Lögberg - 17.09.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.09.1925, Blaðsíða 6
a.j. 6 LjGBERG fimtudaginn, 17. SEPTEMÉER 1925. / # PEG. Eftir J. Hartley Manners. Mestu áhrifin frá bernsku Pegs voru frá því er faðír hennar fór' með hana til St. Kernau’s Hill, og sýndi henni staðinn, þar sem hann stóð og talaði og móðir hennar faldi sig bak við trén og hlustaði á hann og sá allar hreyfingar hans. Þaðan fór hann með henni til “The Gap”, og sýndi henni gluggana á herberginu, þar sem móðir hennar hjúkraði honum í þrjá daga. Honum var huggun í því að tala við barnið um Angelu, og ávali lýsti hann henni eins og skáldið, sem syngur hró4 sinnar ástmeyjar, og málarinn, sem á léreftið dregur þá drætti, er gerir honum lífið bærilegt. Alt þetta mundi Peg. Ög svo leiddi hann allar-íiennar bárnslegu hugs- anir til sjálfsstjórnar — ást á írlandi og hatur á Englandi — og trúa öllu góðu um írana og öllu illu um Englendinga. ' “Hvers vegna hatar þú Englendinga svo voða- lega, pabbi?” spurði hún eitt sinn. Hún leit undrandi á- hann með stóru, bláu aug- unum snum, og hinn aðlaðandi írski framburður ómaði hreinn og óbreyttur frá vörum hennar. ‘fEg hefi góða ástæðu til þess, Peg,” svaraði hann og lét brýrnar síga. “Hvers vegna hatar þú þá?” endurtók hún. “Eg hefi góða ástæðu til þess Peg,” svara^i hann og lét bi'ýr síga. “En mamma var þó ensk?” “Já, það var hún.” “Hvernig getur þú þá hatað Englendinga?” “Þqð tæki langan tíma að skýrá það fyrir þér, Peg. En einhvern tíma skal eg gera það. Það eru marglir ástæður til þess, að írarnir hati Eng- lendinga, og margar góðar ástæður líka. En það er ein sérstök ástæða til þess, að þú og eg hati þá með óslökkvandi hatri.” “Og hvaða ástæða er það?” spurði Peg forvit- in. , “Eg skal segja þér hana. Þegar móðir þín og eg vorum að því komin að deyja úr hungri,. og hún lá veik, skrifaði hún Englending og bað um hjálp. Og svar hans var: “Eins og maður sáir, uppsker maður.” Þetta svar fékík hún, daginn áður en þú fæddist, og bún dó af því að veita þér líf. Og mað- urinn, sem sendi þetta grimdarlega svar til deyj- andi manneskju, hann var hennar eigin bróðir.” ‘Bróðir hennar, segir þú?” spurði Peg æst. “Já, Peg; hennar eigin bróðir.” “Eg/vildi að ógæfan elti hann, alla hans æfi!” sagði Peg ástríðulega. “Að svara mömmu þannig, þegar hún lá á banabeðnum — mér þætti sannar- lega gaman að hitta hann einhvern tíma — aðeins til að segja hönum —” Hún þagnaði og krepti litla hnefann sinn. Kinnar hennar voru blóðrapðar, og hún stappaði litla fætinum á gólfið æst af reiði. “Mér þætti gaman að hitta hann,” sagði hún aftur. “Eg vona að þú gerir það aldrei,” sagði faðir hennar alvarlegur. ‘^Og við skulum aldrei tala oftar um þetta, barn,” bætti hann við. Og hann gq^ði það heldur ekki, en hún hugs- aði oft um það. Þetta hðrkulega svarý hafði fest sig í minni hennar. Hin mesta skemtun Peg var að heyra föður sinn tala. Hún hlustaði þá á hann með nákvæmri eftirtekt, hálf-opinn munninh, hröðum hjartslætti og titrandi af geðshræringu. Þegar klappað var lof í lófa fyrir hann, var hún vön að klappa samap höndum líka. Ef einhver greip fram í fyrir honum, snéri hún sér að þeim manni bálreið. Hún var kunn í öllu héraðinu sem “O’ConnelIs Peg.” “O’ConnelI er ejcki sami maðurinn nú, síðan hann kom aftur með litlu rauðhærðu stúlkuna,” • sagði einn bóndinn einu sinni við séra Cahill. ‘'Guð er góður, Flaberty,” svaraði presturinn. “Hann sendi O’Connell ibarn, til þess að hann skyldi nálgast sig. Þú segir satt. Hann er ekki hinn sami maður. Hann er orðinn katólskur aftur, eins og hann var sem drengur. Og það gleður mig.” Síra Cahill brosti ánægjulega. Hann var orð- inn gamall, en þótt líkaminn væri lotinn, hárið þunt og snjóhvítt, var kjarkurinn sá sami og áður. “Þau eru alveg eins og tvö börn,” sagði Flab- erty, “Hann virðist vera eins mikið barn og hún, þegar þau eru saman.” “Sérhver góður maður hefir eitthvað af barns- eðlinu í sér. O’ConnelI gekk í myrkri, þangað til kvenmaður tók hendi hans, og gaf honum þetta litla /barn, sem hefir lykilinn að hjarta hans.” “Já, Peg er lífsljós hans, það er hún,” sagði Flab^rty hálfnauðugur. “Nú er hann ekki líklegur að leiða okkur í nein vandræði né valda hermanna- áhlaupi, að minsta kosti ekki á meðan að litla'stúlk- an stjórnar honum.” Flaberty stundi. “Það voru nú mikilfenglegir dagar," sagði hann. “/Það voru illir og óguðlegir dagar,” dagar sagði presturinn hörkulega. Mig furðar á því, að guðhræddur maður, eins og þér eruð, skuli geta ósk- að þeirra aftur.” “Það kemur þó stundum fyrir að eg geri pað — guð fyrirgefi mér. Að berjast er góð blóðtaka. Áður fyrrum var O’Conneil ált af til þess búinn að halda á byssu eða spjóti, og við vorum ávalt allir fúsir til að fylgja honum, eins og hann væri her- foringi — við vorum hreyknir af að gera það. En. nú eru það aðeins blíð orð, sem við heyrum hjá honum.” ; “Hendi barns á að lejða okkur,” sagði prest- urinn. Hún leiðir O’Connell. Og þegar yður detta jafn vondar hugsanir í hug og að halda á foyssu og spjóti, komið þá og skriftið fyrir mér, minn góði Flaberty. Eg skal áreiðanlega gefa yður endurbóta æfingu, sem getuf rekið djöfulinn og freistingar hans til dyra.” “Það skal eg gera. faðir Cahill,” sagði Flab- erty og hraðaði sér áfram. O’Connell hafði annast Peg að öllu leyti síðan hún var hvítvoðungur. Hann baðaði hana, greiddi á henni hárið burstaði litlu skóna hennar, klæddi hana og'sat við rúmið hennar þegar foún var veik. Hann kendi henni að lesa og skrifa og flytja bæn- ir til guðs. Þegar hún varð stærri, kendi hann henni það lítið er hann kunni í söngfræði og þann •T- -»k— -------- - ~ aragrúa, sem hann kunni af ljóðum, sögum og ýmsar fræðigreinar. Hann kendi henni að láta sér þykja vænt um skáldsögur. Hann þreyttist aldrei á að Iesa Tom Moore fyrir hana og kenna henni kvæðin hans. Þegar hún var búin að læra þau, söng hann þau ásamt henni. O’Connell og Peg voru óaðskiljanleg. Undraverður viðburður kom fyrir Peg, þegar hún var fjórtán, O’Connell hafði mælt allmikið með hinum nýju landslögum, sem áttu að bæta ásig- komulág íranna. Hann var beðinn um að ferðast um landið, og tala um fyrir ofstopafylstu óvinum kúgunarinnar, og sýna þeim fram á að löghlýðnin væri • réttari og vissari vegur til að ná frelsistakmarkinu, heldur en ofbeldið. Þvingnarlögin höfðu verið linuð, og akur- yrkja og griparækt höfðu náð svo miklum framför- mu, að gamla eymdarástandið, þegar kartöflurækt- in brást, var að mestu leyti útilokuð, að minsta kosti víðast hvar. O’Connell va^jg við áskoraninni. Hann fór um alt landið, flutti ræður í hverju einasta sveitaþo.rpi og mörgum hinna stærri bæja. Hann ferðaðist I litlum vagni, sem hann var vanur að nota fyrir ræðupall, og þá sat Peg við fætur hans og leit ýmist upp til föður síns, eða út yfir hóp áheyrendanna. Þetta var undraverð ferð, stundum í glaða sólskini milli engja og akra, stundum á nóttunni í tunglskini. $ Peg sat við hliðina á föður sínum, þegar hann var á ferðinni, og hann sagði henni æfintýri, og sögur og söng erindi úr uppreistarsögum liðins tíma. Þegar óveður skall á, fonipraði hún sig saman á botni vagnsins og flutti bæn til guðs. Þrumur og eldingar gerðu hána afarhrædda. Henni fanst sem reiði himinsins lenti á sér. Hún grét og kveinaði aumkunarlega. O’Connell reyndi að hugga og styrkja hana og sagði henni, að hvorki guð eða mennirnir vildu gera litlu stúlkunni sinni neitt ilt. Eftir slíka viðiburði sat hann stun^um hugs- andi. Angela hafði alt af verið hrædd við þrumu- veður og ótti barnsins leiddi mynd hínnar elskuðu konu fram fyrir hugskotssjón hans, og kom honum til að tárfella. Einu sinni, þlgar óveðrið var afstaðið, skreið Peg út úr skýli sínu, án þess faðirinn yrði hennar var. Hann var að hugsa um Angelu. Peg snerti við handlegg hans og leit framan í hann. Henni sýndist kinnar hans votar, en það var , ómögulegt. Hún hafði aldrei séð föður sinn gráta. / “Um fovað hugsar þú, pabbi?” hvíslaði hún. Hann vildi ekki láta hana sjá geðshræringu sína, og með niðurbældum gráti reyndi hann að hlæja um leið og hann svaraði: “Eg skammast mín þín vegna, Peg, að þú skul- ir vera hrædd við eldingar og hinar hátíðlegu, fögru þrumur, sem eru þeim samferða. Eg skamm- ast mín þín vegna, það er um það, sem eg hugsa. Hann talaði 'næstum hðrkulega til að dylja geðshræringu sína, meðan hann með leynd þurkaði tárin úr augum sínum, svo að hún sæi þau ekki. “Það eru ekki eldingarnar, sem eg er hrædd við, pabbi,” sagði Peg alvarleg; “það er þruman. Hún eins og keyrir mig í kút. “Þruman er aðeins foávaði; barn; það- er eld- ingin, sem er hættuleg, Þruman gerir engum mein. Auk þess mátt þú muna, að ekkert skeður án guðs vilja.’J- Peg hugsaði sig um. ‘Mér finst alt af að það sé guð, sem horfir niður til o<kkar og skjóti úr fall- byssum, af því hann sé reiður við okkur.” O’Connell svaraði ekki; hann farfn að lítil hendi smokkaði sér inn í hans. * “Skammast þú þín í raun og veru fyrir mig, þegar eg er hrædd, pabbi?” spurði peg. “Já, það geri eg — þegar þú grætur yfir því, sem Drottinn sendir O'kkur.” “Eg eg heigull, af því að eg er hrædd, pabbi?” spurði Peg aftur, og varir hennar skulfu. “Já, það ert þú,” svaraði O’ConnelI hörkulega. “Þá skal eg aldrei verða það oftar, aldrei!” hrópaði hún og augy hennar fyltust tárum. Þá tók hann hana í faðm sinn, þrýsti henni að brjósti sínu og vaggaði henni, eins <og hún væri hvítvoðungur, og rödd hans skalf <*f meðaumkun, þegar hann sagði: “Þú getur e'klri varast það, barnið mitt. Þú ert enginn heigull, þú ert djörf, lítil stúlka. Þú erfir þetta frá móður þinni, hún var alt af hrædd við þrumuveður, og þó var hún sú kjarkmesta kona, %sem nokkru sinni hefir lifað. Það var ljótt af mér að sneypa þig.” - Nú fór litla Peg að gráta. Hún fól andlit sitt við brjóst föður síns og grét, eins os/hún ætlaði að springa. “Svona, svona barnið mitt!” sagði O’Connell í huggandi róm og varð hálfskelkaður út af geðs- hræring þeirri, sem Peg var komln í. “Þú máft ekki gráta — þú mátt það ekki. Eg hlæ, eg — sérð þú það ekki ?” Og svo hló hann hátt, ^íeðan sorgin bjó í huga hans, og hann sagði benni sögur, þangað til hún gleymdi hrygðinni og hló líka. En eftir að hún var sofnuð þetta kvöld, knéféll haryi og bað: ^ “Heilagi góði Guð, varðr^ittu hana ávalt, eins 'og hún er nú — hrein og saklaus. Lát þú alt frá móðurinni geymast í henni, svo hún geti seinna fundið hana, mína elskuðu Angelu. Amen!” * * * Þetta voru ágætir tímar fyrir Peg. Hún gleymdi þeim aldrei síðar. Að ganga sér til hressingar í morgunloftinu, neyta óbrotins morgunverðar, gefa Iipra, gamla hestinum að éta, og halda svo áfram eftir þessu smaragðgræna landi til að vinna fyrir málefnið. O’ConnelI hafði breyst nokkuð síðan hann tal- aði á St.' Kernaus Hill.. Hann vakti aldrei ofbeldi nú orðið. Flokkur hans hafði haft góS áhrif.á hann, svo hann var nú ánægður með að írland næði á friðsaman hátt og samkvæmt lögum, því frelsi sem hann óskaði að það fengi. Það sem aðallega olli skoðanabreyting O’Corni- ells, var breytni þess flokks, sem néfndi sig “föður- landsvinir,” er allvíða meiijdu skepnur, eyðilögðu uppskeru, gerðu árásir á friðsama bændur, sem ekki vildu hlýða skipunum þeirra, og skutu á land- eigendur og þjóna stjórnarinnar ensku. Þetta fanst O’Connell vera rangsleitni. Henni fanst nú alt það ^óða endað. Aldrei oftar niundi hún lifa jafn frjálslegu, jafn sorg- lausu lífi og hér, sem hún hafði elskað svo inhi- lega. . Peg var föl í andliti, þegar hún kom ofan að morgunverðarborðinu daginn eftir. O’Connell var einnig í þungu skapi, en hann hló og spaugaði og talaði um það, hve glöð þau mættu vera yfir því, að koma til hinnar stóru Ame- ríku >— þar sem Peg var fædcf. Og Peg lét sem hún væri glöð, og þau héldu 1 bæði áfram að látast vera glöð, þangað til írland hvarf sjónum þeirra. Þá skildu þau og gengu til hvílubeða sinna, til þess að hugsa um það, sem ver- ið hafði. Og þannig foéldu þau áframj alla leið t!l Ameríku. Það voru ömurlegir dagar fyrir O’Oo.nnell fyrst um sinn í Ameríku. Alt minti hann á þá daga þegar hann kom þangað með ungu konuna sína ■— bæði þrungin af vonum um famtíðina, sem þeirra mundi bíða í hinu vonbjarta framtíðarlandi. Eftir tuttugu ár, var hann nú komjijn aftur til þess, að endurtaka bardagann — í þetta skifti fyrir dóttur sína. Angela var jarðsett í litlum kaþólskum kirkju- garði góðan spöl frá New York. Þangað fór hann eihn dag með Peg, og þau lögðu blóm á leiðið og knéféllu við hlið þess um leið og þau fluttu bæn. Hér var kona O’Connells jarðsett, ásamt öllum hans æskuvonum. Hvorugt þeirra talaði, hvorki þegar þau fóru til grafarinnar né omu frá henni. Hugur O’Conn- ells var sorgþrunginn, og Peg vissi h’vað í honum bjó og sat þegjandi og hugsandi báðar leiðir. Með afbrotum vinst enginn heiðarlegur sig- ur, og O’Connell fyrirvarð sig fyrir þessa bófa, sem svívirtu nafn og heiður föðurlands hans, með þess- I ari samviskulausu og óheiðarlegu framkomu. Auk þessa varð hann að varast það, að verða varpað í fangelsi sökum Peg. Hyað yrði af henni, ef hann yrði tekinn frá henni. Sú hugsun, sem kvaldi hann óaflátanlega var, að hann hafði ekkert að skilja eftir handa henni, þegar hann dæi. Hvernig sem hann reyndi, var það sáralítið, sem hann vann sér inn, og hefði hann no'kkuru sinni afgang, þá brúkaði hann þá pen- inga handa Peg — fyrir sjal til að hlýja henni, eða siikiband, til að skreyta ofurlítið gráu fötin henn- ar. Við hátíðleg tækifæri keypti hann kjól handa heiini, og þá var Peg ánægðasta foarnið í öllu ír- landi. Þegar liðið var ár frá dauða Angelu, lét O’- Connell alt af lesa sálnamessu fyrir hana. Með Peg við hlið sína knéféll hann á meðan messan stóð yfir, og það sem eftir var dagsins var hann þögull og dulur. Einu sinni gaf hann kerti, sem erki- biskupinn hafði blessað, til altaris hinnar heilögu ungfrú og hann var í kirkjunni lengi eftir að mess- an var enduð, og sendi þá Peg heim. En þó að Peg hlýddi honum alloftast og færi út úr kirkjunni, beið hún hans fyrir utan dyrnar. Hann þurkaði tár af augum sínum, þegar hann sá hana standa þar, og lést vera reiður. “Sagði eg þér ekki að þú skyldir fara heim?” “Jú, pabbi.” “Því hlýddir þú þá ekki?” “Hvað átti eg að gera heima, alveg eihsömul, án þín. Vertu ekki reiður við mig, pabbi!” Hann tók hendi hennar, og þau gengu þögul heim. Hann hdfði ^rátið, og Peg gat ekki skilið það. Það kvaldi hana; það var ekki eins og það átti að vera, að karlmaður gréti. Það var ístifðuleysi — og faðir hennar mátti síst af öllum gera það —i hann sem ekki var hræddur við neinn né neitt — hún skildi það alls ekki. Þegar þau komu heim, gerði Peg alt sem hún gat til þess að föður hennar liði vel, en hafði jafn- fram nánar gætur á honum. £egar hún hafði feng- ið hann til að setjast í hægindastól, fengið honum gólfskóna og kveikt í ofninum, settist hún á lítinn fótskemil við hlið hans. Þegar hún hafði þagað langa stund, klappaði hún hendi hans og snerti al- úðlega handlegg hans. “Hvað er nú, Peg?” “Var mamma mjög falleg, pabbi?” “Failegasta kona, sem nokkru sinni hefir lifað í heiminum, Peg.” ‘Tlún lítur fallega út á myndunum, sem þú hefir af henni.” Úr innri treyjuvasanum sínum tók hann upp litla yndislega málaða mynd. Umgerðin var orðin slitin og máð. Þegar O’Connell leit á myndina, geisluðu augu hans. “Sá sem málaði þetta, gat ekki sýnt hina yfir- burða miklu andlegu hæfileika hennar á myndinni.” “Er eg nokkuð lík henni, pabbi?” spurði Peg. “Já,. stundum ert þú mjög lík henni.” Eftir litla þögn sagði Peg: “Þú elskaðir hana afar heitt, pabbi, gerðir þú það ekki?” “Eg elskaði hana af ðllu mínu hjarta og öllum mínum mætti.” Peg sat kyr litla stund. Svo spurði hún með kvíðandi ákafa: “Elskar þú mig eins heitt og þú elskaðir. hana, pðlbbi?” “Það er á annan hátt, Peg — alveg á annan hátt.” “'Hversvegna?” Hann svaraði ekki. “Ást er þó ást, hvort sem hún snýst um konu eða foarn,” sagði Peg. O’Connell þagði. “Elskaðir þú hana heitara, en þú elskar mig, pabbi?” Vonin og efinn um svarið, blikaði í augum hennar, hún ibeið þess. “Hversvegna spyr þú mig um þetta?” sagði O’Connell. “Af því eg finn alt af eitthvað undarlegt hreyfast í huga mínum, þegar þú talar um mömmu. Eg hefi öll þessi ár haldið, að það væri eg, sem þú elskaðír —” “Þú ert alt, sem eg á í heiminum, Peg.” “Og þú elskar þá ekki endurminninguna um hana meira en mig?” O’Connell tók utan um hana. “Móðir þín er á himnum Peg, og þú situr hér hjá mér. Það er pláss í hjarta mínu, bæði fyrir endurminninguna um hana, og ást til þín.” Hún stundi ;ánægjulega, og ýtti sér,nær föð- urnum. Þessi litli snertur af afbrýði til hinnar framliðnu móður, fyrir það pláss er hún átti í huga föðursins, var horfinn. Hún gat ekki þolað að nokkur annar en hún ætti ást föður síns. Hún gaf honum sína ást ó- skifta, og hún krafðist þess sama frá honum * * * Þegar Peg var átján ára, og þau bjuggu í Dublin, fékk O’Connell tilboð um góða stöðu í New York, sem honum líkaði. Sæmilega launaða, og sem mundi gera lífið skemtilegra og léttara fyrir Peg. Hún var næstum orðin fullorðin stúlka nú, og hann vildi feginn geta veitt henni fullkomnari mentun, en hún hafði átt kost á að njóta, og sem gerði hana hæfa til að taka að'sér stöðu í félagslíf- inu, ef hún skyldi mæta mannj, sem hún kýsi að giftast. Þegar hann taíaði um giftingar, var Peg vön að hlæja fyrirlitlega: , “Mér þætti gaman að vita hvernig það gengi. Hvar get eg fundið slíkan mann sem þig?” Og það var ómögulegt að fá hana til að tala nánara um það efni. En honum sárnaði að hafa svo lítið að skilja henni eftir, ef hann skyldi hætta við að þiggja til- boðið frá Ameríku, en þá kom bending frá forsjón- inni til hans. Angela var jarðsett þar. Hann ætlaði að fara með Peg til grafar hennar. Peg varð óánægð yfir því, að verða að fara úr friandi. Hún elskaði írland pg hataði alla óvini þess; og hana hrylti við að verða að búa við nýjar kringumstæður. ' En það var föður hennar til góðs, þessvegna herti hún upp hugann og sagði: “Það vferður eflaust báðum okkur til góðs.” En nóttina áður en þau yfirgáfu írland, sat hún við gluggann í litla herfoerginu sínu til dag- renningar og hugsaði um liðna tímann. i Hún hafði mikið að hugsa um fyrsta daginn í New York. Fyrst í stað var hún hálf hrædd við þessar stóru bryggjur og annríkið í foorginni Hún þráði litla græna landið þitt. v O’Connell kom Peg fyrir í skóla. Hún vildi ekki fara þangað, en gerði það þó, til þess að gleðja föð- ur sinn. Hún var þar aðeins eina viku. Nemend- urnir hlógu að mállýsku hennar, og stríddu henni sökum skorts hennar á .allri mentun. Hún þoldi þetta á meðan hún gat, en einn dag yfirgaf þolin- mæðin hana, og þá borgaði hún þeim háðið ríku- lega. Þeim hefði ekki orðið meira foylt við, þó kúla hefði sprungið í miðjum hóp þeirra. Þessi féimna litla stúlka, var orðin að reiðióðum kvenmanni. Hún hæddi þá og hermdi eftir þeim, og kvenkenn- arinn fékk líka sinn skerf. O’Connell hagaði nú vinnu sinni þannig, að hann gat um vissa tíma dags veitt Peg tilsögn í þeim fróðleik, sem hann þek^. Hann fékk lfka lán- að píanó handa henni, og hélt, áfram að kynna henni, sönglistina eins vel og hann gat. Einn daginn, þegar O’Connell var á heimleið, fór loðinn og ljótur, írskur völskuhundur að elta hann. Hann reyndi að reka hann frá sér, en á- rangurslaust, því í hvert skifti sem O’Connell leit af honum, nálgaðist hundurinn hann aftur með dinglandi rófu og biðjandi, sorgmædd augu. Hann elti O’Connell alla leið heim til hans, og þegar hann opnaði dyrnar, smokkaði hundurinn sér inn. O’- Connell gat ekki fengið sig til að reka hann út aft- ur, gaf honum dálítið af mjólk og hveitikökum og fór svo að leika við hann, þangað til Peg kom heim. Henni þó^ti undir eins vænt um hundinn, svo faðir hennar gaf henni hánn. Hann sagði að foann líkt- ist Fenieren Michael Quinlan, svo hann var því látinn heita Michael, og varð strax uppáhald Peg og fylgdi henni alt af. Þau léku saman, töluðu saman og skildu hvort annað. Tíminn leið, og O’ConneiI virtist ánægður með stöðu sína. En Peg sá nú samt, að eitthvað amaði að honum. Þegar foún kom til hans einmana, var hann áv^lt hugsandi. Hún hélt að hann þráði írland og hina gæfu- ríku tilveru þeirra þar, og sagði því ekkert. ^ En í rauninni var það kvíði fyrir framtíð Pegs, sem á honum hvíldi. Hann átti svolítinn sjóð, sem hann hafði getað sparað saman, og með því litla kaupi, sem hann fékk, mundi það taka langan tíma að safna svo 'miklu, að hún gæti orðið ófoáð. Það var þetta, sem kvaldi hann óaflátanlega. Þá kom það fyrir að leiðin opnaðist til að bægja öllum vandræðum burt frá, framtíð Pegs. En þessi leið var honum svo ógeðfeld að hann hikaði við að segja frá henni. Einn daginn, þegar hann kom heim, fann hann bréf með enskum frímerkjum. Peg hafði horft á það lengi með forvitni, og furðað sig á því hver\ mundi skrifa föður sínum frá Englandi. Þegar O’Connell tók bréfið, athugaði hún hann nákvæmlega. Hana grunaði að eitthvað stór- kostlegt'mundi eiga sér stað, þegar hann hefði les- ið bréfið. Peg var mjög ímyndunargjörn, og allan daginn var hún svo viðkvæm og óróleg að ástæðu- lausu. OXDonnell las bréfið tvisvar — fyrst með hægð og svo með hraða. Hann varð vandræðalegur, þeg- af hann settist og starði á það. y “Frá hverjum er það?” spurði Peg róleg, þó hún nötraði öll á beinunum. Faðir hennar svaraði ekki. Svo las hann það í þriðja sinn. “Er það frá Englandi?” spurði Pegnáföl í andliti. “Já, Peg,” svaraði faðir þennar mjög .dauflega. “Eg vissi ekki,- að þú stæðir í bréfasambandi við neinn í Englandi,” sagði hún og horfði á bréf- ið. “Það hefi eg heldur ekki gert,” svaraði faðir þennar. ^ “Frá hverjum er það þá?” spurði hún. Hún var nú mjöj^ óþolinmóð og jafnfram kvíð- andi. O’Conn^ll horfði á hana þar sem hún stóð með galopin augu og hálfopinn munn. Hann tók foáð- ar hendur hennar og þrýsti þær mjög lengi, að Peg fanst. Hún vogaði varla að draga andann; hún I vissi a<f eitthvað var í aðsigi. Loksins mælti O’Connell skjálfraddaður: / T / /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.