Lögberg - 30.04.1925, Qupperneq 6
fti. 6
LöGBERG FIMTUDAGINN.
30. APRÍL. 1925.
Hættulegír tímar.
Eftir Winston Churchill.
Sumarið var horfið, dáið, eins og skepna, sem
byltir sér og blæs frá sér heitum andstrokum, þegar
maður heldur að hún sé dauð. Maðurinn frá Arkan-
sas var einn mánuð hjá Carvel og naut aðhjúkrunar-
Virginíu ; að þeim tíma liðnum var honum batnað svo
að hann gat farið í hermannafangelsi norður í
ríkjum. Hann var auðvitað enginn herramaður,
eins og herramenn í Suðurríkjunum gerðust, og
hann sofnaði yfir því að leisa konungakvæði Tenny-
sons, en hann var fullur af aðdáun og þakklæti og
hann grét, þegar hann fór burtu með verðinum, sem
fylgdi honum á bátinn, er átti að flytja hann áleiðis
til fangelsistns. Virginía grét líka. Hann hafði
komið henni til þess að gleyma frænku sinni, sem
hvorki vildi heyra hann né sjá, og hann hafði verið
viðfangsefni fyrir ’hana. Hvorki hún né faðir henn-
ar þreyttust af því að heyra hann segja isvakalegar
sögur af svaðilförum hermanna Prices.
Hann _ fór burt um það leyti sem grunsemdir
voru að verða að vissu. Töluvert hafði verið talað
um þessi hlunnindi og að þeim fundið, svo að það
var engin von um að nokkur annar vesalingur nyti
sömu hjúkrunar. Strangari gætur voru stöðugt hafð-
ar á öllu. Einn hinna óþektu manna, sem böfðu sést
af og til í grend við ihús Carvels ofursta, var tekinn
fastur á ferjubátnum, en hann hafði haft einhver
ráð með að losa sig við handtösku, sem hafði viss
bréf inni að halda.
Heimsóknir Hoppers í Locust stræti voru með
ófrávíkjanlegri reglu, sem var fremur þreytandi, all-
an veturinn. Það er óþarft að isegja nokkuð um
samræður hans, eða að endurtaika hin almennu orða-
tiltæki, sem hann þreyttist aldrei á að endurtaka; alt
tal hans var gersamlega efnislaust. Ofurstinn hafði
fyrir löngu komist að raun um 'það og honum þóttí
vænt um það. En hann var kurteisari í framgöngu
og vandaði málið betur.
Yirginía umlbar Hopper föður síns vegna.
Konur mega oft leggja það á sig. Hún reyndi að
vera réttsýn í garð Hoppers, og henni fanst sem
ihún hefði aldrei verið það áður. Hún taldi sér hvað
eftir annað trú um það, að trygð Hoppers við ofurst-
ann í ibasli hans bæri vott um mannkosti, sem hún
hefði ekki haldið að hann ætti til í eigu sinni. Hún
hafði fyrirlitningu á Hopper vegna þess að hann
var ómentaður Yankee og hafði engar hugsjónir
nema þær, sem lutu að verslun. En nú komu mann-
kostir hanis í ljós — ef það þá voru mannkostir —
og hún reyndi að láta efann verða honum í vil.
Hversvegna reyndi hann ekki, úr því hann var svo
hygginn og hafði svo gott vit á verslunarmálum, til
þess að nota hin mörgu tækifæri, sem stríðið bauð,
til þess að auðgast? Virginía hafði nýlega oft
farið með föður sínum í ibúðina. Hann fór þangað
á morgnana og iblaðaði í gömlum rykugum bréfum
og blöðum. Og Hopper hafði ávalt verið við .skrif-
borð sitt.
Eftir þetta reyndi Virginía jafnvel að vera vin-
•gjarnleg við hann, þó að það væri henni erfitt.
Hurðin lokaðist aldrei á eftir Eliphalet án þess að
hún hefði einhvern grun. Hún gat ekki bælt niður
andúð sína gagnvart honum. Gæti það verið að á
bak við alla framkomu hans væri einhver hulinn
tilgangur?
Hún gat ekki varist Iþví að hugsa að hann væri mað-
ur sem beitti undirferli til þess að ná tilgangi sín-
um. Henni datt ekki í hug að neitt annað verra
væri á seyði en það að hann vildi koma sér í mjúk-
inn núna, til þess að hann gæti orðið meðeigandi í
venslun föður hennar, þegar stríðinu væri lokið.
Og jafnvel þetta fanst henni að væri ómaklegt.
Einu sinni fanst henni að hún yrði að minnast
á þetta við flöður sinn. v
“Eg held að eg hafi gert honum órétt til,
pabbi,” sagði hún. “Ekki svo að skilja að mér
falli hann nokkuð betur í geð nú. Eg verð að segja
það í allri hreinskilni að mér getur aldrei fallið vel
við hann. En eg held að hann væri búinn að yfir-
gefa þig til þess að ná í eitthvað annað, sem væri
arðvænlegra, ef hann væri eins samviskulaus og
«g hélt að hann væri. Hann sæti ekki dag eftir
dag í skrifstofunni til þess að ihugsa um verslunina
eftir stríðið.”
Hún mintist þess síðar, hversu raunalega fað-
ir sinn hefði Ibrosað til sín fyrir ofan blaðið, sem
hann hafði verið að lesa í.
“Þú ert góð stúlka, Jinny,” sagði hann.
Undir júlímánaðarlok þetta sumar komu upp
smáuppþot í borginni og um leið brá fyrir dálitlum
vonarglampa á sjónarhring Virginíu. Norðanmenn
óttuðust stöðugt áhlaup og skipun var gefin út þess
efnis, að allir færir menn í tíu borgarumdæmum
skyldu inna af hendi herþjónustu með því augna-
miði, að eyðileggja alla uppreisnarflokka, sem væru
á flakki um ríkið. Hennar hátign, drotningin yfir
Bretlandi varð skyndilega mjög vinsæl, og það jafn-
vel hjá sumum, sem voru fæddir á eyjunni grænu
fyrir vestan Bretland. Hundruð, sem fram að þess-
um tíma höifðu látið sér fátt til finnast um bresk
þegnréttindi, flýttu sér nú sem mest mátti verða að
endurnýja þau. Margir leituðu aðstoðar breska
ræðismannsins, þótt kröfur þeirra til verndar drotn-
ingarinnar væru á veikum grundvelli bygðar. út
af þesu urðu róstur og margs konar hneiksli. Nú t
fyrsta skifti var Eliphalet ekki í búðinni, þegar
Virginía fór þangað með fðður sínum. Þótt undár-
legt megi virðast, varði Virginía hann.
“Eg lái honum það ekki, þó að hann vilji ekki
berjast fyrir iþessa Norðanmenn,” sagði hún.
Ofurstinn gat ekki stilt sig um að svara.
“Hversvegna berst hann þá ekki fyrir Sunnan-
mennina?” spurði hann.
“Hann að berjast fyrir Sunnanríkin!” hrópaði
hún með fyrirlitningu.
“Eg býst við að Sunnanmenn vildu ekki nýta
hann.”
“Eg býst ekki við því heldur," sagði ofurstinn
þurlega.
Virginía fór með föður sínum í búðina í heila
viku af tómri forvitni. Hopper var enn fjarver-
andi og hún hjálpaði föður sínum við að yfirlíta
ibréf og reikninga, sem mintu á þá tíma er alt stóð
með blóma. Oft var það að ofurstinn rakst á feitt-
hvað, sem minti hann á sérstök atvik. Hann lét
þá blaðið falla ofan á skrifborðið, seildist með
hendinni upp að hökunni og sat hugsandi hálfa
klukkustund. Virginía ónáðaði hann ekki.
Ýmsir komu og spurðu eftir Hopper. Ofurstinn
svaraði þeim öllum eins og hann vissi réttast, og
venjulega með þessum hættulega þýðleika, sem hann
var vel þektur fyrir. Hálf ræfilslegur maður með
gult yfirskegg, sem bitið var neðan af, hafði tvisvar
komið til þess að spyrja eftir Eliphalet. í seinna
skiftið gerðist hann nærgöngull.
“Þú segist ekki vita neitt um hann?” sagði
hann.
“Nei„” sagði ofurstinn.
Maðurinn færi sig nær.
“Eg heiti Ford,” sagði hann. “Eg held kannské
að eg gæti gefið Iþér dálitlar upplýsingar.”
“Vertu sæll,” sagði ofurstinn.
“Eg býst við að þú kærir þig gjarnan um að
heyra það sem eg veit.”
“Epum,” sagði ofurstinn í sínum venjulega mál-
róm,” vísaðu þessum manni á dyrnar.”
Ford læddist út, án þess að Ephum ví?aði hon-
um leiðina. En hann hálf snéri sér við í dyrunum
og sendi augnatillit innar eftir, sem skaut Virginíu
skelk í bringu.
“ó, pabbi!” hrópaði hún hrædd, “hvað átti hann
við?”
“Eg get ekki sagt þér það, Jinny,” svaraði hann.
En hún tók eftir því að hann var mjög niðursokk-
inn í hugsanir sínar á leiðinni heim.
Eliphalet var ókominn næsta morgun, en undirfor-
ingi og óibreyttur liðsmaður voru þar að leita að
honum. Ofurstinn las skipunina, sem þeir voru
með og bauð þeim að koma inn. Hann sýndi þeim
jafnvel stigann upp á búðarloftið og Virginía heyrði
til þeirra, þar sem þeir voru að leita innan um
vörustrangana. Henni varð litið'á blaðið, sem þeir
höfðu komið með, sem lá opið á skrifborði ofurstans.
Það var undirskrifað af Stephen Brice, skrásetning-
armanni.
Þennan sama dag fóru þau til Glenoe og skildu
Ephum einan eftir til þessað líta eftir búðinni. í
Glencoe fjarri iborginni og ófriðnum byrjuðu rólegir
dagar. Vigrinía varð aftur eins og barn og hljóp
um skóginn með föður sínum. Hún fékk aftur roða
í kinnarnar og sinn fyrri gleðblæ. Þau skemtu sér
feykilega vel ásamt Ned og Easter fóstru við að ná
Dick gamla, keyrsluhestinum, sem lengi hafði gengið
laus. Eftir það ók Mn út með föður sínum, Og
þegar þau komu heim aftur, vor þau vön að sitja
saman í sumarhýsinu við ána og hlusta á suðið í
skordýrunum, og horfa á síðustu sólargeislana
hverfa á ánni. Ofurstinn, sem ávalt hafði haft
mestu andstygð á tóbakspípum, var búinn að læra
að reykja úr óvandaðri pípu úr maíslegg. Hann sat
tímunum saman með fæturnar uppi á handriðinu
með hattinn aftur á ihöfðinu meðan Virginía las fyrir
hann. Hann hafði ánægju af að hlusta á hana
lesa eftir Poe og Wordsworth og Scott, en Tennyson
var uppáhaldshöfundur hans.
Einn dag sat Virginía ein í sumarhýsinu, og
hugur hennar hvarflaði til baka til annars dags, er
hún hafði verið þar — það var fyrir löngu, að henni
fanst. Henni varð litið við og hún sá hvar Easter
fóstra kom.
“Það eru gestir komnir heima, gæska,” sagði
hún. “Herra Hopper er kominn og hann er að
tala við pabba þinn. Nei, líttu bara á, þarna kem-
ur hann.”
“Það stóð íheima, þarna var Elphalet Hopper
sjálfur, þrekinn og þéttur á velli, á götunni dálítinn
spöl fyrir aftan hana. Hann bar hattinn í hend-
inni; hárið var gljáandi og vandlega strokið niður
og föt hans voru fburðarlaus en samt óútásetjanleg
frá skraddarans hendi. Hann var með staf í hend-
inni en það hafði aldrei fyr sést.
Virginía rétti úr sér í sætinu Og barði óþolih-
móðlega með fingrunum á hnéð á sér. Hún fann til
gremju, mótþróa. Svo stóð hún upp skyndilega gekk
snúðugt fram hjá fóstru sinni og mætti honum
nokkur skref fyrir framan dyrnar á sumarhýsinu.
“Góðan daginn, ungfrú Virginía,” hrópaði hann
í þægilegum róm. “Faðir þinn sagðist halda, að
þú værir hér.” Það var ekki laust við að hann
væri flámæltur.
Virginía rétti honum hendina ihálf máttlausa.
Manni, sem hefði verið ákaflyndari en Eliphalet,
myndi hafa fundist fátt til um kveðju hennar. Hún
virti hann fyrir sér eitt augnablið. Það var eitt-
hvað óvanalegt í svip mannsins.
“Svo þeir náðu þér ekki,” sagði hún.
Það var sem orð hennar léttu af honum ein-
hverri áreynslu. Hann hló lágt.
“Nei, það varð nú ekki af því.”
“Hvernig fórstu að sleppa?” spurði hún og
horfði á hann forvitnislega.
“Nú, eg slapp nú fyrst og fremst. Þú hefir
nóg vit, ungfrú Jinny, en eg er viss um að þú getur
ekki sagt mér hvar eg hefi verið.”
“Mig langar ekki til að vita það. Sami staður-
inn gæti komið þér að haldi aftur.”
Hann virtist vera hálfóánægður. “Eg hélt að
þú hefðir gaman af að vita, hvernig eg fór að komast
undan rScisvaldinu hér í þessu fullvalda ríki, Miss-
ouri. Halleck yfirhershöfðingi gaf út skipun þess
efnis, að hver maður, sem borgaði tíu dollara,
skyldi komast hjá því að verða tekinn í ríkisvarnar-
liðið. Eg Iborgaði. Svo var nafnið mitt sett niður
á sjálfiboðalista Abe Lincolns; þar keypti eg mann í
staðinn fyrir mig. Svona stendur á þvi, að eg er
hér lifandi og frjáls og leitandi að hamingjunni.”
“Svo þú keyptir þér frelsi,” sagði Virginía. “Ef
maðurinn, sem þú fékst til að fara í staðinn fyrir
þig, verður drepirtn, þá býst eg við að þú hafir á-
stæðu til þess að hrósa happi.”
Eliphalet hló og togaði fram ermarnar á skyrt-
unni sinni. “Það er nú fyrir hann sjálfan að sjá
fyrir því, er eg„ hræddur um,” sagði hann. Hann
leit á Virginíu þannig að henni varð eitthvað undar-
lega órótt við það. Hún snéri sér frá honum í áttina
til sumarlhýsisins. Augun á honum glóðu er hann
virti fyrir sér vaxtarlag hennar. Hann steig eitt
skref áfram.
“Ungfrú Jinny?” sagði hann.
“Já.”
“Eg hefi heyrt töluvert um það talað, hvað hér
sé fallegt. Væri þér sama þó að þú sýndir mér svona
dálítið hér í kring?”
Virginía hrökk við. Það var málrómur hans,
sem henni fanst undarlegur nú. Hann hafði aldret
verið svona einbeittur og ákveðinn síðan fyrsta
kvöldið er hann heimsótti þau á Locust-stræti. En
hvað sem því leið mátti hún ekki sýna gesti neina
ókurteisi.
“Já, auðvitað,” svaraði hún, án þess að líta upp.
Eliphalet gekk á undan. Þegar hann ' kom að
sumarhýsinu, leit hann kringum sig með sýnilegri
ánægju og steig svo upp á dyratröppuna, sem var
mosavaxin. Virginía hagaði sér mjög undarlega.
Hún hljóp fram fyrir hann í dyrnar og stcjð þar
fyrir honum milli blómfléttanna, sem héngu á veggj-
unum.
“Ó Hopper!” hrópaði hún, “ekki hér inn, ef þú
vilt vera svo góður.”
Hann gekk aftur á bak nokkur spor og horfðl
undrandi á andlitið á henni, sem var kafrjótt.
“Hversvegna ekki?” spurði hann í grunsam-
legum róm •— næstum vonskulega.
♦- Hún hafði verið að leita að afsökun en fann
enga.
“Vegna þess,” sagði hún, “vegna þess að eg bið
þig um það. Það ætti að vera nóg,” bætti hún við
með stærilætissvip.
“Jæja,” sagði Elpilhalet og reyndi að hlæja, það
er nokkuð skrítið. Kvenfólkið hefir skrítnar ihug-
myndir, sem við karlmennirnir verðum að bera
virðingu fyrir og gera okkur ánægða með alla okkar
æfi, býst eg við.”
Það sauð í henni reiðin bæði út af augnaráði
hans og eins því, að hann lét undan þessum kenjum
hennar eins og það væru kenjar í barni. Og henni
gramdist mest af ðllu það, hversu heimakominn
hann gerði sig. Alt látbragð hans var blátt áfram
móðgun. Hún reyndi enn að dylja reiði sína.
“Það er gata meðfram bakkanum,” sagði hún
kuldalega, “og útsýnið er alveg eins gott af henni.”
En hún leiddi hann viljandi inn á hægri handar
götu, sem lá heim að húsinu skamt þaðan burtu.
Hún gekk hratt, en hann fylgdist með henni.
“Ungfrú Jinny,” sagði hann skyndilega. “Hefir
þér nokkurn tíma dottið í hug, að eg væri maður, sem
væri líklegur til að giftast?”
Virginía nam staðar og brá vasaklútnum upp að
andlitinu, því hún bafið isterka löngun til þess að
hlæja. Eliphalet varð aftur í augum hennar venju-
legur, gróðafíkinn Yankee. En nú var hann ást-
fanginn og hafði komið til hennar til þess að leita
ráðahags. Þetta hefði hún mátt vita.
“Eg hefi aldrei hugsað um þig á þann veg,
Hopper,” sagði hún og það var titringur í röddinnl.
Hann var í sannleika skrítinn þar sem hann
stóð þarna sveittur og órólegur. Sparitreyjan hans
sýndi að hann hefði fitnað ekki all-lítið, því það
komu ibrot í ihana þversum út frá hnöppunum. And-
litið var feitt og æðarnar í því þrútnar og bláar og
augun lítil og langt inni í höfðinu líkt og í svíni.
“Eg hefi verið að hugsa um það alvarlega nú
um tíma að gifta mig,” sagði hann og barði rósa-
runnana með stafnum sínum. “Eg er enginn til-
finningamaður og eg hefi ekki fögur og glymjandi
orðatiltæki á reiðum höndum, en eg get lofað þér
því að eg yrði góður eiginmaður.”
“Farðu vægilega með rósirnar, Hopper.”
“Bið fyrirgefningar,” sagði Hopper. Honum fór
að verða mismæli stöku sinnum, það var það eina,
sem bar vott um, að honum væri mikið niðri fyrir.
“Þegar eg kom til St. Louis, ungfrú Jinny, alveg
peningalaus, þá hét eg því með sjálfum mér að verða
ríkur maður áður en eg færi héðan. >ó að eg ætti
að deyja núna strax þá hefi eg efnt það. Eg ep
ekki þrjátíu og fjögra ára enn, en eg held að eg
eigi eins mikið af peningum á vísum stað, og marg-
ur annar maður, isem er kallaður ríkur. Eg er ekiki
að segja hvað mikið eg eigi. Það liggur ekkert á
því. Eg er ekki eyðslusamur; eg er hættur að tyggja
tóbak. Eg gerði það einu isinni. Og eg drekk ekki
og reyki ekki.”
“Það er mjög lofsvert,” sagði Virginía og reyndí
að verjast hlátri. “En — en hversvegna hættir þú
að tyggja tóbak?”
“Mér er sagt, að kverifólkið sé á móti því,” sagði
Eliplhalet —” alveg á móti því. Myndi þér, í alvðru
talað, líka að maðrinn þinn tygði tóbak?”
Nú gat hún hreint ekki varist því að hlæja
lengur.
“Eg verð að játa, að mér myndi ekki líka það,”
sagði hún.
“Eg hélt það,” sagði hann, eins og hann hefðl
reyndar vitað það ofur vel. Hann fór að verða nef- ,
mæltur. “Jæja, eins og eg var að segja, þá er
eg tilbúinn að festa ráð mitt og eg hefi verið að
huga að konuefninu í sjö ár.”
“En það stöðuglyndi!” hrópaði Virginía. “Og
konuefnið?”
“Konuefnið”, svaraði Eliphalet hiklaust ert þú.”
Honum varð litið framan í hana. Hún stóð og starði
alveg ráðalaus. Og hann hélt áfram og bar ótt á.
“Mér geðjaðist vel að þér í fyrsta sinn sem eg sá
þig í búðinni og eg sagði þá við sjálfan mig: Þarna
er stúlkan Ihanda þér Hopper. Eg er alþýðumaður
en eg er'af góðu fólki kominn. Eg byrjaði strax þá
að safna auði handa þér, ungfrú Jinny. Þú hefir ein-
mitt það, sem mig vantar. Eg er óibrotinn verslunar-
maður, og hefi ekki neitt af þessum fínu háttum;
þú hefir þá; þú þarft að giftast manni, sem hefir
nóga peninga; þú getur sýnt auðinn. Eg hefi undir-
stöðuna að þessari auðlegð, og sannanirnar fyrir því
eru hér. Og eg skal segja þér það” — hann beit á
jaxílinn —” eg skal segja þér það, að Eliphaiet
Hopper verður einhvern tíma með rikustu mönnum
Hann hafði numið staðar og stóð beint fyrir
framan hana á miðri göunni. Málrómur hans var
styrkur og sjálfstraust hans óbilandi. Hún horfði
fyrst á Ihann orðlaus af undrun, svo fór hún að
skilja hvað hann átti við með þessari ræðu sinni.
En enn var undrunin efst ^ huga hennar. Hún
hlustaði varla á hann. En um leið og hann hætti
varð henni litið á þakið á sumarhýsinu. Henni
flaug í hug maður, sem var Eliphalet svo miklu
æðri, að hann var ekki þess verður að skríða fyrir
fótum hans. Henni kom Stepben Brice í hug, eins
og bann hafði staðið þar um kvöldið fyrir löngu í
geislum hnígandi kvöldsólarinnar, og henni fanst
þetta bónorð hrein og bein smán fyrir sig. Þessi
mannskepna dirfðist að freista hennar með pening-
um. Særandi fyrirlitningarorð komu fram á varir
hennar, en henni varð litið framan í Eliphalet og
hún vissi að hann myndi ekki skilja þau. Þessi
maður lifði og hrærðist, hófst upp og niðurlægðist,
elskaði og hataði, dó og var grafinn fyrir — pen-
inga.
Hún horfði framan í hann eitt augnablik, eins
og maður, sem hefir nærri hrapað fram af gljúfur-
barmi, borfir fram af klettabrúninni með hrolli.
Enginn skyldi halda það um Eliphalet, að hann hafi
ekki haft neinar tilfinningar. Þetta var augna-
tblikið, sem hann hafði lifað fyrir síðan hann sá hana
fyrst í búðinni og varð fyrir fyrirlitningu. Þetta
andlit, þetta látbragð, það voru hin ómetnalegu
verðmæti, sem hann ætlaði sér að kaupa með pen-
ingum sínum. Hélfóður af afli þessarar lengi inni-
byrgðu þrár þreif (hann í hönd hennar. Hún reif
sig lausa.
“Hvernig — hvernig vogarðu þér!” hrópaði
bún.
Hann hrökk aftur á bak og stóð eitt augnablik
hreyfingarlaus eins og hann hefði verið sleginn. Svo
kom hægt og hægt glampi í litlu augun, sem hún gat
ekki gleymt í marga daga.
“Þú — vilt ekki — giftast mér?” sagði hann.
“Hvernig vogarðu þér að spyrja mig að því?”
hrópaði hún og roðnaði í framan af iblygðunartil-
finningu. Hún stóð með hendurnar fyrir aftan bakið
upp við stórt tré, sem stóð á bakkabrúninni. Elipha-
let misti alla stjórn á sjálfum sér, er hann istóð
þarna og horfði á hana, og það gerði hann óvarfær-
inn.
“Þú mátt til,” sagði Ihann rámur, “þú mátt til!
Þú hefir enga hugmynd um peninga mína.”
“Geturðu ekki skilið það, maður?” sagði hún.
“Þó að þú ættir alla Carliforníu, þá giftist eg þér
aldrei!”
Hann varð alt í einu mjög rólegur. Hann þreif
með hendinni ofan í brjóstvasa sinn, eins og maður,
sem er vanur þess háttar hreyfingum, og dró upp
úr honum nokkur blöð.
“Eg ibýst við að þú gerir þér ekki mikla grein
fyrir því, hvering ástæðurnar eru, ungfrú Carvel,”
sagði hann. “Það hefir margt breyst nú á síðustu
tímum. Þið eruð fátæk, en eg held þú vitir ekki
hvað fátæk þið eruð. Ofurstinn er maður, sem vill
standa við orð sín, eða er ekki svo?”
Þó að hún hefði átt lífið að leysa, þá hefði hún
ekki getað svarað — og hún vissi heldur ekki hvers
vegna hún beið þarna og hlustaði.
Það er nú reyndar ekki mikið gagn í því að þú
skoðir þessi blöð,” sagði hann. Kvenfólk hefir ekki
mikið vit á þesskonar. En eg skal segja þér hvað
stendur á þeim. Það stendur á þeim, að eg eigi alla
Carvels verslunina, ef eg bara vil.”
Litlu augun sukku enn dýpra inn í höfuðið, og
hann ibeið eitt augna/blik auðsjáanlega til þess að
njóta sem best ánægjunnar af að sjá þessa fögru
og stoltu stúlku kveljast. Hún dró andann ótt og
þungt.
ISérstök og STaka Fargjöld
TIL
MINNEAPOLIS-ST. PAUL
FYRIR
HUNDRAD ÁRA AFMÆLI NORÐMANNA
MINNESOTA STATE FAIR GROUNDS
FARBRÉ TIL SÖLU
ríK”"! Júní 3. til 8.
Frá StöSum £ Ont. [fyrir vestan 1 I ' ' i , •] o
Port Arthur] Man. og Sask. j JUIll 4. tll O.
GILDA TIL 20, JÚNl, 1925
UPPLYSINGAR GEFUR CANADIAN PACIFIC
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að þvi er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Go-operatire Dairies
LIMITBÐ