Lögberg - 03.09.1925, Blaðsíða 6
8 3. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
3. SEPTEMBER 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Manners.
“Það verður að miklu leyti komið undir fyrver-
andi yfirsjónum hans.”
“Verður málinu lokið í dag'?” ,
“Ef kviðdómendurnir koma sér saman um af-
brotaspurningarnar. Stundum eru þeir alla nóttina
að rífast um þess konar.
Kviðdðmurinn! Hamingjan góða! Kviðdómur
af írum að meta glæpi írlendings.”
“Þeir hafa smátt og smátt verið tamdir, hr.
minn.”
‘ISlíkt ætti aldrei að eiga sér stað í öðru eins
landi og þessu. Dómarar ættu sjálfir að dæma um
glæpi, sem þenna, án aðstoðar kviðdómenda.”
"Hlann verður líka dæmdur, sagði Rocbe í
huggandi róm.
“Hvaða kviðdómur mun firina hann sekann, ef
að þeir allir hafa samhygð með honum? Segið mér
það?”
“Við áttum líka við erfiðleika að berjast í
fyrstunni hr. Það var eins og þér segið, erfitt að
fá írlending dæmdan af írskum kviðdómi, sérstak-
ílega æsingamann, en við höfum getað breytt þessu.
Við höfum komið þeim til að skilja, að hollusta
gagnvart stjórninni borgar sig betur, en hollusta
gagnvart glæpamönnum.”
“HVernig gátuð þið það?”
“Með fortölum og ofurlítilli þvingun, Sir.”
"Þetta gleður mig. Það væri að lítilsvirða rétt-
lætið, ef maður, sem brýtur iögin opinberlega, fengi
enga hegningu, af því að kviðdómendurnir bæru
samhygð með honum.
“Þeir eru mj'ög fáir, sem sleppa við hegningu,
hr. Kingsworth. Dublin kastalinn er rétta lyfið.
Menn verða að mæta slægð með slægð og uppreist-
aranda með staðfestu. Undir núverandi stjórn
hefir þetta gengið ágætlega.”
Roche brosti ánægjlega, þegar hann hugsaði
til allra þeirra, sem hann hafði sjálfur hjálpað til
að fá dæmda.
“Það var ágætt,” sagði hann. “Ástandið í
þessu tlandi er annars vandræðalegt , án þess eg
með þessum orðum vilji ásáka lögregluna,” flýtti
hann sér að segja.
Lénsmaðurinn hneigði sig.
Kingsworth bætti við.
“En hegðun og skilningur fólksins er ómögu-
legur — alveg vonlaus. Eg kom hingað til að sjá
hvað eg gæti gert fyrir það, bg hafði ákveðið að
dvelja hér talsverðan tíma af árinu. ^Sn eftir því,
sem eg hefi nú -séð, væri það að eyða tíma og pen-
ingum til einskis.”
“Það lítur illa út við fyrsta augnatillit, en okk-
ur mun hepnast að bæta ásigkomulagið. Fyrst og
fremst veirðum við að losna við æsingamennina.
Þeir eru í of miklu uppáhaldi hjá fólkinu. Beinasta
svar írsku spurninganna væri, að gera alla þjóð-
ina mótmælendatrúar.” * >
“Er mögulegt að framkvæma það?”
“Það mundi taka langan tíma, það gera allar
stó^ar umlbætur.”
Roche þagnaði, leit undirferilslega á Kings-
wortih og spurði: “Hvað ætlið þér að gera með
landeignina hérna?”
“Eg hefi næstum áformað að selja hana.. Losna
við hana. Hún hefir alt af verið orsök til gremju
og leiðinda fyrir okkur. En eg get ekkert ákveðið
fyr en eg kem til London aftur. Eg fer þangað að
fáum dögum liðnum, miklu fyr en eg hafði upp-
runalega ætlað mér. Vera þessa æsingamanns í
mínu húsi, hefir truflað ró mína.”
“Mér þykir það leitt,” sagði lénsmaðurinn.
‘ISystir yðar krafðist þess alvarGega og hann Ieit
út fyrir að vera mjög veikur, annars hefði eg aldrei
leift það.”
Kingsworth hringdi á þjón, og sendi hann til
O’Connells að segja honum, að hann ýrði nú að fara
með lénsmanninum. \
Meðan þeir biðu þess, að hann yrði tilbúinn,
héldu þeir áfram samtalinu og hrestu sig á einu
staupi af sherry og reyktu vindil.
“í yðar sporum skyldi eg ekki hraða mér að
selja landeignina, Sir.” sagði lénsmaðurinn. Hér
er að sönnu tadsverð óánægja, en engin vandræði
svo teljandi séu. Þangað til æsingamenn eins og
O'Connell kom 'hingað, lifðum við tiltölulega frið-
samlega. Og við hann skiftum við skjótlega.”
“Já, gerið þið það. Gefið öðrum gott eftir-
dæmi.” I
“Það megið þér reiða yður á að við gerum,”
sagði Roche.
Eftir stutta þögn bætti hann við: “Svo eg snúi
mér aftur að landeigninni, þá munuð þér áreiðan-
lega fá mjög lítið fyrir hana. Að hún lækki meira
I verði er naumast hugsanlegt, en það eru alt af
líkur til að hún geti hækkað, Sumt af fólkinu er
mjög fúst til að vinna.”
“Er það tilfellið? Eg hefi alls ekki orðið þess
var.” '
“Nei, þeir sýna yður það ekki.”
“Hvað þá? Ekki húsbónda sínum?”
Hann er sá síðasti, sem þeir vildu sýna það.
Þetta eru fremur undarlegar manneskjur að ýmsu
leyti sem maður skilur ekki fyr en maður kynnist
þeim. Hér eru samt sem áður til stór gróðafyrir-
tæki, sem mætti stækka ennþá meira ef menn gætu
lagt peninga svo um munaði í þau.”
En umboðsmaðurinn minn nýi hefir varað mig
við því. Hann sagði að það gætu liðið tíu ár, áður
en eg fengi penny í hagnað af höfuðstólnum.”
“Nýi umboðsmaðurinn yðar?”
“Já. Andrew McPerson.”
“Lögmaðurinn ?”
“Já.”
“Það er harður maður, Sir.”
“Þess þarfnast Iandeignin.”
“Burke skilur fólkið.”
“Hann er því of hlyntur. Eg vil ekki hafa
mann með hans skoðunum til að stjórna landeign
minni. Eg krefst þess, að mínum hagsmunum sé
nákvæmur gaumur gefinn. Það er tilslökun Burkes
frá því sem var á dögum föður míns, sem er orsök
hins núverandi ásigkomulags. Nú fáum við að sjó
hvað staðfesta getur framkvæmt. Nýir vendir sópa
best. Burt með hina duglausu. óþakklátu leigu-
iliða, og burt með ræðumenn veitingahúsanna. Eg
hefi ákveðin áform. Ef eg hætti við að selja, vil
eg endurbæta landeignina og byrja strax á fram-
kvæmd þess. Það er of mikil viðkvæmni hér á ír-
landi. Það er ógæfa fyrir fólkið. Eg ætla nú að
gróðursetja hér ofurlítið af heilibrigðri skynsemi.”
Kingsworth gekk viðstöðulaust fram og aftur
um gólfið á meðan hann talaði. Hann nam staðar
hjá glugganum og kinkaði kolli til lénsmannsins.
“Þarna er pilturinn, sko!”
Hann benti á O’Connell, sem gekk hægt ofan
stiginn, leiddur af tveimur dátum.
Dyrnar opnuðust og Angela kom hröðum fetum
inn. 1 rödd hennar var gráthreimur, þegar hún á-
varpaði lénsmanninn.
“Ætlið þér að setja þennan vesalings særða
mann i fangelsi?”
“Læknirinn segir að hann sé nógu hraustur til
að vera fluttur,” svaraði Roche.
“Þér hafið ekki talað við læknirinn, en það
hefi eg gert. Hann sagði þvert á móti, að enginn
hefði spurt um skoðun sína, og að ef þér flytjið
hann, er það gert án samþykkis hans.”
Kingsworth greip fram í fyrir henni allgramur.
“Skiftu þér okki af þessu.”
Angela snéri sér að honum:
“Það ert þá þú, sem sendir hann í fangelsið.”
“Já, það geri eg.”
Angela snéri sér að lénsmanninum.
“Geri ðþér það ekki, eg grátbæni yður um að
gera það ekki.”
“Eg á ekki annars úrkosta, ungfrú Kingsworth.”
“Hann getur naumast gengið.”
“Hann verður stundaður og hjúkrað með ná-
kvæmri umhyggju þér megið treysta því, ungfrú
Kingsworth.”
Angela snéri sér aftur að ibróður sínum.
“Ef þú sendir þennan særða mann í burt frá
heimili þínu í dag, munt þú iðrast þess alla æfi
þína.”
Hún var náföl í andliti, stundi þungan og leit
haturþrungnum augum á andlit bróður síns.
“Gerðu svo vel og stiltu þig, Angela,” sagði
bróðir hennar hörkulega. “Þú ættir að taka tillit
til stöðu minnar.”
“Þinnar stöðu? En hans, þá! Þú, sem hefir
alt er þú óskar og þarfnast í þessum heimi — og
hann, sem ekki hefir neitt. Hversvegna hrekur þú
hann í fangelsi? Af því hann er að berjast fyrir
frelsi lands síns! Er það glæpur? Hversvegna
skutu dátarnir hann? Af því hann 'Iét í ljósi þá
tilfinningu, sem við Englendingar erum alt af
hreyknir af að eiga, en sem við þolum ekki hjá öðr-
um -- föðurlandsást.”
“Þegiðu!” hrópaði Kingsworth.
“Ef bú hrekur þenna veika, særða mann burt
frá heimili þínu, þá er það iblátt áfram glæpur,"
sagði Angela. \
Kingsworth greip fram í fyrir henni, með
því að segja við lénsmanninn:
“Farið þér burtu með manninn.”
Roche gekk að glugganum.
Angela var örvilnuð. Allar bænir hennar
gagnslausar. Skjálfrödduð sagði hún:
“Takið þið hann þá og dæmið, «fyrir það, sem
landar hans síðar reisa honum minnismerki fyrir
A sama augnablilp og fangelsisdyrnar lokast á eftir
honum munu þúsundir manna hrópa óbænir yfir
þér og þinni stjórn, og þúsundir nýrra manna taka
að sér málefnið og berjast fyrir því. Og þegar
hann kemur út aftur, eftir allar þjáningarnar.
byrjar hann aftur að hefna harðstjórnarinnar.
Þið getið kvalið líkama hans, en þið getið ekki
drepið kjark hans, eða komið honum til að þagna.
Hann stendur of hátt fyrir ofan ykkur til þess, alt
of—”
Röddin hækkaði, en brast um leið, og hún þaut
út úr herberginu.
Lénsmaðurinn fór líka út og brátt var O’Con-
nell með áreiðanlegum fylgdarmönnum á leið tjl
réttarsalsins.
Frá glugganum í herbergi sínu sá Angela hann
hverfa, og hún fól andlitið í höndum sínum og
grét af meiri ákafa, en hún hafði nokkru sinni gert
síðan hún misti móður sína. Æska hennar var nú
dáin. Hún var orðin fullorðin kvenmaður. Hið
mikla undur hafði átt sér stað, og breytt eðli henn-
ar algerlega ástin.
Og maðurinn, sem hún elskaði, var dreginn í
burt til niðrunar og hegningar, eins og glæpa-
maður.
Smátt og smátt minkaði gráturinn, og ekkinn
og vöðvakippirnir hættu.
Litlu síðar fann Monica hana í yfirliði, og áð-
ur en kvöld var komið, veiktist hún af hitasótt.
9. KKAPITULI.
Bréfin tvö.
Dublin, 16. nóv. 18....
Kæra miskunnsama systir!
Eg hefi afplánað hegning mína. Eg er frjáls.
í fyrstunni fanst mér, að þessi voðalega auðmýk-
ing, sem eg hefi orðið að þpla, ætlaði að svifta mig
vitinu. En hugsunin um yður kom í veg fyrir það,
blíða röddin yðar, fegurðin yðar, meðaumkunin
yðar, yðar takmarkalausa traust til mín, huggaði
mig og styrkti. Auðmýktin og blygðunartilfinning-
in hvarf, mér skildist, að eg ætti að kveljast, til
þess að aðrir losnuðu við þjáningar. Að eg væri í
fangelsi til þess að landar mínir fengju frelsi. Og
sökum þeirrar skoðunar, varð fangavistin viðunan-
Iegri.
'Endurminningin um þessa þrjá undraverðu
daga, var svo inndæl, svo áhrifamikil, að hún lýsti
umhverfið 5 allar áttir.
Fyrirgefið, að eg skrifa þannig til yðar, en eg
finn, að þér eruð eina manneskjan, er eg hefi
nokkru sinni þekt, sem skilur hið insta eðli mitt,
óskir mínar og vonir,, já allar ihugsanir mínar.
Eg hefi 1 dag talað við foringja flokks míns.
Hann tók mjög innilega á móti mér. Loksins hafði
eg komið fram eins og hæfur lærisveinn. Hann á- .
leit, að það væri bezt, að eg yrði erlendis um tíma.
Ef eg tæki strax aftur þátt í baráttunni, yrði það
til þess, að eg yrði settur aftur í fangelsi, og þá um
mikið lengri tíma.
Mér hefir verið boðið, að taka þátt í ræðuhöld-
um, sem fram eiga að fara víðsvegar um Ameríku til
þess að safna fé fyrir málefnið. En fyrst verð eg
að tala við leiðtogann í London. IHann hefir skrif-
að mér og hrósað starfi mínu með þýðingarmiklum
orðum, og mælst til þess, að hann fengi að tala við
mig. Eg er að hugsa um, hvort mér muni verða
mögulegt að fá að sjá yður, þegar eg kem til Lon-
don ?
Ef yður finst eg vera of kröfuharður, þá
svariði mér engu.
Af öllu hjarta, allri sálu minni og öllum til-
finningum, þakka eg yður hjálpsemina.
Guð blessi og varðveiti yður!
Yðar lotningarfulli og þakkláti
Frank Owen O’Connell.”
London 19. nóv. 18....
Kæri herra O’Connell! >
í»að gladdi mig mikið að fá bréf yðar og heyra,
að þér voruð frjáls aftur. Eg hefi oft hugsað um
það, hvað þér hafið orðið að líða þessa mánuði, og
óskað að geta gert eitthvað til að létta byrði yðar.
Þegar vinur á bágt og allar leiðir til að hjálpa hon-
um eru lokaðar, þá finnur kvenmaðurinn til hlítar,
hve hjálparlaus hún er. /
Að menn hafa ekki getað kúgað kjark yðar,
furðar mig alls ekki. Eg var eins viss um það, og
að sólin skín í dag. Að þér byrjið ekki strax aftur
á starfseminni í írlandi, er eflaust hyggilegt. Fífl-
dirfska er annað en kjarkur.
Með tímanum mun enska stjórnin sjá, hve von-
laust það er, að reyna að kúga fólk, sem ber frelsið
í hjarta sér. Og þá mun hún slaka til með hin ó-
sanngjörnu lög.
Þegar sá dagur kemur, verðið þér að snúa aft-
ur og byrja að nýju frelsisbaráttu yðar, með end-
urnýjuðum kröftum og von, auknum af eridur-
minningunum um hinar beisku þjáningar, sem þér
hafið gengið í gegn um.
Það myndi gleðja mig sannarlega, að fá að
sjá yður, þegar þér komið til London. Eg er Hjá
fjarskyldri frænku minni; að fáum vikum liðnum
förum við til Suður-'Frakklands. Eg hefi verið
mjög veik—en er nú næstum frísk aftur, þó alls
ekki sterk; eg verð að liggja alveg kyr allan dag-
inn. Mitt eina yndi eru bækur mínar og hugsanir.
Látið mig vita nær þér ætlið að koma, og komið
beint hingað.
Eg hefi svo margt að segja yður og um margt
að spjalla.
1 von um að sjá yður bráðlega.
Angela Kingswworth.
O’ConnelI heimsækir Angelu.
Nathaniel Kingsworth yfirgaf írland undir
eins og Angela var ferðafær.
Hann kom að eins einu sinni inn í herbergi
það, sem hún lá veik í.
Þegar Angela sá hann koma inn, sneri hún
baki að honum og vildi ekki tala við hann.
Eitt augnablik fann hann til meðaumkunar með
systur sinni. Hún var svo mögur og veikluleg, svo
afarveik. Hún var nú samt systir hans og hafði
fengið næga hegningu. Hann var fús til að gleyma
hinum heimskulegu kenjum hennar og framkomu,
og hörðu orðum, sem hún hafði talað.
Hann (rissi, að hann hafði vanrækt hana; hann
ætlaði ekki að gera það lengur. Þvert á móti. Þeg-
ar þau kæmu aftur til London, ætlaði bann að
hlynna að henni og sjá um hana, eins vel og mögu-
legt 'æri.
Hann var alveg forviða yfir sinni eigin göfgi.
Angela svaraði engu.
Móðgaður yfir þögn hennar gerði hann boð
eftir hinni systurinni. Hann sendi skilaboð. með
Monicu um að undir eins og Angela vildi viður-
kenna göfuglyndi sitt, gæti hún gert sér boð. Hún
skyldi ekki finna sig ósáttgjarnán.
Angela sendi ekkert svar við þessari tilkynn-
ingu. *
Þegar veikin.rénaði, og hún var orðin ögn
hraustari, var farið áð búa sig undir burtförina.
Þegar Angela með veikum burðum gekk út að
vagninum, leidd af hjúkrunarstúlkunni, gekk
Nathaniel á móti henni til að hjálpa henni, en hún
gekk fram hjá .honum án þess að segja eitt orð.
Hún talaði heldur ekki við hann, né svaraði orðum
hans í hinni löngu járnbrautarferð.
Þegar þau komu til London, neitaði hún 'að
fara heim með honum, en fór í stað þess til frænd-
konu móður sinnar — frú Wrexford — þar sem
hún hafði áður oft verið. Hún neitaði að standa
í nokkru sambandi við bróður sinn, þrátt fyrir
bænir og hvatir Monicu og frú Wrexfords.
Frú Wrexford var alúðleg ekkja, með hvíta lín-
húfu; hin eina ánægja hannar í heiminum virtist
innifalin í því, að fárast yfir annara ógæfu. Hún
var ein af stjórnendum nokkurra góðgerðafélaga
og starfaði af kappi miklu að öllum miskunnarverk-
um. Hún dáðist að Angelu eins og hún hafði dáðst
að móður hennar á undan henni. Að eitt/hvað
hafði átt sér stað á milli Angelu og ibróður hennar,
var hún í engum efa um, en hún fékk aldrei að
vita hjá Angelu af hverju það stafaði. í hvert
skifti, sem hún spurði Angelu um það, þagði hún.
Einn daginn bað Angela hana, að minnast ekki
á bróður sinn oftar. Frú Wrexford varð við þess-
ari bón hennar, og hjúkraði henni með móðurlegri
umönnun.
Þegar ibréfið frá O’Connell kom, sýndi Angela
henni' það, ásamt svarinu.
“Er þér mikið á mói skapi, að eg veiti honum
móttökd hér?” spurði hún.
“Hvers konar maður er hann?”
“Einn þeirra manna, sem verður að hetju.”
“Hann skrifar svo undarlega — svo ódulur. —
Er hann göfugmenni?”
“í orðsins rétta skilningi — já.”
“Af góðri ætti?”
“Ekki eftir okkar skoðun. Foreldrar ihans voru
fávísir bændur.”
"Heldur þú að það sé hyggilegt fyrir þig, að
veita honum móttöku?”
“Eg skeyti ekkert um hvað hyggilegt er. Eg
hlýði aðein^ tilfinningum mínum.”
“Átt þú við að þú aðhyllist hann?”
“Já.”
“Þú — þú elskar hann?” *
“Eins heitt og mér er mögulegt að elska nokk-
urn mann.”
“En góða barn,” hrópaði frú Wrexford undr-
andi.
“Vertu ekki hrædd,” sagði Angela róleg. “Það
er langt á milli leiða okkar. Hann vinnur fyrir hið
göfugasta sem til er í lífinu. Eg er ekkert.”
“En finst þér það vera óforsjálni að taka á
móti slíkum manni hér?”
“Því þá það?”
i
‘Manni, sem hefir verið i fangelsi!”
Frú Wrexford hrylti við að hugsa um þetta.
Hún hafði hjálpað svo mörgum fórnum hinna
grimmu laga, og tiin grettu andlit þeirra, grimdar-
lega augnatillit og hin viðbjóðslegu orð þeirra,
komu fram í huga hennar.
Angela svaraði:
“Já, hann hefir verið i fangelsi, en niðrunin sú,
lendir á ofsóknurum hans, en ekki á honum. En ef
þú vilt heldur að eg veiti honum móttöku annar-
staðar —”
“Nei, nei, barn. Ef þú vilt samt sem áður —”
“Já, það vil eg. Eg vil sjá hann aftur--eins og
hann segir í bréfinu, að hann langi til að sjá mig.
Eg vil heyra hann tala aftur. Eg vil óska honum
til hamingju á ferðinni.”
“Þú skalt fá vilja þinn, Angela,” sagði gamla
konan.
Viku síðar kom O’Connell til London. Hann
og Angela fundust hjá frú Wexford í Mayfair.
Þau horfðu þegjandi hvort á annað um stund.
Þau sáu hvort hjá öðru nýjar þjáningahrukkur í
andlitunum. Þau höfðu bæði gengið í gegnum
þungar sorgir síðan þau skildu seinast.
En um leið og O. Connell leit á þenna kven-
mann, sem hann elskaði svo heitt, fanst honum að
alt, sem hann hafði orðið að líða, hyrfi sem draum-
ur. J>að, að sjá hana aftur, endurbætti í huga hans
allar kvalirnar, sem hann hafði þjáðst af þessa
mánuði i fangelsinu — endurbætti állar dimmu
næturnar — endurbætti hita dagsins og samveru
hans með afhraki mannkynsins — endurbætti háðs-
yrði fangavarðarins og niðranina —.
Hún hafði tekið líf hans og viljaafl í höndur
sínar.
Hann hafði alla þessa mánuði getað haft hug-
arró með því að hugsa um hana. Hann hafði dag
og nótt beðið guð um, að hann mætti fá að sjá hana
aftur, eins og hún stóð nú fyrir framan hann —
sjá hin niðurhorfandi augu hennar, silkigljáann á
hárinu hennar, finna hreyfingu handar hennar og
heyra indælu röddina.
Hann stóð þegjandi fyrir framan hana.
Hún rétti honum hendi sína og sagði blátt á-
f ram: >
“Þökk fyrir, að þér komuð.”
“Það var vel gert af yður að leyfa mér það,”
svaraði hann hás.
"Þeim hefir ekki tekistj að eyðileggja kjark
yðar né viljaafl?”
"Nei,” svaraði hann alvarlegur. “Það hefir ao-
eins vaxið.”
“Það var það, sem eg bjóst við,” sagði hún á-
nægjulega. *
Hann horfði við^töðulaust á föla andlitið henn-
veikarar og gagnsæju hendurnar.
“Yður hefir líka liðið illa. Þér hafið verið
veikar. Var það — hættulegt?”
✓
“Nei, það var aðeins hitaveiki. Það er nú
batnað. Eg er aðeins þreytt — máttvana. En það
hverfur líka.”
“Ef eitthvað hefði viljað yður til — ef eitthvað
skyldi vilja yður til i—”
Hann fól andlitið í höndum sínum og stundi.
“Ó, guð! ó, guð!”
Hann skalf af ekka, sem hann árangurslaust
reyndi að bæla niður. Angela studdi hendi sinni
á öxl hans.
“Þetta megið þér ekki,” hvíslaði hún.
Hann herti upp hugann.
“Nei — eg skal strax átta mig — fyrirgefið
mér.”
Hann knéféll skyndilega við fætur hennar, og
laut höfði niður.
“Guð hjálpi mér!” sagði hann lágt. “Eg elska
yður! Eg elska yður!”
Hún leit niður á hann mjðg ánægjuleg.
\