Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.05.1925, Blaðsíða 6
Ö\J. 6 LttGBERG FIMTUDAGINN. 14. MAÍ 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. “Maðurinn gaf nafn sitt, og hinn horfði á hanr. spyrjandi augum. Foringinn gat ekki varist íþví að ibrosa að því sem kom fyrir næst. Yfirforinginn kom sjálfur út í hendings kasti með báðar hendur útréttar. “Nei, sem eg er lifandi maður! Það er þá Brins- made. Komdu undir eins inn og fáðu þér að borða. Piltunum þykir víst vænt um að sjá þig. Eg skal senda og láta segja Grant, að þú sért kominn. Það er þér að þakka, Brinsmade, og vinum þínuip, sem eru í heilbrigðisnefndinni, að við erum ekki alÞr dauðir fyrir löngu úr hitasótt og af óhollu fæði.” Andlitið á honum varð alt í einu alvarlegt. “Eg býst við að margir af piltunum séu veikir núna,” bætti hann við. . “Eg kom hingað til þess að gera það sem I mínu valdi stendur,” svaraði Brinsmade alvarlegur. Mig langar til að fara gegnum alla spítalana til þess að sjá, hvort hjúkrunarkonurnar okkar eru ^pð gera skyldu sína, og hvort að öllu er rétt útbýtt, “Það skalt þú fá að gera og það undir eims,” svaraði hershöfðinginn. Hann hætti óðar við það sem hann var að gera, og þeir gengu báðir saman inn í sjúkraskálana, þar sem margir lágu fárveikir af hitasótt. Gesturinn varð forviða af að heyra hershðfðingjann ávarpa hvern sjúkling á fætur öðr- um með nafni, og hann hafði eitthvað hughreyst- ingarorð á reiðum höndum fyrir hvern^mann! en sjúklingarnir horfðu longunaraugum á eftir honum er hann gekk burt frá þeim. “Þetta er vesalings Craig,” sagði hann, undirforingi í þriðju deildinni frá Michigan. Þeir segja að hann muni ekki geta lifað. Og þetta er Olcott úr elleftu herdeildinni í Indiana. Það vildi eg að Guð gæfi,” hrópaði hers- höfðinginn, þegar þeir voru komnir út, “að sumir (bómullar-kaupahéðnarnir ftengju hita»sóttina. Þeir halda heilsunni, vargarnir þeir arna! Heyrðu Brinsmade, hann var úr sama bæ og þú, maðurinn, sem lét mig aldrei hafa stundlegan frið í Memphis um daginn. Eg varð að hafa heilan hóp af hermönn- um til þess að líta eftir honum.” “Hvað heitir hann?” spurði Brinsmade. “Hopper!” hrópaði hershöfðinginn reiður, EHp- halet Hopper. Kg gleymi iþví ekki meðan eg lifi. Hvernig í fjandanum fór hann að fá leyfi? Hvað eru þeir að hugsa í Washington?” "Mig undrar á þessu,” sagði Brinsmade. Mér hefir alt af virst hann vera mesti meinleysismaður, og eg held að hann sé meðlimur i söfnuði.” “Já, því get eg vel trúað,” svaraði hershöfð- inginn þurlega. “Hann verður settur í varðhald, ef eg sé hann nokkurn tima aftur;, og hann veit það sjálfur. “Fyrst við mintumst á St. Louis, þá langar mig að spyrja um Stephen Brice. Hann gekk í herinn í haust. Þú manst ef til vill eftir því, að þú talaðir einu sinni við hann heima fojá mér.” “Hann er einn af mínum piltum!” hrópaði hers- höfðinginn. “Hvort eg muni eftir honum? Já, eg held nú það.” Það var rétt komið fram á varir hans a?í segja frá því að Stepben hefði bjargað lífi sonar Brinsmades. “Eg hetfi verið að hugsa um það í þrjá daga, Brinsmade, að senda eftir piltinum. Eg læt hann koma til mín núna. Mér fellur ágætlega við hann.” Rðdd Shermans hershöfðingja var þannig að hún varð ekki misskilin og sömuleiðis hreyfingin, sem hann gerði með hendinni. Brinsmade, sem líka féll vel við Stephen, fagnaði með sjálfum sér yfir fréttunum, sem hann gæti fært ekkjunni. Hann vantar ekki sjálfstæði, Brinsmade. Eg sagði honum að láta mig vita þegar hann yrði tilbúinn að fara i stríðið. En hann bar ekki við að gera það; hann kom ekki nálægt mér. Það fyrsta, sem eg heyrði um hann, var það, að hann væri að grafa gryfjur í leir- inn hjá Ohickasaw Bluff, og að fallbyssukúla, sem fór sex fet fyrir ofan höfuðið á honum, hefði feykt af honum húfunni. Næst varð eg var við hann í leiðangrinum, sem við fórum í, til þess að koma Port- er á flot aftur. Brice var með sína hersveit í öðrum fylkingararminum, þegar við komum til fallbyssu- bátanna. Það var alveg undravert, hvernig hann stjórnaði þessum mönnum — alveg undravert. Eg hefði svo sem ekki láð ptltinum, þó að einn eða tveír uppreisnarmenn hefðu sloppið undan. En það var nú eitthvað annað hann sópaði þeim undan sér öll- um saman.” Þeir voru feomnir að brúnni, sem lá upp að ibústað hershöfðingjans, og hershðfðinginn gaf boðbera einum bendingu um að finna sig. “Skilaðu kveðju minni til lautinants Stephen Brice í sjöttu herdeildinni frá Missouri og segðu honum að koma hingað undir eins. Undir eins, mundu það!” “Já herra hershöfðingi.” Brice og sveit hans stóð við að fella tré, þegar bioðberinn kom. Brice var sjálfur með öxi og stóð hnédjúpt í gulri leirleðjunni. BoSberinn, sem hafði einu sinni verið bóndi í Iowa, gat varla varist að brosa ,þegar hann færði Stephen skipun hershöfð- ingjans og sá hann líta vandræðalega á fötin sín. Þegar Stephen kom inn í bústað hershöfðingj- ans, nam hann staðar í dyrunum á stóra salunum, þar sem meðlimir yfirforingjaráðsins sátu til og frá og reyktu. fívartir þjóhar voru að taka diska af borðinu. Endurskin geislanna á vatninu fyrir utan leiftraði á loftinu. Sherman hershðfðingi sat í öðrum enda salsins, og einkennisibúningur hans fór dálítið illa, eins og vanalega. Lini flókahattur- inn með gylta borðanum slútti fram á ennið, og fæt- urij^r, sem voru klæddir í há stígvél með sporum, voru krosslagðir. Það var lítil furða þó að Englending- urinn, sem var að leita að fyrirmyndar Ameríku- manni fyndi hann í Sherman. Það var rómur yfirhershðfðingjans, sem hafði vakið athygli Stephens; rómurinn var nokkuð hár, sem hann venjulega var, en hershöfðinginn var að segja sögur. Hann endaði með þessum orðum: ‘Syndin er ekki svo ill viðfangs, piltar mínir. Menn semja venjulega við sjálfa sig: eg ge^ staðið á móti þessu, en eg ætla að láta þessa nautn eftir mér, rétt í þetta skifti. Ykkur er sagt að freistingin sé óviðráðanleg. En þið skuluð ekki trúa því. Hvað segir þú um það, Brice? Komdu hingað. Hér er kunningi þinn.’ Steþhen gekk til Shermans, sem var ekki lengi að sjá, hvernig hann var til reika, og Ibætti við: “Svona verða undirforingjar mínir að ganga á minn fund, Brinsmade — leir frá hverfli til ilja.” Stephen hafði vit á að segja ekkert, en foringj- arnir, sem voru þarna inni hlóu, og Brinsmade ibrosti um leið og hann stóð á fætur og tók í hendina á Stephen. “Það gleður mig mjög mikið að sjá að þú ert heill á húfi,” sagði Brinsmade með sinni vanalegu góðmensku, sem gerði hann öllum kæran.” Móðir þín verður fegin, þegar eg færi henni fréttir af þér. Eg get glatt big með því, að henni leið vel, þegar eg fór að heiman. Stephen spurði eftir frú Brinsmade og Öftnu. “Þeim líður vel og þær höfðu þá ánægju að senda ofurlítið með í kassa, sem móðir þín sendi þér. Whipple dómari lagði til góðan vindlakassa, þótt hann sé á móti tóbaksbrúkun.” “ Og hvernig líður dómaranum?” spurði Step- hen. Brinsmade varð daufur í Ibragði. “Mér þykir fyrir að verða að segja að hann er veikur. Hann er rúmfastur. En það er vel litið eftir honum. Móðir þin vildi láta flytja hann heim í hús- ið til sín, en það er erfitt að fá hann til þess aS breyta til og hann var ófáanlegur til þess að yfir- gefa herbergi sitt. En hann er vel stundaður. Við fengum Nancy gömlu móður Hester til þess að ver\ hjá honum á nóttunni, og frú Brice og ungfrú Jinny Carvel skiftast á um að vera hjá honum á daginn. Hún kemur inn til Bellegarde á hverjum degi.” “Ungfrú Carvel?” hrópaði Stepben eins og hann væri ekki viss um að hann hefði heyrt rétt. Heit alda fór í gegnum allar æðar hans, er nafn hennar var nefnt. “Já, einmitt hún,” svaraði Brinsmade. “Hún hetfir hlotið mikinn heiður fyrir það. Þú manst má- ské eftir því, að dómarinn var aldavinur föður henn- ar fyrir stríðið. Og — nú þeim varð sundurorða. Ofurstinn fór suður, eins og þú veist.” “Hvenær — hvenær varð dómarinn veikur, Brinsmade?’ ’spurði Stephen. Umhugsunin um það að móðir ihans og Virginía væru saman um það að hjúkra honum var einkar þægileg fyrir hann. “Dloktor Polk varaði hann við nokkru áður en • eg fór, að leggja ekki eins mikið á sig og hann gerði. En doktorinn sagði mér að hann gæti ekki séð nein hættuleg sjúkdómseinkenni. Stephen spurði Brinsmade að, bversu lengi hann myndi verða þar. “Eg held áfram í dag,” svaraði Brinsmade, “en eg vildi gjarna sjá híbýli þín Stephen, ef þú vilt bjóða mér heim með þér. Móðir þin og dómarínn og hinir mðrgu vinir þínir í St. Louis vilja fá nákvæmar frétt- ir af þér.” “Eg er hræddur um að það sé nokkuð blautt í tjaldinu mínu,” sagði Stephen klökkur. Yfirhershöfðinginn, sem hafði setið og horft á þá með dálítið skrítnum svip tók nú fram í: “Skárri er það nú gestrisnin við þig, Brinsmade.” Stephen og Brinsmade gengu saman yfir staura- brúna áleiðis til tjaldsins, sem Stephen hafðist við í, og eftir nokkra stund kom borðþjónn hans með sendinguna að heiman. En þegar þeir voru búnir að sitja nokkra stund og spjalla um hitt og þetta, var tjaldskörinni lyft upp skyndilega, og Sherman yfirhershöfðingi kom sjálfur skríðandi inn. Hann settist niður á tóman brauðkassa. Stephen stóð á fætur hálfvandræðalega. “Heyrðu Brice,” sagði hershöfðinginn og depl- aði augunum framan í Brinsmade, “eg held að það hefði ekki sakað þó þú byðir mér í veisluna. Hvar eru þessir vindlar, sem Brinsmade var að tala um?” Stephen flýtti sér að opna kassann. Hershöfðing- inn valdi sér vindil og kveikti í honum. “Reykir þú ekki?” spurði hann. “Jú — þegar eg get.” “Jæja. kveiktu þá í einum og sestu niður. Eg hefi verið að hugsa um að kalla þig fyrir herrétt nú upp á síðkastið, en svo afréð eg aðkoma sjálfur og tala við þig. Það er nú ekki alveg samkvæmt þeim reglum, sem gilda í hernum. Sjáðu nú til, Brice, hversvegna fórstu frá St. Louis?” “Þeir byrjuðu á herútboði og þá stóðst eg ekki mátið lengur.” “En þú hefir ekki verið boðaður út. Þú varst í heimavarnarliðinu. Og Brinsmade sagði mér, að þú hefðir að mörgu leyti verið gagnlegur maður. Hvaða stððu hafðir þú í heimavarnarliðinu?” “Eg var undir-ofursti.” “Og hvað ertu hér?" “Eg er annar lautinant til bráðabirgða.” ‘KJátu þeir ekki gefið þér neitt skárra en það?” Stephen svaraði ekki strax, en Brinsmade tók fram í. “Þeir buðu honum undir-ofurstatign.” Hershöfðinginn þagði ofurlitla stund, svo sagði hann: “Manstu eftir því -að þú hittir mig á bátnum, þegar eg vara að fara frá St. Louis, eftir að Henry- vígið var tekið?” Steþhen brosti,. “Já, eg man mjðg vel eftir því, herra hershöfðingi. Sherman beygði sig áfram. “Og manstu eftir því að eg sagði við þig; ‘Láttu mig vita, Brice, þegar þú verður tilbúinn að koma í stríðið.’ Hversvegna gerðir þú það ekki?” Stephen hugsaði sig um dálitla stund. Svo sagði' hann alvarlegur, en með ofurlitlum gletnis- svip kringum munninn: ‘Hefði eg gert það, hershöfðingi, þá værir þú ekki í tjaldi mínu í dag.” Yfirhershöfðinginn spratt fljótt á fætur og lagði bendina í öxlina á Staphen. “Sem eg er lifandi maður!” hrópaði hann gTað- ur, “nei, það væri eg reyndar ekki.'* 44. KAPÍTUI. Undarlegir samfundir. Sagan um fall Vickborgar er gamla sagan um mishepnað fyrirtæki, sem fór vel og gaf mönnum ódauðlega frægð. í henni felst saga hershöfðingja, sem aldrei hætti við áform sín, sem kærði sig hvorki um kvartanir hinna óháðu né samsæri stjórnmála- flokkanna, sem tók bæði lofi og lasti með ró. Grant hershöfðingi vann sökum þess að á hann skein náðar- sól forsetans vitra, sem sjálfur hafði reynt sorg og þrautir, ósigur og óréttláta dóma. Það vanst með áræðinu. Bátarnir yfirgáfu skurðinn eina nótt, fóru fram á ána fram hjá borgar- hæðunum. Fallbyssurnar drundu og hæðirnar bergmáluðu drunurnar1 út yfir auða mýrarflákana. Svo var lent og herinn gerður viðskila við aðal- stöðvarnar að baki — það hafði aldrei sést fyr. Hver hersveitin bölvaði þeirri næstu á undan fyrir það að leggja hendur á alt skepnufóður, sem fanst. Orustur voru háðar. Sunnanmanna hershöfðingjarnir í Miss- issippi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Kvöld eitt er Stephen var áð fara yfir bátabrú, ásamt herdeild sinni, heyrði hann þá, sem á undan voru farnir, æpa fagnaðaróp. Tveir menn sátu sam- an á trjábol undir kyndli, sem var reistur upp. Ann- ar þeirra hreyfði hendurnar fljótt um leið og hann talaði. Það var Sherman hersböfðingi. Hinn var mjög rólegur; skegg hams var snöggklipt, og hann hélt vindli fast á milli tannanna; hann var þessi ein- kennilegi Grant höfuðsmaður, sem hafði staðið við hlið hans á strætinu fyrir framan vopnábúrið. Hann hafði ekki breyst hið allra minsta. Hann sat hreyf- ingarlaus og horfði á hverja hersveitina eftir aðra ösla fram hjá — stórskotalið, riddaralið, fótgðngulið — og hann lét ekki vitund á því bera að hann heyrði lofsyrði þeirra. Loksins eftir langa göngu kom herinn að baki borgarinnar á stað, þar sem öllu var umturnað. Jörðin var rifin upp og særð; vatnið bafi grafið djúpa skurði hér og þar og á öðrum stöðum voru stórefli® hrúgur af mold og leir. Tré höfðu verið rifin burt og smærri gróður, og leirbrekkurnar stóðu naktar, gular og ljótar, nema á stöku stað, þar sem kræklóttar hríslur höfðu orðið eftir eða nakinn trjá- bolur stóð og hallaðist áfram, en hálfvisnar ræt- urnar stóðu fram úr leirnum fyrir neðan. Það var komið fram í maí og veðrið var mollulegt með svækju hita. Fyrst var gert mannskaða-áhlaup og svo aftur- rekstur, sem var enn geigvænlegri. Þrisvar sinnum gerði aðsóknarherinn áhlaup og stakk merkisstöng- um sínum í virkisVeggina og þrisvar sinnum var n hann hrakinn aftur á Ibak. Svo settist blái herinn að í skurðunum og giljunum, eins og hann sykki ofan í jörðina. Þrjá daga lágu dauðir menn og særð- ir, sem iðu óunmræðilegar þjáningar í hitasvækjunni ir, sem liðu óumræðilegar þjáningar í bitasvækjunni, á milli aðsóknarhersins og virkisins. Stvp kom vopnahlé, til þess að þeir dauðu yrðu grafnir og þeim, sem enn hjöruðu yrði bjargað. Dagar borgarinnar voru taldir og hún hafði engan frið. Drunurnar úr fallbyssunum á flatbotnuðu bðrðunum fyrir handan á Mississippi-ánni komu þétt og reglulega. Sprengikúlurnar héngu í loftinu eitt augnablik, eins og ránfuglar, svo steyptust þær nið- ur, og við og við gaus svartur reykjarstrókur upp í loftið — merki um eyðilagt heimili. í skotgröfunum var unnið af kappi. Skurðir voru lengdir á nóttunni og dýpkaðir á daginn. Bæði yfirmenn og óibreyttir liðsmenn unnu. Ofan að frá voru þeir til að sjá, eins og bláir maurar, sem mjök- uðust áfram í krákustígum eftir vatnsrenslunum og í gegnum hæðirnar. Hræ-æta, sem sveif bíðandi uppi yfir, tók eftir hvar ibláu maurarnir hurfu inn í jörð- ina hér og þar, og komu svo út aftur, einn á fætur öðrum, hver með sinn leirköggul í fanginu. Eftir langan tíma mátti heyra málmhljóðið og mannaraddir niðri í jörðinni undir fótum þeirra, sem í víginu voru. Sprengikúlur voru settar út að ofan, og í gegnum þunna jarðveggina heyrðust blótsyrði og skipanir. Ofanjarðar voru skotgrafirnar svo ná- lægt virkinu, að menn töluðust við frá báéum ihlið- um, skiftust á kveðjum í spaugi. Báðar hliðar voru að þrotum komnar, önnur með tóbak, hin með brauð og svínaket. Þessum nauðsynjum var kastað á milli og stundum var þeim vafið innan í Vicksiburg frétta- blaðið, sem var prentað öðru megin á grænan veggja- pappír. iStundum voru kveðjurnar af öðru tagi; þá var handsprengjukúlum kastað og sprengikúlum með logandi tundurpípum var velt ofan yfir þá, sem í skotgröfunum voru og bðfðu verið málkunningjar kvöldið áður, en þeir svöruðu með samskonar send- ingum, sem var skotið úr tréhólkum með járngjörð- um. Foringjar umsáturshersins komust að því að íbú- ar Vicksiborgar legðu sér ket af múlösnum til munns. Slíkt er engan vegin óalgengt á umsáturstímum. Enginn, sem var í umsáturshernum eða varnar- liðinu, gat gleymt deginum 25. júní, einkum síðari hlutanum um klukkan þrjú er hitinn var óþolandi, Löngu, bláu hermannaraðirnar gengu þegjandi og ihávaðalaust og leituðu hælis bak við varnargarðana, sem höfðu falið þá fyrir óvinunum, og biðu þar til- búnir til áhlaups, þegar háreistu varnarvirkin við Jacksons veginn springju í loft upp. Skothvellirnir, sem höfðu gengið látlaust daginn og nóttina, hættu sem með þegjandi samþykki beggja hliða, og jafn- vel fallbyssurnar þögnuðu. Það var alger þðgn, þögn bænarinnar fyrir dauðastundina. Það komu tár fram í augun, sem störðu á varnarvirkin. Loksins sáu þeir, sem næstir voru, ofurlítinn, bláan reykjar- strók gjósa upp. Svo opnaðist jörðin með ógurlegum hristingi. Sólin sortnaði, og glóðheit loftalda valt yfir and- litin, sem horfðu upp. Svartir smádílar þutu upp í loftið innan um moldarrykið og féllu svo ofan aftur. Það voru handleggir og fætur og höfuðlausir búk- ar og bútar af viði og járni, mesta rykið var naum- ast rokið burt, er sólin glampaði á fimtíu þúsund byssustingi, og hundrað fallbyssukúlur þutu hvín- andi yfir gryfjuna. Jörðin heimti aftur sitt, því miður! Mennirnir, sem blupu þarna yfir, dóu kvalar- fullum dauða; þeir tróðust undir, í þykkum lögum fyltu þeir upp gryfjuna, svo að félagar þeirra, sem á eftir komu, kæmust yfir um. Fallbyssa, sem stendur upp á endann, er nú þar sem áður stóð kræklótt eik í isundurtættri, sólbrendri brekkunni rétt fyrir utan borgina. Tveir menn stóðu í skugga trésins kvöldið fyrir fæðingardag þjóðar- innar og þeir voru ímynd liðna tímans og framtíðar- innar. Hér, eins og í Donelson, seldu örlðgin fornvin í bendur fornvinar. nú voru þau blíð öðrum, sem þau áður höfðu úthlutað fátækt og smán og niður- lægingu. Hann var hættur að hugsa um örlögin eða að kæra sig nokkuð um þau, og þessvegna snérust þau honum nú í vil. Herirnir báðir stóðu og horfðu á. Menn tóku eftir því að gömlu kunningjarnir heilsuðust vin- gjarnlega, og svo sáu þeir norðanmanninn, sem var rólegur, bíta endann af vindlinum sínum, eins og mann, sem ekki hefir lengur neitt af skemtun lífsins að segja. Sunnanmannabershöfðinginn snéri sér undan á hæl. Hin stærsta raunastund í lífi hans var komin. Báðar hliðar heiðra hann fyrir hreyisti- lega framgöngu. En enginn maður fær full laun ‘verka sinna í ófriði. “Næsta dag, daginn, sem hin sundraða þjóð fæddist á ný, gafst Vicksburg upp. Maðurinn, sem aldrei gafst upp, hafði sigrað. Gráklæddu her- sveitirnar gengu í steikjandi sólarhitanum í greip- ar bláklædda hersins, sem smám saman hafði læst sig utan um hann. Þeir bláklæddu stóðu þögulir og það var meðaumkunarsvipur og aðdáunar á eirrauð- um andlitum hermannanna. Vopnin voru lögð nið- ur, og foringjar og liðsmenn látnir lausir gegn drengskaparloforði, þegajr búið var að telja þá. Svo dreifðust fylkingarnar og þeir, sem um marga mánuði höfðu borist á banaspjótum, hópuðust sam- an hér og þar og ræddust við. Grófgert brauð var tekið upp úr töskum þeirra bláklæddu, reykur þyrl- aðist up frá hundrað eldum og ilmurinn af reyktu svínakjöti, sem var að steikjast fylti margt andlit með eftirvæntingarsvip. Það komu tár fram í aug- un á mörgum sunnanmanninum, sem át matinn, er bræður hans að norðan gáfu honum á þessum end- urfæðingardegi lands hans. Hið sama vor og innan iborgarinnar. Stephen Brice, sem nú ivar orðinn höfuðsmaður í fylkingu Laumans yfirhenshöfðingja horfði með þakklátum huga á stjörnufánann, sem blakti yfir hviolfþaki ráðhússins, sem hann hafði svo lengi hortft á úr fjarlægð. Nokkru síðar nam hann staðar í hliðar- stræti einu fyrir framan hús, isem sprengikúla hafði brotið alt að framan. Fremst á einu loftinu í því stóð stórt, gamalt trérúm og við hliðina á því vagga. í öðrum endanum á henni var lítill koddi og \ábreið- an hékk yfir fótagaflinn. Þetta var verk einnar kúlunnar úr flotafallbyssunum. Dálítið atvik kom fyrir meðan hann var að hugsa um, hve raunalegt alt þetta væri: hliðardyr á húsi einu opnuðust og út kom kona nokkur, grátandi og með henni hár maður í einkennisbúningi ofursta úr stórskotaliði sunnanmanna. Hann Ieiddi hana mjög kurteislega út að garðshliðinu og þar kvaddi hún hann mjög isorglbitin. Hann flýtti sér að fara ofan í vasa sinn og dró upp úr honum dálítið af peningum, sem hann stakk í hendina á henni og svo flýtti hann sér burtu, til þess að heyra ekki þakkarorð bennar. Það var svo mikill asi á honum, að hann rak sig á Stephen sem stóð' þar upp við tré og horfði á. Hann nam staðar og hneigði sig. “Fyrirgefðu,’ sagði hann auðmjúklega, "eg bið fyrirgetfningar.” “Ekkert að fyrirgefa,” sagði Stephen. “Það var klaufalegt af mér að verða hér fyrir þér.” Sérstök og Staka Fargjöld TIL MINNEAPOLIS-ST. PAUL FYRIR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI NORÐMANNA MINNESOTA STATE FAIR GROUNDS • FARBRÉ TIL SÖLU Frá Stöðum) í Alberta í Júní 3. til 8. rráStöoum í Ont. [fyrirvestan 1 I' ' 4 «.•1 O Port ArthurJ Man. og Sask. j JÚni 4. tll O. GILDA TIL 20, JÚNl, 1925 lCANADIA* iPACinci UPPLYSINGAR GEFUR CANADIAN PACIFIC RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að þvi er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Th e Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.