Lögberg - 09.07.1925, Page 2

Lögberg - 09.07.1925, Page 2
tt». 2 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 9. JÚLÍ. 1925 Heilsuhæli Norðurlanda Fyrir nokkru átti Mbl. tal um það við landlækni, hvernÍK því máli miðaði áfram. Hafði það komið til orða, að hann færi norð- ur núna um mánaðamótin, ásamt húsameistara ríkisins. til þess að ákveða staðinn. En úr því varð ekki ,og er líklegt að þeir fari í júlí. , — Eg hefi nýlega sent stjórn Heilsuhælisfélagsins skeyti, segir landlæknir, þar sem eg benti henni á, að eg teldi þá ekki hafa nægi- legt fé þar nyrðra, til þess að reisa fullkomið nýtísku heilsuhæli, með læknisbústað, þó þeir hefðu þessar 300 þús. kr. sem komnar eru. Eg fyrir mitt leyti lít svo á, að heilsu- hæli fyrir 50 sjúklinga verði ekki reist fyrir minna en 500 þús. kr. Hvað er helst í ráði með stað- inn nú? ,—. Eg lít svo á, að hælið megi ekki vera öllu lengra frá Akreyri en 10 km. Eg hefi ámálgað það við félagsstjórnina að hún stipaðist eftir stað innan þeirrar fjarlægð- ar frá Akureyri. Hún telur á hinn ibóginn, að hælið megi ekki vera nær kaupstaðnum en 5 km. Þá vil eg biðja yður að geta þess, segir landlæknir, að eg tel lieilsuhælið ekki vera rétt nefnt “Heilsuhæli Norðurlands,” eins og nú horfir við, meðan bæði Skagafjarðar. og Húnavatnssýsla taka óverulegan þátt í fjársöfnuninni. ;MorgunbIaðið hafði orð á þessu við gamlan Húnvetning, seni bú- settur er hér í bænum. Lét hann strax 150 kr. af hendi rakna til heilsuhælisins. Er ekki ólíklegt að margir Skagfirðingar og Húnvetn- ingar líti sömu augum á þetta og landlæknir, og sjái sóma sýslanna fyrst 'borgið í þessu máli, er all- veruleg fjárframlög eru komin úr þessum sýslu/n. Þá hðfum vér spurst fyrir um það hjá Guðjóni Samúelssyni, hve mikið hann telji að heilsuhælið kosti. En hann þvertekur fyrir, að nokkuð sé hægt um það að segja með vissu, þareð engir uppdrætt- ir enn eru gerðir. En það telur hann réttmætt, að draga eigi úr fjársöfnpn, þótt 300^ þúsundirnar séu fengnar. Morgunlblaðið. Halldór Vilhjálmssn skólastjóri kominn heim úr Danmerkurför sinni. Halldór Vilhjálmsson skólastj. á Hvanneyri og frú hans, voru meðal farþega á Gullfossi hingað um helgina var. Hefir Halldór verið á fyrirlestra ferð um Danmörku undanfaranar vikur, eins og lesendum blaðsins er kunnugt. Fór hann þangað á vegum Dansk-íslenska félagsins. Fyrirlestra hélt hann á öllum helstu'búnaðarskólum í Danmorku, svo sem Lyngby-skóla, Dalum, Lade lund, Askov; á “Husmandsskolen” við Odense og víðar. í Höfn flutti hann tvo fyrirlestra, annan við Landbúnaðarháskólann, hinn í fe lagi landbúnaðarkandidata. Allir voru fyrirlestrarnir um íslenskan landbúnað, hvernig hann nú væri rekinn og hverjir framtið. armöguleikar væru framundan. En til þess að gera áheyrendunum það sem skiljanlegast, hver líftaug ' landbúnaðar vors væri, og h/erra umbóta mætti hér vænta. lagði Halldór alveg sérstaka áherslu á, að skýra frá því, hve miklum bú- fénaði mætti framfleyta og hve mikill afrakstur gæti hér orðið, af hverjum hektara lands, sem væri í góðri rækt og vel hirt. Eins og nærri má geta. þótti dönskum áheyrendum það undrum «æta, að hér fengjust jafnmiklar afurðir af hverjum túnhektara og fáanlegar væru af ræktuðun hekt- ara í Danmörku. Má óefað fullyrða, að för Hall- dórs hafi orðið til þess að auka þekkingu danskra bænda og bú- fræðinga á búnaðarháttum vorum og högum, að miklum mun. En það er ekki að efa, að framkoma Halldórs öll hafi orðið íslenskri ibændastétt og íslensku þjóðinni til vegsauka. Morgunblaðið. Stríð og bifreiðar. Blaðið Louisville Courier Journ. al, flutti nýverið eftirfylgjandi ummæli: “Árið 1924, viðu 19,000 manns bana af bifreiðarslysum í Banadríkjunum, en 450,000 sættu meiri og minni meiðslum. Slys þessi og dauðsföll, eru 50 af hundraði hærri en manntjón þjóð- arinnar í ófriðnum mikla við þjóðverja. Spyr blaðið hvort ekkl muni vera kominn tími til þess fyrir þjóðina að hefjast handa gegn þessum innanlands ófagnaði, er nú sverfi svo mjög að henni og orsaki slíka fádæma blóðtðku. Gjörðabók Kirkjuþingsins. Fertugasta og fyrsta ársþing llins evangelisha lúter%lca kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. HaldiÖ í Selkirk, Manitoba, 18.—23. jiíní 1925. Næst var tekið fyrir á ný annað mál á dagskrá: HeiSngjatrúboS. Fyrir hönd nefndarinnar í því máli, lagði séra J. A. Sigurðsson fram svohljóðandi nefndarálit: Nefndin í heiðingjatrúboðsmálinu leyfir sér að leggja fram eftirfarandi tillögur: Þingið gleðst af þeim andlega árangri, er trúboð þeirra hjóna, séra S. O. Thorlaksson og konu hans, virðist bera í Japan, sam- kvæmt skýrslu trúboðans. Þingið biður Guð kærleikans að boð- skap þeirra opnist sem víðast dyr að hjörtum heiðingjanna. Einn- ig þökkum vér þá vernd Drottins, er hélt hendi sinni yfir trúboðum vorum í háska jarðskjálftanna síðustu i ’ Ja.pa.n. Þingið felur framkvæmdamefnd kirkjufélagsins að verja 'á árinu $1,200 til launa trúboðans, sem undanfarin ár. Er tillaga þessi hér gerð í þeirri von, að hún komi ekki í bága við tillögur fjármálanefndarinnar í þessu efni. ' Þingið ítrekar í þessu sambandi, að sjóður heiðingjatrúboðs- ins hefir gengið til þurðar á árnu, að við lc4 síðasta fjárhagsárs voru $428.72 í þeim sjóðí, en nú einir $65. — Það brýnir því fyrir öllum söfhuðum kirkjufélagsins, trúþcfósfélögum, kvenfélög'um, ungmennafélögum, sunnudagsskólum og öllum öðrum kristindóms- vinum meðal Vestur-íslendinga, hina kuknu og sýnilegu þörf á stærri og almennari fjárframlögum í þarfir þessa mikla og bless- unarríka starfs kirkjunnar. Þingið minnir meðlimi kirkjufélagsins, unga og gamla, á þá skyldu kristinna manna, að útbreiða dyggilega trúboðsáhuga og að láta ekki numið staðar við fjárframlög og samþyktir, heldur biðja iðulega fyrir starfi og star^smönnum i heiðingjaheiminum. Þingið sér ekki fært, að svo stöddu, að ráðast í auka-starf, né meiri útgjöld i sambandi við heiðingjatrúboðið, þó það kannist fús- lega og auðmjúklega bæði við þörf og skyldu í því efni. Á kirkjuþingi, 20. júní 1925. Jónas A. SigurSsson. ‘ Páll Sigurcþson. • María G. Arnason. Th. Halldórsson. R. S- Benson. 1 sambandi við nefndarálitið las skrifari ítarlegt fróðlegt bréf frá trúboðanum, séra S. O. Thorlaksson. Dr. B. B. Jónsson gerði þá tillögu og séra J. A. -Sigurðsson studdi, að trúboðanum sé þökkuð kveðjan, og honum og frú hans þakkað hið veglega starf þeirra og þingið árni trúboðanum, frú hans og börnum þeirra, ríkulegrar blessunar Drottins. Tillagan samþykt í e. hlj. með því að allir stóðu á fætur. Var nefndarálitið svo rætt nokkuð og síðan í heild sinni sam- þykt. Þá var tekið fyrir sjötta mál á dagskrá: Betel. Fyrir hönd stjórnarnefndar heimilisins lagði Dr. B. J. Brandson fram þessa skýrslu: Skýrsla frá stjórnarnefnd Betel. Starfræksla þessarar stofnunar á síðastliðnu ári hefir gengið yfirleitt vel og hefir nefndin frá litlu nýju að skýra. Vistmenn erp nú 45, jafnmargir og fyrir ári síðan. Niu vist- menn hafa dáið á árinu og hafa pláss þeirra verið jafnskjótt fylt. Viðlíka margir bíða inngöngu og átt hefir sér stað að undanförnu, þótt fáar af þeim umsóknum séu nú eins gamlar og hvað stundum hefir áður átt sér stað. Eins og áður leitast nefndín eftir að veita þeim inngöngu, sem mesta þörf hafa, og vilja heldur láta þá bíða, sem betur erir staddir eða eiga sem stendur einhvern samastað. Tvær stórar gjafir hafa stofnuninni bori^t á árinu, önnur, $5,000, frá C. H. Thordarson í Chicago, og hin, $000, frá Stefáni Eyjólfs- syni frá Edinburg, N. Dak. Fyrir þessar höfðinglegu gjafir ber sérstaklega að þakka. Gjöf Stefáns Eyjólfssonar var gefin í Minn- ingarsjóð brautryðjenda fPioneer Memorial FundJ; en gjöf C. H. Thordarsonar var stofnuninni afhent skilyrðislaust. Nefndin hefir ráðstafað þessari gjöf þannig, að $4,000 ganga í Minningarsjéðinn, en $1,000 voru látnir ganga til að kaupa 60 ekrur af landi rétt við takmörk Gimli-bæjar, sem er sérlega hentug eign fyrir heimilið. Þetta land gefur næga 'beit og töluvert hey fyrir kýr þær, sem heim- ilið nú á. Með dálitlum kostnaði er hægt að gjöra þetta land langt- um meira arðberandi en það er nú, og skoðar nefndin þessi land- kaup stórf framfaraspor fyrir heimilið,- Gjafir frá almenningi í starfrækslusjóð stofnunarinnar, hafa verið minni en á liðnum árum. Það er nú komið að því, sem nefnd- in hefir áður bent á, að fyrir kynni að koma að heimilið lenti bein- línis í fjárþröng. Þetta er eflaust að nokkru leyti því að kenna, að menn halda, að stofnunin standi svo vel fjárhagslega, að á gjöfum þurfi ekki að halda. En þar sem nefndin hefir sett sér að auka sem mest styrktarsjóðinn, af hverjum að\ eins vextirnir notast til starfrækslu, þá eru fjárframlög í starfrækslusjóðinn alveg nauðsyn- leg. Framtíð stofnunarinnar er bezt trygð með þvi að styrktarsjóð- urinn sé sem stærstur, og með tímanum vonum við að sá sjóður verði svo stór, að vextir af honum verði nægilega miklir til að bera að miklu leyti kostnaðinn við viðhald hennar. En þess er enn langt að bíða, að styrktarsjóðurinn verði svo stór, að þessu takmarki verði náð. Sjóðurinn"$ex hsegt. Útlit er nú fyrir, að sumt af dánargjöf- um í þennan sjóð borgist aldrei, vegna þess að þau dánarbú, sem stofnunin átti von á hluta af, hafa reynst mjög lítils virði, og sum allsendis einskis virði. Nefndin vill nú benda þinginu á, að alveg nauðsynlegt er að gjöra eitthvað á þessu næsta ári til þess að kippa fjárhag Stofnun- arinnar í betra lag en hvað nú á sér stað. Nefndin vill undir öllum kringumstæðum láta styrktarsjóðinn óskertan, en ef það á að geta verið, þá er nauðsyn meiri fjárframlaga í starfrækslusjóðinn, en hvað átt hefir sér stað á þessu síðastliðna ári. Starfsfólk heimilisins er hið sama og verið hefir, og er það ó-‘ metanlegt lán fyrir stofnunina. Því fólki er aldrei fullþakkað þess göfuga og óeigingjarna starf. Nefndin vill þakka öllum fjær og nær, sem á einhvern hátt hafa styrkt stofnunina. Líka vill hún brýna fyrir öllum vinum Betel, sem hún veit að eru margir, að nauðsyn er að vekja enn meirí áhuga fyrir velferð heimilisins, en hvað nú sýnist eiga sér stað. Við höf- um þá öruggu von, að nú, sem fyr, þegar á liggur og framtíð stofn- unarinnar sýnist geta verið í hættu, verði fólk vort yfirltitt fúst til að veita það liðsinni, sem nauðsynlegt er, til þess að stofnunin geti haldið áfram því starfi, sem hún nú hefir, og enn fremur gjöri það mögulegt, að inna það enn betur af hendi, en hvað hingað til hefir verið mögulegt, vegna þess að efnin hafa verið af skornum skamti. Fyrir hönd stjórnarnefndarinnar, n B. J. Brandson. Winnipeg, 15. júní 1925. ^ forseti. Talaði Dr. Brandson um leið all itarlega um málið í heild sinnl og mæltist til góðrar samvnnu milli stjórnarnefndar og almennings á komandi tímum. - • > Betel—T'ekjur og útgjöld 1. júní 1924 til 1. júní 1925. Tekjur—r í sjóði 1. júní 1924, hjá féhirði í Winnipeg (t Sparisjóði í The Royal Bank) ........... .... $1,796.92 í sjóði 1. júní 1924, á Betel *................ 372.36 Gjöld vistmanna.................................. 2,063.62 Gjafir frá almenningi, borguð féhirði .... .... 1,476.95 Gjafir frá almenningi, borguð á Betel.......... 731.45 , Styrkur frá Man. Prov. Gov...................... 583.33 » Rentur á veðbréfum................................. 140.01 Partifr af gjöf hr. Hjartar Thordarsonar, Chicago 1,000.00 Smá inntektir af ýmsu tagi..................... _ 333.15 Banka vextir................................... ' 25.02 Útgjöld— Vinnulaun.............................$2,349.40 Matvara, o. s. frv............... .... 2,329.08 Eldiviður................................ 296.66 Meðul og Jæknishjálp..................... 215.11 Útfararkostnaður......................... 185.50 Prestslaun fséra Sig. ÓlafssonJ .... 300.00 Bygginga viðhaldskostnaður .............. 824.50 Skattur af fasteignum .................... 55.48 Borgað fyrir 60 ekrur af landi fhér um bil) viö Gimli. Man................. 997.50 Eldsábyrgð á Betel....................... 270.00 Tvær kýr keyptar......................... 80.00 Útborganir af ýmsu tagi.................. 188.79 . í sjóði á Betel......................... 418.76 í sjóði hjá féhirði (i sparisjóði i The Royal Bank of CanadaJ .'................ 12.03 $8,522.81 $8,522.81 Yfirskoðað i Winnipeg, 19. júní 1925. , T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson. Betel—Efnahagsreikningur. Nýja heimilið virt á.............................$10,000.00 Húsbúnaður, eftir síðustu skýrslu.... $1,401.08 Að frádregnu áætl. verðfalli ...... 140.10 ------------- 1,260.98 Sjö kýr.............................................. 280.00 Hænsni virt á......................................... 40.00 Eldiviður-, áætlaður ’............................... 200.00 Fjórar lóðir á Fleet St., Winnipeg................. 1,600.00 Sex lóðir á Lóni< Beach.............................. 600.00 Hlutabréf Eimskfél. Isl. kr. 100, f'óvistj....... 60 ekrur J'hérumb.) Sec. 17, við Gimli, Man. .. 997.50 1 sjóði á Betel...................................... 418.76 1 sjóði í sparisjóðsdeild R. B. of C.............. 12.03 í $15,409.27 Yfirskoðað í Winnipeg, 19. júní 1925. T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson. MinningarsjóSur BrautrySjenda. Tekjur— í sjóði 31. maí 1924 $ 708.03 Afborganir á veðbréfum 150.00 Gjöf frá herra Hirti Thordarson, Chicago, $5,000 —Fært yfir i Betel reikninginn $i,ooo; .... 4,000.00 Frá Stephen Eyjólfssyni, Edinburgh, N.D. 500.00 Gengismunur á víxli , 9.35 Bankavextir 63.73 Útgjöld— Veðskuldalán gerð á árinu .... .... $4,500.00 Afföll á víxli (St. E.J . 1.00 1 sjóði 31. maí 1925 930.11 $5,431.11 $5,431.11 Yfirskoðað í Winnipeg, 19. júní 1925. T. E- Thorsteinsson. F. Thordarson. Efnahagsreikningur MinningarsjóSs BrautrySjenda. Útistandandi veðbréf.................................. $5,800 Vextir áfallnir J'ekki borgaðir) ................... 150.90 Peniiígar í sjóði..................................... 930.11 $6,881.01 Yfirskoðað í Winnipeg, 19. júni 1925. T. E- Thorsteinsson. ' F. Thordarson. Sára G. Guttormsson gerði þá tillögu og séra J. A. Sigurðsson studdi, að skýrslunni sé veitt móttaka, og að þingið þakki stjórnar- nefnd og starfsfólki stofnunarinnar, ágætlega unnið starf á árinu, en fjármálum heimilisins, til yfirlits, sé vísað til fjármálanefndar þingsins. — Tilagan var samþykt. Þá var tekið fyrir níunda mál á dagskrá: Styrkur til ekkju séra Adams Porgrímssonar. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði Dr. B. B. Jónsson fram svo hljóðandi nefndarálit: . Nefndin ber fram tillögur til þingsályktunar á þessa leið: 1. Þingið skorar á öll kvenfélög í söfnuðum kirkjufélagsins, að aðstoða frú Sigrúnu Þorgrímsson og styrkja hana og fjölskyldu hennar hvert í sínu lagi, eftir mætti árlega, meðan hún þarf þess með. 2. Þingið felur skrifara að tilkynna þessa áskorun embættis- mönnum allra kvenfélaganna. Á kirkjuþingi í Selkirk, 20. júni 1925. Björn B. Jónsson. Helga Helgason. GuSrún Briem. Var og skýrt frá um leið, að þrjú kvenfélög: Betel sáin., Vestur- heims safn. og Fyrsta lút. safn., hefðu þegar byrjað á því, að senda ekkju séra Adams kærleiksgjafir. Var svo nefndarálitið samþykt.— Að því loknu var sungið sálmsvers og fundi síðan frestað til klukkan 3 e. h. sama dag. SJÖTTI FUNDUR—kl. 3 e.h. sama dag. Við nafnakall voru fjarverandi: séra Sigurður Ólafsson, Thórarinn Goodman, Mrs. Guðrún Ingimundsson, Mrs. Violet Ingjaldsson, Mrs. . Reykdal, Jóhann Hannesson, Mrs. Briem og Mrs. Tergesen, er hafði leyfi forseta til burtuveru. Forseti bar fram kveðju og árnaðarósk frá séra Halldóri Johnson í Blaine, er ekki getur komið til þings. Klemens Jónasson bar fram tilboð frá Selkirk söfnuði til kirkju- þingsmanna og gesta þingsins, um skemtistupd kl. 4 e.h. næsta þriðju- dag — Samþylít var'að þiggja boðið með þökkum. • Séra Jóhann Bjarnason flutti þinginu afsökun frá Breiðuvíkur- söfnuði í tilefni af því, að enginn fulltrúi mætti frá þeim söfnuði. Hafði söfnuðurinn kosið herra Bjarna Marteinsson fyrir þingmann sinn, en hann orðið skyndilega lasinn rétt í því að hann ætlaði. að Ieggja af stað til þings. Þá var næst tekið fyrir sjöunda mál á dagskrá: Útgáfumál. Fyrir hönd þingnefndar í því imáli, lagði G. B. Björnsson fram þetta nefndarálit: Þingnefndin í útgáfumálinu leggur til: 1. Að “Sanftiningin” sé gefin út í sömu stærð og með sama verði og áður, en að titilblað og efnisyfirlit fylgi hverjum árgangi. 2. Að núverandi ritstjórn “Sam.” sé endurkosin. 3. Að hr. Finnur Johnson sé endurkosinn ráðsmaður blaðsins og annara bóka og rita kirkjufélagsins. 4. Að skorað sé á framkvæmdarnefndina, að gefa“Ljósgeisla” serrkallra fyrst út. Á kirkjuþingi í Selkirk, 20. júní 1925. G. B. Bjórnsson. Valdim. J. Eylands. O. Anderson. Helgi Thoriaksson. Gunnlaugur Oddsson. Nefndarálitið tekið fyrir lið fyrir lið. — 1., 2. og 3. liður lesn- ir og. samþyktir. Um 4. lið urðu nokkrar umræður og var hann síð- an samþyktur. Nefndarálitið svo í heild sinni samþykt. Að því búnu var samþykt fundarhlé frá kl. 3.20 til kl. 4.15 e.h. Þegar þingið kom saman aftur, var tekið fyrir á ný þriðja mál á dagskrá: Sunnudagsskólamál. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði J. J. Swanson fram svo hljóðandi nefndarálit: Nefndin, er skipuð var í sunnudagsskólamálinu, leggur til: 1. Að framkvæmdartlefndinni sé falið að sjá um útgáfu á “Ljósgeislum” eins fljótt og unt er. 2. Að bifta í Sameiningunni biblíu lexíur og láta sérprenta á blöð mánaðaríega til útbýtingar. - 3. Að birt sé í Sameiningunni skýrsla yfir þau kenslutæki ís- lenzk og ensk, sem fáanleg eru og heppleg til brúks í sunnudagsskól- um. 4. Að forseti kirkjufélagsins tilnefni vissan sunnudag ár hvert, er sérstaklega sé helgaður sunnudagsskólastarfinu. Á kirkjuþingi í Selkirk, 20. júní 1925. Violet Ingjaldsson. Jón Hannesson. Guðný Friðriksson. Sigurður ólafsson. J. J. Swanson. Var nefndarálitið tekið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti Iiður, að efni til, áður samþyktur. Annar liður var ræddur allmikið. Gjörði G. B. Björnssan þá tillögu og Klemens Jónasson studdi, að liðnum sé vísað til fjármálanefndar. Tillagan var rædd um hríð og síðan borin upp og feld. Dr. B. B. Jónsson gjörði að því þúnu þá tillögu og G. B. Björnsson studdi: að liðnum sé vísað til framkvæmdarnefndar. TiIIagan var samþykt. 3 . og 4. liður samþyk(;ur. Nefndarálitð síð- an í heild sinni samþykt. , Þá var tekið fyrir fimta mál á dagskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði Árni Eggertsson fram þetta nefndarálit: Alit skólamálsnefndar. Nefndin, sem skipuð var i þyí máli, hefir athugað þaraðlútandi skýrslur, sem lagðar hafa verið fyrir þingið: ummæli forsetans í ársskýrslunni um það mál, skýrslu skólaráðsins, féhirðis skýrslu og skýrslu skóla'stjóra-/ Nefndin lætur í ljós ánægju sína yfir því, sem unnist hefir á árinu: sæmilegri aðsókn að skólanum og tekjuafgangi í rekturssjóð þetta ár. Allar skýrslurnar, ekki einungis örfa til bjartsýnis, heldur sýna oss að það er í þessu tilfelli á skynsamlegum rökum bygt. T Alt, sem að málinu lýtur, hvetur til öflugrar framsóknar. Erin þá þarf mikið að gjöra til að koma því inn í hug og hjarta almenn- ings. Það, sem oss ríður á, mest af öllu, er að skilja, að þetta mál er svo náknýtt kirkjufélaginU, að það«nær inn að instu hjartataugum þess. Leiðtogar þess, ásamt öllum öðrum vinum skólans, þurfa að leggja fram sameinaða krafta til að efla og rótfesta skólamálshug- myndina. Sérstaklega viljum vér undirstrika það, setn forsetinn segir í ársskýrslu sinni: “Mér er full alvara að ætla,^ að Jóns Bjarnasonar skóli hafi ekki átt örðugra uppdráttar, en fjöldamargir þeir kirkjuskólar hér í landi, sem glæsilegasta eiga sögu. Þeir hafa komist áleiðis, ekki vegna þess, að erfiðleika hafi skoi;t á leið þeirra, heldur vegna hins, að þeir hafa verið í höndum manna, sem ekki hafa látið bugast af erfiðleikum.” Nefndin h|fir athugað hinar ýmsu aðferðir, sem notaðar hafa verið til fjársöfnunar í sambandi við skólann: (1) Ritgjörðir í blöð- . um, ásamt hvetjandi ræðum; (2) niðurjöfnun útgjaldanna á söfnuð- ina; f3J sérstakir fjársöfnunarmenn, efnn eða fáir, eða margir; (4J fastir áskrifendur; (5) bréf til einstáklinga, eins og þau, er skóla- ráðið sendi út víðsvegar á þessu vori. Nefndin telur allar þessar aðferðir heppilegar, nema þá, sem er önnur í röðinni. Nefndin mælir með því, að þær séu notaðar eftir þvi sem við á. Sérstakar tillögur til þingsályktunar eru svo hljóðandi: ,1. Þingið þakkar kennurum og skólaráði fyrir vel unnið starf á árinu. Það þakkar forseta kirkjufélagsins fyrir það marga og mikla, sem hann hefir unnið í þarfir málsins á þessu tímabili. Það þakkar United Lutheran Church of America og Norwegian Luther- an Church fyrir drengilegan fjármálastyrk. Það lætur í ljós þakk- læti sitt fyrir styrk þann, sem skólinn hefir hlotið af minningarsjóði Stefáns Johnsonar. 2. Þingið skorar á ritstjóra “Sameiningarinnar” að halda mál- inu sem bezt vakandi í blaðinu og skólastjórann að lífga það og glæða í ræðu og riti. 3. Þingið mælir með því, að sérstakur fjársöfnunarmaður eða sérstakir fjársöfnunarmenn séu fengnir til að taka að sér stórt eða stór svæði til starfs á þessu hausti. 4. Þingið skorar á alla, sem leiðsögn hafa í málinu, og kirkju- félagsmeðlimi í heild sinni, að setja sér það takmark, að safna nægi- legu fé á árinu til þess að annast útgjöldin (l'klega um $3,500J og jafna tekjuhalla liðinna ára ('sem er um $1,700J. 5. Að séra Hjörtur J. Leó sé kosinn fastur skólastjóri Jónp Bjarnásonar skóla. Á kirkjuþingi, 20. júní 1925. Rúnólfur Marteinsson. Arni Eggertsson. > K. S. Askdal. Tryggvi Ingjaldsscm. H. J. Christie. Arni Arnason. G. J. Hallsson. B. Ingimunrarson. ólafur Thorlacius. Lagði hann og fram um leið þetta viðauka-álit: “Eins og þinginu er kunnugt lætur séra Rúnólfur Marteinsson nú af starfi sínu við Jóns Bjarnasonar skóla, er hann hefir haft á hendi í tólf ár, og unnið með dæmafárri trúmensku og dygð. Sárt er oss að sjá á bak honum frá því verki, en bót er í máli að . vita, að þrátt fyrir það, þó hann sé að hætta starfi sínu við skólann, I' Þá á skólinn tryggan vin og öruggan talsmann, þar sem hann er. Oss er Ijúft og skylt að þakka séra Rúnólfi fyrir hið óeigingjarna og göfuga starf, er hann hefir leyst af hendi i þarfir skólans, sem vér þó aldrei fáum fullþakkað. Guð blessi séra Rúnólf Marteinsson og hans góðu konu, er staðið hefir sem hetja víð hlið hans og stutt, í þeirri þýðingarmiklu og erfiðuistöðu.” Á kirkjuþingi í Selkirk, 20. júní 1925. Arni Eggertsson. Arni Arnason. Tryggvi Ingjaldsson. H. J. Christie. ólafur Thorlacius. • G. J. Hallsson. B. Ingimundarsön. K. S. Askdal. Var viðauka-álitið fyrst tekið fyrir og samþykt í einu hljóði með því að allir stóðu á fætur. f Var að því búnu aðal nefndarálitið tekið fyrir lið fyrir lið. 1. og 2./liður báðir samþyktir. — Um 3. lið urðu allmiklar um- ræður, en síðan samþykt tillaga Dr. B. B. Jónssonar, er séra N. S. Thorláksson studdi, að visa þessum lið til skólaráðs. Voru síðan 4. og 5. liður samþyktir. — í sambandi við efni 5. liðar, flutti séra Hjörtur J. Leó ítarlega tölu um skólann, sögu hans, hlutverk og framtíð. Sömuleiðis flutti fráfarandi skólastjóri, séra Rúnólfur Marteinsson, snjalt erindi um skólann og skoraði á kirkju- þingsmenn og aðra, að láta skólamálið vera sér hjartfólgið mál. Var nefndarálitið síðan í heild sinni borið upp og samþykt. Þá er mál þetta hafði verið afgreitt, tilkynti J. J. Swanson, fyrir hönd kjörbréfanefndar: að komin væri'til þings Mrs. Thorbjörg Paulson, erindreki frá Mikleyjar söfnuði. Skrifaði hún því næst undir játningu þings og tók sæti sitt í þinginu. Var því næst sunginn sálmur, og fundi síðan frestað til kl. 8 e. h. sama dag. SJÖUNDI FUNDUR—kl. 8 e. h. sama dag. u- " Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra H. J. Leó stýrði. Við nafnakall voru fjarverandi: séra Sig. Ólafsson, Mrs. Reyk- dal, Mrs. H. Sigurðsson, Thórarinn Goodman, Mrs. Guðný Fred- erickson, Mrs. Tergesen, A. S. Arason, Ben. Stefánsson, H. J. Christe, Arni Arnason, Thórður Bjarnason, Gunnl. Oddsson, G. B. Björnsson, K. Valdimar Björnsson, Snorri Kernested, O. Anderson, F. V. Fiðriksson og Thorst. J. Gíslason. Séra Haraldur Sigmar fjutti fyrirlestur, er hann nefndi: “Eitt er na.uðsynlegt.” Var honum, að fyrirlestrinum Ioknum, greitt þakklætisatkvæði þingsins, samkvæmt tillögu Dr. B. B. Jónssonar, með því, að allir stóðu á fætur. Var síðan sungið sálmsvers og fundi svo frestað þar til kl. 7 e. h. næsta dag. CFramh. á 7. bls.J

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.