin-
lega ekkert sagt, isem áreiðanlegt
sé og þarna myndi þó þurfa einkar-
nákvæma fræðslu um mörg smá-
atriði. Fyrir framburð hinna ýmsu
ilandnámsmanna vorra, getur þvi
alls eigi fengist nýtileg fræðsla af
þessum alla vega afskræmdu og
margkvísluðu norsku nútíðarmál-
lýskum. Aftur geta þær í föstu
sambandi við norsk fornskjöl,
skýrt fremur vel sumar þær ís-
lensku málbreytingaæ, sem gerð-
ust á miðöldinni (1300—1600) og
bent á upptök þeirra.
Niðurstaðan hjá mér, verður þá
sú, að bafi dálítill mállýskumun,
(sem trúlegt er) verið í bygðum
þeim í móðurlandinu, sem forfeð-
ur vorir komu frá, þá hafi sá mun-
ur silípast alveg af, við samblönd-
un manna hér.. Svo eftir að alþingi
var á komið, studdi sú fjölmenna
samkoma mjðg að þessari jðfnun
málsins og efldi festing einnar sér
stakrar íslen'skrar mállýsku. Þing-
staðurinn var einnig mjög hentug-
lega settur. Hann var ailveg &
fjórðungamótum þeirra Sunnlend-
inga og Vestfirðinga og í nálægð
við fjölmennustu héruð Norður-
lands, Húnaþing og Hegranesþing.
Austfirðir voru vitanlega afskekt-
astir, enda vóru þeir að miklu leyti
sem heimur sér, alla fornöld og
miðöld og því koma Austfirðingar
miklu minna við landssöguna en
menn hinna fjórðunganna. Af
Austurlandi hafa því tiltölulega
fæirri komið venjulega til þings,
heldur en annars staðar tíðkaðist
en í staðinn hafa Austlendingarn-
ir varist best spillandi málnýj-
ungum alt til vorra daga ,og hald-
ið einna lengst fornum og ágætum
málseinkennum.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
Vísir.
Dr hagskýrslum Islands
(Etftir Visi.)
Hagstofan hefir nýlega sent frá
sér “Búnaðarskýrslur árið 1922.”
Er innganginum skift í 4 flokka:
búpening, ræktað land, jarðar-
gróða og jarðabætur, en síðan
koma töflur, sem skifta tölu bú-
penings eftir landshlutum, sýslum
og hreppum, ræktuðu landi og
jarSargróða efti rsýslum og hrepp-
um og jarSabótum eftir sýslum og
félögum.
I. Búpeningur.
Tala framteljanda í öllu landinu
hefir verið svo sem hér segir síð-
ustu fimm árin til 1922:
Árið 1918 ........... 12,103
— 1919 .............. 11,940
— 1920 ............ 11,924
—1 1921 ---------...... 11,691
— 1922 .......... 12,078
Sauðfénaður. í fardögum 1922
var sauðfénaður talinn rúmlega
571 þúsund. Reynslan bendir til
þess, að sú tala muni vera alt of
lág, því að við fjárskoðanir að
vetrinum reynist sauSfé oft æði
mikiS fleira, en við framtalið vor-
ið eftir. Munurinn er svo mikill,
að ekki getur verið um eðlileg van-
höld aS ræða frá vetri til vors.
ÁriS 1906—1907 nam þessi mis-
munur 109 þúsund kindum, og
ætlar Hagstofan, aS mann muni
vera nokkuS svipaSur ár eftir ár.
Vorið 1921 töldu búnaðarskýrsl-
urnar sauðfénaðinn 554 þúsund.
Fardaga-árið 1921—1922 hefir hon-
um þvi fjölgað um 17 þúsund
Þrátt fyrir þessa fjölgun, er féð
þó færra en þaS var 1920.
SauSfénaðurinn skiftist þnanig
vorið 1922:
Ær............... .. 413,192
Sauðir .............. 33>6i8
Hrútar............... 8,441.
Gemlingar............115,991
Gemlingum hefir fjölgað til muna
frá þvi áriS áður, en sauðum fækk-
að. Sauðfénu hefir fjölgað nokk-
uS í öllum landshlutum, en lang-
mest á Suðurlandi.
Geitfé• ÞaS var talið 2,509 i far-
dögum 1922 og hafði fjölgað um
271 frá því árið áður. Þrír fjórSu
hlutar alls geitfénaðar eru í Þing-
eyjarsýslu.
Nautgripir. I fardögum 1924
taldist svo til, að 26,13 nautgripir
væri á öllu landinu. Þeim hafði
fjölgaS um 2,370 frá því árið áður.
Afo nautgripum voru:
Kýr og kelfdar kvígur .. 17,959
GriSungar og geldneyti ... 900
Veturgamall nautpeningur 2,683
Kálfar.., .. .......... .., 4,5 1
Nautðgripatalan hefir aldrei kom-
ist svo hátt síðan 1916.
Hross. í fardögum 1922 voru
öll hross á landinu talin 51,42, og
hafSi þeim fjölgað um 1722 frá
því vorið 1921. — Sú fjölgun veg-
ur þó ekki á móti fækkun hross-
anna næstu tvö árin á undan og er
því hrossaeign landsmanna heldur
minni en hún var 1919.
Eftir aldri skiftast hrossin
þannig:
Fullorðin hross 14 vetra
og eldri..............34*667
Trippi .. ........... 12,886
Folöld .................. 3489
Af fullorðnum hrossum vorið
1922 voru 20,428 hestar, en 14,239
hryssur.
Hcensni. Vorið 1922 voru þau
18,360 aS tölu. Þau voru taþn í
fyrsta sinn 1919. ÁriS 1921 voru
þau 15,363. — Gera má ráð fyrtr,
að talan sé of lág bæði árin.
Tala suaöfjár og hrossa hefir
aldrei verið hærri en 1918, en
nautgripatalan komst hæst 1902.
II. Rœktað land.
Samkvæmt lögum frá 1915 átti
að mæla upp öll tún og matjurta-
garða á landinu utan kaupstaðanna
og var svo fyrir mælt, þeirri mæl-
ingu skyldi vera lokiS áriö 1920.
Nokkrir hreppar landsins hafa
ekki sint þessu að neinu og aðrir
ekki nema að nokkru leyti. Þess
vegna eru skýrslur þær um tún og
matjurtagarSa, sem Hagstofan hef-
ir með höndum, ekki svo fullkomn-
ar, sem til er ætlast og æskilegt
væri. En samkvæmt þeim nemur
túnstærðin alls 22,750 hekturum.
en matjurtagarðar eru taldir 494
hektara.
III. Jarðargróði.
T öðufengur landsmanna árið
1922 nam 684 þúsund hestum, en
útheyið var 1152 þúsund hestar.—
Tölur þessar hefir Hagstofan tek-
ið eftir búnaðarskýrslunum.
Árið 1922 hefir töðufengurinn
orSið 5% minni heldur en næsta ár
á undan, en 13% meiri heldur en
meðaltal áranna 1917—1921. Þó
er aðgætandi, að það meöaltal nær
til grasleysisársins 1918. Ef þvi
ári er slept, veröur meðal töðu-
fengur hinna 4 áranna 657 þúsund
hestar, en töðufengurinn 1922 hef-
ir orðið 4% meiri en það. Útheys-
fengurinn hefir orðið í rýrasta
agi„ 18% minni heldur en næsta
ár á undan og 20% fyrir neðan
meSaltal áranna 1917—1921.
J arðepla-uppskeran varð með
minna móti þetta ár, að eins 22
þúsund tunnur. Næsta ár á undan
var uppskeran þó enn minni, 16
þús. tunnur, en næstu 5 ár þar á
undan er meðal-uppskeran talin 26
þúsund tunnur.
Uppskera af rófum og nœpum
var 9 og hálft þús. tunnur 1922, en
næsta ár á undan aS eins 6 og hálft
þúsund tunnur. Meðal uppskera
1917—1921 voru ii þús. tunnur.
Mótekja landsm. varð 377 þús.
hestar haustið 1922, en næsta ár á
undan var hún 428 þús. hestar.
Hrísrif nam 20 þús. hestum eft-
ir skýrslum búnaðarfélaganna. —
Jarðabætur hafa verið álíka miklar
og jafn mörg félög starfandi áriö
1922 eins og næsta ár á undan, en
jaröabótamenn heldur fleiri, svo
að minni dagsverkatala kemur á
hvern. Árið 1922 voru félögin
iii, jarðabótamenn taldir alls
1,924, en dagsverkatalan 102,000.
Jarðabótastyrkurinn úr ríkissjóði
nam 20 þús. krónum og kom því á
.hvert dagsverk 19 og hálfur eyrir.
Túnasléttur 1922 hafa numið
175 ha., en 1921 námu þær 159.5
ha.
Túna-útgrœðsla hefir árið 1922
numið því, sem hér segir: Óbylt
jörð 14.3 ha., plægð 80:1 ha. Árið
á undan voru þessar tölur 12.2 og
56.6 ha.
Kálgarðar og aðrir sáðreitir. —
Aukning á þeim árið 1922 hefir
numið 7.9 ha., en árið á undan var
hún 7.4 ha. z
Girðingar.—Af þeim hefir verið
lagt áriS 1922 samtals 236 km., er
skiftast þannig eftir girðingarefni:
Steingarðar 14 km., torfgarðar
8 km., vírgirðingar 203 km., varn-
arskurSir 11 km. Næsta ár á und-
an voru nýjar girðingar samtals
287 km.
Flóðgarðar og stíflugarðar, er
lagðir voru árið 1922 voru alls
56,377 m. á lengd. Næsta ár á
undan voru þeir 75,336 m.
Vatnsveituskurðir, gerðir 1922,
voru samtals 116,950 má. á lengd.
ÁriS 1921 voru þeir 107,204 m.
Lokrœsi, er gerð voru 1922, voru
alls 24,979 metrar, en árið á und-
an voru þau 14,447 metrar.
Aburðarhús og safnþrœr, af
ýmsum gerðum, bygöar 1922, voru
alls 2,397 ten.metrar að rúmmáli,
en næsta ár á undan aö eins 1,115
ten.metrar.
Upphleyptir vegir á tún og engj-
ar. Af þeim voru lagðir árið 1922
samtals 15.2 kilometrar. Árið á
undan voru þeir 19.2 km.—Vísir.
Barnadauði í nokkrum
löndum.
Barnadauði er talinn eftir því,
Ihive mörg börn deyja á fynsta ári
af hverjuim 1000 börnum, sem
fæðast lifandi. Ef sagt er að hann
sé t. d. 70, þýðir það, að af 1000
börnum deyja 70 á fyrsta ári.
Barnadauðinn hefir lengst af
iverið afksaplegur hér á landi, ná-
lægt 3þ0 eða þar yfir. Þriðja hvert
barn dö á fýrsta ári. Nú er öldin
önnur, sem sjá má á eftirfarandi
yfirliti:
ísland*) 1916—20 barnad. 67,8
New Zeland 1906—16. 1— um 67,
Norvegurl906—15.------------ 72,
Átsrallía 1906—15.---------- 78,
Svíþjóð 1908—13. í----------79,
Ðanmörk**) 1906—15.---------- 107
Finnland 1907^-14.------------125
Frakkland 1908—13.----------- 127
Engl. og Skotl. 1906—15.------130
ítalía 1907—14 168
Þýskaland 1907—14 — — 193
Við stðndum bér efst á blaðinu
við hliðina á Nýja Sjálandi, sem
er frægt fyrir óvenju lítinn mann-
dauða og fremstir af Norðurlönd-
um. Þau taka þó flestum fram. Fyr
mega nú vera framfarir en svo sé.
iMinstur varð barndauðinn árið
1918. Þá var hann 46,7.
Þetta hafa þá ljósmæður vorar
og læknar unnið á. Og þó munu
bæði læknar vorir og sérstaklega
Ijósfæður, búa við miklu verri
kjör en í nokkru öðru landi.
Nýtt lyf við berklaveiki.
beifr H. Möllgaard, prófessor við
danska landbúnaðarháskólann,
fundið. Það er gullsalt, og kallað
auricidin. Dönsk Wlöð láta mikið
yfir iþessu, en að svo stöddu vita
menn ekkert með vissu um, hversu
lyf þetta reynist, hvort það er að
nokkru nýtt eða ekki. G. H.
*)lsland 1911—15. Barnad. 74,3
**) 1920 var barnadauði 88.
Morgunblaðið.
-o
Jónas Eiríksson,
SkóUstjóri.
Eins og áður hefir verið getið
um hér í blaðinu, andaðist dbrm.
Jónas Eiríksson fyrverandi skóla-
stjóri þann 19. þ. m. að heimili
sínu, Blreiðavaði í Eiðaþinghá,
rösklega 73 ára gamall.
Jónas var fæddur 17. júní 1851
að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Voru
foreldrar hans Eiríkur Árnason og
kona hans, Þóra Árnadóttir, sem
þá bjuggu á Skriðuklaustri og þar
ólst hann upp til tvítugs aldurs.
Haustið 1875 fór hann til Noregs
og stundaði nám við búnaðarskól-
ann á Stnd í nánd við Bergen
næstu árin og útskrifaðist þaðan
vorið 1878. Þau árin dvaldi þar
margt íslendinga við nám og
voru 4 af Fljótsdalshéraðinu aðr-
ir en Jónas. Þar á meðal var Lárus
“snikkari” ibróðir Jónasar, er
stundaði smíðar, Guttormur Vig-
fússon fyrverandi alþingismaður
Og fyrsti skólastjóri á Eiðum,
Jósep J. Bjðrnsson, fyrrum skóla-
stjóri á Hólum, Halldór bóndi á
Rauðamýri, Björn í Grafanholti 0.
fl. Sýnir þetta að útþrá ungra
ibændasona vísaði þeim fyrst leið
til Noregs til búnaðarnáms, og
mætti svo enn vera, sakir stað.
hátta.
Að loknu námi hvarf Jónas
heim aftur og réðst þá þegar Ihja
sýslunefnd S.-Múlasýslu til þess að
ferðast um sýsluna og leiðbeina
bændum í búnaði, gera mælingar
fyrir áveitur og framræslu 0. s.
frv. Því starfi gegndi hann næstu
sumrin og er útdráttur úr skýrsl-
um þeim, er hann gaf sýslunefnd-
inni um ferðir sínar, birtur í
MSkuld”, er iþá var gefin út á
Eskifirði.
Árið 1880 kvæntiist Jónas Guð-
laugu M. Jónsdóttur á Eiríksstöð-
um, hinni mestuTnyndar- og dugn-
aðarkonu — af Möðrudals- og
Eirí'ksistaðaætt, — og næsta vor
reistu þau bú á hálfum Eiríksstöð-
um móti Guðlaugi Snædal, bróður
Guðlaugar. Þar bjuggu þau 4 ár.
n fluttust að Ketilsstöðum í Jök-
ulsárhlíð vorið 1885 óg voru þar
3 ár, tl 1888, þar til Jónas varð
skólas. á Eiðum, er Guttormur Vig-
fússon lét af því starfi eftir 5 ára
skólastjórn. Veturinn 1882—83
hafði Jónas stundað nám við bún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn.
— Þessu starfi gegndi Jónas í 18
ár, eða til vorsins 1906, er bann
sagði af sér, isakir heilsulasleika
(höfuðveiki), er lengi íhafði þjáð
hann nokkuð. Sama vorið misti
hann konu sína, sem Ihafði verið
honum trúr og dyggur förunaut-
ur, stoð og stytta í erfiðu starfi,
en sjálfur flutti hann þá búferlum
á eignarjörð sína, Breiðavað,
nærri Eiðum, og hefir verið þar
síðan. Bjó þar fyrst sjálfur 10—12
ár, en, þá tók við Þórhallur sonur
hans og hjá honum dó bann.
Það var löngum erfitt verk og
vanþakklátt að vear skólastjóri á
Eiðum: Jörðin erfið og kostalítil,
fjárbagur þröngur og öll framlög
veitt með eftirtölum, skilningur lít
ill á istarfi skólans og enn minni
viðurkenning á gagnSemi hans.
Skólinn átti því sjaldan mikilli að-
sókn að fagna eða áliti og jafnvel
ekki ætíð “heiðarlegu umtali.’’ Þö
virtu allir prúðmensku, mannkosti
og trúmensku skólastjórans — og
skólástýrunnar má bæta við, því að
eftir allri tilhögun og aðstæðum,
áttu búnaðar'skólarnir gömlu fyrst
0g fremst að vera fyrirmyndar-
heimili, svo að húsfreyjan hlaut
að eiga drjúgan þátt í skólastjórn-
inni. Voru aldrei, svo eg viti, born-
ar Ibrigður á, að Jónas legði fram
alla krafta sína í þarfir skólans
með framúrskarandi ósérplægni,
og búið blómgaðist vonum framar
í Ihöndum hans, sem sjá má af því,
að nokkrum árum áður en hann
lét af skólastjórn, var túnið stækk-
að um helming, engjarnar gáfu af
sér helmingi meira en þegar hann
tók við, oig búið átti traustan og
þolinn sauðfjárstofn. Og efni fóru
jafnt og þétt vaxandi, og lætur
nærri að eignir tvöfölduðust í
bans höndum.
Jónas var reglu- og snyrtimaður
um alla heimilisstjórn og bind-
indismaður á vín og tóbak alla
ævi. Var hann í iþessu, sem og I
allri framkomu, hin besta fyrir-
mynd ungum mönnum. Þess er og
vert að geta, að hann kendi jafnan
sund skólapiltum og veit eg þess
tvö dæmi, að sundkunnátta Eiða-
sveina varð til þess að bjarga lífi
manna. Annar bjargaði sér og
föður sínum úr sjávarháska, en
hinn sjálfum sér úr ströngu
straumvatni og þurfti ibæði karl-
mensku og góðrar sundkunnáttu
við í bæði skiftin enda fór hér
hvort tveggja saman. Kunnugt er
er mér líka um, að sumir nemend-
ur Jónasar lærðu nokkuð að bók-
bandi, og Þórhallur sonur hans
hefir lært bókband heima svo vel,
að ekki stendur langt að baki
handbragði lærðra bókbindara.
1 tíð Jónasar útskrifuðust 60
piltar frá skólanum, en nokkrir
fleiri stunduðu þar nám meira eða
“Líður vel, og stunda störf mínn
Mrs. Walter Grieves, Coe Hill, Ont., skrifar—
“Eg var orðin svo heilsuveil, að eg gat ekki lengur sint innan-
hús-verkum minum. Gat ekki sofiö á nóttunni og læknirinn haföi
engin ráð með að hjálpa
mér. Loksins reyndi eg
Dr. Chase’s Nerve Food og
nú er eg heil heilsu.
"Litla stúlkan mín hafði
eczema og engin meööl
komu að haldi, fyr en eg
fékk öskju af Dr. Chase’s
Ointment og þaö meðal
hreif.”
DR. CHASE’S NERVE FOOD
60 cts. askja med 60 pillmn. Kdnuinson, Bates & Co., Ltd., Toronto.
.------------------------------------------------------------•
minna. Á Breiðavaði ibygði Jónas
myndarlegt fbúðarhús úr timfbri,
girti túnið og sléttaði allmikið,
kom uppi stórum, -vel hirtum mat-
jurtagörðum og vao* þar í öllu hín
prýðilegasta umgengni.
Engar meiribáttar ritgerðir hef-
ir hann skrifað, en margar blaða-
greinar, einkum um garðrækt, —
er honum var mjög hjartfólgið
mál — og oft vakti hann máls á
stofnun húsmæðraskóla á Austur-
landi.
Meðan Jónas var á Eiðum ,mun
hann lengstum bafa verið í sýslu-
nefnd. í sjórn Búnaðarsam'bands
Austurlands var hann nokkur ár
og í stjórnarhefnd Eiðaskóla
sðmuleiðis og prófdómari þar jafn-
an eftir að Ihann lét áf is'kólastjórn.
Lét sér jafnan ant um skólann og
fylgdist vel með hversu fram fór á
skólanum. Formaður var hann
fatseignamatsnefndar S.-Múla-
sýslu og hreppstjóri Eiðahrepps 6
síðustu árin og ýms fleiri trúnað-
arstörf hafði hann á hendi og
rækti með stakri samviskusemi.
Á sjötugsafmælinu, 17. júní 1921
var honum haldið veglegt samsæti
að Eiðum og færðar ríflegar pen-
ingagjafir í þakklætis- 0g virðing-
ars'kyni fyrir trúlega unnin störf,
en hann gaf þær samstundis tii
eflingar alþýðuskólans á Eiðum.
Sýndi hann með því rækt til stað-
arins, þar ®em hann sleit kröftum
manndómsáranna, og áhuga fyrir
menningu Au'Stfirðinga. Ekki et
mér kunnugt um Ihver nánari á-
kvæði fylgdu gjöfinni, en foera
mun hún nafn þeirra hjóna foeggja
og ætluð til styrktar nemendum
þaðan til frambaldisnáms.
Sjö syni átt Jónas: Halldór cand
phi.l, Ikennara í ReykjaVík, Jón
málara, Benedikt búfræðing og
verslunarstjóra, Gunnlaug búfræð
ing og verslunarstjóra, Emil bú-
fræðing og símritara og eru þelr
fjórir á Seyðisfirði, Þórhall bú-
fræðing og bónda á Breiðavaði og
Friðrik nemanda á Eiðum.
Bræðralag hefir ekki þekst
betra en m'eð þeim Jóhasi og Lár-
usi og nú verður hann jarðsettur
við hlið hans og konu sinnar i
heimagrafreit að Breiðavaði. Eng-
inn, sem þekti Jónas, mun gleyma
.hinu prúða, glaðlynda .göfugmennl
og happadrjúgt væri þjóðinni að
eiga marga jafn trúa menn I
sinni þjónustu.
Metúsalem Stefánsson.
Vísir.
Um rannsóknarferð.
þeirra cand. mag. Niels Nielsen og
stud. mag. Pálma Hannessonar, er
getið var í síðasta blaði, farast
Morgunblaðinu svo orð 6. sept.:
Nokkuð hefir verið skýrt frá
leiðangri þessum í blöðunum, hvert
þeir fóru og hvernig þeir höguðu
ferðum sínum.
Mbl. átti tal við Pálma Hannes-
son áður en hann fór, fyrir helg-
ina sem leið, um helsta árangur af
ferðinni og verk þeirra á fjöllun-
um.
Fyrst eftir að þeir fóri\ úr bygð,
höfðu þeir aðsetur í Hvítárnesi í
nokkra daga. Gerðu þeir lausleg-
an uppdrátt af landsvæðinu frá
Hrútafelli og Bláfelli, af suðurrönd
Langjökuls og umhverfi Hvítár-
vatns. Hittu þeir þar fyrir sér all-
mikla eldfjalladyngju sunnanvert
við Hrútafell, sem eigi hefir verið
athuguð áður, né nafn gefið. En
dyngja þessi er um 1,025 m- yf'r
sjávarmál. Sunnanvert við Hrúta-
fell er stór hrauni fyltur dalur, og
liggur upp að jöklinum, og ganga
skriðjöklar niður í dalbotninn.
dyngja þessil og dalur hafa ekki
áður komið til greina í Iýsingum á
þessu landsvæði.
Frá Hvítárvatni héldu þeir fé-
lagar til Kerlingarfjalla, en lentu
þar í hrið, svo lítið varð úr athug-
unum þar. KerHngarfjöll hafa
veriö könnuð allítarlega áður. Það-
an héldu þeir austur með Hofs-
jökli, yfir svo nefnt Illahraun.
Gerðu þeir uppdrátt af allri suð-
urrönd Hofsjökuls; en þar hafa
engar verulegar mælingar áður
verið gerðar. Er jökulröndin mjög
frábrugðin því, sem uppdráttur
íslands sýnir. Skriðjöklar fimm
ganga niður úr jöklinum og tals-
1 verðar hvylftir eða dalir inn í jök-
j ulinn á milli þeirra. Urmull af jök-
ulkvíslum er og þar, sem eigi hafa
verið tilgreindar á uppdrætti.
Eitthvað hið markverðasta, sem
fyrir augu þeirra bar, þar á öræf-
unum suður af Hofsjökli, i jarð-
fræðilegu tilliti, var það, að ofan
á móberginu, sem þar er alstaðar,
eins og 'kunnugt er, er ofurlítil
“skán” eða lag af jökulbornu blá-
grýti og liparíti. Hefir jökullinn
einhversstaðar haft samband við
þær bergtegundir. En hvar “upp-
tök” þeirra eru, verður ekki sagt
að sinni.
Suður af Hofsjökli austanverð-
um er graslendi mikið, sem eigi
notast til afrétta sem skyldi vegna
þess, hve mjög svæðið er umlukt
jökulkvíslum. Gróður er þar mik-
ill af tjamarstör og broki. Mestur
er þó gróðurinn í Nauthaga, því
þar er þroskamikil gulstör. Er
dýrðleg náttúrufegurð þar efra í
góðu veðri: jöklarnir á aðra hönd,
en fram undan blasa við víðáttu-
mikil graslendi, með ótal tjörnum
og kvíslum.
Vikutíma voru þeir við mæling-
ar í suðurrönd Hofsjökuls, eftir
18 daga fjallavist.
------0------
Viðskifti Bardaríkjarna
0g Japan.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan,
eins og getið hefir verið um hér í
folaðinu, saiúþykti þing Bandaríkj-
anna að foanna allan innflutning
Japana til Bandaríkjanna.
Vakti þetrta bina mestu gremju í
Japan og var almenn iviðleitni haf-
in í ;þá átt, að hætta öllum viðskift-
um við Bandaríkjamenn og hafa
margir S'páð því að þetta mundi
auðveldlega geta orðið að ófriðar-
efni millum þe&sara stórvelda áður
en mjög llangt um liði.
En það sýnist vera hægara sagt
en gert fyrir þessar tvær þjóðir að
hætta við'skiftunum hvorar við
aðira því að þau Ihafa alt til þessa
verið gey^imikiil, eins og sjá má af
eftirfarandi.
Amerika er langsamlega stærstl
viðskiftavinur Japans og af öll um
útflutningi þess fara 45% til Ame-
ríku. Næist í röðinni er Kína með
24%, iþá Indland með 6%, Frakk-
land með 5% og England með að
eins 3%.
Af ðllum útflutningi Japans
nemur hrásilkið 41% og fara 9C'%
af því tiil’ Ameríkumanna.
Alls námu þær vörur, sem Ame-
ríka keypti af Japan 1922 366 milj.
yen (1 yen gildir jafnt kr. 1.86)
Á hina hliðina mun innflutnngur
Japana frá Ameríku 31% af öllum
innflutningi þess og er það tvöfalt
meira en innflutningur frá nokkru
öðru landi. Indland er það næsta
með 14% stóra Bretland með 13%,
Kína með 10%, Rússland með 8%,
ÞýskaHand með 6% og önnur
lönd samanlöigð með 18%.
Af óunnri foómull fluttu Japan-
ar inn frá Ameríku 40%, vélum og
véla’hlutum 41%, timfori 60%, ým-
iskonar járni 60% ammonicum sul-
fati 95% og foyggingarefnum 80%
Námu þessar vörur 1922, 202 milj.
yena og við það bættust ýmsar
aðrar vörur, bifreiðar pappír o. fl.
sem námu 96 milj. yena. Sumar af
þessum vörum eru ófáanlegar svo
nokkru nema nema frá Ameríku.
Af þessu yfirliti sést það glögg-
lega hversu fðstum viðskiftabðnd-
um þessi tvö Qönd eru itengd og
mundi það valda afskaplegri rösk-
un og tjón ef slitnaði upp úr við-
skiftunum.
Einkum mundi þó tjón Japana
verða tilfinnanlegt þar eð Ame-
ríka tekur á móti næstum helmingi
af öllum útflutningi þeirra. Ame-
ríkumönnum mundi hins vegar
verða mun minna tjón af vin- og
viðskiftaslitunum, því að eins 6%
af öllum útflutningi þeirra fer til
Japans, enda er það aðeins fimti
stærsti viðskiftavinur Ameríku.
Skipar Stóra Bretland þar önd-
vegið, en næst koma Canada,
Þýskaland og FrakMand.
Er vonandi að hinn mikli hagn-
aður, sem ríki þessi Ihafa af við-
skiftum sínum hvort við annað,
varni því að til ófriðar dragi.
Vörður.