Lögberg - 28.05.1925, Page 6

Lögberg - 28.05.1925, Page 6
1Í3. 6 LöGBERG FIMTWDAGINN. 28. MÍAÍ 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL 9 45. KAPÍTULI. Aftur í Bellegarde. Kvöldverðurinn í Bellegarde var ekki jafn ó- brotinn og venja hafði verið til síðastliðið ár á heimili Carvels ofuysta í borginni. Frú Colfax stærði sig af borðhaldi sínu; hún stærði sig af hæsnasteikinni, maískökunum og eftirmatnum. Virginíu dauðleiddist þessar máltíðir og hún fyrir- leit gestina, sem frænka hennar var vön að bjóða heim við og við. Þegar enginn var við, varð hún að hlusta á frú Colfax hjala um tízkuna og á skamm- ir hennar um. Norðanmennina. “Eg er alveg viss um að hann er dauður,” sagði frúin eitt mollulegt kvðld í júlí; en samt var auð- heyrt á rödd hennar, að hún var ekki sannfærð um það. Hæg gola af ánni bærði fellingarnar á þunna léreftskjólnum, sem Virginía var í. Hún studdi hendinni á stólbak og var að 'horfa á sortan, sem var að dragast saman í austri fyrir handan IUinois-slétt- urnar. “Eg skil ekki í, hversvegna þú segir þetta, frænka,” sagði hún. “Slæmar fréttir eru fljótari að iberast en nýjar.” “Og ekki eitt orð frá Comyn. Það er illa gert af honum að senda okkur ekki línu, til að láta okkur vita hvar herdeildin hans er.” Virginía svaraði ekki. Hún var fyrir löngu búin að komast að raun um, að ibest væri að taka ósann- ■girni frænku sinnar með þögn og þolinmæði. Ef bréf frá Clarene gátu ekki komist fram hjá Norðanhern- um, þá var víst að fréttir gátu ekki komið frá her- deild föður hennar, sem var við Rauðána. “Hvernig leið Whipple dómara í dag?” spurði frú Colfax éftir nokkra þögn. “Það er mjög af honum dregið. Honum virðist ekki batna mikiðL” “Eg skil ekki í því, hversvegna þessi frú Brice — eða heitir hún ekki það? — tekur hann ekki heim til sín. Þær eru svoddan teprur þessar norðan- konur.” Virginía fór að rug^a sér hægt og barði með tánum á gólfið. “Frú Brice hefir beðið dómarann að koma til sín. En hann segist hafa búið svo lengi í herberg- inu sínu, að hann vilji helst deyja þar, þegar stund- in sé komin.” “Hvernig þú tilbiður þessa konu, Vjrginía! Eg held að þú sért orðin Yankee sjálf. Þú eyðir heil- um dögum með henni við að hjúkra karlinum.” “Dómarinn er gamall vinur föður míns. Eg held að hann vilji þetta,” svaraði Virginia döpur í bragði. Orð hennar lýstu ekki öllumj þeim sársauka og allri þeirri gremju, sem hún bjó yfir. Hún hugsað! til öldungsins, sem lá sárþjáður í rúmi sínu í heitri herbergiskytrunni og sem átti enga aðra ánægju eftir í lífinu en þá, að njóta hjúkrunar þessara tveggja kvenna. Þær komu til hans á hverjum degi, og Margrét Brice hafði oft vakað yfir ihonum á nóttunni í stað gömlu svertingjakonunnar, sem gerði það vanalega. Það var satt, að hún dáðist að Margrét Brice hafði gert það ávalt siðan hún og faðir hennar hittu hana í spítalanum með kalkdregnu veggjunum. Forsjónin hafði stefnt þeim saman við rúmstokk dómarans, að henni fanst. Hin undra- verða ró eldri konunnar hafði haft mjög sterk áhrif á þá yngri, þrátt fyrir alt það sem aðskildi þær. Dómarinn mintist oft á Stephen, þegar hann var ekki svo þjáður að hann gæti talað. Frú Brice mintist aldrei á son sinn, en þegar hann var lofað- ur, brá fyrir leiftri í augum hennar. sem Virginíu fanst unaðslegt að sjá þar. Hún gat ekki gleymt því, þegar hin góða kona var gengin ‘burt, og dóm- arinn hafði fallið í væran svefn. Var það af nærgætni við hana, spuði hún sjálfa sig, að frú Brice reyndi að leiða dómarann burt frá þessum umræðuefnum, sem honum féllu best í geð? Virginía gat ekki kannast við fyrir sjálfri sér að sér gremdist þetta. Hún hafði heyrt bréf Stephens til dómarans. Þau komu reglulega í hverri viku. Þau voru full af drengskap og báru óspart lof á Sunnan- menn fyrir vörn þeirra í Wicksburg. Hún hafði lesið eitt þeirra fyrir dómarann aðeins fyrir einum degi. Hún hafði roðnað er hún las það, en það vildi svo vel til að dómarinn horfði út í gluggann og að frú Brice var ekki viðstödd. “Hann segir mjög lítið um sjálfan sig,” sagði Whipple í kvörtunarróm. “Hefði Brinsmade ekki sagt okkur frá því, þá vissum við ekkert um það, að Sherman hefði augastað á honum, og hefði hækkað hann í tigninni. Við hefðum aldrei vitað um af- reksverkið á Chilkasaw árbakkanum. Það var dýrð- legur sigur, sem Grant vann, þegar hann tók Vicks- burg, fjórða júlí. Ipg "býst við að við verðum ekki lengi að bæla uppréistarmennina niður héðan af.” Dómarinn hafði ekki tekið mikilli breytingu, þótt veikur væri — hann breyttist aldrei. Virginía lagði frá sér bréfið. Augu hennar fyltust tárum, er hún Ibældi niður svárið, sem var komið fram á var- irnar á henni. Þetta var ekki í fyrsta skiftið, sem þetta kom fyrir. í hvert sinn sem Norðánmenn unnu sigur varð dómarinn skrafhreifari. Það var undar- legt að hann jafn nærgætinn og hann var, skyldi ekki sýna öðrum nokkra nærgætni í þessum efnum. Einn dag, er Virginía hafði sýnt sína venjulegu þolinmæði, náði frú Brice í hana í stiganum. Híin skildi vel skapferli stúlkunnar og vissí hversu erfitt hún átti með að bæla niður tilfinningar sínar. Hún tók í hendina á henni. Meira sagði hún ekki, en Virginíu var einkenni- lega létt í skapi, þegar hún ók heim. Það var sumt, sem dómarinn hafði aldrei minst á, og Virginía var honum mjög þakklát fyrir það. Eitt af því var slagharpan. En Virginía hafði heyrt Shadrack segja Nancy gömlu frá þvi, hvernig frú Brice hefði beðið hann um að láta flytja hana burtu, til þess að hann hefði meira rúm og loft. En hann hafði ekki látið undan. Og hann hafði aldrei nefnt Carvel ofursta á nafn. Virginía hafði legið margar nætur vakandi og hlustað á gufubátana, sem óðu upp ána á móti straumnum. Á þessum andvökustundum var hun yfirkomin af hræðslu — hræðslu um að faðir sinn lægi dauðvona innan um hópana, sem öldur stríðs- ins skildu eftir, og þar sem lífið leyndist enn, eins og eldur falinn í ösku. 1 fangelsisspítölunum hafði hún heyrt hræðilegar sögur um það, hvernig særð- ir menn hefðu legið dögum saman í steikjandi sólar- hitanum milli skotgrafanna hjá Vicksburg, eða krókna í snjónum og ibleytuslyddunni hjá Donelson- víginu. Væri e«ki gremja hennar við Norðurríkin rétt- lát? Hvaða æfi hafði ekki Carvel ofursti átt! Hún hafðí byrjað vel. Svo hafði hann mist konu sína í einu stríðinu, og í öðru, eignir sinar, heimili, vini og alt, sem honum var kært. Og svo gat farið svo, að hann sæi aldrei aftur einkadóttur sína, sem var hon- um kærari en alt annað í heimnum. Frú Colfax hafði farið að hátta geispandi með bók í hendinni. Virginía sat úti á svölunum. Frosk- prnir görguðu og spáðu regni, og eldingarnar leiftr- uðu á austurloftinu. Hún heyrði marra í hjólum á veginum. Ljósgeisla stafaði út um dyrnar, og í honum flögruðu næturfiðrildi. Ljósgeislann lagði á vagn- inn, sem var lokaður. Maður kom upp tröppurnar. Virginía þekti að þetta var Brinsmade. “Clarence frændi þinn er kominn, góða mín,” sagði hann. “Hann var meðal þeirra, sem voru teknir fangar í Vitíksburg, og hann hefir fengið heimfararleyfi hjá Grant hershöfðingja. Virgióía hljóðaði upp og tetlaði að hlaupa ofan að vagninum. En hann tók um hendurnar á henni. “Hann er særður.” “Já,” sagði hún, “já. Æ' segðu mér alt um það, Brinsmade — alt —” “Nei, hann er ekki dáinn, en hann er mjög þungt haldinn. Russell var svo góður, að koma hingað með mér.” , Hún kallaði á þjónana. Þeir voru allir komnir fram í dyrnar, dauðskelkaðir að svertingjasið — Alfred og Sambo og Easter fóstra og Ned. Þeir tóku Clarence upp og Ibáru hann inn í herbergi, sem var til hliðar við innganginn. Andlit hans var náfölt undir brúnu úfnu skegginu. Virginía gekk þreytu- lega upp stigann, til þess *að færa frænku sinni fréttirnar. Það er engin þörf á því að lýsa þeim érfiðu dögum, sem nú komu. Það var mjög tvísýnt um hvort Clarence myndi lifa. Það var Virginía og Easter fóstru að þakka, en ekki móður hans, að hann lifði. Frú Colfax Ibreytti þvert á móti öllum þektum hjúkrunrreglum, þangað til Virginía gat ekki staðist mátið lengur og ráðfærði sig við doktor Polk. Þá varð frænka hennar reið og sagði að þau hefðu gert samsæri á móti sér og hótaði að láta sækja doktor Brown og doktor Polk sárbað hana um að gera það. Stundum grét hún, þegar þau ýttu henni með hægð út úr herberginu og lokuðu hurðinni. Á nóttunni, þegar Easter fóstra vakti yfir Clarence, læddist hún inn til hans og talaði við hann, þangað til ihann fékk áköfustu hitasótt. En Virginía svaf laust og varð vör við það. Það var oftar en einu sinni sem henni og frænku hennar lenti saman út af þessu um miðja nótt meðan Ned reið á harða stökki til borgarinnar eftir lækninum. Virginía gat komið skeyti til frú Brice með Ned og bað hana að segja dómaranum frá því, hvers- vegna hún kæmi ekki. Virginía fór hvorki dag nð nótt frá Bellegarde. Einu sinni þegar doktir Polk var á gangi í garðinum, fann hann hana sofandi á bekk með sauma í kjöltu sinni. Svipurinn á andliti hans, er hann horfði á hana, var þess verður að vera málaður af snillings höndum. Hann færði henni fréttir af dómaranum á hverj- um degi. Slæmar fréttir, því miður, því ihann virt- ist sakna hennar mjög. Hann var orðinn enn erfið- ari og aðfinningasamari en áður við frú Brice, sem var ekkert nema þolinmæðin, og spurði stöðugt eftir Virginíu. Hún vildi ekki fara. En oft þegar lækn- irinn steig upp í vagn sinn, fann hann sætið fult aíf rósum og ferskum ávöxtum. Hann vissi vel hvert hann átti að fara með það. Enginn veit neitt um það hvernig henni var innan brjósts. Til allrar hamingju hafði hún nóg að gera, fyrst við að hjúkra dómaranum og svo Clar- once, þegar hún þurfti þess mest með. Hún var fyrsta manneskjan, sem hann þekti, og nafn hennar var stöðugt á vörum hans, þegar hann var vakandi. Hann ýtti móður sinni óþolinmóðlega til hliðar. Honum versnaði ef Virginía var ekki tið rúmið hjá honum, þegar hann vaknaði. Hann lagði hönd sína brennheita í hendur hennar og lét hana liggja þar tímunum saman. Aðeins þá virtist hann vera ánægður. Það undraverasta af öllu var að heilsa hennar skyldi ekki bila. Fólk, sem sá hana þetta hræðilega sumar hraustlega og rjóða í kinnum, undraðist. Hin örláta vinstúlka hennar, Lóa Russell, sem oft kom til þess að spyrja eftir hvernig sjúklingnum liði, var þögul í nærveru hennar og hafði hvorki sáryrðl né spaugsyrði á reiðum höndum. Anna Brinsmade kom með föður sínum óg hún undraðist. Breytingin, sem komin var yfir Virginíu, gekk kraftaverki næst. Fólk sá rósemi hennar, þýðleik og göfgi, en það voru aðeins afleiðingar; fólk fann til þróttarins, sem í henni bjó. Við getum ekki sjálfir aukið einni spönn við bæð okkar. Guð er sá, sem ibreytir okkur, sem hreinsar okkur af léttúð okkar í eldi þrautanna. Sæll er sá maður, sem hann agar. En hversu marg- ir eru ekki þeir, sem ekki þola eldinn, sem kveinka sér við logann? Clarence batnaði smám saman, þangað til hann fór að geta setið úti á svölunum síðari hluta dags. Hann sat þar heilar klukkustundir og horfði þegj- andi á grænu skúfana á maísnum, sem bærðust í vindinum, og á ána fyrir handan akrana; en móðir hans og Virginía sátu hjá honum. Stundum þegar móðir hans hafði höfuðverk og Virginía var ein hjá honum, talaði hann um stríðið; stundum talaði hann um æsku þeirra og um það hvernig þau hefðu leikið á kunningja sína. Það var aðeins þegar Virginía las fyrir hann lýsingar af orustum úr norðanblöðun- um að hann misti sitt venjulega jafnvægi og varð æstur. Hann krepti hnefana og reyndi að standa á fætur þegar hann heyrði að Jackson hershöfðingi hefði verið tekinn fangi og að Port Hudson væri fallið. Hann mintist aldrei á ástamál og hann var hættur að halda í hönd hennar nú, þegar honum var farið að batna. En oft þegar hún leit upp frá bók- inni, sá hún að augun hans dö'kku hvíldu á sér, og að í þeim var svipur, sem ekki varð misskilinn. Henni 'varð órótt af því. Læknirinn kom nú aðeins annanhvorn dag, síð- ari hluta dagsins. Það var siður hans að sitja nokkra stund á svölunum og spjalla glaðlega við Virginiu. Hann var feitur og fylti upp hægindastólinn, sem hann tók sér sæti í. Doktor Polk hafði gaman af að tala um nágranna sína, en ávalt var tal hans um þá græskulaust. Hann mintist á það, hvernig Jakoo Clviyme gæti ávalt snúið sér svo að hann væri með þeirri hliðir.ni, sem betur gengi, og á það, hvernig að ástarbréf, sem Maud Catherwood hefði skrifað ung- um og fríðum foringja í sunnanhernum, hefði náðst og verið vægðarlaust foirt í hinu marghataða blaði “The Missouri Democrat”. Það var hann, sem færðl Virginíu fréttir af dómaranum og stöku sinnum mintist hann á frú Brice. Clarence var þá vanur að hlusta, og einu sinni sá hún, að hann hafði opnað varirnar til þessað tala og varð hrædd. Einn dag kom læknirinn sem oftar og Virginía sá, er hún leit framan í hann, að hann hafði eln- hverjar fréttir að færa henni. Hann stóð við að- eins nokkur augnablik og þegar hann stóð upp til þess að fara tók hann í hendina á henni. “Eg þarf að biðja þig um að gera mér greiða, Jinny,” sagði hann. “Dómarinn hefir mist hjúkr- unarkonuna sína. Heldurðu að Clarence gæti verið án þín ofurlitla stund á hverjum degi? Eg ætti ekki að biðja um þetta, en dómarinn þolir engan ókunn- ugan nálægt sér. Og eg er svo hræddur um að hann komist í æst skap meðan hann er í þessu ástandi.” ‘Er frú Brice veik?” hrópaði hún. Og Clarence, sem horfði á hana, sá að hún fölnaði upp. “Nei,” svaraði doktor Polk, “en sonur hennar, Stephen, er kominn heim úr hernum. Hann var sett- ur í herdeild Lanmans og þá særðist hann.” Lækn- irinn hringlaði í lyklum í vasa sínum og hélt áfram. “Það virðist sem hann hefði alls ekki átt að vera í orustunni. Johnstone hafði um leið og hann flúði rekið skepnur út í allar tjarnir og skotið þær þar, og í hitanum varð vatnið banvænt. Brice var svo ö- styrkur að hann gat varla staðið, þegar þeir gerðu áhlaupið og hann er nú ákaflega mikið veikur. Hann er ágætis maður,’ bætti læknirinn við og stundi. “Sherman hershöfðingi lét lækni fylgja honum á bátinn. Hann er —” Læknirinn greip ósjálfrátt um bakið á Virginíu, eins og honum fyndist að hún ætlaði að detta; en hann horfði á Clarene, sem hafði rykt sér upp svo að hann sat framan á stólnum og krepti hendurnar utan um stólbríkurnar. Það var sem hann sæi ekki , Virginíu. “Sagðir þú Stephen Brice?” spurði hann. “Mun hann deyja?” Læknirinn strauk hendinni undrandi yfir enn- ið og svaraði ekki eitt augnablik. Virginía hafði fært sig frá ihonum eitt skref og stóð hreyfingarlaus og starði framan í hana. “Deyja?” Hann endurtók orðið hálf ósjálfrátt. “Eg vona að Guð gefi, að það verði -ekki. Mesta hættan er liðin hjá og hann getur notið hvíldar nú, Eg væri ekki hér,” bætti hann við fljótt og með á- herslu, ef honum liði ekki betur.” Hryssa læknisins fór fram úr mögrum hestum á leiðinni til borgarinnar þennan dag. Og þjónn læknisins heyrði hann segja orðið “flón” tvisvar eftir að hann kom heim með mikilli áherslu. Virginía stóð lengi á endanum á veggsvölunum- þangað til að ekki heyrðist lengur til kerrunnar á mjúkum veginum. Hún fann að Clarence horfði á hana áður en hún snéri sér við. “Virginía.” Hann var farinn að nefna fult nafn hennar upp á síðkastið. “Já.” “Sestu hér niður Virginía ofurlitla stund; eg þarf að segja þér frá nokkru.” Hún gekk til hans og settist á stól við hliðina á honum. Hjarta hennar barðist og brjóstið gekk upp og ofan. Hún leit í augu hans og leit undan aftur er hún sá vonleysissvipinn, sem þar var. Hann rétti fram hendina, isem var mögur af langvinnum veik- indum, og hún tók í hana og hélt henni kyrri í hönd sinni. Hann byrjaði hægt, eins og hvert orð kostaði hann mikinn sársauka. “Virginía, við vorum börn hér saman. Eg hefi elskað þig eins lengi og eg get munað eftir þér og ávalt hugsað um þig sem tilvonandi eiginkonu. Það eina, sem eg var að hugsa um, þegar við lékum okkur saman, var að fá lofsyrði frá þér. Það var ríkt I eðli mínu að þykja vænt um lofið; eg gat ekki að þvi gert. Manstu eftir því að eg kleif einu sinni út á fína grein í «tóra perutrénu þarna til þess að ná þér í peru? Og þegar eg datt ofan á þakið á kofanum hans Alfreds, fann eg ekki til neins sársauka, vegna þess að þú kystir meiðslið og fórst að gráta yfir mér. Þú grætur núna,” sagði hann blíðlega. “GerSu það ekíki, Jinny. Eg er ekki að segja þér frá þessu til þess að gera þig isorgmædda. MEg hefi haft margt um að hugsa nú upp á síðkastið, Jinny. Eg var ekki alinn upp nógu al- varlega til þess að það gæti orðið maður úr mér. Eg hefi verið að hugsa um daginn, sem þú komst hing- að ríðandi, rétt áður en þú varðst átján ára. En hvað eg man vel eftir þeim degi! Alt var með pur- puralit þann dag. Vínberin voru purpurarauð og það lá purpuralit móða yfir ánni. Þú varst vond við mig. Þú varst orðin fullorðin kona, en eg var bara drenghnokki. Manstu eftir hindinni, sem kom út úr skóginum, og hvernig hún rak upp gaul og hljóp burt, þegar eg reyndi að kyssa þig? Þú sagðir mér að eg væri til einskis nýtur — Nei, nei, taktu ekki fram í fyrir mér. Það var alveg satt, sem þú sagðir, að eg væri óstjórnlegur og ónýtur til alls. Eg hafði aldrei hjálpað eða gert neinum neitt til geðs, nema ’sjálfum mér og þér. Eg ihafði ekkert lært og ekkert unnið. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér. Þegar þú sagðir, að eg yrði að læra eitthvað eða gera eitthvað — verða að einhverju gagni í heimin- um. Eg er alveg jafn gagnslaus nú og eg var þá. “Ó, Clarence hvernig geturðu sagt þetta eftir alt það sem þú hefir gert fyrir Suðurríkin? Hann brosti mjög gremjulega. “Hvað hefi eg gert fyrir þau? Eg hefi farið yfir ána og brent upp nokkur hús. Eg gæti ekki bygt þau aftur. ’Eg hefi látið rekast niður ána á trjábol til þess að sækja fáeinar hvellhettur. Það bjargaðl ekki Vicksburg.” “Og hversu margir voru þeir, sem höfðu áræði til þess að gera þetta?” hrópaði Virginía. “Svei!” sagði hann “áræði! Hver einastl sunnanmaður hefir það. Áræði! Ef eg hefði það ekki, þá myndi eg senda Sambo eftir ebenholt-kassanum, sem er í herberginu hans* föður míns heitins og skjóta mig. Nei, Jinny, eg er ekkert nema hermaður, sem á alt sitt lán undir tilviljun. Eg hefi aldrei verið neitt annað en æfintýramaður og hefi komið mér hjá allri vinnu. Eg vildi fara með Walker, eins og þú manst; eg vildi fara til Kansas — eg vildl verða frægur,” bætti hann við og bandaði frá sér með hendinni. “En það er alt búið nú, Jinny. Eg vildi verða frægur þín vegna. Og nú sé eg hvernlg að alvarlegt lífsstarf hefði getað sigrað þig. Nei, eg er ekki alveg búinn enn.” Hún lyfti upp böfðinu hálfhrædd og horfði á hann rannsóknaraugum. “Einu sinni fyrir mörgum,” hélt hann áfram, “vorum við á gangi á Market-^stræti, með Comyn frænda, fyrir framan skrifstofu Whipples dómara, og við sáum að það var verið að halda þrælauppboð. Það var veriði að selja stúlku, sem þú vildir ná I. Það var maður í hópnum, Yankee, sem keypti hana og gaf henni frelsi. Manstu eftir honum?” Hann sá á vangann á henni, varir hennar voru ppnar og sún starði út í bláinn. Hún hneigði höfuð- ið ofurlítið. “Já,” hélt frændi hennar áfram, “Og eg man eftir honum líka. Hann hefir orðið á vegi mínum margoft síðan, Virginía. Og taktu eftir því sem eg segi — það var hann, sem þú vanst að hugsa, um afmælisdaginn, þegar þú Iba'ðst mig um að lá'ta verða eitthvað úr mér; það var Stephen Brice.” Hún leit á hann snögglega og augu hennar leiftruðu. “Hvernig vogarðu þér?” hrópaði hún. “Ijlg þori hvað sem er, Virginía,” sagði hann ró- lega. Eg er ekki að ásaka þig fyrir það, og eg er viss um að þú hefir ekki gert þér grein fyrir, að hannværi fyrirmyndin, sem þú hefðir í huga. Áhrif- in, sem hann hafði á huga þinn hafa varað. Þau eru eins og örlög, sem ekki verða umflúin. Og svo aftur á grímudansleiknum hjá Briflsmade. Eg fann það, að eg var búinn að missa þig, þegar eg kom aftur. Hann hafði komið meðan eg var í burtu, og var farinn aftur; og þú sagðir mér aldrei frá því.” “Það var mjög mikil yfirsjón, Max,” stamaði hún. Eg var að bíða eftir þér niðri á veginum, og stöðvaði hans hest í staðinn. Það — það var ekkert —” “Það voru örlögin, Jinny. Eg misti þig á þeirri hálfu klukkustund. ó hvað eg hata þennan mann!” hrópaði hann, “hvað eg hataði hann!” “Hataðir!” sagði Virginía utan við sig. “Æ, nei!” “Jú hataði hann,” sagði hann. Eg hefði drepið hann, ef eg hefði getað. En nú —” “En nú?” “Nú hefir hann bjargað lífi mínu. Eg hefi ekki, eg gat ekki sagt þér frá því fyr. Hann kom þar sem. eg lá í Wicksburg og þeir sögðu honum að eini veg- urinn til að bjarga mér væri að koma mér norður. # Sérstök og íiiabaka Fargjöld TIL MINNEAPOLIS-ST. PAUL FYRIR HUNDRAÐ ARA AFMÆLI NORÐMANNA MINNESOTA STATE FAIR CROUNDS FARBRÉ TIL SÖLU Frá Stöðum j ✓ o ■*! O í Alberta j JUHl J. tli O. FráStöðum í Ont. [fyrirvestan Marí. og Sask. GILDA TIL 20, jONl, 1925 Port Artkur] Man. og Sask. j Jufll 4. tll 8. UPPLYSINGAR GEFUR CANADIAN PACIFIC RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleið&l- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er Iandúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skaqpr gott verð á mjólkurafurðum. . SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.