Lögberg - 07.05.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.05.1925, Blaðsíða 3
LOCrJJERG, FIMTUDAGINN 7. MAÍ 1925. Bla S | Sérslök deild í blaðinu SÓLSKIÍ 4 K E Fyrir börn og unglinga | Lagsmærin. Arthur íOhurdhill Brown ,aðstoðarmaður hinnar ensku sendiherrasiveitar í Rómalborg, hallaði sér aftur á bak stólnum og starði í illu skapi á bréf, sem hann hélt á. 'Honum leiddist. “Hvern ræfilinn vilja al'lir þessir menn,” taut- aði hann þegar hann horfði á landa sína gegnum gluggann, “og allir fara þeir sömu leið.” Hann tók smávindil, kveikti í honum og las bréfið, sem var þannig: “Kæri sonur minn! Eg hefi aðeins tíma til að skrifa iþér fáeinar lín- ur, sem eg verð að senda strax. Ungfrú Carlisle, rík stúlka, og lagsmær hennar, fara héðan í kvöld til Rómaiborgar, hún hefir dvalið fáeina daga hjá mér og eg 'hefi lofað henni að þú skulir útvega henni aðgang að nokkrum heimilum í Róm. Hún mun heimsækja þig skömmu eftir að þú færð þetta bréf. þín móðir. E. S. — Eg skal senda þér ávisun þann 20. Arthur stundi og fór að skoða skjalaruslið, sem safnast Ihafði fyrir í fjarveru hans daginn áður. “Hún veit mjög vel að eg á of annríkt til að flækjast um bæinn eins og þjónn,” tautaði hann. iSem var alveg satt, því hann varð að vinna eina stund á degi hiverjum. “ Ungfrú Carlisle,” tautaði Arthur, “hún er eflaust gömul, fertug eða fimtug og ófríð. Ef ein- hver hefði spurt mig —” Nú kom þjónninn inn. “Hvað er nú?” spurði Arthur. “Stúlkur komnar, herra.” Þegar Arthur gekk á móti ungfrú Carlisle, bölv- aði hann með sjálfum sér. Hún var eins 'og hann Ibjóst við, gömul og mögur, en hún nálgaðist þennan unga istjórnvitring samt með innilegri kurteisi. Þeg ar hann rétti henni hönd sína, starði hann undrandi yfir öxl hennar. “Það er einmitt það sem eg ibjóst við,” sagði ungfrú Carlisle; eg hefi vanist því síðustu þrjár vikurnar. “Ungfrú Moulton,” sagði hún ,og snéri sér að ungu stúlkunni, sem Arthur hafði horft á með aðdáun, ‘Iþetta er hr. Churchill Brown. Ungfrú Moulton er lagsmær mín,” bætti hún við. “Ó,” sagði ungi maðurinn. Ungfrú Moulton var yfirburða fríð stúlka. og auk þess (bar 'hún dálítið háðskan svip. Ungfrú Carlisle mintist á að hann ihefði ekki verið heima í gær, þegar þær komu, hvort hann hefðiekki fengið nafnspjaldið sitt, hvort Róma- borg væri ekki aðdáanleg, og hvort hótelin væru ekki þau lélegustu í heiminum. Arthur starði hvíldar- iaust á lagsmærina, sem á endanum áleit nauðsynlegt að snúa sér undan, og fór að skoða mynd af Well- ington, hertoganum sem hékk á veggnum. “En við viljum ekki gera yður ómak,” sagði ungfrú Carlishe. “Ómak,” endurtók Arthur. “Eg hefi alls ekkert að gera, og er feginn að geta gert ykkur greiða. Það fæst morgunverður (í Guidi höllinni — eg er viss um að ykkur líkar hann. Og svo í kvöld —” “Þökk fyrir, eg er hrædd um að við eigum ann- ríkt í dag —”. Ungfrú Moulton hafði snúið sér að honum og talaði með köldum snyrtilausum róm. “Við ætlum til San Lorenzo, San Pietro og Borghesa hall- arinnar, svo það er engin ástæða til að ómaka ^vður, en við erum yður þakklátar.” Arthur leit á ungfrú Carlisle. “En eg hélt — mamma sagði mér —”; þegar hann sá kátínuna í andliti ungfrú Moulton, þagnaði hann. “Eg veit það,” sagði eldri stúlkan, “en hvað get eg gert? Hún segir mér hvert við eigum að fara — og eg fer —. Ihvort sem mig langar til þess eða ekki. Hvað get eg gert?” “Ekkert,” sagði ungi maðurinn alvarlegur. “Svo eg segi sannleikann, ættuð þér ekíci að hika við það, þegar yður er fylgt af persónu” — ungfrú MJoulton leit efandi til hans — “sem hefir listasmekk fyrir höll Borgihesanna. En fæ eg ekki að ,sjá ykkur aftur?” Hann leit bænaraugum til ungfrú Moulton, sem var staðin upp f því skyni að fara. Hún snéri sér við í dyrunum og leit til hans. “Við verðum aðeins viku í Róm,” sagði tvún hikandi. “Máske — við búum í hótel Larossa.” Brosandi kinkaði hún kolli og fór, og Arthur sá þær setjast í vagn og aka burt. “Eg er asni. Hvað kæri eg mig um hvort hún neitar mér eða ekki. Hún sagði mér þó hvar þær byggi. Eg verð að heilsa ungfrú Carlisle, hún er mjög ástúðleg stúlka, og mömmu líst vel á hana, Moujton? Máské hún sé frænka hennar. Mér þætti gaman að vita, hvort hún —”, hann þagnaði um stund, hringdi svo á þjóninn og sagði honum að útvega sér vagn. Fimm mínútum síðar skipaði hann ökumanni a ðfara með sig til hallar Borghesanna. Hefði lafði Churehill Brown vitað um athafn- ir sonar síns hinar næstu vikur, mundi hún hafa orðið mjög glöð. Hann sóttist mikið eftir að taka sér skemtigöng- ur í tunglsljósi til ýmissa líkneskja, hann heimsótti ýms skrauthýsi, myndasðfn og gamlar rústir og var mjög þakklátur fyrir ýmsar upplýsingar, sem ung- frú Moulton gaf íhonum, hann'var óþreytandi að fylgja þeim hvert sem þær fórui Hann sat á afvikn- um stöðum við tedrykkjuna síðari hluta dags, þar sem þau töluðu um eitt og annað eða töluðu alls ekkl. Við finnum hann einn morgun að tveim vikum liðnum, sitjandi í fallegu herbergi í hótel Larossa. (Þar var þéttskipað af koffortum og töskum. Ungfrú Carlisle sat á stól við gluggann, sjáanlega fremur æst yfir því, sem hann hafði sagt henni. “Mér virðist,” sagði hún hikandi, “að þér ættuð sjálfur að tala við ungfrú Moulton.” Nú varð þögn um stund. “Eg ætla að vera hreinskilinn við yður. Eg hefi áformað að biðja hennar, en fyrst langar mig i til að vita hver hún er, hve lengi þér hafið þekt hana I Og því um líkt.” "Elskið þér hana?” “Já.” “Því segið þér henni það ekki?” Arthur þagði. “Því segið þér henni það tícki?” endurtók ung- frú Carlisle hörkulega. “Eg — eg kvíði fyrir því.” stamaði hann. “Svei! Eg skal segja yður það, að þér fáið engar upplýsingar hjá mér. Þér eruð auðvitað hræddur um að hún sé fátæk. Þér eruð hræddur um að langafi hennar hafi ekki verið jafn tiginn og yðar. En mest af öllu eruð þér hræddur við móður yðar. “Það er eg ekki,” sagði ungi maðurinn ákafur, en stokkroðnaði úm leið. “Jú, það eruð þér,’ hrópaði ungfrú Carlisle, stóð upp og veifaði höndunum. “Berið þér ekki á móti því. Og eg get naumast ásakað yður, hún er meira verð en tylft manna af yðar tagi. Hún er þúsund sinnum of góð fyrir yður. Ef hún aðeins hefði nógu heillbrigða skynsemi til þess að verða ekki ástfangin af yður.” “Hvað segið þér?” hrópaði Arthur og fölnaði. Ungfrú Carlisle hné aftur á bak í stólnum. “Hvað hefi eg nú gert?” sagði hún vandræða- lega. “Það voru ósannindi, eg vildi aðeins sjá hvað þér ætluðuð að gera.” “Ó,” sagði Arthur efandi. i Dyrnar opnuðust, og inn kom ungfrú Moulton. Arthur stóð upp , en svo varð þögn, eins og vam er að vera þegar sá kemur til staðar, sem um er talað. Unga stúlkan leit á þau á vixl. Arthur tók tvo bláa miða úr vasa sínum. “Hérna eru farseðlarnir yðar,” sagði hann. Ungfrú Carlisle gekk inn í svefnherergi sitt. “Hvað er að ykkur?” spurði ungfrú Moulton kuldalega. “Allis ekkert,” sagði Arthur glaðlega. — “En eg vil gjarnan fá að tala við yður.” “Nú.” “Já — hum — eg,” hann stamaði. “Haldið þér áfram,” sagði ungfrúin hvetjandi. “Hafið þér ekki séð að eg hefi verið einkenní- legur þessa síðustu daga?” sagði hann. “Nei, eg held ekki, eruð þér veikur?” “Nei,” Arthur leit bænaraugum til hennar — “jú, eg held eg sé veikur. Tilfellið er — eg elska yður.” “Nei, er það satt?” “Já, er það ekki undarlegt?” “Er það svo undarlegt?” sagði hún hátt. “Máské það sé ekki svo undarlegt. Eg hefi ekki um annað hugsað síðan eg sá yður,” sagði hann. “Eruð þér að gera gys að mér?” • “Nei, alls ekkii Eg er að reyna að spyrja yður, hvort þér viljið giftast mér.” “Ó,” sagði ungfrúin hægt. Hún hafði sjáanlega ekki búist við þessu. Fyrst nálgaðist hún Arthur, en vék til hliðar og settist á stólinn við gluggann. Nú varð nokkurra mínútna þögn. “Að sjálfsögðu er það ómögulegt,” stundi hún upp um síðir. “Hversvegna?” “Það er ajveg ómögulegt. Alveg. Þér vitið eins vel og eg hversvegna. En eg met mikils þann heiður, sem þér sýnið mér með þessu.” “Eg mátti auðvitað ekki ímynda mér að þér elskuðuð mig,” sagði hann með skjálfandi röddu. ‘‘En eg hélt það væri ekki ómögulegt. Eg veit að eg er ekki ríkur. Eg veit að eg er lítilsverður maður. Eg var flón að ímynda mér að þér skeyttuð nokkuð um mig.” Þögn. “Eg — hefi ekki — sagt, að mér — gæti ekki þótt — vænt um yður.” Hann reyndi að horfa í augu hennar, en þeg- ar hún horfði á gólfið hvíldarlaust, sagði hann: “Lítið þér á mig,” röddin var æst. “Eg get það ekki,” sagði hún lágt, “eg — get — einu sinni ekki — talað. Sem ekki var svo undarlegt, þar eð hún ]?rýsti andliti sínu fast að iherðum hans. Sðguskáldin enda vanalega hér. Fyrsti kossinn er síðasta orðið. Þeir álíta vanalega að þegar ung- ur maður tekur unga stúlku í faðm sinn, sé alt búið- En Arthur var engin hetja. Hann var hræddur | við móður sína. ' * Arthur og ungfrú Moulbon voru trúlofuð ,og ætluðu sér að giftast. Hann elskaði hana og hafði lofað að finna hana í Venedig í næstu viku. En hvað skyldi móðir Hians segja. Hið reiðiþrungna andlit- hennar sveif fyrir hugskotssjónum hans. ^ Hann ásetti sér að segja: “Móðir mín, eg ætla mér að giftast ungfrú Moultton, ungri amerískri stúlku. Hún er lagsroær, og hún er fátæk, en eg elska hana.” Hann Ihrylti við að hugsa um þetta, því hann fann sig ekki færan um að framkvæma það. 'Og þar eð hann á þessu augnaibliki heyrði dyrn- ar vera opnaðar og svo lokað, sneri hann sér við á stólnum. Arthur spratt á fætur og gekk á móti gestinum með framréttar hendur. “Mamma!” hrópaði hann. “Ertu komin hingað? Mér þykir vænt um að sjá þig.” Og honum þótti það í sannleika, því nú varð að afgera um trúlofunina á einn eða annan hátt. “Mum,” tautaði lafðin og leit í kringum sig í stofunni og settist svo á þarðan legu-bekk. “Eg vona þér þyki vænt um að sjá mig. Eg kom til að líta eftir þér. Hvernig stendur á því að þú ert heima?’ ’spurði hún, eins og vera hans á sínú eigin beimili þyrfti skýringar við. “Arthur leið illa. Jafn tápmikil og móðir hans var, hafið hún ekki fyrir venju að ferðast skyndl- lega og óvænt frá London til Rómaborgar. Hvað hafði komið fyrir? Grunaði hana nokkuð? Hafði ungfrú Carlisle skrifað henni? Átti hann að segja henni það eða ekki? Og þess má geta, að aftast í heilnum hafði Arthur tekið þá ákvörðun, að standa óbifanlegur við loforð sitt og ungfrú Moulton til hins síðasta, því hvort sem hann var hetja eða ekki, er ávalt hættul^gt að hrekja mann á heljarþröm- ina. “Eg — eg veit af engum stað, sem eg get heim- sótt, og það var heppilegt fyrst að jþú komst.” “Eg veit ekki hvort það er heppilegt eða ekki. Hvar er ungfrú Carlisle?” spurði móðir hans hörku- lega. “Farin til Venedig. Skrifaði eg þér það ekki?” “Jú, þú skrifaðir mér það. Nær fór hún?” “í dag. Þær fóru með hraðlestinni síðari part dags.” “Ó,’ sagði hún í nokkuð blíðari róm. Og eftir litla þögn, sagði hún fremur glaðlega: “og hvernlg gengur þér.?” “Mér gengur vel,” sagði Arthur og reyndi að vera kátur. “En ihversvegna komst þú?” Lafði Churchill hugsaði sig um stundarkorn. “Til þessað segja sannleikann,” sagði hún, “þa hefi eg verið mjög hrædd. Nú þegar hættan er af- staðin, virðist það heimskulegt. Eg hefði í raun- inni átt að þekkja þig betur. Eg hefði átt að vita að þú gast ekki gert neitt svo hlægilegt.” Máské hættan sé ekki afstaðin.” Orðin voru sögð áður en Arthur vissi hvað hann hafði sagt. Hann var alveg hissa á sinni eigin djörfung. “Við hvað áttu?” spurði móðir hans. Ungi maðurinn herti upp hugann og stóð ðr- uggur. Svo teygði hann úr sér og horfði Ibeint í augu óvinarins. En við að sjá hið æsta og ásakandi and- lit, féll kjarkur hans skyndilega og varð að engu. “Eg er að hugsa um að gifta mig ungfrú Carlis- le,” sagði hann. \ ‘Hverri ætlarðu að giftast?” hrópaði móðir hans. “Ungfrú Carlisle,” endurtók hann lágt. Hann hafði brugðist sjálfum sér á hættulega augnablikinu hafði hann Iátið undan. “Hefirðu beðið hennar?” “Já.” Áhrif þessarar frásagnar á lafði Churchill Biiown voru óskiljanleg. Hún hné aftur á bak á legulbekknum, og veifaði höndunum fyrir framan sig, meðan Arthur starði á hana undrandi. • “Hvað er nú að?” spurði hann. "Er þetta ekki það, sem þú hefir alt af viljað að eg gerði?” Móðir hans settist upp með miklu erfiðismunum, og horfði á ihann þegjandi. “Já, þetta er endirinn,” sagði hún um siðir Drengur minn, þú veist ekki hvað þú hefir gert. Eg býst-við að þú verðskuldir það. Og eg verð að við- urkenna að það er ekki þinn galli.” Arthur sat þegjandi. Hann heyrði í raun réttri ekkert, bann var að brjóta heilann um þessi ósann- indi, sem hann hafði sagt móður sinni.. “Eg komst fyrst að því í gær,” hélt lafði Churc- •hill áfram að segja. “Auðvitað hefði eg átt að vita það. Ungfrú Carlisle er alls ekki ungfrú Carlisle, hún er ungfrú Möuþion.” “Hvað þá?” hrópaði Arthur og stökk á fætur. “Hún er ungfrú Moulton,” endurtók móðir hans, “og ungfrú Moulton er ungfrú Carlisle. Þær gerðu þetta af því ungfrú Carlisle — hin rétta ungfrú Carlisle — vildi ekki láta auðseftirsækjendur kvelja sig með dekri, verða biðla sína. Það er óþolandi. Glæpur gagnvart lögunum. Hefði eg aðeins vitað—” “Þú ætlar þó ekki að segja mér” — Arthur reyndi að vera rólegur — "að hún — að ungfrú Moulton — að það —” Hann stóð heila mínútu og lét áhrifin af þessari undarlegu upplýsingu leita sér aðseturs í hinum ruglaða heila sínum. Svo breiddist gæfuríkt bros um andlit hans, og þegar hann var' sestur á legubekk- inn, tók hann hina feitu hendi móður sinnar í sínar og klappaði henni. “Nú skaltu heyra, sagði hann’glaður, og fór að segja henni allan sannleikann. Yfirgangur og aflsmunur. Naut, geit, kind og ljón gjörðu félag með sér og fóru saman á veiðar út í skóg. Þau veiddu hjört og þegar þau höfðu skift honum í fjóra hluti, sagði ljónið: “Þið vitið að eg á einn hlutann af því að eg er félagi ykkar, en annan hlutinn ber mér, af því að eg er könungur dýranna, þriðja hlutinn vil eg líka hatfa, af því að eg er sterkari og hefi að öllii leytí meira til matarins unnið en þið, en sá sem vill fá fjórða hlutann, hann verður að berjast um hann við mig. Þannig urðu þau þrjú að vinna fyrir gýg og sátu eftir með sárt ennið. Svikarinn. Einu sinni kom mús að ofurlítilli tjörn og lang- aði að komast yfir hana, en gat það ekki, svo að hún fór ul frosks og bað hann ásjár. IFroskurinn bjó yfir svikum og sagði: Bittu löppina á þér við döpp- Professional Cards -----------------------------,, DR. B. J. BRANDSON 316-220 MKDICAL ARTS BLDO. Oor. Graham and Kennedjr Sta Phone: A-1834 Offlca tlmar: 2—3 Helmill: 776 Vlctor 8». Phone: A-7122 n'tnnlpef, Manltoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN isl. lngfræðingar Skrlfatofa: Room 811 McAitliw Butldintc. Porta*e A»e. P. O. Boz 1656 Phonea: A-684B oc A-6646 Vér leggjum sérstaka éherzlu á a5 aolja meðul eftlr íorskrtftiiin laplraa. Hln beztu lyf, sem tu.-gt er að' fá eru notuð eingöngii. . pegar þér komlð með forskrllftuin tll vor megið þjer tera viss um að fé rétt það ncni hrkn- Irlnn tekur til. ('OIjCLEI GH * OO., Votre llame and Sherbrooke Phones: N-765B—765» Giftlngaleyfishréf aeld DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAL ARTS BLDO. Cor. Graham and Kennedy Sta Phone: A-1834 Office tlmar: 2—s HeimUl: 764 Vietor 8t. Phone: A-7586 Wtnnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAL ARTS wr.no Cor. Oraharo and Kennedy 8tv. Phone: A-1834 Office Hours; 3 to 5 Helmili: 921 Sherburne St. Winnipe*., Manltoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDU. Cor. Graham and Kennedjr Sts. Stundar augrna. eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er að hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsiml: A-1834. HeimHi: 373 Rlver Ave. Tals. F-2601. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Buildlng Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaktega berklatsyki og aðra lungnasjúkdöma. Er aC flnna á skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og ?—4 e.h. Sími: A-3521. Heimill: 46 Alloway Ave. Tal- slmt: B-3168. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bld*. Stundar eérstaklega kvenua cg barna sj úkdóma. Er afi hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 6. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. DR Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h Heimili 469 Siroooe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 316-220 MEDIOAL ARTS BT.no Cor. Grabam and Kennedy Bti. Talsimi A 8521 Heimili: Tals. Sh. 8217 W. J. LINDAL, J. H. LTNDAL B. 8TEFAN8SON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 856 Main Street. Tals.: A-4968 þelr hafa einnig skrlfstofur a8 Lundar, Rlyerton, Oimll og Piaoy og eru þar at* hltta á •ftlrfytgj- andi tlmum: Lundar: annan hvern miBvikudaa Rlverton: F>yrsta fimtudag. Glmliá Fjrrsta mlfivlkudag Ptney: þrlBJa föstudag 1 hverjum m&nuCi Stefán Sölvason TeacKer of Piano Ste 17 Emily Apts. Emily St. A. G. EGCERTSSON LL.B ísl. lögfræðJngur Hefir rétt til að flytja máí bæði í Man. og S&sk Skrifstofa: Wynyard. Sask Belnasta mánudag t hverjum mán- ufil staddur i Churchbrldge. Dr. H. F. Thorlakson Phone [8 CRYSTAL, N. Dakota A. S. Bardal 843 Shcrbrooke St. Selut iiklmatui og anna.t um útfarít. AUui útbúnaður *á bezti. En.frem- ur .elur kann al.konar minni.varða og legsteina. Skrlfst. taUsluU V »«6* UeimlUs talsira! N <667 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin { borginni Hér þarf ekkl að blfia von Ar vitl. vlti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljðtt og vel. J. A. Jóhanitsson. 644 Burnell Staeet F. B-8184. Afi baki Sarg. Flre Hai JOSEPH TAVLOR LtoOTAKKMADUR Heimlllstais.: St. John 1666 Hkrlfstofu-Tal*.: A 6666 T.kur lögtakl b«efil hAaal.lgtMkakMl vefiakuMlr, vlxUuríiuldlr. Afgi tilh d sem afi lðgum Iftur. gkrthMfa »55 Main Verkstofn Tnls.: Heim* Tals A-8383 A-9884 G L. STEPHENSON Plumber Aiiskotmr rafmagnsáhötd, svo sem mraujárn víra, allar tegundlr af glöstim og aflvaka (hatterieB) Verkstofa: 676 Home St. Endumýið Reiðhjólið! Látið ekki hjá lfða að endttr- nýja reiðhjöiið yðar, áðttr en mastn annlmar byrja. Komið nteð það mí þegar og látið Mr. Stehblna gefa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábjrrgst. (Mafiurinn eem allir kannast vifi) S L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnipeg Giftinga og . ,, Jarðaríara- blom meÖ litlum fyrirvara Hirch blórasali 616 Portage Ave. Tals. B726 ST tOHN 2 RI*K5 3 / ina á mér og skal eg þá synda yfir með þig.” Músin gerði það og synti froskurinn með hana af stað. En þegar þau eru komin á miðja leið, ætlar froskurinn að dífa sér með músina, en hún reyndi að verja sig og varð þá skvamp mikið í tjörninni. En í þvj bili flaup örn þar yfir; sér hún atgang þeirra, rennir sér niður og hremmir þau bæði og etur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.