Lögberg - 09.10.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.10.1924, Blaðsíða 6
Bla. 6 LÖGBERG, HMTUDAGINN, 9. OKTÓ'RER, 1924. Hættulegír tímar. Eftir Winston Churchill. t—— ■--- — 1 . -- ■ - ■- - Hiann roðnaði og- blygðaðist sín fyrir að hafa metið þennan mann rangt. Hann hafði faomið með yfirlæti, en ihann beið til þess að dást að honum. Síðar, þegar hann íhugsaði um þennan nýja, lifandi kraft, sem komið hatfði yfir hann þennan dag, duttu Ihonum í hug þessi orð Emerson; “ Pýþagóras var misskilinn, og Sókrates og Jesús og Lúter og Koper- níkus og Galíleó og Newton og hver einasti. gðfugur og spakur andi, sem tók á sig hold á þessari jörð. Að vera mikill er sama og að vera misskflinn.” Hversu margir hafa ekki talað við Linooln bæði á undan og á eftir og hafa ekki þekt hann! Þurfti nokkurt ytra og sýnilegt teikn þess að LincOln væri mikill maður? Hann hafði kosið að tala við þá í mjög einföldum dœmisögum. Sagan um Bell -bóndai var ljós eins og dagurinn. Jim Rickets, sem alt lék í lyndi fyrir var enginn annar en Stephen Douglas, sem var lánisamur með alt. 'Bóndasláninn, sem þorði efaki að horfa hærra en á peruna var Lin- coln sjálfur. Peran var senators-emíbættið; og Ibónd- inn neitaði sér um hana til þess að faoma í veg tfyrir að Súsanna yrði kona Rickets. Stephen gat ilíka skilið ákafann í tflokksleiðtog- unum, sem hópuðust utan um þingmannsefni sitt og reyndu að fá hann til þess að hætta við að leggja spurninguna fyrir mótstöðumann sinn. Hann hlust- aði þolinmóðlega og svaraði fbrosandi. Við og við skant hann sögu inn í samræðuna, sem kom þeim ðllum til þess að Ihlæja, hvort sem þeir vildu eða ekki. Hill sá, að vonlaust var með að nokkru yrði breytt. Hann brosti Og hvíslaði að Stephen: “Hann hetfir atfráðið hvað hann ætlar sér að gera. Þeir þoka honum ekki um hársibreidd, og þeir vita vel að þeir geta það ekki. Lincoln tók að lokum blaðið, sem nú var orðið enn óhreinna en þegar Ihann tók það upp og rétti Hfll það. Lestin var farin að ihægja á sér, því þeir voru komnir nálægt Freeport. Lúðraþytur heyrðist í fjarska og meðfram .brautinni stóðu stórir hópar karla og lcvenna, sem æptu tfagnaðaróp og veifuðu hðttum og vasaklútum. Klufakan var tíu, og veðrið var kalt og Ihráslagalegt eftir því sem það var vant að vera um það leyti áns; sólin gægðist fram úr skýjarofi. Vertu nú viss um það Bob,” sagði Lincoln, “að þú skrifir þetta rétt niður. V«rtu nálægt mér Steve og þá getur þú séð aJt. Nei, piltar,’’ bætti hann við brosandi, “þarna er einkavagn Ihins mikla manns með fallbyssunni og öllum útibúnaði.” Það eina, sem Stephen sá, var venjulegur járn- brautarvagn, sem stóð á hliðarspori. Á kolavagni, sem var tengdur 'við hann, stóð falKbyssa úr málm- blendingi. ------O’"* XVIII. KAPÍTULI. Hættutíminn. Stephen Douglas, sem var kallaður “litli risinn” sökum hinna miklu gáfna sinna, var maður af því, tagi, sem stundum koma fram í mannkynssögunni og vekja mikla eftirtekt, en Isem eru iangt frá, að sýna almennan hugsunarhátt. iMefcorðgirnd og framgirni er aðalhvötin, sem verk þeirra stjórnast af, en þeir geta samt lagt ekki allítið á sig fyrir land sitt; þeir eru ávalt óánægðir^ ietf þeim er ekki veitt mikil eftirtekt. Það er þetta einkenni, sem gerir þá að leikurum frammi fyrir almenningi og stundum að æfintýramönnum. Hætfileikar þeirra gera það að verkum að þeir verða ekki að æsingamönnum. Douglas hafði af ásettú ráði fáum árum áður endurnýjað umræðurnar um útbreiðslu þrælahalds- in'si með því að setja fram sfaoðun, sem var framúr- skrarandi vel út hugsuð. iSkoðun þessi virtist fyrst f stað, en og svo margt annað af sama tagi, vera græðandi smyrsl, en í aruninni var hún eitur í sár þjóðlíkamans. Tilgangurinn var sá, að svíkja alla nema hugs- andi menn og að þagga niður mótmæli allra nema þeirra, sem beittu ihinni allra hörðustu röksemda- færslu. Maðurinn, sem gat beitt hinni vægðarlaus- ustu röksemdafærslu, kom á alveg réttum tíma, eins og hann væri sendur af forsjóninni, og hann var — Abraham Lincoln. Douglas var stjórnmálálegur loddari. Hann lék frammi fyrir senatinu og þjóðinni aðeins til þess að sýnast. Smyrsl hans, sem átti að græða sár þjóðar- innar var kynjameðal, sem var svo marghrotið að samsetningu, að einungis mestu snillingar gátu sagt hvað í því væri. Sumar kenningar han's voru svo flóknar og óljósar að það þurfti mestu gáfnasnill- inga til þess að færa þær í einfalt mál, sem almenn- ingur skildi. Ráðið, sem Douglas hðlt fram til þess að bæta úr þrælahalds vandamálinu var í stuttu máli þetta. í nýjum ríkjum átti fólkið sjálft að ákveða hvort það vildi hafa þrælahald, þó með því skilyrði, að það kæmi ekki í bága við stjórnarskrána, og sömuleiðis átti fólkið að hafa rétt til þess að ráða eér sjálft í öllum málum, en samt undir æðsta valdi stjórnar- skrárinnar. Svo óheppilega vildi til fyrir Douglas, að árið áður hafði hinn svo ka'llaði Dred Scott dómur verið kveðinn upp. Dómur þessi hafði fylt sunnan- menn með fögnuði, en norðurríkjabúarnir höfðu tek- ið honum með mestu óánægju. Æðsti dómari Banda- ríkjanna hafði úrskurðað, að þrælar væru eignir sam- kvæmt stjórnarskránni, og að hver Bandaríkjaþegn gæti flutt þræla sína með sér, sem hverja aðra eign, hvert sem hann færi. Ný ríki gátu því samið lðg á móti þrælahaldi, án þess að það kæmi að nokkru haldi, því að innflytjendur í þau gátu fllutt þræla sína með sér, hvað sem öllum ríkislögum liði. Samt hlýtur oss að þykja vænt um Douglas dóm- ara. Hann var heiðarlegur maður, vel fær maður og föðurlandsvinur. Hann var ðrlátur maður, og það má segja honum til ódauðlegs heiðurs, að hann að lok- um vann hinn stærsta sigur, sem unt er að ná —• hann sigraði sjálfan sig. Hann (braut á bak aftur það sem var sterkasta aflið ! honum sjállfum, met- orðagirndina, og í stað hennar setti hann metnaðinn fyrir föðurlandið. Hann bar engan kala til mannsins, sem á svo undursamlegan hátt átti leið með honum á hinu örlagaríka sviði stjórnmálanna, og komst að lokum í það sæti heiðurs og píslarvættis, sem hann þráði sjálfur. Vér munum minnast dómarans með ást og virðingu vegna hins dásamlega góðverks, sem hann vann fyrir framan þinghúsið árið 1861. Abraham Lincoln hefði mátt biðja þennan kapp- ræðudag í Freeport á þessa leið: Drottinn, fyrirgef honum, því hann veit ekki hvað hann gerir.’ Lincoln sá hættuna, þótt Ihún væri langt fram undan og hann kastaði sjálfum sér í fylkingarskarðið. Það sem Stephen sá og heyrði í Freeport var lýðveldið mikla, sem var að brjóta sér leið vestur að Kyrrahafinu. Hann undraðist með sjálfum sér, hvort að sumir vinir hans fyrir austan, sem voru vanir að kipra saman varirnar er minst var á Vesturlandið við þá, mundu hafa látið í Ijósi fyrirlitningu sína eða ger bæn sína við þá sjón. Ungur Englendingur af göfugum ættum, sem var staddur þar þennan dag, lét enga fyrirlitningu í ljósi; hann var þvert á móti full- ur undrunar og lotningar yfir styrkleik þessarar þjóðar, sem var afkomandi hans eigin þjóðar. Hann sá nóg af ruddaskap og heyrði nóg af grófum orð- um, en hann fann þrótt og undraðist ihann. iFreepiort var ímynd Ameríkú þennan dag með tfólfastreymið og veðraforeytinguna. Það var hætt að rigna og norðvestan stormur blés svalur atf vðtnun- um og bar með sér skógarilm alla leið frá Minnesota. Sólin skein aðra stundina, en hina stundina þutu skýin fyrir sólina eins og þau væru að gera gys að mannþrönginni tfyrir neðan. Þúsundir manna þyrpt- ust að járnbrautarstöðinni með fagnaðarlátum, er lestin, sem Lincoln var með, kom inn. Fólkið þyrptist utan um hann á sigurgöngu hans undir stóru lauf- ríku trjánum frá járnbrautarstöðinni til Brewsters hótelsins nýja. Lögreglustjórinn og aðstoðarmenn hans, sem áður voru miklir menn, öfluðu sér nú alt í einu ódauðlegrar frægðar. Erindrekarnir frá sveit- unum fylktu sér þar sem þeir áttu að vera eins og sendiherrar í stórveizlu hjá faonungi. “Við treystum á Albraham; skógarhöggsmanninum eykst fylgi; Abe risabani,” þannig voru áletranirnar á fánunum, sem foornir voru. Hér var Lincoln klúbburinn svo nefndi frá Galena, skrautbúinn mjög. Það var blásið í lúðra og bumibur barðar og fáninn með röndunum og stjörnunum blakti í vindinum. Fremst í einni sendi- sveitinni voru fimtíu kvenmenn á hestbaki. Stephen horfði á þær undrandi eins og sveitapiltur, sem kemur til bæjar í fyrsta sinn. Svo komu vagnar og kernxr með allskonar lagi og nýjar og gamlar: þær voru skreyttar og fyrir sumar var beitt einum hesti, en fyrir aðrar sex, fyrir sumum gengu múlasnar. Yfir hverjum vagni blakti fáni með kunnuglegum ávörpum til Lincolns, en lítilsvirðingu var hvergi að finna í þeim. Flestir vagnarnir báru girðingar- langband; það var sem menn væru stoltaatir af því, að Linooln hefði höggvið trú í skógi og klofið þau niður í ilangbðnd. 'En bíðum við, hvaða vagn er þetta með hátt tré í miðjunni, sem laufin eru enn á? Þetta var dýrðlegast atf öllu —. þrjátíu g tvær stúlkur með rauða borða og bláar húfur með hvítum stjörnum á höfðunum. Þær áttu að tákna ríkin og hver einasta þeirra var með Abraham, sem nefndi þær ‘Iblómakörfuna” sína. Fyrir aftan þær sat sú þrítugasta og þriðja í fjötrum; hún átti að tákna Kansas ríkið. Því miður var Kansas ekki eins sorg- leg á svipinn og hún átti að vera, hún gat ekki annað en brosað við piltunum þrátt fyrir fyrirmælin, sem henni höfðu verið gefin. Hún bar fána, sem á var letrað: “Gefið mér frelsi.” Orðin vöktu hlátur hvar- vetna, og hinir djörfustu meðal yngri mannanna hróp uðu til hennar, að hún væri of falleg til þess að vera frjáls, og jafnvel sumir foinna eldri tóku undir með þeim. Kansas lét sér ekki verða foilt við þetta, það var auðséð að henni þótti vænt um alla þessa aðdá- un. Ungu piltarnir, sem höfðu komið til bæjarins með unnustur sínar og stóðu og héldu í hendurnar á þeim, sáu ekki neitt af skiljanlegum ástæðum. Þeir þorðu naumast að renna augum til Kansas, og þeir sem gerðu það, fengu svo harðar ávítur, að þeir tóku króka á leið sína og snéru inn í ihliðarstrætin. iStephen undraðist mest af öllu þessa elskendur, sem sýndu hiklaust frammi fyrir heiminum ást sína. Hann horfði á þá leita frétta um forlög sín. Stúlkurn- ar hrópuðu upp yfir sig af undrun og gáfu piltunum utan undir, þegar þeir urðu of nærgöngulir við þær í orði. Hann horfði á þessa ungu elskendur standa gapandi af undrun og haldast í hendur fyrir framan sölufoúðir og sýningartjöld, eða þá þeir stóðu og tugðu sætindi og voru samtaka í því eins og hermenn á göngu. Stundum sá hann þá sitjandi, tvo og tvo saman, svo hátt hafna upp yfir jarðneskt líf, að jafnvel lúðrahljómurinn og foumbuslögin náðu ekki til þeirra. Og etf til vill foefir Stephen hugsað sem svo, þó vér vitum það ekki með neinni vissu: “ó, að ástin væri öllum svona einföld!” En á andliti hans var hið svo nefnda “Boston yfirlæti’’ í skýrum drátt- um, og slíkt yfirlæti hefir hvergi þekst síðan á dög- um Aþenuborgar. Stephen notaði tækifærið með að sjá sem flest á leiðinni til Brewster hótelsins eins vel og hann framast gat. Freeport foúar voru mjög upp með sér af því hversu veglegt þetta nýja hótel sitt væri. Lincoln var kominn þangað á undan honum og hann var enn að hlusta á nokkur afarheit lofsyrði frá einhverjum mikilsvirtum manni. Lincoln sjálfur sagði nokkur orð, sem voru svo látlaus og einlæg og svo laus við stjórnmálalegt mælskuskrúð, að jafnvel ungu menn- irnir gleymdu kærustum sínum og hlustuðu á hann. Svo fór hann inn í foótelið og um leið hvarf sólin á foak við dökt ský. Forstofa hótelsins var full af mönnum og hún var hálf óþrifaleg, því þar voru ekki nærri nógu margir hrákadallar. Þeir, sem þar voru inni skiftust líkt og 8ÓIkerfin í smærri og stærri hnetti, sem snérust hverir utan um aðra eftir stærð. Þar var enginn hörgull á mönnunum, sem voru með “litla risanum,” og þar voru hygnir foændur, sem höfðu áhrif ekki lítil heima í sínum sveitum, en sem vn~’ að bíða eftir að heyra kappræðuna áður en þeir af- réðu nokkuð um afstöðu sína. Þessir og fleiri höfðu mikið ð segja um stórkostlega folysför, sem haldin hefði verið fyrir Douglas kvöldið áður og drógu þeir ekki úr að gera sem mest úr henni. Hver einasti mað- ur, sem var Dred Scott úrskurðinum samþykkur Ihefði foorið Iblys og áletranir, sem ljós var látið skína í gegnum og þetta gerði nóttina eins og fojartan dag. Aðal folysberinn hefði útfoýtt kyndlum til hvers sem hafa vildi. Og ýmsir voru svo illgjarnir, að þeir sóru og sárt við lögðu, að John Dibble og ýmsir aðrir Lincolns fylgjendur hefðu beðið um folys til þess að hafa skemtunina af að foera þá. Allan morguninn síðan um sólarupprás hafði verið hrópað með komu sendinefndanna til bæjarins og það meðan 'þær voru lengst úti á sléttunni og sýndust ekki stærri en skríð- andi ormar. IMenn veðjuðu um þær og rifust um þær. Nefndirnar héldu áfram að koma inn allan fyrri hluta dagsins og fylkja sér í langar lestir, sem gengu fyrir framan isinn framlbjóðanda, eftir því hvorum flokknum þær heyrðu til. Annar merkisviðburður dagsins var koma aukalestarinnar eftir Galena jám- brautinni. í lestinni voru sextán vagnar eða tfleiri, og þúsund manns, sem hrópuðu af öllum kröftum. Þeir gengu í fylkingu, rétt eins og þeir væru æfðir her- menn, til Brewter hótelsins og á undan þeim var borinn fáni, sem á stóð letrað: ‘Winnebago Gounty er með þeim langa.” Og sá langi stóð á tifoppunum ti'l þess að taka á móti þeim. * Douglas, sem hafði komið kvöldið áður og sem hafði verið heilsað með þrjátíu og tveimur fall- byssuskotum, hafði líka sína fána. 1 grend við Free- port var mesti fjöldi demókrata, sem vom ákafir fylgjendur “litla risans,” þegar þeir voru einu sinni orðnir sannfærðir um, að hann ætlaði sér ekki að svíkja þá. Stephen fann það á sér, að stórkostleg foarátta var í vændum og hann hlakkaði mikið til hennar. Hann forosti að því með sjálfum sér að hann væri nú orðinn ákafur flokksfylgjandi, já, meira að segja einlægur aðdáandi hins óheflaða Lincolns. Þetta var alt annað en þægiieg hugsun fyrir mann frá Boston. Hafði hann þá mist alla dómgreind? Var þessi hetja hans ekkert annað en skrílshöfðingi í vaðmálsfötum? Hafði hann farið hyggilega að ráði sínu í því að velja um hliðar áður ep hann var jafnvel foúinn að heyra til hins fágaða og mentaða Douglas, sem var frægur maður um alt landið? Stephen kom ekki til hugar að bregðast þeirri hlið, sem hann var með. En í huga sínum fann hann til einhverrar hræðsJu við foinn slynga dómara og senator, þennan verald- arvana mann, sem hann1 ihafði ekki séð. Hann ritaði spurninguna niður í vasafoók sín, og um miðdags- verðarleytið komi Hill að honum, þar eem hann stóð út í horni, og var að brjóta heilann um hana. Eftir miðdagsverð tfóru þeir foáðir þangað sem Lincoln var.. Dyrnar á herberginu voru opnar og það var fult af mönnum. Lincoln var höfði hærri en allir hinir stjórnmálamennirnir, sem þyrptust utan um hann. Lincoln steig nokkur spor á móti Stephen og þreif í öxlina á honum. “Eg hélt að þú værir s'loppinn fourt aftur, Steve,’’ sagði hann. Hann snéri sér að stórum manni með góðmannlegt andlit, sem stóð rétt hjá hönum og sagði: “Eg ætla að foiðja þig, Jim, að líta eftir þess- um pilti. Útvegaðu honum sæti á ræðupallinum, þar sem hann getur heyrt.” Stephen fylgdi Jim eftir. Hann vissi aldrei hvað sá góði herra hét síðara nafni eða hvort foann hafði nokkurt ættarnafn. Það var aðeins fárra mínútna gangur út í lundinn, þar sem ræðuhöldin áttu að fara fram. Þegar þeir voru á leiðinni út þangað, fór Lincoln fram hj^. í vagni, sem var dreginn af sex hvítum hestum. Jim sagði Stepfoen að “litli risinn” hefði líka farið í vagni með sex hesttum fyrir. Lund- urinn var krökur af fólki. Yztir í mannföldanum voru ungu mennirnir spariklæddir, og þeir héldu enn í hendurnar á stúlkunum sínum. “Columbia, Gem of the Ocean” var leikið af lúðrasveitunum. Stræta- salar tróðu sér alstaðar inn á milli og seldu verkjar- meðul og vatnsmelónur og límónaði; loddarar sýndu listir ®ínar og foetlarar sníktu. Jim sagði, að það væru sextán þúsund manns komin saman þarna, og það var enginn efi á að það væri satt. Stephen var kvíðafullur um Lincoln. Hann reyndi að foúgsa sér, að hann væri sjálfur fimtugur að aldri og að hann hefði foug til þess að ávarpa sextán þúsund manns við tækifæri eins og þetta, og hann tfann að sig myndi foresta kjark til þess. Það þyrfti mann, sem væri vanur við að mæta mönnum til þess! Sextán þúsund mannS, og í brjósti hvers og eins af þeim hafði Guð lagt sérstakar sannfæring- ar. Hann foafði aldrei ímyndað sér að annar eins manntfjöildi og þetta gæti safnast saman til þess að hlusta á kappræðu um stjórnmál. En svo mintist hann þess að þetta væri ekki eingöngu stjórnmálakapp- ræða. Hér sló lífæð heillar þjóðar af hitasótt, sem var ekki um það að ræða að afnema, foeldur um það að lifa, vera til. Þesisi jarðyrkjumaður þarna, sem hafði komið akandi þrjátíu mílur daginn áður til foæjarins með fjölskyldu sína, og sem hafði legið úti um nóttina og foreitt teppi yfir foestana sína, og ætlaði nú að standa hálfan daginn til þes^s að hlusta með aumk- unarverðri áfergju á kappræðuna, hlaut að vera full- ur af forennandi föðurlandsást. Þessi óviðjafnan- legi áhugi, sem frá fæðingu hefir verið blásinn i brjóst þeim, sem hafa tekið að erfðum frelsisskrána folaut að hafa fylt huga þessa foóndamnns og konu foans, sem leiddi foarn þeirra við hönd sér. Mennirnir sem hðfðu barist og sigrað fhið vestlæga land, höfðu fundið hættuna ósjálfrátt. Þeir höfðu komið til Free- port fullir af þeim sama anda, er knúði forfeðuí þeirra til þess að yfirgefa býli sín, til þess að deyja við Concord brúna, eða til þess að fylgja Ethau Allen til Ticonderoga. Hvað voru þriggja daga óþægindi? Hvað var jafnvel það að missa nokkuð af uppskeru, sem menn foöfðu sett alla sína von á, ef velferð þjóð- arinnar var í veði og atkvæði þeirra gátu fojargað? Mitt í iðandi mannhafinu reis upp stór og mikill ræðupallur úr tré. En hvernig áttr að komast þangað? Það var auðséð, að Jim var maður, sem foafði tðlu- verð áhrif. Bændurnir þrengdu sér saman, til þesis að hann kæmist áfram. Þegar þeir voru komnir ná- lægt pallinum, kom fólksbylgja, sem sópaði þeim af fótunum líkt og þung flóðalda. ógurleg háreysti gaus upp og ræðupallurinn skalf og nötraði. Áður en IStephen gat áttað sig á því hvað væri að gerast, hófst foarður foardagi alstaðar umhverfis hann: afnáms- menn og demókratar, þeir sem voru með gefins Iandi og þeir, sem vildu sitja á þjóðeignum,, ruddust um og tróðu hverjir aðra undir, til þess að komast að ræðupallinum. Nefndarmennirnir og fréttarritararn- ir, sem voru uppi á pallinum, risu upp til þess að verja hinum uppgöngu á hann. Það var lán fyrir Stephen að félagi hans var með honum. Þeir, sem á pallinum voru þektu Jim og drógu hann upp á pallinn og Stephen á eftir honum. Hinir voru reknir fourt, og þegar mestu lætin sljákkuðu aftur, þá var Stephen isestur í næst uröð fyrir aftan fréttaritarana. Hill, fréttarritarinn, sem var að skerpa folýantinn sinn hætti ,því á meðan foann veifaði til hans hend- inni í kveðjuskyni. Stephen kom auga á Lincoln þar sem Ihann sat með því að foeygja sig í sætinu á ýmsar hliðar. Lin- coiln var í einni af sínum uppáhalds stellingum og lét hökuna hvíla á lófa sínum. En hver var hann, þessi foeini og þéttvaxni mað- ur, sem foorfði djarflega fram fyrir sig á andlitin fyrir neðan, sem horfði upp til þeirra er sátu á ræðu- pallinum? Hér var sýnilega maður, sem maður varð að nálgast með varúð og spyrja með gætni. Hér var maður, sem var vanur við að láta Iíta upp til sín, maður sem var vanur við að hafa vald foæði yfir sjálfum sér og öðrum. Andlit hans var frítt, því al'lir drættir í því voiru reglulegir og það foar vott um kjark og þrótt. Hér var heimsmaður, sem sýndi jafn- vel með sniðinu á frakkanum, sem féll vel yfir foreiðu herðamar, að hann fylgdi tíiskunni. Hér var maður sem gat fylt fovert unglingshjarta með framgirni, líkt og leikari á leiksviði, og komið mönnum til þess að dreyma um höfuðstaðinn með senatorum sinum og mikilmennum. Hann var maður, sem sameinaði tign og afl og áhrif á skap manna. Þegar hann forostl hlýnaði mönnum ósjálfrátt um hjartaræturnar og þegar hann foleypti forúnum varð alluir heimurinn dekkri ásýndum. Samanfourðurinn óhjákvæmilegi var gerður, og foetja Stephens varð aftur smá í augum hans. Hann dró andann þungt, leitaði að orði og hann gat ekld fundið nema eitt orð, sem átti við: Ihversu búralegur var ekki Abraham Lincoln við hliðina á Stephen Arnold Douglas? )Hafði skaparinn nokkurn tíma fyr skapað og sett hvorn andspænis öðrum tvo svona gagnólika menn? Já, þannig eru vegir drottins.-------------- Inngangsræðurnar voru foyrjaðar, en Stephen hvorki ®á né heyrði neitt fyr en hann fann foina þungu hönd félaga síns styðja á hnéð á sér. » “Það er eitthvað undarlegt, eitthvað eins og forlagaleikur milli iþeirra,’’ sagði félagi Stepfoens. “Eg man eftir þvi þegar þeir voru fyrst saman á ríkisþinginu hérna fyrir tuttugu og fimm árum. Mér var sagt, að þeir hefðu báðir fengið lögmannsleyfi saman daginn árið 1889. Svo vildu þeir foáðir ná í sömu stúlkuna. Afoe fékk hana. Þeir foafa báðir setið saman í kongressinum, og “litli risinn” hefir komiist í senatið, og nú eru þeir hér fhver á móti öðmm í þeirri mestu kappræðu, sem nokkurn tíma hefir foeyrsf í þessu ríki. Þetta eru forlög, drengur minn. Taktu eftir því.” Það varð þðgn. öldurnar á mannhafinu fyrir framan lægðust. Magur og illa vaxinn maður með flaksandi fðt spratt upp líkt og loddari á skemtisýn- ingu. Það var enginn sjálfstraustssvipur á honum. Abraham Lincoln foyrjaði að tala niðurlútur, og Stephen Brice hengdi niður höfuðið og það fór um foann kvíðahrollur. Gat það verið að þessi hvella ónáttúrlega rödd væri sama röddin og foann hafði hlustað á um morg- uninn? Gat þessi stirði maður með gulleita hörunds- litinn ogfoendurnar fyrir aftan foakið, verið maðurinn ®em hann hatfði tilbeðið? Háðshlátrar heyrðust til og frá,--------------------------------------- -» > ■> > y RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.