Lögberg - 23.04.1925, Page 6

Lögberg - 23.04.1925, Page 6
Bu. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN. 23. AFRIL. 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL “Pilturinn man ekki eftir mér,” sagði maður- inn fljótt og brosti til Brinsmades. “Jú, eg man eftir þér,” flýtti Stephen sér að svara. Hann ■ leit á stjörnuna á axiarborðanum. “Þ-ú ert Sherman yfirlherforingi.” “Ágætt!” sagði yfirherforinginn hilæjandi, á- gætt!” “Og er nú yfirmaður Benton hertbúðanna,” bætti Brinsmade við. “Viltu ekki gera svo vel Og fá þér sæti?” “Nei,” sagði Siherman með áherslu og ibandaði hendinni á móti stólnum. “Eg vil heldur standa.” Svo brosti hann, eins og honum hefði dottið eitt- hvað skrítið í hug, og Stephen fanst ofurlítill ertnis- svipur koma á andlitið'á honum. ‘^Og þú hefir þá heyrt af mér síðan við sáumst,” sagði hann. “Já.” “Já.” “Hm! Býst við að þú hafir heyrt að eg væri vit- laus,” sagði hershöfðinginn m'eð sinni vanalegu hreinskilni. iStephen varð orðlaus. “Hann hefir líka 'lesið lygina í blöðunum, Brinsmade,” hélt hershöfðinginn áfram fljótt. “Eg skal reka blöðin ofan ; kokið á þeim fyrir að segja, að eg sé vitlaus. Það er ait hermálaráðherranum að kenna. Hefir Brinsmade nokkurn tíma sagt þér frá Cameron. Hann og föruneýti hans kom til St. Louis í haust, þegar eg var við herþjónustu í Kentucky og þeir komu upp í hehbergi mitt í Galt hótelinu. Jæja við lokuðum hurðinni, og Miller sendi okkur upp góða máltið og vín. Þegar við vorum búnir að borða, lagðist ráðherrann upp í rúmið mitt og við fórum að bera ráð okkar saman. Hann spurði mig að, hvernig að eg héldi að það gengi til í Kentucky. Eg sagði honum það. Eg náði í landabréf. Eg sagðl: ‘Líttu nú á, ráðherra góður, hér er öll leiðin, sem samlbandsherinn verður að verja frá Potomac ánni til Kansas. Hér er McClellan austast og hann hefir hundrað mílna Ibreitt svæði; hér er Frémont að vest- an með hundrað mílur, og hér erum við í Kentucky í miðjunni með þrjú hundruð mílur. McClellan hefir hundrað þúsund manns, Frémont hefir sextíu þús- und. Þú lætur okkur, sem þurfum að verja þrjú hundruð mílur, hafa átján þúsund.’ ‘Hvað marga viljið þið fá?’ spurði ráðherran. ‘Tvö hundruð þús- und,’ svaraði eg, ‘áður en lýkur.’ Cameron fórnaði upp höndunum og sagði: “Guð sé oss næstur! Hvað- an á að taka þá?’ ‘Norðurríkin eru full af herdeild- um, sem þið í Washington viljið ekki sjá,’ svaraði eg. IMundu eftir því sem eg segi, þið munuð þurfa þeirra allra með og fleiri til, áður en við verðum • búnir að bæ'la niður uppreisnina! Jæja, hann var hinn besti þegar við vorum búnir að tala um þetta, og eg hélt að það væri úttalað um þetta mál. En það var nú eitthvað annað: hann fór aftur til Washington og lét það berast út þar, að eg væri vit- laus, því eg vildi fá tvö hundruð þúsund menn í Kentucky. Svo er mér skipað að gefa skýrslu til Hallecks Ihér í Missouri og hann skipar mér að koma aftur frá Sedalia af því að hann trúir þessari lygi.” Stephen sem hafði lesið þessar sögur fyrir mánuði eða meira átti bágt með að dytlja undrun sína. Hann Ihorfði á manninn sem stóð fyrir framan hann — fullur af áhuga, ákveðinn, gáfulegur og hreipskilinn í augum hvers ókunnugs manns, sem hann gaf sig að —I og hann furðaði sig á, hvernig nokkur maður, sem hefði talað við hann, gæti trúað þeim. Brinsmade brosti. “Þeir verða að prenta eitt- hvað, hershöfðingi,” sagið Ihann. “Eg skal gefa þeim eitthvað til að prenta, seinna meir,” sagði hershöfðinginn hörkulega. Svo breytt- ist svipur hans. “Brinsmade, þið höfðuð ráðstefnu með Frémont, eða var ekki svo? Anderson sendi mig hingað í septemlber og fyrsti maðurinn, sem eg hitti í Planters hótelinu var Appleton. “Hvað ertu að gera í borginni?” spurði hann. “Eg er kominn til þess að finna Frémont,” sagði eg. Þú hefðir átt að heyra hláturinn í íhonum. “Þú lætur, þér þó varla detta í hug, að Frémont talli við þig?” sagði hann. “Hlvers vegna ekki?” spurði eg. “Jæja,” sagði Tom, farðu þá til hallarinnar hans og mútaðu ungverska prinsinum, sem stjórnar lífverði hans, til þess að ná (þér í góðan stað innan um sentorana, ríkisstjórana og helstu borgarana, og það er mögu- legt að þú gætir fengið að sjá hann áður en dagur- inn væri a^veg liðinn, fyrst þú ert sendur af Andbr- son. ‘Það er ekki einn maður af hundraði, ekkl einn af hundraði, sem kem'st að hæsta aðstoðar- manni hans,’ sagði Appleton. Næsta morgun,” hélt yfirherforinginn áfram með sinni skjótu, ójöfnu rödd, “borðaði eg morgunverð fyrir dögun og fór svo þangað. Þar var alt fult af mönnum frá Kali- forníu. Vildu þeir gera samninga um að leggja ihernum eitthvað til. Eg sá Frémont. Fór aftur til hótelsins. Fleiri Kaliforníumenn þar, og, sem eg er lifandi maður, gamli barón Steinberger með nefið alveg ofan í gestaskránni.” “Það var dálítið erfitt að ná tali af Frémont,. hershófðiíigja,” sagði Brinsmade. “Það var ólag'á ýmsu og leit ekki vel út, þegar þessir fyrstu samn- ingar voru gerðir. Frémont var góður maður og það var ekjci honum að kenna, þó að reynsluleysi vistastjóra hans gerði sumum af þessum mönnum mögulegt að verða ríkir.” “Nei,” sagði ih'ershöfðinginn. “Honum að kenna. Vitanlega ekki. Góður maður! Já, auðvitað var hann það — gat ekki komist af við Blair. Þessi her- réttarpróf, sem verið er að halda hér núna, hafa vakið eftirtekt um alt land. Eg býst við að við fáum nú að heyra, hvernig þessum auði hefir verið safnað. Það er skemtilegra en að vera í leikhúsi, að heyra hvernig þessi vitni ljúga hvort um annað fyrir rétt- inum.” Stephen hló að því, hve skemtilega og fjörlega hann sagði frá þessu. Hann hafði sjálfur verið viðlstaddur einn dag, þegar herréftturinn var að prófa vitni viðvíkjandi verði á múlösnum, og vitnið var sami maðurinn með gula skeggið, sem hafði boðið í slaghörpu Virginíu á móti dómaranum. “Heyrðu, Stephen,” sagði hershöfðinginn fljótt, “farðu og taktu eina af þessum fallegu stúlkum frá undirforingjunum mínum. Þeir dansa of mikið við þær.” ( “Þeir eiga það skilið,” sagði Stpehen. Hershöfðinginn lagði hendina á öxl hans, eins og hann grunaði hvað Stephen hugsaði, en sagði ekki. “En sú vitleysa!” sagði hann, “þið starfið í þessum ófriði en við ekki. Við gerum allan skaðann, en þið bætið hann. Hvar stæðu vestrænu hersveit- irnar okkar, ef Brinsmade og iþið, sem hjlápið hon- um gerðuð ekki það sem þið gerið. Þú skalt ekki fara á vígvöllinn enn, ungi maður. Við þurfum að hafa þá bestu, sem við eigum, til vara. Hann leit á Stephen. “Þú hefir fengist við einhverjar heræf- ingar?” “Hann er höfuðsmaður í Hallecks varnarliðinu,” sagði Brinsmade, “og hann er sá belsti maður við* æfingar, sem við höfum haft hér. Hann hefir lika komist i stríðið sjálft.” Stephen roðnaði og mótmælti þessu, en hers- höfðinginn ihrópaði: “Eg hefi sjálfur ekki komið á vígvðll í þessu stríði. Eg vissi að hann væri hermaður. Við skul- um nú isjá hvprsu góður hann myndi vera til að hugsa út, hvar ætti að gera áhlaup. Hefir þú nokkurt landalbréf Ihér, Brinsmade?” j Brinsmade hafði það, og hann fór með þá aftur í bókáherlbergið. Hersihöfðinginn lokaði hurðinni, kveikti í yindli með einni skjótri hreyfingu og fór að Iblása út úr sér þéttum reykjarstrokum. Stephen vissi varla hvernig hann ætti að taka þessu trausti, sem hershöfðinginn var svo örlátur á. Þegar búið var að leggja landabréfið á borðið, dró hershöfðinginn ritblý upp úr vasa sínum og bentt á ríkið Kentucky. Svona dró ihann stryk frá Columibus til Bowling Green, yfir Donelson og Henry vígin. “Hér eru nú uppreisnarmannafylkingarnar, Stephen,” sagði hann. “Sýndu mér hvar er rétti staðurinn að reyna að brjótast gegnum þær.” Stephen hikaði augnablik, svo benti hann á míðjuna. “Ágætt!” sagði hershöfðinginn, “ágætt!” Hann dró ibreiða línu yfir hina og hún náði næstum að Tennesee-ánni. Hann snéri sér að Brinsmade. “Þetta er einmitt spurningin, isem Halleck lagði fyrir mig um daginn, og eg svaraði henni til svona. Það er maður þar niður frá einhversstaðar sem heitir Grant. Takið eftir honum. Hefir þú nokkurn tíma heyrt ihans getið, Brinsmade? Hann átti hér heima einu sinni. Fyrir einu ári var hann lægri í tigninni en eg var; nú er hann oðrinn yfir- herforingi.” Stephen 'mundi alt í einu eftir atburðinum hjá vopnabúrinu fyrir tæpu ári. “Eg sá hann,” hrópaði hann. “Hann var Crant höfuðsmaður og átti heima við Gravois veginn. En það er ómögulegt að hann sé sami maðurinn og sá, sem tók Paducah og tók þátt í Belmont bardaganum.” 'Hershöfðinginn hló og sagði: “Eg er svei mér ekki hissa á því >þó að þú sért forviða. Það er dugur í Grant. Þeir snéru honum til og frá krlngum Springfield eftir að stríðið byrjaði, eins og hann væri einhver hermála snati. Svo gáfu þeir honum herdeild, og í henni vor þeir allra verstu þorparar og illþýði, sem maður hefir nokkurn tíma auga litið, En hann var ekki lengi að laga þá til. Hann vægði þeim ekki4 Hann lét þá ganga hálfa leiðina þvert yfir ríkið í staðinn fyrir að aka í járnbrautarvögn- unum, sem ríkisstjórinn bauð fram. Belmont! Já sannarlega var hann maðurinn, sem rak uppreisnar- liðið iburt úr Belmont. En svo sleptu piltarnir sér alveg þegar þeir komu inn í bæinn en það var ekki Grant að kenna. Uppreisnarmennirnir komu aftur og ráku þá út í bátana á ánni. Brinsmade, þú manst eftir því, að þú heyrðir um það. Grant misti svo sem ekki jafnvægið. Hann sat á hestbaki uppi á há- bakkanum meðan menn hans duttu hver um annan í flýtinum af að komast út í bátana. Já, þarna sat ihann og reykti vindil,alveg forviða á þessu, og upp- reisnarmennirnir létu eins og óðir menn alt í kring- um hann. Og hvað haldið þið,” hrópaði hershöfð- inginn frá sér numinn, “að hann hafi svo gert? Hann reyndar lét hestinn renna sér aftur á bak nið- ur bakann og reið svo yfir valtan planka út á gufu- bátinn. Og óvinirnir stóðu á bakkanum og störðu á. Þeir voru svo forviða, að iþeir skutu ekki nokkurn ■' mann. Bíðið þið bara og takið eftir hvað Grant gerir. Og heyrðu nú, Stephen, farðu og náðu í fallegustu stúlkuna, sem þú getur séð. Ef nokkur af piltunum hefir á móti því, þá segðu að eg hafi sent þig.” Næsta mánudagsmorgun kom gestur til Step- henis. Gesturinn var Tiefel litli, sem var orðinn lautinant. Hann var með hálfvaxið skegg og útitek- inn. Hann hafði fengið leyfi til þess að fara hfeim nokkra daga. Hann hafði verið með Lyon hjá Wil- son’s Creek og hann hafði sorglega sögu að segja um það, hvernig hann hefið fundið Richter liggjandi á orustuvellinum kaldan og stirðan en með friðar- bros á andlítinu. Og var það ekki undarlegt, að hann skyldi að lokum hafa fallið fyrir sverði? Þetta var sorglegur fundur fyrir þá báða, >því hvor um sig minti hinn á kæran vin, sem þeir mýndu aldrei framar sjá. Þeir fóru og borðuðu kvöldverð saman eftir þýskum hætti og Tiefel gleymdi smám saman sorginni yfir ölkölinunni. Stephen hlustaði með sársauka á sögu hans um orusturnar, sem hann hafði verið í, svo að Tiefel hrópaði loksins:— 1 “Heyrðu, vinur minn, þú ert þunglyndur eins og ugla. Eg skal segja þér iskrítna sögu. Hefir þá nokkurrt tíma heyrt getið Um Sherman hershöfð- ingja? Hann >sem þeir segja að sé vitlaus.” “Hann er ekki Vitlausari en eg,” sagði Stephen með nokkrumi hita. “Er hann það ekki?” svaraði Tiefel. “Eg skal þá sýna þér, að það er rangt. Þú manst eftir, að hann var í Sedalía 1 nóvemiber að yfirlíta heibúðirhar þar. Og hann svaf í dálítilli sveitabúð þar, sem eg hafðist við í. Hann fór á fætur um miðja nótt og gekk um gólfið milli búðarborðanna og baðaði út höndunum. ‘Svona’ isagði hann, ‘og svona, Sterling Price verður hérna og Steele þarna, og þessi fylkingararmur fer í þessa áttina. Þeslsi og þessi, sem hann nefndi, sagði hann að væri bölvaður asni. Er hann ekki vitlaus? Svona gekk hann um í heilar þrjár klukku- stundir. ‘Og,’ sagði hann, ‘Pope á ekkert með að vera í Osterville og Steele hér í Sedalía með sína herdeild dreifða út um alt. Þeir verða báðir að setja tjöld sín niður við La Mine ána og fiokka niður liðið, isvo að það verði viðráðanlegt.” “Sé þetta vitleysa,” sagði Ctephen með svo mikilli áherslu, að Tiefel varð hissa, “þá vildi eg að við ættum fleiri vitlausa hershöfðingja. Það sýnir bara hvernig að miður góðgirnilegar fréttir berast út. Það sem iSherman sagði um lið þeirra Popes og Steeles er heilagur sannleikur, og ef þú vildir gera þér það ómak, Tiefel, að athuga þetta, þá myndir þú sjá það.” Og Stephen sló ölkönnunni ofan í borðið með isvo miklu afli aö þeir, sem nærstaddir voru hrukku við. “Drottinn minn góður!” hrópaði Tiefel, en hann talaði í aðdáunarróm. Ekki fullum mánuði síðar var spádómur Sher- mans um Grant hershöfðingja kominn fram. Grant var lofaður um alt land. Hann hafði farið fljótt og leynilega upp með Tennesce ánni samhliða fallbyssu- bátunum, sem sjóliðsforingi Foote réði fyrir, og þar hafði hann brotist gegnum fylkingar Sunnanmanna, einmitt þar sem Sherman hafði bent á. Henry-ví^- ið var fallið og Grant var þá á leiðinni til þess að setjast um Donelson-vígið. , Brinismade ihalfði strax, viðbúnað til þess að fara tafarlaust á vígvöllinn og hann fór með hjúkr- unarkonur og lækna með sér til Paducah. Það var heilan dag verið að hlaða bútana með sáraumbúðum, lytfjum og1 kössum með mat í handa særðum mönn- um. Veðrið var dimt og hráslagalegt, eins og það var oft þennan vetur, þegar Stephen þrengdi sér á milli flutningsvagnanna yfir hált grjótið niður að lendingarstaðnum. Hann bar körfu sem móðir hanls hafði tfýlt. Hann flutti líka skillaiboð frá dómaran- um til Brinsmades. Hann rakst á Sherman herfor- ingja, er hann var að reyna að komast eftir þilför- unum, sem voru tkröK af fólki. Hershöfðinginn tók umsvifalaust í öxlina á Stephen. “Vertu, sæll Stephen,” sagði hann. “Vertu sæll,” svaraði hann og færði körfuna yfir í hina hendina, til þesis að geta tekið í hendina á hon- um. “Ertu að fara burt?” “Mér er skipað að fara til Paducah.” Hann leiddi Stephen inn í tóman klefa. “Brice,” sagði ihann, “eg hefi ekki gleymt því, hvernig þú ibjargað- ir syni Brinsmades í Jacksons herbúðunum. Mér er sagt, að þú sért til mikils gagns hér. Farðu ekki í stríðið, segi eg, nema að þú megir til; eg á auðvit- að ekki við að þú verðir neyddur til þess. En þegar þér finst, að þú getir farið, þá komdu til mín eða skrifaðu mér bréf. Það er að segja, ef þú ert ekki hræddur við að vera undir vitlausum manni.” Stephen svaraði fáu til, og það er mælt að yfir- hershötfðingijanum hafi fallið það vel í geð. 42. KAPÍTULI. Eliphalet spilar trompunum. Það var komið sumar aftur. Sódin skein á borgina allan liðlangan daginn, og á nóttunni lagði hitann út úr glóðheitum múrveggjunum. Stóror- ustur höfðu verið háðar og mikill her hafði verið dreginn saman fyrir stærrí orustur, sem í vændum voru. “Jinny,” sagði otfunstinn einn dag, “það er lítið gagn að okkur hér í borginni. Eg held að það sé rétt eins gott að við förum út til Glencoe.” Virginía lagði ihendurnar um hálsinn á föður sínum. Hún hafði sjálf séð fyrir mörgum mánuðum það sem ofurstinn var lengi að komast að raun um, nefnilega, að hann gerði ekkert gagn þar sem hann væri. Dagar og vikur liðu og ekki kom Sterling Price með lausnarher sinn. Samlbandshershöfðing- inn, sem var óþreytandi, hafði fyrir löngu lokað öllum isamgöngum við Suðurríkin. Morgun einn sumarið áður, þegar ofurstinn var að hugsa um að leggja af stað í ferðalag, hafði hann lesið í blöð- unum, að enginn mætti fará burt úr borginn án þess að hafa vegabréf. Hann hafði flýtt sér á skrif- stofu lögreglustjórans og þar hafði hann fundið nokkra aðra, sem eins var ástatt fyrir og honum; þeir hömpuðu vegabréfunum, sem skrifarar lög- reglustjórans höfðu búið út handa þeim, og biðu þess óþolinmóðir að lögrVglustjórinn setti- nafnið sitt undir þau. Ofurstinn náði í eitt bréfið og komst á sinn stað í röðinni. Lögreglustjórinn leit yfir röðina, fór úr frakkanum og byrjaði að skrifa. Hann setti nafn sitt fúslega undir vegaforéf nokkurra manna, sem ætluðu austur. Næstur þeim kom herra Búb Ballington, sem ofurstinn þekti, en lést ekkl þekkja. “Ætlar þú til Springtfield?” spurði lögreglu- stjórinn vingjarnlega. “Já,” svaraði Bub. “Það er ekki mikið úr því að hafa að vera í varnarliðinu,” hélt lögreglustjórinn áfram í sama róm. Hann skrifaði undir. Ballington reyndi að láta sem hann væri ekki reiður um leið og hann fór út. Lögreglustjórinn hringdi dálítiilli silfurbjöllu á skrifborðinu hjá sér, og aðeins eitt orð, “njósnið”, rýfur þögnina. Það jþýðir að Ballington isé ekki leyft að fara og að hann fái að líkindum gistingu á stjórnarinnar kostnað næstu nótt. “Jæja, Carvel ofursti, hvernig get eg orðið þér að liði í dag?” spurði lögreglustjórinn jafn vin- gjarnlega. Ofurstinn ýtti hattinum aftur á hnakkann og þurkaði sér um ennið. “Eg held eg bíði þangað til í næstu viku. Það er nokkuð heitt að ferðast núna.” Lögreglustjórinn brosti vingjarnlega. Það voru margir í skrifstofunni, sem langaði til þe3s að hlæja að sumu fólki; Carvel ofursti var einn af þeim. Lifið var að mögru leyti um óbærilegra en áður undir herstjórninni. Allir, sem fyrir herrétti urðu fundnir sekir um að vera uppreisnarmenn, áttu að missa eignir sínar, og þrælar þeirra áttu að fá fult frelsi. Borgarar, sem ekki vildu láta hafa stöðugar gætur á öllum athöfnum sínum, urðu að vinna eins konar íhollustueið. Margir unnu eið þennan og varð ekki flökurt af. Jakob Cluyme var einn þeirra, og honum fanst hann vera stórum betri maður á eftir. Höpper varð heldur ekki meint af eiðtökunni. en Carvel ofurtsti hefði ekki unnið eiðinn, fremur en hann hefði iborðað eitthvað sem hann hafði viðbjóð á. Sumarið var horfið, dáið, eins og skepna, sem byltir sér og blæs frá sér heitum andstrokum, þegar maður heldur að hún sé dauð. Maðurinn frá Arkan- sas var einn mánuð íhjá Carvel og naut aðhjúkrunar- Virginíu ; að þeim tíma liðnum var honum batnað svo að ihann gat farið í hermannafangelsi norður í riíkjum. Hann var auðvitað enginn herramaður, eins og herramenn í Suðurríkjunum gerðust, og hann sofnaði yfir því að lesa konungakvæði Tenny- sons, en hann var fullur af aðdáun og þakklæti og hann grét, þegar hann fór burtu með verðinum, sem fylgdi honum á bátinn, er átti að flytja hann áleiðis til fangelsisins. Virginía grét líka. Hann hafði komið henni til þess að gleyma frænku sinni, sem haibíotf'É Tí?u» (Lompunu INCORPORATEO 2*** MAY I670. Veitið Athygli! SÉRSTAKT TILBOÐ MEÐ HOOVER Sudtion Sóp —Hugsið yður ánægjuna, sem því er samfara, að geta gripið til slíks áhalds og látið það hreinsa gólfteppið áreynsllulaust. —/Og hafa það um leið barið og lofthreinsað! — petta er næstum því of gott til að geta verið satt. Er það ekki? pó er það satt. Og það kostar yður mjög lítið, að verða slíkrar ánægju að- njótandi i Aðeins $4.50 út 1 hönd —]?ér getið fengið Hoover Suction Sóp, með mán- aðar afborgunum. —petta fágæta tilboð stendur að eins í skamman tíma! Og það ætti ekki að taka nema mínútu eða svo fyrir yður, að ákveða. Kallið upp nú i þegar N-4561 og pántið undir einis. —Vér skulium með ánægju hreinsa eitt gólfteppi í húsi yðar—ÓKEYPIS. I AÐSIGI: i • • • / ... sala, emusmm a ári, betri og meiri hvert líðandi ár. Vakið á verði. MESTU KJARAKAUP ÁRSINS. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið 1‘élag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.