Lögberg - 17.09.1925, Side 3

Lögberg - 17.09.1925, Side 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 17. SEPTEMBER 1925. Bfe 8 t Sérstök deiid í bíatinu SOLSKIN B8)tai^flgBWBjaaíaia(aBi§Maa»^iKii!gMi«gffl^HsiaK ihiiíim wiww ffini whimiiír I 398098181! Ameríkufararnir. Jú, það var ekki um að villast, þeim var orðin bláföst alvara með það, Árna og Byrgi, að strjúka til Ameríku. Og þau Dísa, Signý og Ragnar litli féllu alveg í stafi yfir því dæmalausa hugrekiki, sem þeim væfi' gefið. Lengi voru þeir búnir að hugsa og talast við um þessa ferð, en nú voru þeir fyrst komnir á rek- spölinn. Þeir voru búnir að leggja niður fyrir sér mákvæmlega, hvernig þeir ætluðu að haga ferðinni og komust að því, að best væri að leggja leiðina yfir Svíaríki, Rússland og Síberíu eða Svíþjóð hina köldu. Með Ameríku-skipunum vildu þeir ekki fara, það var ekkert gaman, ekki vitund sögulegt; þetta átti fyrst og fremst að vera æfintýraför, helst af öllu regluleg svaðilför, því að þeir voru svo miklir kappar. Annað var það líka, sem dró þá til að fara heldur landveginn, og það voru peningaráðin; al- e/ga þeirra i peningum var ekki nema 3 kr. 75. au. og svo feiknakippa af gjaldgengum hnöppum; hugðu drengir, að þeir væru jafngóðir og gildir sem peningar austur I Síberíu. Enginn fékk hinn minsta pata af þessari fyrir- ætlan þeirra, nema þær Dísa og Signý og — Ragn- litla höfðu þeir sagt eitthvað svona undan og ofan af; en hann var nú svo lítill, að þeir vöfuðu sig á að segja honum alt of mikið, því að betri er belgur hjá en barn. Það var uppi í sveit í Noregi, sem þessi saga gerðist. Öll börnin, fimm saman, voru í sumardvöl hjá Þórði frænda sínum; hann átti mikinn og fagr- an búgarð í. sveitinni. , Það sem vakið hafði þennan ferðahug hjá þeim Árna og Byrgi, voru Rauðskinnasögur og lýsingar af gresjunum eða grassléttunum í Norður-Ameríku. Þeir ætluðu sér hvorki meira né minna en að leita uppi þær Rauðskinna-ættir, sem enn væru við lýði á þeim slóðum, gerást svo foringjar fyrir þeim og leggja undir sig alla Ameríku, gera haná* alla að einu stórvoldugu Rauðskinnaríki. Nú þykir okkur ætla að týra á skarinuj Haldið þið, að ykkur takist þetta?” sögðu þær Dísa og Signý. Þær rak svo í furðu, að þær vissu varla, hvað þær áttu. að segja. “Já, víst skal það takast,” sagði Byrgir, “og þegar við erum íbúnir að leggja undir okkur landið, þá megið þið sækja okkur heim og þá getið þið fengið allar þær perlur, loðskinn og höfuðbjóra af Rauðskinhum, sem ykkur leikur hugur á.” . “Bjórana þá mega þeir eiga sjálfir,” hugsuðu þær með sér, Dísa og Signý, en perlurnar gátu þær nú rétt aðeins hagnýtt sér. Signý vildi jafnvel fara að sáuma poka úi/dir þær þá á sömu stundinni. * ‘IKvíðið þið ekki fyrir að fara þennan ,óraveg?” spurði Disa. “Drengir eru aldrei smeykir,” sagði Árni, “við förum ekki vophlausir, eins og þið skiljið.” “Ætlið þið að fara með vopn? Nú óar mér!” Og svo myndaði Árni sig til, eins og hann væri að ganga út í bardaga við óvígan fjandmannaher. “Eruð þig frávita, ætlið þið að taka ibrauðhníf- inn?” hrópuðu þær upp yfir sig, Dísa og Signý. “Þey! þey! Hafið þiá nú ekki svo hátt, að hann frændi heyri það; komist hann á snoðir um þetta, þá vitið þið á hverju þið eigið von.” “Vð skulum þegja eins og steinn,” lofuðu þær þá báðar hátíðlega. En þó gátu þær ekki að sér gert að spyrja: “Hvað ætlið þið að hafa til matar á leiðinni? Þið farist úr hungri.” “Putt, putt!* Eitthvað annað. Heyrið þið nú! Skógurinn er fullur af villidýrum, fuglum, kúm og sauðum — haldið þið kannské, að við getum ekki lagt að velli svo mikið sem við þurfum og meira til?” “Ó, takið þá áinn lauð aukreitis með ykkur handa mér,”. sagði Ragnar litli í bænarrómi, “eg skal vera vænn, svo undur vænn og ekki segja Þórði frænda frá neinu.” Og þeir lofuðu Ragnari öllu fögru; hann átti nú ekki einu sinni að fá einn sauð, heldur heila« hóp, þegar þeir væru búnir að hertaka Ameríku. Og augun í Ragnari ljómuðu af fögnuði. Hann ætlaði þá samdægurs að fara að heyja handa sauð- unum, til þess að hann hefði eitthvað handa þeim að éta, þegar til kæníi. \ Skömmu seinna sátu allir að miðdegisverði inni í stofu. Þá kallar Ragnar upp úr eins manns hljóði og segir: “Frændi! Þú getur ekki giskað á, hverju þeir Árni og Byrgir hafa lofað.” *— Til allrar hamingju komst hann ekki lengra, því þá var sparkað óþyrmilega í fæturna á honum öðru megin og klipið í handleg^inn á honum hinu megin. Við það hrökk hann saman af ótta og varð v orðfall, greip höndum fyrir munn sér, svo að frændþ fékk ekkert að vita og það var nú líklega best fyrir Ameríku-farana. Það var komið kvöld. Alt fólkið á bænum var kengu pl náða. Kisa læddist fyrir húshornið. Fugl var að tísta úti í skóginum. En þegar minst varði, þá 'var stofuglugginn opnaður ofboð varlega og drengur stakk höfðinu út um hann. Hann skreið upp í gluggakistuna, strokumaðurinn litli, og skygndist um, eins og hann væri*á nálum ; svo rendi hann sér ofan á jörð. Þá kom annar drengur í gluggann og að baki honum stóðu tvær stúlkur smáar. Þetta voru þeir Árni og Byrgir. Nú voru þeir þá loksins að leggja upp í ferðina miklu og þær Dísa og Signý voru að rétta þeim farangurinn út um gluggann. Það voru tvær hermannatöskur, tveir gildir stafir, brauðhnífur og hvellbyssurnar þeirra. “Hú‘ en það kolamyrkur ” sagði Dísa í hljóði. “Við hefðum heldur' átt að leggja af stað að degi tii.” N “já, þá værum ,við víst komnir spölinn,” mælti Byrgir og gretti sig. “Nei, nú ekulum við fafa, Árnú; við höfum ekki eftir neinu að bíða.” ' “Vertu sæl, Dísa,” sagði Árni og lét engan bil- bug á sér finna. ( / H <Veri;u sæll,” sagði Dísa kjökrandi. ‘Er ykkur annars alvara með að fara?” “Vel getur svd farið að þið verðið drepnir,” sagði Signý og fór að skæla. “Þegið þið! Ætlið þið nú Nað vekja alla í bæn- um með skælunum í ykkur? Komdu nú Árni!” “Vertu sæl Signý! Þú mátt ekki gleyma mér,” sagði Árni og ætlaði varla að geta slitið sig úr glugganum. » “Aldrei að eilífu!” sagði Signý skælandi og var öll i einu táraflóði. ) “Vertu sæll,” kjökraði Dísa. Nú gengu þeir bræður niður niður garðinn. Heldur fóru þeir nú hægt yfir. Þeir snéru sér við aftur og aftur og litu til baka. Dísa og Signý stóðu úti í gluggánum og veifuðu til þeirra stóru línlaki í kveðjskyni, þangað til þær hnigu niður á gólfið og grétu hást'öfum. “Brrr! Það er kjarkur í ykkur eða hitt þó held- ur; þetta er líka dálítið til að vera að skæla af,” var nú sagt fyrir aftan þær, þegar þær varði minst; þær spruttu báðar á fætur. Þórður frændi var þá þar kominn. “Svona nú —•. farið þið undir eins að hátta á augalifandi sjónhendingu! Þið ætlið þó ekki að verða samferða til Ameríku?” “Hefir (-4 hefir Ragnar sagt frá,” spurði Dísa. “Ragnar?” sagði Þórður og hló. “Nei, hann hefir að minsta kosti tíu sinnum fullyrt það við mig að hann ætli ekki að segja mér það, að þeir Árni og Byrgir séu staðráðnir í að strjúka til Ameríku./’ Strokumennirnir litlu voru nú komnir spölkorn inn í skóginn. Kjarkurinn var nú talsvert farinn að gugna; það dró úr honum því meira sem lengra dró frá bænum. Þeir voru orðnir fasthentir á stöfunum sínum. , “Eg vildi óska að tunglsljósið væri komið,” sagði Byrgir; “það er leiðinlegt kolniða myrkur þetta.” “Já, það er fjarska leiðinlegt,” svaraði Árni hljóðlega. “Hú! En hvað skógurinn er skuggaleg- ur!” “Ertu smeykur?” . “Smeykur? Nei-nei! Við hvað ætti eg að vera smeykur, en — það er dálítið leiðinlegt þetta, vegna hennar mömmu.” “Já, hvað skyldu þau feegja heima?” “Frændi símar óðara til þeirra.” “Pabbi verður fjúkandi vondur.” “Það verður hann, en mamma — henni fellur það miklu þyngra; þeldurðu ekki það?” “Jú! Eg vildi við kæmumst sem fyrst út úr skóginum.” “Við verðum að greikka sporið,” sagði Byrgir, og svo hertu þeir á sér, en því lengra sem þeir komu inn í skóginn, því oftar stóðu þeir við og fóru hægra. “Þey! Heyrirðu ekki?” Báðir stóðu við og hlustuðu. “Það var bara fúgl,” sagði Byrgir. “Komdu, við skulum halda áfram.” Og svo gengu þeir spöl- korn. “Það er einhver hérna á undan okkur; sýnist þér það ekki?” sagði Árni í hljóði. “Það er maður; sko, hann slagar; hann er víst fullur og hefir staf í hendi. Ætli okkur sé óhætt að ganga fram hjá honum?” . “Eg — eg veit ekki.” “Þekkirðu hann?” “Nei, það er víst reyfari, — heldurðu ekki?” “Ju-ú.” Þeir stóðu nú þarna stundarkorn og veltu fyrir sér, hvað þeir ættu af að ráða. Það var ekki laust við að þeir væru dálítið farnir að titra á beinunum; Það var harla lítið orðið eftir af hinu dæmafáa hugrekki þeirra. Þá sneri maðurinn sér alt í einu við og þeim sýndist hann ögra þéim með stafnum og nú stefndi hann beint á þá. Þá vóru þeir nú ekki \lengur á baðum áttum. \ Það var eins og maðurinn væri herstjóri og þeir heyrðu hann skipa: “Heim, heim með ykkur! Takið) þið nú til fótanna!” Þeir af stað í sprettin- um heim á leið. Hjpp-hopp, hipp-hopp! yfir stokka og steina, yfir tún, yfir garða ðg grindur. Hipp- hopp, alla leið heim að^ldiviðarskúrnuifl. Þá litu þeir fyrst við, eh þá var enginn maður sýnilegur. Það var ekki laust við að þeir væru dálítið daufir í bragði. Og það var eins og þeir hefðu hugboð um, að^enginn maður hefði nú í raun og veru verið á hælunum á þeim. En slíkt og þvílíkt vildu þeir auðvitað ekki láta á sig ganga. “En hvað hann var þreifandi fulluh,” sagði Árni. “Hú! Eg held þeir hafi verið margir.” ‘-‘Já, hinir gátu vel ihafa legið 1 launsátri Thni í skóginum.” “Happ við sluppum, segi eg nú bara, en — eig- um við að haida áfram eða ganga í bæinn?” “Við getum haldið ferðinni áfram á morgun.” “Já, það er okkur hægðarleikur, en hvernig getum við nú komist í bæinn?” Já, það var nú vont' að vita. Ef þeir iberðu að dyrum, þá kæmist frændi að öllu s^man, og þá væri loku skotið fyrir það, að þeir gætu lagt af stað seinna. Þegar þeir voru nú búnir að bera sig’ sundur og saman um þetta, þá réðu þeir af að taka sér náttlból í eídiviðarskúrnum; svo ætluðu* þeirv að laumast í bæinn með ^norgun^árinu, þegar María gamla kæmi út til að mjólka kýrnar. Þá ætluðu þeir að segja þeim Dísu og Signýju upp ajla sólar- sögúna að, að reyfarar hefðu elt þá, heill hópur af reyfurum, en svo hefðu þeir þrælbarið suma með ' stöfunum sinum, svo þeir hefðy verið allir bláir og blóðgir eftir. Það reið á að gleyma ekki þeim bar- daga, til þess að fólkið skyldi ekki líta smáum aug- v um á þá, kappana. Árna var nú um og ó að eiga sér náttból í skúrnum. Það var svo dimt þar inni og ógeðslegt. En nýta flest í nauðum skal, nú var ekki á betra val. Svo lögðust þeir fyrir á skíðahlaðanum og bréiddu einhverja gólftusku undir sig. Þeir lokuðu að sér og það var kannské best fyrir þá, því ann- ars hefðu þeir bráðlega séð bregða fyrir manni, helst til líkum Þórði frænda; hann gÆk yfir garð- inn í hægðum fínum, krækti aftur hurðina að utan og gékk sve hljóðlega í ibæinn. Þeim gekk illa að sofna. Þeim fanst alt af eins og þeir heyra svo mörg undarleg hljóð í kring- um sig ... Þegar Byrgir vaknaði morguninn eftir, þá var kominn hábjartur dagur, en Árni steinsvaf. B^rg- • ir reis þá á fætur og ætlaði að ljúka upp hurðinni með hægð og gá út. En þá fann hann, að hún var lokuð að utan og það var nú iheldur verra. Hann vakti þá Árna sem fljótast og sagði honum, hvern- ig komið væri. Svo fóru þeir að brjóta heilann um það ibáðir saman, hvernig á þessu gæti staðið. Hurðina gátu þeir ekki opnað, hvernig sem þeir fóru að. Loks tóku þeir það til bragðs að hrópa á Maríu, þeir þóttust heyra til hennar úti í garðin- um. ‘IMaría!! María!!! en engin María kom. Þeir hamast nú í hurðinni og hrópa á Maríu. En hvað þetta var ergilegt. Var hún orðin heyrnarlaus! “Mar,aí, Mar,a,” Byrgir þreif nú stóran lurk og lét dynja á burðinni. Á endanum var henni lokið upp og þarna voru þau þá öll komikj Þórður frændi Dísa, Ragnar og Signý. ír í “Hevrnig í ósköpunum eruð þið hingað komn- spurði Þórður frændi. “Eruð þið ekki farnir?” ‘öll að einu spurningarmerki. sagði Signý, og varð ' “En, elskurnar mínar, 4jvað hafið þið verið lengi hérna?” spurði Þórður frændi. Það var eins og þeir hefðu hrapað ofan úr tunglinu, drengirnir, svo voru þeir forviða. Byrgi vafðist tunga um tönn og stamaði út úr sér: “Við — við erum nýkomnir.” • “Og hvar hafið þið verið í nótt?” “Við vorum úti í skóginum, langt uppi í fjöll- um — og — en svo komu reyfarar, heilmargir, þeir skutu >— og svo —.” Þá varð honum alt í einu orð- fall. Hann ?á, að Þórður frændi leit eitthvað svo skrítnum augum á hann. “Ætlið þið ekki að halda Ameríkuferðinni fram?” Þá fór nú að fara um þá. “Og reyfarar réðust á ykkur?’ “Já-á!” ‘Og þið eruð nýkomnir. Skrítið þykir mér það, því að eg heyrði hljóð, svona Ííka skrítið hljóð, hérna inni í gærkveldi og svo krækti eg aftur hurðinni.svona ,til vonar og vara. Og hurðin var krækt núna þegar við Jcomum.” Signý og Dísa voru í éðakappi að ná upp vasa- klútunum sínum. Drengirnir voru svo sneyptir, að þeir þorðu ekki að líta upp. “Já, það er nú í meira lagi kátlegt að tarna,” sagði Þórður frændi. Hann Tumi, sögunarmaður, kom hérna rétt áðan og sagði mér, að hann hefði séð tvo smástráka í gærkvöldi, og þeir hefðu þotið, eins og heill her væri á hælnum á þeim, {íegar þeir komu auga á hann. Hann þóttist vera hárviss um, að hann hefði þekt þá.'' Þið ihafið víst ekkert séð til ferða þeirra?” Þær Dísa og Signý skeltu nú upp yfir sig. V x • “Jæja, þið eruð dálaglegir sbáðar. Var þetta öll ferðin? Hvar eru perlurnar? Ekki skortir ykk- ur hugrekkið, það má nú segja.” Ragnar litla fór eitthvað ■•að ráma í þetta líka, þótt lítill væri. “Já, það þori eg að ábyrgjast. En það áræði!” — til þess að taka undir með frænda. Þeir Árni og Byrgir vildu nú helst vefa komn- ir margar mílur í jörð niður. Loksins leit þó Byrigir upp og sagði kjökrandi: “Fyrirgefðu, frændi, við skulum aldrei gera það aftur.” á , “Nei, það hugsa eg nú líka; þið eruð víst búnir að fá ykkur fullreynda á því að strjúika. En látið ykkur nú þetta að kenningu verða, því að ef þið haldið áfram uppteknum hætti, þá sendum við ykkur kannske til Ameríku, og það er dálítið ann- að.” Árni og Byrgir lögðu aldrei til stroku upp frá þessu. Og þeir urðu að láta það gott-heita, þó að þær Dísa og iSigný ertu þá á þessu á marga vegu. Aularnir! þær hefðu þá bara átt að geta passað sig sjálíar. Því það gátu þær reitt sig á, að næsrt, þegar þær héldu brúðusamsæti, þá yrði þeim á að hella salti og pipar í súkkulaðið sitt. » HANN KALLAR. Blíðleg'a, laðandi, Kristur nú kallar, kallar á mig og á þig. Hjartna við dyrnar hann bíðurvog biður, biður um þig og um mig. Kór: Kom heim! Kom heim! Þú, sem ert þreyttur, kom heim! • Blíðlega, laðandi, Kristur nú kallar, » kallar: ó? sonu-r, kom heim! Því þá að hika, er brennheitt hann biður, biður um mig og um þig? Hví þá að liika? Hann okkur vill annast annast um þfg og um mig. Óðfluga dagar og lífsstundir líða, líða frá mér og frá þér. Húmið á sígur og kvöldstundin kemur, kemur að þér og að mér. Sjá, livílík dásamleg ástúð og elska, elska til mín og. til þín. Sekir þótt séum, í miskunn hann mænir, mænir til þín og til mín. Pétur Sigurðsson þýddi. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Ai-ts Bldg. Cor. Graham og Kenn^ly Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá. eru notuS eingöngu. pegar þér kómitS meiS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rfett *þaS sem læknirinn tekur til. » „ COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Slierbrooke Phones: N-7659—7656 Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH TAYLOR Högtaksmaður » / Heimatalslmi: St. John 1844 Skrifioftt-Tals.: A-6557 THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN £sl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur , Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 DR 0. BJORNSON 216-220 Medicul Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. . Phone: A-758'fl Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef bg kverka sjúkdóma.—Er áS hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 V DR. A. BLONDAL * 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að -hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offlce Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Simi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 *4 Sargent Ave. • ViStalstimi: 1.30—2.30 e.h. Tals. B-600# Helmill: 1338 Wofeley Ave. Slmi: B-7288. DR. J. OLSON TannLæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonc: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Bloek \ y Cor. Portage Ave og Dongld St. Talsimi: A-8889 • Dr. fl. F. THORLAKSON Phone 8 CRYSTAL, N. DAK. Staddur aS MounUiin á mánud. kl. 10—11 f. h. AC Gardar fimtud. kl. 10-11 f. h. Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meSöl ySar^ hjá oss.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskrifttr meS sam- * vizkusemi og vörugæSi ^ru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrika reynslu aS baki. — Allar tegundir lyfja, vindlan, is- rjóml, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre 'Dairte Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portágn Ave. Tals.: B-72Ú St. John:' 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn fxemur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifst. Talsími: * V-6607 Heimilis Talsími: J-8302 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. íslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Wesfi Perrrt. Bldg. 356 Main St. Tais.: A-4963 I>eir hafa einnig skrifstofur a8 Bundar, RiVerton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miðvilcudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miðvikudag. Piney: priSja föstudag 1 hverjum mánuði. A. G. EGGERTSSON isl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæði 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag i hverjum mán- uðl staddur 1 Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verala með fasteignir. Sjá um leigu á húsum* ’ Annást lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLYASON TEACHER of PÍANO gte. 17'Emily Apts. Emlly St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King-og Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæta Hotel á leigu pg veitum vlð- skiftavtnum ÖU nýtízku þœg- indi. SkemtUeg herbergi tfl leigu, fyrir lengri eða skemri tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð. petta er eiiut hótellð f Winnipeg-borg, sem fslendlng- ar stjóma. TH. BJARNASON Emil Johnson..A. Thomas SERVIOE ELEOTRIC Rafmagitti Oontracting — Alls- kyna rafmagnsáhöld' seld og við þau gert — Soijnm Moffat og McClary Eldavélar og liöfum þær tU sýnls á verkstæði voru. 524 SARGENT AVE. • (gamla Johnson’s byggingin við Young Street., Winnipeg. Verskst. B-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: Hcima Tals. A-8383 -f A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujám, vira, allar tegundir af glösnm og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4Í53. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio • | Kristín Bjarnason, eigandi. 260 PORTAGE Áve., Winnipeg. Næst bið Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu. vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar bseði fljótt og vel. FJölbreytt úrval. Hrein og lipur vtðskifti. Bjarnason Bakinjf Co. 676 SARGENT Ave. Winnlpeg. Phone: B-4298 * MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Wlnnlpeg, liefir ávnlt fyrirllggjandi úrvals- liirgðir ivf nýtízku kwnhöttuni. llún eina ísl. konan. sem slíka verzlnn rqkur i Wlnnipeg. fslend- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yíjnr. Tekur lögtaki bæði húsalleiguskuld- % veðskuldir og víxlaskuldir. — Aí- /relðir alt, sem að lögum lýtur. Skrifstofa 255 Main St. LINGERIE YERZLUNIN 625 -Sárg(?(it Ave. pegar þér þurflð a8 láta gera HEM STITCHING, Þá gleymið ekki að koma i nýju búðina á Sargent. Alt verk gert fljött og vel. Allskonar saumar gerBIr og þar fæst ýmislegt sem kvenfölk þarfnast. MRS. S. GUNNLAUGSSON, FJgandi Tals. B-7327. Whmipeg i *

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.