Lögberg - 21.05.1925, Síða 7

Lögberg - 21.05.1925, Síða 7
/ LOGBKRG, FBMTLTDAGINN. 21. MAl 1925. Bla. 7 Til kjósenda í Saskatchewan! Styðjið með áhrifum yðar og atkvæði Dunningstjórnina, sem veitt hefir málefnum yðar forystu, með trúmensku og ráðvendni. Dunningstjórnin hefir reynst hagsýn og framkvæmdarsöm stjórn. Skuldir Saskatchewan fylkis eru lægri á mann, en í nokkru hinna Vesturfylkjanna. Og skattarnir á mann eru lægri, en þekst hefir nokkru sinni í nokkru öðru fylki yesturlandsins. Stjórnarstarfrækslan hefir öll verið bygð á heilbrigðum grund- velli. Stjórnarformaðurinn sjálfur hagsýnn, ungur bóndi, með víðtæka reynslu á sviði viðskiftalífsins og félagar hans í ráðuneytinu allir saman úrvalsmenn, sem bera ásamt leiðtoga sínum, hag fylkisins fyrir 'brjósti. Það er nú viðurkent frá hafi til hafs, að engin fylkisstjórn í Canada sé jafngóð, hvað þá heldur betri en Saskatc'hewan stjórnin, -ú stjórn, er nú leitar stuðnings yðar á ný. Frá því að síðustu fylkiskosningar fóru fram, haii? bér lýst trausti á stjórninni með því að velja fulltrúa úr hennar flokki í níu aukakosningum. Þótt hart hafi verið í ári og við margvíslega örðugleika að stríða, þá hefir Dunning- stjórnin þó veitt málefnum yðar ágæta forystu, með ótrúlega litlum tilkostnaði. Hérumbil tvö þúsund mílur af þeim sjö þúsund mílna þjóðvegum, sem iijnan vébanda fylkisins liggja, eru komnar í ákjósanlegt horf og í raun og veru má segja, að þjóðvegir allir, að und- anteknum svo sem níu hurtdruð mílum, séu í besta ásigkomulagi. Fé því, sem jafnað hefir verið niður á milli hinna einstöku sveitarfélaga, hefir verði skift svo jafnt, að andstæðingar stjórnarinnar hafa reynt að afla sér fylgis með að benda á, að hlutdrægni sé hyergi að finna i ráðstöfunum Dunningstjórnarinnar og þessvegna skifti það minstu máli, hvbrt sticrnar- fylgjandi eða stjórnarandstæðingur nái kosningu. Hérumbil þriðjungur af öllu því fé, sem stjórnin eyðir, gengur til mentamálanna,. fjórir fimtu allrar uppæðarinnar er peningaframlag til skólahéraðanna. Stjónin í Saskatchewan leggur árlega fram meiri peninga til skólahéraða, en viðgengst f nokkru öðru fylki, innan fylkjasambandsins.— Landbúnaðarmálin hefir stjórnin styrkt með lánum til hinna ýmsu fyrirtækja, svo sem Wheat Pool, The Saskatchewan Co-operative Elevator Company, The Saskatchewan Co- operative Creameries, sem bændur fylkisins stjórna að öllu leyti sjálfir. Saskatchewan- stjórnin hefir hlynt meira að samvinnuhreifingunni, en nokkur önnur fylkisstjórn innan vé- banda hins foreska veldis. Alls hefir foændalánsnefndin — Farm Loan Board, lánað foændum um tíu miljónir dala, gegn sex og ihálfum af hundraði. Mörg þúsund foænda, sem átt hafa í stímabraki við lánardrotna sína, hafa komist að hagkvæmum samningum fyrir tilstilli Debt Adjustment skrifstofunnar. Með framúrskarandi varfærni á sviði fjármálanna, hefir Dunningistjórninni tekist að spara $1,267,000, eða tuttugu og einn af hundraði síðastliðin tvö ár. Hefir þetta verið gert ' með því að fækka stjórnþjónum og draga á annan hátt úr hinum viðráðanlegu útgjöldum. Stjórn, sem svo vel hefir verið að verki, verðskuldar sannarlega traust almennings og á því að vera endurkosin. Það er margsannað, að fram úr fjárhagsörðugleikunum verður sjaldnast ráðið með því einu að skifta um stjórn. Stjórnarskifti hafa oft leitt til þess, að styrkur til sveitarfélaga hefir lækkað, en skattar aftur á móti hækkað til muna. Við lok síðasta fjárhagsárs, nam tekjuafgangur Saskatchewan fylkis, $36,361,00. 1 einu tilfelli þar, sem skift var um stjórn, nam tekjuhallinn $167,228.00, en í öðru 620,800. Greiðið atkvæði með stjórn, sem sýnt hefir fyrirhyggju, sparsemi og framkvæmdir á öll- um sviðurti, stjórn, sem æ og æfinlega ber hag yðar allra jafnt fyrir brjósti! Hún var neydd til að leggjast í rúmið. Þá fór Mrs. J. Derocher að nola Dodd’s Kidney Piils. Quebec-kona þjáðist af nýrna- sjúkdómi, og læknaðist algcr- lega við að nota Dodd’s Kidney r iiis. South Stukely, Que. 18. maí (einkafregn). Það að fólki foatni nýrnaveiki með því að nota Dodd’s Kidney Pills ,er enn einu sinni sannað, með vitnisburði Mrs. J. Derocher, velmetinnar konu hér á staðnum. Hún skrifar: “Eg fékk snögglega veiki, sem eg hugði í fyrstunni, að ekki myndi vera alvarleg. En í síðast- liðnum marzmánuði ágerðist hún svo mjög, að eg gat ekkert unnið. Leitaði eg þá læknis og sagði hann mér, að nýrun væri í ólagi. “Eg varð að fara í rúmið. Eg hafði Dodd’s Almanak í húsinu og las í því nokkra vitnisfourði, fékk eg mér svo þrjár öskjur af Dodd’s Kidney Pills og eina öskju af Dia- mond Dinner Pills. “Eg get fullvissað yður um, að meðul þessi veittu mér á skömm- um tíma, fulla heilsulbót.” Sigurður Kr. Eyford fæddur 10. ág. 1851 — dáinn 4. maí 1925. Látinn er á Eyford, N. Dak. sómamaðprinn og merkisfoóndinn Sigurður Kristjánsson. Yfir 20 ár hafði hann þjáðst af brjóstþyngsl- um (Asthma). Lá hann oft rúm- fastur árum saman, og tók mikið út, en komst á fætur og hafði við- þol annan slaginn. Feikin öll var það, sem hann var foúinn að líða, og var honum því orðið hvíldar- innar þörf, þá er hún loksins kom 4. þ. m. Var hann þá 73 ára að aldri. Hann var Eyfirzkur að ætt, son- ur Kristjáns — móðurbróður séra Valdimars Briem — Þorsteinsson- ar Gíslasonar frá Stokkahlöðum, og er fæddur í skagafirði 10. ág. 1851. Systkini hans voru 10 — hann það 11. —, sem nú eru öll dáin, nema Kristján Kristjánsson foóndi í Eyford-foygð, sómamaður mesti, og Kristín systir hans: Mrs. Skarrow. Sigúrður sál. var í foreldrahús- um til 17 ára aldurs. Eftir það er hann í vinnumensku í 10 ár. Til Ameríku flytur hann 1882 og er þá foúinn að lifa hér rösk 40 árin, sem hann hefir ölluin eytt í Eyford- bygðinni í N. Dak. Hann var tvíkvæntur. Fjjrri kona íians var Halldóra Guðna- dóttir. Giftist hann henni nokkrum árum áður en hann flutti vestur um haf, og átti með henni tvo sonu; þá Benedikt og Kristján. Benedikt er fæddur á íslandi og kemur með foreldrum sínum hing- afi foarn að aldri. Hann er dáinn hér fyrir nokkrum árum, og hefir látið eftir sig konu og foörn. Kristján bróðir hans er fæddur hér, og er nú bóndi í Sask. Fáum árum eftir að hingað er komið missir Sigurður sál. konuna, og giftis^ þá aftur fljótlega. Varð seinni kona hans Oddný Gísladótt- ir, sem lifir mann sinn. Er hún vönduð ágætiskona, myndarleg. ráðsett og greind. Hefir hún stað- ið fráfoærlega vel í stöðu sinni, og stundað heimilið sitt og dauðvona manninn sinn með stakri snild. Börn þeirra eru fjögur og óll á lífi: Magnea og Sigurður, sem heima eru, og Guðrún: Mrs. Guð- mundson á Gardar, N. Dak. og Gíslína: Mrs. Gilbertson í Minne- sota. Hjónum þessum búnaðist vel og bjuggu þau myndarbúi. Það sem sérstaklega hlýtur að hafa vakið eftirtekt þeirra, sem að garði bar og kyntust þeim, var prúðmcuíkan, og snyrtimenskan, sem á o'.Iu var utan húss og innan, og gestiúsn- in. Fór þar saman rausn og risna. Mátti þar sjá eitt af prýðisheim- ilum þeirrar bygðar. Sigurður sál. var sannur Islend- ingur og alíslenskur í lund. P.ösk 40 árin hér vestan hafs sýnaust hafa haft lítil áhrif á það. Andi hans lifði fremur á íslandi en í Ameríku. Þar var hann með hug- ann öllum stundum; þar fylgdist hann með af áhuga, öllu því er hann gat; sílesandi var hann ís- lenskar foókmentir; og um hag og horfur íslands vildi hann hty^sa og tala. Eg hygg hann verið hafa einn af þeim, sem öðrum fremur finnur til þess að hafa, með Af hverju Ford er utbreiddasti billinn FRA MLEIDSLA Pað er framleitt margfalt meira af Fordbílum en nokkrum öðrum bíl- um Hin aukna framleiðsla gerir kleift að lœkka verðið, án þess að draga úr gæðum. Aðferðin við framleiðslu Ford-bíla, leyfir engar tilslakanir, hvað gæðum viðkemur. Meir en 10 miljón mannseiga Ford- bíla, og sannar reynsla þeirra þessi ummæli. Finnið næsta Ford umboðsmann Bílar Flutniogsbílar Dráttarvélar straumum lífsins, borist fðður-1 leifðum sínum fjær. Hann var ljúfmenni mesta, j sómamaður og hetja. Kom ljúf-j menska hans fram í alúð þeirri og | einlægni, er hann ávalt sýndi þeim j sem honum kyntust, og í trygg- j lyndi hans og vinfestu til allra i sinna vina. Hann sómdi sér sér-1 lega vel sem foóndi og nágranni! sevitunga sinna. 1 engu vildi hann vamm sitt vita, og hvað sem hann ! tók sér fyrir hendur, hvort heldur fyrir sjálfan sig, aðra, eða sveit- j arfélagið, sýndi hann í hvívetna staka trúmensku, og var að hon- um styrkur og stoð í ýmsum grein- um. En sem hetja sýndi hann sig einkum í hinum langvarandi og viðþolslausu kvölum, sem hann bar með svo frábæru þolgæði og sálarprýði, þar sem aldrei heyrð- ist æðruorð, að engu er likara en “hetjuhug er til himins stefnir.” Að honum látnum má um hann með tsanni segja: “Við sæld og þraut, við sorg og eftirlseti, með sæmd og æru fyltir þú þitt sæti.” Jarðarförin fór fram á Moun- tain N. Dak. 7. þ. m. ,að afarmiklu fjölmenni viðstöddu, og var hann jarðsunginn af þei.n sem línur , þessar ritar. Páll Sigurðsson. Frá Islandi. Frost um land alt. í Reykjavík 5 st., Vestmannaeyjuml. ísafirði 0, Akureyri 6, Seyðisfirði 5, Grindavík 4, Stykkishólmi 1, Grímsstöðum 10, Raufarhöfn 8 Hólum í Hornafirðj 1, Þórshöfn í Færeyjum hiti 6, Angmagsalik j frost 16 (í gær), Kaupmannahöfn ! hiti 4, Utsire w6, Tynemouth 7, Wick 7, Jan Mayen frost 5 st. Mest frost í gær 7stig.—Loftvægis- lægð fyrir norðan land. Veðurspá: Norðvestlæg átt á Austurlandi, vestlæg átt annrasstaðar. Hægur á Suðuylandi. Bláskógar heitir Ijóðabók, sem verið er að prenta eftir Jón Magn- ússoi; skáld, sem kunnuv er orð- inn af ljóðum sín'.m og minst hef- ir verið á hér í blaðinu áður. Bókin kostar 5 kr„ ef menn gerast áskrifeijdur. * FRÁ HVAMMSTANGA. Tíðarfar hefir verið dágott að öðru leyti en því, að það hefir verið mjög stormasamt eins og viíða annars staðar. Hagar hafa verið fyrir fé, og hross aldrei tekin inn, nema þau, sem hafa verið í notkun. Verslun er hér í dágóðu lagi. Er hér kaupfélag og fimm kaupmenn. Kaupfélagið stóð sig illa á árunum 192p—23 en er nú að rétta við aftur. Stærstu verslunina hér hefir Sigurður kaupmaður Pálmason. — Hér á Hvamstanga var haldi búnaðar- námskeið í vetur og voru þessir kennarar: Sig. Sigurðsson ráðu- nautur, Árni G. Eylands ráðunaut- ur og Metúsalem Stefánsscn. Námsskeiðið var vel sótt. Jóhannes Nordal íshússtjóri, er 75 ára í dag ,unglegur enn og létt- ur í spori. Sakamálarannsókn hefir dóms- málaráðuneytið skipað að höfða gegn Alþýðulblaðinu fyrir guð- last, sem foirst hafði þar í að- sendri grein nýlega. Þrjú línuskip komu hingað í gær, samflota frá Englandi. Þau heita svo: Þuríður sundafyllir. Fróði og Hafþór. — Eipendur eru: Sigurður Þorvarðarson í Hnífsdal o. fl„ Jóhann J. Eyfirðingur & Co. “Líður vel, og stunda störf mín” Mrs. JValter Grieves, Coe Hill, Ont., skrifar— “Eg var orðin svo heilsuveil, að eg gat ekki lengur sint innan- hús-verkum mínum. Gat ekki sofið á nóttunni og læknirinn hafði engin ráð 'meðc að hjálpa mér. Loksins reyndi eg Dr. Chase’s Nerve Food og nú er eg heil heilsu. “Litla stúlkan mín hafði eczema og engin meðöl komu að haldi, fyr en eg fékk öskju af Dr. Chase’s Ointment og . það meðal hreif.” DR. CHASE’S NERVE FOOD 60e. askja af 60 pilliun, Kdmanson, Bates & Co„ Ijt<l„ Toronto. « Magnús Thorberg o. fl. Akureyri, 9. apríl, 1925. Verslun Snorra Jónssonar hefir höfðað mál gegn Krossanesverk- smiðjunni út af síldarmælingu síðastliðið sumar. Sáttafundur reyndist árangurslaus. Er þetta fyrsta málhöfðunin út af síldar- mælingunni, en foúist við að fleiri muni eftir fara. Sýslunefndir Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýsly leggja fram kr. 5000 hvor í heilsuhælis- sjóðinn. Sýslunefnd Skagafjarð- arsýslu synjaði. Búist við góðum undirtektum af. sýslunefnd Norð- ur-Þingeyjarsýslú. Bæjartsjórn Akureyrar, Kaupfélagið á Kópa- skeri gefa kr. 2000 hvort. Fjár- söfnun gengur yfirleitt vel. Vísir 8. apríl. '925. FRÁ SEATTLE. Framh frá bls. 2 Sask. Canada, kom hann, hingað til að vera viðstaddur útför Torfa sonarsíns, sem dó á svo sviplegan og sorglegan hátt þ. 15. þ. m. af bifreiðarslysi á ferð nokkuð fyrir norðan Seattle; dauða Torfa heit- ins bar að næstum augnafolikslega. Hann var aðeins 34 ára gamall, og því rétt í blóma lífsins, og hinn mannvænlegasti maður. Foreldrar og allir aðstandendur hins látna hafa um sárt að binda út af þeim sorgar atburði. Útförin fór fram þ. 22. þ. m. undir umsjón bræðra- félagsins “Elks” er hinn látni heyrði til, og var æðsti embættis- maður Ballard stúkunnar, upp til 1. þ. m.; “Exalted ruler.” Útförin var einhver sú viðhafnarmesta, sem hér hefir sést. Nokkrir fleiri íslendingar hafa dáið hér nú i síðustu tíð og skal eg tilnefna þá er eg*man og veit um, sem fylgir: Ungfrú Sigríður Sumarliðason, 50 ára, 7 mán. og 25 daga gömul, lést þann 21. febr. s. 1. — Þann 28 marz s. 1. dó Steingrímur Krist- jánsson 72 ára og þann 16. þ. m. andaðist ekkjan Kristín Thórson j á annan dag páska 73 ára gömul; — og af því eg hefi hvergi séð í íel. folöðunum getið um lát Sigur- jóns Jónssonár er dó 14. janúar i vetur 1 Marietta Wash. að heim- ili sínu þar. Sigurjón heitinn var ekkjumaður, kominn yfir sjötugt, var einbúi í mörg undanfarin ár, átti víst fáa eða enga ættingja á lífi hér í landi, fluttist fyrir 25 tíl 30 árum síðan frá Minneota í Minnesota til Marietta, Wash. keypti þar fáar ekrur af landi og fojó þar alt af til dauðadaga; nokk- uð mörg ár framan af var dóttir hins látna hjá honum, þar til hún dó frá honum, lifði Sigurjón mjög einmanalegu lífi eftir það, og dó úr blóðrás.frá höfði “Hemorrage” hinn fyrnefnda dag, í einveru, án nokkurs manns nærvprandi. Eg var staddur á næstu grösum við S. þegar hann dó og var einn af þeim, sem báru hann til grafar. Eg þekti hann í Minnesota og kom oft til hans í Marietta. Hann var einn af þeim glaðlyndustu og geðspök- ustu mönnum, sem eg hefi kynst. ráðvandur og saklaus alla æfi. Hann var jarðsunginn af norsk- um presti frá Bellingham; 4 ís- lendingar og 2 Norðmenn bám hann til grafar. Útförin fór fram á heiðarlegan hátt. Fjórir menn héðan úr foorginni lentu í sjóhrakningi seint í febr. s. 1., voru þeir úti á reginhafi norður af Vancouver Island við sprökuveiðar þegar ofsa veður skall á, vél skipsins foilaði og akk- erið gat ekki haldið skipinu föstu og alt dreif til hafs, tóku þeir þá litla fleytu er á dekkinu stóð og fóru allir í hana og eftir langan og harðan þrakning komust þeir und- ir land i British Columbia, en fkvtunni hvolfdi þegar þeir voru l meira en hurtdrað faðma frá I landi, samt fórst enginn, fleytu og i mönnum -kolaði til lands með brimiildununí sem ráku hver aðra með ofsa afli og hraða Einn ís- lendingur var i þessari för, Ey- björn Erlingsson ‘o? 3 Norðmenn. Mr. Erlingsson hefir haft við orð að senda Winnipeg-blcðunum ná- kvæma lýsingu af hrakr.;ngsferð þessari síðar meir, sem varð reglu- legt æfintýri fyrir þá alla. — Glímufélag er ný-stofnað hér i Ballard af tveimur ungum mönn- um, glímukappanum Karli Magn- ússyni og Guðmundi B. Guðmunds- syni, húsp-Iáss hafa þeir leigt hjá svensika bræðrafélaginu “Vasa” útbúnaður góður, öllum er boðið að mæta þar einu sinni í viku, er þátt vilja taka í glímum og æf\ 6ig í þeirri list., “Vestri” á upp- tökin að þessari stofnun og kaus nefnd í það mál. Meira ver^ur þessa íþróttafélags minst síðar. H. Th. Mikil huggun þreyttu og taugaveikluðu fólki. Ný forskrift. sosja meðal (H-ttiv stórmerkilegt <>S' ágíiptt vi?i áðiiT-nefiKÍum kvillum. pösundir manita munu sannfærast um, að meðal þetta veitir bata á fá- um dögum. pér ættuS aS reyna þaS, ef þér finniS til taugaveiklunar eSa þreytu, ef avefn ySar er ekki sem reglulegastur. MeSaliS heitir Nuga- Tone. Bf þér finniS til stíflu, eSa skóf er á tungu ySar á morgnana, þá skuluS þér fá ySur flösku1 af Nuga-Tone, og nota meSaliS sam- kvæfmt forskriftinni. Nuga- Tone veitir gióSa matarlyst, væran svefn og reglubundna og skarpa meltingu. Vér erum þeirrar skoSunar, aS ekk- ert meSal verki eins fljótt og Nuga- Tone,1 FVam 1 e iS en du r Nuga-Tone þekkja læknismátt þess svo vel, aS þeir hafa faiiS lyfsölum aS ábyrgj- ast þaB, efia skiila peningum aftur aS öSrum kosti. MánaSlar skerfur kost- ar um $1.00. Fæst hjá öllum g68- um rlyfsölum. EXCURSJOJVS Frá 15. Maí til 30. Sept. Gilda til afturkomu 31. Okt. AUSTUR CANADAj VESTUR AÐ HAFI Austur-CuUada ferð tnnlfelnr í sér aS vclja má lun hvort heldur ferðast skal með járnbraut alla leið eða með jámbraut og vötnum. ‘ HKiMSÆKII) MINAKT THE IIIGHIíANDS OF ONTARIO NIAGARA FAIiI.S THE 1,000 ISLANDS THE ST. LAWRENCE THE MAIUTIME PROVINCES Fárra doga vlð«lvöl i JASPER NATIONAL PARK Skemtið yður við Golf, IHfrelðttferðlI,, fjallgöng- ur, göngtitúra, á smábátum, við SUnd. Tennls- leikl og dans. JASPER PARK'IiODGE IIÝSIlt GESTI pRfirVRNINGS FKRÐIN Hvort heldur með járnbraut eSa á sjónum. FariS er á járnbraut frá Mt. Robson Park til Prince Rupert. Aukafcrð til Alaska einnÍR innifalin. ef vill. Suður til Vancouver, 650 mílna vegalengd á beztu hafskipum. Para má og (með jámibraut frá Van- couver, þriðja Jiðinn af þríhyrningnum, norður gegn um Fraser ár dalinn og Thompson dalinn til Jasper National Park. AS sigla á vötnunum frá ,Port Arthur, Fort William og Duluth, er einn af allra skemitileg- ustu timum. Skipín (rS.S. “Noronio", “Hamonie", "IHuronic”), sem tilheyra Northern Navigation Co„ flytja ySur hvert sem þér • viljiS sameinast járnbraut til Austur Canada. Allar uppiýslngar fást hjá umboSsmönnum CANADIAN NATIDNAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.