Lögberg - 26.03.1925, Blaðsíða 4
LÖGBERG, lIMTUDAGnNW 26. MARZ 1925
jjögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
ambia Rre*», Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talafanan N-6327 oí N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
L>tanáskrí(t til blaðaina:
THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Wnnlpo*.
Utanáskrift ritstjórsns:
EDlTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpsg, H«n.
The “Löíberg” ls printed and published by
The Columbia Preas, Limited, in the Columbia
Bulldlng, 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba.
Samlagssala ullar.
Á siSastliðnu ári, »endi félagsskapur sá, er Can-
adian Wool Growers Organization nefnifit, 2,500,000
pund ullar til markaðs, frá öllum fylkjunum til aam-
an<s. Ullarsamlag þetta var stofnað árið 1917 og
hefir á isjö ára starfstíma'bili, annast um sölu á 25,
343,504 pundum af canadSskri ull.
Síðan árið 1921, hefir tala sauðfjár í Canada
lækkað að mun og ullarframleiðslan jafnframt mink-
að nofekurnveginn ihlutfallslega að sama skapi.
Samkvæmt hiagfræðitsskjýnslum, nam tala sauðfjár
hér i landi árið sem leið, 2,600,000 til móts við 3,600,
000 í ámlokin 1921. Nam fækkunin því einni miljón,
en ullarframleiðslan þvarr um 7,000,000 punda.
Það er því sýnt að áhugi manna fyrir sauðfjár-
ræktinni, er engan veginn jafnvakandi og skyldi.
Þegar gott var í ári og verð ullar og sauðakjðts hátt,
virðast allmargir hafa lagt nokkru meiri rækt við
fjárstofn sinn. En jafnskjótt og andróðurinn tók að
aukast, eins og til dæmis 1920—1921, sneru menn sér
að einhverju öðru, er arðvænlegra þótti í isvipinn-
Meðan ihið háa ullanverð hélst, vildu allir eignast
sauðfé. En um leið og það lækkaði, dofnaði áhug-
inn og vantraustið isettíst í öndvegið.
Hagnaður af samlagssölunni
Hagnaður sá, er af samlagssðlunni féll félags.
mönnum í skaut, var hreint ekkert smáræði. Ein-
stöku félagsmenn töpuðu þó trausti á söluaðferð þess-
ari, af þeirri ástæðu, að þeir fengu ef til vill ekki
hærra verð fyrsta árfð og sðgðu Isig gagngert úr
samilaginu. S1 íikt var auðvitað hin mesta skamm-
Isýni, eins og glegst má ráða af því, að þeir fjárrækt-
arbændur, er samlagshugsjóni'nni reyndust trúir,
fengu allmiklu hærra verð í fyrra, fyrir ull sína, en
hinir, er sögðu skilið við félagsskapinn og tóku á
ný að selja vöru sína til einstakra kaupmanna.
Fjárrækta rfbændu r þeir í Ottawadalnum í Ont-
ario, er uillina seldu til ‘spekúlanta’ 1924, fengu þetta
frá 18—23 centisi fyrir pundið, um sömu mundir og
meðlimir samlagssölunnar, fengu frá 25—(30 cents
fypir pund hvert, heima á sínum eigin býlum.
Sama Isiagan endurtók sig í suður-héruðum Al-
berta fylkis. Þar fengu bændur, er skjftu við ein.
staka kaupmenn, frá 25—30 cents fyrir ullarpundið,
en hinfr, er stóðu samlagsins megin, frá 32—36 cents-
Þótt hér hafi aðeins tveir landsihlutar verið til-
nefndir, þá gildir Sama reglan vafalaust um alla
hina. Beinn peningahagnaður þeirra bænda, er sam-
laginu fengu 2,500,000 pund ullar til meðferðar, hefir
orðið $100,000 meirií, en ella hefði verið, ef þeir
hefðu fleygt ull sinni í herdur fynsta kaupmannsins
er falaði Ihana.
Hér er aðeinl3i bent á hinn beina peningaihagnað,
en ólbeini hagnaðurinn, er að 'líkindum meiri en svo,
að hann verði í fljótu bagði metinn til peninga.
Því hin heillavænlegu áhrif, sem ullarsamlagsdeild-
irnar hafa haft á hugi bænda á sviðum landbúnað.
arins, eru enn vitanlega hvergi nærri komin í ljós-
Þau hafa þegar aukið samúðina að mun og
að sama skapi stemt stigu fyrir einangrunar og sér-
gæðisatefnunni.
Heimsmarkaðurinn.
Fram að árinu 1917, mátti Isvo að orði kveða, að
canadisk ull, væri með öllu óþekt á heimsmarkaðin-
um. Flokkun ullarinnar var ófullnægjandi og jafn-
vel eigendur hinna canadísku ullarverksmiðja, virt.
ust ekki Ihafa meira en svo góða trú á gæðum ullar
þeirrar, er (hér var framleidd- Það er því auðsætt,
að ullarframleiðendum hér reið á engu öðru meir,
en að vanda vöruna eins og frekast mátti verða og
reyna að opna henni þar með leið inn á heimfsmark-
aðihn. Þetta hefir hepnast svo vel, að nú er canadisk
ull talin jafngitld ull þeirri, sem framleidd er í
Ástralíu, Suður-Ameríku, Suður-Afríku, Bandaríkj.
unum og á Nýja Sjállandi, það er að segja, þegar um
sömu sauðfjártegundir hefir verið að ræða. Er það
því ekkert smáræði, sem unnist hefir á í þessari
grein, síðustu isjö árin hér í landi.
Árið 49(24 náði oanadisk ull afarmikilli út-
breiðslu, enda stóð heimlsmarkaðurinn henni þá op.
inn. Keyptu þá ýrrisir stóriðnaðarmenn erlendir,
frá 100,000 til 200,000 pd. af hériendri ull. En sðkum
tollmúranna, sem Bandaríkjastjórn reisti 1923, varð
innflutningur ullar þangað, héðan úr landi í fyrra.
með lang minlsta móti.
Aukin víðskifti við Bretland.
Því er ekki að leyna, að fremur horfðilst óvæn-
lega til um sölu canadiskrar úllar fyrst í stað, eftir
að Bandaríkin hækkuðu innnflutningstollinn. En
fyrir árvekni ihins canadiska ullarsamlags, tókst brátt
að opna nýjan markað á Bretlandi og víðsvegar
annarsetaðar í Mið-Evrópu- Seinnipart ársins 1923,
voru seld 500,000 pund af ull héðan úr landi á Lund-
únamarkaðinum, en í fyrra freklega miljón punda.
Eru margar fyrirspumir þegar farnar að berast
hingað til lands í samibandi við ullarframJeiðsilu yfir-
s-tandandi árs.
Þessi nýi maricaður á Bretlandi, fyrir canadiska
u 11, hlýtur að sjálfsögðu að verða fjárræktarbændum
vorum ihið mösita gleðiefni.
Eins og gefur að skilja, er það megin viðfangs-
efni ullarsamlagsinlsi canadiska, að koma ullarfram.
leiðslu félagismanna á markað og reyna að selja
hana við sem ibestu verði, að unt er. Hins má þó
jafnframt geta, að samlagið hefir einnig verslað
með ýms áhöld, er fjárræktarmenn þarfnast, sem og
margVJslegan ullarvarning.
ÍÁ það hefir verið drepið hér að framan í hvert
óefni komst með ullarmarkaðinn 1920—1921. Bar
til þesis einkum það tvent, að langt of miklar ullar-
birgðir höfðu safna'st fyrir og lágu ónotaðar, sem og
hitt, að dúkaverksmiðjur á Frakklandi, Þýskalandi«og
í Belgíu voru í hinni mestu óreiðu eftir stríðið, og
ailmenningur í lðndum þeim svo fátækur, að hann
keypti ekki, nema þá sáralítið af ullarfatnaði.
Hinar eldri byrgðir þrotnar-
Nú er svo komið, að afgangs ullarbygðir, er
hvergi að finna. Fjárhagsástandið yfirleitt, ihefir
batnað til muna, frá því er Dawes tillögurnar í skaða-
bótamálinu gengu í gildi og klæðaverkisimiðjur Norð-
urálfunnar starfa með fullu fjöri. Telst hagfræðing.
um svo til, að um þessar mundir nemi þurð ullar,
þrjú hundruð og fimtíu miljónum punda. Er því
full ástæða til að ætla, að ullarverðið fari að mun
hækkandi, eftir því, sem lengra líður á yfirstand-
andi ár.
------o------
Tímarit Þjóðrœknisfélagsins,
('Framh.j
Á blaðsíðu 58 hefst kvæði, er Canada nefnist,
eftir skáldið Þorstein Þ. ÞoPsteinsson, kjarnyrt mjög.
Er fyrlsta erindið þannig:
“Gulls og grænna skóga
geislaiheimur mesti;
óðul fríð þú framíberð
ferðalang og gesti.
Brýtur, rífur, bygglT,
íbrennir, iskapar, gleypir-
Heilla öld í einu
augnabliki steypir-’
Þeir sem veitt hafa athygli risaiskrefum þeim, er
hin unga, canadiska þjóð hefir tekið á framjsóknar-
brauítinni síðuistu áratugina, hljóta að sannfærast
um, að iskáldið í tveitn síðustu Ijóðlínum þessa erind-
is, hitti naglann beint á höfuðið. —
Þá kemur ‘Ferðasögubrot’ eftir iSteingrím lækni
Matthíasson- Skýrir höfundurinn þar frá hringferð
þeirri, er hann fór umhverfis ísland, árið 1921, á.
samt elstu sonum sínum, þeim Baldri og Braga-
Komu þeir feðgar við í fjórtán sýsilum- og er áfanga-
staðanna allra getið- Ritgerð þessi er skemtileg af-
lestrar, en engan veginn að sama skapi veigamikil.'—
Næst mæta auganu þrjú kvæði, eftir skáldkon-
una góðkunnu, Jakobínu Johnison í Seattle. Fram-
hjá ljóðum þeslsum, er ekki unt að ganga, án þess að
nema staðar og litatet um. Fyrsta kvæðið, ‘Þú leizt
hann’, er undurfagurt kærleiks og Isannindaguðspjall
sem vafalaust yljar hverjum þeim um hjartarætur,
er með athygli les. Innri afstöðu móður til barris, —
traustinu takmarkalausa, er ilýst i kvæði þelssu með
slikri hreinkilni, er varpar frá sér geiþilum í allar
áttir.
Fyrsta vísan er á þeslsa leið:
“Þú leist hann þegar lýsti
af líflsi hans fyrsta degi.
— Svo mörg þú smábörn mundir
og mismun greindir eigi. —
En hjarta mitt sló hraðar
log hörmungunum gleymdi.
— það frægðardrauma dreymdi.“
Kvæði þetta er svo samfeld heild, að tæpalst er
réttlætanlegt, að slíta það úr samböndum. En vér
treystum því, að höfundurinn mísvirði eigi þótt svo
sé gert í þetta sinn.
Fjórða erindi erþannig:
“‘Þú sérð mig sitja hljóða
við sjúkrabeð um nætur.
i— þú hugsar : ‘hvílík þreyta’,
og — hve sú'móðir grætur! *—1
En eg finn enga þreytu,
ef aðeins myrkrið rofar, .
og morgun lífi lofar."
Hin kvæðin tvö, ‘í draumi’ og ‘Ef tjaldið fell-
ur* (hugsað til blinds mannís), eru bæði falleg, en
jafnast þó ekki á við það fyrsita.
Það eru nú orðin allmörg ár Isíðan frú Jakobína
vakti á sér athygli austanhafs og vestan, fyrir þýð-
ingar íslenskra ljóða á enska tungu. En hin síðari
árin hefir það komið æ betur og betur í ljós, að hún
er meira en góður þýðari, að hún er þroskað frum.
hyggjuskáld, er skapað hefir sérkennilegt ljóðform.
Þá hefst á blaðsíðu 72, ritgerð ‘Um nýyrðing,’
eftir Pál Bjarnarféon, skýr og skarplega hugsuð.
Viðurkennir höf- að tungunni hafi fénast allmörg
fyrirtaldsgóð orð á þenna hátt og vitnar meðal annars
í eintak (exemplar), fruma (celle), frymi (proto.
plasma), sími (telegraph) o. fe. frv. “En annars er
því miður varla hægt að segja annað um alian
þorra nýyrðanna, en að þau séu ofboð tilkomulítil og
lítt hafandi." Tilfærir höf. ýms óhrekjandi dæmi
máli isínu til sðnnunar í þessu efni. “Hvemig á manni
að detta í hug að ‘alyrða’ eigi að merkja ‘generalis-
era’? spyr höfundur.
Ritgerð þessi, þó ®tutt sé, er hin þarfasta hug-
vekja, og getur vafalaust orðið mörgum til viðvör-
unar um að gleypa ekki hugsunarlaust við ‘nýyrða ó-
hroðanum,’ sem ásótt hefir íslenska tungu á
síðari árum.
‘Eitt er nauðsynlegt', heitir smásaga, eftir Þor-
stein Þ. Þorsteinsson, er næst fylgir á eftir Nýyrðing
Páls Bjarnarsonar. Sagan er ram-íslensk 'sveita-
lífslýsing, skýr og skilmerkileg.
Er fyrst Jýst tveim jörðum, Hálsi og Holti, er
liggja andspænifé hvor annari í dalnum. Hál» er tððu
og engjajörð hin mesta og bjó þar við mikil efni
ekkja, Gyða að nafni, með uppeldissyni sínum,
Snorra. Holt var útbeitarjörð svo góð, að eigi brást
þar snöp„ jafnvel í verstu vetrum. Jörð þá sat Skúli,
ókvæntur óðalsbóndi, se!m hafði peningana fyrir
sinn guð. Er hann einbemi látinna foreldra.
Stjórnar Inga fóstursystir hans með honum búi.
Sunnudagsmorguninn, er saga þessi gerist, verð-
ur Skúla, sem oftar litið yfir að Hálsi. “Gott á hún
Gyða á Hálsi,“ segir hann við sjálfan sig. “Mikið
framúrskarandi stórbú mætti hafa á báðum jörðun-
um. Túnið og engið svona eggslétt og auðunnið á
Hálsi og útibeitin óþrjótandi í Holti.“ Tilhugsunin
um aukinn auð og völd, nær yfirtökum á huga Skúla
og verður að óviðráðanlegri ástríðu. Inga fóstur.
systir hans, ein glæsilegasta stúlka sveitarinnar,
gengur fram á hlaðið, grípur puntstrá og kitlar hann
á hálsinum. “Hann lítur snögt við og horfir í augu
hennar. Og eins og eldingu lýstur þeirri hugsun
niður í sálu hanis:
— Úr þessum augum hefði eg átt að lesa svarið
við spuraingu minni.“ Inga minnir Skúla á kaffið
og kveðfét vera búin að hella í bollana. “Og þú ert
nógu lengi búinn að standa hér í varpanum eins og
merkistaur, og stara yfir að Hálsi,“ ibætir hún við.
Hann segir:
.1— “Eg vildi eg ætti þá jörð.
fHún svarar:
— “Hvað gagnar það manninum, þótt hann eign-
ist allan heiminn, ef —“
Samtalið verður nokkru lengra, en að því loknu,
ganga þau inn í ibæ.
Eftir alllangt innra istríð, afræður Skúli að
bregða sér yfir að Hálsi og leita ráðahags við Gyðu-
Býst hann isparifötum og leggur af stað. Þegar
að Hálsi kemur, stendur Snorri á hlaði. Þeir voru
jafnaldrar, höfðu verið fermingarbræður og búnað-
arskólaibræður, en ávalt komið illa saman. Illa
kunni Skúli þeirri tilhugsun, ef Snorri kynni að
eignalst aðra eins ágætisjörð og Háls og allan auðinn
með. Og svo skyldi nú bónorðið mishepnast. Hitt
var þó verst, að bann var ekki grunlaus um, að Snorri
liti hýru auga til fólstursystur sinnar. Ekki býður
Snorri Skúla inn og er fremur skætingslegur í
tilsvörum. “Þú ihefir annar.s ekki ætlað lengra í
bili, fyrat þú fórst að binda klárinn," segir hann.
IJoks gengur Snorri inn göngin og kallar þaðan
fullum hálsi inn 1 baðistofuna:
— óðalslbóndinn í Óræktar-Holti gerir iboð fyrir
húísfreyjuna á Hálsi- Þú heyrir það mamma.“ Hús.
freyjan tekur iSkúla með virktum og býður honum í
stofu. FaTleg þótti honum (stofan. “Skyldu nú
peningarnir hennar vera þarna í skattholinu, eða í
stórri kistu einhversistaðar upp á stofulofti, eða í
vellæstum kistli inni í baðstofuhúlsinu hennar, eða
skyldi hún hafa þá á sparisjóði, eða á banka í Reykja-
vík?“
Ber Gyða síðan inn kaffi, með allskonar krydd-
brauðstegundum, ásamt flösku af Benedictine!
Hefur Skúli svo bónorð 'sitt. “Viltu verða konan
mín, Gyða?“
‘“Hvií ibiður þú mig þessa, ungi maður? Þú
elskar mig ekki, eins og menn á þínum aldri elska,“
verður svarið.
Spyr Gyða þá hvort hann ihéfldi, að hann vildi
enn kvænast sér, ef hún gæfi burtij allar eigur »ín-
ar, jörð, Ibústofn og alt. Myndir þú hafa beðið mín
ef eg hefði verið bláfátæk og umkomulaus?
Skúli svarar ekki.
Hún heldur áfram:
— Eg ætlast ekki til svars. Eg þekki þig,
Skúli.“
“Skynféamlegu bjónaböndin fara æfinlega best,“
segir Skúli í hita-“
Hiún svarar:
— Þetta yrði ekki einu sinni skynsamlegt hjóna.
band, Skúfli, eins og eg lít á málið .*•
Skúla dylst ekki lengur, að hann hefir fengið
hryggbrot.
Áður en hann hverfur heim, skýrir Gyða -hon-
um frá því, 'leyndarmáli, að Inga fósturaystir hans
sé istjúpdóttir síri. Bætir hún við eftirfylgjandl
orðum:
“En ef þú hefir ekkert út á Ingu að setja, nema
fátæktina, og álítur að hún væri til með að giftast
þér, þá skal eg gefa henni tíu þúsund krónur, sama
daginn og þú kvænist henni. Þær ættu að gera stórt
skarð í þúfurnar og holtin heima hjá þér.
“Og nú hugsa eg að þú farir eins ánægður frá
mér, drengur minn, og þó eg hefði gefið þér sjálfa
mig, okkur báðum, að eg hygg, til angurs og óyndis.“
Að fenginni þessari yfirlýsingu, ræður Skúli sér
vart fyrir fögnuði, kveður og fer.
Undir kveld, hverfur Skúli heim, staðráðinn í
að biðja Ingu. Til þess að orðlengja þetta eigi frekar
fær hann þar annað hryggbrot- Iijga er trúlofuð
Snorra, — þau hafa ,sett upp hringana. Það þyknar
í Skúla um Ihríð og hann óskar að Snorri væri dauð-
ur. Þó nær hann sjálfsvaldi aftur, tekur í hendi
Ingu og þrýstir henni innilega:
‘Eg ætla að verða fyrsti maðurinn að óska
þér til hamingju með trúlofunina. Megi þér æfin-
llega líða ,sem best- Snorri er enginn ódrengur, þótt
mér hafi orðið skuggi hans ærið stór.“ Svo koma
sögulok. Hálslandareignin blasir við í kvöldkyrð.
inni, allar þessar fögru lendur tapaðar honum
um aldur og æfi.
ISumar eftir Bumar brunar Snorri áfram með
slát^uvélina, meðan hann (Skúli) stendur á hausn-
um í þúfunum í Holti og kemst hvergi áfram- Snorri,
féem hefir1 sparkað honum aftur fyrir sig við ferm-
inguna, á skólanum og í kvonbænum! Náð
frá honum besta konuefninu í sveitinni og öHu _____
öjlu, meðan hann hefir bitið sjláfan sig svo fast
í aur og urð hversdagsiholtanna, að hann hefir gleymt
að eitt er nauðsjmlegt: — að elska.“
Saga þessi er að vorri hyggju sú besta, sem
'höfundurinn hefir sent frá sér á markaðinn enn sem
komið er, og ber auðsæ merki aukin® þroska.
Peraónulýsingarnar eru skýrar og lausar við
mælgi.
Á stöku stað fiast oss, sem komast hefði mátt
betur að orði, ein og t- d. á bls,. 84, þar sem sagt er:
“að kjarkur hans og sjálfstraust kemur til baka.“ Ó-
þarflega margar prentvillur eru í sögunni, en
þær breyta að sjálflsögðu engu til um skáldskapar-
gildi hennar.— Framh.
Sjötta ársþing
Þjóðrceknisfélags Islandinga t
Vesturheimi.
Frh.
Næsta dag 27. febrúar var fund-
ur settur á isama stáð og áður, kl.
10.05 f- h.
Ritari las upp fundargerð eíð-
asta fundar og var hún isamþykt í
einu bljóði.
Ingólísmálið var þá næst á dag-
skrá. Las framsögumaður nefnd-
arinnar, Árni lögmaður Eggerts-
son upp nefndarálitið og gerði
því næst grein fyrir því í all-
langri og ítarlegri ræðu. Spunnust
töluverðar umræður út úr því, og
ekki allar hitalausar. Var málinu
skotið á frest þar til embættis-
mannakosningum væri lokið. Var
þá aftur tekið að ræða nefndar-
álitið. Var það í 4 iliðum.
1) Nefndin ileggur til að nefnd.
in, er kosin va» 19- des. á alm.
borgarfundi í Wpg. haldi áfram
að istarfa, unz hún sé leyst frá
istarfi sínu á alm. fundi í Wpg..
þar sem þeir einir hafi atkvæðis-
tétt, eg gefið hafi í varasjóðinn.
2) Ennfremur, að frekar sé
reynt að fá Ing. Ingólflsson flutt-
an til 'Stony Mountain, svo hent-
ugra yrði að hafa samband við
hann, og gera fyrir ihann það, sem
nauðsynlegt væri í framtíðinni og
kringumstæður leyfðu.
3) Að því sem gögn þau, er j
nefndin hefir, benda á það, að
maðurinn sé ekki með fulilri rænu,
þá leggur nefndin það til að geng.
ið verði úr iskugga um það sem
fyrst eftir að hann hefir verið
fluttur til Stony Mountain.
4) Ennfremur að afgangur
varasjóðsins sé geymdur á Prov-
incial SaVings Bond, í sérstöku
‘Trust account-’
Að loknum kosningum var Ing-
ólfsmálið tekið fyrir á ný. Kvað
forseti stjórnaraefndina vilja
gera þinginu reikningsskil fyrir
samskotafénu, en til þess þyrftl
hún að ganga af þingfundi fáein-
ar mínútur. Var samþykt, að mál.
ið skyldi ekki frekar rætt, unz
Istjórnarnefndin hefði skilað af
sér. Tók séra Jónas A. Sigurðs-
son forsetaistólinn, meðan fráfar-
andi stjórnarnefnd gekk af fundi.
Að því loknu las forseti séra
Alibert Krfstjánsson upp skýrslu
um samskotin, en gjaldkeri Hjálm-
ar Gíslason lagði fram sundurlið.
aðan reikning. Safnast hafði allls
$4111.50, útgjöld a'll'S orðið $3228.
83 og því skilað í félagssjóð af-
ganginum $882-67 Voru þesisar
skýrslur forseta og gjaildkera
samþyktar, sem lesnar, með öllum
greiddum atkvæðum.
Þvínæst var nefndarálitið rætt
lið fyrir lið.
Um fyrsta lið urðu nokkrar um-
ræður, unz tillaga kom frá séra
Rögnvafldi Pétursisyni, studd af
Dr. iSig. Júl. Jólhannesson, þess
efnis, að fella liðinn burtu. Var
isú tillaga samþykt með öllum
þorra atkvæða.
Um annan lið urðu töluverðar
umræður. Fanlst fljótt að mörgum
þótti æði varhugavert að binda
ihendur istjómarnefndarinnar, að
nokkru sérstöku leyti, í þessu máli
vegna þess, að mjög væri þá hætt
við, að með því væru þjóðræknis-
félaginu sköpuð vandræði, í við-
skiftum við stjórnvöld þesisa lands-
Var 'bent á að nefndinni hefði
þegar borist fremur kuldalegt
svar, frá fangelisismála-yfirvöldun
um, og hefði það um leið verið
fremur nöpur fyrirspura í þá átt,
hvernig félagið ihugsaði sér að
endurbæta meðferð stjórnarinnar
á þessum fanga. Eftir nokkra
stund bar séra Ragnar E. Kvaran
fram rökstudda dagS'skrá, með að-
s-toð dr. Sig. JÚL Jóhannessonar
og hljóðaði hún á þessa leið:
“í því trausti að stjórnarnefnd
félagsins reyni að afla isér upp.
lýslrigar um hvort ekki megi létta
frekar raunir Ingólfs Ingólfsison-
ar og í því trausti að hún verji
ekki fé úr sjóði þeim, er við hans
nafn er tengdur, í öðru iskyni, til
næsta þings, tekur; þingið fyrir
næsta mál á dagsskrá.“
Þesisi dagsskrá var samþykt með
öllum þorra atkæða og þetta mál
þannig afgreitt af þinginu. —
Kl. 1-30 sama dag var fundur
'settur aftur. Fundargerð síðasta
fundar flesin og samþykt og síðan
gengið til embættismannakosn-
inga.
Árni lögmaður Eggertsson
stakk upp á séra Jónasi A. iSig-
urðssyni,: sem forseta. Einnig var
tilnefndur J. J. Ðíldfell, en hann
dró sig úr kjöri. Þá var og til.
nefndur fráfarandi forseti Albert
Kristjánsson og útnefningum því
næst Itokið-
Forseti var kosinn séra Jónas A
Sigurðsson, með rúmum 50 at-
kvæðum. Séra Albert Kristjánisson
hlaut 22.
Varaforseti var kosinn séra
Ragnar E. Kvaran gagnsóknar-
laust, þareð hr. J. J. Bíldfell baðst
undan kjöri.
Ritari var ko-sinn í einu flvljóði
Sigfús Halldórs frá Höfnum, án
gagnóknar-
Vararitari var kosinn Árni Sig-
urðsson frá Wynyard, í einu
hljóði.
Féhirðir var kosinn í einu llljóðl
Hjálmar Gíslason.
Varaféhirðir var kosinn Páll
Bjaraarson, frá Winnipeg, í einu
hljóði.
Fjármálaritari var kosinn !
einu hljóði Klemens. Jónasson frá
Selkirk.
Vara.fjármálaritari var Páll S.
Pálsson kosinn í einu hljóði.
Skjalavörður var kosinn Arn-
ljótur B. ólson, 1 einu liljóði-
Yfirskoðunarmenn voru floosnir
í einu hljóði Halldór S. Bardal og
Björn Pétursison.
Meðan fráfarandi stjóraarnefnd
gekk af þinginu var Tímaritsmál-
ið tekið fyrir. Las framsögumaður
Tímaritsnefndarinnar, s-éra Ragn-
ar E. Kvaran upp álitið, og var
það í fjórum liðum. Lagði nefndin
það til:
1) að framkvæmdarnefnd fél.
sé fálið að gefa út tímaritið á
næista ári, með sama sniði og áð-
ur-
2) Ennfremur að sömu nefnd
sé falið að ráða ritstjóra með
sömu kjörum og áður.
3) vill nefndin benda á að til-
lögur endurakoðenda síðasta árs
um meðferð á eldri árg. Tímarits-
ins hafa enn ekki verið teknar til
grena, nfl. að heimta inn öll óseld
eintök þeirra. Sé þetta því nauð-
synlegra ,isem erfitt sé í fljótu
bragði að átta isig á því hve mikið
sé útistandandi óselt af ritinu.
4) virðist nefndinni óheppilegt
að dreift sé ábyrgð á ýmsa útsölu.
menn, en fél. eigi ekki aðganga að
neinum sérstökum. Vil'l nefndin
leggja til, sé það lögum samkvæmt
að valinn sé aðalútsölumaður, er
trygður sé með hæfilegu veði.
Annist hann útsölu og ábyrgist,
enda hljóti hann sanngjarna þókn-
un fyrir-
Álitið var rætt lið fyrir lið.
Fyrsti liður samþ. í einu hljóði.
Annar liður, sömuleiðis,
Þriðji liður, sömuleiðis.
Fjórða lið dró nefndin til baka,
þareð ihann kom í l>ága við stjórn.
anskrá félagsins.
Var alt nefndarálitð þvínæist
samþykt með iþeirri breytingu að
4. liður félli í burtu, og málið
þannig afgreitt.
iÞá lagði fram álit sitt nefnd sú
er kosin ihafði verið til þesia að
gera tillögur um þátttöku deilda f
fundarhöldum, og um fulltrúa-
kosningu.
Lagði nefnain það til, að full-
trúar heimadeilda utan Wpg- hafi
'hlutfalls atkvæðamagn við Wpg.
deildina, sem lögð sé til grund-
vafllar, t. d.:
a) Ef einn þriðji flöglegra fél.
þeirra deilda sé mættur í þing-
byrjun, skal erindneki hverrar ut-
anibæjardeildar geta greitt einn
þriðja atkv. löglegra fél. úr sinni
deild.
b) Sömu hlutföll eru hve marg.
ir, isem mæta frá Wpg deifld.
c) Tala löglegra fél. skal &-
kveðin með nafnakalli í foyrjun
hvers þingfundar.
d( Fjölgi eða fækki fél. á fundl
skulu atkv. þeirra foætast við, eða
dragast frá, og eykst þá eða mink-
ar atkvæðamagn utanbæjarfull-
trúa að sama skapi.
e) Sitji einstaklingur úr utan-
bæjardeild þingfund, dragist at-
kvæði þeirra frá atkvæðamagni
fulltrúanis úr sömu deild.
Þar sem tillögur nefndarinnar
fóru fram á lagabreytingu var
samþykt að láta málið bíða næsta
þings, en að senda ölflum deildum
afrit af nefndlarálitinu fyrir
næsta þing, svo að þær gætu tekið
afstöðu til þesis- —
Þá hóf dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son máls á því, að æskilegt væW
að fá frekari vitneskju um foók
ungfrú M. Osteniso, sem sagt væri
að snerti óþægilega íslendinga
hér í Manitoba.
J. J. Bíldfell gat þesis að ungfrú
OstenSo hefði fengið blað það er
ummælin fluttu í garð íslendinga,
til þess að fleiðrétta þau. Eftír
nokkrar umræður var samþykt till-
frá dr. Sig. Júl. Jóhannessyni,
studd af A. B. ólson, um það að
þjóðræknisfélagið fari þess á leit
við félag það, sem væntanlega
gefur út l>ók ungfrú Ostenso, að
fá að lesa bókina.
í nefndina voru flcosnir dr. Sig.
Júl- Jóbannesson, séra Jónas A.
Sigurðsison og Páll Bjamason.
Þesisu næst bar Árni Sigurðseom
frá Wynyard fram íþá tiillögu, að
istjórnarnefnd þjóðræknisfélags-
ins skyldi senda áskorun til vold_
ugasta menningarfélagsins í þesisu
landi, United Church of Canada,
er það héldi ársþing sitt í sumar,
þess efnis, að það fcirkjufélag foeit-
ist fyrir því, að líflátsdómar hér í
Canada verði úr lögum numdir.
'Yar gerður ákafur rómUr að
þessari tillögu og samþykti hana