Lögberg - 30.04.1925, Síða 4

Lögberg - 30.04.1925, Síða 4
BW. 4 ZjÖGBERjG, 1HMTUDACÍINN 30. APRfL. 1926. í meir en 1800 ár hefir þjóöin, sem þaÖ land bygði, fariÖ landvilt um allan heim, og í öll þau ár hefir hún þráÖ land feðranna — dreymt um endur- reisn þjóÖarinnar útvöklu í landinu helga. Svo virtist draumurinn ætla aö rætast. Fyrir sjö árum síðan var þeim boðið heim í land feðra sinna, til þess aftur að halda áfram sögu þeirrar þjóö- ar þar sem Rómverjar lokuðu henni forðum, eins og Balfour lávarður komst að orði. Síöan hafa um 40,000 Gyðingar flutt heim til lands feðra sinna. En þeir hafa komist að raun um, að þaö er ekki eins greiðfært til vegs og valda þar heima, eins og sumir þeirra bjuggust við. þjóða sambandið hefir lofast til að taka þetta mál til athugunar í septembermánuði næstkomandi. Sendi- herrar hafa hvað eftir annað lagt þetta þrælasölumál fyrir stjórnir landa sinna, og hafa þær umkvartanir haft þau einu áhrif, að stjórnir þeirra landa hafa op- inberlega lýst yfir þvli, að þrælasala og mannrán séu forboðin, og hafa Abyssiníumenn og aðrir hent gam- an að slikum yfirlýsingum. Aö öðru leyti hafa þeir látið sig þær engu skifta.” Maður sá. er þetta ritaði, var Majór H. A. C. Darley, umboðsmaöur Breta í Suðvestur-Abyssiníu. Um þetta sama mál ritaði annar maður, að nafni W'. D. M. Bell, þannig: Jogbírg < Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Tslniman N-6327 oé N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Litanáakríft til blaðsins: TH£ COLUNIBIH PRESS, Ltd., Box 317*. Winnipeg, Maq. Utan&akrift ritstjórana: ÉOiTOB LOCBíRC, Boi 3171 Wlnnipeg, M»n. The “Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, tn the Colunvbia Building, 6 95 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Balfour lávarður í Jerúsalem. Eins og getið hefir verið um í blöðunum, þá var hinn nafnkunni stjórnmálamaður Breta, Balfour ’lá- varður, nýlega á ferð í landinu helga, í ufnboði stjórn- arinnar brezku. Og eitt á meðal embættisverka þeirra, er hann framkvæmdi þar, var á formlegan hátt aö 1 opna hinn nýja háskóla í Jerúsalem. Undirbúningur undir þá athöfn, sem 'líkleg er að hafa ósegjanlega mikla þýðingu, ekki að eins fyrir Gyðinga þá, er þangað hafa aftur flutt heim, eða þá er þar hafa verið búsettir, heldur líka fyrir veraldar- söguna í heild, var mikill. Dagurinn, er þessari hátíð var helgaður, rann upp dauflegur, því landið alt„var hulið móöu. Samt höföu þúsundir manna safnast saman á Scopus hæð- unum, sem er partur af Olíufjallinu og háskólinn stendur á. í björtu veðri er útsýn þaðan hin undursamleg- asta. Við rætur fjallsins liggur Jerúsalem. Til austurs Móabs-hæöirnar og Dauðahafið, og í tuttugu milna fjarlægð sér maður í huga staðinn, þar sem Jósúa leiddi ættkvíslirnar forðum yfir ána Jórdan inn i fyrirheitna landið og reisti steinana tólf. Örstutt frá þessum stað er garöurinn Getsemane, með endurminningarnar um þá þyngstu sálarkvöl, sem liðin hefir verið á jörðinni. Það var og á þessari hæö, sem rómverski hershöfðinginn Tátus hóf um- sát sína um Jerúsalem og sótti frá þeim stað að borginni að norðan, unz hún féll. Uppi á hæsta hnjúk þessarar hæðar stóð Balfour lávarður og talaði til þúsundanna, sem þar voru sam- an komnar, meðal annars á þessa leið: "Það er ekki tign hins dásamlega útsýnis, sem blasir við augum yðar. Það er meðvitundin um hinn mikilvæga atburð, sem nú er að gjörast í sögu fólks þess, er gjörði hið litla land, Palestínu, að miðpunkti undursamlegra trúarkenninga, hvers framtíðarmenn- ing, andleg og siðferðileg, er frá þjóðlegu sjónar- miði endurvakin, og sem, er dagar líða, mun lita til baka til þessarar stundar , er vér nú höldum hátíð- lega„ sem einnar hinnar merkustu í framtíðarsögu sinni. ‘‘Fyrir fáum mínútum siðan mintu vinir mínir mig á. að frá staðnum, er þér sitjið á, blasir við sjón- um manna' í heiðskíru veðri staðurinn, þar sem ísra- elsmenn forðum stigu inn i fyrirheitna landið af eyði- merkurförinni, og að það hefði verið á þessari sömu hæð, er Rómverjar höfðu aðal aðsetur sitt, er þeir hófu umsát sina um Jerúsalem, sem að síðutsu ekki að eins eyðilagði borgina, heldur lika lokaði hinum mikla kapitula i sögu þjóðarinnar,- “Er hægt að hugsa sér söguríkari stað? Af þess- ari hæð getum við séð sögulok Gyðingaþjóðarinnar í landinu, sem hún varp svo miklum ljóma yfir. “En vér dveljum ekki lengur við löngu liðna viðburði. Nýr dagur er runninn. Sögunni og menn- ingarbaráttunni, er lauk á svo raunalegan hátt fyrir mörgum öldum síðan, verður nú á ný haldið áfram á hinum fornu stöðvum þjóðarinnar. “Það er ekki svo að skilja, að eg vilji halda fram, að öll menning Gyðingaþjóðarinnar hafi fallið í dá, eða hætt á tímabilinu frá því að Jerúsalem var eyði- lögð og þangað til Tyrkir voru reknir burt úr landinu helga. Slíkt er fjarri mér. Menning þeirra og þroski hefir stöðugt haldið áfram, en hún hefir verið slitin og sundurlaus. Það hefir verið menning Gyðinga- þjóðarinnar, sem lifað hefir innan menningarlegra takmarka landsins, er i höndum jijóðarinnar varð svo sögurikt. "Það vakir nú fyrir okkur, að stofnsetja hér há- skóla, þar sem vestrænar kensluaðferðir og vestrænt skólafyrirkomulag á að viðhafa á austurlandskóla, og þar sem kenslan á að fara fram á austurlandamáli. “Shkt er nýjung í mentamálum; hún hefir aldrei fyr verið reynd undir kringumstæðum slíkum sem þeim, er eg hér ta!a um. "Ef að eg misskil ekki tákft tímanna með öllu, ef að eg hefi ekki misskilið hæfileika og gáfur Gyð- ingaþjóðarinnar, þá er framtíð þessarar stofnunar fyrirfram trygð, sem ekki að eins Gyðingar sjálfir, heldur allir aðrir, sem þátttakendur eru í hinni sam- eiginlegu menning vor manna, hafa ástæðu til þess að gleðjast yfir.” Það geta víst allir tekið undir það með Balfour lávarði, að gleðiefni sé það mikið, að slík mentastofn- un skuli vera risin upp í landinu helga — menta- stofnun, sem ekki að-eins flytur fólki er á þeim stöðvum býr, menning þá og þekking, er hinar vest- rænu þióðir eiga yfir að ráða, heldur hlýtur líka að verða eins og nokkurs konar útvörður á landamærun- um, þar sem hinar vestrænu og austrænu kenningar og stefnur mætast. En sú spurning kemur ósjálfrátt fram í huga vorum: "Megnar mentastofnun þessi að dreifa skýj- unum, sem nú grúfa sig yfir landinu helga, svo þar verði hlýtt, bjart og friðhelgt?” Arabar voru búnir að slá eign sinni á landið eftir 1300 ára búsetu þar, og þeim er ómögulegt að skilja, hvers vegna að Gyðingar eigi nú að koma þangað og njóta þar sérréttinda; finst það vera á- móta réttlátt og okkur myndi finnast það, ef eitt fylk- ið í Canada ætti að fara að stjórna öllu landinu, eða Englendingum, ef Wales vildi fara að taka ráðin af þeim í sínar hendur. Og hafa Arabarnir þvi veitt hreyfingu þessari hina bitrustu mótspyrnu; og af þvi stafar mótstaða sú, er þeir veita Bretum á því svæði og aðsúgur sá, er þeir gerðu að Balfour lávarði í þessari ferð hans. Þeir segja, að aldrei skuli Gyðingar ná völdum þar í landi né fjölga svo, að þeir verði þar í meiri hluta. Hlutfallið er nú— einn fimti Gyðingar, en fjórir fimtu Arabar, af 1- búum Palestínu. • Hvað háskóli þessi og tíminn kann áð geta gjört til þess að draga úr biturleik þessum, er ekki gott að segja, en útlitið nú sem stendur er ekki sem glæsi- legast. --------O’—------- Þrælasala í Afríku, Þrælasalan er einn af ljótustu blettunum, sem á- girndin og mannvonzkan hefir sett á þjóðirnar fyr og síðar. Blóðug stríð hafa verið háð, til þess að stemma stigu fyrir þeim voða glæp, svo sem eins og þræla- stríðið í Bandaríkjunum. Hollendingar á Suðaustur- strönd Afríku reiddust Bretum svo mjög fyrir að af- nema þrælahaldið þar, að eldur sá, er út úr því kvikn- aði, er að Iíkindum ekki með öllu útsloknaður enn, og átti sinn þátt í að kveikja hatursbál það, sem hrinti Býastríðinu á stað. En smátt og smátt hefir réttsýni og mannúð manna verið að eyða þessari plágu. Og smátt og smátt hafa þjóðirnar verið að hrinda ósómanum af hönd- um sér. En það gengur seint, því enn er þessi and- stygðar verzlun rekin sumstaðar í heiminum í stór- um stíl. Það er ekki langt siðan að eftirfylgjandi greiri, eða kaflar úr ritgjörðum eftir þekta og mikils- metna menn á Bretlandi, stóð í einu merkasta tima- ritinu, sem gefið er út í Evrópu: “í Suður-Abyssiníu er landspilda ein, um þrjú hundruð fer-milur að stærð, er þrælákaupmenn hafa lagt í eyði, og annað hvort myrt eða numið miljón manns þaðan í burtu og selt í þraddóm, síðan Menelek ^þjóðhöfðingi þeirraj dó. * Stjórnirnar 5 þessum héruðum létu sjálfar taka fólkið og seldu það, til þess að afla sér fjár, þar til nú að menn geta ferðast alla leið frá landamærum Kenya nýlendunnar brezku norður í gegn um Abys- siníu án þess að nokkur lifandi manneskja verði á vegi þeirra. Vegurinn liggur í gegn um land, sem áður var reitur jurta og blóma. Þar sér maður nú ekkert nema blásnar beinagrindur og hrunin heimili og skógar- kjarrið, eða nýgræðingurinn, sem vaxinn er þar upp á engi og ökrum, segir til, hve fangt er síðan að eyði- legg'r|g'>ri átti sér stað. Landsvæði það, sem hér ræðir um, nær frá Jiren fDembira) í Abssiníu, til Topasa fDutossaJ í Sud- an, sem nær 120 milur inn í landareign Breta. Fólkið er á svæði því bjó, hefir alt verið numið á brott og flutt norður til Abyssiriíu, eða þá líflátið,; og þegar Abyssiníu þrælasalarnir gátu' ekki lengur komið þræl- unum frá sér yfir Tatjura fjörðinn tíl Arabíu, þar sem þeir hafa á undanförnum árum haft góðan mark- að fyrir þá vöru, urðu þeir að finna nýjar leiðir. Afturförin eða úrættanin í Suður Abyssiníu er komin á svo hátt stig, að héraðshöfðingjarnir eiga fult i fangi í með að borga s'katta sína til yfir drott- ins síns, Addis Ababa. í síðastliðin tvö til þrjú ár hafa þeir sent fólk það, er þeir hafa getað fangað, til höfuðstaðarins í staðinn fyrir peninga. Þeir eru nú að brjóta he'ilann um það, hvað þeir eigi að gjöra í framtiðinni, og þeir renna enn á ný augum sínum suður á bóginn til Iandeigna Breta. Þar sjá þeir fólk daglega þúsundum saman, er býr við allsnægtir, eiga góð heimili og hjarðir nauta og sauða. En fólk það og eignir þess nýtur lítillar verndar. Þar eru að eins fáir hvítir menn og innlendir lögregluþjónar, sem litla viðstöðu gætii veitt, ef einhver þessara Abyssiniu höfðingja færi ránsferð á hendur þeim. Þeir hafa nú þegar farið nokkrar ránsferðir inn í Kenya héraðið. Það er ekki langt síðan að sagt var frá því, að fylking Abyssiniu manna væri á leiðinni til þess að gera áhlaup á Moyale, og að stjórnin í Kenya hefði gjört sitt ítrasta til þess að víggirða það pláss. Abyssiníumenn, sem hafa með öllu eyðilagt nokkra smá kynflokka á landamœrunum, hafa algjörlega komist hjá hegningu í samhan’di við þær aðgjörðir sinar. Addis Ababa kveðst ekkert vita um slíkar ránsferðir, og er óttrúlegt, að slíkt geti haldið mikið lengur áfram. Það er að eins tímaspursmál þangað til að tíðari og kraftmeiri ránsferðir verða hafnar á íbúa Kanya og önnur héruð, sem liggja umhverfis Ábyssiníu. Frakkar hafa eitt litið varðskip á ferðinni, sem á að koma í veg fyrir þrælasöluna á milli Abyssiníu og Arabíu, ekki að eins í gegn um Obak og Tajura firð- ina, heldur líka yfir sundið á milli Abyssiníu og Ar- abíu, sem er 30 milur á breidd. En mehn geta í- myndað sér hvers eitt lítið varðskip getur áorkað í því efni. Árið 1920 gátu trúboðar, sem standa í sambandi við utanríkis deildina, um það í skýrslu er þeir gáfu út, að þeir hefðu á ferð sinni í gegn um Abyssiníu mætt hópum þræla, bundnum saman 0g fjötruðum, er reknir hefðu verið um 'hábjartan dag eins og búfé. Hver á endirinn að verða á þessari grimd? Al- “Þrælasölumál þetta er að nokkru leyti alþjóðamál, og hafa Evrópuþjóðirnar, sem umsjón hafa með bafn- stöðum, og allar eru á móti þrælasölunni, gjört þræla sölunum erfiðara fyrir með ári hverju, að komast á bátum sínum fram 'hjá varðskipaflota Evrópuþjóð- anna. Við og við komast þeir þó á bátum sínum, sem á þeirra máli nefnast “dhow”, í gegn um varðskipa- flotann, með því að sigla undir fána einhverrar ann- arar þjóðar en þeirrar, er varðskip það, er i eitt eða annað skifti veitir þeim sérstaka athygli, sigla undir; og stundum kemur það líka fyrir, þegar byr er góður, að gufus'kip hafa ekki við þessum bátum, sem eru haganlega og vel bygðir, fara einkar vel í sjó og eru gangskip þau beztu. Mín meining er, að tala þeirra þræla, sem seldir eru nú árlega í Arabíu, sé lág, því hömlurnar, sem á þvi eru að koma þeim þangað yfir, eru nú miklar. Þó eru þessir þrælasalar ráðagóðir. Einn þeirra sendi 100 menn sem farþega til hafnstaðar, þar sem þeir áttu að vinna. Þegar þangað kom, voru þeir látnir í einn þennan tát, er sigldi tafarlaust út í Indlandshaf og náðist aldei, þrátt fyrir síma og varðskip. En slíkt getur maður talað um sem undantekning — Farmurinn sá hefir að sjálfsögðu verið mikils virði, því hraustir karlmenn seldust fyrir Í40 ("$200) En ekki er óliklegt, að þrælarnir hafi verið farnir að týna tölunni, er þeir komu á sölustaðinn, ef dæma má eftir minni eigin reynslu á þessum “dbows” eða bát- um; og svo eru hásetar slíkra báta þeir kærulausustu sjómenn, er eg hefi nokkurn tima þekt. Þrælamarkaðurinn er beztur i Norður-Afríku. Múhamedstrúarmenn, er þar búa, eru þrælahaldarar miklir. Þeir eru líka góðir húsibændur, að mörgu leyti, og fara ekki illa með þræla sína. Vinnuharðir eru þeir að vjsu, en sjá þeim fyrir sæmilegum húsum, fæði og fötum, og hjá þeim njóta þeir ýmissa rétt- inda, og þeir þrælar, sem góðum hæfileikum eru gædd- ir, hafa tíðum fengið hjá þeim frelsi sitt í launa- skyni fyrir góða þjónustu. í flestum tilfellum giftast þrælarnir ambáttum úr sínum hópi og virðast þau ekki óánægð með hjú- skaparlif sitt, að öðru leytí en því, að þau taka sér nærri að láta af hendi börn sín. Þegar þau voru spurð að því. hvers vegna þau tækju sér það nærri, að láta börnin af hendi, var svarið ávalt, að iþau gætu haft hag af þeim, en aldrei, að þeim þætti vænt um þau. Fyrir stúlkur væri borgað svo eða svo mikið, þegar þær giftust, en þangað til gætu þær unnið í garðinum, sótt vatn, borið inn eldivið og hjálpað til að brugga öl. Drengirnir eru aftur sómi fjölskyldunnar og stoð feðranna, er þeir eldast. . Þrælasala er opinber í Abyssiníu. Áhlaup eru gerð á bygðir mannflokka og fólkið, sem næst, er selt í þrældóm; en fáir þeirra komast til stranda Rauða- hafsins, og er það að þakka varðskipunum, einkum þeim brezku. Það er auðvelt að halda uppi þrælasölu í Afríku, og eiga vötnin og árnar mikinn þátt í því, sérstaklega þo þar sem þau skifta rikjum, og má þar til nefna Nílfljótið að ofan og Uhangui-fljótið; og eru þræla- kaupmennirnir óhultari á þeim vegum, en nokkrum öðrum. Það er vandi að finna ráð til þess að taka fyrir þennan ósóma. Það virðist nauðsynlegt fyrst fram- an af, að veita tölu nýfæddra barna sérstaka eftir- tekt; eins tölu þeirra, sem deyja, sérstaklega í þorp- um. Og ættu stjórnirnar að sjá um skrásetning í því sambandi. Það er erfitt fyrir Afríkumenn að sporna á rrjóti freistni þeirri.^að selja fjærskylda vini sína. Þegar um munaðarleysingja er að ræða, geta þeir það aldeilis ekki. En ef nöfn munaðarleysingjanna væru skrásett i bók er stjórnin hefði í hendi, þá væri lifum allra munaðarleysingja óhætt. jafnvel þó að bókin gleymdist eða væri brend.” “íslenzkar konur,’’ í- blaðinu “Saturday Night”, sem gefið er út 1 Toronto og dagsett er 2. marz 1925, birtist ein sú furðulegasta ritgerð, sem vér minnumst að hafa séð. Ritgerð sú er um íslenzkar konur og liljóðar á þessa leið: “Mentuð íslenzk kona er heimild fyrir eftirfylgj- andi umsögn: íslenzkar konur þvo sér aldrei, frá því þær fæðast og til dauðadags. Það eina, sem þær gera, er að smyrja andlit sín í olíu. Þær skemta sér við að sitja á gólfunum íhúsum sínum og horfa hver á aðra, og sú, sem hrúgað hefir mestri olíu á andlit sér, er álitin að vera fegurst. Máske að það hafi verið þetta, sem vakti þann misskilning hér í landi, að sápa og vatn væri skaðlegt fyrir andlitslitþlæ kvenna, sem hafði þau áhrif, að enn í dag eru það margar konur, sem smyrja andlit sín með “cold cream", olium og öðru sfíku, á kveldin og þurka sér ^svo að morgni með mjú'ku líni, en nota sjaldan sápu eða vatn. Á slíku er óneitanlega villimanna bragur. Vísindi nútimans hafa sannað, að vatn og sápa er nauðsynlegt til þess að halda sér hreinum, og við hreinlætið sé heilsa manna bundin, eins og fegurðin við heilsuna.” Það væri nógu fróðlegt að fá að vita, 'hver þessi mentaða íslenzka kona er, sem frætt hefir blaðið um þessar kynjasögur í sambandi við kvenfólkið Islenzka og hve nær blöð þessa lands muni hætta þeirri furðu- legu tilhneigingu, að gjöra íslendingum alt til hneisu, sem þau geta, þó það sé innan handar fyrir þau að fá ábyggilegar upplýsingar um þá, er þau vilja minnast þeirra ? -------0------- ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash & Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒÐI ALVEG FYRIRTAK Sendið Aðeins Góðan Rjóma pað þýðir pentnga I yðar eigin vasa. pa8 hefir aldrei veriS meira árlðandi en einmitt nú, aS vanda sem bezt til rjðmans, þvi undir þvi eru gæði smjörsins komin. Umsjónar- matur smjörframlei8slunnar, Mr. P. C. Kidd, heíi nýlega komi8 fram me8 eftirfylgjandi uppástungur, sem hann telur ver8a muni öllum hlutafieigendum til hagnaSar, sé eftir þeim fari8. Eftir því sem smjörframJei'Sslan í Saskatchewan eykst, verSur þaS deginum ljósara, a8 vanda ver8ur sem allra bezt vöruna. ef hön á a8 geta fengiS grei8an aBgang a8 markafii' og selst fyrir viðunan- legt ver8. Vöruvöndun tryggir gott ver8. pa8 er ekki unt að búa til gott smjör, nema því a8 eins, a8 rjðminn sé gó8ur. þa8 er þvl sýnt, a8 gð8ur rjðmi er verðmætari en sá, sem lélegur er. Mjðlk úr hraustum og velfððuSum kúm, er yfirleitt laus vi8 gerla og er heilnæm og brag8gð8. Mjðlk er ávalt afar-hætt vi8 a8 skemm- ast, og þess vegna er áríðandi a8 vel sé me8 hana farið, —- þarf um fram alt a8 gæta hreinlætis og geyma hana I g68um Ilátum. Viðhai’ið heilbrigðisreglnr. Haldi8 fjósunum hreinum og loftgó8um, þvi að ö8rum kosti er ekki unt a8 fá góða mjóik. Vandlega skal þurka ryk og önnur éhreinindi af júfri hverrar kýr, áSur en hún er mjólkuS, þvl i ðhreinindum festast miljðnir gerla. Sla skal mjðlkina vandiega þegar I stað, llát og skilvindur skal hretnsa eins vel og frekast má ver'8a, i hvert skifti undan og eftir notkun. Rjðmadunkar, sem mjðlk er send í til markaBar, ver8a a8 vera vandlega þvegnir, til þess aS fyrinbyggja súrnun. pess þurfa jafnt rjðmasendendur sem rjðmakaupendur vel a8 gæta. pvottur skilviiulu og annara áhalila. Renna skal fyrst ylvolgu vatni í gegn um skilvinduna. Síðan skal vi8haft nokkru heitara vatn, me8 þvotitadufti lj Ávalt skal viðhafa hreina bursta. Eftlr að tinllát hafa verið þvegin úr voigu vatni; skal þvo þau a8 nýju upp úr sJ68andi vatni. pa8 ver8ur aldrei of vandlega Ibrýnt fyrir almenningi, hve afar- áríðandi þa8 er, a8 skilvindu.num sé haldi8 vel hreinum, því undir því er þa8 komi8, hvort rjðminn ver8ur heilnæm og hrein verzlunar- vara, eSa þa8 gagnstæða, Geyma skal öll mjóikurílát á þurrum og loftgðSum sta8. Að kada og geyma rjómann. Eftir a8 búi8 er a8 skilja mjðlkina, skal tafarlauat kæla rjðmann, þannig, aS hann verði 50 gr. á F.---Er um a8 gera a8 hafa ávalt réttan mælir vi8 hendina. Eigi má blanda volgum rjéma nýkomnum úr akilvindunni, saman viS kaldan rjðma, þvl slikt veldur súrnun og skemd. Rjðma skal kæla me8 því, að hræra í honum. Eigi ætti a8 bæt^ rjóma i dunk þann, er hann skal sendast I, nema á tólf klukkustunda fresti. þa8 margborgar sig, a8 fylgja fast þeirri reglu, a8 kæla rjðmann hæfilega. ÆJttu menn ávalt a8 hafa nægilegt af köldú vatni við hendina, þar sem ekki er um Is a’8 ræ8a. Gæta ver8ur þess vand- lega, a8 vatniS sé ávalt ferskt. Gott haglentli nauðsynlegt. Mjög er þaS mikilsvarSandi, a8 kúm sé elgi haldi8 til haga, þar sem illgresi er, þvl slíkt myndi hafa áhrif á bragS mjðlkurinnar. Einkum er hi8 svonefnda franska illgresi skaBlegt, þvl smjör úr kúm, er láta þaS ofan I sig, er aTla jafna ðhiæft sem markiaðsVara. þðtt hér sé a8allega minst á beit, þá gildir auSvitað hiB1 sama um annaS fð8ur. VarfæmJ við gcymslu rjómans. Varast ver8ur a8 láta rjðmann koma nærri steinoliu, gasollu e8a öðru slíku, er spilt getur bragöi hans. Eigi skal heldur láta rjðma standa f fjðsi innan um rðfur. næpur e8a annaS þa8, er gefur af sér sterka lykt, þvl slikt hefir áhrif á hann til hins verra. pá er og slæmt aS geyma rjéma I rökum og saggafullum kjöllurum. Sendið rjómann eins oft í bnrtu og framast nul verða. Menn ættu a8 gera sér það aS1 fastri regiu, að senda rjlðmann I burtu aS minsta kosti tvisvar i viku. Elnnig skyldu menn gæta þess, a8 láta rjðmann ekki standa lengi úti á járnbrautarstöSvum. GætiS þess, a8 rjóminn sé vel kaldur, þegar hann er sendur i burtu og áð yfir hann sé breiddur þykkur dúkur á vagninum. Saskatchewan Department of Agriculture UAIItV BIíANCH, ItliGINA Sleggjudómar Greinarkorn í Heimskringlu byrj- ar með þessum orðum. Saga jarðnesku valdhafanna er Ijót — svo ljót að vart er hægt að finna æriega taug í konunglegrl persónu alt frá Faraó til síðustu tíma og er Davíð konungur hér alls ekki undanskilinn, jþví að fárra eftirbátur mun hann hafa verið í óþokkaskap. Svo mörg eru þessi orð Heimskringlu. Sonur Davíð miskunna þú mér, hrópuðu sjúklingarnir á Krists dögum. Hósíanna syni Davíðs, hrópaði mannfjöldinn á Pálma- sunnudag., Enginn konungur sem eg hefi lesið um hefir náð hetri tökum á hjarta alþýðunnar en Davíð konungur. Gyðingar vissu ekkert æðra orð til að kveðja Krist með en a0 geta þess að hann væri sonur Davíðs, og Gyðingar elska og virða minningu Davíðs svo lengi sem heimurinn stendur. Guð sjálfur kaus Davíð til konungs yfir ísrael vegna þess að hann hafði hreint hjarta og hann efldi þjóðina, sem Guð setti hann yfir svo að hún komst í betra ástand en hún hafði nokkurn tima verið í og einginn þorði á hana að ráð- ast um það leyti að hann féll fra og Salómon sonur hans hafði ekki annað að gjöra en að akka að sér gulli og gersemum og byggja hús. Svo skulum við víkja að yfirsjón- um Davíðs. Hann var eitt sinn & gangi upp á jþaki hallar sinnar að fcvöldi til, hann sá fyrir sér kven- mann, sem var nýgengin úr laug og var að stríplast úti skýlulaus. Djöfullinn hvíslaði að honum að hann skyldi taka hana inn og hann hlýddi honum; þetta reynd- ist þá að vera gift kona, hann sendi hana heim aftur og eftir lítinn tíma sendi hann eftir mannl ihepnar og leitaðist við með öllu móti að koma ihjónunum aftur saman, en maðurinn vildi ekki fara heim og við getum ekki láð honum það, því hann mun hafa verið fræddur á því, hvernig kom- ið var. Davíð lét þjóna sína bera gjafir á eftir Úría og eg Veit að þær hafa verið sæmandi hverjum konungi og hann hefði verið kær vinur hans alla æfi, ef hann hefði fengið hann til að .hlýða sér. Davíð sendi Úría aftur í herinn til að deyja og Úría mun ekki hafa kært sig um annað frekar, því dauði hermannsinis á vígvellinum er heiðarlegur. Davíð tók konuna til sín, ekki af ást heldur af því að TIL EÐA FRÁ ÍSLANDI um Kanpmannajhöfn (hinn gullfagra höfuðstað Danmerkur) með hinum ágætu, stóru og hrað- skreiðu skipum SKANDINAVIAN-AiMERIÖAN LINE, fyrir lægsta fargjald: $122.50 til eða frá REYKJAVIK. Næsta ferð til Islands með Ss. “Hellig Olav”, er fer frá New York 14. Maí og kemur til Kaupmannahafnar um þann 24., kemst í samband við “Gullfoss”, er fer frá Kaupmannahöfn 29. maí, og kemur til Reykjavkur 7. júní. Allar upplýsingar í þessu sambandi gefnar kauplaust: SCANDINAVIAN-AMERICAN LINE 461 Main St. (Confederation Life Bldg), Winnipeg. Fón: A-4708

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.