Lögberg - 07.05.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.05.1925, Blaðsíða 4
BLs. 4 LiOJBERG, I IMTUDACrlNN 7. MAÍ 1925. Xogbetg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pre**, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Tal.ln.nn N-6327 o£ N-632S JÓN J. BILDFELL, Editor UtanAakrift til blaðaine: TKi COtUMBIA f*«ESS, Ltd., Boi 3171. Winnlpeg. M>n- UtanAakrift ritstjórane: * EOiTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, M«n. The "LöKberg’' la prlnted and publlshed by The Columbla Press, Llmited. in the Columbia Bullding, 696 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Islenzkir sjómenn. Aldrei höfum vér lært að virða og meta neina stétt í þjóðfélaginu ísleneka eins og sjómannastétt- ina. Þegar í æsku — áður en vér skildum til fulls, hvað það meinti að vera sjómaður, sáum vér hraust- ustu og efnilegustu mennina á Iheimilinu fara í “verið”, sem kallað var, um miðbik vetrar. Við burtför þeirra var fólk alvarlegt og oft hrygt í huga. En mennirnir sjálfir öruggir, glaðir og ákveðnir.— Það var alveg sjálfsagt að fara í verið, þó fátt væri um vinnufært fólk á heimilum manna og veturinn grimmur og vægðarlaus legðist að 'býlum þeirra og ibúfé. Fyrst framan af fanst oss einlhver töfrandi æfin- týrablær hvíla yfir þessari verferð sjómannanna ís- lensku. Þeir voru að fara í langferð til bæjanna við sjóinn, þar sem þeir sæju svo margt og lærðu 'Svo mikið. Þar sem stórir hópar hinna vöskustu manna landsins væru samanloomnir til þess að vinna sameiginlegt starf, kynnast og njóta sameiginlegra glaðværðar, þegar ekki gaf á sjóinn. Hinar alvarlegu hliðar sjómannalífsins höfðu þá e;kki læst sig inn í sál v<ora eins og þær gjörðti síðar. Vér skildum þá ekki að það var skyídurækn- in, sem kallaði þessa menn — skylduræknin við ástvini sína, við þjóð sína, og ættland, sem knúði þá um kaldan vetur, til þess að yfirgefa heimili sín ættingja og vini og horfast í augu við dauðann í hvert einasta skifti er þeir ýttu frá landi, út á hafið sem á einni svipstundu gat mulið eða sogað í sig skipið veika, er þeir flutu í. Svo hvarf hinn tðfrandi æfintýraiblær, en alvar- an bláköld kom í staðinn. Vér sáum þessa menn heyja stríð við hafið. Vér sáum skipin þeirra velt- ast í öldunum himin háu og hrekjast fyrir þeim. Vér sáum þær steypa sér ofan í opna bátana og fylla þá. Vér sáum möstrin brotin, seglin rifin og mennina skolast út í hafið, úlfgrætt og æðandi og sökkva í það. Samt fóru menn í verið, alt af jafn öruggir, jafn glaðir og jafn ákveðnir eitt árið eftir annað, eina öldina eftir aðra og ekkjurnar brostu gegnum tárin. fsland hefir af mörgum verið áCljitið fátækt land hrjóstrugt og .fáskrúðugt. Mönnum hættir mjög til að mæla auð landanna eftir auðsuppsprettum þeim er Iöndin geyma í sér — þótt slíkt hafi nokkuB og jafnvel mikið til síns máls þá Ihefir það aldrei verið hin arðmesta innstæða þjóðanna, heldur fólk- ið sjálft — mennirnir og konurnar, sem löndln byggja. Ekkert land er á slíka Stétt, sem sjómannastétt- ina íslensku, er fátækt hvað sem náttúruauð þess líður. Engin þjóð þarf að óttast, er á syni, sem eru reiðubúnir að leggja lífið í sölurnar fyrir hag henn- ar og innsigla skylduverk sín með því, þegar þörfin krefur, eins og íslensku sjómennirnir hafa gert öld- um saman og gera enn í dag, og dætur, sem hafa þrek til þess, að bera harm sinn í hljóði. Frá fornöld hafa menn dáð, hugprýði og hreysti í hvaða mynd, sem þær dygðir manna hafa komið fram og er það óspiltu mannseðli eðlilegt, en það er eins og þjóð vor 'hafi orðið að leita aftur í dimma fornöld til fyrirmyndar í þeim efnum. Jónas Hall- grímsson sá hetjur ríða um héruð á hinu svo nefnda gullaldar tímabili íslands. Skyldi nokkurn tima hafa verið til meiri hetjur á landi feðra vorra en sjómennirnir íslensku. Þeir að vísu ríða ekki í skrautklæðum um héröð landsins, en þeir sigla skipum á fiskimiðin við strendur þess, vet- ur og sumar í blíðu og stríðu, og flytja meiri varn- ing heim þjóðinni til bjargar og blessunar, heldur en aðrir menn hafa nokkurn tíma áður gert. Hetjur fornaldarinnar börðust ser til frægðar og fjárauka. Sjómennirnir íslensku berjast við hættu hafsins, sem ðllum öðrum óvinum eru skæðari, vandamönnum sínum og þjóð til framfærslu, vegs og velgengni. Oft hafa þessar íslensku hetjur farið halloka fyrir hrömmum ægis, en hann hefir aldrei getað hrætt þær. Mannskaðinn ægilegi síðastliðinn vetur er til- finnanlegur, þar sem ágætis menn svo hundruðum skifti fóru í sjóinn, en tilfelli það, þó það hafi valdið mörgum tárum og sært mörg hjörtu varpar enn á ný frægðarljóma yfir þessa hraustu og hugdjörfu stétt ættlands vors. 230 menn innsigla skylduverk sín með Hfi sínu. Enginn veit um viðureign þeirra og ægis, en vér vitum að þeir börðust eins og menn og féllu síðast eins og hetjur, en ekki fyr, en við ofurefli svo mikið var að etja, að enginn mannlegur kraftur megnaði á móti að standa. Þá fyrst en ekki fyr gat ægir yfrirbugað þá; þá fyrst létu þeir lífið glaðir og rólegir eins og sönnum hetjum sæmir. Glaðir yfir þvi að hafa verið trúir skylduverkum sínum til hinnar síðustu stundar. Rólegir yfir því að hafa gert það sem þeir gátu, til þess að afstýra voðanum — létu lífið fyrir ástvini sína og þjóð _ f\rir þá sem skyldan krafðist að þeir sæu fayborða í lífinu — létu lífið til þess að vísa öllum þeim, sem á eftir koma og hinn erfiða veg skyldunnar vilja feta Jeiðina »ð fullkomnunartakmarki þeirrar hug- sjónar og til aðvörunar þeim, sem í gáleysi eyða lífi sínu á vegum hugsunarleysis, fljóta með straumi Hfs- ins og stundum bentu fingri háðs og hégóma að hinu sjóklædda kappavali íslands. Hluttekning vor með þeim, sem slíka ástvinl mistu, eða missa í sjóinn við strendur íslands er ein- læg, en sorg þeirra, þó hún sé sár, getur ekki verið dimm. Sannar hetjur deyja aldrei. Minning þeirra er sí-ung og ber ávöxt trúmensku og dygðar í lífi aldnra og óborinna, að hafa átt og elskað slíka menn, sem eiginmenn og feður, blýtur að vera særðu hjarta sárabót. Upprisan og SirT. H. W. Inskip Eftírtektavert er það, hve margir nafnkunnir leikmenn eru farnir að taka þátt í umræðum um kirkju og kristindóm, sem sýnir 'best að kristindóm urinn er áhugamál fleiri en kennimanna kirkjunnar og að það eru fleiri en þeir, er láta sig varða hvern- * ig að með þau er farið. Einn sá síðasti, sem til máls hefir tekið er nafnfrægur lögfræðingur slr T. H. W, Inskip ríkislögmðaur (solicitor-General) á Englandi. Ástæðan fyrir því að hann tekur til máls er auðsjáanlega lausung sú, er á vorri tíð á sér stað í kirkjunni yfirleitt, þó hann velji sér upprisuna að umtalsefni. Þessar hugleiðingar Sir Inskip, sem eru rök- fræðilegar athugasemdir, eða bendingar, lögfræð- ingsins, en ekki trúfræðilegar umsagnir frá guð- fræðilegu sjónarmiði birtust í blaðinu Morning Post og vöktu þegar mikla eftirtekt. Á meðal annars segir Sir Inskip: “Þýðing upprisunnar fyrir við- gang kristinnar trúar, er ómótmælanleg. Hún er hornsteinn sá, er trúarbrögðin hvíla á. Ef það er satt, að Jesús, mannlegu holdi klædd- ur reis upp frá dauðum, þá eru trúahbrögðin kristnu áhyggileg. Ef aftur á hinn bóginn að frásögnin um upprísu hans er tilbúningur, þá þarf að umskapa þau og end- urbæta. Hér er um sannleiksspursmál aðeins að ræða, sem leggja verður á sama mælikvarða og lagður er á önnur sannleiks atriði sögunnar, nefni- lega óháða, heilbrigða dómgreind. Yfirlit yfir gögnin í málinu eru meíra virði, ef hægt er að líta á þau frá sjónarmiði, sem ekki er háð hinum sögulega kristindómi, á hinn bóginn, er þýð- ingarlaust að líta á gögn þau er fyrir hendi eru með það í huga, að í þeim felist svo mikið af fjarstæðum að engin rök séu til sem á móti þeim geti vegið. Upprisan, ef hún virkilega átti sér stað, er undursamleg frá hvaða sjónarmiði, sem h'ún er skoð- uð. Látum oss því athuga hana með aðdáun en ekki með ótrú. Fyrsta spursmálið, sem fyrir manni verður er í sambandi við vitnisburð guðspjallanna. Upplýsingar um uppruna sögu þeirra er ekki mikils verð hjálp fyrir almenning, sem athugar það efni. Þau atriði eru viðfangsefni sérfræðinga í þeirri grein. Um efni guðspjallanna sjálfra eða vitnisburð, er öðru máll að gegna. Heilbrigð skynsemi og einlægni hefir þar meira að segja en bókalærdómur. Þrjár hugmyndir í sambandi við upprisuna eru mögulegar. , T. Það er ekki óhugsanlegt að guðspjöllin séu samsetningur einn frá upphafi til enda ofinn utan um vissa persónu til þess að gjöra þau sennilegri. 2. Þau geta verið afkvæmi ofsa og æstra geðs- muna. 3. Þau geta líka verið sannur vitnisburður ein- lægra og sannorðra manna. Flrstu hugmyndina af þessum þremur geta eng- ir tileinkað sér nema einstrengingslegir sérvitring- ar. önnur hugmyndin hefir litið sér til stuðnings °g skapar jafnmargar ráðgátur og hún leysir. Þriðja hugmyndin fellur best inn við líkurnar og sú staðreynd, að sagan í öllum aðalatriðum eins og hún er þar S'kráð fram að dauða Jesú hefir aldreí verið rengd, mælir sterklega með þeirri hugmynd- inni. Jesús og lærisveinar hans vöktu megna og víð- tæka mótspyrnu í Iandi sínu. Það hefðu því verið lítil líkindi til þess að guðspjallasagan hefði náð föstum rótum, ef mótstöðumenn þeirra í Jerúsalem hefðu getað fundið nokkurn höggstað á henni. Þegar að sannleiksgildi vottanna um líf Jesú er viðurkent, þá verður guðspjallasagan ósegjanlega þýðingarmikil. Það er orðin marg endurtekin ástæða, en þó vel þess virði, að henni sé gaumur gefinn, að lærisvein- arnir, sem voru lamaðir og niður brotnir eftir dauða Jesú, breyttust á svipstundu í fylking sigri hrósandi trúboða og píslarvotta. Hvað olli þeirri breytingu? Þeir trúðu ekki aðeins því að Jesús hefði risið upp frá dauðum, heldur staðfestu þeir það, með því að gefa líf sitt til þess að boða mönnum þá sannfær- ’ngu sína. Við verðum að gjöra okkur grein fyrir ihinni auð- sjáanlegu, tállausu trú þeirra á upprisunni, sem í sálum þeira var það logandi afl ,sem ekkert'megnaði að slökkva. Kirkjan kristna er annar þáttur í þeim vitnis- burði. Er það mögulegt að hún sé bygð á skáldsögum, sem menn hafi búið til af ásettu ráði — sögum um komu Jesú, sem ekki hefðu við neitt að styðjast, heldur væru skröksögur frá rótum? Hin óhamingjusama breyting, sem orðið hefir á ■kirkjunni og enn þá sorglegri frávikning hennar fra hinum grurdvallarlegu frumreglum kristninnar ger- ur rýrt vitnisburðinn. En það verður ekki þungt á metæskálunum, því hægt er leiða fram sterkari vitni þar sem Páll postuli er sem áður en tuttugu og fimm ár voru liðin frá krossfestingunni lýsti yfir því, að fimm hundruð bræðranna hefðu í einu séð Jesú eftir upprisuna og að flestir þeirra væru þá á lífi. Yfirlýsing full ósvífni, ef hún var ósönn, en sem af vörum Páls, verðskuldar alla virðingu. Á ferð lærisveinanna til Emaus ma minna, sem sýnishörn þesá hvers virði að vitnisburður sögunn- ar sjálfrar er um upprisuna. Ef sú saga er ávöxtur ímyndunaraflsins, þá á hún vissulega veglegt sæti á meðal þessháttar skáldskapar heimsins. Hrygðartilfinningin og hin hóflega fram:setnin,,, sem þar blasir við sjónum manna á sér hvergi líka í áhrifum þeim, er hún hefir á lesandann. Alt Ibendir til þess, að sú saga sé bókstaflega sönn. ) Þessir eru nckkrir meðal vitnisburðanna um það að Jesús Kristur reis upp frá dauðum. Sannar- lega geta þeir sem ekki eru sannfærðir, tekið undir með biskup Blougram. “HVernig eigum við að tempra trúleysi okkar?” En þeim, sem meðtaka sannleikann og breyta eftir honum opnast hlið vonarinnar og eiíífB lífs.” ---------o*-—----- Joseph Cailaux, Saga þessa manns er meir en einkennileg, hún er furðuleg. Um æskuár Josheps Cailux vitum vér ekki neitt til muna, annað en það að hann var frá byrjun ó- vanalega skarpgáfaður. Vér búumst við að hann hafi gengið hinn vana- lega skólaveg og höfum vér ekki heyrt neitt sérlega eftirtékta vert frá því tímabili æfi hans. Það er ekki fyr en árið 1905 að Cailaux kemur verulega við opin- ber mál, en þá er hann gerður að f jármálaráðherra í Waldeck-Rousseau ráðuneytinu. Frá þeim tíma er hann ná-knýttur við fjármál þjóðarinnar þangað til árið 1914. Því á þeim tíma er hann ýmist fjármálaráðherra, eða forsætisráð- herra, sem hann varð árið 1911. Árið 1914 ritaði ritstjóri blaðsins “Figaro” Gaston Colmette mjög harðorðar greinar á móti Cail- aux og sakaði hann um fjárdrátt og aðra óreiðu í sambandi við embættisfærslu hans. út af því og öðru, er í blaðinu var birt, fór kona Cailaux á skrifstofu Gastons og skaut hann til dauðs. út af því risu málaferli mikil, sem voru sótt og varin af ofurkappi. En svo lauk að kona Cailaux var fríkend. Málaferli þau höfðu mikil áhrif á Cailaux og átti hann rrijög í vök að verjast fyrir óvinum sínum, sem í því tilfelli eins og svo mörgum öðrum virtust færast í aukana og fjölga að því skapi, sem kringum- stæðurnar gjörðu honum erfiðara fyrir. Samt lét hann ekki bugast og sótti um þing- mensku við kosningarnar, sem fram fóru á Frakk- landi 1914 og var kosinn, því Joseph C^ilaux hefir alt af átt öfluga vini, eins og að hann hefir átt skæða óvini. Skömmu eftir að þær kosningar voru um garð gengnar skall stríðið á. Cailaux gekk nálega strax í herinn og var settur aðal fjármálaeftirlitsmaður þar. í nóvember mánuði það sama ár, fór hann skyndilega tii Suður-Ameríku í opinberum erindum. Þegar hann kom aftur heim, lenti Ihann inn í hneykslismálið alkunna, sem kent er við Balo Pasha og upp frá því fóru menn að klaga hann um iandráð, og þeim röddum fór sí-fjölgandi, en sökum þingréttinda sinna lét hann þær raddir af- skiftalitlar, eða þá einhverra annarra ástæða vegna. En svo var hann sviftur þeim í desemlber 1917. Formlega kærður um landráð og tekinn fastur í janúar 1918 og mál hans tekið til rannsóknar af senatinu nálega ári seinna, eða í október. Réttarhöld í því máli stóðu yfir af og til í tvö ár, en í marz 1920 féll loks dómur í því. Yar hann íundinn sekur um að hafa haft verslunarviðskifti við óvini þjóðar sinnar í stórum stíl og dæmdur i þriggja ára fangelsisvist, fimm ára útlegð og svift- ur pólitískum réttindum i tíu ár. Um mál og málstað Cailaux farast blaðinu Virginia Pilot þannig orð: Eftir að Madame Cailaux skaut Gaston ritstjóra varð Cailaux að segja af sér f jármálaráðherra stöðunni. Svo kom stríðið og hann lenti í félagsskap með mönnum, sem voru við blaðið “Bonnet Rouge,” er þrá virtust sigur Þjóðverja. Svo kom vopnahléð og ófriðarlokin. Frakkar fóru að athuga menn þá, er taum Þjóðverja höfðu haldið. Cailaux befði máské orðið að standa á móti byssu- kjöftum fraftskra hermanna eins og vinur hans Duval, sem riðinn var við “Bonnet Rouge” varð að gjöra. Palo Pasha og Lenoir sukku í kalkpitt. öðr- um vinum Þjóðverja vegnaði betur af. Senator Humbert var fríkendur. Malvy, fyrverandi innan- ríkisráðherra var geður útlægur um fimm ára skeið. Almereyda ritstjóri “Bonnet Rouge” og vinur Cail- aux og Malvy var hengdur á leynilegan hátt í fang- elsi og var mál hans aldrei rannsakað, sem var yfir- sjón, því þar hefðu komið fram upplýsingar ,sem Cailaux hefðu ékki verið í hag. Sannanir gegn Cailaux voru veikar — ekkert sem beint tengdi hann við ódáðaverk það er hann var kærður fyrir. Skjöl, sem fundust í öryggisskáp hans í Florence sönnuðu viðskiftin við Þjóðverja, en festu þau hvergi við hann. Vinátta hans við Oount Lux- burg. Að Bernstoff sendi álit hans og ummæli til Berlín. Samband hans við Duval, sem í blaði sínu var sýknt og heilagt að prédika að þýðingarlaust væri fyrir Frakka að halda stríðinu áfram og sem tíðum fór í grunsamlegum erindum til Sviss á vega- bréfum, er vinir Cailaux útveguðu. Alt þetta og fleira var ábyggilegt en það vantaði hlekkina á milli þess og Cailaux; samt var hann fundinn sekur með 150 atkvæðum gegn 91. Cailaux viðurkendi sekt sína aldrei sjálfur, og í fangelsinu kvaðst hann ávalt vera saklaus. Þegar Herriot og Sosialista-flokkur hans kom til valda fór vegi^r Cailaux að vaxa á ný. Herriot stjórnin leidi í gildi lög í fyrra, sem leystu suma af þessum pólitísku föngum Frakka úr fangelsi, með því að gefa þeim upp sakir, þar á meðal Cailaux og hélt hann innreið sína til Parísartoorgar á ný, sem vakti allmikla eftirtekt. En þó hefir það vakið meiri eftirtekt að Painleve hinn nýi forsætiráðherra Frakka hefir tekið hann á ný inn í ráðuneyti Frakk- lands og gjört hann að fjármálaráðherra. 21. apríl síðastliðinn tilkynti forsætiráðlherra Painleve þinginu frá hverja hann hefði valið í stjón ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash & DoorCo. Límited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og G )l ALVEG FYRIRTAK sína og var nafn Cailaux á meðal þeirra. Sjálfur var hann staddur í þingsalnum. Þegar að hann gekk inn í salinn var dauðaþögn og eng- inn virtist veita honum eftirtekt, en þegar forsætisráðherrann las upp nöfnin á á ráðuneyti sínu og hann nefndi nafn Cailaux, kváðu við ónot og beiskju yrði um allan salinn: “Landráðamaður,” “svik- ari,” Frakar hafa ekki enn leomist á það stig að þeir verði að velja á milli Cailaux og gjaldþrota,’ mælti Charles, Bertrand forseti hermannafélagsins og bætti við, ‘það er nokkuð til sem er ægilegra en gjaldþrot og það er siðferðis- þrot.” Svo snéri hann sér að Cail- aux, er sat þar í salnum eins og sagthefir verið og hélt máli sínu áfram á þessa leið: “Þér hefðuð getað farið fram á að mál yðar yrði rannsakað að nýju. Ef þér hefðuð reynst vera saklaus, eins og pér látist vera þá hefðuð þér fengið uppreisn. En þér kusuð þá aðferðina, að læðast inn um bakdyr undir vernd laga er samin voru yður og öðrum til saka uppgjafa. Þegar hlýðni var krafist , þá gerfeuð þér tilraun til þess að ráða. Á tíma vonar, þá vantreystuð þér hinni frönsku þjóð. Við lítum á komu yðar inn í þennan sal, sem renging allra gjörða þeirra manna af þjóð vorri er toörðust í síðasta stríði.” Undir eins og Bertrand slepti orðinu stóð upp annar þingmaður franskur, Jean Gay, formaður fé- lags hinna særðu hermanna á Frakklandi og mælti: “Það er ein kennileg aðferð til þess að endur- reisa sjálfstraust þjóðarinnar að taka í fjármálaráðherrastöðuna mann, sem vantreysti Frökkum. Ef málstaður Cailaux var sannu*- þá var málstaður hermannanna frönskú rangur.” Málstað Cailaux tóku þeir for- sætisráðherrann nýi Painleve og Aristide Briand. En sjálfur sat Cailaux steiþegjandi, þó hanri tæki það mjög nærri sér. Mr. Painleve benti á að Cail aux væri eini maðurinn á FrakTc- landi, sem gæti lyft þjóðinni upp úr fjármálavilpunni, sem hún værl sokkin í — að hann hefði ráðið stjórn Frakklands til þess að taka eins mikið innbyrðis lán og hægt væri að fá eftir orustuna við Marne og “ef við hefðum gjört Þájð, þó værum við ekki í þeim fjár hagslegum vandræðum, sem við erum nú í.” Að lokinni þeirri orrahríð, sem nafn Cailaux vakti var gengið til atkvæða með nöfn þeirra stjórn- arráðsmanna er nýi forsætisráð- herran hafði valið sér og val hans staðfest með 304 atkvæðum gegn 218. Um þennan einkennilega «g flugagáfaða mann Joseph Cailaux segir Mr. Recouly meðritstjóri blaðsins ‘Figaro’ og vinur Gastons þess, er madame Cailaux skaut: “Það sem einkennilegast er við Cailaux er skarpskygni hans. Húr, er næstum yfirnáttúrleg. Eg hefí aldrei þekt eins skilningsskarpan mann, eða mann, sem er eins fljót- ur og skarpur að lesa hugsanir manna og hvað þeir ætla sér að segja, eins og hann. Hann veit hvað menn segja áður en þeir opna á sér munninn til að tala. Þessi skarpskygni hans hefir hin óþægilegustu áhrif. Hún er eins og vísir á kompás sem er stpð- ugt á Ihreyfingu og ekki getur stöðvað sig. Það sem Cailaux sérstaklega skortir er staðfesta og róleg hugsun. í huga ihans leiftra óteljandi andstæður í senn. Hann skortir nákvæma dómgreind, jafn vægi og rólega hugsun, sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir heppl- legri niðurstöðu^. Gagnrýni “Lögbergs”. Það er margt furÖulegt að finna í “Lögbergi”, en fátt hefir sézt þar furðulegra en ritdómurinn um “Tengdapabba” i vikunni sem leiÖ, og vist ma sá maíSur hafa sterka trú á sauðheimsku lesenda blaðs síns, er situr og horfir á þann leik heilt kvöld, sér og heyrir hvaÖ á- hörfendur skemta siér égætlega, og fer svo heim og skrifar annan eins ritdóm. Mælikvarðinn á leik- endurn er algerlega “Lögbergsk- ur”. Hann er ekkert bundinn við hvernig lei'kandinn fer með efni sitt, eða hvað hann er að leika, heldur hver hann er. Því er það, að þeir, sem eru i. nefnd Sam- bandssafnaðarins leika verst, þó fáir eða engir sleppi við snuprur. Jakob Kristjánsson er “stirður” og fer með efnið eins og það væri utan að lærð þula”. Sigfús Hall- dórs er “ógeðsleg, leiðinleg rcnla”; en alt yfirtekur þegar kemur að Páli Pálssyni; hann er ekki að leika; hann er að apa Jón Run- ólfsson. . Hvað gerir það til, þó Páll sé fattur í baki í staðinn fyrir að vera lotinn eins og Jón? Þó allar hreyfingar séu seinar og stirðar, í staðinn fyrir að vera fljótar og íjúkar? Þó röddin hækki í enda hverrar setningar í staðinn fyrir aö lækka? Þó hið langa, beina nef Jóns sé orðið að hárri og stuttri strýtu? Þó snyrtimenskan, sem Jóni er meðfædd, og þrátt fyrir alt og alt aldrei skilur við hann, sé öll horfin? Eða þó Páll sé að leika uppþornaðan pipar- svein, í staöinn fyrir skáldhneigð- an ástamann sem Jón er. Páll er aS leika aldraðan mann i síðum frakka, sem þó flakir* frá honum, í staðinn fyrir að vera hneptur, | eins og Jón mundi hafa hann, og þess vegna er hann að apa Jón. “Hani hefir höfuð, þú hefir höf- uð, ergo: “þú ert hani”, dettur manni ósjálfrátt í hug. “Það er sagt um Þorgeirsbola, að meðal annars hafi hann getaS sýnt sig á undan illviðrinu sem svartur skýabakki, og segir sagan, að eitt sinn hafi Þorgeir gamli, sem vakti hann upp, komiS út og séð svartan bakka, sem náði þvert yfir Eyjafjörð, og ihafi hann þá sagt: “Fjandi getur hann orðið langur”. Eins er með ritstj. “Lög- bergs” éLöglærgsbola ?|) ;j heimska hans, fávizka og rangsýni ganga stundum svo fram úr öllu hófi, aS þar komast engin orð aS; nema undrunarorð gamla Þorgeirs: “Fjandi getur hann orðiS langur.” M. B. Halldórsson. * * * Þessi grein birtist i síðasta blaði ‘Heimskringlu”, (29. aprílj. Eins og imenn vita, er höfundurinn læknir og ráðunautur “Heims- kringlu”. Var áður sterkur Ún- ítari, en nú forseti Sambandssafp- aðar. Enn fleira lætur hann til sín taka. <— Vér höfum ekki mynd, er sýni hans ytra útlit, en grein þessi er mjög skýr mynd af hans “innra manni.”—Ritstj. -----------1— Ameríka fundin mörgum sinnum áður en Colubus fann hana. Eftir Burlon Kline. Það er naumast að maður getí hugsað um efni það, sem hér um ræðir án íþess að ibrosa, og að sjálfsögðu verða menn tregir til þess að trúa því, sem hér er sagt í hlutfalli við sannleikgildi þess. Og ef það sem í ritgjörð Iþessari er haldið fram er satt, þá hefir ekkert sem komið hefir fram í 433 ár eins svift átrúnaðargoð og brautryðjenda um lítt kunn höf gegn alskonar erfiðlei'kum sigur- Ijóma sinn. í meira en fjórar ald- ir hefir persóna þessi notið virð- ingar og lotningar, en nú á síð- ustu árum befir ýmislegt verið leitt í ljós, sem, ef þau gera ekki alveg út af við lotningu manna fyrir henni breyta áliti þeirra á ihenni. Það einkennilega við þessa bros- legu afstöðu er að engir vita um þetta — engir aðrir en fáeinlr menn ,er standa í fremstu röð vís- indámanna, og ef til vill á enn langur tími eftir að líða, áður en aðrir en þeir leggja trúnað á það. Persónan, sem bér um ræðlr er engin önnur en Christopher Columbus, og iþessar nýju upp- götvanir um hann virðast sanna, að þó að sögurnar um hann hafi við meiri og minni sannleika að styjast þá sé enginn flugufótur fyrir því að hann hafi fyrstur fundið Ameríku. Það er Columbus sjálfur, sem fundist hefir nú i síðustu tíð. Nú um nokkurn tíma hafa fræðimenn, sem rannsakað hafa þetta spursmál vitað þetta og hafa sagt opinberlega frá því, en fáir hafa veitt því eftirtekt að það ein- kennilegasta við þetta — þessa sögu er vér lærðum öll við kné

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.