Lögberg - 28.05.1925, Qupperneq 4
i
^ógberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
smbia Preif, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Taliimin N-6327 o£ PÍ-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
UtanásWrift til blaSsin*:
TKE COLUMBI/V PRES8, Ltd., Box 317*. Wnnlpeg. M«1-
Utanáskrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, M«n.
The "Lögberg’' la printed and published by
The Columbia Press, Llmited. in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba.
Kosningarnar í Saskatchewan.
Almennar kosningar til löggjafarþing'a,
eða annara opinberra embætta í þjóðfélaginu,
eru ávalt þýðingarmiklir og merkir viðburðir,
því þá er teflt um þýðingarmestu atriði mann-
félagsins.
Kosningar eru í eðli sínu ekkert annað en
embætta veiting, og eiga ekki annað að vera, en
að velja menn til þess að ráða fram úr vanda-
málum almennings, og verja fé bans á heiðar-
legan og hagkvæman hátt, svo það komi alþýð-
unni að sem mestum notum
Þegar um almennar kosningar er að ræða,
þá er fyrsta og aðal atriðið, sem kjósendurnir
verða að ganga úr skugga um, hver sé aðstaða,
eða stefna þeirra, sem um embættin, eða völdin
sækja, til mála þeirra, er mestu varða fyrir fé-
lagsheildina, eða hverjir af frambjóðendunum
séu líklegastir til þess að ráða fram úr vanda-
spursmálum, sem fyrir liggja, á sem hagkvæm-
astan háit.
Slíkt getur oft verið erfitt, sérstaklega þeg-
ar um óþekta flokka eða menn er að ræða, og
verða menn þá að velja eftir beztu sannfæringu,
þó þeir renni þá auðvitað blint í sjóinn að
meiru eða minna leyti.
í þessu tilfelli er þó ekki um neitt slíkt að
ræða. Dunning-stjórnin í Saskatchewan hefir
setið að völdum í fleiri ár, og er því stefna henn-
ar og stjómarathafnir þektar, ekki að eins af
fylkisbúum, heldur um þvert og endilangt þetta
land, svo menn vita, hvað hún hefir gjört og
hver stefna liennar er í öllum opinberum málum
fylkisins. Menn vita, að Dunning-stjómin í
Saskatchewan hefir veitt málum fylkisins for-
stöðu á tímabili því, sem erfiðast hefir verið í
sögu þessa lands—tímabili, er stjórnmál flestra
landa og fylkja hafa verið á hinni mestu ringul-
reið og ollað ósegjanlega mikilla erfiðleika á
svxði stjórnmálanna, og að hún á því tímabili
hefir unnið sér traust fylkisbúa og virðiijgu allra
hugsandi manna fyrir framkomu sína. Menn
vita, að í stjórnartíð Mr. Dunnings, hefir fólks-
talan í Saskatchewan aukist um 20 af hundraði,
að skólar fylkisins hafa aukist um helming, að
skattar í Saskatchewan fylkinu eru lægri, mið-
að við íbúatölu, en í nokkru öðra fylki í Yestur-
Canada. Að bændur í Saskatchewan hafa
fengið til híns um tíu miljónir dollara í gegn-
um bænda-Iánfélagið með 6V2 prct. vöxtum fyr-
ir txlstilli stjóraarinnar. Menn vita, að Dun-
mng-stjórnin í Saskatchewan hefir stutt hverja
einustu samtakahreyfingu, sem bændunum héf-
ir verið 1 hag, með ráði, dáð og peningum, án
þess að skerða á nokkurn hátt stjóm eða fram-
kvæmdarvald þeirra í þeim málum, og menn
vita, að stjórain hefir sýnt mikla alúð og fram-
takssemi með að koma vegagerð innan fylkis-
ms 1 sem bezt horf og lagt feikilega mikið fé í
vegma mnan þess. Menn vita, að Dunning-
stjornm hefir verið framtakssöm, samvizku-
. som og ahugasöm um allan hag fylkisbúa, og
nu sækir hún um völdin á ný 2. júní n.k.
Og hvað ætla' kjósendurnír í Saskatche-
wan að gjora? Hvað eiga þeir að gjöra?
Athuga nákvæmlega og af einlægni, hvað
Dunnmg-stjórnin hefir gjört, og svo, hvað
annað þeim stendur til boða, og hvort nokkur
Jikmdi seu til þess, að menn geti bætt hag sinn
með þvi að skifta um.
Tveir aðrir flokkar bjóða sig fram við
þessar kosnmgar: afturhaldsflokkurinn gamli
°g alkunni, undir forystu Mr. Anderson.
Hvað hefir hann að bjóða? Bókstaflega
ekki nokkurn skapaðan hlut, sem Dunning-
stjornm er ekki búin að framkvæma áður
ralsmenn þess floks hafa ekki neina nýia
hugsjon fram að færa í kosninga-baráttuníii
enn sem komið er Ahugamál eiga þeir ekkert,
* ír2Sía °g velme^nar fylkisbúa geti leitt
en x stað þess beita þeir afli því, er þeir eigé
r a raða, til þess að ófrægja Dunning-
stjorama, rengja stjórnmála hæfileika hennar
og bregða henm um fjárbruðl. Þrátt fyrir það,
þott omotmælanlegt sé, að Dunning-stjórnin
hafi a smni stjornartíð fært niður stjórnarkostn-
aðinn svo nemur $1,267,000, hafi haft $36,361
tekjuafgang við síðustu fjárhagsáramót, og að
, i ^fJfhewan fyUíi sé lægri skattar, þegar í-
enV° vlfyI-ífinS f tekÍnn ffreina. heldur
skuldir fv^- brU afftStUrfylkjUnUra fjórum>
skuldir fvlkis þess seu lægri á hvern íbúa fylk-
isins, en . hmum vesturfylkjunum, þó að gjöld
fylk.sms td opinherra þarfa séu meiri, en í
nokkru oðra fylki í Canada. 1
Slíkt getur máske vilt sjónir kjósendanna,
en það synir enga stjórnvizku, heldur þvert á
moti synxr það óyndisúrræði manna, sem lang-
ar til að ná . vðldin, en eiga ekki neina hugfejón
sjálfir, er rutt geti veg þeirra, og láta sér svo
sæma að reyna að ná þeim með því að blekkja
aðra.
Hinn flokkurinn er Bændaflokkurinn, sem
að mörgu leyti hefir sömu stefnu í stjórnmál-
um og Dunning-stjórain hefir verið að berjast
fyrir öll sín stjóraarár, en finst að þeir sjálf-
ir muni geta betur komið ár sinni fyrir borð í
stjórnmálunum, en núverandi stjóra hefir
tekist
LTm þessa aðstöðu bændanna skal hér ekki
fjölyrt. Þeir hafa náttúrlega rétt til sinna
skoðana, eins og allir aðrir; en ef dæma má
eftir því, hvernig að bændastjórnunum hefir
farist í þessu landi, þar sem þær hafa náð völd-
um, þá eru ekki mikil líkindi til að Saskatche-
wanbúar mundu hagnast á því að skifta á
Dunning-stjórninni og bændastjórn.
Eitt atriði hefir komið fram í þe-ssum
kosningum, eins og reyndar oft áður, en það er
sérstök ástæða til þess að benda á það, og vara
sig á því nxi; það er: að Dunning-stjómin í
Saskatchewan sé of sterk, óg þess vegna þurfi
að fjölga mótstöðumönnum hennar á þingi.
Þessa flugu ættu kjósendurnir um fram alt að
varast. Því hún er ekki send út í neinum góð-
um tilgangi.
Hið mesta stjóramálalega böl, sem heim-
urinn hefir átt við að stríða síðastliðin sjö til
tíu ár, er flokkaskiftingin og skortur á stjórn-
arvaldi á. löggjafarþingum þjóða og fvlkja.
England rak þessi vandræði af höndum sér við^
síðustu kosningar þar í landi, Bandaríkin gerðú
það sama og Ontario-fylki einnig. Saskatche-
wan-fylkið eitt, að undanteknu Quebec-fylki,
hefir haldið slíkum ófögnuði út frá sér, og fer
naumast að verða honum að bráð nú.
Einn Islendingur sækir um þingmensku
við þessar kosningar í Saskatchewan. Það er
W. H. Paulson. Maður, sem óþarft er að fara
um mörgum orðum, þar sem Vestur-íslending-
ar eiga hlut að máli, því þeir þekkja hann allir
0g hafa þekt til margra á«ra, og þá ekki síður
kjósendurnir í Wynyard kjördæminu, þar sem
hann sækir 0g hefir verið þingmaður fyrir fleiri
ár Þeir þekkja Paulson allir og Mr Paulson
þekkir þá, og hann þekkir líka kjördæmið, þarf-
ir þess 0g framfara möguleika betur en flestir
ef ekki allir menn innan þess kjördæmis. Hann
er flestum mönnum færari til þess að sýna fram
á þarfir kjördæmisins á þingi, sakir málsnild-
ar sinnar 0g skarpskygni, og hann er líka
manna líklegastur til þess að fá kröfum sínum
framgengt, ekki að eins fyrir áhuga sinn og
fastheldni við þær, heldur líka fyrir það, að
hann hefir þa,nn ómetanle&a hæfileika sem þing-
maður, að geta unnið sér velvild 0g tiltrú allra
samverkamanna sinna.
Það er fremur sjaldan, að hæfileikar,
mælska og samvinnuþýðleiki fari saman hjá
einum manni, en W. H. Paulson er þeim kost-
um búinn og því er hann sigursælli í áhugamál-
um sínum, hvort heldúr það era pólitisk mál
eða önnur, en flestir aðrir.
Vér vorum að búast við því, að Mr. W. H.
Paulson næði kosningu í kjördæmi sínu gagn-
sóknarlaust. Svo varð þó ekki. Bændaflokk-
urinn hefir sett út mann á móti honum, W. J.
Paul að nafni. Mann Jiann þekkjum vér ekki,
en ótrúlegt þykir oss, að hann sé betur til þing-
mensku fallinn, eða hafi fyrir fegurri stjóra-
mála hugsjónum að berjast, en W. H. Paulson
og flokkur sá, er hann fyllir. Og það hyggjulm
vér, að kjósendunum í ^Vynyard kjördæminu
þyki líka og sýni það áþreifanlega á þriðjudag-
inn kemur, er þeir ganga til atkvæða.
^ Síðan að þetta var ritað, hefir oss borist
sú fregn, að hr. Jóhannes Einarsson, Lögberg
P.0., Sask., hafi verið útnefndur sem þing-
mannsefni bændaflokksins í Saltcoats kjördæm-
inu. Jóhannes er myndarmaður og góðum hæfi-
leikum peddur, og er því líklegur til að verða
nýtur þingmaður, ef hann nær kosningu Slæmt,
að hann skyldi ekki geta stutt þann flokkinn,
er beztan hafði málstaðinn.
Vor og œska.
Vorið hefir verið kalt. Vindurinn hefir
nætt og níst og frostið á nóttunni hefir eyðilagt
nýgræðinginn jafnóðum og hann hefir skotið
fyrstu frjóöngunum. En í fæstum tilfellum
hefir kuldinn getað deytt hann.
Móðir, jörð, og hin undursamlega reglu-
bundna náttúra, veradar og vermir nýgræðing-
inn við brjóst sér og hlífir honum fyrir norð-
anvindi og næturfrostum, ekki að eins í ár,
heldur ár frá ári og öld eftir öld.
Vorkuldarnir eyðileggja sjaldnast sumar-
gróðurinn. Þeir geta seinkað honum, en um
síðir sigra geislar sumarsólarinnar vornæðing-
ana og döggin og regnskúrir sumarsins klæða
jörðina til arðs og unaðar.
Menn eru því rólegir, þó stundum andi
kalt á vorin, því þeir vita, að sumarið er í nánd.
Þeir vita, að norðanvindar vorsins munu missa
biturleik sinn og beiskju fyrir vermandi vor-
sólinni. Þeir vita, að dalir, hólar og hlíðar
muni klæðast skrúði sumarsins innan skamms
tíma. Þeir vita, að sumarsólin muni vekja
hagann og hjamið til nýs lífs, nýrrar fegurð-
ar og líka til nýrrar starfstíðar.
Vorið í náttúrunni svarar til æskunnar í lífi
mannanna.
Sumargróðurinn liggur falinn í lífi æsku-
mannsins. En vér sjáum ekki ávexti hans fyr
en á sumartíðinni sjálfri — manndómsárum
mannanna. Undirbúningur sumarins í náttúr-
unni er reglubundinn og óhagganlegur. Vetr-
arhvíldin, frostið, sem geymir hið minsta fræ,
svo vindarair ná ekki til þess að feykja því;
snjórinn, sem skýlir og vökvar, þegar vorið
leysir klakaböndin og þyðir jarðveginn, eru
hjálparmeðul náttúrunnar til þroskameiri
sumargróðurs.
Undirbúningur æskumannsins undir sum-
ar mannlífsins — starfsárin, er líka mikill, en
það er undir hverjum einstakling komið, hvort
að hann er eins reglubundinn. Æskumannin-
um eru engar skorður settar með það, hvernig
að hann eða hún fer með líf sitt—hvernig að
hann eða hún búa sig undir sumartíðina. Alt
sem mannfélagið gjörir í þá átt, og alt, sem það
í raun og veru getur gert, er að leggja þroska-
tækifærin upp í hendur æskulýðsins, en svo
verður ]>að að vera undir viljaþreki æskulýðs-
ins sjálfs komið, hvernig að liann notar þau.
Á vorri tíð eru það skólarnir, sem aðallega
búa æskulýðinn undir sumartíðina — starfslíf-
ið, og nú einmitt um þetta leyti árs eru tugir
þúsunda að ljúka prófum sínum frá þeim skól-
um, bæði æðri og lægri Fyrir mörgu því fólki,
er nú vortíðin á enda og sumarið komið. Fram
undan því eru viðfangsefni lífsins, starfstíðin
margbreytileg 0g kröfuhörð. Hvernig skyldi
sumargróðurinn verða í lífi þeirra?
Þeirri spurningu er ekki hægt að svara,
tíminn einn leiðir það í ljós. Mentunin, sem
það fólk hefir fengið, er mikils virði, sé hún
rétt notuð. E11 bxxn er ekki einhlít. Mentun
allra manna er að eins einn þátturinn í undir-
búning’ þeirra undir lífsstarfið, svo á hana eina
er ekki að reiða sig, og ])ví síður er hún til þess
að miklast af. Hún er að eins veitt mönnum
til þess að skerpa skilning þeirra og auka afl
þeirra til þess að fást við viðfangsefni lífsins.
En mentunin ein skapar ekki jafnvægi í lífi
nokkurs manns, sem þó er óumflýjanlegt, ef
nokkur von á að geta orðið til þess að lífsstarf-
ið hepnist, hvert helzt sem það er.
Saga er sögð, og mun sönn vera, af ungum
manni, sem hafði nýlokið skólanámi. Hann var
á ferð í Evrópu og stóð svo á, að hann þurfti
að fara sjóleið yfir vík eina, eða fjörð. Leit
hann sér eftir ferjumanni og fann hann. Þeir
fóru á litlum bát í góðu veðri. Skólamaðurinn
sat í stafni bátsins og virti ferjumanninn fyrir
sér, þar sem hann sat á þóftu í bátnum 0g
kníiði róðurinn all-knálega. Hann var fremur
fátæklega til fara, fötin gömul og snjáð. Hönd-
uraar voru sterklegar og stórar, og andlitið
veðurbarið. Námsmaðurinn var í góðu skapi,
yrti því á ferjumanninn og mælti: “Hafið
þér nokkurn tíma lesið heimspeki?”
“Nei,” svaraði ferjumaðurinn
“Þá er fjórði parturinn af lífi yðas eyði-
lagður,” sagði mentamaðurinn.
“Hafið þér lært vísindi?” var næsta spurn-
ingin. Aftur svaraði ferjumaðurinn neitandi.
“Þá er annar fjórðungur lífs yðar eyðilagð-
ur. Hafið þér nokkuð kynt yður listir?”
“Nei,” svaraði ferjumaðurinn.
“Þá era þrír fjórðungar lífs yðar gjör-
samlega tapaðir,” mælti mentamaðurinn.
Þegar hér var komið samræðunni, var far-
ið að hvessa og báturinn valt á öldunum og
ferjumaðurinn átti fult í fangi með að halda
honum á kjöl. Hann sneri sér þá við, leit á
mentamanninn og spurði: “Kunnið þér að
synda?”
Mentamaðurinn sagðist ekki kunna það.
“Þá er líf yðar alt eyðilagtt,” svaraði
ferjumaðurinn, “því við erum að sökkva. ”
Þessi saga, sem er næsta læúdómsrík,
kemur oss í hug nú á vortíðinni, þegar svo
margir af æskulýð lands vors og annara landa
eru að útskrifast frá mentastofnunum þessa
lands 0g annara.
Vér vitum ekki, hvað margir þeirra kunna
að synda, eða hvað margir munu sökkva til
botns En eitt er víst, að ef að þeir og aðrir eiga
að geta notið lífsins, — ef sumartíðin í lífi
þeirra á að geta orðið fögur og ávaxtarík, þá
þarf jafnvægi að vera í lífi þéirra, þeir þurfa
að kunna meira en heimspeki, meira en vís-
indi og listir, þeir þurfa líka að kunn'a að
synda, það er, að beita líkamskröftunum, vita
um, að ef vetrar kuldar mannlífsins eiga ekki
að eyðileggja vorgróðurinn í sálum þeirra, þá
þurfa þeir, eða þau, að hafa vakandi auga á
jafnvæginu í lífi sínu.
Þegar Kína vísaði veginn.
Þegar menn hugsa um Kína í sambandi við hin-
ar miklu framfarir nútímans, þá finst oss, að Kín-
verjar séu svo langt aftur úr, að furðu sæti, og sú er
tilfinning að sjálfsögSu á rökum bygð. En Kínverj-
ar hafa ekki alt af verið á eftir í verklegum fram-
kvæmdum, né heldur i þvi að leysa hin mörgu við-
fangsefni, sem samtíðin hefir krafist og gjöra nafn
hugvitsmanna stórt á vorri tið.
Það er nú ekki lengur nokkur ráðgáta, að Kín-
verjar fundu upp margt af nýtízkutækjum vorrar
tíðar, mörgum öldum áður en vestrænu þjóSirnar
höfðu hina minstu hugmynd um þau, og bárust ekki
svo fáar af slíkum uppfyndingum þeirra til Vestur-
landa.
Pappir var fyrst búinn til í Kína árið 105 e. Kr.
og barst þaðan með herteknu fólki til Arabíu og síðar
til Evrópu. Prentlistin var iþar fullkomnuð á fjórðu
og fimtu öld þannig, að stafirnir voru skornir i viðar-
stykki, sem svo var þrykt á pappir, og barst sú
prentunar aöferð til Egypta frá Aröþum.
Uppfundning Gutenbergs lá i þvi, að hann aðskildi
prentstafina manna fyrstur. En jafnvel það höfðu
Kínverjar gjört árið 1041. En stafina bjuggu þeir til
úr leir og hertu síðan við eld, en hættu því bráðlega
aftur, og lá sú list i gleymsku þar til farið var að
prenta dagblöð þar í landi.
ÞaS virðíst, aS Kinverjar hafi þekt kompásinn
eins snemma og árið 1200 f. Kr. Hann var þá not-
aður af ferðamönnum þar i landi, er ferðast þurftu
yfir óbygðir. Siglingamenn kínverskir notuðu hann
fyrst árið 342 e. Kr., eftir þvi sem sagt er. Þektur
var hann af almenningi þar í Iandi á tiundu öldinni;
á þeim tima fóru Arabíumenn aS veita honum eftir-
tekt og það voru þeir, sem fluttu hann til Evrópu.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash & Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ Og GŒÐI ALVEG FYRIRTAK
Mjög er langt síSan, að púSur
var þekt í Kína, og ekki gott að
segjai, hvernig eða hvenær þeir
hafa komist yfir það, þó ekki sé
ólíklegt, að efnfræðingar mið-
alda tímabilsins hjá þeirri þjóS
liafi dottiS ofan á það. PúSur-
kerlingar og púður til sprenginga
var þekt iþar og notað um það
leyti, sem hið nýja timábil kristn:
innar hóf göngu sína. Á fjórðu
og fimtu öld höfðu kinversk kaup-
skip byssur til að verja sig með
fyrir sjóræningjum. Fyrstu skot-
vopnin, sem sögur fara af hjá
Kínverjum, voru á þann hátt, að
reyrle^gir voru holaSir innan, sag-
aSir í" sundur og tappar settir í
endana; hvernig í púðrinu var
kveikt, vita menn ekki, en á meS-
an þessar sprengikúlur voru nýj-
ar og þeim var hent, sprungu þær
með hvell miklum og klofningarn-
ir úr viðnurn voru óvinum skæðir
mjög. Síðar notuðu þeir járnpíp-
ur fyrir reyrinn. Fallbyssur not-
uðu þeir eins snemma og árið
1232, og riffla 1262, og köfnunar-
gas notuðu þeir í bardögum á sama
tíma. Arabar, sem alt af höfSu
mikil mök viÖ Kínverja, fluttu
margar af hugmyndum þessum til
Vesturlanda. í annálum Kínverja
er minst á, aS tundursnekkjur og
neðansjávarbátar hafi verið not-
aðir af Kínverjum um sama leyti,
en neðansjávarbátarnir féllu aft-
ur í gleymsku og dá.
Kínverjar létu heldur ekki viS
] etta sitja. Þeir fundu upp flug-
vélarnar um sama leyti, bifreið-
arnar og hraðamælira, sem menn
nota nú á bifreiSum. Nokkru síS-
ar fundu þeir upp kíkirinn, en það
sem eftirtektaveröast er af öllu, er
jarðskjálftamælir (þeirra, sem
bvgður er á sama grundvelli og
mælir sá, er fyrstur var gjörður
í Evrópu (1860], er bygður á.
Við verðum að vjiSurkenna aö
list sú, sem til vor hefir komið i
postulínsgjörö, er frá Kínverjum
komin, einnig bólusetning og inn-
sprautun á sviði læknisfræÖinnar.
Regnhlifarnar, sem leggja má
saman og blævængirnir og jafnvel
hugmyndin um að móta kolamylsnu
fcoal briquettsý er frá þeim kom-
in.—Manchcster Guardian.
------o-------
Húsabyggingar, bæirog
búningar.
á íslandi um 1850.
Veggirnir voru úr hnausum og
torfu-strengjum, 4—6 feta þykkum,
hlaðnir eins utan og innan og fylt
upp á milli með mold, og hún vel
troðin. Sumir höfðu grjót í neðstu
lögin, en það þótti auka kulda að
hafa mikið af því. Veggir voru
4—5 fet á hæð, ef ei átti að vera
loft í því, annars um 10 fet. Tóft-
in oftast 3—4 stafgólf, hvert staf-
gólf 6 fet. Breiddin 1Q—12 fet. Svo
var sett grind innan i tóftina,
Binn staur í hvort horn og eins við
stafgólfamótin. Þeir voru grafnir
niður og látin kúamykja ofan í
holurnar, sem átti að verja fúa.
Ofan á stoðirnar var neglt eða
grópuð vegglægja alt í kring,
rist úr planka. Líkt og “skandling-
ar” eru þar ofan á móti stöfum
voru -sperrurnar negldar úr 6
tommu plönkum, svo voru negld á
sperrukjálkana langbönd, þar
utan á lagt ýmist birki-raftar eða
hrís, svo var tyrft með torfi og
grasrótin látin snúa að röftunum
þar yfir snydda stungin úr túninu
og sárið lagt saman.
Gras spratt á þekjunni eins og
á túni enda alt af slegin þekjan.
Sumir hðfðu rei-sifjöl í staðinn
fyrir raft. Borðum raðað upp og
ofan eftir allri hliðinni. Og ein-
stöku efnamenn skarsúð, næst-
neðsta borðið var látið ganga
þumlung ofan á hitt, og evo alla
leið upp. Þar yfir lagt ris undir
torfið.
Hin bæjarhúsin voru líkt bygð,
nema þar voru birkiraftar undir
torfinu n. 1. búr og eldhús, og
veggir þynnri. Sumstaðar var
baðstofan öðru megin dyra og
gangsins. En búr og eldhús hinum
megin. Aðrir höfðu baðstofuna
þvert fyrir bæjardyraganginum,
en hin húsin sitt hvoru megin. öll
voru fast víð vegginn 1 baðstof-
unni um 6 feta löng og 3 feta
breið. Víða voru rúmfletin föst við
moldarveggina. Sumir lögðu fjailr
á milli veggjar og fatanna.
sváfu 2 í rúmi, en alt af andfætis,
hvort heldur voru karlar eða kon-
ur. Hjón sváfu upp í arm ef sam-
an sváfu, sem oftast var. Flestir
höfðu rúm svo langt frá gólfi að
næturgagni varð smeigt undir það.
sem öllum rúmum varð að fylgja.
Undir sænginni var hrís. Fiður-
sængur voru víðast eða þá hey-
sæng, svo voru rekkjuvoðir úr ull
og þykt brekán, koddar með fiðrt.
Vaðmálsver voru á koddum og
sængum.
Misjöfn stærð var á eldhúsum,
og eins á búrum, margir höfðu
eldhúg svo stórt að þar yrði ihafð-
ur taðhlaði, er haft var til elds-
neytis með hrísi og fleiru er hægt
var að brenna. Oft var ill lifandi
í eldhúsunum vegna reykjar, sem
oft lagði um allan bæinn þó
strompur væri yfir hlóðunum þá
vildi hann lítið duga í hvassviðr-
um. Á baðstofugöflum voru glugg-
ar oftast með 4 rúðum þetta 8 og
10 eða 10—12 tommur á kant, en
á stofum undir loftinu voru þeir
stærri. Stundum avr gluggi á þekj-
unni. En um þá vildi oft leka ofan
í rúmið, sem undir þeim var, engin
gluggi var opnaður. En túða var
á miðjum mæni, sem oftast var
troðið í tusku. Bæjardyr voru um
faðm á vídd og þil fyrir með hurð
er loka mátti á nóttum. Fyrir bún
var læst hurð og hafði konan
lykil að henni hjá sér. Víða var
óþrifalegt í bæjardyragöngum,
því þar höfðu hundar, sem oft
voru 5—8 á bæ aðsetur sitt á nótt-
um o-g þegar slæmt veður var á
daginn eða þeir heima.
Litið var víða hugsað um hrein-
læti, þó var víða sópuð öll baðstof-
an með hrísvendi um helgar. Og
fyrir jólin, þá var alt gert svo
hrein sem unt var. A’skar og fleiri
ílát þvegin upp úr hangiketssoð-
inu, því hangikjöt var alt af
soðið á þorláksmessu og mokaðir
stigar og og loft með reku, líka
göngin.
Á búning manna mætti líka
minnast. Karlmenn voru í prjón-
uðum nærfötum og prjónaðri nær-
peysu, sem alt af var ljósblá á
lit, hnept að framan með isilfur
eða látúnshnöppum. Buxur og
vesti úr dökku vaðmáli. Duggara-
peysa prjónuð sem steypt var yfir
höfuðið, svört eða mórauð. Hetta
var alment notuð á vetrum. Hana
mátti brjóta upp svo lík varð der-
lausri húfu, en ef niður var flett
þá náði hún niður á axlir. Op var
á henni fyrir augu og nef, hún
var móráuð að lit eða forún.
Annars voru klæðishúfur með
deri að framan algengasta höfuð-
fatið. Sumir höfðu röndótta skott-
húfu, en til spari voru mest hatt-
ar 10—12 þumlunga háir, líkast
eins og stóar-rör með litlum börð-
um, svartir að lit út flóka, baðm-
ull og silki eftir efnum og metorð-
um eigandans.
Spariföt voru úr dökku vað-
mali, buxur, vesti og treyja sem
náði ofan að mitti, tvíhnept. Menn
höfðu ullartrefil um hálsinn og
sumir silkiklút þar innan undtr.
Menn voru í tvennum sokkum með
sauðskinns eða selskinnsskó.
Þve’ngir voru á hælum og ristum
úr hvítu eltiskinni. Til handtaks
höfðu allir leðurskó. Snýtuklúta
höfðu menn í buxnavösum og létu
lafa út. í ferðalögum voru menn I
kafíum með stórum kraga er náði
ofan á mitt bak úr dökku vaðmáli
með foindi um hálsinn og vetlinga,
alt heima unnið.
Kvenfólk var í prjónuðum nær-
klæðum vaðmálspilsum upphlut,
líkan vesti í laginu með silfur-
millum og silfurlykkjum í þeim
og nál til að reima hann að sér.
Efnalitlar konur höfðu millur úr
kopar, jafnvel úr tini. Prjóna-
peysur, sem náðu ofan í mitti með
fellingum neðst á baki. Húfur,
prjónaðar, sem náðu ofan á eyr-
un með skotti upp úr og silkisíkúf
í, er náði vel á öxl. Þar sem skott
og skúfur mættust var silfur- eða
gyltur hólkur, og tíðum höfðu þær
sjal á herðum sér, klút úr lérefti
eða silki um hálsinn, þær voru í
dökkm sokkum og leðurskó á fót-
um heima við. Við messur og á
mannamótum var Hkur Ibúningur,
nema vandaðri.
SteingrímurKristjánsson
Aðfaranótt sunnudagsins þ. 29.
marz síðastl. andaðist á spítala
hér í Seattle gamalmennið Stein-
grímur Kristjánson. Banamein
Oft