Lögberg - 16.10.1924, Síða 7

Lögberg - 16.10.1924, Síða 7
LÖGBERG, FHMTUDAGINN.16. OKTÓBER, 1924. Bls. 7 Haldið höf- uð húð barna yðar hreinni Mæ5ur! VerndiS börn y.8ar frá sár- indum i höfuShútSinni, meS þvi aS bera tafarlaust Zam-Buk á þá staSi, sem sárindin fyrst gera vart vifi sig. Zam-Buk er mest mýkjandi og græSandi smyrsl, sem þekkjast. pau skapa heilbrigSi í húS og hári, lækna útbrot, hringorma og aSra hörunds- kvilla. Zam-Buk tekur fyrir ræturnar á sjúkdómunum, sótthreinsar og græS- ir á svipstundu. Zam-Buk smyrslin eru unmin úr fágætum lækningajurtum, sem eiga engan sinn líka. Bngin eiturefm er þar a8 finna eSa dýrafitu, eins og i mörgumi öSrum smyrslum, þau eru gersamlega hrein og græSa fljótar ö'llu öSru. Bezti Vinur Mæðranna. Sé um skurði, brunasár, bólgu eSa hrufur aS ræSa, er vissasti vegurinn aS nota Zam-Buk. HafiS öskju ávalt viS hendina. BO cent. Hjá öllum lyf- sölum. Seymour Parker Gilbert hinn yngri. Árið 1918 gerðist sá sjaldgæfi atlburður, að maður aðeirts 26 ára að aldri, var skipaður aðstuðar- fjármálaráðgjafi Bandaríkja- stjórnarinnar. Hét sá Seymour Parker Gillbert. Sex árum síðar hef ir manni þeksum verið falið á hend ur, eitt hið vandasamasta og á- Ibyrgðarmesta viðfangsefni , sem hugsast getur, sem sé að annast um það, að Þjóðverjar greiði á rétt- um tíma, stríðsskaðabæturnar, sam kvæmt fyrirmælum þeim, er til- lögur Dawes-nefndarinnar gerðu ráð fyrir. Launin, sem istarfa þess- um fylgja verða að minsta kosti frá þrjátíu til fjörutíu iþúsundir um árið, en ábyrgðin er líka á hinn toóginn feyki mikil. Mr. Gil- íbert var skipaður í aðstoðarfjár- málaráðgjafa embœttið af Wood- row Wilson. Hafa yfirmenn hans verið þeir Carter Glass, Houiston og ihin síðari árin Andrew Mellon, eftir að Republicana flokkurinn kom til valda, í nóvemibermánuði síðaistliðnum, sagði Mr. Gilbert af sér stöðu sinni í fjármálaráðu- neytinu og tók upp að nýju hið fýrra starf isitt við lögmanafélagið Cravath, Henders'on & De Gers- dorff í New York. Hinn nýi yfirumsjónarmaður skaða'bótamálanna, er fæddur að Bloomfield í New Jertsey-ríki hinn 13. dag októbermánaðar, árið 1892. Stúdentsprófi lauk hann við Rut- gers College 1912, en útslkrifaðist í lögum af Hhrvardháiskólanum vorið 1915 með fyrstu ágætiseink- unn. Tók hann þegar að gefa sig við málafærslu og héltþeim starfa þar til h»nn sökum embættis þess, er áður var getið um, varð að flytja til Washington. Eitt af hans fyrstu verkum er þangað kom, var að annast um greiði3lu lána þeirra, er stjórnin Ihafði tekið innanlands meðan á stríðinu istóð, jafnframt því að leita samninga um endur- greiðslu á erlendum lánum. Sýndi hann i báðum tilfellum, að hann, þótt ungur væri, var starfi sínu fyllilega vaxinn. Ýmsum hinna eldri og voldugri viðskiftakónga varð ekki um isél, ér þeim var vísað inn í skrifstofu hins nýja aðstoðar iráðgjafa og hittu þar fyrir sér íhálfgerðan ungling, sem sýndist jafnvel ennþá yngri, en ,hann í raun og veru var. En þeir komust ibrátt á aðra skoðun, er jþeir tóku hann tali. Áður en samtalinu sleit, ihöfðu þeir venjulegast fengið djúpa virðingu fyrir hiftum unga, ihægláta en skarpgáfaða manni. Mr. Gilbert hefir framúrskarandi gott vald á tilfinningum sínum. Það ibregst ekki áð hann þegi þeg- ar þegja ber. En þegar hann talar lætur hann skoðun sína svo skýrt og ákveðið í ljósi, að ekki verður um vilst. Enda dylst engum að þag- mæliska hans á hvorki skylt við fá- fræði, né heldur það, að hann sé í vandræSum með að koma fyrir sig orði. Seymour Parker Gilbert, er starfsmaður með afbrigðum, sem toest má af því ráða, að hann iðu- lega isat á skrifstofu fjármála- ráðuneytisins fram yfir klukkan eitt á nóttunni. Jafnvel þó .hann sæti í veizlum að kveldinu, hélt hann iafnan til skrifstofu sinnar að þeim loknum. Las hann þar ó- grynnin öll og kynti sér iskýrslur um hitt oig þetta, er að fjármála- stjórninni laut. Það var engan veg- inn óalgengt, að á skrifborði hans lægi á mlorgnana ls,tór bréfabunki, er hann hafði ritað með eigin hendi og beið aðeins undirskriftar f jáþmálaráðgjafans, eða þá for- setans sjálfs. Það var M'r. Gilbertj er úthjó í hendur Wi'lisons, ástæð urnar fyrir því, að þessu og þessu fjárveitingaákvæði skyldi synjað staðfes.tingar. Og um formgalla heyrðist aldrei nefnt eitt einasta orð. Mr. Giltoert er ókvæntur og er slíkt síist að undra, 'því stúlkum er' sjaldnast mikið um þá menn gefið, isem úti eru svo vikum og mánuð- um skiftir, langt fram yfir miðjar nætur! Þau árin, er Mr. Giltoert gegndi emlbætti í Washington, mun hann sjaldan hafa tekið ,sér hvíldardag. Harin er ekki mikið gefinn fvrir “isports”, nema ef vera iskyldi helst stangarveiði. Mun hann hafa iskroppið í þeim erindum til Solo- mon's Island, eitthvað tvisvar efa svo. Vinnan er honum ált í öllu. Mega ekki vera að1 því að lesa. Blindur er bóklau.s maður, segir máltækið góðkunna. Því miður eru þá víst helsti margir blindir I þeim skilningi, því fjöldi manms lifir æfina á enda, án þess að opna ibólc svo teljandi sé. Margirlbera því við, að þeir hafi aldirei tíma til lesturs, en .slíkt er tómur heilaspuni. Sá, sem á yfir ákveðnu viljaþreki að ráða, hefir í rauninni tíma til alls. Dr. Arthur E. Bostwick, bóka- vörður við alþýðutoókasafnið í St. Louis, hefir nýlega’ skrifað grein um gildi bókalesturs og minnist jafnframt ástæðunnar, er fólk vepjulega færi fram gegn því að það ekki les. Kemst hann meðal Gerið Ráðstafanir ITfRIIl JóLA-FERÐA SIGLINGAR TIL MEI) GAMLA LANDSINS SJERSTAKRI LEST I Vá Winnipeg tU W.. St. John, N. B. 930«. Desember 2. og 9. BKINT Aö SKIPSHBIÐINNI Fyrir Sigling á S.S. Montclare 5. Des. til Liverpool Fyrir Sigling á S.S. Montlaurier, 12. Des. til Liverpool -ALLA LEID TOURIST SVEFNVAGNAR- Til W. St. Jolm, N.B. Per fní Wlnnipeg kl. 9.S0 f.h. 2. Des. á S.S. Montclare, Siglir 5. Des., til Liverpool. 7. Des. á S.S. Minnedosa, Siglir 10. Des,, til, Cherbourg Southampton, Antwerp 8. Des. á S.S. Metagama, Siglir 11. Des, til Belfast, Glasgow 9. Des. á S.S. Montlaurier, Siglir 12. Des., til Liverpool. 13. Des. á S.S. Montcalm, Siglir 16. Des., til Liverpool. Allar TTpplýsinítnr Hjá ITmhoíismönniiin Canadian Pacific UMKRINGIR ALLAN HEIMINN annars svo að orði: “Sá, sem sýknt og heilagt kvart- ar yfir iþví, að Ihann hafi aldrel augnablik til lesturs, hefir vitan- lega ekki mikla trú á því að hin andlegu mök, er lestri eru sam- fara, miði til sérlegra heilla. Hvernig stendur á því, að vér gef- um oss ávalt tíma til átþ, svefns og starfa, sem miða til þess, að halda líkamanum við? Þegar oss skilst til fullnustu, hive hin an^- lega fæða er iskynjanalífinu nauð- synleg, þá. förum vér að gefa oss tíma til lesturs og andlegra iðkana, engu síður en til hinna svo nefndu veraldlegu verka. Oss hættir við að skella skuldinni á skólana fvrir að vér höfum ekki náð ákveðnu takmarki í lífinu, en slíkt er óverðskuldað og út í hött. 'Skólarnir geta hvorki frum- skapað gáfur, né aðra eiginleg- leika; þeir geta aðeins glætt og styrkt meðfædda náms og skiln- ingsgáfu. Skólamentunin er aðeins hjálparm'eðal, til undirbúnings undi'r .starfsskeið mannsins. — Þér getið hvorki kent hundi efna- rannsóknir, né iheldur manni að rekja ispor af lyktinni. Jón verður altaf Jón og' Pétur ávalt Pétur. Hið meðfædda einstíaklingseðli, verður aldrei á brott numið. Segjum að skólarnir væru marg- falt fullkomnari en þeir».eru, og legðu mörgum sinnum meiri rækt við að kveikja hjá nemendum leistrarþrá og virðingu fyrir góð- um ibókum, sem vitanlega væri góðra gjalda vert, þá yrði samt sem áður fjöldi fólks, er aldrei þættist mega vera að því, að líta í bók. H\V)rki toókaskorti né fátækt yrði um það kent, hve lítið væri leisið, — békasöfn væru víðasthvar við hendina, sem allir ættu ókeyp- iis aðgang að. það að bækur safn- anna lægju lítt notaðar ár út og ár inn, stafaði sjaldnast af annríki ein staklinganna við önnur störf, helcl- ur miklu fremur af meðfæddri ó- foeit á lestri, ef svo mætti að orðl komast. Það á enginn svo annríkt, að hann geti ekki varið nokkrum mínútum á sólarbring til lesturs, ef hann aðeins vill. Sumt fóli: kvartar' aldrei yfir annríki, ihversu sem það er hlaðið störfum og kveðst hafa tíma tl alls. Eg heíi séð fólk lesa, undir þeim kringum- stæðum, sem maður 'sikyldi halda, að slíku yrði með engu móti við- komið. Mér erþað enn minnisstætt er eg dag nokkurn gekk lesandi frá járnbrautarstöð í útjaðri foæjarlns til Hoboken ferjunnar, datt um j flutningsvagn, svo lá við að eg hálstorotnaði. Fjöldi fólks tekur með sér toók á skrifstofuna á morgnanna og les í isporbrautarvagninum, eða um miðdegisverðartímann, án þess að meltingin dofni ihið allra minsta. Eg þekti einu sinni bænda- stúlku, isem svto vair hneigð til lestrar, að þegar hún var að slétta lín, lá ávalt opin bók á öðrum hvorum enda borðsins. “Eg hefi aflað mér talsverðs fróðleiks & þann ihátt,” var stúlka þessi vön að segja. Kvenfrelsis hreyfingin í Japan. Kvenfrelsishreyfingin hefir far- ið 'yfir löndin eins og leiftur, eða logi, á síðustu árum. Konurnar, sem frá ómuna tíð hafa setið við skarðan hlut, hafa í hvívetna kraf- ist réttar sins, þess réttar, aö fá að lifa lífi sinu frjásar, fá að hafna og velja að vild og vera í engu eft- irbátar karlmannanna. Búast mátti við þvi, að slík breyt- ing hefði og hafi ósegjanlega mikil áhrif á hugsun og lífsstefnu i heim- inum yfirleitt, og að þau áhrif yrðu og verði mismunandi. Það er naumast hægt að hugsa sér, að slík breyting geti komist á án þess aS eftir verði ör, djúp og greini- leg, sum þeirra ef til vill viðkvæm. En ef afleiSingarnar verða góðar —að fleyið Jcomist óhult í naust, að minsta kosti áður en þaS brotn- ar til skaða. Á meðal þjóSa þeirrá, sem kven- frelsis hreyfingin hefir látið til sín taka, er Japan, landið þar sem kvenþjóSin hefir ef til vill orðið að" þola mest frelsisrán af konum hinna siSuðu landa. Um þá hreyfingu í Japan ritar nú Grace Thompson-Seton, kona hins nafnkunna canadiska rithöf- undar Thompson-Seton, í “Our World”. Saga kvenfrelsishreyfingarinnar í Japan segir hún að sé að þakka vakandi áhuga og óeigingjörnu starfi einstakra upplýstra kvenna, sem hafi rutt veginn og safnaS í kringum sig smáhópum af ætt- systrum sínum, sem hæfilegastar hafi verið fyrir boSskapinn. Þó undarlegt megi virðast, þá segir frú Seton, að konur í Kina séu ekki jafn sterkum viðjum ó- frelsis og eymda vafnar, eins og systur þeirra í Japan. í Kína hefir fyrsta konan og mæSurnar hús- stjórn alla á hendi, en í Japan er konan hlýðinn þjónn mannsins. Frú Seton segir, að þó nálega allir kunni nú orðið að lesa, þá sé minni rækt lögS við mentun stúlkna en drengja og hún ófullkomnari. Hún segir, að meS komu Meiji-tenne til. valda árið 1868, hafi hafist hið nýja frelsis tímabil í sögu þeirra. Hann varS til þess aS undirrita nokkurs konar stjórnarskrá eÖa “Magna Cjharta”s Japansmánna. Með henni hafi Japanítum verið veitt þingræði. Sumir af hinum ljótustu þjóðsiðum landsins hafi þá verið afnumdir, og réttvisi með- höndluS aS alþjóðasið og þörf á alþýðumentun viSurkend. MeS þessum réttarbreytingum fer fyrst að bera á ofur lítiHi breytingu á hugsunarhætti kven- þjóðarinnar og brydda líka á hreyf- ingu í kvenfrelsisáttina, og rekur frú Seton sögu þess máls mjög ná- kvæmlega í grein sinni. Kvenfrlesishreyfingin i Japan var í höndum mentaðra kvenna þar frá byrjun. Ungfrú Heratsuka, á- samt nokkrum bókmentakonum í Japan, breiddu kenninguna út í málgagni þvi, sem þær höfðu með höndum og nefnist “Seiti” fBláu- sokkarnir). Þær lögðu sérstaka áherzlu á eirtstaklingsfrelsiS, sér- staþlega að því er ásta og hiúskap- armál snertir. Þrjár aðrar konur hafa látið sig hreyfinguna sérstaklega varða, Mme. Yosano, Mme Yamada, og Baronessa Ishimota- Þær fyrst- néfndu eru rithöfundar, Mme Yamada álitur, að móður og hús- móSurstörfin séu æSsta köllun kon- unnar, og er ákveSið á móti því, aS þær taki þátt í daglegum starfs- málum, eða gegni embættum. Hún telur eignarréttinn mönnum ómiss- andi og er fjandsamleg gegn stefnu Bolsheviki manna. Heldur hún fr#im, að allar breytingar verði að koma smátt og smátt og vinna sér til helgi í hugarstefnum manna fneð sannleiksgildi sínu, en ea frá- bitin öllum bráðum gjörbreyting- um. Mme Akiko Yosano er skáld. Hún er ákveSin “Suffragetta”. Hún stýrir kvennaskóla og leggur aðal áherzlu á að innræta nemend- unum sjálfstæði í hugsun og á- formum. Mrs. Inouge, sem stýrir kven- háskólanum í Tokyo, er feikileg kvenfrelsishetja; er hún bráðlynd kona og stórhuga og unir engu káki. Hefír hún gert breytingar miklar við kvennaskólann í Tokyo —innleitt hvert nýmælið á fætur öSru í sambandi viS mentun kvenna t.d. að kenna þeim félagsverzlunar fyrirkomulag, vísindi og stærS- fræði ^ æðra stigi. í Japan hafa konur félag, sem heitir Friðar-kvenfélagið, og hefir félag það, sem telur þúsund félaga, haft geysimikil áhrif í Japan. í því félagi eru flestar framsóknar- konur í Tokyo og Osaki. Mme Kadano, dóttir eins af mestu mönn- unum í Japan, er lífiS og sálin i því félagi. Fin af þessum framsóknarkon- um i Japan eða kvenfrelsiskonum. er listmálari. Hún heitir Kammi- ura Shoen, og lifir yfirlætislausu lífi í Kyoto, þar sem hún á rólegt og fagurt heimili. Þar sá eg, segir frú Seton, stóra mynd, sem eg mintist að hafa séð skipa heiðurs- sæti á vorlistasýningunni í París. Fnn eina konu verður að telja, sem frumkvöSul þessarar kven- frelsishreifingar í Japan, og þaS er söngkonan fræga, Tamaki Miura, sem sungiS hefir aðal söngrullurn- ar hjá San Carlo Opera félaginu og um þessar mundir er i París að syngja “Mimi” í “La Boheme”. Saga hennar er ein löng stríðs- saga •— stríðs við fátækt og alls- lags erfiSleika, unz hin töfrandi rödd hennar var svo mikils metin, að hún fékk að auglýsa almenningi hana, eða almenningur fékk að njóta hennar. Viðleitni kvenna til þess að bæta kjör sín, segir frú Seton aS sé litiS á með köldu háSbrosi, og úr játn- greipum heimilisvaldsins sé ekki auðgert að komast. Önnur Montreal. Einn þeirra, er góðu spáir um framtið Canada er auðmaSurinn Marwood Dowsett, sem nýlega reit grein í enska blaðiS New Voice um framtíðarhorfur hér í landi, er hann telur vera næsta glæsilegar. Mr. Dowsett hefir dvalið meira og minna i Canada undanfarin ár, og er því gagnkunnugur staShátt- um. Hann er ákveSinn talsmaður Hudsonsflóa braútarinnar, en telur Churchill margfalt hagkvæmari hafnarstað, heldur en Port Nel- son. Kveðst hann sannfærður um að áður en langt um líði rísi þar upp voldug verzlunarborg, engu þýSingarminni en Montreal. Auðs uppspretturnar þar norður frá séu ótæmandi, bíSi þess eins, að hönd sé lögð á plóginn. Sjálfur segist Mr. Dowsett þess albúinn, að leggja sKrfé í ýms iSnfyrirtæki norSur við flóann, jafnskjótt og brautar- lagningunni verSi lokið. Frá Islandi. Tíðarfarið. Skift er nú um, geriist þurka- samara og um Jeið kaldara. Hafa verið froist síðustu nætur og unnið skaða í görðum. Grös eru og^ tekin að láta á sjá. Þurkarnir í siðustu viku urðu endasleppir þó álitleglr væru. Síðari bluta laug- ardags tók að rigna að nýju hér í Eyjafirði en var þurrara amstur um. í fyrradag gerði aftur góðan þurk. Munu nú flestir hafa náð inn heyjum þeim, er laus voru en með misjafnri verkun og víða illri. Er heyskapur enn víðast í fullum gangi og helist meðan tíð og grös leyfa ,því víða mun tekin sú &- kvörðun, að fresta göngum. Dagur 11. september. “Hafði háskalegan bakverk er stafaði frá nýrunumn Mrs. Roland Ferguson, 194 Lake St., Peterhoro, Ont., skrifar:— “í meira en tvö ár, þjáSist eg af kveljandi bakverk. Hafði stundum blátt áfram ekkert mainsta viöþol. FaSir minn, sem hefir mikiS traust á Dr. Chase’s meSölunum, ráðlagtSi mér að reyna Dr. Chase’s Kidney- Liver Pills. Eg fór að rá'Sum ihans og fær þaS mér ánægju aS geta tilkynt, aS mér batnaSi gersamlega. ÞaS er nú meira en ár síSan eg notaSi þess- ar pillur og hefi eg aldrei kent mér meins á þei.ni tima, en hefi þær samt ávalt viS hendina.” Dr. Chase’s Kitíney-Liver'Pills 60 cents hylkiS, hjtí I.yíösliun eða Edmanson. Bates & Co., I.ul. Toronto Nýlega er látinn Vilhjálmur, sonur Stefáns ibónda á Munkaþver- á, 7 ára. Einnig Páll Kristjáns«son í Fornhaga í Hörgárdal, ungur maður. Andaðist hann snögglega úr lömunarveikinni. Lá'tin er Laufey Pálsdóttir jSigurðissionar símstjóra á Húsavík, myndar- stúlka um tvítugt. Er látið skamt höggva á milli í þeim garði Hefir Páll mist á síðustu 3 árum könu sína og báðar dætur, en á nú eft- ir einn son. Útflutningur í júlí. Hann nam all'S, eftir uppgjöf gjaldeyrisnefnd- arinnar, um 18 milj. og 6C'0 þús. kr. í júlí mánuði af öllu landinu þar af nam saltfiskur, bæði werkaður og óverkaður, um 6 milj., síld rúmum 600 þús., lýsi tæpum 800 þús., ull rúmpm 780 þús., .hross um- 110 þús, sundmagar Ca. þús., fiski- » mél ca. 59 þús. og lax um 45 þús. kr. Ffskaflinn mun hafa verið orð- inn um júlílok rúm 145 þús. skip- pund. í ágúst.hefir bæst allmikið við því að margir togaranna héldu áfram veiðum alt til 18. þ. m. 'og fiskuðu allvel. — Er þetta einhver mesti afli, sem menn muna og segja fróðir menn, að verð hans muni hafa numið um 42 milj. kr. í ágústbyrjun og er því sennilega nú orðinn um 45 milj. kr. virði. Eftirspurn eftir fiski er nú miki.1 og verð fremur íhækkandi, einkum á smáfiski, en hann fer mest til ítalíu. Togararnir eru nú allir hættir saltfiskveiðum og eru nú að ibera sig út á ísfiskveiðar. Vörður. Sveinbj. Sveinbjörnsson tónskáld. Bæjarstjórn Reykjvíkur hefir sam- þykt að undanþiggja hann opiij- berum gjöldum til bæjarins, þegar hann dvelur þar, — í viðurkenn- ingar og virðingarskyni. Þorlbjörg Ásmundsdóttir yfiv- hjúkrunarkona við Akureyrar- sjúkrahúsið tók sér far utan í gær með skipi, er fór til Svíþjóðar. Þaðan er ferðinni heitið til Kaup- mannahafnar, til þess að vera þar á námsiskeiði Rauðakrossfélagsins. Ungfrú Þorbjörg kemur aftur i byrjun desemtoer. Er tilætlunin sú, að hún haldi námskeið 1 hjúkrun- arfræðum Rauða-kro;sisinis næsta vetur, í sjúkraúhsinu ihér í bæn- um. Ísíenzk mannvirki. 0 Nýlega hafa komið út skýrslur um opinber mannvirki hér á landi síðastliðið ár og vérður sagt hér frá helstu atriðunum úr þeim, mönnum til fróðleik, en nánar má lesa um það í Tímariti V. F. í.— segir Lögrétta 2. sept. síðastl. Úr ríkissjóði var á árinu greitt . til vegagerða kr. 355,300 og til brúagerða kr. 169,100. Af vegum voru þessif lag'Sir helstir: Stykkis- hólms vegur, Langadals vegur í Húnavatnssýslu, Þelamerkur veg- ur (c. 20 kílómetra inn í Oxnadal), Biskupstungu braut (fullgerð aö Torfastöðum), Hvannnstanga br. (hér um bil komin út á þjóðveginn sunnan við Hvammstanga) og Skagafjarðar braut fhér um bil fullgerð frá Sauðárkróki að Cróf- argilsáj. Þá var einnig unnið að endurbyggingu sunnanlandsbrauta og að sýsluvegum, einkum í Gull- bringu- Mýra og Borgarfj- Húna- Viö Taug^veiklun— ávefnleysi og slæmri meltingu. Ix>kslns er Meðal FimdiS. — pað er Stór-merkilegt, Hve Fljótt Nuga- Tone Ijseknar. — púsundir Hafa Fengið Heilsubót á Fám Dögum. Hafi læknirinn ekki lagt svo fyrir, skuluS þér f& Nuga-Tone hjá lyfsal- anum strax t dag. Nuga-Tone hress- ir yður á svipstundu, örfar blóðrás- ina, styrkir taugarnar og skerpir meítinguna. Ltði yður ekki sem bezt, ætt'uS þér aS reyna þaS. þafi kostar yður ekkert, ef yður batnar ekki. Meðalið er gott á bragðið og hrífur fljútt. Varist eftirltkingar. Reynið það t nokkra daga, og batní yður ekki, þá skuluð þér fara beint til lyf- salaus, er skilar aftur peningunum. Framleiðendur Nuga-Tone hafa lagt rlkt á við lyfsala, að fylgja þeirri reglu. Meðalið fæst hjá öllum lyf- sðlum. vatns- og Eyjafjarðar sýslum. — Nýir vegir, sem lagðir hafa ver- ið eru um 11 km. af þjóðvegum, sem kostuðu c. 37 þús. kr., 8 km. flutningabrautir, er kostuðu c 49' þús. kr. og 25 'km. sýsluvegir, sem kostuðu c. 100 þús. kr. Af því hafa hlutaðeigandi sýslufél. greitt utn 60 þús. kr. Helstu brýrnar, sem bygðar hafa verið eru yfir Eyjafjarðará, Núpá á Stykkishólmsvegi, Hrófá i Stein- grímsfirði, Jökulsá í Skagafirði. Af þessum brúm er Eyjafjarðar árbrúin langstærst. Er hún nær til fullgerö, 191 m. á lengd, í þrennu lagi, gerð úr járnbentri steypu og hvilir á 56 jámbentum steypustaurum, sem reknir eru 4— j 6 m. niöur í botninn, 4 í röð. Brú- in sjálf hefir kostaö 110 þús. kr. Af síntum var lögð ný stauraröð 113.5 km. að lengd og 5 km. sæ- sími að auki. Nýr þráður var strengdur samtals 194. 5 km. 15 nýar síma- og eftirlitsstövar voru opnaðar á árinu. Af hafnarvirkjum var unnið aö vtðgerð brimgarösins í Bolungar- vík og kostáði það um 20 þús. kr. A Siglufiröi var einnig endurreist- ur sjóvarnargaröurinn og kostaði það 65 þús. kr. og er greitt til helminga .af ríkissjóði og bæjar- sóði Siglufarðar. Að Flóaveitunni var unnið á- fram. vélgraftð af aðalfærslu- skurðinum 1,56 ilengdarmetrar. Af öðrum, handgröfnum, skurðum voru grafnir 74 km. og fóru til þess 16,400 10-stunda dagsverk og unnið í samningsvinnu. Kostnaö- ur við verkið á árinu var 240 þús. kr., en alls er hann orðinn 490 þús. kr. frá upphafi. Jafnframt hafa Jarðeigendur látið gera allmikiö af ílóðgörðum á áveitujöröunum. Þá hefir einnig verið unnið að fyrir- hleðslum í Þverá og Markarfljóti og er það kostað aö þremur fjórð ungum af rikissóði og að fórðungi af sýslusjóði Rangvellinga, eöa þannig að hann ábyrgist greiðsl una, en upphæðinni má jafna nið ur á jarðirnar sem bjargast undan vatnsganginum. Vorið 1922 var hlaðiö í Fróðholtsós,' sem rann á Vestur-Landeyar og s. 1. vor var byrjað á Djúpósi, sem er um 300 m. á breidd, og Valalæk og var loktð að teppa í báða ósana í slátt- arbyrjun. Kostaði þetta um ióo þús. krónur. Dácarfregn og minning Þann 24. sept. s. 1. andaðist að heimili sínu í nánd við Markerville, Altoerta, Sigurðurvbóndi Benedikts- son. Kratobamein í innyflum varð bonum að bana. Fæddur 20. nóv. 1857 á Aðalbóil í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Þar ólst hann og upp hjá istórmerkum foreldrum (þau dóu bæði 1870). (Kvæntur í Reykjavík 7. marz 1896 ViltoO'rgu Gamalíelsdóttur frá Hækingsdal í Kjós. (Er ihún alsyst- ir Guðjóns múrara og Guð- mundar bóksala í Reykjavík). Þau hjón eignuðust einn _ son toarna, Benedikt Emil að nafni, en mistu hann rúmlega árs gamlan 1901. — Eftir jarðskjálftana á Suðurlandi 1896 tóku þau til fósturs dreng á ■fyrsta ári, Skúla að nafni, en mistu 'hann einnig 13 ára að aldri. Enn völdu þau sér kjörson, Sigurð Vilberg, frænda S. B. Sigurður yngri, er nú rúmlega tvítugur að aldri, vel gefinn efnismaður. Stendur nú fyrir foúi fóstru sinn- ar. Árið 1902 fluttu þau ,hjón vestur um haf til Alfoerta í Canada og námu 'þar land 5 mílur suður frá Miarkerville á toakka Red-Deer fljótsins, sama heimili, sem þau síðan bygðu með risnu og mannúð. Fotreldrar Sigurðar Benedikts- sonar voru 'þau: Faðir: Benedikt, óðalsbóndi og hreppstjóri á Aðalbóli, Bjarnason frá Bjargi Jónssbnar prests á Mælifelli. Er sú ætt í karllegg frá Lofti, skáldi ríka á Möðruwöllum. — Móðir Sigurðar, kona Benedikts á Aðal'bóli var Margrét Guðmunds- dóttir og Ingibjargar Eiríksdóttur prests á Staðarbakka af Djúpa- I dalæít (svo kallaJSri) í Skagafirði. | Fjölmargt manna er komið af Bjarna bónda á Bjargi afa S. B. t. d. á Markerville: Sigurður Vilfoerg og ungfrú Ólafía Benedikts börn; — í Winnipeg: Frú Margrét A. Bardal, frú Sigríður C. Hannes- son, Ásm. P. og Gunnlaugur Jð- hannssyni; í Reykjavík á íslandi, Frú Bríet og Sæmundur læknlr Bjarn'héðins börn, 0. m. fl. (V. H. D.)— Átján ára fluttist hann (S. B.) alfarinn frá Aðaltoóili suður að Faxaflóa og tók að stunda ejó- menisku, fyrst sem háseti, en síðar um langt .skeið — formaðuí & eigin útveg. — Sjómenskan mun ihafa verið honum mjög að skapi. Var karl- menni með afburðum og þrekmað- ur, sem engin mótstaða ægði, en á hinn toóginn fölskvalaus, eins og náttúruöflin ægilegu en hreinu. Farnaðist toonum vel meðan hann átti viðskifti við þau, en misti allan afla og útveg í viðskiftum við útlenda fiskimenn. -— Þau ihjón Sigurður og Viltoorg, kváðiU fjár- missir engu skifta fyrst ekkert mannslíf tapaðist. Aðeins toyrja á nýjum leiic. Sú fyrirætlan var efnd. Það sýnir vel yrkt átoúðar- jörð og rei'sulegair toyggingar, sam- boðnar ísl. höfðingslund. í lífs- og trúarskoðunum var Sigurður manna ákveðnastur. Vís- indaleg rökfærsla var honum hé- gómamál í samaniburði við eigln trúarsannfæringu, sem leiddi hann geiglauist gegnum erfiðleika, fjár- missi, og kvalafullan langvarandi sjúkdóm, heim í lífsins höfn, ef svo mætti að orði kweða, — þvl hugmyndir og draumar Sigurðar voru yfirleitt mótaðar af sjö- mannalífinu á opnu skipi við Is- lands strendur. \ Hann gleymist fljótt í þjóðaös- inni alþýðumaðurinn útlendi. En þeir fáu, sem þektu Sigurð Bene- diktsson munu unna honum því betur sem þeir minnast hans oftar. Hann var.svo toeilsteyptur og sora- laus íslendingur og maður, sem þolir rannsókn. P. H. Mikii eftirspurn. eftir mönnum, sem Iært hafa á Hemptoil.1 skólanum. N í viðtali við folaðamenn, hefir Mr. R. E. Hemphill, forseti Hemp- hills Trade skólans látið í ljósi, að aldrei nokkru sinni hafi verið jafn- mikil eftirspurn eftir mönnum frá skóla þessum eins og nú. Hemphill skólinn, er vafalaust sá fullkomnasti skóli slíkrar teg- undar í öllu landinu, með útitoú í flestum hinna stærri toorga í Can- ada og víðsvegar um Bandarlkin. Þar geta menn kert alt, sem að toifreiðaistjórn og aðgerðum lýtut sem og stjórn raf og gajsvéla. Þá er og við skólann deild, sem kennir rakaraiðn. Fyrir skömmu hefir skólinn opnað deildir í Vancouver, Tor- onto og Winnipeg, þar sem kend er múrsteinslagning og aðrar iðn- greinar, er heyra til toygginga- listinni. Hemphill skólinn hefir nú verið skrá.settur, sem meira en miljón dala fyrirtæki. Hann á i Hemphill bygginguna að Alexand- er Ave., og Maine str. í Winnipeg og auk þess er framkvæmdarstjórn skólans nú að kaupa stórhýsi til afnota víðsvegar um landið. Þeir, sem kynnu að vilja fá frekari upplýsingar um skólann þurfa ekki annað en skrifa til Hemptoill Trade Schcols. Limited, 580 Main St., Winnipeg, eða koma inn á gkrifstofuna, sé það ihag- kvæmilegt og litast um með eigin augum. Allir eru boðnir og vel- komnir. Hempihill skólinn nýtur alment I svo góðs álits, að nám við hann hlýtur að verða sérhverjum mannl góður undirbúningur undir varan- legan framtíðaratvinnuveg. Eins mikið og orðið er um notk- un véla í sambandi við nútíðar- iðnað, þá liggur í augum uppi, að þekking í vélfræði og meðferð véia er ómetanleg. Vert er að geta þess að Hemphill skólinn hefir ókeypi? vistráðningastofu er leiðbeinir nemendum í atvinnulegu tilliti.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.