Lögberg - 28.05.1925, Blaðsíða 5
LÖGBERG, MMTTJDAGINN, 28. MAÍ 1925.
81». S
?DODDS
KIÐNEYáj
P'LLS M\
Dodds nýrnapillur eru besta
nýrnameðalið. Lækna og gigt toak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu'm lyf-
sölum eða. frá The Dodd^s Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
hans var innvortis menisemd, sem
þjáði hann mikið síðasta ár og
hálft æfi hans.
Steingrímur heitinn var 72 ára
er hann var kallaður héðan. Hann
var fæddur árið 1853 að Krums-
hólum í Borgarhreppi á íslandi.
Fyrir rúmum þrjátíu árum flutt-
ist hann með konu sinni Snjófríði
Hjálmardóttur, og börnum þeirra
til Ameríku frá Vopnafirði á ís-
landi. Þegar til Canada kom sett-
ust þau fyrst að á 'Gmili, en flutt-
ust svo til Selkirk og seinna til
Argyle ibygðar. Þar misti hann
konu sína árið 1911. Vestur til
Seattle flutti hann fyrir fimm
árum og var hér hjá ibörnum
sínum síðan, isem önnuðust hann
með ástúð og kærleik alt til hins
síðasta.
Hann lætur eftir sig sex börn,
fjórar dætur: Mrs. B. T. ísberg,
Baldur, Man., Mrs. W. Leslie, Ed-
monton, Alta, Mrs. I. Mattice,
Westwood, Calif., Mrs. D. Van-
sickle Seattle Wash. og tvo syni:
Einar, til heimilis í San Fransisco
og Kristján, er heima á hér í Se-
attle. Hann á einnig eftir lifandi
eina systur og einn bróður á ís-
Iandi, en ókunnugt er mér um
nöfn þeirra og verustað.
Jarðarför hans fór fram frá
einni af útfararstofunum í Ball-
ard þ. 1. apríl. Hann var jarð-
sunginn af prestaskólanemanda
Kolbeini Sæmundssyni.
Sá er þetta iskrifar var ekki
mikið kunnugur Steingrími heitn-
um, kyntist honum ekki fyr en
rétt undir það síðasta, en það
þurfti ekki langa viðkynningu við
hann til að finna að hann var
stetktrúaður kristinn maður.
Hann unni mjög passíu-sálmum
Hallgríms Péturssonar og kunni
mikið af þeim utan bókar. Hinn
þungfbæri sjúkdómskross ihans
leiddi skýrlega í ljós traust hans
á föðurnum himneska og kærleiks-
ríka. Og þegar kallið kom til hans
um að flytja héðan var hann á-
reiðanlega viðbúinn að hlýða þvi.
Ástvinir hans og aðstandendur
þakka hér með innilega öllu þVi
fólki ,sem á einn eða annan hátt
vottuðu þeim hluttekning sína i
sðknuði þeirra við burtför hans,
og þeir vona að það fái einnig
notið þess stuðnings, er það þarfn
ast hans mest.
K. S,
Œfiminning.
Steinunn frá Skálum, fædd 9. mai
1858 dáin 6. apríl 1924.
'Smám saman teljast úr lesta-
ferð lífs. Leikbræður vorir og
systur.
Endurminningarnar skipa þeim
sem stendur eftir á gatnamótum
lífs og dauða, að líta til Ibaka
fram í liðna tímann, og renna
huganum yfir farinn veg. Það sit-
ur því vel á okkur þeim eldri, sem
bráðum erum komnir að enda æfi-
skeiðs, að stansa svolítið og skygn-
ast eftir því hverjir það eru og
hvað þeir voru reisubræður vorir
og systur, sem nú hafa verið köll-
uð úr hópnum, og rfija það upp í
huganum jhvort við höfum kvatt
þá og þakkað þeim fyrir samfylgd-
ina. í þetta skifti benda endur-
minningarnar mér á liðna tíð og
leiðið þitt, hreinhjartaða, góða
reisusystir, Steinunn frá Skálum.
Ráðvendni þín til orða og verka
hlýtur að verða hverjum, sem
þektu þig lengi minnisstæð, ljúf-
menska þín var svo sönn og hrein.
Steinunn var fædd á Skálum á
Langanesi í Norður-Þingeyjar-
sýslu, foreldrar hennar voru hin
valinkunnu hjón Guðmundur Sig-
urðsson og Aðalibjörg Jónsdóttir,
sem ibjuggu á Skálum alla sína bú-
skapartíð meðan þau voru á Ts-
landi, þau voru annáluð af öllum,
sem kyntust þeim fyrir gestrisni
og alla manngæsku, þessa mann-
kosti erfði Steinunn heitin í ríku-
legum mæli ásamt fleiri systkin-
um, frá foreldrum sínum. Þetta
voru dýrmætustu fjársjóðir Skála-
hjónanna. óbrothættir og ógleym-
anlegir þeim, sem verða þeirra
aðnjótandi. Til þessa lands flutti
Swedish-American Line
T
±
T
T
T
f
f
f
HALIFAX eða NEW YORK
Ss Drottingham
2. og 3. farrými
REYKJAVIK
ISLANDI
Á þriðja farrými $122.50.
GRIPSHOLM
1., 2. og 3. farrými.
Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni,
eða hjá
Ss Stockholm
2. og 3. farrými
f
f
f
♦?♦
f
f
Swedish-American Line
470 Main Street, WINNIFEG, Phone A-4266
♦♦♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
?
♦!♦
hún með foreldrum sínum árið
1889 og settist að hjá systkinum
sínum, sem þá voru búsett nálægt
Grafton N. Dak. þessi eru nú lif-
andi systkini hennar, sem fluttu
til þessa lands.
Aðalmundur og Sigurður vel-
metnir bændur í íslemsku bygðinnl
við Gardar North Dakota og Val-
gerður kona ólafs Jóhannessonar
bónda í Winnipegosis, Man., hún
andaðist á heimili Aðalmundar,
þar hafði hún dvalið lengst síðar.
hún kom til þessa lands.
Steinunn, þú ert nú gengin til
hinstu hvíldar enn minningarnar
um þig lifa hjá okkur, sem lifum
og vorum þér samferða á lífisleið-
inni. Þöikk fyrir samfylgdina, þú
varst hreinhjörtuð og kærleiksrík
kona.
Systkini þín harma þig horfna
að sýnilegum návistum, en vonin
um samfundi síðar græðir sár-
in og sefar tárin.
Einn af reisubræðrum hinnar
látnu.
Ritdómur.
Jarðabók Árna Magnússon-
ar og Páls Vídalíns. Gefin
út af hinu íslenska fræða-
félagi í Kaupmannahöfn. 3.
‘bindi. 1.—3. hefti. Khöfn.
1923'—24.
Með 2.—3. hefti, sem kom út I
sumar er leið, er lokið 3. bindi
þessa mikla bg merka ritverks,
sem þeir próf. Finnur Jónsson og
meistari Bogi Th. Melsteð hafa
gefið út fyrir Fræðafélagið. Hef-
ir próf. Finnur nú hætt við út-
gáfuna vegna annríkis við önnur
störf, en Melsteð sór um hana
framvegis.
Um sjálfa útgáfuna er ekkl
nema gott að segja. Þó hefði eg
kosið að hún hefði öll verið gerð
stafrétt eftir frumritinu, úr þvi
það er til. Nú eru yfirskriftir
(nöfn) jarðanna stafréttar, en
ekki annað.
Þetta bindi, sem nær yfir Gull-
bringusýslu, mun þykja hvað
merkilegast fyrir margra hluta
sakir. Á þessu svæði hafa orðið
meiri ibreytingar í lifnaðarháttum
og búnaði en á nokkru öðru svæðl
á landinu.
Sem dæmi upp á hvað finna má
í bókinni, set eg hér tvo kafla,
lýsing á höfuðbólinu Bessastöð-
um, og kafla úr lýsingunpi á
Reykjavík.
Lýsingin á jgessastöðum er
svona:
“Jarðarinnar dýrleiki þykjast
menn heyrt ihafa að verið hafi 12
hundruð. Eigandinn er kongleg
Majestat. Hér er amtmannsins
resídens og fógetans þá svo til
hagar. Landskuld er hér engin
né hefir verið í nokkur hundruð
ár. Leigukúgildi engin né leigna-
gjald. Þareru nú 3 kýr, ásauður
enginn, kliárhestur einn, sem skal
vera af inventarie, 2 reiðhestar,
sem iheýra Monsr. Beyer til. Fóðr-
ast kunna þar nú 6 kýr og ekkert
meir. Túnið segist að vera 8 kýr-
fóðurs vellir og er nú sökum á-
burðarleysis og annara vanræktar
stórum af sér gengið og víða kom-
ið í mosa. Heimilismenn eru nú
19, sem eru: Monsr. Beyer með
hans Familie 6, ráðsmaður 1,
vinnumenn 7, drengir 2, vinnu-
konur 3. Sölvafjöru á jörðin lítils-
verða inn við Bessastaðanes, hvör
þó ei brúkast. Eldiviðartak af mð
var til forna nægjanlegt í Bessa-
staðanesi, en tekur nú mjög svo
að réna. Engjar eru öngvar. Tún-
ið brýtur að sunnanverðu Lamb-
húsatjörn, er gengur úr Skerja-
firði. Haglendið brjóta flæðiskurð-
ir, er ganga úr Bessastaðatjörn
norðanvert á Bessastaðaland.
Vatnsiból er slæmt og erfitt, og
þrýtur jafnlega á þerrasumrum
og frostavetrum. Heimræði brúk-
ast ekki en skipastaða Bessastaða-
manna er í Melshöfða.”
Líklega mun þó flestum finn-
ast mest til lýsingarinnar á kóngs
iörðinni Reykjavík tog hjáleigum
hennar, og isvo nágrannajörðunum
Nesi, Engey, Laugarnesi o. s. frv.
M. a. segir þar um kvaðir þær sem
liggja á Reýkjavíkurbóndanum:
“Kvaðir eru mannslán um ver-
tið, betalast in natura. Tveir dag-
slættir í Viðey og fæðir bóndi
manninn. Að láta bera fálkana af
Víkursandi fram í Hólmskaupstað
alla upp á sinn kost, því Álftnes-
ingar bera fálkana alllskjaldan
lengra en til Víkur. Heyhestur
einn til fálkafjár síðan þeir sigldu
í Hólmi, fyr ekki. Flutningur hve-
nær sem Bessastaðamenn kalla, til
lands að Skildinganesi, til vatns
fram í Hólmskaupstað. Reiðingur
og klyfberi hefir einu sinni heimt-
ur verið til alþingis og í té látið,
en hvorugt aftur til skila komið.”
Örnefnið Bygg-garður, sem er
lögbýli í óskiftu Ness heimalandi,
sýnir greinilega að þar hefir korn-
rækt átt sér stað, eins og áreiðan-
lega víðar á þessum slóðum.
Það er mjög merkilegt að sjá hvað
kvaðirnar til Bessastaðamanna
hafa verið miklar og þær hljóta
að hafa komið sér oft og einatt
mjög illa.
Fyrir héraðalsöguna og sérstak-
lega f.yrir sögu 'islensks land-
búnaðar og menningarsögu er
þessi bók eitt af dýrmætustu heim-
ildarritum. Er vonandi að Fræða-
félagið geti haldið útgáfunni ó-
sleitilega áfram.
Sigfús Blöndal.
Lögrétta 8. apríl.
Bifreiðar og mótorhjól 1924.
Um síðastliðin áramót telst svo
til, að verið hafi bér á landi í
notkun 311 bifreiðar og 25 mótor-
hjól. Af bifreiðunum voru 154
mannflutningabifreiðar, en 157
vöruflutningabifreiðar.
Af ibifreiðunum voru 220 í
Reykjavík, eu 62 í Gullbringu og
Kjósarsýslu og Hafnarfirði, 8 á
Akureyri, 7 í Árnessýslu, 6 í Vest-
mannaeyjum, 5 í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, 2 á ísafirði og 1 á
Húsavík.
Af bifreiðunum í Reykjaik voru
107 vöruflutningabifreiðar, en 113
mannflutningabifreiðar, þar af 3
manna 1, 4 2 og kassabifreiðar
(omnibusar) 8. Fyrir rúmum 2
árum í okt. 1922 voru í Reykjavík
163 bifreiðar, þar af 63 vöruflutn-
ingabifreiðar, en 100 amnnflut
ingabifreiðar.
(Hagtíðindi)
Vísir 18. apríl.
Sveinn Magnússon.
Fimtudaginn 9. apríl. síðastlið-
inn andaðist að heimili sínu á
Gimli, Man., Sveinn Magnússon,
eftir 6 sólarlhringa þjáningar.
Hann hafði orðið veikur 2. apríl
að kveldi af heiftugri lungnabólgu
sem ágerðist unz hann dó að
morgni þess 9. apríl. íSveinn var
ættaður úr ísafjarðarsýslu í föð-
urætt, en móðir hans hét Ragn-
heiður Sveinsdóttir, ættuð úr
Gufudal í Barðastrandarsýslu.
Ólst hann upp í Fremri-Gufudal,
í sömu sýslu, hjá frændfólki sínu
þar. — Þann 20 sept 1874 kvænt-
ist hann Halldóru Guðmundsdótt-
ur, ættaðri af hinni vel kunnu
Eyrar-ætt í móðurætt, en í föður-
ætt skyld Bergi Thorberg lands-
höfðingja. Er Halldóra fædd á
Brekku í Gufudalssveit. Vori
foreldrar hennar Guðmundur
Bjarnason og Helga Finnsdóttir
Þau Sveinn og Halldóra giftust á
afmælisdegi hennar, 20. sept. 1874.
var hann þá 29 ára, en hún 24
ára að aldri. Voru þau gefin sam-
an af séra Magnúsi Hákonarsyni í
Stað í Steingrímsfirði. Síðast-
Staliðið haust voru því liðin fim-
tíu ár, frá giftingardegi þeirra. A
þeim degi söfnuðust ástmenn
þeirra og samferðamenn saman á
heimili iMr. og Mrs. Björns Jóns-
sonar hér á Gimli, til að sam-
fagna yfir langri og farsælli æfi-
leið þeirra. Var það hinum öldr-
uðu hjónum eftirminnilegur dag-
ur. — Þau hjón reistu bú á Kálfa-
nesi við Steingrímsfjörð og
bjuggu þar í fjögur ár. Þá fluttu
þau að Kambi í Reykhólasveit,,
áttu þau einn fjórða hluta í þeirrr
jörð. Þar bjuggu þau í fjögur ár.
Varð sú jörð fyrir áföllum af sand-
foki. Þaðan fluttu þau að óspaks-
eyri við Bitrufjörð og bjuggu þar
í þrjú ár, en síðast dvöldu þau a
Víði völlum í Staðarsveit eitt ár
°g þaðan fóru þau til Ameríku
með ihinum svonefnda Borðeyrar-
hóp árið 1887 Þau hjón Sveinn og
Halldóra eignuðust ellefu börn.
Þau mistu átta af þeim í æsku, en
þrjú lifa. Eru þau: Mrs. Þuriður
Hólm, ekkja eftir Magnús Hólm,
búsett með börnum sínum hér á
Gimli. önnur dóttir þeirra er Odd-
fríður, kona Jóns Jóhannssonar á
Bólstað sunnanvert við Gimli. Son-
ur þeirra, og yngstur barna þeirra
er Jón Helgi, hefir hann lengst af
dvalið hjá foreldrum sínum. Fóst-
urson hafa þau alið upp, sem væri
hann þeirra eigið barn, Þórarinn
að nafni, hefir hann tekið sér
nafn fósturforeldra sinna. Barna-
börn þeirra hjóna eru tiu á lífi, öll
mannvænleg. Sveinn heitinn kom
til Winnipeg 18. sept. 1887, dvöldu
þau þar í ellefu ár. Munu margir
eiga hlýjar endurminningar um
heimili þeirra, bæði í Winnipeg og
á Gimli, þar sem þau síðar dvöldu.
Meðan Sveinn bjó í Winnipeg gekk
hann um hríð að algengri vinnu,
en heilsa hans var aldrei hraust
Síðar höfðu þau hjón greiðasðlu-
hús i Winnipeg um lengri tíma.
Þegar til Gimli kom, nam 'Sveinn
land, þrjár mílur vestur af bæn-
um, var býli það nefnt á Sómastöð
um. Fluttu þau hjón síðar að
Gimli, ogi bjuggu þar æ is'íðan.
Lengi æfi sinnar var Sveinn
heilsuveill, lá þungar legur, 1912
lá hann lengi og var þá skorinn
upp, vafamál hvort hann náði sér
fyllilega síðan. Sveinn heitinn var
maður fastur í lund og alvöru-
maður. Gáfaður var hann og fróð-
leiksgjarn; sérílagi var hann
trygglyndur maður. Hans kærasta
umfangsefni hin síðari ár, að
safna ýmiskonar fróðleik, og lesa
og fræðast um íslensk efni. Var
hann vakandi yfir því á hvern hátt
sem hann gat auðgað anda sinn.
Hann mátti víst teljast frjáls
lyndur í trúarefnum. Efri ár sln
hallaðist hann að kenningum
Spiritista, og hneigðist til sam-
úðar með þeim. Hann hugsaði oft
um andleg efni og var farinn að
þrá heimfararleyfi. Á besta skeiði
æfi sinnar var Sveinn heitinn tal-
inn með hærri mönnum, vel vaxinn
og fallegur á velli. Það var bjart
yfir honum.
ÆJfikvöldið var fagurt, aftan-
skinið var þýtt, vestangeislarnir
vermandi.
Með þakklátum hug horfði hann
yfir liðna tíð, hrifinn var hann
af því hve margt var að þakka, hve
gjafarinn allra hluta er góður.
Hann andaðist eins og áður, er
sagt að morgni þess 9. apríl, höfðu
kærar hendur konu hans og barna
hlúð að honum deyjandi. Um-
kringdur af þeim andaðist hann.
Hann var jarðsunginn þann 16.
apríl. Fór kveðjuathöfnin fyrst
fram frá heimilinu. í þeirri athöfn
tóku þátt séra Eyjólfur J. Melan,
og sá er þetta ritar; flutti hinn
síðarnefndi kveðjuorðin. Jarðar-
förin fór fram frá Sambandskirkj-
unni á Gmili, að viðstöddu fjöl-
menni. Flutti séra Eyjólfur lík-
ræðuna. —
Systkini Sveins sál. voru fjögur,
bræðurnir: Tómas, Jón og Magnús.
Systir þeirra hét Sigríður. Af
þeim er Magnús einn lifandi, býr
Halldór Halldórsson.
Lesið við jarðarför hans að Lundar, Man. 1921.
Hjartað stirðnað, hendur kaldar
hér sem lengi ruddu braut;
þessi bygð í þriðjung aldar
þeirra starfs í öllu naut.
Eins og barn við alla sáttur
— æfidagsins bezta gjöf ■—
heillar bygðar hjartasláttur
heyrist kring um þína gröf.
Sig. Júl. Jóhannesson.
hann á Hróbergií Staðarsveit við
Steingrímsfjörð. —
Með Sveini Magnússyni er
traustur og greindur íslendingur
egnginn til hinstu hvildar. Kvöld-
ið var fagurt, aftanskin ellidag-
anna ljúft, en nú hefir birt af
hinum þráða eilífðardegi.
Dagveldi eilífðarinnar um-
kringja hann.
Blessuð sé minning hans.
Mælst er til þess af ættingjum
Sveins heitins að blaðið “Tíminn”
i Reykjavík flytji fregnina um
lát hans.
29. apríl, 1925.
Sigurður ólafsson.
SKÝRSLA.
frá
Aðalfundi Jarðræktarfél. Rvíkur
Ár 1925, þ. 19. apríl var aðal-
fundur Jarðræktarfélags Reykja
víkur settur og haldinn í húsi Bún-
aðarfélags íslands í Lækjargötu.
Formaður lagði fram og las upp
reikninga félagsins fyrir umliðið
ár. og á nú félagið í sjóði kr. 3702,
63 og auk þess nokkuð af nothæf-
um verkfærum.
Þá var lögð fram og lesin upp
skýrsla um jarðabætur félagte-
manns eftir síðustu mælingu og
höfðu alls verið unnið, sem hér
segir:
Af túnasléttum 150 m. (1923),
2270 m. (1922), af túnútgræðslu
70980 m. (1923), 230280 m. (1922),
af sáðreitum 855 m. (1923), 1575
m. (1922), af framræsluskurðum
0,70 m. 576 m. (1923) 437 m. (1922)
af framræsluskurðum 0,70 m. til
1 m. 337 m. (1923), 952 m. (1922).
af framræsluskurðum frá 1 m. til
1,5 m. 160 m. (1923), 2748 m.
(1922).
Hæstir af dagsverkatölu af þeim
sem mælt var hjá, voru:
Þórður Sveinsson, Kleppi 520
dagsv., Carl Olsen, Austurhlíð 482
dagsv., Sveinn Hjartarson 38l
dagsv. Th. Krabbe 227 dagsv.
Voru alls unnin 2487 dagsverk
hjá 15 mönnum er mælt var hjá,
en auk þess, er mjðg mikið af ó-
grónu sáðlandi, sem ekki var mælt
nú.
Til samanburðar má setja að
árið (1922) voru alls unnin hjá
29 mönnum er mælt var hjá, 5973
dagsverk.
Hæst dagsverkatala var þá hjá
þeim Magnúsi Vigfússyni, Kirkju-
bóli 613 dagsverk, Helga Magnús-
syni, kaupm. 562 dagsv., Sveini
Hjartarsyni, bakara 288 dagsv.,
Ara Antonssyni, Laugabóli 277
dagsv., Leifi Þorleifssyni, bókh.
210 lagsv. og Þórði Sveinssyni,
Kleppi 200 dagsv.
í aðaldagsverkatölum sem til-
greid er hér að framan, árið 1922,
eru meðtalin 1844 dagsv. er mæld
voru og sett á skýrslu, sem Búnað-
arfélag íslands lét vinna í Foiss-
vogi fyrir Reykjavíkurbæ.
Stöku menn, sem gert hafa mikl-
ar jarðabætur þessi ár, hafa ekki
séð sér fært að láta mæla enn,
enda mikið af jarðabótum síð-
ustu ára þúfnabanavinna, ræktað
með fræi, og mælast slíkar tún-
græðslur þegar þær eru svo grón-
ar að samfeldur túngróður sé
myndaður.
Fundurinn isamþykti eftir til-
mælum stjórnarinnar, að greiða
herra Pétri Hjaltested, bónda á
Sunnuhvoli alt að 100 kr. á ári
fyrir að geyma og sjá um útlán og
viðgerðir á verkfærum félagsins.
Ennfremur að verja alt að 1000
kr. af sjóði félagsins til þess að
lána fátækum félagsmönnum til
áburðarkaupa, og loks að verja fé
til að panta fyrir félagsmenn ýms
handverkfæri til jarðyrkju, sem
erfitt er að fá hér, og iselja félags-
mönnum þau með kaupverði, að
viðbættum kostnaði.
Til þess að mæta á aðalfundi
Búnaðarsambands Kjalarnesþings
voru kosnir þeir:
Pétur Hjaltested, bóndi á Sunnu
hvoli, Þorsteinn Finnbogsaon,
bóndi í Fossvogi, Þorlákur V.
Bjarnar, bóndi á Rauðará, Guðm.
Helgason, bóndi í Eskihlíð, Baldur
Sveinsson Blaðamaður.
Þá var gengið til stjórnarkosn-
ingar og var núverandi stjórn,
þeir: GrímlúlfurH. ólafsson, tollv:
bóndi í Laugabrekku, Pétur Hjalte
stel, bóndi á Sunnuhvoli og Þor-
steinn Finnbogason, bóndi í Foss-
vogi, — endurkosnir. —
Loks var rætt á fundi um áhrif
tilbúins úburðar á jarðveginn,
reynslu manna í því efni o. fl. o. fl.
Var að lokum samþ. tillaga í þá
átt, að fela formanni, að hlutast
til um það við Búnaðarfélag ís-
DRENGURINN MINN.
Helgi Arngeir Þorsteinsson.
fæddur 17—6 1914 dáinn 31—5 1924.
Eg geng úti og inni á glóð Við ástmenn þínir ástamál
, og elti skuggann minn, þér ómklökt syngjum hljóðir.
og raula ógert ásta-ljóð Og þína skygnu svipar sál
eftir drenginn minn! í sólhjúp ástkær móðir.
Helgi minn, Helgi minn! Það fylsta hugsun hugans er og heilög dýrðar sjáin,
hjartans vinurinn! að himneskt ljósið lýsi þér!
Nú er dapur dagurinn. — þú lifir þó sért dáinn.
— dýrleg vona þráin — dáin! Þegar vorsins vona bál
verður gróðurleysi,
Ljósablik frá lífs þíns stund lífsmál yrkir engin sál
legg á særða und. inn í dapurt hreysi.
Minning þín sem mildur blær Þá er alt með holum hljóm
mér er ljúf og kær. og hjartans insta þráin
Þú komst sem vorsins vona mál hún drúpir eins og dáið blóm, sem dauðinn þeytti í sjáinn.
með vorsins ljós og yndi. Þú komst með vorsins varma í sál Vona vorljóð
og vorsins gróður lyndi. ý vakin söng,
Þú varst sem árlífs ásta-glóð verða húmhljóð
— sem unaðs mála kliður. haustsins löng,
Þú varst sem hljómstilt lífsins ljóð þegar ólifs öldu sog
og ljós og gleði og friður. æða um lífsins vog.
Þú hugarrór og hljóður sást Napurt nöldur
í hópi þinna vina, niðsins drotnar,
og lékst við þá með ljúfri ást unaðs öldur
og lífsins einlægnina. óðsins þrotnar.
Minn fríði sveinn! með fasta lund Burtu blíða.
ei fanst þinn nokkur maki. Bleikir hagar.
En nú er lokað lífsins sund Lífvana líða
og ljóssins andartaki. langir dagar.
Og alt varð fegra og betra í bæ Liífsþrár lækka.
og brosti ljúft við muna, Lamast þráin.
er komstu heim, — svo hljóður æ Fjaðrir fækka.
með hjartans stillinguna. Fimm eru dáin
Þeim unað gleymi eg ekkert sinn ljós, sem lýstr.
— því alt þá fanst mér hlýna — langt á veginn
er mjúka litla lófann þinn og hljómana hýstu
þú lagðir á vanga mína. hjarta megin.
Þú varst sem andblær unaðs lags, Dvínar dugur.
—sem ársól lýstur meiðar. dregur að elli.
Þinn svipur, pins og sumardags Hálfur hugur
er sólskin — fagur, heiðar! hniginn að velli.
Svo aldrei verður gleðin gleymd, Hjartans hljómar
sem gafstu þrá og vonum. * hita þrotnir,
Þín minning er hjá mömmu geymd andans ómar
og mér og systkinonum. öldu brotnir!
Hjálmur Þorsteinsson.
^gillett COMPANY U
Gillett’s Lye, er notað
til þess að hreinsa sinks,
rennur o. fl. Einnig til
þess að búa til yðar
eigin þvottasápu og
margt annað. Forskrift-
ir fylgja hverri könnu.
.s'
lands, að það léti nákvæma rann-
sókn fram fara um þessa hluti.
Fleira gerðist svo ekki á fund-
inum.
í stjórn Jarðræktarfélags Rvíkur.
Grímúlfur H. Ólafsson.
Visir 30. apríl
Veiðarnar við Grænland sumarið
1924.
(Danska blaðið “Berlinske Tid-
ende” flytur þ. 11. janúar 1925
eftirfarandi frásögn um veiðarn-
ar við Grænland):
“Síðastl. sumar hafa þessi skip
verið á sveimi út af vesturströnd
Grænlands:
Sj)ik!bræð«lus;kipið “Ragnhild
Bryde” með hvalveiðabátunum
“Noröna II.” 'og “Columbus”, öll
frá Sandefjord, og spikbræðslu-
skipið “Grwell” með hvalveiðaL
bátunum “Kuggen”, ‘Hussen” og
“Viking”, öll frá Tönsberg, hval-
veið^þátarnir “Borgna” og “Sval-
bard” frá Aalesund hreyfiskipin
“Faustina” frá Alesund. “Anæta”
frá Tbrondhjem og “Stormfuglen"
frá Throndhjem, norska hafrann-
sóknarskipið “Mikael Sars” kana-
diska lðgregluskipið “Artic” ame-
riskt hreyfiskip “Bowdin” og enn
fremur hvalskurðarskip dönsku
stjórnarinnar, “Sværdfisken” með
hvalveiðabátnum “Sonja” svo og
strandvarnarskipið “Islands Falk.”
Hvalveiðararnir. Þessi erlendu
hvalveiðaskip hittu á hvalina á
noruðrleið, á miðunum út af Góð-
von og Holsteinlberg í byrjun júlí-
mánaðar. Að lokum voru hvalirn-
ir nærfelt allir gengnir norður I
Bjarneyjarflóa, og þar héldu því
allir hvalveiðararnir til þangað
til í ágúst, að hvalirnir tóku að
ganga suður aftur.
Hvalveiðararnir hafa ekki í
sumar fengið meira en meðal afla
vegna hinnar sífeldu þoku í sumar
Um miðjan september voru öll
hin erlendu bvalveiðaskip farin
frá Grænlandi.
Fiskiskipin og bátfiskið. Fiski-
skipin komu til Grænlands í maí-
lok, en fiskið (þorskur, flyðra)
byrjaði ekki fyrir alvöru fyr en
kringum 1. júlí og >stóð yfir alt
sumarið úti á hinum miklu grunn-
um út af vesturströndinni. Skipin
fyltu sig á svipstundu, er fiskið
byrjaði. ■— Síðasta fiskiskipið
yfirgaf Grænland í ágúst.
Veiði Grænlendinga á einæring-
um er aðallega innan skerja og á
fjörðunum, en hreyfibtáar einok-
unarinnar með dönskum fiski-
meisturum og grænlenskri skips-
höfn sækja lengra út á haf.
Fiskið í sumar (einæringafisk-
ið) hefir gefið þennan afla (um
miðjan september):
Jacobshöfn 825 tdr. heilagfiski.
Egðaminni 3000 kg. af stórþorski
við Inginiarfik. Holsteinborg ca.
35.000 kg. flyðra. Kongamuit ca.
73.000 kg. flyðra og 12.000 kg.
stórþorsk. Nýlendan Sykurtoppur
ca. 140.000 kg. stórþorsk og ca.
25 tdr. flyðra. Atorgmik ra. 52.000
kg. stórþorsk. Góðvon 170.000 kg.
stcrþorsk og ca.30 tdr. flyðra.
Við Agto í Egðaminnishéraði
hefir verslunin keypt flyðru (hve
mikið, er ekki gefið upp um miðj-
an september).
Þorskveiðin við Kekertalik, Sa-
fangusk og Tarkardlik í Holstein-
borgarhéraði hefir verið góð, en
hve mikill aflinn var í septémiber
er ekki kunnugt.
Við Sykurtoppinn keypti versl-
unin stöðugt fisk í september. —
Aflinn við Fiskines hefir brugðist
(fiskurinn gekk ekki inn á fjörð-
inn) og hið sama er að segja um
Friðriksvon.
Af hinu ofangreynda má sjá, að
það er geysimikil auðlegð af fiskl
í hafinu fyrir utan vesturströnd
Grænlands og í fjörðunum, og það
er ekki ósennilegt, að næsta sumar
komi mörg norsk skip til Græn-
lands ,og einnig má ganga að því
sem vísu, að mörg ensk línuveiða-
skip sigli til Grænlands í ár.”
Lögréttar 1. apríl.