Lögberg - 17.09.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.09.1925, Blaðsíða 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 17. SEPTEMBER 1925. l^OQbera f Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombta Prets, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Tfelnimars N»8327 N-6328 t JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáckrift til blaðsin*: TKt eOlUMBIA PRESS, Ltd., Box 317Í, Winnlpeg, M«1> Utanáskrift ritstjóran*: EDiTOR LOCBERC, Box 317! Winnipeg, N|an- « - ' The “I.ögberg” la printed and publlah«d by > The Columbia Preas, Ulmited, in the Columfcia Building, C95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. 1 Hvíld. Eitt af því, sem mönnunum er nauðsynlegt, er hvíldin. t 4 Frá upphafi vega hefir það verið ritað með óaf- máanlegu letri á tilfinningar allra manna, að þeir þyrftu hvíld frá hinum mörgu og margvíslegu við- fangsefnum lífsins. Með vaxandi þekkingu á líkams og sálarþroska manna, hefir þessi meðfædda tilfinning skýrst, unz nú, að það er nálega hver einasti maður, sem telur sér það þröska og lífsskilyrði, að fá hvíld frá dag- legum störfum árlega og jafnvel oft á ári. Þetta þýðingarmikla atriði í lífi mannanna — hvíldin—, er þó naumast komið svo langt út úr þok- unni, að það sé alment skilið. Menn skilja, að líkams- og sálarþróttur manna er, eins og hvert annað afl, sem eyðist, þegar af því er tekið, og menn skilja, að hinar margvíslegu kröf- ur lífsins krefjast svo og svp mikils af því afli dag- lega. Og enn skilja menn, að öfl þau, sem maður- inn á yfif að ráða, þverra og þrjóta, ef alt af er af þeim tekið, án þess að þau séu endurnærð. En fæstir menn hafa skilið enn, hvernig sú endurnær- ing þarf að vera, til þess að hún geti-orðið að til- ætluðum notum. Samt finna þeir til þess, að hvíldin er eitt af aðal atriðunum' í sarívbandi við þá endur- næringu. Það er margt, sem er misbrúkað og misskilið á vorum dögum, og hefir að sjálfsögðu alt af verið, en fátt eins herfilega og það, sem manninum er hvað nauðsynlegast—hvíldin. Vér sjáum m$nn og konur, yngri og eldri, rjúka að loknu dagsverki á hreyfimyndahús, leikhús, eða í dánssali, og kalla það hvíld. Vér sjáum leikfimismennina ganga ^ð kappleikj- um kveld eftir kveld, og kalla þáð hvíld. Vér sj^um hópa af fólki þyrpast úr borgunum í þéttbygða sumarbústaði, og kalla það hvíld. Vér sjáiim menn og konur safnast saman á heim- ilum hvers annars, og kalla það hvíld. Vér sjáum menn keppa eftir völdum og upphefð dag eftir dag og ár eftir ár með þeim ákafa, að mað- ur freistast til þe?s að halda, að þeim finnist hnossið ►vera að eins að finna þar. En hvíldina er ekki *þar að finna, — hana er hvergi að finna, þar sem athafnir manna eða hugs- anir auka á lífshraðann. Menn eða konur, sem alla vikuna beita afli sínu við líkamlega eða andlega vinnu, endurníera það ekki á kvöldin eða, um helgar, með því að reyna meira á sig við leiki^ eða neitt annað, sem krefst á- framhaldandi krafta þeirra. Menn ségja, að mismunandi viðfangsefni séu tilbreyting og að leikir styrki líkamann. Engin á- framhaldandi Sreynsla gjörir það til lengdar. Stælt- ir vöðvar gjöra manninum að eins mögulégt að halda lengur áfram, og það geta leikirnir og líkams- æfingarnar gjört; en hvorki leikirnir né líkamsæf- ingarnar eru endurnæring hins eydda afls. Hverig geta menn þá réttilega notið hvíldarinn- ar margþráðu? í kyrð og einveru, þar sem hvorki starfslífið, á- hrif ríiannanna, éða æsandi öfl náttúrunnar ná til þeirra, 'geta menn notið hins endumærandi afls hvíldarinnarí. Úti í náttúrunni.iþar sem hið stormvakta líf mann- anna getur kyrst við /riðsælt og fagurt útsýni og í herberginu, þar sem maður getur látið hugann dvelja við myndir, sem stilla hraðann og hvíla hugann. Einveran, þegar hún er í samræmi við aðrar at- hafnir manna og um hönd höfð til þess að hressa og endurnæra, er sannarlegur lífs elixír. í einverunni eru menn fyrst og fremst einlægir við sjálfa sig. Þar blasa við mönnum brestirnir. Þar sér maður sjálfan sig, eins og maður í raun og veru er. Þar eru öfl þau, sem æsa hugann, fjarlæg- ust. Þar er yfirvegun mannsins rólegust, geðs- munirnit stiltastir, og þar er maðurinn næst guði. Það er ekki af tilviljun einni, að trúarbrögðin hafa ávalt, þegar um andlegan óstyrk hefir verið að ræða, ráðlagt mönnum einveruna, heldur af því, að reynsla mannanna héfir sýnt og sannað, að þar er þeim andlega þreyttu batavon. Og ef svo er, þá hefir maður líka sðnnun fyrir þvC að einveran er og holl þeim, sem líkamlega eru þreyttir, því skyld- leikinn er svo mikjll á milli sálar og líkama, eða á- hrif þeirra hvort á annað, að það sem öðru er holt, getur hinu naumast verið óholt, Einhver hefir sagt: '‘Ef við 'kynnum að meta og skifta rétt niður í lífi voru vinnu og hvíld, þá værum við miklu hæfari til framkvæmda, en við erum”, og bætir svo við:( “og þess vegna er það lífsins mes'ta kunnátta, áð kunna. að hvílast.” Vér höfum vakið eftirtekt á þessu, sökum þess, að oss ofbýður hvað hraðinn er að verða mikill á fólki — hve fólk sóar lífsafli sínu gálauslega í fá- nýtt og einskis vert tildur, og er svo orðið aflvana á unga aldri. Á meðal vor sjáum vér menn og konur, sem orð- íð er útslitið og úttaugað áður en æfisól þess er komin í hádegisstað, — fólk, sem aldrei hefir stanz- að, aldrei litið kringum sig, aldrei notið hinna hressandi og endurlífgandi. áhrifa einverunnar — aldrei varðveitt Iíf sitt frá ofurþunga og eiturmagni hinnar ráðandi tázku. When Sparrows fall. Hin nýja skáldsaga Mrs. Láru Salverson er nú komin út og á bókamarkaöinn. Ritstjóri Lögbergs hefir séð eitt eintak af bókinni, sem er allstór, 292 blaðsíður, en hefir ekki enn átt kost á að lesa hana og getur því ekki að þessu sinni gefið lesendum blaðsins neina hugmynd um hvað hún hefir að geyma. En vér höfum séð álit gagnrýnara útgáfufélaga þess er bókina gefur út, Mr. E. S. Caswell í Toronto, sem harln hann lætur í ljósi ti-l' höfundarins og hljóðar það svo: “Eg hefi lesið bókina þrisvar sinnum og ætti það að vera nokkurn veginn ábyggilegur prófsteinn á þvi hvað bókin hefir að færa, og eg mætti bæta því þvi að eg hafði óblandna nautn af að lesa hana i þriðja skiftið, að sönnu gat eg farið fljótar í gegn- um bókina, og hefir það ef til vill nokkuð að segja. Niðurstaða mín er, eftir að lesa hana þrisvar, að þú hefir ritað stórmerkilega bók, sem verður lesin og lesin aftur. Efni bókarinnar hafði meiri áhrif á mig við að lesa hana í þriðja skifti, en hún 'hafði í fyrsta og annað. Það eru persónur í sögunni, sem taka föstum tökUm á lesandanum þegar í byrjun. Gáfa þín til þess að lýsa lyndiseinkennum manna er eftirtekta- verð. Þér er ef til vill forvitni á að vita hver per- sónan í ^sögunni náði á mér föstustum tökum. Það er hvorki Ephemia' eða Allison, þó lýsingin á þeim sé aðdáæileg. Mér finst Stefan Freeman og kona hans, Clára Bergen, Caroline og Mrs. Swanson bera af öðrum persóntfm sögunnar. Sérkenna og karakter myndum þeirra er svo sérstaklega vel og skýrt lýst. Mrs. Freeman er ef tíl vill .best þeirra allra, hún gengur í gegnum söguna yfirlætislaus, áhrifamikil, alt sem hún segir er þrungið af viti og skýrt framsett. í þeirri persónu hefir þú sett fram mikið af heil- brigðum Efsskoðunum, og þegar eg 'var að lesa bókina var eg að hugsa um siðmenningar áhrifin, sem Ijún mundi hafa á þá ungu er þana lesa. Lýsingarnar í bókinni eru blátt áfram töfrandi og víða i henni er að finna sterk tilþrif og hún er þrufigin af heilbrigðu viti svo hún ætti að verða vel- kominn gestur þeim, sem með athygli og djúpri hugsun lesa. , Þegar maður talar um söguna i heild, þá álít eg að hún eigi sæti á meðal tólf bestu skáldsagna i Canada og máské færri., Eg þekki enga skáldsögu, sem eg vil heldur lesa i annað sinn en “When sparr- ows fall.” Bréf til Lögbergs- Salmagundi Club, New York, 8. sept. 1925. Kæri Mr. Bíldfell! • Nýlega hefi eg komréf að því, að verið er að hugsa um að reisa íslenzkum frumbyggjum minnis- varða á fimtu ára landnámsafmæli þeirra í Mani- toba. iMér finst það vera í alla staði mjög virðing- arvert áform, en þykir tíminn, sem til þess hefir verið ætlaður, að eins liðugur mánuður, helzt til stuttur. Til þess að gefa hugmyndum manna fast form, krefst listin nákvæmrar athugunar og um- % hugsuna^. Mér er kunnugt um, að Einar Jónsson hefir full- komnað listaverk, sem, eins og öll hans listaverk, stendúr á háu stigi frá listarinnar sjónarmiði, og að það verk er fáanlegt fyrir mjög sanngjarnt verð, eitthvað undir þúsund dollurum, Það er óþarft, að fara hér mörgum orðum um á- gæti verka Einars Jónssonar, þar sem íslendingar eiga hlut að máli; þeir vita allir, a& listaverk frá hans hendi mundi sóma sér vel, hvort heldur það væri á listasafni Canadaríkis í Ottawa, eða annars átaðar, og að slíkt verk stæðist samanburð við lista- verk annara þjóða, og á þann hátt verða virðuleg minning framsóknar frumbggjanna íslenzku, greypt í stein eða marara í virðulegu formi. I7ona að þú leýfir þessari hugmynd minni að koma fyrir almennings sjónir í Lögbergi. Virðingarfylst, Emile Walters. Opið bréf. Eg hefi s,eð uppdrætti af fyrirhuguðum minnis- varða, sem talað hefir verið um að reisa frumbyggj- unum islensku og þar sem mér kemur það mál, eins mikið við og hverjum öðrum íslendingi og á því rétt á að láta skoðun mina og bendingar í ljós, í sambandi við það. Eg hefLtvær ástæður til þess að mótmæla minn- isvarða þessum, eins og hann er fyrirhugaður. | Fyrst. Uppdrátturinn er í ósamræmi við grund- valJar reglur dráttlistarinnar og skortir heildarein-’ ingu. Hann er samsafn af ósamstefndum orðum og dráttum. Það er tign í einfaldleikanum, og ef hann fær ekki að njóta sín betur en uppdrátturinn að þessum fyrir'nugaða minnisvarða ber með sér, þá er eg fylli- lega viss um að minnisvarðinn verður blettur á lista- og skáldskapar smekk íslendinga um alla ókomna tíð. Hin önnur mótbára inín stendur í sambandi við það, hvort réttlætanlegt sá að reisa nokkurn minnis- varða i þessu sambandi. Minnisvarðar<eru vanalega reistir til minningar um sérstakt hugrekki, eða sérstök afreksverk. Ef hinir fyrstu íslensku frumbyggjar hefðu verið þeir fyrstu sem komu á þessar stöðvar, ef þeir hefðu fyrstir manna rutf hér veginn, ef þeir hefðu vitað um erfiðleikana Og þrautitnar, sem biðu þeirra og samt gengið út í þá, þá mundi eg segja að þeir verðskuld- uðu að þeim væri reistur minnisvarði. En þeir voru ekki þeir fyrstu, sgm til þessara stöðva komu, og þeim var ekki fyllilega fjóst um erfiðleikana, sem Hér biðu þeirra og eftir því sem eg best veit, þá gerðu þeir ekkert meira, eða eftirtektaverðara en. að berjast fyrir tflveru jinni gegn óvæntum erfiðleikum eins og hverjir aðrir menn mundu hafa gjört. Þegar maður hugsar um þúsundirnar, sem komu til Canada á fyrri tímum, þegar hver og einn var knúður til þess að berjast fvrir lífinu, og um þúsundirnar, sem nú í dag eiga við, sömu erfiðleika að stríða fog máské meiri) í Peace River héraðinu og víðsvegar um'AIberta, Saskatchewan og Manitoba fylki, þá get eg ekki séð að hugprýði og afkoma fyrstu íslensku frumbyggjanna hafi verið neitt sérstök eða einkenni- leg og þessvegna getur það verið spursmál hvort á- stæða sé til þess að reisa nokkurn minnisvarða. ý Ef menn komast að þeirri niðurstöðu að minnis- varða beri að reisa á Gimli, þá á það að vera yfir- lætislaus varði, sem lítið er i borið, aðeins viðurkenn- ing um hina íslensku frumbyggja frá sonum þeirra og dætrum — þegjandi'þakklætisvottur, um þá sem veginn ruddu á þeim stað. Virðingarfylst, Charles Thorson. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash & Door Co. Limíted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HEIMRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Tíbrá. Ljóðabók eftir Pétur Sigurðsson, gefin út af höfundinum, prentuð hjá Colum'bia Press Ltd., í Winnipeg, allur ytri frágangur góður, sterkur pappír og skýrt letur og allar blaðsíður, sem eru tals 260, vel fyltar af lesmáli, kostar $2.00 í kápu. Frá þessu er ærið létt verk að skýra og tekur hvorki stóran mann né sterkan. Það eru umbúð- irnar, rriætti segja líkaminn að ytra áliti og vallar- sýn. En að lýsa sálinni og hjartalaginu, s^m inni- fyrir býr er meiri vandi og miklu meiri vandi en eg er fær um að leysa af hendi, og síst af öllu vildi eg byrja á að minnast á þessa ljóðabók, ef það gæti orðið til þess að rýra álit hennar. Efnið er svo margháttað og grípur á svo mörgu að mér dylst ekki, að til þess að fella ítarlegan og réttlátan dóm um bókina þarf skáld og afburðamann. Mann, sem er þungur á metum, mann, sem hefir mikla vigt í almennings álitinu. Og bó'kin er sannarlega þess virði að vera rækilega tekin til íhugunar og aug- lýst fyrir alþýðu, því hún á marga kosti og sann- heilbrigðar skoðanir og er í fylsta máta frumleg í gegnum alt, og er slíkt í mínum augum mest’ um vert bæði í bundnu og óíiundnu máli. Og vil eg því segja að aðal tilgangur minn með línum þessum er sá, að hvetja þá menn, sem færir eru til og unna öllu því andlega atgerfi hér á meðal vor, sem gæti skoðast fengur og frægð fyrir vorar fáskrúðugu bókmentir hér véstra, til þess að minnast á bók þessa. Máské það sé af vesaldóm mínum og vitsmuna skorti. En mér finst örðugra að færa ítarleg rök um þessa ljóðabók en nokkura aðra, sem gefin hefir verið út af íslensku skáldunum og hagyrðingunum hér. Höfundurinn er sannur og einlægur trúmað- ur, næstunl því barnslega blíður, og hjartalagið og ástin til konu og barna og heimilis syo fagurt og hreint að várla er hægt að komast lengra. Svo verður hann á öðrum sviðum, í ádeilukvæðunum, stálharður víkingur sem engu hlífir, og er þar full- komin raun að þola högg hans og skeyti.. Þarna líggur vancíinn í fyrir mig, að sigla þennan and- lega sjó, ann^ið slagið stilt og fagurt og glampar alt með geislabrotum, nákvæmlega sem mynd og við- kynning öll ýið höfundinn, sem er mesta prúðmenni og indælis maðuiv Svo alt í einu er kpmíð æst haf- rót um og yfir allan vorn svarta og syndum spilta heim, og verður þá síst vanþörf að kunna einhverja góða bæn og svíkjast ekki um að lesá hana heldur. En í gegnum alt er heilbrigð Hfsskoðun bygð á bjargfastri trúarsannfæring. Hér ætti eg eflaust að nema staðar og fást ekki frekar við það ofurefli mitt, sem hér um ræð- in, en þar sem tilgangur minn er aðallega sá, að vekja athygli alþýðu á þessari nýju bók, og sér- staklega að hvetja aðra færari og frægari menn til að minnast hennar, þá skal eg aðeins bæta þessu við: ' Ljóðin eru skýrt skilgreind í flokka. Fyrst eru sálmar og andleg ljóð og nær yfir 72 blaðsiður. Þar finnast mörg fögur og sterk trúarsannindi til and- legrar styrktar trúuðum sálum, eru sumir sálm- arnir mjög Jjúfir og fagrir, eins og til dæmis þessi: “Sólskin gleði sálu fyllir, sætleik angan blóma lund. Daggarúða grundu gyllir geislaflóð um morgun stund. Fyrirheiti föðurs standa friðarboga Ijósum skráð, dýrðleg vitna verk hans handa, vafin fegurð, lífsins náð. Öllum perlum fögrum fegri, er fágað líf af allri synd, öllúm stjörnum yndislegri, ~ endurspeglar Jesú mynd. “Herör” er kraftakvæði, og leikur höfundurinn ér þar að rímlist pg orðavali. Einnig er kvæðið: “Steinar sem tala” ákaflega magnað, enda er efnið voðalegt. Eitt af síðustu stefunum er þannig: “Það vígi, sem járnrlkið volduga hlóð, til varnar þess gjörspiltu siðum, sprengdi hið svívirta saklausa blóð, * er Cæsara val'dstjórnin fótunum tróð í dauðans og helvítis hliðum.” Margt er fleira þess vert að minst væri á í þessum flokk Ijóðanna, sem heit trúarkvæði. Þá koma 12 eftirmælakvæði, og til samanburð- ar öllum þeim ósköpum, sem vér höfum átt að venj- ast af því tægi, þá standa þau öll framarlega í röð- inni. Eg vil nefna fyrsta kvæðið; “Litla leiðið.” Það hdd eg óhætt sé að kalla spildarýerk, og enginn nema hreinhjarfaður hugsjónamaður og skáld get- ur gert annað jafn gdtt eða betra. Þar birtist líka kvæði um Mrs. Karólínu Dalman, sem mér þykir mjög vænt um. Þessari yndislegu, góðu gömlu konu er þar svo rétt lýst * Öllum var hún hjartakær, vakti yndi létt með lyndi, lék um hana gleði blær.” Næst koma “ástarljóð”, ekki færri en 24, öll til konu hans og barna. Höfundurinn líkist þar “Háttálykli” Páls lögmanns Yídalíns, er hann kvað til Þorgerðar Magnúsdóttur, unnustu sinnar, áður en þau giftust. Báðir eru svo brennheitir af ást, að úr þeásu verður eilíf langloka og endurtekning- ar, en óneitanlega eru sum þessara kvæða Ijómandi falleg, eins og: “Hvað eg á heima”, og fleiri mætti þar nefna. y Þá koma mörg tækifæriskvæði um ýmsa menn og konur, og þar á Dr. B. J. Brandson mjög gott og réttlátt kvæði, og öll finst mér þau öfgalaus, lag- lega kveðin, með hlýhug og veya til vegs og sæmdar þeim, sem hlut eiga að málum. Næst “áramótakvæði”, um 20. Þessi kafli er að minni hyggju allur mjög vel og skáldlega kveð- inn. Eitt af þessum byrjar svona: Lllc... cREAm Hundruð bænda vilja heldur senda oss rjómann, sökum þess, að vér kaupum hann allan ársins hring. Markaður vor í Winmpeg, krefst alfs þess rjóma, sem vér getum fengið, og vér greiðum ávalt hæsta verð og það tafarlaust. Sendið næsta dunkmn tn næstu stöðvar. Andvirðiö sent með bankaávísun, sem ábyrgst er af hinu canadiska bankakerfi. “Nú rís hið nýja, unga ár, í æskulífsins vonarblóma, og geislaflóð þess björtu brár> baðar glæstum tignarljóma. Það siglir ljóssins öldum á, eftir tímans regindjúpi, langt að áustan — eilífð frá, — sem elding, vafið dýrða,^ hjúpi. Eiginlega get eg engan mun gert þe^sara kvæða, og eru þau ef til vill besti kafli bókarinnar. Mér finst höfundinum líða þar allra best. Hann er þar í alfrjálsum hugsanaheimi, # eiginlega á ótal vegamótum og‘ þræðir allar skýr- ustu og fegurstu götur. Síðasti kafli bókarinnar er ann- ar lengsti flokkurirín og eru það “ýmisleg kvæði.” Þetta er lang þyngsti kaflinn fyrir mig að segja nokkuð um, annað en það, að hér eru mörg ágæt kvæði að hugsun og búningi, og líka mörg þung á- deila, svo, að eg man ekki eftir að hafa séð annarsstaðar tekin fast- ari áratog. Eg get bent á gullfal- leg kvæði eins og: “Áfram”, “Að hugsa rétt,” “í dag”, “Á sjónar- hól,” “Augað,” “Vor,” og svona mætti mörg telja. Þar eru líka mörg þrungin áð efni og ádeilu. Til dæmis að nefna kvæðið: “Hvern flokkinn viltu fylla.” Það er í þremur köflum. Þar er sagt í þeim fyrsta: “Þfeir ala sín hjörtu við óhóf og svall, en ekkjur og fátæka sjúga, hugsndi aðeins um auöæfa brafl, ágjarnir stela og ljúga.” Annar kaflinn byrjar svona: “Svo mætir þér hópur, sem heldur sinn rétt himnunum stærri að vera, þeir Iasta og hata af hjarta þá stétt, sem heldur sig skárri þeim vera”. En svo verður kaldhæðnin æði nöpur í þriðja og siðasta kaflan- um, sem byrjar svona: “Svo kom^ aðrir með sakleysis brag, og siðprúðir þykjast þeir vera, þeir raula sitt glaðlega guðrseknis lag, og góðverka kápuna bera, í kirkjuna þenja sig þrisvar á dag, og það er hið minsta, sem nægir til þess ,að vernda um veraldar hag, og verða í kristninni frægir. Um skáldskap kveður höfundur bókárinnar þannig: “Sumt er gott en sumt er þunt, svona fremur vizku grunt” . . . Og aftur við annað tækifæri: “Regingsleg sál ■ með rembings gífuryrði, log ramflókið mál, er harla lítils virði”. Enda má Pétur Sigurðsson frómt úr flokki tala. Hann er alt ígegn mjög skýr og tilgerðarlaus, hefir gott vald á málinu og leik- andi rímlist. Mörgum eru minnis- stæðar sléttubanda vísurnar hans, sem birtust í Lögbergi og hér eru aftast í bókinni. Slíkt leika ekki áðrir en afbragðs hagorðir menn. Nú vil eg ekki lengja meira þessar línur, sem ritaðar eru aðal- lega vegna þess, að mér þykir það mesta ómynd og ófyrirgefanlegt sinnuleysi, af færum og frægum mönnum hér, að hafa ekki enn sem komið er, ritað neitt um þessa bók, sem er sannarjfiga þess virði að hennar sé getið. Og þar sem höfundurinn er ungur maður enn þá má mikils af honum vænta í framtíð. Lárus Guðmundsson. Silfurbrúðkaup. 4. þ. m. áttu þau Mr. og Mrs. Thordur Anderson í Selkirk silf- urbrúðkaup, þar,sem þau hjón hafa dvalið sí'San að þau giftust áriö 1900 og notið tiltrú og virö- ingar allra, sem þeir hafa kynst. Við þessi áramót i lífi þeirra hjóna söfnuðust félagssystkini þeirra og meðborgarar saman i samkomusal lútersku kirkjunnar, sem þau hjón og börn þeirra hafá stutt með prýöi til þess að samfagna þeim. Samssetinu stýrði Klemens JónaS- son með mestu snild. Eftir að flytja ágæta bæn í byrjun mann- fagnaðarins, því þar var enginn prestur viðstaddur, ávarpaði hann silfurbrúöhjónfn með vel' viðeig- andi oföum og las upp ávarp frá gestum til þeirra og afhenti þeim silfurboröbúnað.. Einnig var Mr. Anderson afhent snotur gjöf frá fulltrúum safnaðarins, þvi hann hefir undanfarin ár verið forseti lúterska safnaðarins í Selkirk, voru það uppslagshnappar úr silfri. Ennfremur var þeim hjonum af- hent gjöf frá verkafólki Northern Fish félagsins, sem Mr. Anderson hefir veitt forstööu í mörg ár. Var þaö; vönduö stofuklukka í mahoga- ny umgjörð. Fleiri gjafir voru þeim hjónum færöar við þetta tækifæri, svo sem frá eigendum Northern fiskifélagsins. Ávarp frá kven- og trúboðs-félagi safnaðar- ins var Mrs. Anderson fært af Mrs. J. Hinriksson. Mrs. Anderson hefir verið fétagi í þeim félögum báðum og því síðarnefnda frá byrjun. Ræöur voru fluttar viö þetta tækifæri auk ræðu þeirrar er veislu- stjórinn flutti* af Jóni Sigurðssyni, S. Ingimundarsyni, A. S. Bardal, S. Sigurðssyni og Dr. Thorbirni Thor lákssyni. Með söng og hljóðfæra- slætti skemtu Mrs. B. S. Benson, Miss Dora Benson, Mrs. J. Ólafs- son, Mabel C. Bállerton, Mr. Jón Eiríksson, Norma Dalrnan og Stephan Sölvason. Mesti fjöldi sím- skeyta og bréflegra árnaðaróska barst silfurbrúðhjónunum frá fólki úr ýmsum bygðum, bæði í Canadá og §andaríkjunum, sem ekki gat verið viðstatt og eftirfylgjandi kvæði voru þeim og flutt. Til Mr. o<j Mrs. Th. Anderson, i Selkif'k á silfu'rbrúðkaupsdegi þcirra 4. sept. 1925. Að baki mildur morgun fagur, nú miður, heitur gæfudagur. Sælla vona seinni partur, sólskins ríkur, hlýr og bjartur, krýnir sigri, frægðar för. Knúður ástar vörmum vindi, vakurt fram hjá gullnum tindi, siglir að lokum kappa knör. Nú á silfurbjörtum bárum, * berst frá liðnum sælu árum glampalogi glæstra vona: glaða brosiö, dætra, sona, — lánið mesta — lífsins gjöf. Seinni daga sæluboði, sigurbjartur aftanroði gyllir tímans heiðblá höf. Siglir fley á unaðsöldum, undir gullnum skýjatjöldum, hlaðið minning heilla-daga, happ — er öll þess ferðasaga. Hvergi úfinn sjór að sjá, en við stafni bjarta, blíða, blasir undra-landiö fríða, þar logar tindum öllum &. Drottins hönd að lending Ieiði, líknarfaöminnl opinn breiði, ykkur hjónum alla daga, öllum stýri franr hjá baga, blessi ykkar bú og ráð. Gleði, friður, ást og yndi, ykkur fastar saman bindi, fyrir Drottins dýrstu náö. Pétur Sigúrðsson. —1------- Avarp til hjónanna Mr. og Mrs. Th. Anderson, í silfurbrúðkaupi þeirra 4. sept. 1925. Gott er að minnast á glaðværar stundir, gleðjast við hljóma frá liðinni tíð, æskan þá samtengdi muna^og mundir, munarblóm döfnuðu, lífskær og fríð. Dýrmætar gnóttir af minninga myndum r f I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.