Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 3
LiöCriSERG, FIMTU1>AGINN 23. APRÍL. 1925. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga .i&jaraaeni Vertu vitund glaðlegri. Einu sinni var fjörgömul kona. Hún var búin að vera ekkja í fjöldamörg ár og sá aldrei glaðan dag. iSvipurinn var orðinn ógn harðneskjulegur og aldrei sást hún brosa. iKvað svo ramt að þessu, að barnalbörnin voru hrædd við hana ömmu sína. En einu sinni dettur gömlu konunni í hug, að nú skuli hún fara til ljósmyndara og láta hann taka mynd af sér. Hún hugsaði með sér: Börnunum þykir eg vera isvipljót, svo að þau eru hrædd við mig. En ljósmyndarinn kann listina þá að fegra myndir manna og hann getur búið til ljúfa og laðandi mynd af mér. Þá mynd geta svo bornin haft til minningar Um mig. iGamla konan settist nú, eins og lög gera ráð fyrir, fyrir framan ljósmyndavélina, alveg eins og hún átti að sér að vera, hörkuleg og fýluleg á svip- inn, eins og hún væri steingjörvingur. Ljósmyndarinn istakk nú höfðinu út undan dökku skýlunni, sem var yfir vélinni og kallaði: “Reynið þér að gera ýður vitund fjörugri á svipinn!” Þetta kom nú heldur flatt upp á gömlu konuna. Var það ekki hann, sem átti að gera svip- inn á henni fjörlegan? Svo fanst henni. Samt reyndi hún að hleypa dálitlu lífi í sig; en það dugði nú lítið. Harðneskjudræ'ttirnir í andlitinu voru hinir' sömu eftir.sem áður. Þá kallar ljósmyndarinn aftur: “Reynið þér að gera yður vitund glaðlegri á svipinn!” Gömlu konunni gat ekki (betur fundist, en að hann segði þetta dálítið óþolinmóðlega og í hálfgerðum skip- unarrómi. Henni fan'st ekki til um þetta og kallaði til hans á móti nokkuð hvatskeytlega: “Heyrið þér mig, herra minn! Ef þér haldið að gömul harmþrungin og geðstygg kona geti gert sig Ibl'íðlega eftir skipun yðar eða einhvers annars, þá þekkið þér illa mann- legt eðli. Það þarf eitthvað að koma utan að til þess að augun fari að ljóma og foirti yfir svip hennar. Þá svaraði ljósmyndarinn ofjboð hlýlega og hjartanlega: “Nei góða, gamla kona! Þvert á móti! Það Verður að koma innan að frá hjarta yðar. Reynið þér bara aftur!” Gamla konan fann, að henni hlýnaði um hjarta- ræturnar við þetta ávarp ljósmyndarans. Satt að segja, þá hafði aldrei fyr nokkurt hlýtt og hjartan- legt orð verið til foennar talað, síðan hún misti manninn sinn. Þetta var kærleiksorð, sem náði til hjarta hennar og örvaði hana upp, svo að hún reyndi á nýjan leik að gera sig glaðlegri og þá tókst það líka foetur. Ljósmyndarinn varð hinn ánægjulegasti og sagði: “Þetta tókst alveg dásamlega. Þér sýnist hvorki meira né minna en 20 árum yngri!” Og í þeim sömu svifum tók hann myndina. Gamla konan geymdi nú 'þessi hlýju orð ljös- myndarans einis og helgan dóm í hjarta sér. — Þegar hún kom heim, þá varð henni fyrst fyrfr að ganga fyrir spegilinn og sjá, hver breyting hefði orðið á yfinbragði sínu. Þegar hún var lengi búln að virða andlitið fyrir sér, þá sagði hún við sjálfa fiig: “Það er líka satt, sem ljósmyndarinn hefir sagt um foreytinguna á mér. En eg ætla nú samt að bíða þangað til myndin kemur, hún tekur af allan vafa.” Og myndin kom. Þar var hún sem öll önnur manneskja. Andlitið Ijómaði af æskufjöri og hjart- ans hlýleik. Gamla konan horfði lengi á myndina, þangað til hún sagði: “Eg segi bara það. Hafi eg einhverntíma verið svona ungleg og glaðleg þá hlýt eg að geta það enn þó gömul sé. iNú skil eg það fyrst fovernig þau geta ræst orðin guðlegu: “Þó að vor ytri maður hrörnl, þá endurnýjast hinn innri maður dag frá degi.” Til þess þarf ei annað en að hjartað verði gagntekið af kærleika Guðs og manna. , Að svo mæltu gekk hún aftur að speglinum og 'sagði við sjálfa sig: “Katrín! líttu upp! Og vertu ofurlítið glaðlegri á svipinn.” Og þá skein hlýjan og gleðin út úr svip foennar. Þá kom Anna litla dótturdóttir hennar, leit á Ömmu sína og sagði undrandi: “Hvað er þetta, amma! Eg held þú sért að verða ung í annað sinn! Hvernig stendur á þessu?” “Það kemur að innan,” svaraði amma. “Þegar manni hlýnar hið innra, þá verður maður óðara hýrari á svipinn. Æskan eilífa, sem aldrei fölnar, er nú að færast um mig alla. Nú yngist eg fyrir Guðs náð upp frá þessum c^gi og með æskubrosið á vörum mun eg héðan fara heim til hans, sem segirr “Eg festi þig mér ítrúfesti og elsku.” Guði séu þakkir, sem gefið hefir oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Guði séu þakkir fyrir eilífu æskuna.” Kæri lesari! Er ekki þessi saga íhugunarefni fyrir mig og þig? Jú, vissulega. Björgunarmaðurinn. Hann Dick átti að vera einfoversstaðar úti til að bjarga sér, eins og foest gengi, en það var hann nú ekki í þetta skiftfo Það lá svo dæmalaust illa á honum, og þegar hann var í slæmu skapi, þá lá hann altaf heima. En þetta “foeima” var ekki' nema ein einasta herfoergiskytra. Húsgögn voru þar engin ekki einu sinni hin allra nauðsynlegustu. Svona var nú fá- tæktin mikil. Hann Dick lá endilangur á trébekk úti við annan vegginn. “Úff, en hvað eg er sársoltinn,” tautaði hann. “Hvar í ósköpunum er “konan” mín? Það er nú svona altaf; það er ekki á vísan að róa, þar sem konurnar eru.” Dick var nú ekki mjög gamall, þó að hann væri 15 ára; en það var honum fyrir löngu orðið ljóst, að konan væri langt um óæðri en maðurinn. Nú heyrði hann að hurðinni var lokið upp, og foonum varð léttara um andardráttinn, og það var eins og hann hélt — “konan” var að koma. “Jæja, loksins ertu þá komin,” hrópaði hann upp, “þú kemur skrambi seint. Hefir lánið leikið við þig í dag.” “Konan” — réttara hefði verið að kalla hana telpu —stóð augnablik og horfði á hann; hún var ekki allgömul heldur, því að 14 ár eru alls ekki hár aldur. Hún var systir Dicks. Hún var hærri en hann og leit út næstum eins og rver annar fulltíða kvennmaður, hún var líka dáindis lagleg. Hún tugði gúmifií í ákafa. “Gefðu mér svolitla gúmmí-tuggu; eg er svo glorhungraður,” sagði Dick. Telpan foorfði á hann alveg forviða. “Hefirðu ekkert fengið í þig í dag,” spurði hún. “Ekki svo mikið sem svona,” sagði hann og lét verða svo sem hársbreidd milli fingra sér. “Eg var að ráfa fram og aftur í allan morgun, en ekki áskotn- aðist mér grænn eyrir; ef svo hefði verið, þá skyldi eg hafa mat á boðstólum handa þér. Þér hefir þá ekkert fénast foeldur, og þó er sagt: “fénast farandi sveltur sitjandi?” “Já, eg fann þennan gúmmíbita á götunni; en eg er banlhungruð eins og úlfur,” svaraði systir hans. ' “Gáttu nú út með mér, við rekumist máské á eitthvað bæði saman.” Dick spratt á fætur og þau urðu samferða niður að höfninni. Það var nú venja þeirra að leita sér þar atvinnu. Það var skrítið að sjá þau saman. Hiún hávaxin, allholdug og í síðum kjól; og gat margur haldið að hún væri móðir Dicks; en hún var líka eina móðirin, sem hann átti nú, þegar þessi saga gerðist. “Það er ljóta óhappið þetta,” sagði Dick. “Eg hefði átt að taka þátt í kappsundinu, isem átti að þreyta seinni partinn í dag; sá, sem sigurinn ber úr býtum, fær tóbatóbréf að verðlaunum; en nú finn eg að eg er alt of linur til að taka þátt í því; maður er liðónýtur, þegar maður fær ekkert í svanginn.” Þau komu niður að höfninni, systkinin, og stóðu þar steinþegjandi og horfðu á mannfjöldann, sem var að spígspora þar á nýja hafnarbakkanum. Hann var alveg svartur af fólki, sem stóð þar og horfði út á bárurnar, >sem brotnuðu freyðandi við foafnar- bakkann. Allir horfðu í sömu áttina, á sérstakan stað á hafnarbakkanum. “Sko, Dick,” sagði Maud, “hvað eru þeir að gera þarna?” Diik leit þangað. Þetta voru þá ljósmyndarar, sem blaðamaður í New York hafði sent þangað til þess að taka Ijósmynd af nýja hafnarbakkanum og öllu fólkinu, sem var að “spássera” þar. Hann ætlaðl að hafa myndirnar með grein í sunnudagsblaðinu sínu um þetta nýja mannvirki. Dick hafði nú svo oft séð annað eins og lét sér fátt um finnast og snéri sér að öðru. “Mér stendur alveg á sama um þetta,” sagði hann. “Bara að iþað gaulaði ekki svona ámátlega í maganum á mér.” Maud varpaði öndinni heldur órólega. Dick foorfði á hana með mikilli athygli; hún var alt í einu orðin stokkrjóð í framan og deplaði nú augunum til hans. “Hafðu nú augun hjá þér!” hvíslaði ihún að honum starandi á ljósmyndarana. Fólkið þyrptist saman á hafnanbakkanum, svo að lá við troðningi, það vildi láta taka mynd af sér. En þegar minst varði rak hefðarstúlka upp óp mikið og foenti á garðinn skamt þaðan, sem Ijósmyndar- arnir stóðu. Mannfjöldinn starði nú allur þangað niður. Þeir sáu unga stúlku hlaupa fram hjá ljósmyndurunum og útá ystu brún hafnarbakkans og var auðséð, að hún ætlaði að varpa sér í sjóinn. Hún stundi og veinaði af örvílnun. “Eg er orðin leið á lífinu,” æpti hún, “eg vil sálga mér. Verið þér allir sælir!” Svo stökk hún fram af og skvampið heyrðist og hún var óðara komin á bólakaf. Allur múgurinn rak upp skelfingaróp. Báðir ljósmyndararnir stóðu eins og höggdofa af skelfingu. “Bjargið henni, fojargið henni!” æptu hefðar- konurnar, “hún druknar!” En enginn hreyfði sig. Einn foeið þess að annar létj eitthvað til sín taka. En í sömu svifum hljóp hálfvaxinn piltur fram á brúnina á bakkanum, hugsaði sig um svo sem augnáblik og fleygði sér svo í sjóinn. Það var Dick. Eftir nokkur sundtök komst hann þangað, sem stúlkan var að drukna. Fólk foélt niðri í sér andanum, svo var það á nálum um þetta. Dick tókst að ná stúlkunni með aðdáanlegu snar- ræði. Þetta var nú matur foanda folaðinu. Að svipstundu liðinni laust allur múgurinn upp fagnaðarópi. Ungi og hugrakki sundmaðurinn náði tökum á stúlkunni og svam með hana aftur upp að bakkanum. Þar var maður fyrir með reipi 'og að stundu liðinni voru þau Dick og stúlkan unga aftur komin á þurt land. “Úff,” sagði Dick og hrækti og hóstaði. “Þetta er regluleg svaðilför — og vera svo þar á ofan glor- hungraður.” Fólkið þyrptist nú I kringum ibjörgunarmanninn og ljósmyndararnir fremstir; þetta gátu þeir ekki látið fram fojá ®ér fara. Rétt í þesisum svifum var þar að lögregluþjðn. Þegar stúlkan sem ætlaði að dreWcja sér, sá hann, þaut foún af stað, eins og byssuforend og var horfin áður en nokkur vissi. “Þetta var Ijóta tiltækið,” sagði annar ljós- myndarinn, “sú hefði þó getað sagt oss fróðlega sögu.” “Nú foeindist alt athygli þeirra að Dick. Þeir spurðu hann að nafni og aldri, og var þeim sér- lega ant um að vita hvernig honum liði. “Eg er glorhungraður,” sagði Dick hátíðlega, “maginn í mér er galtómur.” Fólkið hló að honum og sagði, að úr því skyldi verða ibætt Ibráðlega, og áður en Dick færi burtu af þessu sjónarsviði, þá hafði honum fénast aragrúi af smápeningum. Síðan “spásseraði” hann með ljós- myndurunum inn á skrifstofu ritstjórans og þar fékk hann bæði mikinn og góðan mat í svanginn, og þá komst hann forátt í foesta skap, já, þá varð nú upp á honum typpið. Dick var spurður spjörunum úr; hann sagði alt, sem hann vissi og talsvert fram yfir það. “Það er nú ekki vert að minnast á það,” sagði Dick, þegar farið var að hrósa honum fyrir þetta dáðaforagð. “Þetta hefi eg gert áður mörgum sinn- um. Þetta er tíunda mannskepnan, sem eg foefi dregið á land. ÐE5g geri það til þess, að halda því við, sem eg kann í þessari íþrótt.” Hann fór nú að torjóta foeilann um það dálítið, hvað afreksmenn væru vanir að segja við svona tækifæri, og loks rámaði hann í það. “Það var ekki nema skylda mín,” sagði hann. iRitstjórinn var alveg hrifinn af Dick. Nú gat hann samið laglega grein til að setja í blaðið næsta sunnudag, og þá átti það að verða heyrinkunnugt um alla borgina, að þessi drengur væri arfeksmenni. Dick lét sér nú fátt um finnast þennan vænt- anlega frama. En þegar ritstjórinn fékk foonum tíu dollara seðil, þá ætlaði hjarta hans að bráðna af þakklátsemi. Og á heimleiðinni lagði hann niður fyrir sér rósfögur framtíðaráform. Þegar heim kom, stóð Maud þar og var að vinda fötin sín. Hún æpti upp yfir sig af fögnuði, þegar hann dró peningana ujjp úr vasa sínum. “Sagði eg þér ekki, að þú skyldir hafa augun fojá þér.” Dick kímdi gleiðgosalega. “Jú, Sara Bernhard,” svaraði hanri, “þér tókst upp.” Svo fór hann að telja saman peningana í snatri. “Nítján dollarar og dálítið meira,” sagði hann. “Og ef þú ert ekki alt of þreytt á lífinu,” sagði hann ennfremur, “þá geturðu fengið dálítið af því til að lifa á.” “Og eg er þér meira en samdóma um það,”, svaraði Maud. Huldar undir, Það er ekki langt síðan að lítil stúlka I einum af stórtbæjunum okkar hérna í Ameríku, var leidd inn í skrifstofu skólastjórans til að gera grein fyrir því, hversvegna hún væri svo oft fjarvendi frá skólan- um. Af þessari óreglu hafði það leitt, að hún varð langt á eftir hinum börnunum með nám sitt, og enga fullnægjandi ástæðu gat hún gefið. Um leið og ilitla stúlkan kom inn í skrifstofuna, tók kvenkennarinn vingjarnlega í handlegg hennar, og hana furðaði ekki lítið á því, að foarnið kveinkaði sér og reyndi að forðast snertingu hennar. Ná- kvæmari rannsókn leiddi í Ijós huldar undir og 'bláa foletti á litla handleggnum, — já á öllum litla lík- amanum. Það voru ljót, þnotin og ibólgin sár. Þetta voru óeðlileg og dýrsleg bit móðurinnar, sem á þenna hátt hegndi dóttur sinni iþegar hún vanrækti að leysa af hendi innanhúss-störfin, sem barninu var alls ómögulegt, ef það átti að sækja skólann. Liltla stúlkan grét, eins og hjarta hennar ætlaði að springa, þegar hún sagði frá þessari, fyrir hana svo niðurlægjandi sögu. Það voru ekki sárin sem tennur móðurinnar höfðu framleitt, er ollu henni sáhsauka, i— nei, hin andlega kvöl, yfir því að þessar huldu undir með hina svívirðilegu sögu foak við sig urðu að koma í Ijós, var miklu, margfalt stærri. Bæði kvenkennaranum og skólastjóranum of- bauð þessi voðalega saga afarmikið, því vön eins og þau voru við að umgangast foðrn, skildu þau undir eins fovað veslings litla stúlkan hafði liðið. Enginn vissi það áreiðanlega, en það var hugsanlegt og enda ^ líklegt, að þetta foarn hefði liðið ósegjanlegar kval- , ir af keksni hinna foarnanna, við kaldranalegar ofan- i ígjafir í skólalbékknum og háð bekkjarfélaga henn- ar. Barnið var einurðarlaust og óframfærið. Eng- inn vissi um hinar huldu undir foak við þunna og lélega kjólermina. Þegar hermennirnir gengu á land í Vera Cruz 1914, var ungur farmaður deyddur. Þessi iblóðfórn foinnar amenísku þjóðar foanst út um alt landið. Lík unglingsins var að hermannasið sent til heimilis hans, og meðal þeirra mörgu, sem fyltu járnlbraut- arstöðina í Chicago, til þess að sjá hermanna sorgar- lestina koma, voru látlaus, gráfoærð fojón, og var svipur iþeirra allur annar en hinna, sem forvitnin hafði leitt þangað. Þeir sem stóðu í nánd við hjónin hafa máské forosað að trufluninni og áhyggjunum, sem skein á svip þeirra. Götuprangari rétti þeim ljósmynd og kallaði: “Kaupið mynd af Jimmy W. — hetjunni frá Vera Cruz! Tvær fyrir 25 cents.” Konan féll í yfirlið í faðminn á manni sínum. Máðurin, sem hafði ekið þeim til stöðvarinnar, sagði hver þau væru, og lögregluþjónninn ruddi foraut í gegnum mannþyrpinguna fyrir sorgarlestina og kallaði: “Þetta eru foreldrar hans.” Mönnum verður ósjálfrátt að hrylla við viðhafnarlátforigðun- um, sem eiga sér stað við s>lík tækifæri. Og þó er Professionaí Cards DR. B. J. BRANDSON ai«-220 MEDIOAXj ARTS BliDG. Oor. Grsham and Kenoed; Sta. Phone: A-1834 Offiee tlmar: 2—3 HelmUl: 77« Vlctor St. Phone: A-7122 Wlnnipes, Manltoba VTér leggjuin sérsmka ðherzlu & að selja meðul eftlr forskriftum lækna. Hln beztu lyf, sem h»*gt er að fá eru notuð elngöngtt. . pegar þér komlð með forskrliftum tll vor meglð þjer vera vlss um að fó rétt það sem lækn- Irlnn tekur tll. COIX7DEOGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-765B—765» Giftlngaleyflsbréf *eld DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAT, ARTS BLDO. öor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tlmar: z—S HelmUi: 764 Victor St. Phone: A-7586 Wlnntpeg, Manltoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAX ARTS BXJIG. Oor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 OfTice Hours. 3 to 5 Heimlli: 921 Sherbume St. Wlnnlpeg, Manltoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAX ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjökdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. Heimlll: 373 Rlver Ave. Tals. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aSra lungnasjúkdðma. Er að flnna & skrifstofunnl kl. 11—12 f.h. og 9—4 e.h Sfml: A-3521. Heimili: 46 Allotvay Ave. Tal- eimi: B-3158. DR. A BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna tg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. k. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Vktor 0br. Simi A 8180. DR Kr. J* AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. fo- Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talaími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Samerset Block Oor. Portage Ave. og Donald St. Talsfml: A-8889 Munið Símanúmerið A 6483 og pantitS me5ðl yðar hjé, oss. — Sendið pantanir samstundia. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugseBi eru öyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsrika reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 KeArllM BuUdlng. Portage Ara P. O. Box 1656 Pbones: A-684B og A-6S46 W. J. IINDAL, J. H. LTNDAL B. STISFAN8SON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-VVest Perm. Bldg. 356 Mitin Street. Tals.: A-496S >«lr hafa einnlg skrltotofur aC Lundar, Rivsrton, Gimll og Pinay og oru þar aC hltta á eftlrfytgj- andi tlmum: Lundar: annan hvern mlCvlkudag Rivarton: Fyrsta tlmtudag Glmllá Fyrsta mlCvlkudag Plnsy: þriCja föstudag 1 hverjum mánuCl Stefán Sölvason Teacher of Piano Ste 17 Emily Apts. Emily St. A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð*ngur Hefir rétt til að flytja máJ bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard. Sask. Selnasta ménudag i hverjum mán- uCi staddur 1 Churchbridgs. Dr. H. F. Thorlakson Phone [8 CRYSTAL, N. Dakota A. S. Bardai 849 Sherbrooke St. Solui lfkkistui og annait um útfarir. Allui útbúnaðui sá bezti. Ennfrccn- ur aelur kann alskonar minniavaið'a og legsteina. biuiliL ulsiuil * HelmiUs tAltáml N WM W # EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aC blCa von úr vltl. vitl. Vinna «11 ábyrgst og lsyst af hendi fljðtt og vel. J. A. Jóhansssam. 644 Burnell Street F. B-8164. AC baki Sarg. Flrs Hal JOSEPH TAVLOR lögtakbmaður Heámtllstals.: 8t. Jotm 1M4 Skrifstofu-Tals.: A *WW T.kur lögtakl bæCl hðsal.lgtMtotld* vsCskuldlr, vlxlaskuldir. Af*t lílá 6l ssm aB lögum lýtur. Skrltstefa »66 MiUn Verkstofn Tals.: Helma Tals.: A-8383 A-9364 G L. STEPHENSON Plumber Mlskonar rafmagnsáliöld, svo stranjárn vtra, allar trpindir af glösum og aflvaka (batteriee) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Ijátlð ekkl hjá lfða að endur- nýja reiðhjölið yðar, áður en msatu annirnar byrja. Komið með það nú þegar og látlð Mr. Stebbtas gefa yður kostnaðar áætltm. — Vandað verk ábyrgst. (MaCurinn sem allir kannast vlfi) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Wlnntpeg Giftinga og ... Jarðarfara- »lom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tal*. B720 ST IOHN 2 RNMG 3 þessi tilviljun ein af hinum huldu undum, sem af og til eru hispurslaust opinberaðar hinum fougsun- arlasua heimi. Þannig er það og verður ávalt að vera í heimi harms og kvala. Dauðinn hylur sina herfilegu á- sýnd undir rósunum, sorgin liggur bak við hina tvö- földu grímu gleðinnar. Við og við er alt af einhver, sem forosandi hristir hnífsoddinn í hinni holu und.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.