Lögberg - 30.04.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.04.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN. 30. APRÍL. 1925. Bls. 7 Biblíu endurlausn. Eðli og nauðsyn iðrunarinnar. Jafnvel þó guSleg hrygð sé að- al-einkenni sannrar iðrunar, getur þó maðurinn haft isannfærandi 'ótta-meðvitund, og samt ekki ver- ið sann-iðrandi. Felix hlýddi titrandi á prédikun Páls, en hann hélt samt áfram i syndunum. Júdas hafði angistar samvizkubit, eftir að hann seldi Krist fyrir fáa silfurpeninga, en 'hann var ekki sann-iðrandi, því hann fór út og hengdi sig. iMað- urinn getur haft hjartans hrygð, og samt ekki verið sann-iðrandi. Akab var felmtraður (i. Kon. 21, 27), en það var ekki sönn iðr- un. Heródes hafði margar góðar tilfinningar, vegna prédikana Jó- hannesar, en hann var ekki sann- iðrandi. 1— Snöggleg áhrif gagn- vart guði, er ekki iðrun. Einnig getur maðurinn sett sér margt gott, en samt ekki verið sann- iðrandi. Margir sýnast iðrast á sínum sjúkdómsbeði, en gleyma svo áheitum sínum á heilbrigðu dögunum. ASrir ' sýnast iðrast, þegar sjúkdómar sækja börn þeirrá heim, en gleyma því öllu, þegar allir eru heilbrigSir. Að hætta við eitthvað af synd- unum, er ekki iðrun. Nokkrir hætta við eina synd, en hanga þó við einhverja aðra synd. Vér iðr- umst ekki eftir ritningunum, fyr en vér iSrumst allra vorra synda. Að fasta og þjá líkamann og biðja, já jafnvel sannfæring er ekki sönn iðrun. Vér höfum þekt marga undir djúpri sannfæringu vegna syndanna, sem vildu þó ekki beygja sig undir þá sann- færing. Sönn iðrun felur í sér þekkingu syndarinnar, játningu og sann- hrygS; en aðal einkennið er að snúa frá syjndunum, frá cttlum syndum, og snúa sér til guðs. Sá, sem sannlega iðrast, snýr frá synd|unum með viðlbjóSí. Fleyg- ir frá sér elskuðum hégóma, fé- lagsskap ófrelsaðra kunningja, vondum vana, staupi, pípu, óheiS- arlegum viðskiftum, blóti, kæru- lausu glensi fgamnij, vanhelgun hvildardagsins, óvandlátum orð- ræSum og móð þessa heims. Öllu þessu (og mörgu ótöldu) er burt kastaS. Já, við guðspjalls- iðru hættir maðurinn viS synd. “HættiÖ ilt að gjöra,1” er ritað á hans vöknuSu sál, og hann hlýð- ir skipaninni. Sönn iörun felur i sér játningar. í staðinn fyrir að hylja synd, seg- ir sá iðrandi með Sakkeusi: “Eg horga ferfalt aftur.” Hrein og Ibein umvending breytir öllu líf- inu. Slík sál er á góðum vegi til frelsunar, því “sú hrygð, sem er eftir guöi„ aflar sáluhjálplegrar betrunar, sem enginn iðrast eftir, en veraldleg hrygð veldur dauða.” Iörun er nauðsynleg í sambandi við sáluhjálplega trú. Áður en syndari getur komist í rétt sálar- ástand til aS treysta friSþægjandi blóði Krists, verður honum að vera meiri eða minni alvara meö sína sálarlausn. 1 jHvað hirðir sá um trú á Jesúm, sem ekki getur séö sjálfan sig sem hjálparlausan, sekan, týndan syndara? Alls ekk- ert. Engir nema þeir, “sem fyrir aöstoð guðs anda eru sannfærðir um synd, alvarlega iðrandi og snúandi frá syndunum, vér segj- um, að eins sliku sálarástandi er alvara með aS gjöra frið við guð. Iðrunarlaust hugarfar fæst ekkert um friðþæging Krists. Slíkt hug- arfar sér enga nauðsyn krossins Krists, og slíkir sýnast ánægðir án hans. “ISrun gagnvart guði, og trú á drottin Jesúm” er einföld staðhæfing, nauðsynleg sem skil- yrði fyrir sannri sálarlausn frá synd. MeS áherzslu mætti taka það fram, aS í allri ritningunni, þar sem talað er um trú til endur- lausnar, þar er iðrun tekin fram líka. “Að sönnu hefir guð séS í gegn um fingur við vanvizkunn- ar tíðir, en nú lætur hann- öllum mönnum alstaðar bjóSa, aS þeir taki sinnaskifti.” Iðrun er einnig nauðsynleg til fyrirgefningar. — Þetta er sannreynt hugsunarfræð- islega, ritningarlega og siöferðis- lega. Það er hugsunarfræðislega satt vegna þess aö slíka trú er ómögu- legt að öðlast án iðrunar, þess vegna getur sá, sem ekki iðrast, ekki heldur öSlast fyrirgefning. Það er einnig ritningarlega satt. Oftar en einu sinni áminti Pétur fólkiS (á hvítasunnudag) um að iðrast, svo það mætti öðlast fyr- irgefning. “Takið sinnaskifti, og hver yöar láti skíra sig til nafns Jesú Krists, til fyrirgefningar syndanna” éPost. 2, 38). “Ef vér viöutkennum syndir vorar, þá er hann trúfastur og rétt"ís, svo að hann fyrirgefur oss syndimar” (,. Jóh. 1, 1). Hið sama kennir gamla testamentið. ‘ Sá, sem hvl- ur syndir sínar, skal ckki blessast; en sá, sem kannast við og lætur af jrtim, skal miskpnn óðlast.” — “Hinn óguðlegi láti af sinni breytni og illvirkinn af sinni hugsun, og snúi sér til drottins, þá mun hann miskunna honum, og líta til vors guSs, því hann er fús á að fyrir- gefa.” Þegar Kristur byrjaði aS kenna, sagöi 'hann: “Iðrist, því guðs ríki er nálægt.” Jóhannes skírari prédikaði einnig hinn sama sann- leika. Kristur kendi lærisveinum sínum, að iðrun og synda fyrir- gefning skyldi Ikend verða öllum þjóðum í sínu nafni. I þriöja lagi er það siðferðislega satt, aS iðrun er nauðsynleg til að öðlast fyrirgefning. Það er vel skiljanlegt, að sú kenning að segja mönnum að eins að trúa, fær góöar undirtektir, án þess að kenna þeim að láta af syndunum. Það er einmitt það, sem syndaeölið kýs: Trúarbrögð með synd, og ef mögulegt væri mundi margur klifra til himins meö Krist í annari hendi, en heim- inn í hinni. Sá sem syndina elsk- ar, vill ekki heyra prédikað um iðrun, og er illa við aö sú kenning skuli eiga sér stað í guðs orði. Óskar heldur eftir trúarbrögðum, sem leyfa honum að ganga á sín- um eigin vegum, að tala og þvaðra heimskulega, taka þátt í skemtunum þessa heims, og skreyta sjálfan sig meS gulli, perlum og fjöðrum m. m., aö vera bundinn viS og eiðsvarinn inn í leynifélög, og í stuttu máli: “aka seglum eft- ir veðrinu.” En hversu beis'kur, sem sann- leikurinn sýnist vera, þá er það með ÖIlu ómögulegt, að ávinna guðlega náð án iðrunar, því hvernig getum vér búist við að heilagur guö geti fyrirgefiö þeim, sem ekki vilja skilja við synd? Ef svo væri, væri guS þá ekki sjálfur að taka á sig yfirbragð syndar- innar og reynast þannig óverðug- ur að kallast óumræðilega heilag- ur guð? Fyrir utan það mundi maðurinn þá ekki vera neitt betri en hver annar, ef honum væri leyft Hggja í synd. Lesari. Hefir þú fundið til beiskju iðrunarinnar? Ef ekki, þá máttu vera viss um, aS þú ert ekki á leiðinni til himins. “Nema þér iSrist og bætið ráð yðar, mun- uð þér allir eins fyrirfarast.” Þegar djöfullinn getur ekki að öllu leyti komið í veg fyrir, að maðurinn leiti guðs, reynir hann að tæla syndina í einhverja ranga átt, eSa koma mönnum til aö játa einhver þau trúarbrögð, sem ekki hafa í sér lifandi sálar frelsi. Á þessum þægilega alþjóðarvegi, er engin hjartasorg út af syndunum, enginn sálarþungi, engin tár, eng- in bæn, eða aðskilnaöur frá synd- inni, né sameining við guð. Alt, sem nauðsynlegt er álitið, er að eins að krjúpa niður, og sumstaö- ar er ekki einu sinni svo mikiö á- litið nauðsynlegt, aö eins að rétta upp höndina og láta biðja fyrir sér. Svo er fólki rðlagt, að inn- ritast í kirkjuna, og játa trúar- brögðin. Ef þú klæðir þig eins og heim- urinn áður, talar og breytir eins, þá máttu gjöra þaö eins nú. Á þennan hátt er þitt holdlega sinn- afyi hugaffar alls ómakslaust. Þessi vanans vegur lætur alt eftir holdi og blóði, og 'kallar: friður, Ifriður, og kæfir meövitundina á meðan að í sannleika að sálin er vafin böndum daúSans. handa öllum af hinu rétta tagi. Þú vilt ekki fara i gegn allslaus. Það hanga á þér of margar synd- ir og goö, og þetta gjörir þér ó- mögulegt aö komast í gegn. Þín leynifélög, aldarháttur, þessa heims fjaðrir, tóbak, og þínir óguðlegu vinir geta aldrei komist inn um þetta þrönga hlið. Drottinn, sem veit hversu erfitt er að slíta sig lausan, segir: “Kappkostið, aö komast gegn um hið þröngva hlið.” . Vér vitum af eigin reynslu, að það þurfti kappkostun, áður en vér viljuglega snerum baki viS veraldlegum vinum, og fengum vort eigiS dramb og aðrar syndir undir hælana. Það, sem þú kem- ur inn um þetta þröngva hlið, get- urðu t^kið með þér á þrönga veg- inum. O, hallelúja! Þá hefirðu rudda braut, öll byrði er horfin! — En einhver segir: “Þú lætur trúarbrögðin líta út sem þunga byrði. Alls ekki. Vér erum ekki að sýna fram á, hvaS trúarbrögð eru, heldur aS eins það, sem má til að gjöra, til þess að eignast þau. MuniS eftir, að þetta hlið er ekki hliðið inn í himnaríki, heldur hliðið inn í kristið líf. Sál frá Tarsus bað; sannfæring hans var svo virkileg, að í þrjá daga át hann ekki né drakk. Drottinn sendi Ananías til hans, því “sjá, hann biSst fyrir.” Þetta lítur út fyrir, að vera svar við bæn. Jes- ús segir: “Biðjið, og mun yður gefast.” Sannarlega eru syndar- ar og þeir, sem horfið hafa frá guði, innifaldir í þessu hans oröi. Ó, dýrmæta sál! Ráðfærðu þig ekki lengur við hold og blóð. Gakk inn um hiö þrönga hlið, og það nú þegar. ÞaS er lifsins sigur. Láttu ekki draga þig með fjöldanum, sem segist vera kristinn, án þess að hafa komist inn um þetta hlið, því Jesús segir: Hversu þröngt er þaö hlið og mjór sá vegur, er til lífsins leiðir, og fáir þeir er hann finna. Þýtt úr nesku, Thora B. Thorsteinsson. Skarphéðinn J. Snydal. Fæddur 10. okt. 1867. Dáinn 29. mars 1925. Drottinn vor staðhæfir að það, að eins aö leita sanna vegarins, er hin mesta villa. Hinn ungi auð- maöur leitaði slaklega, og fann ekki. Svo er um þúsundir sálna á vorum dögum. Vér vildum óska, að sem fæstir strönduðu á slíku skeri, sér til eilífrar eyði- leggingar. En Kristur segir: “Eg segi yður, að margir munu leitast við að komast inn, en munu ekki geta það.” Biblíu iðrun er líkt við “jDröngva hliðið”, sem meinar, aö þaö er lágt og þröngt. Þar af leiðandi erfitt að komast inn. Hvers vegna? Er það vegna þess, að guð vilji ekki frelsa sálir? Nei. Er það vegna þess, aö eng- inn staður er til á himnum fyrir þær? Nei. Hliðið er nógu vítt ton, N. Dak., Skarphéöinn J. Sny- dal, bóndi aS GarSar, N. Dak. VarS fljótt um hann; því hálfum mánuSi eftir aS hann legst, og rétt eftir aS hann er kominn á sjúkrahúsiS, er hann látinn. Hann lézt úr innvort- is kvilla — sem hann kendi orðið einkum í ár — þ. 29. marz, 57 ára aS aldri. SkarphéSinn var fæddur í Dala- sýslu á íslandi 10. okt. 1867. For- eldrar hans hétu Jón GuSmundsson og GuSríður Hannesdóttír. Börn þeirra voru sex; eru þau systkin nú dáin öll, nema tvö, sem, á íslandi lifa. Þegar SkarphéSinn er full- oröinn, tekur hann sig upp og flyt- ur vestur, um haf. Hann kom út hingaS 1891, og settist aö á GarSar, Hin Eina Hydro S t eam H eated BIFREIDA HREINSUNARSTOD í WINNIPEG Þar sem þér getiö fengiö bílinn yðar þveginn, það er aö segja hreinsaðann og olíuborinn á ör- stuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér sendum áreiðanleg- an bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér œskið. Alt verk leyst af hendi af þaulvönum sérfrœðíngum. Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbœnum, á móti King og Rupert St., á bakvið McLaren hótelið. \ Praipie City Oil Company Limited Laundry Phone N 8666 Head Office Phone A 6341 N. Dak.; hefir hann aliS hér aldur j sinn til dauðadags. Tveimur árum j eftir aö hann fluttist hingað vestur, j deyr Jón faöir hans heima á íslandi; | kemur þá Guöríður móöir hans. hingaS til sonar síns, áriS eftir, og j er hjá honutn þar til hún deyr. En! þaS bar viS 14. marz. í ár, um sama j leyti og SkarphéSinn lagðist banaleg- j una. 1898 giftist hann Kristínu j Bjarnason, systur Brandar Bjarna- sonar og Mrs. J. Hjörtsson á Garö- ar, og þeirra systkina. LifSu þau saman í mjög farsælum hjúskap í 27 ár, og eignuSust 12 börn. Eru tiu þeirra á lífi; hin efnilegustu börn öll, og flest upp komin. Eru börnin hans öll heima, nema sonur hans einn, sem giftur er, Mr. SigurSur Snydal, og dóttir hans i Seattle, Wash., Miss Signý Snydal. Og kom hún aö vestan til aö vera viöstödd jaröarför föður síns. Skarphéðinn var viökynnilegur maður í sjón og reynd, og bezti drengur. Búskapurinn lét honum vel; hann var heiSursmaSur mesti, Ifcg forsjáll, sí-vinnandi, og framúr- skarandi trúverðugur og ábyggileg- ur til orSa og verka; enda búnaöist honum ágætlega, og komst hann prýðilega af ineö stóra barnahópinn sinn. Allslaus hófst hann handa, ög er hann lauk störfum sinum, var hann búinn að koma á fót heimili, sem er í fremstu röö allra heimila byg)5arinnar hvaS afkomu snertir og allan heimilisbrag. Aö honum lán- aöist alt svo vel, á hann næst GuSi aö þakka frábærri ósérhlífni og á- gætri aðstoð konu sinnar, sem og þvi, hvaö honum hefir haldist vel á börnunum sinum öllum. Þarna rikti æfinlega sá andi aS allir liföu og störfuðu saman eins og einn maSur ÍGarSarbygöin á hér á bak aö sjá sómamanni og myndarbónda, seitl hún mun ávalt telja í fremstu röö þeirra Íslendinga, sem hér hafa sezt aö, til þess aS hefja haoa til þess vegs og og gengis, sem hún nú nýtur. Jaröarförin fór fram 3. apríl frá heimili hins látna og Garðar-kirkju, aö fjölmenni viðstöddu. Gardar, 14'. april, 1925. Páll Sigurðsson. —Óskað er eftir, aö þessi dánar- j fregn birtist á prenti í blöSöm á Is- I landi.—P. S. Séra Þorvaldur Jónsson, prœp. hon. Síra Þorvaldur prófastur Jóns- son var fæddur ý9. desember 1847 j að Krossi í Landeyjum, og voru foreldrar bans séra Jón.Hjartar- son, og Kristín Þorvaldsdóttir, prófasts, Böðvarssonar. Hann var næstelstur toræðra sinna, en þeirl voru Hjörtur læknir í Stykkis- hólmi, (f. 1841, d. 1894) Árnl, ! cand. theol,, verslunarstjóri a fsafirði (f. 1851, d. 1918) og Grímur, cand. theol. skólastjóri á ísafirði (f. 1855, d. 1919). Systir þeirra var frá Þórunn, kona Þor- valds heitins Jónssonar læknis á ísafirði. , Þeir bræður fluttu með fðður sínum að Gilslbakka árið 1860 og voru snemma til menta settir. Þor valdur lauk Stúdentsprófi 18671 og hlaut 1. einkun Þá var hann ejnn vetur heimiliskennari hjá Skúla lækni Thorarensen á Mó- eiðarhvoli, en tók síðan að stunda guðfræði og lauk prófi árið 1870 með hárri 1. einkunn. Þá var hann heimiliskennari einn veltur hjá Riis kaupmanni á ísafirði, en prestvígslu tók hann 1871 og gerð ist aðstoðarprestur séra Benedikts Eggertssonar í Vatnsfirði, föður Eggerts í Laugardælum, en ári síðar varð hann aðstoðarprestur föðursíns á Gilóbakka. Vorið 187?> var honum veitt Setbergspresta- kajl á ISnæféíjlsnesi og jþá um haustið kvæntist hann þórdísi dóttur Jens rektors 'Sigurðssonar, hinni mestu merkiskonu. Sex ár- um síðar var honum veitt Eyrar- prestakall, og fluttist þá til ísa- „Þjáðist mjög í bakinu ernú heilbrigð Mrs. WiHiam Walkcr, Wellwood, Ont., skrifar:— “Eg þjáðist mánuðum saman af magaveiki og fylgdi henn ó- ^þolandi bakverkur. Hélzt eg ítundum varla við í rúminu um nætur. Eg þandist upp af gasi og misti matarlystina aö heita mátti. Læknirinn gaf mér hin og þessi meööl, en árangurslaust. AÖ lokum fór eg aö nota Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills, og þótt eg hafi ekki notaS nema úr þrem öskjum, er eg orðin al- heil.” DR. CHASE’S KIDNEY-LIVER FILLS 60 oents hylkið, hjá lyföslum eða Kdmanson. Bates & Co., Ltd. Toronto Ingibjörg Einarsdóttir frá Koti (Innrafirði) i Mjóafirði í Suður-Múlasýslu á íslandi, dáin aðfaranótt 18. apríl 1925. Nú kotbæinn íslenska finnur þú fyrst við fjallshlíðar hrjóstrugu rætur; Iþar hafðir þú ástvini elskað og mist og andvaka grátið um nætur. Þú barðist til sigurs um æfinnar ár, iþó örlögin vektu þér sorgir og tár. IHve sefandi var ei þín móður-mund — eg minnist þess ætíð á vorin, og þó að hún hvílist nú stirðnuð um stund og stirni í tárvotu sporin; Þú barðist sem hetja í öll þessi ár, þó örlögin vektu þér sorgir og tár. A. E. tsfeld. 18. apríl. 1925. fjarðar og þjónaði því prestakall! 34 ár, en var veitt lausn frá prestsskap vorið 1915, en gegnd! þó embættinu til hausts, í fjar- veru eítirmans síns. Prófastur var hann í 24 ár og gegndi ýmis- legum öðrum trúnaðarstörfum alt til þess er hann lét af embætti. Séra Þorvaldur misti konu sína 15. október 1910. Höfðu þau eign- ast fjögur börft, tvo sonu og tvær dætur, en ekldi eru á lífi nema dótt ir þeirra, frú Krrstín, kona Sig- urjóns Jónssonar alþingismanns. Hin börnin tvö dóu í æsku, bræð- urnir Jón og Björn, en Ólöf dóttir þeirra andaðist 19 ára gömul ár- ið 1900. I Árið 1916 fluttist séra Þorvald- ur til Reykjavíkur með tengda- syni sínum og dóttur og dvaldist hér fram til ársins 1920, en flutt- ist þá með þeim til ísafjarðar og var hjá þeim til dauðadags 9. féhrúar síðastliðinn. öllum, sem kynni höfðu af séra Þorvaldi og þeim bræðrum hans, mun hafa fundist mikið til um gáfur þeirra, fróðleik og vitsmun!. Þó mun séra Þorvaldur hafa verið þeirra mestur námsmaður. Hann var einkanlega sðgufróður og lat- ínumaður ágætur. Nokkrum mönnum kendi hann undir skóla, og var hann frábærlega góður kennari. Embættisverk sín ræktl hann af svo mikilli skyl^uræknl, að mjög var orð á því gert, og hefir hann ugglaust misboðið heilsu sinni hin síðari prestsskap- arár sín á emlbættisferðum til Bolungarvíkur, sem eru bæði mjög erfiðar og hættulegar, neraa yfir hásumarið. Hann var góður kennimaður og sýndu sóknarbörn hans honum opinberar sæmdir begar hann lét af prestsskap og eins þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Síra Þorvaldur var mikill mað- fyrirmannlegur, Ijúfur í viðræð- um og skemtinn einkanlega í fá- menni, eða undir fjögur augu. Mjög var hann gestrisinn og góCur heim að sækja, trygglyndur og innilegur vinum sínum jafnt í orð- um sem bréfaskiftum. Hann var jarðsunginn siðast- liðinn mánudag, á fssfi-ði, vlð mikið fjölmenni, og töluðu þeir yfir moldum hans séra Páll pró- fastur ólafsson í Vatnsfirði og séra Sigurgeir Sigurðs«on. Vísir 5. marz. 1925. “@JadiaNC5jb" QVhisky I F.XCURSIONS Frá 15. Maí til 30. Sept. Gilda til afturkomu 31. Okt. AUSTURCANADA VESTUR AÐ HAFl Austiii'-Oana/la fcrð innlfelur í sér að velja má nm tovort lieldur ferða«t skal með jámbraut alla ldð eða með júmtoraut og vötnmn. IIEIMSÆKTÐ MIXAKT THE IIIGHLANDS OF ONTATUO NIAGARA FALLS THE 1,000 ISLANDS THE ST. IjAWREN CE THE MARJOTME PROVINCES Fárra daira viðdvöl í * JASPER NATIONAL PARK Skemtið yður við Golf, I4ifr*'iðaf<‘rðir. fjallgöng- ur, KÖngntúra, á smáliátiun, við siiml, Ti'nnis- leiki og dans. JASPKR PARK LODGE HÝSIR GESOT pRtHYKNINGS FKIUHN Hvort heldur með járnbraut eða á sjónum. Farið er á járnbraut frá Mt. Robson I>ark til Prinee Rupert. Aukaferð til Ala.ska etnnig; innifalin, ef vill. Suður til Vancouver, 550 mllna vegalengd á beztu hafskipum. Fara má og með járnlbraut frá Van- oouver, þriðja liðinn af þríhyrningaum, norður gegn um Fraser ár da'linn og Thompson dalinn til Jasper National Park. A8 sigla á vötnunum frá Port Arthur, Fort William og Duluth, er einn af allra skerrutileg- ustu itlmum. Skipin (S.S. “Noronic”, ‘‘Hamonic", ‘IHuronic”), sem tilheyra Northern Navigation Co., fiytja yður hvert aem þér viljið sameinast járnbraut til Austur Canada. Allar upplýsingar fást lijá umtooðsniöunum CANADIAN NATIONAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.