Lögberg - 06.08.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.08.1925, Blaðsíða 6
6 i. 8 LÖGBERG FIMTCJDAGINN, 6. ÁGÚST, 1925. PEG. v v Eftir J. Hartley Manners. O’Connell tilheýrði “Hinu ixýja 'írlandi,” fé- iagi, sem hafði það fyrir markmið að auka þekk- ingu hinnar fátæku írsku þjóðar, er hana skorti svo mjög. Hinir yngri menn, sem unnu að þessu upplýsingarstarfi, álitu að prestarnir væru því mótfallnir og reyndu að koma í veg fyrir það, og að það væri sáralítil frelsisvon fyrir þá alla, sem í myrkri vanþékkingarihnar sætu, nema augu þeirra yrðu opnuð fyrir hinni grimmfí harðstjórn. O’Connell Var einn af þeim framkvæmdarmestu í ' þeim hópi, sem barðist fyrir 'því að vekja hina sof- andi þjóð til meðv.itundar um sitt. eigið vald, og ekkert gat stöðvað þetta starf hans. Honum þótti leitt að eiga í illdeilum við .síra Cahill — eina vin- inn frá bernsku^rum ihans. Gæti hann nú aðeins fengið þenna góða, gamla prest, til að breyta skoð- up sinni — k»ma honum til að taka þátt í fram- farahreyfingu í þá átt, að írska þjóðin fengi, sjálf að stjórna sér — frelsi*til að tala og breyta eftir éigin hvötum, svo að lokum yrðu sterkir menn. af þessum kúgaða og þjáðadýð. Hann ætlaði að reyna. “F\aðir Cahill,” sagði hann alúðlega. “Haldið þér ekki að það væri skynsamlegra að hugsa mei^a um líkamlega velferð fólksins en þá andlegu?” \ “Nei, það held eg ekki,” Svaraði presturinn allæstur. •'Því ef þér gerðuð það,” sagði æsingamaðurinn “og ef fleiri prestar gerðu það, þá mundi líta öðru- vísi út á írlandi núna. Himin hinna kristnu virðist vera of ilangt í buftu frá þeim, sem heima eiga í helvíti. Reynið að gera jörðina líkari himninum, þá verða menn fúsari til að heyra frásagnirnar um himininn hinsvegar. Umfram alt) reynið að stækka sjóndeildarhring þeirra. Veitið þeim upplýsingar, fróðleik, þekkingu ,þá fær ikenningin um hinn guð- .dómlega sannleika betra ákúrlendi. Fáviska og óþrifnaður fylla sjúkrahúsin og hælin, og það er þetta, sem alt of margir prestar hlynna að, án þess að vita það.” “Eg vil ekki heyra einu orði fleira,” hrópaði síra Cahill, sneri sér frá honum gremjulegur, og ætlaði að fara. O’Connell g^kk í veg fyrir hann. “Bíðið, það er eitt enn. Eg hefi heyrt fleiri enn einn prest gorta yfir því, að það væri minni ósiðsemi í írskum sveitaþorpum og bæjum, heldur en nokkurstaðar annarsstaðar. Og hversvegna? Hvert er lyfið gegn þessum lesti? Hjónabandið — er það ekki satt.” “Við þvað eigið þér?” “Eg meina, að ef ungur maður lítur tvisvar á sömu istúlkuna, þá komið þið þeim strax til að giftast. Þar eð hjónabandið er eina verndin gegn ósiðsemi. En hvernig verður slíkt hjónaband? Sultu'r, sem giftist þorsta. Fátækt og eymd. Karl- ar og konur, sem eru fávís og ibækluð, bæði á sál og líkama, eru bundin hvort við annaS með helgi- siðum, sem veitir þeim iheimild til að geta af sér aðrar jafn ósjálfbjarga manneskjur. Og þið skírið þær og bætið nýjum sálum við á kirkjuskrána, og væntanlegur himin eða himnavist, er öll sú hugg- un sem þeim er lofað fyrir þjáningarnar í þessum heimi. En eg fullyrði, að þetta er rangt! Þetta er rangt! Þetta er rangt! Eymdin, sem slíkum gift- ingum fylgir, gengur í arf til allra afkomendanna. Eg vildi heldur hafa löstinn — löstinn, sem eyði- leggur það líf er hann ræðst á. Það er meiri ó- siðsemi í þessa vesæla fólks hjarta og hugsunum, sem þannig er tengt saman, heldur en í hinum lök- ustu holum .laatanna. Það er von fyrir þessar last- hneigðu ,manneskjur. Upplýsing og heilbrigð skyn- semi getur flutt þær á rétta leið aftur. En það er engin von fyrir þær manneskjur, sem frá vöggunnl til grafarinnar lifa við þrotlausan skort og eymd.” Um leið og O’Connell feldi þenna voðalega dóm yfir hinum gamla sið, að varðveita mannfélagið frá hrösun.með því, að giftá fólkið mqðan það er ungt, án nokkufrar verulegrar kynningar á milli hjónaefnanna, þá var það eins og einhver nýtíjjcu spámaður byggi í honum. Hann 'hreyfði við sjálfri rótinni til írlands ógæfu. Harðstjórnii\ elti fólkið alla leið inn í dagstofuna, eldhúsið og rúmið. Jafnvel konurnar voru valdar handa mönnunum. Það var engin furða þó enska stjórnin gæfi þeim ósanngjörn lög tiil að breyta eftir, þegar þeir fengu eiftu sinni ekki að velja sér sjálfir eiginkonur sínar og heimili. Höður Cahill fanst orð.þessi blátt áfram guð' last. Hann leit óttasleginn til O’Connell'S. “Eruð þér búinn?” spurði hann. “Það sem eg á eftir að segja, ætla eg að segja á St. Kernaus Hill síðari hluta dagsins.” “Það verður enginn fundur síðari hluta þessa dags!” hrópaði presturinn. “Komið þér og hlustið á mig,” sigði O’Connell. “Eg hefi bannað sóknarbörnum mínum að vera á fundinum.”# “Þau skulu koma, þó eg verði að áraga þau þangað.” “Eg hefi beðið lénshöfðingjaim hjálpar. — Lögregluþjónarnir koma, ef þér reynið'að halda nokkurn fund.” “Við verðum tífalt fleiri.” “Það verða áflog og manndráþ.” “Það er betra að deyja fyrir gott málefni, heldur en að/lifa fyrir hið vonda!” hrópaði O’Gonn- ell. “Það eru hinir miklu framliðnu, sem leiða mannkynið áfram. Það eru hinir vondu lifandi, sem hamla framförúm þess.” “Gerið þér þetta ekki, Frank O’Connell. Eg bið yður í nafni þeirrar kirkju, sem þér voruð skírður í af mér.” “Eg geri það í nafni hinna þjáðu manneskja, sem eg er fæddur á meðal.” “Eg skipa yður —gerið það ekki!” “Eg heyri aðeins rödd míns framliðna föður, sem segir áfram!” “Eg bið yður — að gera þetta ekki!” “Rödd föður mins er sterkari en yðar, faðir Cahill.” ^ “Hafa tár gamals manns engin áhrif á yður?” ( O’Connell leit á prestinn og sá að tár runnu niður kinnar hans. Hann gerði enga tilraun til að stöðva þau. O’Connell • hikaði eitt augnablik, svo sagði hann: "Faðir minn grét líka þegar hann lá og dó í skurðinum fyrir utan þröskuldinn á heimili sínu. Mín hendi var sú eina, sem þbrkaði tár hans. Eg sé engin önnur tár en hank í dag, faðir Cahill.” “En hvaða gagn haldið þér þá að leiði af þess- um fundi? Þér segið að fólkið sé fávíst og ógæfu- samt. Bversvegna viljið þér þá stofna því í þá hættu, að verða misþyrmt og skotið af hermönnun- um?” , “Það hafa alt af verið píslarvottarnir, sem hafa komið málefnunum áfram. Ög eg er fús til að verða einn þeirra. Eg ihundi bregðast áformi mínu, ef eg hætti við að hefja rödd mína og hendur gegn kúgur- um þjóðar minnar.” “Þér eyðið lífi yðar til einskis, Frank O’ConnelI.” “í því tilliti er eg hvorki sá fyrsti né síðasti.” “Er ekkert til, sem getur stöðvað yður?” hróp- aði presturinn.” “Aðeins eitt,” svaraði æsingamaðurinn.” “Og það er?” “Dauðinn,” svaraði O’Connell og hélt áfram. 2. KAPÍTULI. ömurlegar bensku endurminningar. Um leið og O’Connell hraðaði sér eftir götum bæjarins, dönsuðu endurminningarnar hraðan hring. dans í minni hans. Hér í þessum eyðilega bæ var hann fæddur, og hér hafði hann lifað bernsku síha og æsku. Æsku! Fátækt og strit — aðeins draumar og sviknar vonir. Nú stóð þetta alt saman glögt fyrir innri sjón hans. Hér var hús læknisins. Hve oft hafði ekki móðir hans sagt honum frá því, að faðir hans hefði þotið þangað til að fá hjálp, nóttina sem hann hefði fæðst. í stormi var hann fæddur _____ í stríði varð hann að liía. Ásetningur hans var ó- sveigjanlegur. Hérna var litli skólinn, þar sem hann hafði lært að lesa. Rétt á móti honum var kirkja föður Cahills, þar sem hann hafði lært að biðja. Bak við hana var bersvæðið, þar sem hann háði fyrsta bardag- ann. Það var til að verja heiður föður síns, að hann háði þann bardaga. Marinn og blæðandi rölti hann heim á rftir — með rifin fötin. Móðirin grét yfir honum, þvoði og batt um sár hans og risp- ur. Endurminningin um fyrsta bardagann varir alla æfina, Hann mundf að hann hafði árum saman \ gefið gætur að þessum dreng með leynd, sem hafði barið hann. Hann hafði á þeim dögum aðeins þann metnað, að verða nógu sterkur til að geta jafnað sakir við hann. Hann æfði sig — hljóp um göturn— ar jsnemma morguns, þangað til að andardráttur hans var í góðu ásigkomulagi. Hann náði vináttu ensks dáta, sem var skipaður eftirlitsmaður í þorp- inu. Dátinn hafiöi lært hnefaleik í London, svo hann gat ráðið við alla hina í herdeildinni. O’Conn- ell varð brdtt anillingur í sjálfsvörn, og hann lærði Hka að hitta viðkvæmustu bletti mótstöðumanns síns, og svo beið hann eftir tækifæri. Og einn daginn, þegar drengirnir voru frjálsir og léku á bersvæðinu, gekk hann til óvinar síns og heimtaði jafnaðarbót. Hinir drengirnir hópuðust utan um þá. “Viltu verða barinn einu sinni ennþá, ömur- legi fátæklings anginn?” sagði óvinur hans. Svar O’Connells var högg á aðra kinn óvinar- ins, og bardaginn var byrjaður. Meðan O’Connell barðist, mundi hann eftir viðureigninni í fyrra skiftið, þegar hann, sökum máttleysis síns og kunnáttuskorts hafði orðið mót- stöðumanninum auðunhinn. “Þetta færðu fyrir höggið, sem þú gafst mér fyrir tveimur árum siðan, Martin Qvinlan!” hrópaði hann um leið og hann sló mótstöðumann sinn á hægra augað og vék fimlega undak æðislegri árás hans. “Og blóðnasir Skaltu líka fá!” Og um leið sló hann Quinlan á nasirnar með hnefanum. Hann hrökfaðist aftur á bak, en hann gafst samt ekki upp og bardaginn hélt áfram, unz O’ConnelI að síðustu feldi mótstöðumann sinn. “Viltu taka aftur orð þín um fátæklingsang- ann!” hrópaði hann. “Nei, það vil eg ekki.” “Stattu þá upp og láttu mig berja þig í smá- mola!” hrópaði O’Connell. Drengirnir dönsuðu tryltan herdans í kring um þá. Þetta var aðdáanlegt. Quinlan hafði barið þá alla áður fyr,' og nú gat hinn magnminsti af þeim öllum — hinn föli O’Connell gert honum verðskuld- uð skil með hnefa sínum. Fyrst O’Connell gat ráð- ið við hann, þá gætu þeir það eflaust líka. Harð- stjórnártíminn var liðinn. “Húrra! húrra!” hrópuðu þeir og slógu hring utan um bardagamennina. Qúinlan var ekki fyr staðinn upp en hann fékk högg á munninn, sem feldi hann til jarðar. Hann fann til heits blóðsins á vörum sér og saltbragðs- ins á tungunni. Það gerði hann alevg óðann. Hann þaut á fætur og réðist á O’ConnelI með ö!lu sínu afli er vék sér til hliðar en gaf Quinlan um leið hög^ á bak við eyrað. Quinlan datt áfram með andlitið til jarðar og hreyfði sig ekki. Bardagan* um var lokið. “Slíka borgun skal hver og einn fá, se4i hæðist að föður mínum." * Enginn drengjanna sagði eitt orð. “Áflogahetjan” varð auknefni O’Connells eftir þennan dag. Og sem “áflogahetja” var hann ári síðar kunnur í Dublin höllinni. Þegar hann um kvöldið sýndi móður sinni risp- uðu hnúana og sagði henni, hvernig hann hefði fengið þá þannig leikna, grét hún aftur eins og ’ ' , / hún hafði gert fyrir tveimur árum síðan. En í þetta skifti var það af gleði yfir syni sínum. ’ O’Connell hélt áfram frá dyrum til dyra. “St. Kernaus Hill klukkan þrjú!” var alt sem hann safði. Fáeinir hneigðu sig, aðrir þögðu, og enn þá aðrir létu í ljós með háværum orðum, að þeir ætl- uðu að koma á fundinn. En á andlitum allra sá hann að þeir vildu koma. Hann hélt áfram alla leið útG jaðar þorpsins; þar nam hann staðar og leit í kringum sig. Það var hér, sem lítli kofinn stóð, þar sem hann var fæddur og móðir' hans dó. Hann hafði verið rif- inn niður fyrir löngu síðan.. Það sáust engin merki Ibernskuheimilis hans. En hér á skurðarbarminn lögðu þeir föður hans dimman nóvemberdag — þarna endaði lífið og ljósið sloknaði. Honum fanst eins og þetta hefði skeð í gær; og þó stóð hann nú hér sem fullorðinn maður. Hann þarfnaðist ‘einmitt þessarar endurminningar, til þess að auka kjark sinn til bardagans á Kernaus Hill. Skoðanir gömlu tímanna voru horfnar í írlandi núna. Þeir dagar voru liðnir, þegar írarnir möglun- arlaust hlýddu kúgurum sínum. Þetta var “ungt írland”, sem hann tilheyrði og leiðbeindi. Ungt Irland, með sterkan vilja til að breyta endurminn- ingqnni um kúgun og þrælkun í frelsi. Ungt írland, sem krafðist að sér yrði gefinn gaumur ■*— sem var ákveðið í því, að taka þá stefnu, að feta sig áfram til Westminster, til þess að fá frelsiskröfum sínum framgengt. Og hann var einn af leiðtogunum. Hann teygði ósjálfrátt úr sér, um leið og hann Ieit í síðasta sinn á blettinn, þar sem heimili hans stóð eitt sinn. Hann stundi þungan, beit áajaxlinn og tautaði: “Við skulum byrja í dag! Áfram!” Og svo gekk hann beina leið til Kernaus Hill. 3. KAPÍTULI. St. Ivernaus Hill. Þrotlaus straumur af mönnum, konur og börn- um gengu upp á hæðina. Mennirnir uppburðar- lausir, svipdimmir og þreytulegir, með vonleysis- svip í augum og gráthreim í röddinni. Á eftir þeim gengu konurnar, fáeinar með hvítvoðunga við brjóst sín og sumar leiddu stærri börn. Mennirnir báðu þær um að vera heima, ef eitthvað kynni að koma fyrir, en þær svöruðu: “Ef við el’um með ykk- ur, munu þeir síður gera ykkur nokkuh ilt.” Og svo gengu þær á eftir þeim. Klukkan þrjú kom O’Connell upp á bæðina; hann stóð aleinn á efsta toppnum. Hann var boðinn Velkominn af öllum. ‘ Hann lyfti hendinni upp til svars. Það var undarlegt að standa þarna og horfa niður á allar þessar manneskjur, 'sem hann hafði þékt frá því að hann var drengur. Þúsundir and- stæðra tilfinninga brutust um í huga hans. Hann var aftur staddur í liðna tímanum. Nú kom hann aftur; til þeirra, til að reyna að lyfta þeim upp úr niðurlægingar ásigkomulaginu, sem hann sjálfur hafði klifrað upp úr. “Þetta er Frank O’Connell!” hrópaði einn. “Hann, sem við þektum þegar hann var dreng- ur,” sagði annar. “Bardagahetjan! Húrra fyrir O’Connell!” hróp_ aði sá þriðji. ' “Sonur Mary, hár og beinvaxinn, sem kemur til ag 'útvega oss frelsi' og góða daga,” stamaði gömul hvíthærð kona. “Og brotin enni,” sagði önnur gömul kona. “Og sjálfur situr hann máské í fangelsi, áður en dagurinn er liðinn,” sagði sú þriðja. “Drottinn varðveiti hann,” sagði sú fjórða. “Amen!” sögðu þær allar og signdu sig. Aftur lyfti O’Connell hendinni upp, í þetta sinn til að biðja umi þögn. ^ I Skrafið hætti. Svo byrjaði hann. Rödd hans hreimmikil og hrein barst til þeirra sem fjarst stóðu, og írska mállýskan gaf orðunum viðfeldinn iblæ, sem vakti óánægju tilheyrendanna yfir öllum þeim rangind- um, sem írska þjóðin varð að þola, og gerði þá all- æsta. “írskir menn og konur, við erum saman komin hér í dag frammi fyrir guði til þess að veita ensku stjórninni mótþróa, (stunur og uss, uss) til þess að sameina okkur um þá stórkostlegu tilraun að krefjast huggiinar handa hinum örvilnuðu, frelsis fyrir þá kúguðu, velmegun fyrir land okkar og gæfu fyrir heimilin. (öflugt samþykki). Alt of lengi hafa feður okkar orðið að þola ánauð kúgaranna. Alt of lengi hafa okkar gömlu forfeður verið jarð- settir á kostnað fátækrasjóðsins, eftir að hafa lifað við eymd og skort, sem engin önnur þjóð hefir þekt En hversvegna á okkar fólki að líða jafn illa og því líður? Karlar og konur, sem eru fædd til þess að njóta trelsis? Hversvegna? Eruð þið, írsku imenn svo vesaldarlegir, að útlendar íþjóðír geti ráðið yfir ykkur, eins og þær eitt sinn réðu yfir Negrunum? (Nei, nei!) Þrælar í Afríku hafa fengið- frelsi, en frelsi þeirra kostaði kúgara þeirra bæðí blóð og tár. Látum því frelsi okkar kosta kúgar- ana bæði blóð og tár. í öðrum löndum eru þáð írarnir, sem ráða, aðeins í þeirra eigin landi eru það aðrir ,sem ráðin hafa yfir þeim. Líf o'kkdr hefir verið gjört að kvöl. Vonir okkar deyddar, hatur eymd og kúgun hlutskifti okkar. Á þetta að ganga svo til? (Nei, nei!) Lítið í kring um ykkur. Lítið á bræður yðar og systur, hvernig þau eru út- tauguð og holdlaus af hupgri. Lítið á konur yðar, Þær eru orðnar ellilegar áður ei^ þær hafa verið ungar. Lítið á börnin yðar, sem eru að byrja líf, er veitir þeim aldrei glaða hugsun, aldrei neina gæfuríka stund, aldrei neinn innilegan hlátur eins og frjálsir og ánægðir borgarar eiga rétt á undir varðveislu guðs og lögreglunnar. Eruð þið ánægð með þetta ásigkomulag? (Gremjuleg köll: Nei, nei!) Hugsið um lélegu kofana ykkar, heita, loft- lausa. Inni í þeim er næstum því eins hv^st og úti þegar stormur er, gegnvotir og fljótandi í rigning- unni, hvernig þið verðið að lifa og strita, til þess að eigendur þeirra geti notið ávaxtanna af þrælkun yðar — í öðru landi. Hugsið um sonu yðar og dætur, sem hundruðum, já þúsundum saman yfir- gefa þetta fagra land, sem einu sinni var, til þes« að verða daglaunarar hins vegaf við hafið, sífelt þráandi heimili sín og sína elskuðu ættingja. En við erum orsök þessa ástands. Úrslitin liggja í okkar eigin höndum. Er það ekki betra að deyja með spjótið í hendinni eins og forfeður okkar, heldur en að veslast út af í eymd, og skilja börnum okkar eftir kvilla og veikindi, skemda heila og ófullkomna og eyðilagða líkama í arf?” Röddin brást honum og hann endaði með háum ástríðuríkum rómi. Áheyrendurnir urðu æstir. Mennirnir blótuðu hátt, og augu þeirra skutu eldingum. Allur aum- ingjahátt)urinn hvarf; þeir hugsuðu aðeins um hefnd. Þeir voru aftur orðnir menn. Hjörtu þeirra slógu hart, eins og hjörtu forfeðra þeirra gerðu við Boyne. Hinn mikli uppreistarandi, sem hvað eftir annað hefir blikað eins og stjarna yfir írlandi. brann sem eldur í æðum þeirra. Konurnar gleymdu grátandi börnunum og ruddust áfram, hrópandi hefnd'yfir kúgurum sín- um. Það var eins og manngrúinn væri orðinn að starfandi vél. Eins og allir hugsuðu með einum heila, fyndu til með einu hjarta og hrópuðu með einni rödd. m Og hrópin urðu að voldugum þrumugný. — Þá stóð faðir Cahill alt í einu á meðal þeirra. “Farið þið heim aftur,” skipaði hann. “Verið þið kyr!” hrópaði O’Connell. “í nafni hinnar kaþólsku kirkju, skipa eg yður að fara,” sagði presturinn. “í nafni okkar misþyrmda og þjáða fólks, skipa eg ykkur að vera kyrrum!” þrumaði O’Connell. “Hlustið þið ekki á hann. Hlusiið þið á boð- orð guðs!” • r~ ^ l “Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir,” svaraði æsingamaðurinn. Faðir Cahill gerði hina siðustu vonleysistil- raun sína. “Vesalings börnin mín — löggæslu riddararnir koma til að slíta fundinum og til að taka O’Connell fastann.” “Látum þá koma,” hrópaði O’Connell. Sýnum þeim að írskur karlmannskjarkur er ekki dauður. Sýnum þeim, að við höfum ennþá vald og vilja til að þráast við þeim. Segjum þeim, að við ætlum að safnast saman, nær sem er og hvar sem er, þegar við viljum. Að við ætlum ekki að þegja á meðan við getum dregið andann. Að við ætlum að mótmæla harðstjórn þeirra, á meðan við höfum næga krafta til að halda á byssú í höndum okkar. írar, eg bið ykkur, sökum ykkár misþyrmdu héimila, isökum alls, sem gerir lífið fagurt og dauðann mikilfeftg- lega'n, sökum ykkar kvöldu, deyddu og útlægu bræðra, bið eg ykkur að sýna dugnað og láta ekki undan í dag. Beitið huga ykkar og lífi til gagns því málefni, sem eg er að berjast fyrir. Sameinið ykkar rödd minni. Réttið upp hendur ykkar um leið og eg, og sverjið við vop ylckar um gæfu hér og frið hins vegar, að þið hættið aldrei að berjast, fyr en frelsi og upplýsing er fengin fyj-ir hina ógæfu- sömif þjóð, sem heima á í þessu landi! Sverjið við alt sem ykkur er heilagt, við himneska föðurinn, sem gefur ykkur lífið, við end- urminninguna um alla þá, sem ykkur eru kærir, vi<S/ sorgina yfir konum ykkar og börnum, sem dáin eru af svengd og skorti réttið- upp hendur ykkar og sverjið, að þið viljið fórna ílfi ykkar fyrir þær kyn- slóðir, er á eftir ykkur koma, svo þær geti fengið að lifa í friði, sem fjrálsar manneskjur. Sverjið!” Um leið og hann talaði síðustu orðin, rétti hann hægri hendi, sína upp eins hátt og hann gat, en með þeirri vinstri signdi hann sig. Það far eins og hans eigin sál kallaði til þeirra og beiddi þá að sverja þenna eið, sem átti að binda sálir þeirra við málefnið. í þéttum hóp í kring um hann, með reiðisvip í augum sínum \og hraðan hjartslátt, hrópuðu karlar og konur sanihljóða: ‘Við' sverjum.” ‘ Á þessu augnabliki æsingayinnar Var það eins • j)g geilsabaugur hinna gömlu píslarvotta svifi yfir höfði hvers einstaks manns og konu, er eiðinn sór, þann eið, sem batt hann við málefnið — það mál- efni, sem I sér geymdi lausn frá kúgun og harð- stjórn, lausn frá mi*sþyrmingum og fangelsum, frá sulti, morðum og þvingunarlögum — öllum hinum ihismunandi þjáningum íranna, sem þeir þurftu að líða, þegar þeir 'börðust fyrir frelsi sínu. Á næsta augnabliki ríkti kyrð yfir mannjpyrp- ingunni, kvíðandi kyrð. Fótatak gangandi hermanna og fáorðar skipan' ir bárust til eyrna þeirra. % Faðir’ Cahill tróð sér áfram í gegnum mann- f jöldannf ‘Hermennirnir!” hrópði hann. “Farið þið heim til ykkar.” , “Verið þið kyrrir,” hrópaði O’Connell. “Eg bið ykkur i— eg sárbæni ykkur, börnin x mín — eg sárbæni ykkur um að láta nú ekki blóðs- úthellingar eiga sér stað!” / Faðir Cahill sneri sér örvilnaður að O’Connell og hrópaði: ' “Segið þér þeim að fara heim, vesalings sókn- arbörnunum mínum! -Segir þér þeim að flýta sér, áður en hermennirnir koma.” O’Connell snéri bítki að prestinum og hfópaði til mannfjöldans: • * /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.