Lögberg - 25.12.1924, Page 6

Lögberg - 25.12.1924, Page 6
Bls. 6 LöGBERG FIMTUDAGINN. 25 DESEMBER. 1924. Hajttulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Hún hélt áfram eims og hún væri utan við sig, en thún hélt áfram að nema staðar við og við hugs- andi. Henni varð mjög hverft við er frændi hennar stökk af baki við hliðina á ihenni, svo greip hana mikil ihræðsla. “Eg ihélt að eg myndi aldrei komast hingað aftur,” hrópaði hann lafmóður og rétti Sambó beilistaumana. “Eg hefði ekki átt að biðja þig að bíða úti. Fanst þér eg vega mjög lengi, Jinny?” Hún svaraði engu. Þar rétt hjá var sæti undir trjánum. Hann tók hðnd hennar til þe»s að leiða hana þangað. En höndin var köld og máttlaus. Hann sagði 4 ihræðslublöndnum róm: “Jinny!” “Já.” Hún færði sig frá honum og hann slepti hend- inni. Hún mundi lengi eftir honum eins og hann stóð þarna í daufri birtunni, gem lagði út um glugg- ana, hár, alvarlegur og með sorgansvip. Innileg iþrá sem snart hana, skein úr augum hans. En hún sjálf, sem fyrir hálfri klukkustund hafði endurgoldið til- finningar hans, var nú köld og fjörlaus. “Hvað er að, Jinny?’ spurði hann. “Ðkkert, Max. Það var bara heimska af mér að lofa að bíða eftir þér.” “Þú ætlar jþá — ætlar þá ekki að giftast mér?” “Það er enginn tími til þess að vera að tala um það núna,” hrópaði hún. iMér finst í kvöld eins og eittJhvað hræðilegt muni koma fyrir.” “Áttu við stríð?” spurði hann. “Já,” svaraði hún, “já”. “En stríð er einmitt það sem tiið óskum eftir, það sem við 'höfum verið að 'biðja um,” hrópaði 'hann. “Við fáum aldrei réttindi okkar nema með stríði—” Hann þagnaði. Virginía byrgði andlitði í hönd- um sér og Ihann sá Iherðar hennar titra af gráti. Clarence laut niður að henni hræddur og ráðalauis. “Það gengur eitthvað að þér, Jinny,” sagði hann. “Mér l'íður ekki vel,” sagði hún. “Fylgdu mér Inn í húsið.” En þegra þau komu inn í dyrnar, sá hann að augu Ihennar voru þur. Það var siður þ áað ungar stúlkur væru alla nóttina eftir dansleik úti á landsbygðinni og héldu lðng samtöl, stundum í hljóði og stundum hátt. Morgunverður var borðaður seint. Ungfrú Russell var ekki sú eina, sem tók eftir því, að Virginía var lengi úti með frænda sínum; en 'hún sá að hún var í því skapi, að jafnvel hún dirfðist ekiki að gera henni neitt ónæði. Ungfrú Russell var iþessvegna alla nótt- ina hjá (jnnu. Og þær voru meist af því sem eftir vár nætur að ræða um það, hvort Virginía myndi nú loksins vera orðin trúlofuð frænda sánum. Þær reyndu cg að ráða fram úr öðru leyndarmáli. Það leyndarmál var tekið upp aftur um morguninn er ungfrú Carvel kom til Brinsmade klukkan hálf átta, er fólkið sat að morgunverði, frú Brinsmade og öll- um öðrum til hinnar mestu undrunar. “Hvað er þetta, Jinny?” sagði Brinsmade, “á hvað veit þetta? Eg hélt að ungar stúKcur kæmust ekki á fætur fyr en um hádegi daginn eftir dans- leik.” Virginía brosti ofurlítið óróleg. “Eg ætla að biðja þig um að lofa mér að verða þér samferða til bæjarins, þegar þú ferð,” sagði hún. “Já, sjálflsagt, góða mín,” sagði hann. “En eg hélt að frænka þín ætlaði að senda eftir þér frá Bellegarde seinna í dag.” Virginía hristi höfuðið. “Eg þarf að gera nokkuð I bænum,” sagði hún. “Eg slkal fara með ihenni, pabbi,” sagði Jack. “Þú ert of gamall til þess. ViLtu verða mér samferða, Jinny?” “Já, auðvitað, Jack.” ‘l‘,En þú verður að fá þér eitthvað að borða,” sagði frú Brinsmade og horfði á hana áhyggjufull. Brinsmade lagði frá sér blaðið, aem hann var að lesa í, og sagði: “Hvar var Stepíhen Brice I gærkveldi, Jack? Mig minnir að Anna segði að hann myndi koma í seinna lagi.” . “Það er nú einmitt það sem við skiljum ekkert í,” sagði Jack. Tom Catherwood, sem er altaf að taka upp á einihverju skrítnu, fór á repúblíkanafund í gærkvöldi og hitti Stephen þar. Þeir óku saman út til Ruissells og þar skifti Tom um fö<t og fór svo ríðandi yfir um. Stephen átti að koma á eftir á hesti Uóu Russells. En hann kom aldrei. Eg get að minsta kosti ekki fundið neinn, sem sá hann. Sást ,þú hann, Jinny?” Virginía leit ekki upp frá diskinum. Frú Brins- made greip óvænt fram í. Það hefir ef til vil'l viljað til slys,” sagði hún áhyggjufull. Sendu Nicodemus undir eins yfir til Rus'sells til þess að spyrja um það. Þú veist að Brice er Norðanmaður og er máské óvanur við að sitja á hesti.” Jack hló. “Hann situr á hesti eins og riddari, ,mamma,” aagði hann. “Ekkert veit eg hvar ihann hefir lært það. “Eg mintist á hann,” sagði Brinsmade um leið og hann tók blaðið og lagaði á sér gleraugun, “af því að nafn hans stendur hér í bffuSinu. Ræða hans í gærkveldi, er ein af þeim fáu repúblíkana ræðum, sem fig hefi lesið, sem nokkurt vit er í. Mér finst það merkilegt, jafn ungur maður og hann er. Brins- made byrjaði að lesa: “Meðan menn biðu eftir aðal- ræðumanninum, gem kom hálfri klukkustund seinna er til, var ætla&t, stóð herra Tiefel upp og skoraði á herra Brice að taka til máls. Margir áheyrendurnir urðu forviða er dynjandi lófaklapp kvað við um all- an salinn, er nafn hana var nefnt. Herra Brice er ungur lögmaður, Iátlaus, og ein'beittur á svip, sem hefir lagt mikið í sölurnar fyrir flokk sinn í sumar. Wihipple dómari sagði fyrst nokkur orð og kynti hann áheyrendunum. Herra Brice er starfsmaður í skrifstofu hans. Hann hafði.varla fyr byrjað að tala en allir í salnum hlustuðu á hvert orð, sem hann isagði. Herra Brice er maður, sem menn hljóta að veita eftirtekt. Hann talar mjög skýrt og leggur ein- kennilega áherslu á orðin atundum, sem virðist vekja eftirtekt áheyrendanna. Vér þorum að fullyrða að ef ræðumenn, bæði hér og annarstaðar, töluðu eins skipulega og með eins mikilli sanngirni og herra Brice, eða væru líkir honum, þá myndu þeir ná valdi yfir hugsun manna, í stað þess að æsa þá upp, og þá mætti, ef til vill jafna á friðsamlegan hátt, þær Ibitru og sorglegu deilur, sem virðast ætla að leiða til ófriðar í landinu.” “Eg skal lesa það sem hann sagði,” mælti Brins- made, er hann hafði lokið við þennan inngang. En Virginía greip fram í fyrir honum og sagði: ‘“Fyrirgefið, frú Binsmade, “ eg má til með að fara og búa mig á stað.” “En þú hefir ekki borðað neitt, góða mín.” Virginía svaraði ekki. Hún var komin upp í stigann. “Þú hefðir ekki átt að lesa þetta, pabbi,” sagði Jack. Þú veist að hún hefir viðbjóð á öllm Norðan mönnum. XXVII. KAPQTULI. Abraham Lincoln! Undir Breeds hæð í Charlestown íhafði fæðst Ameríkumaður, sem með gáfum sinum útbreiddi þetta örlagaþrungna nafn til endimarka þjóðarinn- ar. Abraham Lincoln var ko'sinn forseti Bandaríkj- anna. Óveðursdynurinn í Suðurríkjunum varð skyndi- lega hærri. Stephen Brice las fréttirnar í stórum,, feitum fyrirsögnum, og hann lagði blaðið frá .sér og undr- aðist stórlega. Hann mundi aftur eftir stofunni í veitingahúsinu, þar sem var lágt undir loft og matar- lykt, lampareykur og svitaþefur blönduðust saman. Þar bar mest á óvenjulega ófríðum manni, sem hafði klætt sig úr frakka g vesti og tekið af sér hálsbindið og var að isegja sögu á sveitamáli. Stephen fór að hugsa um það, að sumum hlyti að finnast það alveg óþolandi, að þessi smábæjábúðaleikari, þessi gróf- gerði lögmaður og pólitíkus skyldi setjast í sæti það isem þeir höfðu prýtt Washington og Adams. En Stephen var samt fullur af trausti, því hann ha'fði s.éð meira en yfirborðið. Þessi vetur var sá dimmasti í ,sögu þjóðarinnar; þunglyndi og hugarvíl komu strax á eftir fagnaðar- látum repúblíkana. Menn fóru snemma á fætur til þess að ná í féttir frá Charleston þar sem óánægjan var mest. Sambandið var að bresta hér og þar. Það var álitamál hvort þð myndi haldast saman þangað til Abraham Lincoln kæmist til Wasihington. Einn dag snemma í desemöer kom Stephen seint í skrifstofuna og fann Richter þar, sem hann sat aðgerðarlaus á stól með áhyggjusvip á andlitinu. “Dómarinn ihefir ekki borðað neinn morgunmat í morgun, Steplhen,” hvíslaði hann. “Hlustaðu! Shadrach segir að hann hafi verið að þessu síðan klukkan sex í morgun þegar ihann fékk blaðið.” Stephen hlustaði og heyrði að dómarinn gekk fram og aftur um gólfið í herbergi sínu. Rétt á eftir var hurðinni hrundið upp og dómarinn stóð á þrösk- uldinum stranglegur á svip og með úfið hár. Undrun þei'rra var ekki lokið með því. Hann kom fram og settist í stól Stephens og sló á blaðið, sem hann hélt á í ihendinni. Þeir voru fyrst í stað hræddir um að hann væri að verða eitthvað geggjaður. “Sættast!” hrópaði hann, “sættast, sættast og aftur að sættast. Hversu lengi, drottinn á að ganga á þessu?” Alt í einu snéri hann sér að Stephen, sem var hræddur. En málrómur han® var nú eðlilegur og hann rétti honum blaðið. “Hefir þú lesið boðskap * forsetans til þingsins? Guð hjálpi mér, að eg skuli lifa það, að kalla þennan síhringlandi Buchanham florseta. Lestu það. Þú hefir lögmannsvit. Þú getur ef til vill sagt mér ihversvegna hann getur ekki, ef hann á annað iborð kannast við að það sé rangt gert af ríki að slíta sig úr sambandinu, heimtað menn og fé af þinginu til þess að neyða það aftur inn í sam- bandið. Nei, (þessi aumingi leyfir Floyd að fylla vopnalbúr Suðurríkjanna. Hann geldur Iþessum villi- mönnum gkatt; hann vill borga þeim roútur til þess að þeir séu ekki reiðir. “Tökum Cuba frá Spáni,” segir hann, “og stelum því sem eftir er af Mexico, til þess að vömb þrælahaldsins verði fylt og sætt gerð við þann illa anda.” Þeir þorðu ekki að svara honum. Hann fór aftur inn og lo&aði á eftir sér hurðinni. Engir af þeim, sem hann hafði mál með höndum fyrir, fékk að sjá hann þann dag, og jafnvel ekki fátæklingarnir, sem gátu ekki lifað án góðgerða hans, og sem han^ neitaði aldrei að sjá og tala við. Richter og Stephen báru saman ráð sín og sendu svo Shadrach út eftir mið- dagsverði handa honum. Þrjár vikur liðu. Svo kom kaldur sunnudagur, er vindurinn blés niður eftir Missouri-dalnum frá Norðvesturlandinu, þar sem var kominn snjór og' kuldi. Á laugardaginn hafði veðrið verið Vakt og hlýtt. Á fimtudaginn næstan á undan hafði Suður- Carolína yfirgefið ríkjasambandið, sem hún hafði fæðst í með bænum og klukknabringingum. Jólin voru á þriðjudag. Ung stúlka nokkur, sem hafði hlustað á doctor Postlhelwaite flytja mjög hátíðlega ræðu, læddist út úr kirkjunni, áður en útgöngubæn- inni var lokið og flýtti sér í þann hluta ibæjarins umhverfis dómshúsið, aem var mannlaust, þar sem á virkum dögum viðskiftalífið var með mestu fjöri. Hún nam snöggvast staðar fyrir neðan tröppurnar óhreinu, sem láu upp í skrifstofur Whipples dómara Þegar hún var komin upp, nam hún aftur staðar og leit í kringum sig, þangað til hún kom auga á lítið Öorð í einu horninu, þar sem nokkrar velktar laga- bækur, sem var hlaðið upp Iaglega, láu í einum bunka. Hún steig hálfhikandi eitt spor í áttina til borðsinis. En svo var sem hún afréði eitthvað skyndi- lega með sjálfri sér, því hún snéri við og opnaði hurðina á herbergi dómarans. Hann sat hreyfingar- laus á stól sínum og bók lá á hnjánum á honum, en hann var ekki að lesa í henni, að Virginíu sýndist. “Silas frændi,” isagði ihún, “ætlar þú aldrei framar að koma til miðdegisverðar?” r Hann leit upp snögglega og bókin féll ofan á gólfið. “Silas frændi,” sagði hún, “eg kom til þess að fá þig til þess að borða með okkur í dag.” Hún vissi ekki til þess að hann hefði nökkum tíma fyr litið undan nokkrum, hvorki karli né konu, en nú dróg hann vasa'klút upp úr vasa sínum og snýtti sér ákaflega. Hið kvenlega tilfinningarnæmi hennar isagði henni, að það sem hann vildi segja, en gæti ekki sagt, væri innilokað í hjarta hans. Snjáði svarti yfirfrakkinn, sem hann var vanur að vera í lá á rúmnu. Virginía tók hann upp og rétti honum hann með ibænarsvip í augunum. Hann fór í yfirfrakkann og svo rétti ihún honum hattinn ihans. Margir, sem voru á leiðinni heim frá kirkju, undruðust að sjá þau bæði saman ^ Locust istræti og að sjá stúlkuna styðja gamla manninn yfir hálu blettina á strætamótunum. Því nú var svo komið, að nágrannar voru farnir að líta hornauga hver til annars. Carvel ofursti sá til þeirra, þar sem hann sat í hægindaetól sínum við gluggann í setustofunni, og hann hrökk við. Varir hans bærðust um leið og hann lokaði bátíðlega 'biblíunni, sem ihann var að lesa í, og braut við blaðið. Hann ýtti Jackson, sem var steinhisisa, til ibliðar niðri og opnaði sjálfur hurðina til þess að taka á móti vini sínum. Dómarinn slepti handleggnum á Virginiu og böndin á honum skalf, þegar hann rétti ofurstanum hana. "Silais,” sagði ofurstinn, “við höfum isaknað þín mjög mikið.” Virginía stóð hjá þeim brosandi, en hún dró þungt andann. Hafði hún gert rétt í þesisu? Gæti nokkuð gott af því leitt, Wlhipple dómari gekk ekki innH húsið. Hann stóð grafkyr á þröskuldinum með höfuðið reigt aftur á balc og þráasvip í augunum. “Heldur þú, Comyn, að við getum látið þrætu- efni okkar eiga sig?” Herra Carvel, isem þó var vanur háttum dómar- ans, varð dálitið hissa á þessari spurningu. Hann togaði i hökuiskeggið og rödd hans skalf dálítið, er hann svaraði. “Það má Guð vita, Silas. Við erum breyskir eins og aðrir menn. við getum aðeins reynt að gera það.” Whipple gekk inn.- Fimtán mínútur voru eftir til miðdagsverðartímans — ]>að var hættulegur tími og nógur til þess að reyna á snarræði hverrar konu. Virginia stýrði saroræðunum, en þær voru merg- lausar. Hugur hennar sjálfrar gat ekki haldið sér við neitt víst efni og endurminningar, sem hún hafði reynt að kæfa niður, ruddust fram í huga hennar. Um morguninn í kirkjunni hafði rifjast upp í huga ihennar það sem komig hafði fyrir við hliðið hjá Brinsmade, kvöldið sem grímudansleikurinn var haldinn, og þá um leið fékk hún avleg óviðráðanlega löngun til þesis að gera isér ferð til skrifistofu dómar- ans. Hún hugsaði til gamla mannsins sem sæti einn og gramur í huga í ihepbergi sínu, og sú hugsun reið ibaggamuninn. Hún bað þess á hnjánum, að sér mætti auðnast að bjarga vináttu hans og föður síms. Ofurst- ' inn var farinn að verða þunglyndur á sunnudögum og var farinn að sitja við að lesa í biiblíunni,, en það hafði ihann ekki gert síðan hún var barn. f borðstofunni hneigði Jackson sig brosandi og d'ró stólinn, sem dómarinn var vanur að sitja á frá borðinu, hann fékk í launaskyni stutta höfuðhneig- ingu frá dómaranum. Virginía skamtaði isjálf. Silas frændi!” hrópaði hún,’1 mér þykir svo vænt um að við höfum fuglasteik í dag. Og þú skalt fá það sem þér þykir best.” Hún skar fuglasteikina fljótt og vel og talaði í sífellu á meðan; og faðir henntr, sem var allra manna best til þess ihæfur, að 'standa gestur fyrir beina, hjálpaði henni. En í horn- inu stóð beinagrind málefnisins, sem var þeim sund- urlyniiisefni og glotti kuldalega. Mundi þeim takast að forðast það? Það var auðséð að engrar hjálpar var a5 vænta frá dómaranum, sem sat þegjandi og þunglbúinn á svip. Maður, isem býr yfir einhverju brennandi áhugamáli, er lítt fyrir það gefinn að tala um smámuni. Aðeins- Virginía hafði haft nógu mikið vald yfir honum til þess að láta hann gleyma sér. “Eig er visis um að við höfum ekki ennþá sagt þér alt um ferðalag okkar, iSilas frændi,” sagði hún. “T. d. það að við sáum Napóleon og hina fögru drotningu hans á iskemtiakstri, og að Eugénie brosti og hntigði sig til fólksins. Eg hefi aldrei á æfi minnl séð annan eins ákafa í nokkru fólki. Og eg lærði heilmikið í sögu Frakklandis, um Francis, fyrsta. Og pabbi fór með mig til þesis að 8ýna mér kastala hans meðfram ánni Mire. Það fara mjög fáir ferðamenn þangað. Þú hefðir átt að koma með okkur.” ‘ÍEg Ihafði annað að gera, Jinny.” Virginía hélt áfram. Eg var búin að segja þér, að við vorum til húsa hjá lávarði einum á Englandi. Hann var ekki nærri því einis skemtilegur og prinsinn. En hann átti ljómandi fallegt hús í Surrey, ®em hafði fjölda marga og stóra glugga, og var bygt á dögum Eliza- betar drotningar. Þeim kalla það Tudor-byggingar- stíl, pabbi, eða er ekki ,svo ? “Jú, góða mín,” sivaraði ofurst.inn brosandi. “Lávarðsfrúin var mjög góð við mig,” sagði Virginía, “og fór með mig í igarðsamkvæmi. En Jermrn lávarður var alt af að tala um stjórnmál.” Ofurstinn strauk hökutoppinn. “Segðu dómaranum meira um hú/sið, Jinny. Jackson, láttu aftur á disíkinn hans. “Nei,” isagði Virginía, “eg ætla að segja honum frá iskrítna klúbbnum, þar sem langalangafi minn var vanur að veðja við Gharles Fox. Við sáum marga fitaði á Englandi, þar sem Richard Carvel hafði verið. Það var fyrir frelsiisistríðið. Daníel frændi las fyrir mig eitthvað úr endurminningum hans, þegar við vorum á Carvels ættarsetrinu. Eg er visis um, að þér þætti gaman að þeim. Hann var í förum með Paul James.” “Og barðist fyrir land isitt, Virginía,” sagði dómarinn, sem fram að þessu hafði varla sagt orð. “Nei, eg gæti ekki þolað að lesa þær nú, þegar þeir, sem ættu að elska það land, yfirgefa það í bræði sinni.” Það varð þögn. Virginía^þorði ekki að líta á föður sinn. En ofurstinn isagði með hægð: ‘!Ekki í bræði, Silas, heldur í harmi.” Dómarinn pressaði saman varirnar. En hann gat ekki haldið sér í skef jum. Tilfinningar ihans ruddust fram. “Carvel öfunsti,” hrópaðj hann, l“íbúarnir 'í Suður-'Carolínu eru óðir! Þeir skilja við okkur með rangindum til þess að djöfullegu athæfi verði hald- ið áfram. Ef þeiir vildu ihugsa nokkuð, þá hlytu þeir að sjá að þræláhald getur ekki átt isér stað nema fyrir tilstilli ríkjasambandsins. En lútum þennan forseta-aumingja gera þar ilt, sem hann getur Við höfum kosið mann, isem ihefir þrek til þess að segja: ‘Þið iskuluð ekki fara.” Þetta var hræðileg stund. Það eina, sem bjargaði var það, að Virginía bar í hjarta sínu ást til föður síns oig virðingu fyrir honum. Þrátt fyrir réttláta reiði mundi Carvel ofursti eftir því, að hann var hú'sráðandi 'og hann reyndi að hugsa um ekkert ann- að, en vináttu 'sína til gests síns. “Það er glæpur á móti hinum helga anda ríkis- vald'sin's, að ráðast inn í ríki, sem er fullvalda,” sagði hann. “Hér er ekkert fullvalda ríki til,” hrópaði dóm- arinn með 'hita. Eg er Ameríkumaður en ekki Miss- ouri-maður.” “Þegar tími er til kominn,” isagði ofurstinn 'há- tíðlega, “sameinar Missouri sig systurríkjum sínum gegn yfirgangi.” “Missouri gengur ekki úr sambandinu.” “Hversvegna ekki ?” spurði ofumtinn. “Vegna þeis® að þegar á á að herða verða miðl- unarmennirnir á sambandsins thlið. Og það er nóg hér af hollum þegnum til þesis að halda því við.” “Þjóðverjar! leiguliðsmenn! útlendir leigumenn repúblíkananna!” ihrópaði ofurstinn og stóð á fætur. “Við rekum þá á undan okkur eins og sauði ef þeir reyna að standa á móti okkur. Þið eruð að æfa þá nú til þess að þeir myirði ykkar eigin ættingja, þegar ykkur finst tími vera til þess kominn.” Ofurstinn heyrði ekki þegar Virginía fór út úr tstofunni, svo hljóðlega fór hún út. Hann var mikill maður að vallarsýn, þar ;sem ihann stóð þarna hár og foeinn, og. það var sem eldur brynni að lokum úr gráu augunum. En eldurinn dó jafnskjótt og hann hafði kviknað. Meðaumkunin hafði slökt ihann — meðaumkun út af því að óeigingjarnt og einmana líf, ;sem hafði verið fult af þrautum og kvöl, skyldi fá þennan enda. Ofurstann langaði til þess að taka vin sinn í faðm ,sinn. Þeir höfðu deilt roörg fhundruð isinnum, en þeir höfðu enn ekki misskilið hvor ann- an. Guð hafði gætt Silas Whipples óþjálu og hörðu skapi, isem hratt frá sér öllum nema þeim fáu, sem höfðu þá kæ'rleiksríku gáfu.^að geta skygnst undir yfirlborðið, og Carvel ofunsti hafði verið hinn helsti meðal þeirra. En nú sá dómarinn eins og í þoflcu. Hann greip í stólinn til þes® að stöðva sig, því hann var staðinn upp, og það fóru harðir, snöggir kippir um andlitið á honum, sem var fölt, og augun voru hvöss. Hann byrjaði að tala í stöðugum málrómi en rödd ban® skalf áður en hann hafði lokið við það sem hann vildi tsegja. “Carvel ofursti,” .sagði hann, “sá tími mun nú vera köminn, er þú ferð þína leið og eg fer m'ína Það mun verða ibest að — að við sjáumst ekki fram- ar.” WINNIPEG TORONTO FLJÓT ÁREIÐANLEG FERÐ wínnipes 5.30 e. hi. Daglega T«Z.r' 7.20 f.m. Daglega 37 KL. TlMA SAMTENGIST ÖLLUM MORGUN LESTUM FRÁ TORONTO Hefir Dag-vagna, FerÖamanna og Stan- ard Svefnvagna, Borðstofuvagna, Obser- vation, Library, og Buffet vagn. Frá Toronto 8.45e«m. KemurtilWpg 8.45e.m. Pantid med Canadian National Express RJÓMÍ , _y_ ■ Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumurkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Thc Manitoha Co-operative Dairies LIMITKI) , MIIMM—BBB———W—BBWHBi— *

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.