Lögberg - 03.09.1925, Blaðsíða 3
LöGBERG FIMTUDAGINN,
3. SEPTEMBER 1925.
Sérstö k c1 eild í blaðinu
SÓLSKIN
Fyrsta sjóferð mín.
Framh.
“Segðu okkur frá, þegar þú varst allra hrædd-
astur>” sagði Sverrir. “Hræddastur,” sagði konsúll-
inn, ja, það er nú ekki svo gott að segja. Eg held
það hafi verið tvívegis. Annað skiftið vorum við á
leiðinni til Suður-Karólínu. Þá lentum við í hvirf-
ilvindi. Þú veist að hvirfilvindurinn fer í hring,
og við urðum inni í miðjum hringnum. Eg hafði
aldrei v%rið með þegar það kom fyrir, en eg sá á
skipverjunum hvað um var að vera. Það verður
þögult á skipum þegar svo stendur á. Ekkert óþarft
orð er talað. Og þegar við komum inn í miðjan
hringinn, þá varð líka þðgult í loftinu. Skipið ligg-
ur og veltist í þessum voðalegu öldum. En það var
ekki nokkur andvari, sem hreyfði skipið áfram,
ekkert ráð og engin hjálp neinstaðar. Þá sjáum við
hvað mennirnir eru litlir og aflvana hjá náttúrunni.
Eg ætla að likja skipinu við mann, sem er sárveik-
ur og aðframkominn og veltir sér á ýmsar hliðar í
rúminu, hljóðar stynur, ^n enginn getur bjargað —
hann verður að deyja. Svona láum við í 10 mínútur.
En þá kom ofviðrið þjótandi úr gagnstæðri átt.
Klukkan var einmitt hálf átta og það átti að
skifta um vörð á skipinu. Stýrimaðurinn lauk upp
lyftíngunni, en þá kom ofviðrið svo voðalegt og með
iþví afli, að það tók hlerann frá dyrunum á lyfting-
unni og bylgjurnar komu veltandi fyir skipið. Þarna
láum við nú. Bylgjurnar komu frá suðaustri en
vindurinn frá norð-vestri. Stórmastrið brotnaði og
það söng eins og í orgeli í köðlunum.
“Gréstu þá?” sagði Sverrir. “Nei, eg baðst
fyrir í hljóði eins og hinir. Og svo var eg óhultur
þegar eg leit á skipstjórann okkar því hraustari
sjómann gafst ekki að sjá þegar hættu bar að hönd-
um. Það var satt, að hann var harður og strangur,
þegar við áttum að fara upp í reiðann til einhvers
og vorum hræddir, þá stóð hann með kaðal í hönd-
unum og sá sem kom seinast fékk högg’— en það
var ánægja að sjá hvað hann var hugdjarfur og ró-
legur. \
“Þú sagðir að þú kefðir verið tvisvar hrædd-
astur,” sagði iSverrir aftur. Konsúlllinn hló og
sagði: “Já, annað sinn var þegar eg ibeit í ostinn.”
“Beistu í ostinn?” “Já, það gerði eg og þó skömm
sé frá að segja. Við fengum ekki ost ofan á brauð-
ið á hverjum degi eins og þú, og við höfðum ekki
niðursoðinn mat eins og sjómennirnir hafa nú á
dögum þá var það tbaunir og saltkét og saltkét og
baunir og maður varð þreyttur og leiður á þessu
eilífa salti. Og svo var það eitt kveld, að það kom
í mig sú óttaleg ílðngun í dálitla gneið af hollenzk-
um osti. En nú hafði eg ekki hniíf handbæran svo
eg beit stóra sneið af honum. Eg gat svo jafnað
það fyrir að morgninum því eg har ætíð morgun-
matinn á borð. En um m'orguninn hafði eg eitt-
hvað annað að gera og gleymdi öllu saman. Mat-
sveinninn vissi ekkert um þetta og bar svo ostinn
inn með tannaförunum í. En nú var það satt, sem
skipstjórinn sagð fyrsta kveJdið þegar eg kom á
skipið, hann sat virkilega með stækkunarglerið og
horfði í gegnum það á alt á borðinu. “Hvaða bann-
sett svín hefir sett tannafðr í ostinn? "Ert það þú,
stýrimaður?” — “Nei” — “Er það þú, matsveinn ”
“Nei.”' i— “EiAþað þú, Eiríkur?” — “Nei.” —
Kallið þið á Gabríel. Þegar eg kem og sé skipgtjör-
ann sitja með ostinn með tannaförunum mínum þá
skalf í mér hjartað eins og hrísla. “Ert það þú, sem
hefir bitið' í ostinn?” — E glét sem eg yrði alveg
hissa. — “Ostinn?” — "Ja, vi ðskulum nú komast
að því.” Svo ýtti hann ostinum til stýrimannsins
og sagði: “B'íttu í ostinn.” Stýrimaðurinn varð
að gera það. Svo yið matsveininn. “Bíttu í.” Mat-
sv"'enninn beit líka. Svo við Eirík: “Bíttu drengur.”
Og' Eiríkur, sem vissi sig saklausan beit með á-
nægju stórann bita úr ostinum. Nú kom röðin að
mér. Tennurnar skeltust saman í munninum á mér
af hræðslu og það var kannské af því að eg beit
öðruvísi en í gærkveldi eða að skipstjórinn hefir
brúkað stækkunarglerið, því þegar hann hafði feng-
ið ostinn aftur og skoðað öll tannafðrin, þá sagði
hanik: “Þú hefir gert það, stýrimaður.” Og svo
tók sfann í hnakkann á stýrimanninum og fleygði
honum út. Eg laumaðist burtu á eftir. “Eg gerði
það ” hvíslaði eg. “Mig grunaði það,” sagði stýri-
maðurinn, “en hánn hefði barið þig til óbóta.” Eg
stóð og áttaði mig stundarkorn. Það varð svo að
vera, stýrimaðurinn var svo makalaust vænn, eg
þoldi ekki að þonum væri kent um að hann væri
að naga hollenska ostinn á kveldfn. Eg fór svo
rakleiðis til skipstjprans. . “Það var nú samt eg
sem beit, skipstjóri.” “Þú ert ósvífinn strákur,
komdu hérna.” Og svo fekk eg 2 eða 3 högg, en
annaðhvort hefir ekki verið mikið gagn í þeim, eða
mér ihefir fundist eg eiga þau skilið því eg man ekki
'eftir að mig sviði sérlega undan kaðlinum í það sinn.
“Er kaðallinn ótaleg'a sár?” — Hann er ekki
það sárasta drengur minn, heldur næturvökurnar
og heimþráin. Og eg varð líka að vaka, af því
það var enginn undirstýrimaður. En 15 ára dreng-
ir þurfa mikinn svefn og eg skal aldrei gleyma því,
Þegar eg var vakinn stundum á nóttunni og
einhver úr næturverðinum kom og kallaði: “iStattu
upp og stattu á verði í Guðs nafni.” Þá var nú
siður að segja það. Eg var þá oft svo vita mátt-
laus og dauðsyfjaður, að eg gat varla staðið, og oft
bar það við, að eg gat ekki staðið út tímann, en
lagðist flatur fyrir utan dyrnar á eldhúsinu.
“Eg kom hingaji um miðjan veturinn úr þessari
fyrstu ferð minni. Við lögðumst við akkeri fyrlr
utan ísinn, og það var orðið áliðið dagsins, áður en
við fengum að fara í land. Eg óð sjóinn djúpt á
ísnum í myrkrinu og hafði alla vasa fulla af appel-
sínum og vínberjum, sem eg hafði keypt í Genúa
handa systkinum mínum. Enginn heima vissi að eg
var á f.erðinni. En mamm^ hafði sagt daginn áður:
“Nú heyrðist mér h'ann Gabriel Ijúka upp hurðinni.
Hann fer víst að koma.” Það er annars undarlegt
með móðurina: Hún þarf ekki að vera neitt hjá-
trúarfult þó hún finni fyr en aðrir á sér þegar
■barnið hennar er á ferðinni heim.
Kartöflukökur mömmu.
Hann átti nú að fara frá. foreldrum sínum í
fyrsta sinn og gerast vinnudrengur hjá vandalaus-
um; hann var þó hvorki gamall né hár,í lofti, En
heima fyrir voru munnarnir svo margir, að for-
eldrunum veitti einatt erfitt að veita þeim það, sem
þeir nauðsynlega þurftu.
En»móðir hans hafði lofað honum því, að hann
mætti koma heim aftur með haustinu og þá skyldi
hún gera handa honum þær bestu kartöflukökur,
sem til væru í heimi. Æjæja! mamma þurfti nú
ekki að vera að hæla kattöflukökunum sínum fyrir
honum. Hann vissi hvernig þær voru. Sá sem
bara gæti nú setið við það alla æfina a<$ snæða þær,
Já, hann hét Eyvindur, drenghnokkinn, fjörug-
ur vel og mjög%bráðþroska eftir aldri. Og svipur-
inn var svo hreinn; það var eitthvað í þeim svip,
em laðaði fólk að honum, svo að hann var sólar-
geislinn á heimilinu. Þau tóku það því nærri sér.
foreldrarnir, að verða að láta hann frá sér. En með
haustinu — þau hugguðu hvort annað með því — (
með haustinu kemur hann þó heim aftur. Það var [
bót í máli.
Og Eyvindur var hnugginn í bragði kvöldið áð-
ur en hann átti að fara. Það var eins og hann
langaði mest af öllu til að gráta, honum svelgdist á /
við hvern matarbita.
ó, hann langaði svo sárt til að (biðja þau að
lofa sér að vera heima, biðja þau að láta hann ekki
frá sér, láta hann ékki fara.
En rétt í því er hann var að hugsa um'þetta,
þá varð honum litið á pabba sinn. Og það var eins
og pabbi gæti lesið út úr honum hugsanir hans, því
að hann sagði alt í einu svo ógn alvörugefinn: >
“Eyvindur, nú ertu orðinn svo stálpaður dreng-
ur. Nú ætlum við að komast að raun um, hvort þú
verður okkur til minkunar.”
Þá sagði mamma með sínu sérstaka augnatil-
liti: ,
“Já, Eyvindur, þú veist —jneð haustinu! Putt,
putt! Eitt sumar! hverja stund er það að líða fyrir
okkur!”
í þessum einföldu orðum fann Eyvindpr allan
kærleika foreldra sinna, og hrygð þeirra út af því
að þurfa að láta hann frá sér. Já, hann ætlaði
sannarlega ekki að bæta á þá hrygð. Hann varðist
tárum og fastur dráttur lagðist í kringum Iitla
munninn. Hann, sem var orðinn fulltíða maður!
Dagnn eftir gekk móðir hans með honum á
götu; en þegar þau skildu, þá gat Eyvindur samt
ekki alveg komið fram eins og fulltíða maður. Hann
'mælti síðustu kveðjuorðin með grátkæfðri röddu.
Loksins sleit hann sig lausan og gat kveðið:
“Æ, sleptu, æ, sleptu! Það kallar, það kallar.”
“Nei, mamma, eg skal ekki gera ykkur skömm.”
Hún horfði lengi á eftir honum, og hann var
alt af að líta við.
Það voru ekki liðnir margir dagar, þegar Ey-
vindur var farinn að una vel hag sínum í Lang-
heimi. Það vaf indælasti bær og allir voru gÓðir
við hann, og það, sem honum var ætlað að gera, var
ekki svo fjarska vandasamt, eins og hann hafði bú-
ist við og kviðið fyrir.
Fólkinu á bænum féll að sínu leyti prýðisvel
við þennan fjöruga dreng ofan úr fjöllunum. Hann
var bjartur og hreinn yfirlits og einlægnin skein
út úr honum, svo hann laðaði alla að sér. Og svo
voru það öll skoplegu tilsvörin hans. Og þá dugn-
aðurinn til alla verka. (En hvað hann gat afkastáð
miklu!
Drengirnir, sem þar voru á undan honum,
höfðu allir verið mestu “letihaugar” eins og Lang-
heimsbóndinn kallaði það. Hann varð beiplinis að
berja þá til verka. Þeir hirtu kýrnar illa, og voru
þar að auki tregir til að gera það..
En Eyvindur var uppi fyrir allar aldir á morgn-
ana, síviljugur til allra smásnúninga, jafnvel þó
engum hefði komið til hugar að ibiðja hann þess,
og allar skepnur á bænum hændust að honum.
Þegar hann var úti að akurvinnu, þá gekk
hann svo rösklega að verki, að hinir verkamennirn-
ir, sem vahir vlíru að fara sér hægt og gætilega,
fóru að verða röskari, svo að þeir yrðu sér ekki með
öllu til skammar fyrir þessum smásveini. Og sá
em var ánægður — það var Langheimstaóndinn. —
Þú ert hreinn og beinn töfrakarl, Eyvindur,” sagði
hann hlæjandi; fólkið vinnur helmingi meira þín
vegna!”
“Langar þig heim?” spurði bóndi einu sinni.
“O-nei,” svaraði Eyvindur ósköp jiræmt, en svo
bætti hann við í sömu andránni: “Maður er nú orð-
inn eldri en tvævetur, eins og þú veist.”
“Þú ert maður eftir mínu höfði,” sagði bóndi
hlæjandi. “Mig langar til þess að þú sért hérna
áfram.”
Kona hans var á sama máli, og af því að þau
voru barnlaus sjálf, þá réðu þau það með sér að
lokum, að þau skyldu taka hann að sér fyrir fnlt og
alt. Þau héldu, að foreldrum hans mundi þykja
vænt um það, því að heima hjá þeim væri ált fult
af krökkum fyrir því, og svo mundi drengurinn
sjálfur sjá, að það væri hoúum hagfeldara.
Einu sinni að áliðnu sumri spurði bóndi hann,
hvott hann vijdi ekki vera þar áfram.
“Hérna — og fara ekki heim?”
“Jú, heim geturðu auðvitað fengið að koma,
það er: fengið að finna foreldra þína snöggvast, og
koma svo aftur, Viltu það?”
Eyvindur skildi þetta ekki almenn'iiega — þetta
að fara að eins í kynnisför — hann, sem hafði
hlakkað svo ákaflega til að koma heim.
“Koma aftur og vera svo alt af hjá okkur,”
sagði bóndi; “viltu það?”
“Get eg þá fengið kartöflukökur?” slapp þá alt
í einu upp úr honum.
“Kartöflukökur?” Ja, þær geturðu reyndar
fengið og það áreiðanlega bestu kartöflukökur, sem
fengist geta.”
Hann hugsaði sig dálítið um, og sagði síðan
^með hjartans viðkvæmni:
“Já, en kartöflukökur mömmu eru betri; það
verða ekki kökurnar hennar.”
“Ó, góði Eyvi minn,” sagði bóndi hlæjandi. Svo
töluðu þeir ekki meira um þetta.
Nú kom heimfarardagurinn. Eyvindur fésk
talsvert af fatnaði til að hafa heim með sér og svo
dálítinn iböggul, sem hann mátti ekki opna fyr en
hann væri heim kominn.
“Já, vertu nú sæll, og þpkka þér fyrir í þetta
sinn,” mælt Eyvindur og var dálítið skjálfraddaður.
Honum þótti talsvert fyrir því, að fara burt úr
Langheimi, en indælt hlyti það samt að vera að
koma heim.
“Ó, heim! já, heim!*
Mig langar, langar, langar heim,
mig langar ávalt heim,”
kvað hann.
“Nei, þig vil eg ekki kvéðja,” sagði Langheims-
bóndinn kuldalega — “þú, sem ert svo vanþakklát-
ur.” —i Hann var ómjúkur í máli.
iNú fór að fara um Eyvind litla.
Vanþakklátur! Hafði hann —?
“Sem ékki vilt vera hjá okkur og hafnar því
boði. Heldurðu kannské að foreldrar þínir þakki þér
fyrir það, þegar þau heyra það. En farðu nú og
vertu sæll.” V
Bóndi snéri sér við og skuridaði burt.
Eyvindur var eins og þrumu lostinn af ótta. Nú
sá hann alt frá nýju sjónarmiði. Hann hafði þá
verið fjarska vanpakklátur, ekki farið að ráði sínu
eins og fulltíða maður. Og þegar foreldrar hans
fengjú alt að vita, þá mundi þeim finnast, að hann
hefði neitað hamingju sinni og farist líeimskulega.
Það voru svo margir heima fyrir, eins og Lang-
heimsbóndinn sagði og kannské ekkert rúm fyrir
hann, hann i— sem var vanþakklátur.
Skömmu seinna varð Langheims'bóndinn var
við það, að einhver kipti í ermina hans, þar senT
hann stóð og var að dunda við hestinn sinn.
“Nú, nú,” sagði^ hann og leit við. Það var þá
Eyvindur.
“Ertu ekki kominn af stað enn?”
“Nei, eg — vildi biðja þig að fyrirgefa mér,”
sagð hann stamandi. “Þú mátt ekki vera reiður
við mig. Eg vildi svo feginn fá að vera hérna, ef
þau vilja ekki hafa mig heima.”
Bóndi gat ekki tára bundist. Hann klappaði á
kollinn á honum og mælti: “Eg meinti nú ekki svo
ilt með því, sem eg sagði, en eg hefi ef til vill verið
of harðorður, en það koml til af því, að mér félst svo
mikið um að sjá af þér. Já, Eyvi minn, þú mátt
koma aftur og vera hjá okkur, ef þau vilja ekki hafa
þig heima.” > .
Eyvindur var á heimleið. I fjarska sá hann
reykinn leggja upp af bænum sínum, þar sem hann
átti heima.
Mamma hans stóð í dyrum úti og öll systkinin
hans á bak við hana. Þau hðfðu ekki gleymt degin-
um, þegar hann átti að koma, heldur talið dagana.
Nú urðu fagnaðarfundir og sólskin yfir öllu.
Nú var þó mamma búin að fá drenginn sinn
elskulega heim aftur, og Eyvindur ihafði rekið aug-
un í stórt fat ■— já, meira þarf nú víst ekki að segj-
ast. Alt skilst. Nú jæja, fatið stóð alveg hrokað á
eldhúsborðinu.
Og hann tók til matar síns, eins og aðvitað er.
Heimafenginn matur er alt af mata bestur, því að
“hollur er heimaskerfurinn.” Og svo voru það kart-
öflukökur mömmu!
Nú varð hann að segja upp alla söguna um það,
hvernig honum hefði gengið. Að endingu var farið
að opna böggulinn. En þá urðu þau nú fyr§t stein-
hissa, því að innan um alt góðgætið, sem þar var
leyndist heil hrúga af peningum, sem vandlega var
um ibúið. Aldrei hafði Eyvind órað fyrir að hann
mundi eignast svo mikla peninga.
“Nei, nú gengur alveg fram af mér,” sagði
mamma og vrti fyrir sér peningana.
“Það er svo að sjá, sem Langheimsbóndanum
hafi líkað dável við þig,” sagði faðir hans. Ey-
viiidi fanst hann alveg í sjöunda himni./ En svo
mundi hann alt í einu eftir því, sem Langheims-
bóndinn hafði sagt við hann að skilnaði, þá brá
eins og skýskugga yfr blessuð augun hans, sem áð-
ur ijómuðu af gleði.
Og hann varð' að segja frá öllu og hann sagði
alt eins og var: um bóndann, sem vildi hafa hann
áfram, skilnaðinn þeirra, og að hahn mgptti koma
aftur, ef þau vildu ekki hafa hann heima.
^Þegar hann hafð lokið kögunni, þá horfði pabbi
lengi á mömmu og svo á Eyvind. Og það mátti
greinilega lesa það út úr asignaráði hans. Við
þurfum ekki að fyrirverða okkur fyrir slíkan dreng.
“Og þú heldur að við viljum verða af með þig!
Nei, ekki einu sinni þó að Langheimsbóndinn léti
okkur margsinnis hafa í móti jafnvægi þitt í gulli,”
sagði mamma og vafði hann að sér.
“Nú, þið lítið þá svona á málið!” ka. ::'m hann
upp og leit á föður sinn. Það var ein: og hann
gæti ekki trúað því.
“Eg held þú sért nú orðinn fulltíða maður,
Eyvi minn,” sagö'i faðir hans brosandi, ‘“og full-
orðið fólk getum við e’kki rekið af jörðinni okkar;
við höfum ekki ráð á því á( svo illa ræktuðu landi,
eins og hún er.”
BU S
Professional Cards ■
T
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherziu & aC
sel'ja meSul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru
notuS eingöngu. pegar þér komi5
meS forskriftina til vor, megiC þér
vera viss um, aS fá rétt þaS sem
læknirinn tekur til.
' COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7659—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR. G. J. SNÆDAL
Tannlæknir *
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Tatslmi: A-8889
Dr. H. F. THORLAKSON
Phone 8
CRYSTAB, N. DAK.
Staddur a8 Mountain á mánud.
kl. 10—11 f. h.
AtS Gardar fimtud. kl. 10-11 f. h.
Munið símanúmerið A 6483
og pantiC meSöl ySar hjá oss.—
SendiS pantanir samstundis. Vér
afgreiSum forskriftir meS sam-
vizkusemi og vörugæSi eru óyggj-
andi, enda höfum vér margra ára
lærdómsrlka reynslu aS baki. —
Allar tegundir lyfja, vindlar, Is-
rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl.
McBurney’s Drug Store
Cor. Arlingt#n og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
með litlum fyrirvara
BIRCH Blómsali
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur llkkistur og annast um ót-
farir. Allur útbúnaSur sá bezti.
Enn fremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifst. Talsími: N-6607
Ueimilis Talsímt: J-8302
JOSEPH TAYLOR
Ijiigtaksmaður
Heimatalslmi: St. John 1844
Skrifstofu-Tals.: A-6557
Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuld-
ir, veSsltuldir og víxlaskuldir. — Af-
greiSir alt, sem aS lögum lýtur.
^ Skrifstofa 255 Main St.
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
' fsl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-Westi Perm. Bidg.
356 Main St. Tals.: A-4963
peir hafa einnig skrifstofur aB
Hundar, Riverton, Gimli og Piney
bg eru þar aS hitta á eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miSvlkudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miBvikudag.
Piney: priSja föstudag
1 hverjum mánuSi.
A. G. EGGERTSSON
fsl. lögfræðingur
Hefir rétt til aS flytja mál bæSi
I Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag 1 hverjum mán-
u61 staddur I Churchbridge
J. J. SWANSON & CO.
Verzla meS fasteignir' Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán, eldsábyrgB o. fl.
611 Parls Bldg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLYASON
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Emlly Apts. Emily St.
KING GEORGE HOTEL
(Cor. King og Alexander)
Vér höfum tekið þetta ágæta
Hotel á leigu og veitum við-
skiftavtnum öli nýtízku þæg-
indi. Skemtileg herbergi til
lelgu, fyrir lengri eða skemrl
tfma, fyrir mjög sanngjamt
verð. petta er eina hótelið í
IVinnipeg-borg, sem fslending-
ar stjóma.
TH. BJARNASON >
Emil Johnson. A. Thomas
SERVICE ELECTRIC
Rafmagns Contraoting — Alls-
kyns rafmagnsáliöld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McClary Eldavélar og höfum
þær til sýnis á verkstæði vora.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingin við
Young Street., Wiimipeg.
Verskst. B-1507. Heim. A-7286
Verkst. Tals.: Heima Tals.:
A-8383 A-9384
G. L. STEPHENSON
PHJMBER
Allskonap rafniaffnsáhöld, svo sem
straujárn, víra, allar teffundir af
glttsiun og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 HOME ST.
LINGERIE YERZLUNIN
62t Sargent Ave.
0
pegar þér þurfiS aS láta gera HEM-
STITCHING, þá gleymiS ekki aS
koma I nýju búSina á Sargent. Alt
.verk gert fljótt og vel. Allskonar
saumar gerSir og þar fæst ýmisiegt,
sem kvenfólk þarfnast.
5ntS. S. GUNNLAUGSSON, Elgandi
Tals. Ð-7327. Whinipeg
«