Lögberg - 22.01.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.01.1925, Blaðsíða 6
Bls. 6 LöGBERG FIMTUDAGINN. 22. JANÚAR, 1925. Hættulegír tímar. Eftir Winston Churchill. Þtegar þeir komu inn í strætisvagninn tók Step- hen gtrax eftir manni, sem sat í horninu og hafði ibarnahóp hjá sér. Hann var magur en andlibssvipur hans var skarplegur og fjörlegur. Þessi maður hafði ekki fyr komið auga á dómarann, en hann benti íhon- um að koma til sín með svo snöggri handabendingu, að það minti á heræfingar. “Þetta er William T. Sherman majór,” sagði dómarinn við Stephen. “Hann var í hernum og barðist í mexikanska stríðinu. Hann kom hingað fyrir tveimur mánuðum til þess að verða forstöðumaður strætisvagnafyfirtækisins.” Þeir gengu til han®, og dómarinn kynti Stephen fyrir honum. Majór Sherman horfði fyrst á hann all-<hvalst og kinkaði svo kolli til hans. “Jæja, Whipple,” sagði majórinn, ‘!þjóðin er að fara til fjandans, eða er ekki svo?” Stephen gat ekki varist því að brosa. Það var djarfur maður, isem lét í ljóai mjö róttækar skoðanir i stræti®vagni í St. Louis 1861, ef þær skoðanir voru ekki í samræmi við stefnu Suðurríkjanna. Dómarinn hristi höfuðið. “Við getum ef til vill komist út úr ógöngunum,” sagði hann. “Komist út úr þeim!” hrópaði Sherman. “Hver er nógu mikill maður í Washington til að hriista hnef- ann framan í uppreistarmann? Eftirgjöf okkar og vægðarsemi hafa dregið úr okkur aíllan máttt.“ Hinir, sem í vagninum voru, voru farnir að hlusta með athygli á samræðuna. Sherman gaf þeim engan gaum, og dómarinn gleymdi öllu umhverfi's sig eins og hann var vanur, þegar hann komst í kappræðu við einhvern. “Eg ber traust til Lincolnls. Hann er að biðja um sjálfboðaliða.” “Sjötíu og fimm þúsund í þrjá mánuði!” hrópaði majórinn ákafur. “Það er eins og að skvetta úr einni fötu á stórt bál. Eg skal segja þér, Whipple, að okk- ur veitir ekki af öllu því vatni, sem við getum fengið í Norðurríkjunum.” “Dómarinn var honum sammála um það, og eins hitt, að Lincoln myndi nota alit vatnið áður en lyki. “Eg var alveg steinhissa, það segi eg satt,’ ’sagði Sherman. “Nú er einmitt tíminn til þess að stöðva þá, því lengur sem við lofum þeim að ólmast, því erfiðara verður að sigra þá. Þú þarft ekki að halda, að eg fari aftur í herinn í eina þrjá mánuði; þeir verða að ábyrgjast mér þriggja ára ófrið, ef þeir vilja fá mig. Það er nær réttu lagi. Gerðu engan þriggja mánaða samning, drengur minn,” sagði hann við Sbephen og snéri sér að honum.” Stephen roðnaði. Vagninn var orðinn fullur af fólki og allir þögnuðu. Enginn hafði gefið sig i orðakast við majórinn og það var ekkert útlit fyrir, að noltícur myndi gera það. “Eg er hræddur um að eg geti ekki farið,” sagði Stephen. “Hversvegna ekki?” spurði Sherman. “Vegna þess,” sagði dómarinn hiklaust, “ að móðir hans er ekkja, og þau hafa enga peninga. Hann var lautinant í einni herdeild Blains áður en kallið kom.” Majórinn horfði fast á Stephen og svipur hans breyttist. "Þykir þér það ekki slæmt?” sagði hann. Svipur Stephens hlýtur að hafa verið honum nóg gvar, en hann kinkaði ko'lli 'aftur með meiri ákafa en fyr. “Bíddu bara,” sagði hann; “það gerir þér ekk- ert til.” Stephen varð feginn og vonaði að hann þyrftl ekki að taka mleiri þátt í samræðunni. En honum til leiðinda leit majórinn aftur á hann með þessu undarlega aungaráði, aem honum var eiginlegt. Lát- bragð hani3 og jafnvel svipur mintu Stephen mikið á Elía Brent kaftein. “Ert þú ekki maðurinn, sem hélt ræðuna í sam- komusal verslunarmanna 'bókasafnsins?” “Jú, hann er sami maðurinn,” sagði dómarinn. Sherman rótti fram höndina og tók þétt í hönd Stephens. “Eg hefi ekki ennþá lesið skynsamllegri ræðu, að undanteknum sumum ræðum Ahraham Lincolns,” sagði hann. Brinsmade fékk mér hana til að lesa, Ræðan minti mig á Lincöln, Whipple, það var hans snið á henni. Hvar fékstu það, Brice?” spurði hann. ‘Eg hlustaði á kappræðuna milli Lincolns og Douglas dómara í Freeport,” sagði Stephen, sem var farinn að hafa gaman af samtalinu. 'Sherman hló. “Eg dáilat að hreinskilni þinni,” sagði hann.“Eg ætlaði að segja, að röksemdafærslan fremur en efni ræðunnar minti mig á Lincoln.” “Eg reyndi að læra alt s-em eg gat af honum, herra Sherman.” Að lokum nam vagninn staðar og þeir gengu inn í garðinn, sem var umhverfis vopnabúrið. Fjórar herdeildir stóðu í fýlkingum þar á grasfl'etinum, og hermennirnir voru allir að lokum komnir í hinn bláa einkennisbúning landshersins, Gamlir hermenn með (körfur, sem voru fyltar með skothylkjum, gengu milli raðanna og réttu hverjum manni fáein. Margir þeirra stungu þeim í vaisa sína, því ekki höfðu verið til næg skotbelti handa öllum. Hermennirnir stóðu aðgerðarlausir og Stephen heyrði þá hlæja og ispauga hver við annan, og það kom yfir hann sama þung- lyndiskenda tílfinningin og áður. En hún hvarf aftur fyrir léttlyndi og gamanyrðum Sbermans. Eftir nokkra stund sást Lyon höfuðsmaður, Isem var sá maður, sem mest bar á um þessar mundir, koma. “Lítið á hann!” hrópaði majórinn, “hann er maður, sem mér líkar. Lítið á hann hlaupandi með flaksandi hárið í vindinum og vasana fulla af skjöl- um. Það er Cf til vill ekki mjög viðhafnarlegt, Whipp- le. En það er enginn tími til þess að yera viðhafnar- legur núna. Ef það væri nökkur fíkur honum í Washington, þá væru hersveitir okkar komnar meira en hálfa leið til New Orleans nú. Minstu ekki á Washington! Líttu bara á hann!” Höfuðsmaðurinn var réjtt eins og Sherman lýsti honum, þar isem hann Ihljóp frá einni hersveit- inni til annarar með ljósrauða hárið úfið og hend- urnar á lofti um lleið og hann gaf bendingar og skipaði fyrir. Stephen sá strax í honum þennan kraft sem hafði sópað með sér gömlum hikandi hermönn- um og slitið emlbættisf jötrana sem, höfðu verið reyrð- ir um hann. Myndi hann láta það bllekkja sig að ríkisstjórinn tók það nú til bragðs, að safna saman ríkisvarnar- liðinu? Stephen fanst sjálfsagt, að hann myndi ekki gera það, er hann hafði virt hann fyrir sér. Þessl maður gat séð veruleikann gegnum hvað glæsilega röksemdafærslu sem væri. Hann myndi ekki láta smámunalegar löghlýðni og venjur 'hindra tSig frá að gera það sem honum fyndist rétt. Og hann trúði ekki gömlum mönnum, sem fóru með völd, þegar þeir sögðu honum, að ríkisliðið væri komið þangað aðein's í þeim tilgangi að vernda friðinn. Þegar búið var að rjúfa fylkingarnar, fóru majór Sherman og dómarinn að tala við Lyon höf- uðsmann og leiðtogann, sem nú var ofursti í einnl deild sjálflbðaliðsins. 'Stephen leitaði uppi Richter, sem sagði honum að herdeildirnar ættu að vera reiðu búnar til göngu snemma næsta morgun. “Till Jadcsonis herbúðanna?” spurði Stephen. “Við erum ekki spurðir ráða, vinur minn,” sagði Richter. “Viltu koma inn til mín og fá þér eina flösku af öli með Tiefel?” Stephen fór m'eð honum, það var ekki þeim að kenna, þó að honum fyndist hann ekki vera félagi þeirra lengur. Hbnum fanst sem bönd þau, er höfðu tengt þá saman, hefðu verið skorin sundur, og hann sjálfur væri rækur úr þeirra hóp. ------o------- XXXI .KAPÍTULI. Steinninn, sem hafnað var. Stephen vaknaði snemma fötstudagsmoguninn og honum fanst sem stórviðburðir væru í nánd. Hann lá nokkur augnablik í hálfmeðvitundarleysi því, sem kemur á eftir svefni; s-vo mundi hann alt í einu eftir atvikunum í vopnabúrinu daginn áður og istökk fram úr rúminu. “Eg held að Lyon ætli að ráðast á Jacksons hehbúðirnar í dag,’ sagði hann við móður sína eftir morgunverð, þegar Heater var farin út úr stofunni. Frú Brice lét prjónana falla ofan í kjöitu sína. “Hversivegna, Steplhen?” “Eg fór í gær niður í hergagnaíbúrið með dóm- aranum og eg sá að þeir voru að enda við að útbúa síðustu hersveitirnar. Það stendur eitthvað til; það var auðlséð af því, hvernig Lyon hamaðist. Eg he.d hann hljóti að hafa sannanir fyrir því, að þeir her- búðamenn hafi fengið vopn að sunnan.” Frú Brice horfði fast á son sinn, og svo brosti hún, þrátt fyrir hræðsluna, sem hafði gripið hana. “Var það þesis vegna að þú varst að sköða kortið af bænum svo nábvæmlega í gærkveldi?” ispurði hún. Eg var að reyna að sjá, hvernig Lyon myndi koma herisveitum sínum fyrir. Eg ætlaði að segja þér frá manni, sem við hittum í strætisvagni, Sher- man majór, sem varí hernum. Brinsmade og Whipple þekkja hann og margir aðrir meiri háttar menn hér. Hann kom til St. Louis fyrir nokkrum mánuðum til þess að veita florstöðu strætislbrautunum. Hann er sá skarpaisti og frumlegasti maður, sem eg hefi nokkurn t-íma hitt. Eg gleymi ekki lýsingu hans af Lyon, meðan eg lifi.” “Ætlar majórinn að ganga í Iherinn aftur?” spurði frú Brice. Stephen tók ekki eftir því, að hún var ofurlítið sikjálfrödduð. Hann brosti að þvi sem hann mundi um samræðuna í strætisvagninum. “Ekki nema að þær breytingar verði í Washing- ton, sem hann gerir sig ánægðan með,” svaraði hann. Honum finst, að öllu hafi verið illa stjórnað og hann hikar ekki við að ,segja það, hvar sem hann er stadd- ur. Eg hefði ekki truað því, að tveir menn gætu talað eins og hann og Wlhipple töluðu í gær, svo aðrir heyrðu til, án þess að verða skotnir niður. Eg Ihélt að það væri dauðasök að minnast á hollustu við rikjasambandið í mannfjölda hér. Hárin risu á höfð- ínu á manni við að heyra, hvernig Sherman úthúð- aði uppreistarmönnum í vagni, sem var fullur af fólki.” ) * “Hann hlýtur að vera djarfur maður,” sagði frú Brice. “Heldur hann að uppreistin verði bæld niður?’ Ekki m'eð sjötíu og fimm þú'sund mönnum og ekki með tíu sinnum sjötíu og fimm þúsund mönn- um.” Frú Brice stundi og brá vasaklútnum upp að augum sér svo lítið bar á. - “Eg er hrædd um, að við fáum að sjá mikil mágindi, Stephen,” Isagði hún. Hann þagði. Ekkert virtist vera fjær litlu frið- sælu stofunni, en stríð með öllum þess hörmungum Geislar morgunsólarinnar skinu inn um suðurglugg- ann og glitruðu á silfuriborðbúnaðinn á hliðarborð- inu. Wilton Brice ofursti horfði alvarlegur ofan af veggnum. Stephen varð ilitið á myndina og hugur hans hvarflaði til baka til æskuáranna, þegar hann var vanur að spyrja föður sinn í þaula um hana. Myndin hafði þó mint aðeins á heiðurinn og dýrðina, sem Ijómar spjöld sögunnar — eitthvað sem maður gat horft í tímann til og verið stoltur af. Hatrið og hörmungarnar og tárin, hinn sári síðasti skilnaður elskenda — þetta var ekki málað á myndina. Munu stríð mokkurn tíma verða máluð eins Ijót og þau eru? Fótatak heyrðist úti á strætinu. Stephen stóð UPP og leit á móður siína. Hún horfði enn á prjón- ana sína. “Eg ætla að fara til vopna/búrsins,” sagði hann; “eg verð að sjá hverju fram fer.” Eins og sagt hefir verið frá var hún flestum konum vitrari. Hún reyndi ekki að aftra honum. þeg- ar hann kvaddi hana með kostei. En þegar hurðin lokaðist á eftir honum hljóðaði hún upp lágt og hljóp að glugganum, til þess að borfa á eftir honum þangað til hann beygði fyrir næsta strætishorn. Honum varð ósjálfrátt gengið fram hjá húsinu með nýja óþekta fánanum, sem var ömurlega kyr- látt þennan morgun. Heit reiðialda steyptist yfir hann aftur, er hann sá það. Strætisvagninn, sem geltíc isuður í bæinn, lSitóð vio brautarendann og va,r að fyiMast af forvitnu fólki, sem hafði lesið í morgun- blaðinu um að það væri búið að vopna nýju her- sveitirnar. Menn töluðu lítið og það ilitla, sem| þeir sögðu var tallað af mestu varúð. Þetta var hresisandi vormorgun, svo að jafnvel letingjar hlutu að rísa á fætur. Næturlioftið var að Ibyrja að verða varmt af geis'lum Isólarinnar og trén voru aða byrja að grænka. Múgur og margmenni stóð undir trjánum fyrir framan vopnalbúrið og beið þar með eftirvæntingu, er Stephen kom þangað. Þögnin var við og við rofin af stuttum fyrirskipun- um ,sem voru igefnar með hvellum rómi, og hann sá að bláklæddu hersveitirnar voru að fylkja sér á flötinni fyrir innan girðinguna. Stórviðburðir voru áreiðanilega í nánd — s-tórviðburðir, sem hann átti enga þátttöku í. Hann atóð og hallaði sér upp að tré, Isem stóð við strætiisjaðarinn og hann fann sárt tiil þess að vera utan við alla þesisa viðburði. Þá heyrði hann rad'dir, sem hann kannaðist við, rétt hjá Isér. Hann teygði isig á tá, bg sá Eliphalet Hopper og herra Cluymle. Það var Cluyme, sem var að tala. “Jæja, Hopper,” sagði hann, “eg býst við að þér sé rétt einiS ant um og mér að sjá það Sem fram fer, þrátt fyrir það teiem þú segir. Þú befir lagt af tetað snemma í morgun, til þess að geta séð hvað um er að vera.” , Eliphalet var hinn rólegasti. “Eg geri ekki ráð fyrir að eg skifti mér mikið af hernum,” svaraði hann. “En maður er nú einu ®inni við verslun riðinn og verður að hafa auga á hverju fram vindur.” Cluyme strauk fingrunuta gegnum kjálka- iskeggið oig sagði í lægri róm: “Þú hefir rétt að mæla, Hopper. Og ef þessi bær ætlar að verða samibandsins megin, þá ættum við að vita það strax.” Stephen blústaði á þesisa samræðu og þykkja han fór vaxamdi. Hann hafði ekki tekið eftir því, að maður nokkur ®tóð hinum megin við tréð. Þelsisi maður gaf sig nú -fram við Hopper. Hann var æð! einbeittur á svip. Cluyme varð undir eins mjög auð- mjúkur. “Heyrðu kunningi,” sagði maðurinn rólega, “eg held að við höfum hittst einu sinni áður og að fram- ferði þitt þá hafi ekki verið þér neitt til sóma. Eg gleymi ekki andliti, sem eg hefi einu sinni séð, jafn- vel þótt í dimmu hafi verið. Eg hefi heyrt þig tala orð nú, sem eru þegn Bandaríkjanna til skammar. Eg ber ofurlitla virðingu fyrir uppreistarmönnunum, en alls enga fyrir þér.” Þegar Stephen var búinn að ná sér eftir undr- unina, sem þetta o'lli honum, sá ihann að Eliphalet hafði gersamlega skift um látbragð. Umsýslumanns bragurinn, sem hann gerði sér alt far um að láta sjást á sér, hvarf af honum algerlega. Hann §teig eitt skref aftur á bak og augnaráð hans varð þræl- mannlegt. Stephen þótti vænt um að sjá þennan ó- kunna mann snúa baki við forstjóra Oarvels vensl- unarinnar áður en sá sæmdarmaður hafði tíma til að komast ,burt og standa svo þar hinn rólegaisti rétt eins og ekkert hefði í skorilst. Stephien starði á bann. Hann var ekki maður, sem menn hefðu veitt at- hygli venjulega. Hann hafði stóran vindil í munnin- um. Hann var í fötum, sem voru langt frá því að vera nýleg, hafði barðas-tóran hatt á höfðinu og var í sltígvélum úr grófgerðu leðri; buxur hans láu í hrukkum um hnén. Hann var herðabreiður og hall- aði höfðinu fram og dálítið til hliðar, einiS og hann væri að hugsa. Skegg hanis var ljóábrúnt og það sló á það rauðleitum blæ í sólskininu, hann var tæplega meðalmaður á hæð. Þetta var það sem Stephen sá; og það var fein- mitt þetta bversdagslega útlit mannlsinis, sem gerði hann fonvitinn. Hver var þessi maður? Orð hans og athöfn voru óvanaleg. Það var ekki mörgum gefið, að geta sett svona ofan í við aðra. Það var gert sVo róilega og svo rækilega. Og svo hafði hann snúið sér við, þegar hann var búinn að því, — það var síðasta orðið. Á næsta augnabliki var Stepihen farinn að hugsa um, hvað það væri, sem hann viissi um Hopper. Hann hafði grunað, að Hopper léti hagsmuni sitja í fyrir- rúmi fyrir réttlætiismeðvitund og þesis vegna undr- aðist hann ekkert að heyra samtall hanis og Cluymes. En væri ekki rétt að Carvel ofunsti, væri láitinn vita, ef Hopper væri óþokki. Væri ekki réttást, að hann spyrði þennan mann með vindilinn í munninum, hvað hann visisi um Hopper og segði Whipple dóm- ara frá því? Hann hrökk við við að heyra trumibu- slátt og það minti hann á hið ægilega, djúp hatuns og fordóma, sem var að myndast milli vina. Ókunni maðurinn stóð allan þennan tíma og tugði vindilinn og studdi sig upp við tréð. Fylkt her- deild kom út um bliðið og leiðtoginn í einkennis- búningi ofursta á hestbaJki á undan. Hann stöðvaði hestinn á strætinu beint á móti þar sem Stephen stóð, og spjallaði við hina foringj- ana. Ókunni maðurinn gekk fram á strætið og að hesti ofurstanls. Hann var enn að reykja. Þetta var undarlegt tiiltæki og sýndi að hann skorti ékki sjplfs- traust. Stephen hlrstaði vandlega. MBIair ofursti, eg heiti Grant,” sagði hann fljótt Ofurstinn snéri sér fljótt við og rétti út hend- ina vingjarnlega. “Ulyissies Grant, höfuðsmaður úr gamla hern- um?” spurði hann. Grant kinkaði kolli. Eg ætlaði að óska þér hamingjusamlegrar ferð- ar,” mæ'lti hann. “Þakka þér fyrir,” sagði ofurstinn. “En þú? Hvar átt þú heima nú ?” "‘Eg fór til Illinoils, þegar eg fór héðan,” svar- aði Grant rólega; “eg hefi verið við skinnaversUun í Galena. Eg fór til Springfield með hersveitinni, sem þeir aöfnuðu í Galena, til þess að verða þar að ein- hverju liði, ef eg gæti. Þeir gerðu mig að iskrifara í skrifstofu aðstoðar yfirhemhöfðingja ríkisins. Eg strilkaði eyðublöð um tíma.” Hann þagnaði eins og til þe&s að láta ofurstann taka eftir, hversu lítilmót- Jg staða stín hefði verið. “En svo komust þeir að því að eg Ihefði verið vistastjóri, og bar skyn á útvegun vMa. Nú er eg hersöfnunarmaður fyrir ríkið. Eg kom til Be'lleville ti!l þess að safna í herdeild, sem var ekki tilbúin. Og isvo kom eg yfir um Ihingað til þess að vita hvað þið væruð að gera.” Hefði 'þelssi ræða verið flutt með mælgi og í öðrum róm, þá hefði ofuhstinn að líkindum ekki hlustað á hana til enda, því að þeslsi dagur átti að kóróna undirbúning alls vetrarins. En Grant var maður sem ekki var hægt annað en að taka eftir. En isamt leyndi það sér ekki að Blair ofursti hafði um margt að hugsa; samt sagði hann velvildariega: “Ætlr þú elkki að verða með, Grant?” “Eg get ekki staðið mig við að ganga um, sem sjálfboðalliðs Ihöfuðsmaður.” svaraði hinn rólega. “,Eg var níu ár í hernum og eg beld að eg geti stjórn- að herdeild.” ““Stjórnað herdeild!” hrópaði einn, sem við- istaddur var, lautinant, sem Steplhen kannaði'st við sem bókhaldara úr skrifistofu Edwards, Jamies og Doddingtons. “Eg býst við að eg sé rétt ein® fær um að stjórna herdeild eins og Grant.” “Hann er vafalaust fjörutíu ára ^amall,” sagði annar. “Eg man eftir þegar hann-kom hingað til St. Louis 1854 alveg uppgefinn. Hann gekk úr Ihernum á Kyrráhaflsiströndinni. Hann bygði sér bjálkahús við Gravois veginn og þar lifði hann því aumasta lífi, sem eg ihefi vitað nokkurn mann lifa, þangað til í fyrra. Þú manist eftir honum, Joe.” “Já,” isagði Joe, “eg þekti hann undir einis af vindlinum. Hann var vanur að koma til bæjarins við og við með viðaræki, sem hann sel'di, og svo fór hann yfir í Planterls' hótelið eða eitthvað annað og reykti einn af þessum löngu vindlum, og á meðan sat hann isteinþegjandi einis og steinrunninn Indíánl. Svo flutti hann til bæjarins einisamall og fékst við fásteignaversilun einn vetur, en það mishepnaðist. Það er rétt ár sáðan hann fluttisít til Illiniois. Hann er nógu álmennilegur maður og duglegur, en það mis- (hepnast alt fyrir honum, sem hann tekur fyrir. “Stjórnð herdeild!” sagði sá fyrri aftur hlæj- andi, eins og honum fyndilat þetta einhver framúr- skarandi fyndni. Eg geri ráð fyrir að það yrði bið á að hann næði saman herdeild. Það er nóg af þas®- um hersnápum, sem eru að flæikjast alstaðar nú og bíða efltir því að geta fengið góðar stöður.” “Það er ekki ómögulegt að hann eigi eftir að gera eitthvað, sem þið verðið hissa á,” svaraði sá, ■sem var------------------------------------------ Nuáa-Tone Arangurá 20 dögum eða pen- ingunum skilað. fegar heilsa ySar er biluð, og þér er- uS þreyttir á aS taka meSöl, sem ekkert gagn gera, þá skuluS þér reyna Nuga- Tone, meSaliiS', sem styrkir llffærin og hjálpar náttúrunni til aS láta þau starfa eins og vera ber. Nuga-Tonc hetfir þau áhrif á inn- ýflin, aS hægSirnar ganga fyrir sér á eSlilegan hátt., blóSrásiti örvast og matarlystin eykst. Gasólga I magan- um hveríur meS öllu, tungan hreins- astog andardrátturinn léttist. Lækn- ar einnig höfuSverk og húSsjökdóma, sem stafa af slæmri meltingu. ltcyn- ið það í nokkra daga Og finnið hinn stór- kostlega rnismun. Nuga-Tonc inniheldur sérstök sambönd af járni, er styrkja tolóSið til muna. paS eru járnefnin, sem skapa fagran litarhátt og veita vöiSvunu.m mátt. Nuga-Tone innihalda einnig PHOSPHOKUS—efni, sem hefir stóra þýSingu fyrir taugakertfiS og allan líkamann. AS auki hefir Nugo-Tone inni aS halda scx önnur lækningaefni, sem notuS hafa veriS af beztu læknum um víSa veröld til þessa að aðstoSa náttúruna viS starf hennar mannslíkamanum til vilðhalds. Nuga-Tone er óyggjandi læknis forskrift, sem hann hefir notaS 1 35 ár. púsuiKlir karia og kvenna liu'la Nuga-Tone, og ekki meira en ein manneskja af 300 hefir beSiS um peninga sina til baka. Hvl? Vegna þess, aS mefSaliS hefir veitt þeim heilsu og hamingju. Nnga-Tone inniheHur beztu læknislyf og verSur aS sanna ySur gildi sitt, eða þaS kostar ySur ekki neitt Vor endurgreiSslusamningur! Sérhver flaska inniheldur 90 töflur—mánaSar lækningaskerf. pér getiS fengiS 6 flöskur fyrir $5.00. TakiS Nuga-Tone í 20> daga, og ef þér eruð ekki ánægSir, þá sendiS þér pakkann aftur meS þvl, sem eftir er, og peningunum verður skilaS. Nuga-Tone fæst einnig hjá lyfsölum gegn sömu skilyrðum. LesiS samningana á pakkanum. 20-DAGA ENDURGREIÐSLU ÁBYRGÐARSEÐILL. NATIONAL LABORATORY, Dept. M-l, 1018 S. Wabash Ave., Chicago, 111. HBRRiAR:—'Hér fylgja meS $., er nota skal fyrir . flösk- ur af Npga-Tone, póstfrttt og tollfrttt. Eg ætla aS nota Nuga-Tone t 20 daga og ef eg er ekki ánægSur, sendi eg afganginn, en þér skiliS aftur peningunum. Utanáskrift..................................... Bær.......................................Fylki W RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er „skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ R.JÖMANN TIL The Maniíoba Co-operaíive Dairies LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.