Lögberg


Lögberg - 23.10.1924, Qupperneq 6

Lögberg - 23.10.1924, Qupperneq 6
Bk. 6 LÖGBERG, MMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1924. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Hann leit upp og sá að istúlkan, sem stóð þar hjá honum, horfði á hann. Hann jþorði ekki að ímynda sér að hann Ihefði séð samhygðaæsvip í and- liti íhennar, því svipurinn hreyttist strax. “Eg er hrædd um, að þú sért einn af þessum þögulu mðnnum, herra Brice,” sagði hún. “Það eru víst margir Norðanmenn með því maTkinu brendir.” Stephen hló. “Eg hefi þekt marga, sem eru það ekki,” sagði hann. “Þeir eru mestu málhrófsmenn, þegar þeir á annað iborð eru skrafhreyfir.” “Eg held að mér félli betur við þá skrafhreyfu,’ sagði ihún. MEg hélt að Yankees væru nógu illir, hvernig sem þeir eru, og að þeir, sem mikið tala væru verstir allra,” sagði ihann. Virginía svaraði þessu engu, en það kom kýmn- issvipur kringum augun og munnvikin á henni. “Hvort skyldi það vera af því að þeir eru svo gáfaðir, eða af því að þeir eru svo hugmyndasnauð- ir, að þeir tala svona lítið?” sagði hún. “Það er mest af hygni,” svaraði Stephen. Hyggn- in er okkar helsta lundarfarseinkenni.” Virgin,íu var hálfórótt. Henni var venjulega greiðara um svör en nú. a “Þið hafið eíkki ávalt sýnt það,” isagði hún með þessum sakleysismálróm, sem hjá konum er oft þrunginn af því er þær viilja segja. Stephen hrökk við. Hún var enn óvinveitt ihonum. Hann hefði feginn viljað vita, hvort Ihún ætti við hið fljótfærnislega boð hans í Hester eða dirfsku hans, að dansa við hana veturinn áður. “Við ihöfum enn nokkuð eftir, sem við megum ' vera þakklátir fyrir,” sagði hann; “við getum enn hafist handa.” “Stundum verður það að ofbeldisverkum,” sagði Virginía í ráðaleysi. Þesisi maður mátti umfram alt ekki bera sigur úr 'býtum í orðakasti. “Það er sama ofbeldið í verkunum,” sagði hann, “og í niðurbældu tilfinningunum, sem þau stafa af.” Svona samtal var alveg nýtt fyrir Virginíu. Enginn þeirra ungu manna, sem hún þekti hafði nokkurn tíma vogað isér út í svona samtal. Þeir voru annaðlhvort fullir af háði eða af/ mun (klökkvi eða þá af hvorutveggja. Þetta bæði kitlaði hégóma- tilfinningu Ihennar og erti ihana; henni þótti hálf vænt um að Steplhen talaði við sig, eins og hún væri skynsöm manneskja, iþótt hún væri kona. Marg- ir ungir menn, sem hún þekti, höfðu nóg vit, en þeim fanst því vera eytt til ónýtis í samtali við kvenfólk, sem að þeirra dómi, átti ekki að tala neitt nema einhvern barnalegan þvætting. Jafnvel Jack Brinsmade gerði sjaldan svo lítið úr sér að fara í nokkra orðasennu, sem vit var í, við hana. Virginíu hafði oft sárnað þetta. Hún fór oft í stælur við föð- ur sinn, og hún hafði oftar en einu sinni borið sigur úr býtum í orðasennu við Whipple dómara. Það sem henni sárnaði mest núná var að finna fasta og örugga röksemdafærslu hjá Stephen, þann eiginleika að grafast eftir orsökunum að öllu. Hugs- un hans fór ekki ö’ll á ringulreið fyrir öðrum áhrif- um, t. d. fyrir áhrifum fegurðarinnar; hann varð ekki utan við sig, eins og sumir aðrir ungir roenn, sem hún þekti, iþótt ihann væri nálægt fallegri stúlku. Hér var maður, sem var verður viðureignar fyrir hverja skapstóra konu; skapminni kona hefði látið hann eiga sig. Virginíu fanst að það hlyti að vera alveg framúriskarandi skemtun að koma þessum Norðanmanni á knén og skilja svo við hann. “Eg hefi ekki talað við þig, herra Brice,” sagði hún, ‘Isíðan í afmælisveislunni minni. >Mig minnir ^ð við dönsuðum saman þá.” “Já, við gerðum það,” sagði hann, “og kom svo heim til ykkar á eftir, en eg var óheppinn.” “Og þú iheimsóttir okkur?” “Var þér ekki isagt frá því?” Hún lét sér hvergi ibregða. ‘IJackson er svo kærulaus með nafnsjöld,” sagði hún, “oig eg! gef mér oft ekki tíma til þass að lesa þau.” “Mér þykir það slæmt,” sagði Ihann, “því eg vildi einmitt segja þér frá því hve vel eg hefði skemt mér. Eg hefi fundið alla hér í St. Louis mjög vingjarnlega við aðkomumenn.” Virginía varð næstum orðlaus. Hún mintist þess, hvernig hún hafði sett sig upp á móti því að honum væri boðið. Hreinskilni hennar ásamt einlhverju öðru kom henni til þess að isegja: “Það var faðir minn, sem bauð þér.” Stephen lét ekki neitt á því ibera, að honum félli þetta miður. "Þú sýndir mér að minsta kosti þá góðvild að dansa við mig.” “Eg gat varla neitað um það,” sagði hún. Hann reigði sig dálítið. “Eg hefði ekki beðið þig um ,það, ef eg hefði vitað, að það væri þér á móti skapi.” “Og það Ihefði verið ókurteisi,” sagði hún og beit á vörina. íStephen isvaraði engu. Hann óskaði með sjálfum sér að hann væri kominn heim til ,sín. Hann skildi ekki vægðarleysi hennar. En rétt í þessu hringdi klukkan til kvöldverðar og ofurstinn kom fyrir horn- ið á húsinu. Kvöldverðurinn var ein þeiira máltíða, sem suð- urríkjafólk var nafnkent fyrir að framreiða. Þegar ofurstinn að lokum gat ekki fengið Stepihen til þess að borða meira, þreif hann barðabreiða flókahattinn sinn og settist niður reykjandi'með fæturnar uppi á arinskörínnni. Virginía, sem hafði sagt fátt meðan á máltíðinni stóð, Iét ýmislegt góðgæti á bakka og gekk út með það, til þess að fá dómarann til þess að borða eitthvað. Þegar hún var farin, skemti ofurstinn Stephen með því að segja honum frá öllum hestum, sem hann hafði átt, og rekja ættir þeirra. Stephen varð því feginn, vegna þess að það var mögulegt fyrir hann að brjóta heilann um, hversvegna Virginía hefði þessa, ólbeit á honum, sem kom svo ákveðið í ljós hjá henni. Honum fanst óhugsandi, að kona, sem var jafn gáfuð og hún virtist vera, sýndi sér stöðuga óvin- áttu, aðeins vegna þess að hann hefði keypt svert- ingjastúlku frelsi og komið í veg fyrir að hún fengi Ihana fyrir þernu. Aðrir ungir menn frá Nýja Eng- landi höifðu komist inn í félagslíf betra fólklsins í St. Louis, Weston, Carpenter og fleiri. Þeir voru: að vísu ekki neinir sérstakir vinir hennar. En þeir heimsóttu Ihana og dönsuðu við hana, og hún hafði ekki sýnt þeim neina óvináttu. Það má segja Stephen til heið- urs, að hann reyndi ekki að grafa dýpra eftir orsök- unum. Hann var að hugsa um þetta, þegar Ihann var kominn upp í herbergið isitt. Það var barið á hurð- ina hjá ihonum. Sú, sem barði var Easter fóstra. Hún hafði marglitan klút vafinn um höfuðið og stóra svuntu framan á ,sér. í þeslsum búningi var hún sönn ímynd gestrisninnar. “Hefir þú nú alt sem þú þarft?” spurði hún. iStephen svaraði og sagði, að svo væri, en kerling sýndi ekkert burtferðarisnið á sér og hann var of kurteis til þeiss að loka Ihurðinni. “Hvernig líst þér á þig héf í Glencoe, herra Brice?” Hann svaraði að sér litist mjög Vel á sig. “Við höfum sumt af heldra fðlkinu ihér úti á sumrin,” sagði hún. ‘tEn ofurstinn kærir sig ekkert um þessi stórhýsi, eins og það í Kentucky. Þetta er svo isem ekki neitt, stærðar ihús, langt frá því. Ungi herrann vill ekki ihafa neitt prýtt kringum húsið og engar skrautplöntur undir glerþaki eða þesis háttar; hann segir að sér líki best að hafa alt sem náttúr- legast og óbrotnast. Hann er hér ekkí nema um tveggja mánaða tíma. En ungfrú Jinny kemur öllu ihér á ferð og flug. Húsið var alveg.fult sáðustu viku. þangað til dómarinn kom — þetta tvær og þrjár stúlkur í herbergi og karlmennirnir iláu hvar sem unt var að búa um þá.” “Þangað til dómarinn kom?” endurtók Stephen. “Já. En ungfrú Jnny hélt að það væri best að allir færu þá. Hún isagðisit ekki ætla að hafa þá hér til þess' að/gera yeikum manni ónæði. Ofurstinn hafði á móti þessu. iHann vildi láta dómarann hafa stóra herbergið sitt, og svo sagði hann, að hann og pilt- arnir gætu farið yfir í Catherwoods húsið. Þú hefir aldrei Iséð ungfrú Jinny taka isig til með að gera eitthvað? Bún bara isópaði þeim Iburt og hún sagðist ætla að stunda dómarann sjálf. Hún hefir aldrei lát- ið mig færa honum upp matinn.” Kerling sagði ekki meira heldur fór burt og skildi Steplhen eftir sem hafði nóg íhugunarefni. Við morgunverðinn næsta morgun var Virginía mjög káit. Hún sagði að dómarinn vildi isjá 'Stephen og þe&svegna fór hann upp með ofurstanum, sem gekk upp með hattinn á höfðinu. Gluggahlerarnir á,iher- foerginu sem dómarinn lá í, voru opnir og sólskinið, sem komst inn á milli laufanna á trjánum fyrir utan, féll á stóra rúmið, þar sem dómarinn isat upp við hægindi, magur og grár á hár og skegg. Hann brosti þegar húsráðandinn kom inn, en reyndi óðara að eyða áhrifum þesis. “Jæja, dómari góður!” íhróþaði ofurstinn og greip Ihönd hans. “Við ihöfum líklega talað of mikið í gær.” “Nei, langt frá því,” agði dómarinn með áherslu. “Hefðir þú ekki farið istrax út, þá hefði eg tætt í sundur fyrír þér á tveimur mínútum kenningu þína um yfirráð lýðsins.” Stephen settiist niður úti í horni, þar sem lítið ibar á honum, og bjóst við að bardaginn yrði nú haf- inn á ný. En rétt íþessu kom ungfrú Virginía inn í herbergið með allmiklu fasi. Hún var klædd í þunn- an ljóterauðan kjól og var mjög róleg. “Carvel ofursti,” sagði ihún í ströngum róm, “eg er hér í staðinn fyrír lækninn. Mér var skipað að halda friði Ihér, hvað sem það kostaði. Ef þú svarar, ferðu út á þessu augnabliki.” Ofurstinn hló, en dómarinn, isém var með hug- ann falsitan við röksemdafærslu isína, ihélt áfram að nöldra eitthvað, þangað til Ihann kom auga á Stephen. “Ja, hérna!” sagði hann. “Þú ert þá iloksins kom- inn aftur. Eg sendi þig með bréf til manns og fæ til baka gult og máð blað, isem er skrifað á, að hann ihafi tekið þig til lán's. Hvað gerði hann við þig, Brice?” ‘IHann fór mleð mig til Freeport, og þar hlnstaði eg á þá merkilegu'stu ræðu, sem eg býst við að heyra um mína daga.” ‘Hvað ertu að segja?” hrópaði dómarinn. Heyrð- irðu góða ræðu svo langt frá Boston?” Stephen hikaði einis og hann vi'ssi ekki hvort hann ætti að íhlæja, þangað til honum varð litið á Virgin- íu hún beit á vörina. “Eg var meira en lítið hissa,” sagði hann. “Hm! Og hvað fanst þér um þennan dóna, Lin- coln?” “Hann er is'á merkilegasti maður sem eg hefi nokkurn tíma kynst,” svaraði Stephen með áherslu. “Hm!” Það var sem llægi eitthvert isamþykki í hljóðinu, þótt stutt væri. Stephen datt í hug, að það væri ef til vildi ekki sem best viðeigandi að tala um Lincoln þarna og hann iroðnaði. Það var einhver mótþróa- svipur á andlitinu á Virginíu og ofurstinn isitóð og togaði í hökutoppinn. En Whipple dómara virtist standa alveg á sama. “Svo þú dáiist að Lincoln, Brice?” hélt hann áfram. “Þú Ihlýtur þá að vera isamþykkur lofinu um hann, isem eg las um hann í “Missouri Democrat”.” Stephen var hálfóróIegUT. “Já, það er eg sannarlega,” svaraði ihann. “"lEg bjóst varla við að heyra mann frá Boston, og hann/úr þeim flokki, sem ber mösta virðingu fyrir eignarréttinum, segja þetta. Það gæti gert nokkuð mikið gagn ef að fleiri úr þínum bæ heyrðú þessar kappræður.” “Þeir lesa þær; eg er viiss um það.” Ofurstinn gat ekki setið legur á sér. “Eg held að eg gæti isagt manninum, sem ritaði lofgreinin um Lincoln sitt af ihverju, ef eg vissi hver hann er,” sagði hann. “Pabbi!” hrópaði Virginía í aðvðrunarróm. Stepíhen roðnaði í framan. “Eg skrifaði hana, Carvel ofursti,” sagði hann. Ofurstinn stóð grafkyr eitt augnablik, eins og hann visisi ekki hvað hann ætti að segja og starði á Stephen; svo skelti ihann hendinni á lærið, rak upp skelliihlátur og fór út. Stephen istóð eftir og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Dómarinn settist upp í rúminu.. “Þú hefir þá vanrækt lagalesturinn,” sagði hann. “Eg skrifaði greinina að næturlagi,” svaraði Stephen með .þykkju. “Það hefir þá ihlotið að vera á sunnudagskvöld- ið.”’ Virginía faldi andlitið í vasaklútnum sínum. Þar sem ihún var kvenmaður og þá um leið ómögulegt að átta sig á kenjum hennar, veitti dómarinn henni enga athygli; en vegnal þelsisi að hún var bæði ung og fögur varð Stephen gramur. “Eg sé ekki hvaða rétt þú hefir til þesis að spyrja mig nokkuð um iþað,” sagði hann. “Eg tek spurninguna aftur, ’herra Brice,” sagði dómarinn. Þú mátt istryka hana út úr gjörðabók- inni, Virginía. Og segðu mér nú eitthvað um ferða- lagið.” Virginía fór út. Stephen kom ofan eftir heila klukkustund. Hon- um varð hálf ihverft við, er hann, sá Ofurstann sitja í öðrum enda Veggsvalanna undir vínviðarfléttun- um. Virginía isat á Ihandriðinu. Honum til mestu undrunar stóð ofurstinn upp, gekk á móti honum og lagði hendina vingja'rnilega á öxl hans’. “Stephen,’, sagði Ihann, “þú leggur lögin á íhill- una þangað til á mánudaginn. Þú mátt til með að vera hjá okkur þangað til, það er gott fyrir þig að hvíla þig dálítið.” Stephen komst við. “Þakka þér fyrir,” sagði hann. “Eg vildi það gjarnan, en eg get það ekki.” “Hvaða vitleyisa er þetta!” sagði ofurstinn. “Eg læt dómarann ekki blanda sér inn í það.” <‘Það er ekki þessvegna að eg get ekki verið; eg verð að fara með lestinni, sem fer klukkan tvö, er eg hræddur um.” Ofurstinn snéri sér til Virginíu. “Jinny,” sagði hann, “við verðum að finna upp einhver ráð til þesls að halda í hann.” Hún rendi isér niður af Ihandriðinu. “Eg er hrædd um að hann ;sé ákveðinn í þessu, jpabibi,” sagði hún. En herra Brice vildi ef til vill skoða sig dálítið um hér áður1 en hann fer. Það er alt ósköp frumbýlingslegt hér og ekkert líkt því, isem er í Austurríkjunum,” bætti hún við. IStephen þakkaði henni og hneigði sig fyrir ofunstanum. Hún fylgdi h'onum fram hjá lágum úti- hýsum, sem voru bak við íbúðarhúsið. Þar sá Ihann Ben “frænda’” eins og hann var ávalt nefndur, isem var að undinbúa miðdagverðinn, og dóttuT han3 Rósettu, sem var fjörug einigi og lamb og var að ileika isér við einn veiðihundinn ofurstans. Virginía gekk eftir mjóum stíg með háu grasi á báðar hendur, sem lá út í skóginn. Eikur og fleiri stórtré mynduðu þar fagran lund og vafningsviðurinn fléttaðist utan um boli þeirra. Þessi fegurð náttúrunnar var sem viðeigandi umgerð utan um mynd hinnar æskustyrku meyjar, isem gekk þar á undan honum í Ijósrauða kjólnum. Hann var svo niðursokkinn í að hugsa um þetta, og um það, hvort hún myndi í rauinni nokkurn tíma giftalst Colfax frænda isínum, að bann sá ekki fegurð útsýnarinnar, siem opnaðist fram undan þeim. Hún nam loks staðari fyrir framan stóra rósarunna. Þeir voru í sk%arjaðrinum, og fyrir framan þá var lítið garðhýsd með isætum umhverfis á allar 'hliðar. Virginía settist þarna niðuT; en Steplhen gekk að runnunum og undraðist fegurð þeiira. Langt fyrir neðan í skógivöxnu gili rann Meramec-áin krystals- tær, gnauðandi á grjótinu og ólgandi og sveldandi í þrengslunum. En fyrir handan hana vioru grænar hæðir eibs og öldur á hafi. Valur isiveif yfir ánni, eina lifandi síkepnan, siem isást þarna. Fegurð staðarins hreif hann. Þegar hann að lokum snéri sér við, ,sá hann að istúlkan stóð og horfði á hann. “iÞetta er undurfagurt,” sagði hann. Virginía Ihafði fýlgt öðrum unguim mönnum þangað, en þeir höfðu ékki horft á neitt nema hana sjálfa. Henni gramdist ekkert þótt hann veitti henni minni eftirtekt en öðru, sem fyrir augu bar. Hún undraðist hreimskilni hans þarna ekki síður en í her- berginu hjá dómaranum. Og hún var ekk alveg eins í éssinu sínu og hún var vön að vera. Það var ómögulegt að svara þess- um látlausu orðum ihans. Hún hefði getað hlegið að Tom Catherwood, ef hann hefði staðið þarna. Clar- ence leit aldrei á náttúruna kringum sig. Hún svar- aði h’onum annaðhvort með háði, eða þá með móður- legum áminningum eins og barni. Golan, sem var þrungin af gróðrarilm neðan úr dalnum, ’bærði hár hennar. Hún lyfti upp hendinni á þann hátt, sem befir verið konum eiginlegt frá alda öðli og lagaði til hárlokk, sem hafði losnað. Hún leit á þennan mann, sem hún hafði verið í mótspyrnu við síðan hún fyrat sá hann. Andlit hahs, sem var hálf magurt af dvölinni 1 fborginni um sum- arið bar á sér strangleik púrítananna. Drættirnir í andliti hans voru mjög iskýrir, jafn ungur og hann var. Viljinn tii að isigra var auðsær í svipnum; en í dráttunum kringum munninn lýsti sér réttlætistil- finning og örlæti, og á breiða ennið var samvisku- semin letruð. Augun voru gráblá og hvöiss, en þó góðleg. Andlitið var ekki frítt. Virginía horfði fram í timann, án þess að vilja gera það. Heilbrigð skynsemi voru orðin sem lýstu honum best. Hún sá aðra menn treyista honum, konur heiðra hann og þá ódrenglyndu óttast hann, hún sá hann rólegan og látlausan í hæstu virðingaratöðum, rétt eins og ihann var nú. “Hversvegna ferðu í dag?” spurði hún skyndi- lega. Hann hrðkk við, vegna ,þess hve rödd hennar var breytt. “Eg vildi að eg gæti veríð kyr, ungfrú Carvel,” svaraði hann, “en eg get það ekki.” Hann gaf enga ástæðu, og hún var of stolt til þess að spyrja eftir henni. Hún hafði aldrei fyr lotið svo lágt að þrábiðja nökkurn ugnan mann um að vera kyrran. Það hefði mikið fremur þurft að koma þeim af isér. Það var því ekld nein undur þótt Henni fyndist þetta næstum vera móðgun. En það sem henni þó sárnaði me&t var, að hafa leitað isamkomulags, að hafa reynt að isigra í sjálfri sér það isem snéri henni á móti honum, ihvað sem það var, og að hafa beðið ósigur háns vegna. “Þér hlýtur að þykja iskemtilegt í borginni. Það er ef til vill,’ bætti ’hún við hlæjandi, “Bellefontaine vegurinn, sem dregur þig til sín.” “Nei,” sagði hann og brosti. “Þá,” sagði hún háðslega, “þá er það af því að þú getur ekki verið iðjulaus einn hláfan dag. Þú ert einn af þeim, sem svo eru gerðir.” “’Eg hefi ekki ávalt verið það,” sagði hann. “Eg vann ekki þegar eg var í Harvard háskólanum. En nú verð eg að gera það, eða — eða að svelta.” Nú í annað skifti stóð hún alveg varnarlaus fyr- ir hreinskilni hans. Hann hafði hvorki leitað sam- hygðar né með einu orði minst á það, að hann væri alinn upp í allsnægtum. Henni hefði þótt gaman að spyrja hana um fyrrí æfi haniS', en hún breytti um- talsefninu. ‘fHvað heldur þú í raun og veru um Lincoln?” spurði hún. “Eg held hann isé sá ljótasti maður sem eg hefi nokkum tíma isíð og þó um leið sá fríða;sti.” “En þú dáiist að honum?” “Já,” svaraði Stephen alvarlegur. “Þú ert honum samdóma um að stjóm landsins fái ekki staðilst að hálfu leyti m'eð frel;si og að hálfu leyti með þrælahaldi. Sá dagur kemur þá, iherra Brice er við verðum sem útlendingar hvoTt gagnvart Ihinu.” "Þú hefir gleymt,” isagði hann með ákafa, “þú hefir gleymt nokkru af því isem hann sagði, hann sagðist ekki ibúast við að sjá sambandið leýsast upp, hann kvaðst ekki vænta þess að hann isæi húsið hrynja, heldur að það hætti acTvera isjáifu sér sund- urþykt. Það verður annaðhvort alt eða ekkert hvorn veginn sem það verður.” Virginía hló. “Mér finst þetta vera dálítið tví- rætt,” sagði ihún. “Það er víst ekki ofisögum sagt, að hann isé ekki sem ljósa&tur í máli þessi girðingar- staura smiður þinn.” “Viltu lesa hinn hlutann af ræðunni?” spurði hann. “Whipple dómari er nógu slunginn. Hann er al- veg búinn að snúa þér,” svaraði hún. “Dómarinn er engin orsök í því,” sagði Stehpen. Hann talar lítið við mig og 'hann hafði ekki minst á Lincoln við mig fyr en eg fór til Springfield.” Hann leit á hana og furðaði isig á gletnissvipn- um, sem var í augunum á ihenni. Hún rak upp ihlátur. “Til hvers heldurðu að þú hafir verið sendur til Springfield?” “Eg var isendur þangað með áríðandi ibréf til Lincolns,” svaraði hann. “Og eg iskal nú segja þér,” sagði Virginía, að það var ekki bréfið, sem endilega þurfti að komast til hansi, Iheldur þú sjálfur.” “Eg (sjálfur! Eg skil þetta ekki.” Virginía kreisti saman varirnar. “Þá ertu, ekki eins skyn,samur og eg hélt að þú værir,” svaraði hún. “Veistu hvað var í bréfinu? Nei? Jæja, þá. í fyrra í júní hélt þesisi svertingja lýðveldiis' lögmaður, sem þið eruð altaf að tala um, ræðu á fundi í IlIInoi's. Whipple dómari hefir verið viti sínu fjær út af honum síðan. Hann talar um Lincoln upp úr svefninum. Hann fór til Springfield og var þar ’hjá honum í tvær vikur; og nú er hann ekki í rónni fyr en þú ert búinn að sjá ihann og heyra. t-Svo 'skrifar hann Lincoln og biður hann að taka þig með sér á kappræðufundinn.” Hún þagnaði til þesis að hlæja að því, hvað hann var forviða. “En hann sagði mér að fara til Springfield.” sagði Stephen. ‘Hann sagði þér að finna Lincoln. Eg býst við að hann hafi vitað, að þú myndir hlýða skipun sinni. “En eg vistei ekki'—” byrjaði Stephen og reyndi að rifja upp fyrir sér á einu augnabliki það sem á daga hans' ihafði drifið í ársdvölinni hjá Whipple. ■o RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er. landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.