Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 2
Bta. 2 LÖGÍBEBG, FIMTUI>A/GINN 14. MAÍ 1925. Ung móðir fœr heilsu sína aftur. Og mælir nú með Dodd’s Kidney Pills, við alla, er líkt stendur á fyrir. Mrs. Wm. Maddix þjáðist af bakverk. St. Gilbert, P.E.S. 11. maí (Einka frern). “Eg er þriggja Ibarna móðir og eftir að það elsta fæddist varð eg næsta veik í bakinu,” segir Mrs. Maddix, velmetin kona þar á staðnum. Veiklun þessi ágerðist, svo ,að eg fékk hana lítt afborið með köflum. Tók eg loks fjórar öskjur af Dodd’s Kidney Pills og fór mér þá undir eins að batna. Eg get því óhikað mælt með þeim við vini mína.” Veiklun Mrs. Maddix stafaði frá nýrunum, eins og Ibest isannast af því, hve skjótt henni batnaði við að nota Dodd’s Kidney Pills. Séu nýrun ekki í lagi, megna þau ekki að halda blóðinu hreinu, en hreint blóð er frumskilyrði fyrir góðri heilsu. óhreint blóð orsakar ótelj- andi kvilla. Hér og þar. Brazilía. Iðnaðarástandið í Brazilíu hefir verið næsta bágborið undanfarna mánuði og er svo enn, þótt vitund sýnist vera að greiða til í lofti. Verksmiðjur í Sao Paulo héruðun- um, er framleiddu undir eðlileg- um kringum stæðum $115,000.000 virði af vörum á ári, hafa nú að- eins starfað átján klukkustundir á viku, eða einn þriðja af venju- legum vinnutima. Skorti á raforku má að miklu Ieyti um ásigkomulag þetta kenna, þótt verkföll hafi þar og átt nokkurn hlut að máli. Nú nýlega hefir auðfélag eitt í San Francisco, ákveðið að byggja í Sao Paulo tvær túrbínur með 40. 000 hestöflum hverja. Þá er og verið að reisa orkustöð, er áætlað er að kosta muni $2,500,000 við á eina, sem aldrei ihefir áður virkjuð verið. Er fullyrt að með því muni Sao Paulo trygður aflgjafi til iðn- aðar og ljósa um langt áraskeið. Ó- fullkominn útbúnaður við hðfnina i Santos, hefir staðið siglingum og vöruflutningum mjög fyrir þrif- um. Hefir eitt af helstu verslunar- blöðunum i Rio de Janeiro, haldið uppi látlausri baráttu, til að sann- færa stjórn og þjóð um það, hve feykilegt tjón almenningur bíði af ófullkomnum og ónógum hafn- artækjum. Sýndi téð blað meðal annars fram á það, að hinn 28. marz síðastliðinn hefði fjörutíu og þrjú vöruskip beðið eftir af- greiðslu og um fimtíu ferðamönn- um reyust ókleift að afla sér svefnklefa með nokkru einasta skipi. Sem eitt sérstakt dæmi, benti blaðið á það, að amerískt vöru- skip hefði orðið að bíða eftir af- greiðslu í Santos í fjörutíu daga. Hafði skip þetta meðferðis 2000 smálestir af vörum. Alls var gisk- að á, að um þær mundir, hefðu legið í skipunum yst á hðfninni 116,000 ismálestir af vörum, sem ekki var hægt að skipa upp fyr en eftir langa mæðu, þar af 43,000 smálestir af kolum, sem mjðg lá á til notkunar við iðnrekstur í Sao Paulo. Landbúnaðarráðgjafi Brazilíu Iýsti yfir því ihinn 14. marz síðast- liðinn, að höft þau, sem lögð hefðu verið á fólksflutning nn í landið, yrðu bráðlega numin úr gildi. Tak- markanir þessar gegn innflutningi fólks, höfðu verið lögleiddar í des- ember mánuði 1924. Allmikil óá- nægja reis út af því í Japan, að ræðismaður Brazilíu í Tokio synj- aði 600 Japönum um vegabréf. Forseti Brazilíu, Bðrnardes, skýrði samstundir japönsku stjórninm fra því, að það væri langa langt i fra að á bak við synjunina fælist nokkur minsti kali til hinnar jap- onsku þjóðar, heldur yrðu lögin að na jafnt til allra. Stjórnin hefði akveðið að nema innflutningshðft- ,n úr gildi við fyrstu hentugleika. ?að yrði innflutningur folks frá öllum ríkjum jafnvelkom- mn, án tillits til þjóðerníslegrar skiftingar. Brazilíuatjórn hefir veitt und- anfarandi ár og veitir enn, náms- S yrk nokkurn stúdentum, er nema vilja búvísindi erlendis. Landbún- aðar og verslunarmálaráðuneytið styðja árlega þrjátíu stúdenta hvort um sig, til skólanáms. Nýj- ustu skýrslur sýna, að af 130 stú- dentum, er landbúnaðardeildin hefir þannig styrkt, hafa 81 leitað til Banda^ríkjanna, og flastir þeirra stundað nám við landbún- aðarskóla í Louisiana ríkinu, sök- um þess hve auðvelt var þar að afla sér hagkvæmilegrar þekking- ar á sviði sykurframleiðslunnar. Stjórnin veitir stúdentum þessum tveggja ára námsstyrk og greiðir ferðakostnað þeirra báðar leiðir. Chile. Þann 20. marz síðastliðinn, kom Alessandri lýðveldisforseti heim, eftir sex mánaða burtveru. Tókst hann þá samstundis á hendur æðstu stjórn þjóðar sinnar, sem hann í raun og veru hafði ekki gefið sig við, síðan að stjórn hans hröklaðist úr völd- um 6. septemlber 1924. Heimkomu hans var fagnað mjög. Ákveðið hafði verið að heimkomudagur hans skyldi vera almennur hvíld- ardagur. Byggingar allar voru fánum skrýddar og yfir 200,000 manna, höfðu safnast saman á Alessandri avenue, til að fagna forseta þjóðarinnar eftir útlegð- ina. Gat þar að líta skrautbúnar hermannafylkingar, úr landher, loft- og sjóflota lýðveldisins, auk margs annars stórmennis. Sendi- nefnd undir forystu utanríkisráð- gjafans, kom til móts við Aless- andri forseta í Montevideo í Uru- guay. Fimm dögum áður en forseti kom heim, hðfðu helstu leiðtogar, er stofnuðu til samsærisins gegn honum og hrðktu hann frá völd- um, verið gerðir landrækir og voru á, leið til Evrópu. Þegar eftir heimkomu forseta, fór að komast meiri kyrð á stjórn- málalíf þjóðarinnar og tók þá að birta yfir viðskiftalífinu að sama skapi. Þjóðin var vel ánægð með tillögur Coolidge Bandarikjafor- seta, að því er viðkom Tacna-Arica deilunni, og eins með útnefning General Pershings til að hafa yfir- umsjón með þjóðaratkvæðin’u (re- ferendum), er í því sambandi átti að fara fram. Til aðstoðar Gener- al Pershing, hefir verið skipaður af hálfu Chile stjórnar, Augustin Edwards, fyrrum fbrseti þjóð- bandalagsins, — League of Nat- ions. Sendiherra sannböndin milli Mexico og Chile, höfðu slitnað ! september 1924, en nú hefir til þeirra verið stofnað að nýju og General Eduardo Hay verið skip- aður sendiherra Chile stjórnar í Mexico. 1 marzmánaðarlok, veitti stjórn- in skáldkonunni Gabrielu Mistral, sem kunn er hvar sem spánsk tunga er töluð og víðar, $4,380 ár- legan lífeyri í viðurkenningar skyni fyrir starf hennar á sviði bókmentanna. Kveðjusamsœti. Séra Fr. Hallgrímssonar og frú Bentínu í Argyle-bygð og Glenboro. Lla/fmfl pa *er,r enga tM- I UlaLlTllt raun út 1 blftinn 1 meB þyl a8 nota Df- Chase's Ointment við Eozema o«r eBrum húSsJúkdimum. Pa8 *Ti»*61r undlr elns alt þesskonar. Ein •akja til reynalu af Dr. Chaaes Olnt- ment send fri gexn 2o frimerki, ef •afn þeeea bla8e er nefnt. íOc. askj- an I ðlium lyfJabúBum. e8a frá Ed- etaneoa. Mntee * Co.. lUd., Toronto. Á páskadaginn flutti séra Frið- rik Hallgrímsson sína síðustu pré- dikun hér í prestakallinu, hann prédikaði í kirkju Immanúel safn- aðar í Baldur um morguninn, í kirkju Frelsis safnaðar kl. 2. e. h. og í Glemboro um kvöldið. Að lok- inni guðsþjónustu í kirkju Frelsis safnaðar var prestshjónunum og fólki þeirra. haldið myndarlegt samsæti í Argyle Hall að tilhlutan Frelsis- Fríkirkju- og Im- manúels safnaða 0g þau kvödd þar með kærleika og þakkað fyrir samvinnuna og sam- leiðina um langt árabil. Hr. B. S. Johnson forneti Frelsis safnaðar stýrði samsætinu og afhenti heið- ursgestunum fjársjóð myndarleg- an, sem gjöf frá þessum 3 söfnuð- um. Hr. Thorsteinn Sveinsson á- varpaði iheiðursgestina vel völd- um orðum og bað þau að þiggja sem minningargrip, silfurlborð- búnað vandaðan (silver cabinet) frá söfnuðunum fjórum í presta- kallinu (Frelsis, Fríkirkju, Im- manúel og Glenboro) með laglega gjörðri áletran eftir Guðmund Lambertsen gullsmið í Glenboro. Auk þessara, sem nú hefir verið getið fluttu ræður við þetta tæki- færi Mrs. Paul Frederickson, C. B Jónsson, K. Reykdal. Sðngflokkur Frelsis safnaðar skemti með sðng og Hr. Óli Anderson frá Baldur söng einsöng (solo). Séra Friðrik flutti snjalla ræðu, þakkaði gjaf- irnar og vinahótin og mintist starfsins og samvinnunnar um nær 22 ára skeið sem ávalt hefði verið með hugarþeli samúðarinnar og bróðernisins. Frú Bentína flutti einnig lipra ræðu við þetta tæki- færi. Veitingar voru fram reiddar af rausn, 0g í alla staði var sam- sæti þetta hið myndarlegasta. Á mánudagskvöldið þann 13. hélt Glenboro söfnuður prests- hjónunum ibörnum þeirra og móð- ur frú Bentínu kveðjusamsæti í North West Hall var utansafnaðar íslendingum í bænum og forsetum hinna safnaðanna í prestakallinu •boðið að vera með í þessum fagn- aði. Var samsætið afar fjölment við spil, var síðan sest undir borð. Bauð forseti safnaðarins heiðurs- gestina og öllum, sem boðið var velkomna. Var því næst sungið, “Hvað er svo glatt”. — Að lokinni máltíð ávarpaði forseti safnaðar- ins heiðursgestina með stuttri ræðu og afhenti prestshjónunum veski með laglegri peningaupphæð sem gjðf frá sðfnuðinum, sem lít- inn vott úm vinarþel það sem fclk í söfnuðinum bæri til þeirra Séra Friðrik svaraði með ræðu af mik- illi mælsku og tilfinningu, og rendi augum yfir starfsárin liðnu, sem hann hefði og mundi ávalt hafa svo margar ljúfar endurminningar frá. Sérá Carl J. Olson f.xii Bran- don flutti tvær snjallar ræður við þetta tækifæri, og fórst mjög fal- lega orðum um starfsemi séra Friðriks og þá viðkynningu, sem hann hefði haft af honum og þeim hjónum. Mr. P. G. Magnús og Axel 'Sigmar forseti Fríkirkju safnaðar fluttu líka stuttar ræðui, og heiðursgestunum var flutt kvæði orkt af Hr. J. J. Anderson Söíngflokkur íGl’enboro safnaðar undir stjórn Mr. Magnús skemti aðdáanlega með söng, og Mrs Baldvin og Mr. Magnús sungu ein- söngva ,sem gerður var að besti rómur. Áður en samsætinu lauk kvað séra Friðrik sér hljóðs aftur og talaði lengi með andans fjöri og fyndni og mintist margs, sem á daga hans hafði drifið á árun- um liðnu á þessum stöðvum. Loks er klukkan var orðin 2 stóðu allir upp og sungu Eldgamla ísafold og God save the King. Allir fóru heim glaðir og þakklátir fyrir eina þá mestu ánægju og skemtistund, er þeim hafði hlotnast lengi. Séra Friðrik var kallaður til prestsþjónustu til Argyle 1903. Kom hann það ár að áliðnu sumri og hefir verið starfandi prestur hér síðan, hafa vinsældir hans stöðugt farið vaxandi, frjálslyndi, lipurmenska og góðir hæfileikar hafa þar haldist í hendur, er óhætt að segja þar sem hann hverfur burtu úr hópi Vestur-íslendinga, að þar er skarð fyrir skildi. Sðfn- uðurnir hans, kirkjufélagið og Vestur-lslendingar missa mikið, er það eina úrlausnin að skaði þeirra er gróði bræðranna á ættjörðinni Hugiheilar hamingjuóskir fylgja þeim hjónum með þakklæti fyrir samvinnuna. Þau lögðu af stað frá Baldur á fimtudaginn 16. apríl kl. 11 að morgni; var fjöidi fólks úr söfn- uðunum á járnbrautartsöðinni að árna þeim fararheilla. Ráð var fyrir gjört að eftir stutta dvöl í Winnipeg héldu þau suður i Bandaríki var ákveðið að nema staðar í Minneapolis, Chicago, Niagara Falls og New York. Frá New York sigla þau með ‘Oscar II.’ sem er eitt af skipum Scandi- navian — American gufuskipafé- lagsins. Ætluðu þau að hafa við- dvöl í Oslo í Noregi og nokkru lengur 1 Kaupmannáhöfn áður en þau héldu heim til Reykjavíkur en þangað var áætlað að þau kæmu um mánaðarmótin maí og júní. G. J. Oleson. saknaðar, sem skín út úr and- litunum mörgu og frjálslegu við þetta tækifæri. Við er- um komin hér í kvöld til þess að kveðja vini, við erum komin hér til þess í síðasta sinn að kveðja prestinn okkar og eiga með hon- um glaða stund, ásamt frú 'hans og börnum og tengdamóður. Eftir hartnær fjórðungs aldar samveru þurfa nú að skiljast leiðir, það er vegur lífsins, og það er stundum þyngsta þrautin í lífinu að þurfa að skilja. Okkur er söknuður í huga í kvöld af því þetta er skiln- aðar stund. Þegar við rennum huganum yfir árin liðnu og minn- umist hans, .sem staðið hefir í brjósti fyikingar í 22 ár, hans sem alt af hefir verið svo bjartsýnn GRETTIR STERKI. f f ♦> ♦♦♦ Kveðja frá Glenboro sðfnuði mælt fram í samsæti séra Fr. Hali- grímssonar og frú Bentínu í Glen- boro 13. apríl 1925. (J. J. Ander- son hðfundur). Margs er að minnast menn þá hljóta að skilja Margbreyttum lífsins vegamótum á, Sameinumst öll með einum hug og vilja, yður að votta þakkarorðin fá. Þökk fyrir ljósið lífkröftuga og bjarta. léstu það tendrað inst í vorri sál. þakkir vér færum þér af Öilu hjarta. þitt fyrir hugljúft hreimi fegrað mál. Leiði ykkur gæfan góðu hjón og börnin gjörvalla yfir lífs ófarna braut Himnanna faðir veri ykkar vörnin, virðing og heiður falli í ykkar skaut. Fjallkonan aldna fagni kærum syni, fegurstu blómum strái veginn á. Eignist þið marga eðallynda vini í öllu starfi sem að treysta má. og friðelskandi, hans, sem hefir altaf gjört hlýtt og bjart kringum sig, Ihvar sem hann hefir verið og hvað sem hann hefir farið, hann sem reglulega hefir flutt okkur boðskapinn æðsta, sem á jörð er hægt að Ibloða, með þeirri einurð, djörfung og mælsku, sem svo mjög hefir auðgað hverja einustu sál Oss er söknuður í hug, einlægur söknuður, því hverri einustu sál þykir vænt um hann. Hann hefir verið góður, íslenskur drengur, sannur íslenskur drengur ,og í endurminningunni mun hann lengi lifa 1 sálum fólks hér á þessum stöðvum. Mér dettur í hug fagurt íslenskt kvæði, sem við getum öll sungið, sem hér sitjum, eftir, þegar heið- ursgestirnir fara. Það er “Svan- urinn” eftir Steingrím Thorsteins- son. Hvert svífið þér svanir af ströndu með söngvum í 'bláheiðan geim? Eg sé það af öllu, þið ætlið í ósýnis fjarlægan heim. Vér erum þín sakleysis svanir vor samvista tími nú dvín, vér förum með klökkvandi kvaki og komum ei framar til þín." Með augunum ykkur eg fylgdi og alt af bárust þið fjær, í bláinn með blikandi vængi og burt dóu sönghljóðin skær. En síðan við hlust minnar ®álar af söng yðar blítt hefir eymt, sem heyrði’ eg úr himneskri fjar- lægð. “Vér höfum ei alveg þér gleymt. Þið kvödduð og komuð ei framar með kliðinn, sem lengst hefi eg þreyð. En, svanir kemst eg þá til yðar, ef ómurinn vísar mér leið. Sðngfuglarnir eru að flytja iburtu til sól-landa fagurra, sum- arið langa og ibjarta er liðið, við heyrum ekki raddirnar kæru, að- eins óminn í fjarska. Við sitjum döpur í bragði, það er haust í sálu okkar, við söknum. En endurminn- ingin er kæra Ijósið, sem sungið var inn í sálu okkar um langa sumartíð gerir bjart í kringum okkur og verður okkur veganesti langan áfanga, við biðjum fyrir þeim, sem gerði okkur lífið bjart- ara. f f f f Afrendur um andans megin, afl og þrek að fornum sið. Merkisberinn vísar veginn, að víkingshjartans sólarhlið. Islendingsins aðalsmerki, - efst við hún bar Grettir sterki. Ávalt geymir íslenzk tunga oröin hvöss og vitur svör. Benti’ hann fast þann bogann þunga, er bersöglinnar varpar ör. Því var hann aldrei þar í rönnum, er þrælar skipa giftumönnum. Snemma gjarn til víga varö hann, vægði aldrei ^il við neinn. Hann bar aldrei hlut sinn skarðann hvort þeir sóttu’ hann fleiri’ eða einn. Framdi ei víg að fyrra bragði, fátt til manna jafnan lagði. Aldrei fylti’ hann flokk hjá mönnum. sem færa’ aS högum smælingjans. En oflátum og ofsaglönnum uggur stóð af saxi hans. Þeir sigruðu’ hann ei meS eggjum hreinum, en unnu’ hann loks meS slægð i leynum. Öfund, hræðsla’ og hatur manna hneptu viðjum Grettis fót. I útlegð jafnvel engir kanna svo örðug spor á Heljar mót. Atgerfi’ er ei greitt um gjöldin, er glimir hún við myrkravöldin Aðalsök aS útlegðinni var eldsókn fyrir granna hans. Þeir eiga fæstir örugg kynni, eldsækjendur þessa lands. , Fleiri’ en Þórir þangaS vitja, er þýmennin að dómum sitja. Á Bjargi frónsku bjó þó móðir, bjargvættur, er syrti aS, og Illugi, sá eini bróðir,, er orði slíku markar stað. Að ganga í sekt og líflát líða þeir láta af trygðum flestir bíSa. Island vill, að enginn flýi , ættland sitt, er líkist þeim. Og þú 'líka áttir vígi óskasonum þínum tveim. HefSu þeir þræl ei haft til ráða, þá hefði Drangey geymt þá báSa. Annáll Fróns mun ávalt greina Önguls grimma níðingsverk. Hver fékk betri bautasteina, en björg þín, Drangey, há og sterk. Geymd eru tök, er Grettir reisti, greypt í berg hin frónska hreysti. Hlætt er eik við eyðirjóður, sem örast vex og þróast bezt, því að himinháan gróSur hefir naðran leikið verst. IUgresið hún meira metur, í myrkri og leynd hún þróast getur. Gunnar Sigurðsson, —Morgbl. (frá Selalæk.j ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ f T ? ? ? ? ? ? ? ? x ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? X ? ? ? ? ? ? ♦;♦ Ræða flutt í kveðjusamsæti, sem Glen boro söfnuður hélt séra Fr. Hall- grímssyni og frú Bentínu í N. W. Hall á mánudagskvöldið 13. apríl s. 1. Flutt fyrir hönd safnaðarins af forseta safnaðarins G. J. Ole- son Oft hefi eg verið hér á þessum stað og séð fjölda fólks hér sam- ankominn, en aldrei fleira heldur en nú í kvöld, og oft hefi eg séð broshýr andlit og hreinan svip. en aldrei viðkvæmari ánægjusvip heldur en á andlitum fólks hér í kvölld. Það er eins og það sé sam- Skemti fólk sér fyrst góða stund * bland einlægrar gleði og einlægs Eins og fjöllin gnæfa yfir slétt- lendið eins gnæfa sumir einstakir menn yfir fjöldann. Eg þekki ekki fjöll, en eg sé þau í anda há og tignarleg. Maðurinn stendur með lotningu og undrun og horfir upp til þeirra, svipuð tilfinning vakn- ar hjá manni, þegar hann horfir upp til stóru mannanna, hugsjóna- mannanna, andans manna, mann- anna, sem kraftaverkin vinna. Heiðursgesturinn hérna í kvöld er einn af stærri mönnunum, hug- sjón^imðnnunum. Við sjáum ’naun í anda þegar hann var ungur og stóð og horfði út á hafið annars vegar, upp til fjallanna ti!rna»'legu hinsvegar, hafaldan söng við steinana og kvað sigurljóð. Fjðll- in í sumarskrúða bentu móti him- insins sól og teygðu sig upp í him- inblámann. Hann var hugfanginn, hann langaði *— langaðí að kom- ast upp í hlíðarnar upp á hæsta tindinn og út yfir hafið, hann langaði að vinna stórt verk og hann setti markið hátt og hann hefir stefnt að því. Hugsjóna- fjallið hefijr verið honum fyrir augum, hann hefir klifað hjalla af hjalla, þó mörg sporin hafi ver- ið erfið og þung, þá hefir ^hann ekki snúið af leið, og nú er hann kominn hátt í fjallið, nú er sigur- inn vís, nú eru æskudraumar hans að rætast, þessvegna er gleði í huga okkar í kvöld , af þeirri á- stæðu er gleðisvipur á andlitum allra hér. Við samgleðjumst honum og frú Bentínu í hvert sinn er sig- ur fáninn blaktir, en sérstaklega við þessi tímamót á æfi þeirra, nú, er þau eru að fara heim. Heim á fornar stöðvar, heim til æsku-vina og ættingja, heim til þess að vinna meira og stærra verk í víngarðin- um. “Við Babel fljót þar sátum vér, og grétum og miiitumst Ziönar. Á pílviðina þar hendum vér upp gýgjur vorar.” Stundum hefir ykkur flogið í hug þessi orð sálmaekáldsins. Oft hefir hugurinn stefnt heim, óef- að þangað sem vaggan stóð. Vér samgleðjumst ykkur öll af hjarta nú þegar svo margar óskir ykkar og æskudraumar eru að rætast. Vér óskum þess af heilum hug að leiðir ykkar verði blómum stráðar heima á ættjörðinni, vér óskum þess að vonir ykkar hinar björt- ustu meai rætast, vér toiðjum að ykkar tímanlega velgengni vcrði mikil og farsæl og bin fagra tðfra- dís hamingjunnar brosi ávalt við ykkur. En þegar eg seg> að vér óskum þess sem eg nú toefi sagt, þá er það ekki vor dýpsta ósk. Vor sterkasta og toesta ósk er það að presturinn okkar, sem haldið toef- ir merkinu hátt á lofti hjá okkur í hart nær f jórðung aldar, megi ná sterkum tökum á hug og hjarta hinnar íslensku þjóðar, að honum megi auðnast að beina heilnæmum Kristindómsstraumum inn í starfslífið og inn til fólks- in® í hans nýja verkahring á ætt- jörðinni. Að hann megi vinna sterkan toug á vantrúnni, toeims- elskunni og hégómagirni, sem óef- að á sér þar djúpar rætur, eins og víðast annarsstaðar í toeiminum. Vér toi^jum þess að hann verði sterkur og auðnist að vinna mik- inn sigur Guði til dýrðar. Það er ein vor dýpsta ósk. Þetta er gleðistund hér í kvöld því maðurinn, sem við erum að kveðja er gleðinnar toarn, þar sem hann hefir verið hefir gleðin setið í öndvegi. Þetta er Iíka alvöru- stund, því hann hefir líka verið alvörumaður og hefir flutt okkur marga alvöru hugvekju og sýnt okkur alvöruhliðar lífsins. Mér dettur í hug í þessu sam- Tiandi hin undur fagra saga úr postulasögunni, er þeir Pétur og Johannes gengu upp í musterið í Jerúsalem og þar sem við fögru dyr helgidómsins lami maðurinn, ölmusumaðurinn leit til þeirra bænaraugum og bað um ölmusu; og Pétur sagði þessi ógleymanlegu orð: “Gull og silfur á eg ekki, en það sem eg hefi það gef eg þér í nafni Jesú Krists frá Nazaret, stattu upp og gakk.” Séra Friðrik hefir ekki safnað jarðneskum auð hér hjá okkur og þegar hann nú fer á braut, og heim til íslands, hefir hann ekki gull og silfur að miðla þjóð sinni, og þegar hann gengur til muster- isins, og mætir við fögru dyr helgidlómisins íslensku ölmusu- manninum, halta, blinda og daufa manniinum, andl. og líkaml. þurfa- manninum og þeir líta til hans biðjandi augum, þá veit eg hann segir eins og Pétur: “Gull og silf- ur á eg ekki, en það sem eg hefi, það gef eg þér í nafni Jesús Krists frá Nazaret, stattu upp og gakk.” í nafni meistarans, haltu merkinu hátt á lofti og trúðu á mátt sann- leikans og réttlætisins, og hann biður að þeir verði heilir, að augu þeirra opniflt fyrir sanpleiks ljósi, að eyru þeirra verði meðtækileg fyrir orð sannleikans, sem mælt er fyrir munn hans, sem æðstur er allra, og hann biður að þeir verði styrkir og geti gengið öruggir móti erfiðleikunum í baráttu lífs- ins og sigrað. Enga bæn höfum vér betri en þá, honum til handa, en að kraft- urinn mikli og guðlegi, sem Pétur átti yfir að ráða, verði aflið til sigurs í sálu hans í hans nýja verkahring, að orðunum, sem toann talár fylgi kraftur til sigurs og tolessunar íslemskum einstak- lingum, og íslenskri þjóð. Einskis getum vér óskað honum heilnæm- ara en þess að hann geti markað ný tímamót á hinu andlega sviði þjóðarinnar og unnið kraftaverk. Á sviði stjórnmálanna er ekk- ert emtoætti veglegra en ræðis- manns embættið, sá maður, sem hefir hæfileika og öðlast það em- bætti að verða ræðismaður eða sendiherra sinnar þjóðar hjá er-! lendri þjóð, getur unnið mikið og gðfugt verk, hann getur dregið saman hugi þjóðanna, kent þeim að elska hver aðra og meta hver aðra, og margt og margt fleira. En að vera ræðismaður veraldlegs ríkis er smátt í samanburði við það að vera ræðismaður konung3- ins mikla og kenna fólki að sýna honum hollustu og elsku. Ekkert emtoætti er veglegra en það. Þá stöðu hefir vinur okkar heiðuns- gesturinn hérna í kvðld öðlast og kosið sér, og á því sviði unnið stórt og mikið verk. Einskis framar viljum vér óska honum en þess að hann verði sterkasti, áhrifamesti og einlæg- asti ræðismaður guðsríkis á ís- landi. Vér vitum að hann hefir hæfi- leikana, vér vitum að hann hefir viljann, vér vitum að guð gefur honum kraftinn og vér vitum að óskir okkar munu rætast. Nú þegar vegir eru að skilja af því að vér erum einlægir pá óskum vér honum ekki of mikils hóglífis og ekki of mikilla verald- argæða, vér óskum ekki að allar torfærur verði teknar af leið hans, því í gegnum stríð er leiðin til sigurs. Þar sem stríðið er mest, þar er sigurinn stærstur. í eldin- um prófast gullið, á orustuvellin- um er tækifærið að sýna karl- menskuna og vitið. Eða eins og Einar skáld Benediktsson segir: “Þar sem hel og líf börðust harð- ast í landi, hæstur, mestur reis r.orrænn andi.” Vér óskum ekki að vinur vor heiðursgesturinn þurfi aldrei á hólm að ganga, en vér óskum þess af heilum og hreinum hug, að í hvert sinn, sem toann þarf á hólm að ganga, að hann gangi sigri- hrósandi af hólmi, ísl. kristni til vegsemdar. Eg sagði áðan aÖ séra Friðrik hefði ekki safnað jarð neskum auði hér vestra, en hann hefir safnað auði, sem mölur og ryð fá ei grandað, hann hefir á- unnið sér vinsældir og virðingu manna., og hann fer nú toeim til íslands eftir nær 22 ára dvöl, með hjörtu allra íslendinga hér í þessum söfnuðum og fjðlda margr annara þjóða manna og ís- lendinga víðs vegar um þetta mikla meginland, Ihann hefir unnið þau — hjörtun — með framkomu sinni prúðmannlegri, og hæfileik- um, hjörtu með mðrgum góðum og göfugum tilfinningum, hjörtu mannlunduð, hjörtu full af ís- lenskum drengskap. Þegar vér minnumst séra Frið- riks þá jafnframt minnumst við hennar, sem hans hefir verið önn- ur hönd ðll þau ár, sem starfs- sviðið hefir verið hér hjá okkur. Konungurinn kemst ekki langa leið til sigurs í ríki sínu, ef drotningin er ekki við hlið hans og hjálpar til að velta steinunum úr leiðinni. Maðurinn á konunni oft meira að þakka af velgengni sinni en margur gjörir sér í hugar- lund. Frú Bentína á sinn mikla þátt ‘ sigurför og velgengni mannsins síms, því má ekki gleyma, Ihún toef- ir lagt sinn óskarðan tolut til fé- lagsmálanna í prestakallinu, og hún hefir áunnið sér vinsældir, er eiga sér langan aldur. Eg þakka þeim hjónum persónulega fýrir alla vinsemd, allan kærleika og alt Ijósið og sðmuleiðis fyrir hönd Glentooro safnaðar, vér þökkum öll fyrir árin mörgu og tojörtu, sem að baki eru, og vér ðll biðjum guð að tolessa heiðunsgestina til dag- anna enda. SUM AR EXCURSIONS í SUMAR-FRÍINU VESTUR AD HAFI •72 Vanoouvei*, Victoria og annara staða frá Winnijieg og lieim. A þessari leið sjáið þér Banff, ijake Ixiuis og Emerald I.ake Seldir dagiega frá 15. Ma tU 15. Sept. AUSTUR CANADA Með jámbraut aUa Ieið oða braut og vötnum. Canadian Pacific Gufuskip Frá Fort William eða I'ort Arthur Mlðvd. og LaugtL til Port McNiooll, og Fimtd tll Owen Sound. pRJAR RESTIR DAGLiEGA FRA HAFI TTL IIAFS innibindur Trans-Canada Limited llina skrautlegu Svefnvagna-iesC. (fyrsta lest 19, mai)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.