Lögberg - 07.05.1925, Blaðsíða 6
tíi i. 6
L0GBBRG FIMTUDAGINN.
7. MAÍ 1925.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston ChurchilL
“Eg ibýst við að þú fyrirl'ítir mig, hélt hann
áfram ,eins og að iþað^líka væri honum gleðiefni.
“En eg get sagt (þér það, að það er mér að þakka að
ofurstinn er ekki wrðinn betlari. Farðu og spurðu
hann að, hvort það sé ekki satt, sem eg segi. Þú
þarft ekki annað en að segja, að þú skulir verða
konan mín, og þá ríf eg þessar skuldaviðurkenning-
ar i sundur. Þær fjúka þarna fram af bakkanum.”
Hann benti í áttina með hendinni. “Carvel og Co.
er gömul og vel þekt verslun. Eg býst við að þú
kærir þig ekkert um að sjá hana ganga úr eign
' ættarinnar.”
Hann þagnaði aftur sigri hrásandi, en hún
gerði ekki það sem hann ibjóst við að hún gerði.
Hún sagði blártt áfram:
“Viltu gjöra svo vel og koma með mér, Hopper?”
Hann fylgdi henni. öll slægð hans virtist yfir-
gefahann í þetta skifti. Herðarnar á henni kipt-
ust til, en að öðru leyti virtist hún vera róleg. Gat-
an lá gegnum þétt og flókið kjarr inn í forsæluna
fyrir framan húsið. Ofurstinn sat úti á veggsvölun-
um framan við dyrnar. Plpan hans lá á gólfinu og
öskuhrúga úr hmini við hliðina á henni. Hann beygði
sig áfram eins og hann væri að hlusta. Þegar hann
sá þ^u koma, stóð hann upp, eins og hann hefði
verið að biða eftir þeim, og gekk á móti þeim.
Virginía staðnæmdist fyrir framan bann.
“Palbbi,” sagði hún, “er það satt, að þú hafir
fengið peninga lánaða hjá þessum manni?” #
Eliphalet hafði séð ofurstann reiðan einu sinni
og sál hans hafði fylst skelfingu. Hræðsla, óum-
ræðileg hræðsla greip hann nú, svo að hann kikn-
aði í knjáliðunum. Það hefði verið jafn hægt að
stara í sólina og að horfa framan í ofurstann. Hann
var í einni svipan ibúinn að þrífa í hálsmálið á sparl-
treyju Eliphalets með annari hendi og með ihinni
benti hann riiður eftir stígnum.
“Það er réttur mínulu gangur út að girðing-
unni þarna,” sagði hann í stranglegum róm. “Ef þú
verður lengur en eina mínútu þangað, þá muntu
aldrei komast út fyrir girðinguna. Þú ert bæði
ragmenni og mannbundur.”
Göngulag Eliphalets út að hljðinu var ekki líkt
göngulagi nokkurs manns. Hann hvorki gekk né
hljóp, heldur heyktist áfram, eins og hann væri möru
troðinri- í eyrum hans ómaði sagan um það er
ofurstinn rak Babcock út úr búð sinni — eina skift-
ið, sem hann hafði ekki hitt. Elip'halet bjóst við að
heyra skammbyssuskot á hverri sekúndu og að kúla
boraði gat í gegnflm bakið á sér. Þegar hann var
kominn út fyrir girðinguna, þaut hann eftir vegin-
um, sem var þakinn hvítu ryki, og rykmökkurinn var
eins og eftir vagn. Hræðslan léði honum vængi, en
hún lyfti ekki undir fæturnar á honum.
Ofurstinn lagði handlegginn utan um dóttur
sína og togaði hugsandi í hökutoppinn. Virginía
leit framan í hann og hún sá að dauft bros lék um
varir hans. Hún brosti líka, en svo sá hún hann
ekki, því augu hennar fyltust tárum.
Það var undarlegt að þetta andlit, sem skaut
öllum ragmennum skelk í bringu, þegar reiðisvipur
var á því og gerði menn yfirleitt alvarlega, skyldl
geta verið svona blíðlegt og harmþrungið. Hann tók
Virginíu í faðm sinn og hún grét við öxl hans, eins
og hún hafði gert svo oft þegar hún var Ibarn.
Jinny, var hann að — ?”
“Já.”
“Lige hafði rétt fyrir sér — og þú, Jinny — Eg
hefði ekki átt að treysta honum, óþokkanum þeim
arna.”
Virginía leit upp. Sólin sendi geisla sína niður
í gegnum limar stóru trjánna og fuglasöngur he3|rð
ist kveða upp úr djúpum bassasöng froskanna., Og
henni heyrðist, þegar hlé varð á, húri geta heyrt nið
árinnar fyrir neðan.
“Góða mín,” sagði ofurstinn, “eg býst við að
við séum ekkert annað en hvítir fátæklingsaum-
ingjar.
VirgSnía brosti gegnum tárin.
“Góða mín,” sagði hann aftur eftir stutta þögn,
“eg verð að standa við orð mlín og láta hann hafa
verslunina.”
Hún sagði ekki eitt ávítunarorð.
“Það er ofurlítið eftir — það er mjög lítið,”
hélt hann áfram hægt, sem hann ætti erfitt með að
tala. “Eg er guði þakklátur fyrir það að það er þitt.
Becky móðir þín skyldi það eftir. Það stendur í
járnlbrautarfélagi í New Ytorik, og það er á alveg
vissum stað.”
“Æ, pabbi, þú veist að mér stendur á sama,”
hrópaði hún. “Það skal verða okkar beggja og við
skulum vera saman hér og vera glöð og áængð.”
En hún horfði samt sem áður áhyggjufull á
hann. Ha»n var í stellingum þeim, sem hann var
venjulega í, er hann var að hugsa: hann stóð nokk-
uð gleitt með hattinn aftan á höfðinu og strauk
Hökutoppinn. Það var raunasvipur í hreinu gráu
augunum, er hann leit á hana. Hún lagði hendina á
brjóst sér.
“Virginía,” sagði hann, “eg hefi einu sinni bar-
ist fyrir land mitt og eg býst við að eg geti ennþá
orðið að liði. Það er ekki rétt að eg sé hér iðjulaus
þegar Suðurlandið þarf mín með. Daníel frændi
þinn er fimtíu og átta ára gamall og hann er ofursti
í herdeild frá Pennsylvaníu. — Eg verð að fara,
Jinny.”
Virginía sagði ekkert. Þetta lá í hennar blóði
ekki síður en hans. Ofurstinn hafði yfirgefið konu
sína kornunga til þess að berjast í Mexíkó; og hann
hafði komið heim til þess að leggja blórn á gröf
hénnar. Virginía vissi að hann var að hugsa um
þetta og að honum þætti sárast af ðllu að skilja sig
eftir. Hún lagði hendurnar á axlirnar á bonum og
hann beygði sig niður og kysti varir hennar, sem
titruðu.
Þau gengu saman út að sumarhýsinu og þar
stóðu þau og horfðu á sólargeislana ljóma upp hæð-
irnar í vestri.
“Eg 'býst við að þú verðir að fara til Lillian,
frænku þinnar, Jinny," sagði ofurstinn. Það verður
erfitt, en eg veit að þú getur litið eftir þér sjálf. Ef
svo skyldi fara að eg komi ekki aftur, þá findu Lige
og láttu hann fara með þig til Daníels frænda þíns.
Honum þykir vænt um þig og hann verður einn í
Calverts húsinu þegar stríðinu verður lokið. Eg
held, að þetta sé alt sem eg þarf að segja. Eg vil
ekki vera of nærgöngull við þig, góða mín. Ef þú
elskar Clarence, þá gifstu honum. Mér fellur vel
við piltinn og eg held að hann spekist og gerði góður
maður.”
Virginía svaraði ekki, en hún tók í hendina á
föður sínum og 'hélt henrn fast á milli fingra sinna.
Úr eldhúsinu heyrðist rödd Neds í kvöldkyrðinnl:
“Og ef eg færi til Orleans,
og ef eg dæi þar,
þá út í sveitir önd mín flygi —”
Og eftir dálitla stund sá8t rauði og guli höfuð-
búnaðurinn á Easter fóstru koma vagifandi niður
eftir götunni.
“Kvöldmaturinn er * tilbúinn, ungfrú Jinny.
Drottinn minn góður, eg er búin að leita um alla
landareignina að ykkur báðum. Maísbrauðið verður
kalt.”
Um kvöldið létu þau ofurstinn og Virginía ýmis-
legt smávegis ofan í litla handtösku, sem hún átti,
og sem þau höfðu bæði valið í Lundúnum. Virginía
hafði fundið vindil og hún faldi hann þangað til
þau voru komin ofan á veggsvalirnar. Hún gaf
honum hann þar, og þegar hann kveiky á eldspýt-
unni, sá hún að hendin á honum skalf.
Hálfri klukkustund síðar tók hann hana í faðm
sinn við hliðið. Svo heyrði hún fótatak hans, er hann
gekk burt eftir veginum; það smáhljóðnaði unz það
dó alveg Suðurlandið hafði heimt hann til sín
að lokum.
43. KAPITULI.
Vestanhei-inn. ,
Sögunni víku til Memphis, um tíma, og jólin eru
enn einu sinni í nánd. Samt verðum við að muna
eftir því að í stríði eru engin jól, engir sunnudag-
ar engir frídagar. Áin, sem var í vexti af rigning-
um, rann skolbrún til sjávar milli gfllleitra leir-
bakkanna. Stundum var veðrið þurt og svalt, stund-
um þokukent og mollulegt, og svo kom alt í einu
hellirigning. Það hafði aldrei, verið jafn mikið um
að vera í Memphis. Ákafi William T. Sherjnans fylti
borgina; hann rak hana áfram, stjórnaði henni með
valdi. Borgin stundi, veitti mótspyrnu, snéri sér
ivið og sofnaði, 'vaknaði aftur, bygð af nýjum mönn-
um. Þessir nýju ífoúar voru í bláum einkennisfoún-
ingum. Þeir gengu ekki heldur hlupu; þeir töluðu
ótt og voru óþolinmóðir. 'Hvorki regn né hiti né
stormur gat haldið þeim í húsum inni Samt gerðu
þeir að gamni sínu, og gömlu íbúarnir, þeir sem
eftir voru, hlóu með þeim og skoðuðu þá sem félaga
sína. Yfirhershöfðinginn gerði að gamni sínu og
ofurstanir og vistasfjórinn og læknarnir — allir,
alla leið niður til matsalans, sem fylgdi hernum, og
ökumannanna og sjómannanna, sem voru undir um-
sjón Porters, og sem foölvuðu skólpinu í Mississippi-
ánni og manni að nafni Eads, sem hafði smíðað ný-
móðins járnkassa, sem voru kallaðir fallfoyssufoát-
ar. Annað eins hafði aldrei fyr sést, fovorki í jörð
né á.
Þeim borgarbúum, sem fylgdu Suðurríkjunum
að málum hafði verið leyft að yfirgefa borgina. Yflr-
• hershöfðinginn skipaði. aðstoðar-vistastjóranum að
leigja foús þeirra og þræla til afnota fyrir alríkja- ’
stjórnina. Hann gaf einnig blöðunum vissar reglur
viðvíkjandi landráðum. Hann sagði hinum hernum
— gróðamannahernum, sem þyrptist þangað með
leyfi að versla með bómull, hiklaust mein-
ingu sína. Kaupmennirnir borgnðu'Sunnanmönnun-
um gull — það sem þá vanhagaði mest um — fyrir
bómullina spm var þeim einskis nýt.
Forfeður sumra þessara, herra voru eflaust á
Egyptalandi í tíð Faróanna — og þeir hafa ekki
getað borið meiri virðingu fyrir yfirboðurum sínum
hejdur en afkomendur þeirra í Memphis báru fyrir
Grant og Sherman. Nóg var þar af Norðanmönnum.
meðal foómullarkaupmannanna, og maður nökkur,
sem kemur mikið við þessa sögu, bætti drjúgum við
efni :sín með því að selja í Boston á þrjátíu cents
bómull, sem hann keypti í Memphis fyrir fjórtán.
Einn dag komust háreystin og bölvið og flýtirinn
á hæsta stig. Þessi flotbákn, sem voru öll ofan á
vatninu, voru hlaðin með vistum og skepnum og
timbri og mönnum — mönnum af öllum stéttum.
Gufuíblístrur hvinu og hestar hneggjuðu. Fallbj’'ssu-
bátarnir brunuðu í ýmsar áttir, og loksins lagði
allur flotinn af stað niður á, undir stjórn sjóliðs-
yfirforingja, rétfe eins og það væri herskiþafloti.
fbúarnir í Memphis horfðu á reykina hverfa í
suðri af árbökkunum og þeir hugsuðu um hvað lægi
fyrir Wickslburg. Yfirhershöfðinginn gekk hugsandi
um gólf á þilfarinu. Nokkru síðar skrifaði hann
æðsta stjórnanda alls hersins í Washington: “Miss-
issippidalurinn er Ameríka.”
Verði Wicksiburg tekin, þá verður suðurríkja-
samlbandið limað sundur í tvent.
Það kvöldaði. Hjólin skvömpuðu í vatninu,
glóðrauður reykurinn gaus upp úr reykháfunum,
Ijósin á kyndlunum blöktu og reykjarilmurinn frá
vindlum jrfirmannanna fylti loftið. Svo rann jóla-
dagurinn upp, og þarna stóð Wicksburg, tvö hundr-
uð fet fyrir ofan mýrarnar. Þakið á dómsalnum glitr-
aði í sólskininu. Wicksburg, lykillinn óvinnanlegi
að aðalvegi Ameríku. Þegar Wick gamli valdi sér
foæjarstæði á Walnut hæðunum þá valdi hann um
leið vígi fyrir framtíðina ,svo að ekki varð betur
á kosið.
Þarna voru hæðirnar háar og snarbrattar og
milli þéirra og Mississippi-árinnar voru ótal kilir og
lækir, og uppi á hæðabrúnunum ginu fallfoyssurnar.
Þótta var skrítinn jóladagur, bjartur og hlýr, enginn
snjór, engin kalkúnasteik, ekkert vín, heldur aðeins
hart brauð og svínaflesk og kolmórautt vatn.
Um morguninn sigldi þessi skrítni skipafloti upp
e’ftir hinni straumlygnu Jazoo-á, fram hjá þéttum
skógi, þar sem trjárætur flæktust um kilina; fram
hjá bómullarökrum, sem voru fyrir löngu yfirgefnir,
þangað til loksins *að komið var brunarústum af
húsi. Loksins var hernum komið á.land. Hann skift-
ist sundur í deildir, flokka og sveitir og hermenn-
irnir óðu og ösluðu gegnum mýrarnar upp að hæð-
unum. Fallbyssurnar byrjuðu að drynja. Ein her-
deildin, sem hafði sérlega djarfan leiðtoga, komst
yfir síkið, þar sem það var mjóttí og æddi viðstöðu-
laust yfir blauta akrana, þangað sem brekkan var
bröttust. Skothríðin úr víginu sveið hárið af höfð-
um hermannanna. En þeir hopuðu ekki á hæl,
heldur grófu með rifnum og blóðugum höndum spor
í gulan leirinn í brekkunni, meðan fallbyssurnar
jusu skothríðinni niður fyrir sig og rótuðu upp
leirnum. Þeir stóðu kyrrir; en bláu fylkingarnar
íyrir aftan riðluðust og hörfuðu undan allan síðari
hluta þessa stutta vetrardags og drógu með sér
særða menn upp úr fúlu mýrarvatninu. En marga
varð þó að skilja eftir, til þess að deyja kvalarfuli-
um dauða, einir og yfirgefnir.
Sherman herforingi stóð og horfði á áhlaupið og
undanhaldið. Hann gaf engan gaum að fallíbyssu-
kúlunum, sem brutu greinarnar af trjánum kring-
um hanri og skvettu mrýarvatninu jrfir foringjana.
sem hjá Ihonum voru. Við og við sagði hann eitthvað
snögglega við" einhvern fylkingarleiðtogann, eit't-
hvað sem átti vel við.
“Hvaða herdeild var lengst undir brekkunni?”
“Sjötta herdeildin frá Missouri, herra yfirher-
foringi,” svaraði einn aðstoðarforinginn fljótt.
Yfirhershöfðinginn var lengi á fallbyssubát yfir
flotaforingjans um kvöldið, en þegar hann var kom-
infi aftur í klefa sinn í gufubátunm “Forest Qeen”,
þá lét hann færa sér nafnaskrá yfirforingjanna í
sjöttu herdeildinni frá Missouri. Hann rendi fingr-
inum niður^ eftir skránni og staðnæmdist við nafn-
ið á einum lautinantinum í annari röð.
“Komu piltarnir aftrir?” spurði foann.
“Já, herra yfirhersfoöfðingi, þegar dimt var orð-
ið. •
“Látið mig sjá hverjir féllu — fljótt.”
Um nóttina kom svört þoka upp úr mýrunum og
um morguminn, sást ekki stafna á milli á bátnum.
Áður en unt var að gera annað áhlaup kom stjórn-
málalegur hershöfðingi niður ána með bréf frá
Washington í vasanum, sem gaf honum vald til að
taka við yfirráðum yfir öllum hernum, sem þarna
var og stefna flotaforingjanum. Svo fór hann með
flotann og alt saman til að taka Arakansas Port.
Wicksfeurg hafði næði um tíma.
Þremur vikum síðar, þegar herinn var að hvíla
sig í Napóleon í Arkansas, kom þangað þögull mað-
ur frá M/emphis og tók viðstjórn hersins. Þessi
maður var U. S. Grant yfirbershöfðingi. Hann
reykti óaflátanlega í klefa sínum; hann hlustaði;
hann talaði sjaldan; á andliti hans var einhver
svipur, sem e*kki spáði góðu fyrir þeim, er settu sig
upp á móti honum. Tíminn og erfiðið voru sem ekk-
ert í augum hans í samanfourði við það að koma
einhverri fyrirætlun í framkvæmd. FJotinn og
flutningsdallarnir héldu aftur til Wicksfourg. Her-
deildir Shermans voru settar niður á bakkann hinu
megin við ána og dæmdar til að standa í skurða-
greftri margar vikur, til þess að fallbyssufoátarnir
gætu komist í bugðu á ánni neðar eftir skurði þar
sem fallbyssurnar næðu ekki til þeirra. Þarna
stóðu foringjar og óbreyttir liðsmenn og þræluðu
dag og nótt. Þeir söguðu sundur stór tré niðri í
vatningu og foörðu eitursnáka í tugatali af grein-
unum; en vatnið hækkaði jafnt og stöðugt af rign-
ingunum og fór smám saman að renna inn i tjöldin
þeirra. Uppi á víggirðingunum í Wicksburg gengu
óvinir þeirra um og hlóu að þeim. Tveir fallfyssu-
bátarnir unnu það þrekvirki að komast fram hjá, svo
að óvinirnir gerðust ekki alt of kátir.
Ungu liðsforingjarnir, isem óhreinkuðu ein-
kennisbúningana sína við vinnuna og sem ekki höfðu
fengið tækifæri til þess að berjast við neitt nema
sóttveikina og vatns-snákana, réðu sér ekki fyrir
fögnuði, þegar eþir fréttu, að senda ætti menn yfir
ána. Þeir vissu að þeir yrðu að saga og höggva þar
og að jafn ilt mundi verða að eiga við bakkann þar og
cnákarnir ekki betri; en það yrði að líkindum foarist
þar. Þeir sém eftir voru Ihorfðu áhyggjufullir á
eftir sveitunum, sem lögðu af stað í bátunum
Diligence og Silver Wave.
Reykháfarnir strukust alla nóttina við grein-
arnar á eikum og öðrum trjám og slitu sundur tág-
ar vafningsviðarins. Ntokkrar fleiri deildir fóru
aðra leið. Járnvörðu fallfoyssubátarnir voru farnir
á undan, og Sherman yfirhershöfðingi fylgdi þelm
eftir í litlum dráttaribát.. Þeir voru komnir í bendu
af rekaviði, sem þeir ýttu á undan sér af ákafanum
að komast á bak vife óvinina. Missouri herdeildln
hljóp út í vatnið og stóð upp í mitti við að hreinsa
fourt trjágróðurinn, svo að stærri flutningsibátarnlr
kæmust í gegn. Yfirhershöfðinginn kom*von bráðar
og lét fara að hreina eitt síkið. Fleiri og fleiri her-
menn úr annari sveit komu í léttum bátum. Allan
föstudaginn mátti heyra dunurnar.í hers'kipafallbyss
unum 'í fjarlægð, og skothríðifí varð þéttari eftir þvi
sem á daginn leið, þangað til til að alt sem laus-
legt var í skóginum skalf af loftþrýstingnum. ,Menn
hættu að saga og uppreiddar axir námu staðar,
og yfirhershöfðinginn hlustaði oft kvíðafullur um
daginn. Um kvöldið tók hann sér hvíld í gömlum
þrælakofa, þar sem lagði fyrir dauninn af maís-
mjöli og svínakjöti. Fallbyssudrunurnar bergmál-
uðu enn um skóginn og sveifluðust áfram eftir yfir-
borðinu á lygnu vatninu. '
Yfirhershöfðinginn svaf laust. Klukkan þrjú á
laugardagsmorguninn heyrðist skjótt og hvelt hróp
eins varðarins. Svertingja nokkrunj, sem rang-
hvolfdi augunum og var allur votur pg forugur, var
ýtt inn |í daufa birtuna af einu kertinu, sem vaV I
kofanum. Lautinantinn, sem með honum va,r, heils-
aði og rétti hershöfðingjanum tóbaksvöndul.
“Eg fann þennan mann úti í mýrunum. Hann
er með skilaboð frá flotaforingjanum.”
Hershöfðinginn reif sundur tóbaksvöndulinn og
tók út úr honum pappírsmiða, sem hann slétti ú»
og ihélt nálægt ljósinu. Hann snéri sér að einum
aðstoðarforingja sínum, sem hafði stokkið fram úr
fletinu og var að fara í frakkann.
“Portes er umkringdur,” sagði hann. Skipunin
kom með eldingarhraða: “Kilby, Smith og allir,
sem hér eru, yfir víkina undir eins, til þess að
hjálpa honum. Eg ætla að fara á smáfoát eftir síkinu
til Hills til þess að fá meira lið þar.”
Aðstoðarforinginn nam staðar með hendina a
hurðarlokunni.
“En fylgdarlið þitt, herra hersfoöfðingi. Þú ætl-
ar ekki fylgdarlaus í smábát eftir þeirri forarrennu!”
“Eg Ibýst varla við að þeir fari að lejita að
krækifoeri í því helvíti,” svaraði hershöfðinginn. Svo
leit hann snöggvast á lautinantinn. Farðu aftur til
herdeildar þinnar, Brice, ef þú kærir þig um,” sagði
hann.
Stephen kvaddi og fór út. Alla leiðina til foaka,
rennfolautur og marinn af trjárótunum, var hann
að hugsa um Sherman í bátnum, sem þræddi varnar-
laus gegnum þetta kolsvarta völundarhús og lagði
lífið í sölurnar til þess að náð yrði i fleiri menn tii
að fojarga fallfoyssufoátunum.
Sherman sjálfur hefir gefið mjög glögga lýsingu
af björguninni, af því, hvernig hann tók mennina,
þar sem þeir voru að vinna og kom þeir út á stóran
kolafoarða; hvernig hann festi barðann aftan í drátt-
anbát; hvemig hann mætti Elía Brent og spurði
hann að, hvort hann ætlaði að koma á eftir sér, og
Brent svaraði:” Já, á meðan báturinn hangir sam-
an.” Og hann stóð við orð sín. Greinarnar á trján-
um lömdu reykháfinn, þangað til þeir brotnuðu og
féllu útbyrðis og hafnsögumannsklefinn féll niður á
þilfarið áður en þeir voru komnir þrjár mílur. Þá
stökk hinn óbugandi Sherman út 1 vatnið og gekk
á undan með logandi kerti í hendinni gegnum fenin
og.rótarflækjurnar í vatni, sem náði upp undir hend-
ur, svo að Ibumlbuslagararnir urðu að bera bumlburn-
ar á höfðunum. Loksins komu þeir að Indíána-
haugum nokkrum og þar fundu þeir þrjár hersveitir,
sem voru þar á verði. Þær voru af liði því, sem hafði
náð bökkunum daginn áður, og höfðu verið sendar
þarna niður eftir, til þess að koma í veg fyrir að
óvinirnir hindruðu umferð fyrir neðan flotann.
“Það eri illa komið ifyrir flotaforingjanUm,”
sagði ofurstinn, sem kom á móti yfirhersihöfðingjan-
um. Hann er kvíaður inni. Þessir þungu járnbarð-
ar hans komast hvorki áfram né aftur á bak og
uppreisnarmennirnir hafa látið skorthríðina dynja
á honum í tvo daga.
Rétt í þessu skall á skothríð innan úr kjarrinu,
sem braut limarnar af trjánum í kringum þá.
“Myndið fylkingu!” hrópaði yfirhershöfðinginn
“Rekið þá burt!”
Liðið lagði af st^ð, og varðsveitirnar þrjár voru
hægra megin Eftir nokkra stund sáu þeir járnvörðu
fallibysubátana, sem sendu rekjarstrokurnar upp ar
reykháfnum. Það var undraverð sýn. Hvernig Port-
er hefir farið að því að koma þeim þangað var eit af
því óskiljanlega, sem fyrir kom í stríðinu.
Nú kom fyrir einn af hinum eftirminnilegu at-
iburðum í æfi eftirminnilegs marins. Sherman hljóp
á foak mögrum hesti og reið berfoakt á brokki yfir
akrana. Og hermennirnir á bátunum ráku upp feyki-
legt fagnaðaróp, er þeir sáu hann koma. Eftir ör-
stutta stund stóð hann á þilfarinu við hliðina á
flotaforingjanum og þeir tókust í hendur. Og ofurst-
anum varð það að orði, er hann var boðaður á fund
þeirra, að fjn-st að Porter væri eini maðurinn, sem
hefði verið nógu djarfur til þess að koma fiotanum
í þeSsar steilingar, þá sannarlega væri Sherman eini
maðurinn, sem gæti komið honum út úr þeim.
“Ofursti,” sagði Sherman, þetta áhlaup var
sannarlega laglega gert.” Svo snéri hann sér að
flotafbringjanum og sagði: “Hafa uppreisnarmenn-
irnir skotið göt á rommtunnurnar ykkar? Við erum
dáíítið þreyttir. Og bíddu við,” sagði hann og snéri
sér að ofurstanum, þegar þeir voru búnir að fá glöis-
in, “hver var fyrir foersveitinni, sem var til hægrf
handar í mýrinni? Hann foar sig til eins og hann
væri alvanur.”
“Hann er lautinant í sjöttu deildinni frá Miss-
ouri. Höfuðsmaðurinn særðist Ivið Hindman og
fyrsti lautinantinn datt úr sögunni einhversstaðar
hér niður frá. Eg held að hann heiti Brice.”
“Mig grunaði það,” svaraði yfirhershöfðinginn.
Fáum dögum síðar, þegar herinn var aftur far-
inn að ösla í bleytunni á Yorings-tanga beint á móti
Vickburg, lcom maður nokkur með báti alla leið frá
St. Louis. Hann nam staðar á flóðgarðinum og
foorfði undrandi yfir vatnsflóðið á,bak við hann og
svo spurði hann einn foringjann tilvegar þangað er
Sherman yfirhershöfðingi hefði aðsetur sitt. For-
inginn, sem tók strax eftir, að svipur mannsins var
einkennilegur, Jylgdi honum að langri staurabrú,
( sem lá neðan af flóðgarðlnum upp að h'úsi, er stóð i
vatninu upp að miðju. Hvaða nafn á eg að nefna?”
spurði foringinn og snerti húfuskygnið.
RJOMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsi-
una.
•
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Co-operative Dairies
LIMITKD
______
i