Lögberg - 03.09.1925, Page 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
3. SEPTEMBER 1925.
Duk
Bjargar limum er spill-
ing var komin í!
pað var aS eins sár í öklanum. En
þaS sýnir hve blóSeitrun getur tljótt
grafiS um sig. ef ekki er Zam-Buk
til verndar. Mrs. Al Harriso*.
Blace-de-Armes; Ivingston. Ontarioi,
' skrifar: ‘‘Einu sinni, er eg var aS
heilnilisstörfum, ineiddi eg mig í
öklanum. Litunarefni úr sokknum
þrengdf sér inn 1 sáriS og eiturefnin
grófu um sig. Undir eins og eg tók aS
nota Zam-Buk, fór mér aS batna,
sviSinn hvarf og blóSeitrunin varS
aS láta undan. þetta merka meSal
nam á brott bólguna og innan mjög
skamms tíma var sáriS algróiS.”
NotiS Zam.Buk viS kláSa, hrufum,
sprungumi, brunasárum; vöptum og
öSru slíku.
Landbunaðarbanki.
Það kemur alt af betr og 'betur
í ljós hve þörf landbúnaðinum er
iá að hafa sína eigin bankastofn-
un Sjávarútvegurinn er rekinn á
svo ólíkan hátt að það getur ekki
farið saman að þeir hafi báðir
sama banka að skifta við. Sjávar-
útvegurinn er rekinn með mikilli
Miættu og á honum tapast iðulega
stórar fjárhæðir. Það er því von
að vextir af því fe, sem lagt er í
þann átvinnuveg verði að vera há
ir, en landiBúnaðurinn hins vega.
er rekinn með lítilli áhættu og
gefur líka jafnaðarlega lltfhn arð,
þó hann 'hins vegar sé svo miklif
stöðugri en sjávarútvegurinn, að
hann að réttu lagi standist mjög
vel samanburð við útgerðina. Þeir
•sem stunda Yitgerð verða iðulega
fyrir því að verða gjaldþrota, en
það er mjög fátítt um ibændur, og
þó svo fari að einn og einn bóndi
flosni upp, eins og komist er að
orði, þá er þar um smáar fjárhæð-
ir að ræða. Banki sá er skifti ein-
göngu við landbúnað, en blandaði
sér ekkert í útgerð, gæti þvi vafa-
laust staðist við að taka mikið
lægri vexti en verslunar- eða út-
gerðarbanki. Því verður ekki neit-
að að margir íslendingar eru svo
gerðir að það á mjög vel við,þá að
spila djarft og eiga mikið á vog-
um, en þá kemur æsing í menn ög
kapp og er ekki spurt um gætni
eða hagsýni. óðara er vel gengur
eitt ár, gleyma þeir öllum hinum
aflaleysis og örðugleika árunum
og spila þá svo djarft á aflaárun-
um að þegar mest á liggur er ekk-
ert að grípa til heldur
eí búið að eyða öllu sem aflaðist
og verja því í ný fyriytæki. Hvern-
ig er varið gróðanum af síðast-
liðnum nægtaárum? Til að kaupa
nýja togara, en ekki til að tryggja
stöðuga afkomu þeirra, sem fyrir
eru. Eftir eitt aflaár eru gleymd
undanfarin kreppuár. Þegar svo
aflaleysisárin koma að nýju eða
þá markaðsvandræði og ékki borg-
ar sig að gera út togarana verða
ómagarnir því fleiri til tjóns fyrir
þjóðina. Það er látið svo heita að
útgerðin beri hina háu bankavexti
því á aflaárunum munar jafnvel
lítið um að borga þá, en svo er
það svo alvanalegt að útgerðar-
menn verða fjárþrota, að það er
varla um það fengist og búist við
að aðrir rísi upp til að taka við
útgerðartækjunum og greiða aft-
ur hina háu vexti. En landbúnað-
urinn þolir ekki að blanda sér I
þetta. Það er líka í alla staði ó-
réttlátt að sá sem ekki er í spilinu
og þefir því ekki von um gróða,
sé þó látinn borga tapið með hin-
um. ,
Það má vel vera að Búnaðar-
lánadeildin sé spor í áttina og
komi að dálitlu gagni. Ætti hún
að renna inn í landbúnaðarbank-
ann og verða vísir til stærri jarð-
ræktardeildar er lánaði til nýrækt
ar og nýbýla með vægustu afborg-
unarkjörum og vöxtum Töluvert
af ísparisjóðsfé bankanna kemur
frá sveitunum og er sjálfsagt að
það renni með tímanum inn í land-
búnaðarbankann, svo þarf hann að
fá að tiltölu hlutdeild í þeim seðl-
um er gefnir verða út fyrir ábyrgð
ríkissjóðs eða á annan hátt til við-
skifta í landinu, besta tryggingin
fyrir gengi peninga er framleiðsl-
an og mundi mega auka hlutfalls-
lega seðlaútgáfuna eftir því sem
ræktun og landlbúnaðarfram-
ieiðsla ykist. Með innlánsfé því,
er rennur frá landbúnaðarmönn-
um, og því fé, er bankanum að
réttu mundi bera af öðru starfsfé
landsins, ætti hann að geta full-
nægt þörf landbúnaðarins fyrir
lánsfé. \
Það mun ekki vera búið að ljúka
við seðlaútgáfuálið til fullnustu,
næst mun þó liggja að Landsbank-
inn verði látinn taka að sér seðla-
útgáfuna. Eg hygg nú að flestir
landsmenn, er nokkuð hugsa um
þetta mál, mundu hafa hallast að
þeirri skoðun að tryggara hefði
verið að fela 'seðlaútgáfuréttinn
sérstakri stofnun eða að koma
hefði átt á fót seðla banka, er ekki
fengist við almenn bankaviðskifti;
hefði sá banki átt að vera sérstak-
lega trúnaðarbanki þjóðarinnar í
peningamálunum, og eftirlitsbanki
hinna bankanna; hefðu þá við-
skiftabankarnir orðið jirír, ef land
búnaðarbankinn væri stofnaður,
en horfið frá að stofna Ríkisveð-
bankann og Norska bankann.
Ein ástæðan fyrir þessari kröfu
um sérstakan landbúnaðarbanka
er, að bændur geta ekki sætt sig
við að vera þær hornrekur bank-
anna með láiisfé eins og þeir ó-
neitanlega hafa verið, einnig að
lánstofnun þeirra verður að vera
rekin rqeð gætni, og má ekki gefa
sig við þeim fyrirtækjum, er fara
m,
með mikið fé i súginn, þvi land-
búnaðurinn er ekki svo hraðfara
í gróðanum, að von sé til að hann
vinni, upp nema sín töp; hann þol-
ir ekki að fé hans sé sóað í síldar-
útgerð eða annan útveg, sem á
skömmum tíma getur farið með
sém svarar efnum heilla héraða í
sjóinn. Afkoma landibúnaðarins
bggist á þessum hægfara klyfja-
gangi og verður svo að vera með-
an samgöngurnar innanlands eru
ekki hraðfarari en þær eru ennþá
Það hefir verið svo, og mun ekki
fara batnandi, að þó menn hafi
haft dágott jarðnæði og ástæður
til að framfæra dálítinn fénað, þá
hafa menn ekki getað fengið lán
til að koma sér upp fénaði éða
fjölga honum, oft hefir þetta orðið
orsök þess að menn hafa lent í
skuldum, skuldirnar hafa safnast
við verslanir og ýmislega á annan
hátt, af því að tekjurnar hefir
vantað, fyrir þá sök að ekki fekst
lán í tíma til að koma á fót nægum
bústofni. Það er skaði fyrir bónd-
ann og fyrir þjóðina, að ekki geti
hver bóndi, sem heldur jörð, hag-
nýtt hana svo sem best borgar sig.
Það á sér jafnvel stað, að bændur
sem búa á góðum jörðum og eiga
uppkomin börn og hafa því yfir
að ráða nægum vinnukrafti til að
hagnýta jörðina, hafa ekki getað
komið sér upp nægum bústofni
vegna þess' að þeir hafa ekki átt
kost á að fá lán til þess. Á þessu
ræðst varla bót meðan lánsstofn-
anir og ráðandi menn bera ekki
svo mikið traust til fjármuna í
lifandi Ibúpeningi að vilja taka
hann gildan sem veð fyrir láni.
Ekki er nú hægt að skilj^ hVaða
grundvallarskoðun ræður í þessu
máli, því ekki verður því neitað,
að allar tekjur bóndans koma í
afrakstri búpeningsins. Ef rétt
væri að skoða eígn þá, er liggur
í búpeningnum svo valta, að ekki
mætti meta hana veðhæfa á borð
við hús í kaupstöðum, lægi næst
að álíta að aldrei mætti treysta
því að bændur gætu borgað lán,
en reynslan hefir sýnt, að lán, sem
veitt eru bændum, eru hin trygg-
ustu lán, þó þeir hafi tekjur sín-
ar einungis af þessum fallvalta
búpeningi. Þegar landbúnaðar-
bankinn er tekinn til starfa og þau
skilyrði fyrir hendi er stjórn bank-
ans tekur gild og reglugerð bank-
ans fyrirskipar, ætlast eg til að
menn geti fengið lán til að reisa
bú og koma upp áhöfn á jörð og
til reksturskostnáðar fyrsta árið,
eftir þörfum lántakanda. Til
tryggingar skuld inni ætti ‘bank-
inn að hafa bæði fóðurbirgðir og
búpening að veði og yfirleitt öll
mannvirði er hann veitti lán til,
eftir reglum er þar um yrðu sett-
ar, bygðar á reynslu og tilhögun.
Þá er fyrirtækið á heilbrigðum
grundvelli reist, ef búið gefur af
sér úr því tekjur til að standast
greiðslu vaxta og dálitla afborgun,
er miðaðist við hvað sanngjarnt
væri að bóndinn gæti eignast bú-
ið á mörgum árum og til að stand-
asl önnur ingjöld búsir.s, en vext-
irnir mega vitanlega ekki vera
hærri en að þetta sé mögulegt, en
eins og nú er farið vaxtakjörunum
hefir orðið að greiða í skatt til
banka af einu kýrverði 40 krcnur
og er það vitanlega óhæft okur.
Enginn ber mikið traust til land-
búnaðarins sem ekki þorir að
treysta ^ví að óhætt væri að veita
bænda efnum svona mikið láns-
traust, náttúrlega með því skilyrði
að lántakandi sé áþyggilegur og
ráðdeildarsamur maður og geti
eitthvað dálítið lagt fram sjálfur,
og menn mundu varla braskast á-
fram við búskap með þeim óhag-
stæðu kjöruin, er bændur eiga við
að búa, ef svo væri ekki, og það
er afar fátítt, svo næstum er an-
nálað, ef bændur fara á hausinn,
ef þeim tekst að komast yfir við-
undani bústofn í byrjun búskapar
síns.
í öllum öðrum atvinnugreir.um
liggur opið fyrir byrjandanum að
fá lánsfé í bönkunum, hvað oft,
sem þau lán tapast, bændurnir
eru einir hafðir þarna útundan-
Af því að ekki er von um að geta
rekið búskapinn eins og fjárhættu
spilamensku, þá er hann dæmdur
óhafandi en á hinni rólegu yfir-
vegun og umhyggju bóndans bygg-
ist afkoma hans, og það er ekki
annað en ótrú, sem á engum rök-
um er reist að búskapurinn ekki
beri sig í heild,, hann fæðir og
klæðir hálfa þjóðina og gjörir það
svo sómasamlega, að þegar tekið
er meðaltal af þeim, er þá atvinnu
stunda og aðra atvinnu, þá eru
efni og líðan síst lakari hjá land-
búnaðarfólki, og þó allir í þeirri
atvinnugreininni, undantekningar-
laust, verði að leggja á sig likam-
legt erfiði, þá er það ekki nema
J hollur skóli og jöfnuður, sem ekki
þarf að óttast óeirðir og byltingu
er tröppúgangur annara atvinnu-
vega oft hefir í för með sér.
Indriði \ Guðmundsson.
Lögrétta 28. júli.
ársskýrslu 1924. k
Rit þetta er hið fróðlegasta um
állan rektsur félagsins að undan-
förnu, útdráttur úr reikningum
þess og fjöldi línustryka, mjög
glöggvandi lesaranum. — Það yrði
of langt mál að birta hér útdrátt
úr öllum þessum skýrslum, svo að
exki er hægt að nefna nema fátt,
enda má gera ráð fyrir, að léttur
aðgangur sé að ritinu, því að allir
hluthafar félagsins geta fengið
það ókeypis.
Eftirfarandi tafla sýnir hinar
raunverulegu tekjur og gjöld fé-
lagsins. Mismunur á vátrygging-
arupphæð gamla “GOÐFOSS” og
bókuðu eignarverði skipsins, kr.
349,866, sem talinn var með tekj-
unum í reikningi félagsins árið
1916, er ekki talinn hér, þar sem
sú fjárhæð fór öll til kaupanna á
“LAGARFOSSI” árið eftir.
Ár Tektfur Gjöld A.rCur
1915'... 495,243 393,525 101,718
1916.. . 1,064(,192 732,709 331,483
1917.. . 1,963,646 1,205,295 758,351
1918.. . 2,759,324 1,655,219 1,104,105
1919.. . 3,362,639 2,151,300 1,'211,339
1920.. . 2,733,937 2,200,131 533,806
1921.. . 2,991,917 2,506,639 485,278
1922.. . 2,1604,128 2,400,237 '203,891
19 2,3.. . 2,535,169 2,491,227 43,942
1924.. . 2..742.511 2,450,539 291,972
Samt. 23,252,706 18,186,821 5,065,885
Af þessari töflu má sjá, hve
Eimskipafélag Islands.
Tlu ára starfsemi.
Árið sem leið var tíunda istarfs-
ár Eimskipafélagsins. — Fyrsta
Skip félagsins, “GULLFOSS,”
kom 1 höfn fyrsta skifti hér við
land 15. apríl 1915, og má því
telja % hluta þess árs fyrsta
starfsárið.
Stjórn félagsins hefir aamið
og birt allítarlegt yfirlit um starf-
semi þetta tímabil. Er það 32 síðu
rít í allstóru broti, að meðtalinni
Hin Ivina Hydro
, St e a m H e at ed
BIFREIOA HREINSIIN
• •
í WINNIPEG
Þar sem þér getið fengið bíiinn yðar þveginn,
það er að segja hreinsaðann og olíuborinn á ör-
stuttum tíma, meðan þér standið við, 'ef svo
býður við að horfa, eða vér sendum áreiöanleg-
an bílstjóra eftir bíl yðar óg sendum yður hann
til baka, á þeim tíma er þér œskið Alt verk
leyst af hendi af þaulvönum sérfrœöíngum.
Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum
stað í miðbœnum, á móti King og Rupert St.,
á bak við McLaren hótelið.
V
Á
Prairie City Oil Company
IJmited
Laundry Plione N 8666 Head Ofíice Plione A 6341
tekjurnar hafa stöðugt aukist ár
frá ári fram til ársins 1919. Skip
félagsins, sem fram að þessu voru
þó einungis tvö, voru á þessum ár-
um að meira eða minna leyti í sigl-'
ingum til Ameríku, og þrátt fyrir
ýmsa örðugleika og annmarka sem
voru á þeim siglingum, og að til
þeirra var stofnað út af vandkvæð-
um þeim, sem þá voru á því að
sigla til Danmerkur og Englands
vegna ófriðarins mikla, hafa þær
gefið félaginu mestar tekjur, enda
fóru og öll farmgjöld í heiminum
síhækkandi þéssi ár. Félagið varð
að hækka farmgjöldin til þess að
lenda ekki í fjárhagsóvissu eða
þröng; en aldrei voru þau hækkuð
nálægt því sem farmgjöld hækk-
uðu á flestum siglingaleiðum
annarsstaðar. Árið 1920 lækka
tekjurnar aftur á móti að miklum
mun. Stafar það bæði af því, að'
farmgjöld voru þá lækkuð mikið,
og að “LAGARFOSS” tafðist frá
siglingum í 5 mánuði vegna við-
gerðar þeirrar og breytingar, sem
fram fóru á skipinu. Næsta ár
haldast tekjurnar nokkuð isvipað-
ar, en ^ó að nýi ‘^GOÐAFOSS’’
bættist við á árinu 1921 ,aukast
þær ekki verulega við það, og
stafar það af mikilli lækkun á
farmgjöldunum það ár, svo og af
minni flutningi með skipunum
eftir að viðskiftakreppan, sem
gerði vart við sig þegar árið 1920,
magnaðist.
Gjöldin hafa aftur á móti farið
síækkandi fr.am til ársins 1921, og
haldist svipuð isíðustu árin. Enda
þótt ýms útgjöld skipanna, svo
sem vátryggingar (stríðsvátrygg-
ing), kol o. fl. hafi lækfcað nokkuð
er það lítið móts við þá hækkun,
sem orðið hefir á öðrum liðum,
sérstaklega vöxtum og gengistapi
við greiðslur á afborgunum til
hollenska bankans.
Arðurinn af rekstri félagsins,
sem framan af vex með ári hverju,
nær hámarki sínu 1919, og er þá
rúm 1200 þúsund kr. Af ástæðum
þeim, sem greindar eru hér að
framan, lækkar hann mikið árið
1920 og verður minni á hverju ári.
þangað til hann fer að vaxa aftur
nokkuð árið 1924.
Taflan sýnir og, að allar tekj-
ur félagsins hafa samtals numið
rúmlega 23milj. kr. og gjöldin
rúmum 18 milj. kr. Allur arður-
inn af rekstri félagsins þessi ár
hefir því samtals numið rúmum 5
milj. króna.
Eftirlaunasjóð stofnaði félag-
ið með 10.000 kr. framlagi 1917.
Næstu fjögur ár á eftir lagði fé-
lagið í sjóðinn 185 þús. kr. og í
vöxtu hefir hpnn fengið alls 67,
2ÍÍ8 kr. Svo að nú er hann alls
262,238 kr.
Ríkissjóður og félagið. Á und-
anförnum 10 árum hefir félagið
fengið sámtals 260 þús. kr. styrk
úr ríkissjóði (auk strandferða-
styrks sum ápin), en hér um bil
sömu fjárhæð, eða 253 þús. kr.
hefir félagið á sama tíma greitt í
ríkissjóð í skipa og vitagjöldum.
— Fyrir útgerðarstjórn ríkisskip-
anna hefir félagið fengið samtals
285 þús. kr. en á sama tíma greitt
228 þús. kr. í tekjuskatt.
Útsvar hefir félagið greitt.
Reykjavíkurbæ 350 þús. kr.
“Þegar félagið var stofnað,
höfðu menn hér á landi litla
þí'kking á og enga reynslu um
slíkar siglingar. Þessi reynsla og
þekking hefir fengist að talsverð-
um mun með starfsemi undanfar-
inna 10 ára.
Floti félagsins er nú mannaður
röskum og reyndum mönnum, sem
ekki munu standa að baki þeirra,
sem í förum eru á kaupföfum
annara þjóða. Vér höfum fengið
þekkngu á feiglingum við ísland,
. r
Samlagið og Þér.
TIL HVEITIBÆNDA .
i VESTUR-CANADA!
Yðar canadiska hveitisamlag, hefir í undan.
förnum bréfum skýrt fyrir yður starfsemi þessarar
stofnunar og ráðstafanir hennar í sambandi við
framtíðina.
Yður var skýrt frá, að umráð yfir 75% af upp-
skeru Vesturlandsins mundi gera samlaginu marg-
falt hægra fyrir með að selja hveitið á réttum tíma,
nær sem eftirspurnin krefði, meðáuknum hagnaði
fyrir framleiðandann. Það er undir yður komið(
meðlimum samlagsins, hvernig samlaginu hepnast
að ná takmarki sínu nú,
Þér getið allir orðið samlaginu að liði, með að
útvega því að minsta kosti einn nýjan samnings-
hafa. Með öðrum orðum, þér eruð þar með bein-
línis að vinna að yðar eigin hagnaði.
Hafið hugfast: Með sérhverjum nýjum samn-
ingshafa dreifist kostnaðurinn við söluna á fleiri
mæla, en það leiðir aftur á móti af sér aukinn á-
góða. Samlag yðar mun í ár verzla með allar hrjúf-
ar korntegundir, auk hveitisins. Verður það einn'
igtilþess, að lækka sölukostnaðinn. Því meiri
sem umsetning samlagsins er, þess meiri arður
felluríyðar skaut,
Samlag yðar er orðið stofnun með alþjóðar-
þýðingu og lífsnauðsynlegt fyrir velgengni yðar
sem framleiðanda, Með reglubundnum markaðs*
skilyrðum, og sölu gegnum samlagið, fáið þér fult
verð fyrir korn yðar.
Sérhver framleiðandi í Vestur-Canada, œtti að skooa það
sína fyrstu skyldu, að ganga í samlagið. Verið ekki á
báðum áttum. INNRITIST NÚ ÞEGAR.
THrCANADIAN WHEAT POOL.
sem hefir þegar orðið oss mikils
virði og getur orðið oss enn meira
virði í framtíðinni.
Margir bjuggust við því, að
þessa reynslu yrði að kaupa með
f járútlátum; menn. mundu missa
það sem þeir legðu í félagið. Ef til
vill yrðu töpin enn meiri. Af yfir-
litinu má sjá, að ekkert undanfar-
inna ára hefir orðið tap á rekstri
félagsins. Félagið hefir lent í
þeim mesta ólgusjó fjármálanna,
sem sögur fara af. Það hefir orðið
að kaupa skip og annað á dýrustu
tímum; þola gífurlegt verðfall á
eignum sínum; stunda siglingar
þegar alt lék á reiðiskjálfi og ó-
vissan var alstaðar, í hvaða átt
sem litið var.
Það væri að vísu æskilegt, að
hagur félagsins stæði með enn
meiri blóma en er. En líklega má
fullyrð^, að hagur félagsins standi
nú við lok 10 ára tímabilisns mjög
sæmilega samanborið við mörg
önnur skipafélög í heiminum.
Að vísu hefir orðið að taka all-
djúpt í árinni, til að tryggja
þannig hag félagsins. 78% af öll-
um arðinum þessi 10 ár hefir verið
varið til þess að færa niður bóka-
verð á eignum félagsins. Með
þessu hefir, jafnframt því að
tryggja félagið sjálft og starfsemi
þess, verið trygður hagUr þeirra,
sem hluti eiga í félaginu. 13% af
tekjunum hefir verið varið til
greiðslu til hluthafanna, og hafa
þeir með því fengið vexti af fé
því, er þeir hafa lagt í félagið,
sem nema að jafnaði 4,8% árlega,
eða nokkuð hærri vexti en ef féð
hefði staðið í sparisjóði. Talsverðu
af þeim 9%, sem eftir vérða af
rekstarafganginum, 195.000 kr,
hefir verið varið til að tryggja
Siíarfsmönnum félagsins eftirlaun
og 45.000 hefir félagið gefið “til
guðsþakka.”
Eftir því, sem Önnur hlutafélög
hafa gengið hér á landi, síðan
hlutafélög fóru að tíðkast hér.
þykir óhætt að fullyrða, að eftir
öllum atvikum ættu þeir sem lagt
hafa í félagið, að mega vel við
una.”
Vísir. —
Þóra Þorvarðardóttir
Austmann.
Minning.
(Undir nafni ekkjumannsins.)
Leiðist mér að lifa
langar vökunætur.
Hjarta mitt í hljóði,
helund slegið, grætur.
Syrtir fyrir sjónum,
Sé eg ei að ganga.
Ljóe míns lífs er sloknað,
lauga tárin vanga.
Samt er muna minum
meinabót að kanna
námu auðs og yndis
endurminninganna.
■Ljúft er þar að leita
lýsigullsins bjarta,
finna yl þess örva
æðaslög míns hjarta.
'Man eg ást og eining
alt að degi hinsta,
ósíngirni og alúð
í því stærsta og minsta,
og er hlé í hríðum
hvergi virtist nærri,
óx þér afl í þrautum
öllum stærri’ og smærri.
Man eg ástareiða
er við sórum bæði,
unz að síðstu sigur
sól míns lífs í flæði.
Svæfðu hrein og hugrökk
hrannir sálar minnar
Breiðablik þíns hjarta
blærinn ástar þinnar.
Sá eg aldrei svanna
sjónum fyrir minum y
\meiri vörn og verju
ver og börnum sínum;
þau var ljúft að leiða
ljúft að venja’ og íefa,
þroski þeirra’ og menning
þín var æðsta gæfa.
Farðu vel, mín vina!
vel er starf þitt unnið.
Hjarta mitt af harmi,
hefir sárum brunnið.
Bót sú ein er eftir,
árin fáu líða;
skamt mun, ást mín, okkar
endurfunda’ að bíða.
H. J. Leó.
Vissasti Veguri
Upp Þreyl
Þúsundir Fá Heilsubót á Aðeins
Fáum Dögum.
Hafi læknir vðar ekki ráðlagt yð-
nr tneðal þetta, skuluð þér fara til
lyfsaians og fá yður flösku. Með-
a!ið heitir Xuga-Tone. Nuga-Tone
evkur starfsþróttinn, styrkir taugar
og vöðva. Það auðgar einnig blóð
ið, veitir góða matarlvst, skarpa nielt-
ingu og væran svefn. Líði vður ekki
sem bezt, ættuð þér að reyna nieða'
þetta. Það er ljúft aðgöngu og kost-
ar ekkert, ef yður batnar ekki. Rf>y.i-
ið það í nokkra daga, og ef árangur
kemur ekki í ljós, getið þér skilað
pakkanum aftur og fengið peningana
til bakíi. Framleiðenduf Nuga-Tone
þekkja meðal þetta svo vel. að þeir
hafa falið ölltim lyfsölum að ábyrgj-
ast það og skila peningum aftur, ef
fólk er ekki ánægt. Fæst hjá öllum
ábvggilegum lyfsölum.