Lögberg - 03.09.1925, Síða 1

Lögberg - 03.09.1925, Síða 1
pROVINCIf 1 THEATRE ' ^ ÞESSA VIKU v Emdry Johnson’s Meistara stykki “LIFESGREATEST GAME” með Johnnie WalkeJ og aðra bestu leikendur p R O V IN C F 1 THEATRE NÆSTU VIKU [ZANE GREY’S Nýjustu undur “CODE of the WEST” með OWEN MOORE og Leiðandi leíkurum 38 ARGANGUR | Helztu heims-fréttir Canada Arsþing lögfræðingafélagsins í Canada, hefii1 staÖið yfir hér í borg- inni undanfarna viku. Sóttu það nafnkunnir lögspekingar víðsvegar atS, svo sem frá Englandi og Frakk- landi. Sir James Aikins var end- urkosinn forseti. * * * Peter Heenan, verkaflokksþing- maður í Ontario fylkisþinginu, fyrir Kenora kjördæmið, hefir veriS útnefndur seín þingmannsefri frjálslynda flokksins til sambands- þings i Kenora-Rainy River kjör- dæminu. Er honum talinn nokk- urn veginn vís sigur, þvi maSurinn kvaS vera framúrskarandi mikil- hæfur og vinsæll í héraSinu. * * # John Bush, bóndi aS Turlow, Ont., hefir nýlega fengið þá mestu upp&eru af höftum, sem þek^ hef- ir hér í landi. Fékk hann iio mæla af ekrunni. * * * H. P. Kennedy, framkvsémdar- stjóri Livestock Producers félags- ins i Canada, hefir lýst yfir því, aS félag þetta hafi í hyggju að jselja tuttugu þúsundir nautgripa frá Al- berta til Englands á komandi vetri. Telur hann markaSsskilyrðin fyrir canadiskan búpening á Bretlandi, vera jafnt og þétt að batna. * * * Tala fanga í hinum ýmsu hegning- arhúsum Ontario fylkis (á árfinu 1924, nam 15,879. # * * Tvö börn, piltur sjö ára og stúlka sex, létu líf sitt i eldsvoSa að 1010 Burrows Avenue hér í borginni, hinn 27. f. m. Eldurinn kom upp aö næturlagi. MóSir barnanna skaSbrendist og liggur á sjúkrahúsi. • w • Hinn 27. þ. m., fór fram almenn atkvæSagreiSsla í Yukon um hvort leyfS skyldi sala áfengs öls eða ekki. Mikill meirihluti atkvæSa var með því, að fá ölsölu leidda í lög. * * * Col. R. H. Webb, borgarstjóri i Winnipeg, er staddur i Ottawa uin þessar mundir í sambandi viS hina fýrirhuguSu Backus — Seaman paþpírs mylnu i Manitoba. Hefir hann setiS á ráSstefnum viS sam- bandsstjórnina, ' ásamt mörgum málsmetandi mönnum frá Manitobn til þess að reyna aS knýja máliS fram. Sendi hann Bracken forsæt-| irráSgjafa símskeyti á síðastliðinn fimtudag og skoraði á liann aS koma til liös viS sig í Ottawa. * * * Samkomulag hefir náSst milli Hludsons Bay félagsins og bæjar- stjómarinnar ■ í Winnipeg, aS þvi er viSkemur- stórhýsunP þeim, er téS félag hefir ákveSiS að reisa hér í borginni. Er þar með fengin vissa fyrir, að félagiS lætur koma hér upp veglegum húsum, er kosta skulu um fimm miljónir dala. Verkfalli kolanámumanna í Ed- monton héruðunum, því er hóf.st i júnímánuði síSastliðnum, er nú lok- ið. Gengu verkfallsmenn aS kröf- um námueigenda um kauplækkun, er nemur frá fimm, tíu, og þrettán af hundraSi, eftir flokkun. * * * Mrs. Edward Brown, kona Hon. Ed. Brown fyrrum fylkis féhirSis Norrisstjórnarinnar í Manitoba, lenti í bifreiSarslysi skamt frá Vernon, B.C., hinn 20. f.m., og liggur þar á sjúkrah’úsi. HafSi hún sætt all-alvarlegum melðsium. • .• • John F. Snowball, féhirSir borg- arinnar Regina í Saskatchewan, he'f- ir veriS dæmdur til þriggja ára fangavistar í Prince Albert hegn- ingarhúsiriu fyrir $4,289 þjófnað af almennings fé. • * • Eldur kom upp í bænum St. Ger- main í Quebec fylki hinn 21. f.m., er orsakaði um hundraS þúsund dala eignatjón. • • • Verið er um þessar mundir aS reisa klaustur i Montreal, sem kosta á yfir sjö hundruð þúsundir dala. » * * Látinn er nýlega í Winnipeg-. borg, George Patterson, K.C., sá: er um langt skeiS gegndi aSstoSar- dómsmálaráSgjafa efnbætti í Mani- toba, kominn fast að áttræSu. * • * Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, f orsætisráSgj a f i Canadast j órnar, hefir lýst yfir því viQ fréttasam- bandiS canadiska, aS hann láti uiyi- ir engum kringumstæðum knýja sig til kosninga, aðeins til að þóknast leiðtoga afturhaldsflokksins á þingi. KveSst . hann sannfærSur um, aS stjórninni hafi, þegar tekiS sé tijlit til örðugleikánna, er hún hafi átt við aS etja, farist ráðs- menskan svo vel úr hendi, aS traust hennar fari dagvaxandi hjá kjós endum. Stjórnin ein bæri á*þv fulla ábyrgð, hvort hún leysti upi þingið i náinni framtíS, eða kveddi það til einnar setu enn. Hitt væri ekkert leyndarmál, aS nær sem at- vik og ástæSur gerSu kosningar nauSsynlegar hagsmuna þjóðarinn- ar vegna, þá mundi hann óhikaS leggja það tafarlaust til viS land- stjórann, að þing yrði rofiS og nýj - ar kosningar fyrirskipaðar. Eftir fjögra ára setu viS völd nyti stjórn- in enn nákvæmlega sama þingfylg- is og í byrjun, þrátt fyrir fjörutíu og eina aukakoningu, sem fram hefSi fariS á því tímabili. Bandaríkin. SiðastliSinn þriSjudagsmorgun hófst alment verkfall í harSkola- námum Bandarikjanna. F.itt hundraS fimtíu og átta þúsundir námamanna lögðu niður vinnu, en verkfalliS nær til átta hundruS tuttugu og átta náma. Að' eins tíu þúsundum manna er leyft aS vera i námunum til aS verja þær fyrir skemdum. Megin-ástæSan til verk- fallsins er sú, að eigendur nám- anna synjuSu kröfu starfsmanna sinna um tíu af hundraði launa- hækkun, ásamt breyttri starfstil- högun. Coolidgé forseti hefir lýst yfir því, aS hann telji réttast, aS stjórnin láti deilumál þessi af- skiftalaus að sinni. * * * I ráSi er að reist verSi í Chicago, 111.. hótel eitt voldugt með afbrigS- um, er vera skuli þrjátíu og níu hæSir. Er mælt aS stórhýsi þetta muni kosta um fjörutiu miljónir dala. * * * Þrír menn hafa nýlega verið teknir fastir í Chicago’, fyrir aS falsa bankaseSla. Er mælt aS seðla- fölsunin nemi ,freklega þrjúhundr- uS þúsundum dala. Einn þrímenn- inga þéssara, Sam Mirabile að nafni, er sagSur að hafa veriS vel- metinn fasteignakaupmaður þar i borginni. * » * JarSepIaþurS allalvarleg er sögS að verá í Bandaríkj unum um þessar mundir. Af þessu leiSir það, sam- kvæmt fregnttm frá Washington, aS verð þessarar framleiSslu tegund- ar, er áætlaS tvisvar til þrisvar sinnum hærra en í fyrra. * * * Samkvæmt fregnum frá New Ýork, hinn 28. þ. m., er búist viS að gasolía muni lækka stórkostlega í verSi í náinni framtíð Suhjir spá þvi jafnvel, aS gallónan muni fara ofan í tólf til fimtán cents. * * * \ Forrester félögin í Bandarikjun- um, héldu nýlega ársþing sitt í Detroit. Lýsti þingiS vantrausti á núgildandi vinbannslöggjöf og krafSist þess, að heimiluð skyldi sala öls og léttra víntegunda. Kveðjusamsœti SiðastliðiS mánudagskvöld, var var þeim Einari H. Kvaran rithöf- undi og Gíslínu frú hans, haldið veglegt kveS/usamsæti r Goodtemp- larahúsinu á, Sargent ave. hér i borginni. Var til samsaétisins efnt af framkvæmdarnefnd ÞjóSrækn- isfélagsins, íslendingadagsnefnd- inni, Jóns SigurSssonar fél. og félagsskap islenzkra Goodtemplara. Forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Jónás A. SigurSsson, setti sam- kvæmiS nieS snjallri og kjarnyrtri ræSu og stýrSi því síðan til enda meS þeim alkunna skörungsskap, sem honum er laginn. Þrjár ræður til heiöursgestanna, voru fluttar í efri sal samkomu- hússins, samkvæmt reglubundinni skemtiskrá, af þeim hr. Stefáni Thorson, séra Rögnvaldi Péturs- syni og séra Rúnólfi Marteinssyni. Voru tölurnar allar hinar sköruleg- ustu. Mun þess megá vænta, að þær birtist á prenti við fyrstu hent- ugleika. Á milli ræðanna var skemt með yndislegum söng og hljóð- færaslætti. Tvísöng sungu þau Mrs. Dr. B. H. Olson og Mr. Paul Bardaþ Mrs. P. S. Dalman og Mr. Gísli Jónsson, en með éinsöng skemti Mrs. Alex Johnson. Mr. Fred. Dalman lék á Cello. en Miss Ásta Hermannsson á fiSlu. Var söngfólkinu og hljóðfæralcikend- unum, setn og öðrum þeim, er skemtu, þakkaS með dynjandi lófa- klappi.- í lok hinnar reglubundnu skemtiskrár, las hr. ^Sigfús ritstjóiS Halldórs frá Höfnum, skrautritað ávarp til heiðursgestanna og af- henti þeim sjóð nokkurn í gulli. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1925 NÚMER 36 Tók heiðursgesturinn hr. Kvar- an þar næst til máls og þakkaði Vestur-íslendingum fyrir hönd sína og konu sinnar, hlýleikann, gest- risnina og alúðina, er þeim hjónum hefði í hvívetna mætt. Fór hann og all-ítarlega út í hugðarmál það, er hann einkum og sérílagi hefði kosið sér að flytja meðal Vestur- íslendinga. Eigi leyndi það. sér, hve vitæk og djúpsett ítök ræðu- maður átti í hugum áheyrendanna, því með svo stakri athygli fylgdu allir erindi hans, sem þó var nokk- uð langt. Allir voru sér þess með- vitandi, að verið var að kveðja mikinn mann, — skáldsagna snill- inginn og mannvininn, Einar Hjör- leifsson Kvaran. Og allir báðu að heilsa, — báðu heiðursgestinn að skila hjartans kveðju til endur- minningalandsins sviptigna, norður í sæ. — A8 lokinni hinni reglu- bundnu skemtiskrá, var sezt til borðs í neÖri sal Goodtemplara- hússins. Höfðu konur úr Jóns Sigurðssonar félaginu undirbúið þar hinar rausnarlegustu veitingar, er samkomugestir gerðu hin beztu skil. Tóku þar eftirfylgjandi menn til máls: A. S. Bardal, Einar P. Jónsson, Arni Eggertsson, Hjálmar A. Bergmann lögfræðingur, er flutti stór-áhrifamikla ræðu, og Dr. M. B. Halldórsson. Samsætinu lauk eigi fyr en að afliðnu miðnætti. Þau KvaVans hjónin lögðu af stað á- leiðis til fslands á miðviðudaginn. Viðbót við (réttabréf. Þess hefði eg geta vilja látið, þegar eg skrifaði á dögunum um hið veglega samsæti, er Sigtryggi Jónassyni var haldið í samkomu- salnum i Riverton, þ. 24. júlí s.l., að við hlið hans í veizlunni sátu bræður hans, Tómas og Jónas, báð- ir sæmdarmenn og vel látnir. Mun Tómas vera rétt um áttrætt, en all- vel ern. mesti greindarmaður, stál- minnugur og fróður um margt. Jónas mun vera 75 eða kannske 76 ára, er ekki alveg viss um þetta. Jónas er snúöur góður, starfsmað- ur mikill og ágætlega ern, eftir því sem búast má við á þeim aldri. Báðir hafa þeir biVeður verið í Bræðrasöfnuði frá byrjun vega, svo og fó1k þeirra, og Jónas skrif- ari safnaðarins í fjöída mörg ár. Með þeirn bræðrum og við hlið þeirra í veizlunni voru einnig kon- ur þeirra, Helga Hallgrimsdóttir, kona Jónasar, og Guðrún Tóhann- esdóttir, kona Tómasar, báðar vel- metnar, góðar konur. Svo og börn Tómasar og Guðrúnar, fjórir syn- ir og fjórar dætur. alt gift, með minni <eða ^tærri hóp afkomenda, sumt af þvi fulltíða fólk. Einnig voru þarna þ samsætinu uppeldis- sonur Sigtryggs, Percy C. Jónas- son verzjunarstjóri frá Árborg, og kona hans Þórey dóttir Gests Odd- leifssonar í Haga, ásamt börnum þeirra, sem enn eru í æsku. —fréttar. Lögb.. Or bœnum. Hr. Haraldur Sveinbjörnsson, leikfimiskennari frá Dannebrog, Nebraska, sem dvalið hefir í Win- nipegborg undanfarna daga og sýndi nýlega á skemtisamkomu hér, i borg, fólki til mikillar áilægju leik- fimiskerfi það, sem kent er við danska snillinginn Niels Bukh, ráð- gerir að heimsækja íslenzku bygð irnar í Norður IMkota um næstu helgi, og sýna þar list sína. Ei vonandi, að landar þar syðra, að- stoði hann við að koma þar á sam- komum, því margt má af því græða, að kyhnast aðferðum þeim, er hann sýhir. Mr. Edwald Kristjánsson, frá Rutan. Sask, 'kom til borgarinnar í fyrri'viku til að mæta bróður sin- um Carl, sem var einn af löndun- um með Jósefsson á Orpheum leikhúsi hér í siðustu viku. Hann sagði fyrirtaks uppskeru þar vest- ur frá. Þ. 21. ágúst s.l. yoru gefin saman í hjónaband þau Mr. Aðalsteinn Sigurjón Jónsson og Miss Helga Sig|friður Kristinsson, bæði til heimilis í Framnesbygð í Nýja Is- landi. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavigslan fram að heim- ili hans i Árborg. BrúÖguminn er sonur ísaks bónda Jónssonar í Framnesbygð, en brúðurin dóttir Kristins bónda Kristinssonar þar i bygð. Heimili ungíi hjónanna verður í Framnesbygð, flytja í nýtt hús, er reist hefir verið skamt frá húsi ísaks Jónssonar, föður brúð- gumans. Þau hjóii'Jóhannes Jósephson og Carolina Guðlaugsdóttir fóru héð- an frá Winnipeg áleiðis til Calgary, ásamt dætrum sínum Heklu og Sögu, á laugardagskvöldið var, eftir að Jóhannes var búin að sýna list sína, sem öllum fanst mikið til um, á Orpheum leikhúsi. Nokkrir kunningjar Jæirra hjóna sátu með þeim kveðjusamsæti á Marlborouh hótelinu á fimtudagskvöldið var, sem herra A. S. Bardal stýrði. Fóru þar fram skemtanir eins og_ vana- legt er við slik tækifæri. "Sam- kvæmið hófst með bæn, er séra Rúnólfur Marteinsson flutti. Séra J. A. Sigurðsson flutti Jóhannesi kvæði að fornum sið, og birtist það í næsta. blaði. Jóhannes sjálfur flutti tvö kvæði eftir sjálfan sig, annað á íslenzku, hitt á ensku, og Jón J. Bildfell talaði nokkur orð. Var samsætið hið ánægjulegasta. Eftirgreindir tveir íslenzkir námsmenn, luku meistaraprófi við háskólana í Saskatchewan og Min- neso,ta á síðastliðnu vori: Valdimar A. Vigfússon, sonur Mr. og Mrs. Narfi Vigfússon, að Tantallon, Sask., Lauk hann B.A. prófi við téðan háskóla 1917. en hlaut meist- aragráðuna í efnafræði, í síðast- liÖnum maímánuði. Starfar hann rtú sem “Chemial Analyst” við Sas- kathewan háskóla. Hinn maðurinn ér Thorvaldur Johnson, sonur Sig- urjóns og Guðrúnar Johnson, við Arnes, Mari. Hann lauk B. A. prófi 1922, útskrifaðist af landbúnaðar- háskólanum. 1924, en lauk meist- araprófi við háskóla Minnesota- rikis í vor sem leið. Var aðal- námsgrein hans “Plant Pathology”. Er hann ráðinn sem aðstoðar kenn- ari í þeirri fræðigrein við Jiann sama háskóla. VIDAUKA-SKÝRSLA. i í prÓ*fskýsslu minni, í síðasta blaði, tók eg það fram, að eg gæti ekki ábyrgst að öll nöfn birtust þar, sem hefðu rétt til Jiess. Eg hefi síðan fengið að vita um þessa nemendur, sem stóðust prófið: Stefán John Peterson, færðist upp úr 9. bekk. Erikka Hallson lauk við 9. og 10. bekk og færðist upp í n. bekk. Freda Sigríður Jóhannesson færð- ist úr 11. bekk. Mig langar enn fremur til að geta þess, að Svanhvít G. Jóhann- esson, sem áður var nefnd, færðist úr 9. bekk “með heiðri.” Rúnólfur Marteinsson. Landnemaljóð. I. Hákonarstaðir. Ei gleymist sögn um Guðbjörgu Og Gunnlaug Pétursson, er æfi sinni eyddu hér í ást og trú og von. Þau komu hingað kvöldið eitt, Og kveiktu á arni glóð. A8 fótum þeirra landið lá Með loforð mörg og góð. Þau kvöddu ung, með eld í sál. Síns ættlands fögru strönd, Til þess að vinna í Vesturheimi \rænni og betri lönd. Er farið höfðu langa leið Og leitað fvrir sér, Þau fundu þenna fagra reit, Og festu yndi hér. Og hér þau bygðu húsið sitt, Við hreinan elfarstraum. Og biðu sæl. við blitt og strítt, Á bak við lifsins glaum. Það hús varð Snemma höfuðból, Er hlúði að öllum þeim, Sem hvergi fundu kærleiksyl — Og komu þangað heim. Til Gunnlaugs kom svo ferðafólk, að frétta' um kosti lands. Menn fundu að tal hans tállaust var, Og trúðu orðum hans. Og þetta vonum vígða land, Með víðum sjónarhring, Á skammri stund varÖ blóma-bygÖ Og bæir — alt um kring. Þau stýrðu sinu húsi hér Með höfðinglegum brag; * ^Til heilla fyrir land og lýð, Um langan, fagran dag, Og árin krýndu heiðri silfrað Höfuð þessa manns, Og létu gróa lán og hrós af landnáms-Jirautum hans. Tíminn hefir hratt fram brunað, Hálf er liðin öld, Síðan hér þau sáu hníga Sól—hið fyrsta kvöld., Frá því þau í fyrsta sinni Fegin áður hér, Og lága, stflta lækjarniðinn Létu skemta sér. Þau fá nú aldrei framar prýtt Sinn forna höföings-rann. En góðfræg minning gleymist seint, LTm gamla frumherjann. Hún breiðist eins og blessun Guðs, Of börnin þessa manns, Og lifir daga, ár og öld I æfistarfi hans. María G. Arnason. * * * II. Yfir sigurhæðum háum Heilög ljómar sól. Logarún hins liðna tíma Lýsir dal og hól. Hún er þeirra sæmdar-saga, Sem hér námu lönd: Frumherjanna — lífs og liðnu — Letruð Drottins hönd. Frumherjanna — lífs og Jiðnu — Letruð Drottins náðarhönd. Bygðin vor, hin fagurfrjóva, Faldin röðul-glóð, Eins og draumur ungra vona, Eða guðlegt ljóð. — Hún er minning sveins og svanna, Sem hér ruddu braut. Vorhuganna sól er signdi Sigurvon í þraut. Vorhuganna sól er signdi Sigurvon í hverri þraut. Stundin þessi stilta hrærir Strengi minningar. Hjartastrengir löngu liðna Lifsins—óma þar. Heit—af öldum tónsins—titra Tárin landnemans, Sem að fyrir fimtíu árum Féllu í sporin hans. Sem að fyrir fimtiu árum' Féllu í blóðug sporin hans. Litist um á himinhelgum Hæðum minniriga. Lítið myndir lyftast yfir Leiti fjarlægðar. Mörg hin þunga Jiraut og hörm- ung, Þetta líf sem á, Leitar fram í ljósið dagsins Landnemana’ að þjá. Leitar fram í ljósið dagsins, Landnemana snauðu að þjá. Lesið þátt úr langri sögu í landnemanna bók. Sjáið, hvernig sorg og þrenging Sálarþrekið jók. Sjáið, hvernig sigur lifsins Signdi hverja þraut, Og hjörinn, sem á hjartað stefndi, í hönduiri dauöans braut. Og hjörinn, sem á hjartað stefndi, í höndum dauðans sundur braut Þessum gömlu, hraustu hetjum Helgum þenna dag. Þeim, sem fyrir brjósti báru Barna sinna hag. Þeim sem hamar þritugfaldan Þurftu að klifa hér, Til að vinna gull úr grjóti, Og geta sjálfum bjargað sér. Til að vinna gull úr grjóti, Og get bjargaÖ sjálfum sér. Látum þeim á þessum degi Þakkað handtak hvert. Hetjuverk, sem hálfnuð öldin Heldur mikils vert. Geymum hina gullnu minning, Gamla landnemans. Lyftum—berum frarn til frama Frægðarnafnið hans. Lyftum—berum fram til frama Frægðarríka nafnið hans. Maria G. Arnason. Vögguljóð, Þey, — þey, — þey! Golan má ekki hafa hátt, HeiÖló ekki syngja dátt, — Oft vökum fylgja vei. — Skógurinn má ekki skelfa þig, Skilið til hans fyrir mig, Að raula lag sitt lágt. — Þey, þey, þey, Við raulum lagið lágt. Þey, — þey, — þey! Nú dotta’ á bala blómin smá, Það bærist varla nokkurt strá, — Eitt gægist Gleym-mér-ei. — 1 hafsins faðmi hvílir blær, — Og hjartasárið aftur grær, Unz brosir grátin brá. — Þey, J>ey, þey^— Þér vakir vinur hjá. Jónas A. Sigurðsson. enn í dag á íslenzku, en á ensku máli er það venjulega kallað “Riv- erside Fann”. Á næstu árum leit- frumbúasonur úr Vesturheims- bygð, uppalinn þar; Mrs. J. A. Josephson, nafnkunn ræðukona; uðu allmargir íslendingar landnáms' Björn B. Gíslason lögmaður og þar í grendinni og settust að í þremur Counties, Lyon, L&icoln og Yellow Medicine, og hafa þær Gunnar B. Björnsson ritstjóri Maria G. Árnason skáldkona flutti kvæði, sem hún hafði ort fyrir há- bygðir haldist siðan. Gunnlaugur tíðina, og Jón Runólfsson skáld las Pétursson er nú dáinn fyrir nokkr uifi árum, en minning hans lifir. Bygðarmönnum finst þeir eiga hon- um mikið að þakka, fyrir það, að hann skyldi leggja slóðina vestur á stöðvar þessar, því að landkostir eru hvergi betri í öllu ríkinfl. upp ganialt kvæíii eftir sjálfan sig. • Þrjár ungar stúlkur sungu ein- söngva, þær Marjorie Kompelien, Dora Askdal og Christine Gunn- laugsson. Sú fyrstnefnda var klædd islnzkum faldbúningi og söng lofsönginn “Ó, guð vors Hátíðar-athöfn til minningar um Hnds. ' Hún er íslenzk í móður- landnám Gunnlaugs og stofnun ætt. Hinar stúlkurnar alíslenzkar, bygðanna var haldin að Hákonar- \ eins og nöfnin benda til. Auk þess stöðum, sunnudaginn 23. ágúst síð- fóru söngflokkar bygðanna, allir í astliðinn, í skógarlundi, sem (Sunn- sameiningu, með nokkur kórlög. laugur gróðursetti við heimili sitt, | Símskeyti, með árnaðaróskum eða tveimur árum eftir að til bygðarmanna frá ríkisstjóran- einu Fimtugs-afmœli Minnesota-bygðanna. Bygðirnar íslenzku í suðvestur- hluta Minnesota-ríkis áttu á önd- verðu sumri þessu fimtugs-afmæli sitt. Fyrsti landneminn íslenzkur á því svæði^ Gunnlaugur Péturs- son frá Hákonarstöðum á Jökuldal, fluttist’ þangað vestur með hópi norskra landnámsmanna frá Wis- consin 'i júní-mánuði árið 1875, og reisti bú í Lvon County rétt við ána Yellow Medicine. Nefndi hann býl- iÖ Hákonarstaði, og svo heitir það hann settist þar að, og ætlaði til | um, Theodore Christianson, var mannfunda. Sumarsamkomur voru lesið upp á samkomunni. “Engir oft haldnar i þvi rjóðri fyr á árum. I betri borgarar eru til í Minnesota,” — Flestir Islendingar úr bygðun-: segir ríkisstjórinn, “heldur en þeir, um og frá Minneota voru viðstadd-j sem komu íhingað frá íslandi og ir á hátíðarhaldinu, og nokkrir frá'niðjar þeirra. Þeir hafa lagt fram öðrum stöðum. AH-margt var þar leiðandi menn, fJeiri en að sínum líka af annara þjóða fólki, einkum hlut. til allra hreyfinga, sem áfram Norðmönnum. | vissu. Þeir hafa stofnað blómlega Athöfnin byrjaði klukkan hálf- bygð og ætíð reynst hollir borgar- tvö síðdegis með þvi, að sunginn ar í lýðveldinu. ’— Það sem Chris- var sálmurinn: “Lofið vorn Droft- j tianson segir um Islendinga í Min- Síðan las sá, er þetta ritar,; nesota, er ekkart skrum. Nýlend- ín 103. Davíðs sálm, flutti bæn og á- j an hefir mikillega blessast á þess- varpaði fólkið með stuttri ræðu'um fimtíu árum. Landgæðin mik- andlegs efnis. Eftir'það fóru frami'l og vel notuð. Hagur fólksins því söngvar og ræðuhöld, sem Jónj blómlegur yfirleitt. Og í andleg- Gíslason stýrði, Jringmaður Lyon um efnium hefir fólkið fyrir enn County manna í ríkisþinginu. “Prógramminu” var skift, nokk- urn veginn að jöfnu, á milli íslenzk' meira lán að þakka: Bvgðirnar voru aldrei fjölmennar, og þó hefir eng- in íslenzk nýlenda í Vesturheimi unnar og enskunnar; var það gjört eignast fleiri menn að tiltölu, sem fyrir þá komumenn, sem ekki voru íslenzkir. Frumbúar tveir, P. V. Peterson og S. S. Hofteig, fluttu erindi um nýlendulífið á fyrstu ár- um; sá fyrnefndi talaði- um Hálsa- bygðina í Lincoln County, en hinn um Vesturheims-bygÖ í Lyon og Y ellozv Medicine Counties. Allir hinir, sem tóku þátt í “pró- gramminu”, voru niðjar lándnáms- fólksins. Ræður fluttu, auk frum- búanna fvrnefndu, Jón Gislason þingmaður; Sigurður H. Peterson prófssor frá Corvallis i Oregon. víðkunnir hafa orðið. bæði með Vestur-íslendingum og jafnvel á meðal innlendra, heldur en ný- lendusvæðið íslenzka i Minnesota. Hátíðarhaldinu lauk með því, að allir sungu þjóðsöngvana Eld- gamla ísafold og Mf Country ’tis of Thce”. — Veður var bjart og hlýtt um daginn, með sunnanvindi, sem varð nokkuð hvass eftir há- degið, svo að ræðurnar heyrðust ekki vel. Að öðru leyti var dagur- inn hinn ákjósanlegasti. G. G. WILLIAM JENNINGS BRYAN. Það Hrapaði stjarna, og hauðrinu brá, þar hnigið í valinn eitt stórmennið lá, sem gnæfði svo hátt yfir hégilju prjál, og hataði blekking af lífi og sál. En stjörnunnar ferMl var logaskært ljós sem lifir þá dáið er jafnaldra hrós, sig vefur um hnöttinn sem leiftursins log, og lýsir og gyllir hvern straumhægan vog. Það brá mörgum. er hann í blöðunum sá, að Bryan var fallinn, er mest reyndi á. Hann stóð eins og klettur mót hégilju hrönn, en hneig fyrir skrilmensku nagandi tönn. Hann gat ekki matað sig moldvörpum hjá, og möðkum, sem gjálífis fikn lifa á, er smjúga sem refir um holur og hraun og holdsguði tízkunnar blóta á laun. í háðsgusti tízkunnar heimsfrægur stóð og hugrakkur valinn í myrkrinu tróð og hræddist ei lastmæli, hatur né spott, én hélt þvi, sem revnst hafði fagurt og gott. Hans orð voru hvöss eins og oddmjóast stál, og áhuginn heitur sem logandi bál, í augunurn tindraði fullhugans fjör, og fimlegar enginn brá mælskunnar hjör. •’ Það sindruðu eldsglæður orðunum frá, svó andstæðing kappans við fallinu lá, og múgUrinn hröklaðist höggunum frá, en hólminum sigrandi varðist hann á. Sem klettur í hafinu hraustpiennið stóð, svo hár, aö hann gnæfði yfir volduga þjóð. Og framkoman öll var svo hiklaus og hrein, að hátt upp úr þokunni svipurinn skein. Hann varðist af dáð meðan vörn fékk hann beitt. Þeir vissu að sigrað hann gat ekki neitt, eins lengi og vopninu veifaði hann: Jieir vildu hann feigan, þann bardaga mann. Og sverðið um íoftiÖ sem lógablys fló það leiftraði af því, er garpurinn hjó. A hólminum múgurinn hring um hann sló, og höndlaði Bryan, er sigrandi dó. Hann stökk yfir hringinn i rjúkandi reyk, en rafturinn Bryan—sem Skarphéðinn—sveik, við gaflhlaðið seinast, sem gröf honum bjó, hann glotti við tönn og þar sigrandi dó. Það dáðu hann allir, og dygðirnar hans, og dýrðlegur verður sá lárviðarkrans, sém þjóðin hans leggur á lofðungsins beð sem leiddi ‘ana farsælast guðs trausti með. Sá “alþýðumaður” fékk alþjóða hrós, var andlegrar menningar skínandi ljós. Nú tindarnir bergmála hróðurinn hans um heiminn, sem frægasta afburða manns. Pétur Sigurðsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.