Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 4
'BLs. 4 LÖGBERG, íIMTUDAGINN 14. MAl 1920. Jogbcvg Gefið út hvem Fimtudag af The G>1- ambia Preu, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. T.I.Lm.ri N-6327 o* N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Ijtanáakríft til blaSrín.: TKE C0LUMBI4 PHE88, Ltd., Bo* 3171, HHnnlpog. K|an. Utanáakrift ritstjóran.: EOtTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpsg, R(an. The “Lögberg" ls prlnted and publlsbed by The Columbla Press, Llmlted. ln the Columbla Buildlng, 695 S&rgent Ave , Wlnnipeg, Manitoba. öldinni sendu aðalsmennirnir ensku syni sína á Edinborgar háskólann, til þess að auðga anda sinn.” Ef vér viljum bera saman skólalífið á nítj- ándu öldinni við það, sem nú er, þá er ekki hægt að komast hjá því að sjá, að alvaran, bæði hjá skólalýðnum og eins kennurum, hefir minkað, og það að stórum mun. Með undrun höfum vér veitt eftirtekt skólalífimj hér umhverfis oss— og þegar vér segjum skólalífinu, þá eigum vér einkum við æðri skóla, sem hefja skólaár sín að haustinu, flestir í október, og er skólaárið þá sjö mánuðir. Svo mætti virðast, að af þeim tíma veitti ekki til þess að ná tökum á náms- greinum þeim, sem nemendurnir eiga að læra. En í stað þess að nota þann tíma vel og sam- vizkusamlega, þá hafa nú til dæmis við háskól- ana' hér í Winnipeg að undanförnu, tveir mán- uðir gengið í gáleysi, fánýt veizluhöld og boð, sem kennararnir sjálfir standa oftast fyrir, og er slíkt naumast framför frá því, sem áður var. Aftur eða fram. Þessi spurning ætti að vera sí-vakandi í huga allra manna. Menn ættu sífelt að vera að staldra við og gá til átta—vera. alt af við og við að athuga, hvort þeir stefna í sólarátt. En þó eru það sérstök tímabil, svo sem haust og vor, áramót og aldamót, sem einkum kref ja hugsandi menn til reikningsskapar. Fyrir tuttugu og fimm árum síðan lifðum vér aldamót. Er það merkis viðburður í lífi manna, enda mintu leiðandi menn þjóðanna skýrt og ákveðið á þörfina til reikningsskapar, og hvöttu menn til framsóknar á hinni nýju öld, svo hún mætti færa mönnum meiri ánægju, meiri fegurð og meiri kærleika, en öldin gamla. — Einar Benediktsson sagði: “Láttu frækorn lifna’ og dafna, láttu þau vaxa og eining þeim safna. Skapaðu’ úr klakanum læk og lind og lífsins flóð úr jökulsins serki. (tlæddu í brjóstunum bróðerni’ og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnmæum anda, en horfðu í náð á alt kúgað og lágt. Ljómaðu’ í hjörtunum ljóssins merki, hjá landslýð, hjá valdsmanni’ og klerki.” Tuttugasta öldin hefir meira en sýnt sig — fjórðungur hennar er liðinn, svo hún hef- ir nú fengið þann svip, sem nokkuð má af ráða, hvað hinir þrír muni hafa að færa. Og ef vér mcnnirnir vildum ganga í strang- an reikningsskap frá þeim sjónarhóli og svara svo þeirri spurningu hreinskilislega og af allri einlægni, hvort að vér höfum grætt eða tapað á þeim aldarfjórðungi, sem nú er þegar liðinn, hvert myndi þá svarið verða? Vér ‘oúumst naumast við, að í því efni mundu menn verða sammála, eða að menn gætu verið sammála, því aðstaða manna og útsýni er svo misjafnt. Því það, sem einum er til ánægju, er öðrum til angurs, og mundu því svörin ærið niisjöfn og ósamhljóða. Eitt má þó benda á, sem allir þeir, er nokkiið þekkja til, munu verða sammála um, og það er, að fólk er yfirleitt hraustara nú, en það var á nítjándu öldinni; og er það í rauninni undir- stöðuatriði undir vellíðan manna og farsæld, sem er eftir alt aðal atriðið. Það er miklu meira framleitt í heiminum nú, en gjört var á fyrsta fjórðungi nítjándu aldarinnar. Sumir munu benda á það sem framför, en hún er vafasöm, því fyrst og fremst fylgir sá ókostur o&s mönnunum, að eyða því meiru, þess meira sem vér höfum undir hendi, svo ekki að eins mikið af auði fer alveg for- görðum, heldur líka tæmast auðsuppsprettu- lindir náttúrunnar um skör fram, án þess að á því sé bein þörf. Þægindi hefir öldin fært oss—notkun raf- aflsins, bifreiðanna, flugvélanna, radíóanna, og margt fleira, sem nefna mætti, sem þótt alt hafi sína vankanta, væri ekki rétt að segja að væri afturför. Það sem þessi aldarfjórðungur hefir sýni- lega magnað, eru skemtanirnar. Skemtana- þrá fólksins er orðin nærri því takmarkalaus, og krefst ekki að eins stórkostlegra útgjalda, heldur hefir leitt til þess að gjöra heimili manna óskemtilegri og óuppbyggilegri, en þau voru áður, og veikt áhrif þeirra tilfinnanlega á margan hátt; og þar við bætist, að manni virð- ist að óánægja fólks hafi haldist í hendur við skemtanaþrá þess. Hvað er um mentamálin? Hefir þeim far- ið fram eða aftur á þessu tímabili? Það hefir löngum kveðið við hér í Ameríku, að menta- mála fyrirkomulag vort væri það fullkomn- asta í heimi. Fyrirkomulagið er veigamikið og svo þungt, að menn stynja þungan undan því, það er að segja þeir, sem eiga að borga fyrir brúsann. En nú á síðari árum, einmitt þeim fjórðung, sem af er tuttugustu öldinni, hafa menn kvartað sáran undan því, að ment- uninni sé tilfinnajega ábótavant, að hún sé böld eins og steinveggir skólanna og nái ekki því takmarki, að gjöra náms- eða mentafólkið víðsýnna, kærleiksríkara og betra fólk. Tilfinning þeirri, sem ríkir nú yfirleitt hjá þeim, sem bezt sjá og skilja og gaum gefa mentamálunum, er, að oss finst, vel lýst af prófessor Sarolea í ræðu, er hann hélt í há- skóla Edinborgar ekki alls fyrir löngu. Hann komst svo að orði: ‘ ‘ Skotar senda syni sína til Oxford og Cambridge, með fram sökum þess, að þeir álíta, að þeir, er mentun fái við þær stofnanir, muni rijóta meira álits í fé- lagslífi þeirra, sem hátt eru settir. A átjándu Kirkjan hefir heldur ekki farið varhluta af losi því, er á menn hefir komist. Hin fasta eða ákveðna stefnu innan hennar er lömuð. Hóparnir stærri og smærri hafa verið að halda sinn í hverja áttina, síðan. um miðja nítjándu öld. Siðum hennar, venjum og kenningum hef- ir verið kastað og menn hafa látið tilbreyting- arnar og nýjungarnar flytja sig frá hinni fyrri trúarfestu, þar til sumir þeirra, já fjölda margir vita ekki lengur hvert stefnir. Og nú við þessi aldarfjórðungsmót kvarta leiðtogar hennar um sundrung, sem erfitt sé að sam- rýma, og meiningarleysi, sem deyfi alla trúar- meðvitund manna. Enn er eitt, sem flestir munu verða sam- mála um að einkenni þennan aldarfjórðung, og það er lausung í stefnum svo mikil, að það er eins og skorið hafi verið á flest þau bönd, er áður héldu mönnum saman svo að þeir gátu beitt þunga sínum sameiginlega til góðs, eða þá til ills, og að menn líti nú bölsýnisaugum á alt, sem áður var. Feður vorir litu vonbjörtum augum fram í tímann og treystu því, að vísindin mundu gjöra mennina betri, létta sársaukann og auka þekkinguna. Og þeir höfðu sæmilegar ástæð- ur til þess, því þeir gátu ekki séð fyrir . hug- sjónahvarf það, sem alt í einu velti sér yfir þjóðirnar, og sem nú fyllir huga manna böl- sýnis, hvort sem að menn vilja við það kann- ast eða ekki. Merkur fræðimaður í Evrópu komst svona að orði nýlega: “Keipar er átrúnaðargoð list- arinnar. Aflið er iðnaðarguðinn. Vestræna menningin er nú til að sjá sem skip, þegar skips- höfnin hefir neita að hlýða leiðsögumanninum og rekur á hliðinni fyrir falli og vindi út í ó- þekt og ókönnuð höf.” Vér segjum ekki, að öll þessi umbrot séu skaðleg. Vér segjum ekki, að þau séu boðberi hnignandi menningar eða menningarhruns. Þau geta líka verið fyrirboði nýs tímabils, þegar ólgunni lægir og eldur ósamkomulags- ins hefir brent bölsýnið úr sálum mannanna. Ef leggja skal á metaskáJar það, sem af er tuttugustu öldinni og síðasta fjóriðung nítj- ándu aldarinnar, þá mundi maður íreistast til þess að segja, að það, sem mælt verður í lífi manna með gnvér ,ða æk—- an haö H æði þjóðanna með tölum, eða í skýrslum sýnt, hafi þyngst á þeim parti tuttugustu aldarinnar, sem liðinn er. En um hitt, sem ekki verður á þann veg mælt — hinn andlega þroska, sem þó er aðal framtíðar vonin—, getur maður ekki ver- ið eins viss. Hús úr gleri. Hver myndi hafa trúað því, fyrir svo sem hundrað árum síðan, að það ætti fyrir mönn- um að liggja, að búa í glerhúsum nokkuð al- ment? En það breytist margt á hundrað árum, og jafnvel miklu skemmri tíma. Nú, eru menn í alvöru farnir að tala um þetta, og meira, menn eru bláít áfram farnir að byggja slík hús, og þar með sýna, að þetta er meira en draumur. Það er sagt, að stórbygging ein í Berlín sé bygð úr stáli og gleri Altítt er að sjá yfir vermireiti gjört með gleri, og í sumum tilfellum eru þau hús bæði stór um sig og há. Eitt þeirra gefur að líta í Assiniboine skemtigarðinum í Winnipeg, og er það hitað upp með gufuleiðslu á veturna, í hvaða kulda sem er, og yeitist ekkert erfiðara að hita það, en önnur hús. Sagt er og, að auðmaður einn í Buffalo í Bandaríkjunum, hafi undanfarandi búið í einu slíku húsi, og að menn hafi fyrst hent gaman að því uppátæki hans, að fara að byggja hús úr gleri. Hvernig ætti svo sem að fara að því að athafna sig í slíku húsi, sem allir gætu séð í gegn um? spurðu menn og brostu í kampinn. En þessi auðmaður sinti því engu. Hann lét byggja hús sitt, flutti í það og hefir haft sína hentisemi þar í fleiri ár. Og nú eru menn farnir að sýna ferðafólki hús það, sem einn af skraut- og merkisstöðum borgarinnar. En þrátt fyrir það hafa menn alt af litið á gler- hússhugmynd sem óframkvæmanlega, eða þá svo fjarri almenningi, að um hana gæti ekki verið að ræða, nema þa ef til vildi fyrir stór- auðugt fólk. En nú er kominn fram maður í Bandaríkj- unum, sem ekki að eins segist skuli ráða þessa glerhúss-gátu, beldur hefir beinlínis gjört það. Hann heitir G. A. Shields og á heima í Columbus, Ohio. Hefir hann nú þegar bygt eitt slíkt hús til sýnis. Mr. Shields byrjaði á því, að búa til vélar, sem móta glerið í þeim stærðum og á þeirri þykt, sem með þarf. Næst var að komast upp á aðferð til að lita það, og hefir hann, að því er sagt er, náð því takmarki, svo að glerþynn- urnar geta menn fengið með hvaða lit sem þeir kjósa sér, grænar, rauðar, gular, bláar, eða þá með einhverjum öðrum litum, sem enn eru þeim geðfeldari. Þessi glerhús eru bygð á svipaðan hátt og önnur hús. Fyrst er kjallarinn grafinn og bygður annað hvort úr steini eða steyptur úr sementi. Þegar hann er orðinn nógu hár, eru uppistandarar annað hvort úr stáli eða úr tré, settir ofan á hann alt í kring og festir með skrúfboltum, sem ganga ofan í kjallaravegg- inn og eru fastir þar. 1 þessum uppistöndurum, sem eru með þrjátíu þumlunga millibili, er gróp, Sem gler- þynnan fellur í, og er þynnan þrjá áttundu úr þumlungi á þykt, og getur verið eins há eða íág og verkast vill, eða eftir því sem hæðir húsanna krefjast. Svo er ekkert annað en að reisa glerplöturnar upp á endann, leggja þær í grófina á milli stafanna, eða uppistandar- anna og loka þeim, og er það svo fljótlegt verk, að tveir menn geta reist hvert meðal hús á stuttum tíma, undir þak. Þakið, sem menn geta haft úr sama efni, eða þá úr við, er nokk- uð seinlegra að leggja, en gólf og milligerðir allar má byggja á sama hátt og húsið mjög fljótlega, og er þá. húsið fullgert, nema vegg- irnir að innan, sem glerþynnur eru lagðar á milli uppistandaranna, eins og að utan. Þessi húsagerð hefir auðsjáanlega margt til síns ágætis, ef hún reynist nothæf, sem ekki er nein ástæða til þess að efast um. í fyrsta lagi eru slík hús miklu ódýrari en þau, sem bygð eru úr timbri. Telst Mr. Shields svo til, að það muni einum fimta parti, sem glerhúsin eru ódýrari, og þegar þau eru einu sinni kom- in upp, er viðgerð þeirra sáralítil. Það þarf aldrei að mála þau, aldrei hvítþvo eða pappíra þau og, það sem bezt er, þau eru að sjálfsögðu miklu heilnæmari bústaðir en almenn hús gerast. “When Sparrows Fall.” Svo heitir ný skáldsaga, sem Mrs. Lára Goodmann Salverson, skáldkonan íslenzka og alkunna, hefir nýlokið við, og sem nú er í hönd- um prentaranna. Þegar Mrs. Salverson sendi handritið til útgefendanna, fékk hún bréf frá gagnrýnendum þeírra, eða ritdómurtam, sem lýkur miklu lofsorði á söguna. Þeir segja, að hún sé afbragð, frágangur, stíll, meðferð efnis og mál, alt prýðis gott. Þrjú útgáfufélög hafa sótt um útgáfurétt á bók þessari, sem sýnir betur en nokkuð annað, að eitthvað muni vera í hana spunnið. Á samkomu mikilli, er trúboðsfélög í Cal- gary efndu til um síðastliðin mánaðamót, las Mrs. Salverson upp kafla úr þessari sögu, og í upphafi máls síns sagði höfundurinn meðal annars: “Þér hafið lykilinn að sögunni í nafninu, ‘When sparrows fall’ — þá frumhug- sjón, að ekkert sé tilgangslaust í tilverunni, og að ekki einn smáfugl falli til jarðar án guðs vilja, sem þar er notuð til þess að jninna hóg- værlega á umburðarlyndi. ” Sagan er látin fara fram suður í Bandaríkj- um og hefst um árið 1907. Söguhetjumar sum- ar era Bandaríkja Norðmenn. “Þær eru norsk- ar í húð og hár, og halda fast við hina lút- ersku trú sína.” Bókinni segir höfundurinn að sé skift í þrjá kafla. Fyrst, “Mas”; þá, “Flotti”, og að síðustu, “Söngur”. Um efni kaflanna skal hér ekki rætt; eftir því verða menn að’bíða þar til bókin kemur út, sem væntanlega verður snemma í haust, ásamt Ijóðum höf. — Þriðju bókina er Mrs. Salverson að skrifa. Er það skáldsaga, sem bygð er á sögulegum grund- velli og heitir “Leifur Eiríksson”. Hefir höf- undurinn haft þá sögu í smíðum all-lengi og er mikið verk. Mrs. Salverson er væntanleg til Winnipep í sumar, á allsherjar þing rithöfunda, sem haldið verður hér frá 25.—27. júní. Nokkur orð til Ný-íslendinga, Ti’lgangur minn með línum þessum er sá, a'ð vekja athygli manna í Nýja Islandi á því, að nú eru senn liðin 50 ár, siðan fyrstu landnemar þessarar bygðar stigu á land á Gimli. En það var 21. október t875! og tveim dögum síðar var fyrsta húsið reist á Gimli; mun það hafa verið fyrsta hús íslendinga í Manitoba. 1 nærri hálfa öld hafa Islendingar búið i þessari nýlendu, barist þar fyrir tilveru sinni og orðið að sigra fjölmarga örðugleika, sem því hljóta æfinlega að vera því samfara að setjast að í ókunnu eyðilandi. En þrátt fyrir allar sorgir og örðugleika á stundum, hafa þeir, sem heild, sigrað í baráttunni, og átt þar marga hamingjustund, og tengst trygðaböndum við landið, sem orðið er fósturland þeirra. En tilgangur minn með þessum línum er ekki sá, að fara út í það mál. Þannig er mál með vexti, að nokkrir menn á GimJi hafa látið í ljós við mig þá löngun sína, að íslendþigar í Nýja íslandi mintust þessarar fimtíu ára dvalar sinnar hér með hátíðahaldi, og var mér af þeim falið að vekja máls á þesSu. Samkvæmt því hefi eg ferSast um nýlenduna, leitt þetta í "tal viS ýmsa menn og fengið mjög góðar undirtektir allra þeirra. En með því að mér gat vitanlega ekki gefist kostur á að finna að máli nema að eins fáa, þá sný eg mér til blaðanna íslenzku og bið þau aö birta þessa áskorun. ÞEIR SEM ÞURFA KAUPI HANN AF The Empire Sash & Door Co. Limited OfTíce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒÐI :-: ALVEG FYRIRTAK Ef lít svo á, a8 bezta leiðin til þess að koma þessu máli í fram- kvæmd, sé sú, að fundir verði haldnir í hverri bygð, menn ræði þar márið og láti í ljós vilja sinn i þessu efni, kjósi síöan þriggja manna nefnd á hverjum stað til þess að riafa framkvæmd málsins til meðferöar. Allar nefndirnar ættu svo að koma saman á ein- hverjum hentugum stað í nýlend- unni, til þess að ræða málið. —-i Hlutverk þessarar nefndar yrði fyrst og fremst þaö, að ákveða, hvort gerlegt væri aö hafa þetta hátíðarhald; því næst, hvar hent- ugast eða sanngjarnast væri að það væri haldið; að staðurinn væri valinn þar, sem hægast yrði fyrir sem flesta að sækja mótið, og því næst á hvaða tíma hentugast væri að halda það. Þessi sameiginlegi fundur nefnd- anna mætti eigi vera haldinn miklu síðan en 31. þessa mánaðar. Tim- inn fer aö styttast og þolir málið því litla bið. Eigi afmælishátíð- in að fara myndarlega fram, og öðlast almenna þátttöku íslend- inga hér í Nýja Is'landi. En svo að eins getur oröið ánægja að slíkri sam’komu, að sem flestir sæki, bæði konur og karlar, og séu þess eimhuga, að styðja að gengi íyrirtækisins. Eins og kunnugt er, hefir þaö verið venja nú um mörg undanfar- andi ár, að hafa Islendingadag 2. gúst hvert sumar. Nú finst mér og mörgum fleirum, að það gæti komið til mála, að slá saman báð- um bátíðunum, 50 ára afmælinu og Islendingadeginum. Hið eina, sem mælir á móti því er, að þá yrði afmælisdagurinn haldinn ná- lega ‘þrem mánuöum fyr, en aftur á móti er 21. okt. svo seint að haustinu, að það er mjög vafasamt hvort hægt yrði að hafa útisam- komu um það leyti, slíka sem þessi mundi verða. Ejnn mætti minnast á, að kostnaður myndi mjög færður niður, ef dögunum yröi slegið saman, því eins og öll- um er ljóst, þá hlyti þetta að kosta allmikið. Annar ágúst er á bezta tíma ársins, fólk er vant við að halda hann hátíðlegan og sæk- ir hann yfirleitt. Dagurinn og staðurinn eru því tvö mikilvæg atriði í þessu máli, og væri því mjög æskielgt að nefndir þær, sem kosnar væru í hverri bygð, gerðu sér far um að kom- ast sem bezt eftir vilja almennings í því efni, og heföu þetta undirbú- ið fyrir fundinn, sem að mínu á- liti ætti ekki að vera haldinn síðar en í lok þessa mánaðar. Gimli, 6. maí 1921. Bergþór Thordarson. Frá Lundar. Þaðan sjást sjaldan fréttir í ís- lensku blöðunum. Það er þó al- íslenskasti bær sem til er utan fslands. Þar eru 452 íbúar og allir íslenskir nema 9. Þar eru þrjár almennar verslanir, viðar- verslun, Ibifreiðaverslun, kjötversl- un, verkfæraverslun og tvaer lyfja- búðir. Hver einasti maður, sem við allar þessar verslanir vinnur er íslenskur. Þar er einnig banki, og allir íslenskir, sem í honum vinna. Þar er stórt smjörgerðarlhús, í því vinna tómir íslendingar og hlýt- ur Lundarsmjör verðlaun í keppni við önnur smjörgerðar hús á hverju einasta ári. Þar er korn- mylna og þar er kassaverk'iiniðja, sem fjöldi manns hefir unnið við. Þar er áreiðanlega besta og reglu- samasta gistihúsið í öllu Norður- göngu fslendingar. Bærinn er raf- lýstur —eini raflýsti bærinn alla leið frá Winnipeg norður á braut- arenda — þar er kirkja, þar er ein líflegasta Goodtemplarastúkan í fylkinu með 80 manns og ,þar er háskóli. Þar er þingmaður kjör- dæmisins og oddviti sveitarinnar. Á Lundar er oft ýmislegt til skemtana þótt ekki sé í frásögur fært. iMig langar til að minna3t með fáum orðum á leik, sem var sýndur þar nýlega. Leikurinn heit- ir “Lighthouse Nan.” og er efnið þetta: Maður er nefndur Ikkaboð Buzz- er (nöldrari); hann er vitavörð- ur; kona hans heitir Moll ÍBuzzer; þau eiga tengdason, sem Indian Jim nefnist, kona hans, dóttir gömlu hjónanna hét Lísa Buzzer. Maður er nefndur John Enlow, hann er bankafélagsstjóri, auð- ugur maður; skrifari hans Iheitir I Ned Blake. Enlow á nýfædda dótt- ur. Til þess að afla sér peninga, stelur hann barni Enlows og ætl- ar að láta hann kaupa það út fyrir afarfé. Áður en það varð í fram- kvæmdum er Indían Jim tekinn fastur og dvelur í fangelsi fyrir þjófnað. Konu hans lízt ekki á blikuna, vill ekki hafa bæði börn- in og skilar sinni stúlku til En- lows en heldur dóttur hans. En- low veit ekki annað en þetta sé dóttir sin og elur hana upp í alls konar dýrð; hún heitir Hortence. Vitahjónin ala upp dóttur Enlows, sem þau kalla Nönnu, hún veit ekki annað en að hún sé dóttur- dóttir þeirra. Ned Blake. skrifari Enlows er oft hjá vitafólkinu í sumarfríi sínu; hann kynnist Nönnu, kennir henni að lesa og fellur hún vel í geð. Eitt sumarið þegar hann er þar úti, koma nokkrir kunningjar hans að heim- sækja hann; þar á meðal Enlow húsbóndi hans, enskur greifi, sem Arthur Choke hét, Hortence dótt- ir Enlows o" Sara systir greifans. Enlow kynnist Nönnu, (sem var dóttir hans), fellur hún vel í geð og býðst til að kosta hana í skóla. Indian Jim segir Hortence frá leyndarmálinu; henni verður illa við, því ef það kemst upp hver hún er, þá hrapar hún í tigmnni og verður bara dótturdóttir vita- varðarins. Hún mútar því Jim til þess að ná sönnunargögnum, sem vitavarðarkonan hafði fyrir þessu, en Nanna kemur í veg fyr- ir að þetta takist. Svo vill til seinna, að Nanna kemur í jóla- fríinu að heimsækja Enlow vel- gerðamann sinn. Hortence vill ekki líða hana á heimilinu; hún var stolt og stærilát og fyrirleit alla fátæklinga. Um þa? leyti var hún líka að giftast enska greifan- um án þess að faðir hennar vissi. En Ned Blake var trúlofaður Nönnu. Hann grunar að eitthvað sé ekki með feldu og sendir eftir vitaverðinum og konu hans. Gamla konan hugsar sér gott til glóðar- innar og hefir með sér sannana- gðgnin, en áður en hún finnur iBlake nær Hortence í hana og borgar henni $500 fyrir skjölin. Hún þeytir þeim í eldinn en í því kemur Blake og nær þeim. Kemst nú alt upp um stúlkuskiftin, en Enlow gerir það fyrir grátbeiðni Hortence að segja ekki greifanum frá því. Þau greifinn og Hortence fara til Englands, en Blake og Nanna giftast. Vitavörðurinn, sem er regluleg rola og blátt áfram í vasa kon- unnar sinnar, lék Victor Hinriks- son lyfsali; konu vitavarðarins, afskaplegan varg og misendis- kvendi lék ungfrú Aldís Magnús- son pósthússtúlka. Nönnu, bráð- gáfað villidýr í vitanum og sið- prúða námsmey í skólanum lék Manitoba. í þessum þremur síðast- tóldu stofnunum vinna líka ein- Óbrigðul Trygging Nótt og dag, árið út og árið inn, tryggir lífsábyrgð heim- ilið og fjölskylduna. Lífsábyrgð er þýðingarmesta eignin. sem nokkurt heimili getur geymt innan vébanda sinna. Mörg önn- ur verðmæti tapa gildi sínu, en lífsábyrgðarskírteini er ávalt í fullu gildi. Þegar vér veitum því atihygli, hve stórar fjárhæðir hafa tapast í hinum og þessum áhættu fyrirtækjum, þá hryggir það oss að slíku fé var ekki varið til að kaupa fyrir lífsálbyrgð. The Mutual Life Assurance Co. of Canada 306 Lindsay Bldg. Winnipeg, Man. O. W. ROBBINS, General Agent. John Sigurðsson, ísl. umboðsm. banK st.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.