Lögberg - 08.10.1925, Síða 6
fí.j. €
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
8. OKTÓBER 1925.
PEG.
Eftir J. Hartley Mannera.
“Já, það ætla eg að gera."
“Og ef hún gefur mér lausn í náð,” sagði hann
“þá getum við — getum við —”
Hann þagnaði allt í einu.
Hún leit kuldalega á hann og sagði:
“Það er stundum erfitt að nefna stutt orð, er
það ékki?”
“Vilduð þér giftast mér?” spurði hann skjálf-
andi.
“Eg eyðilegg aldrei brýr mínar, fyr en eg hefi
gengið yfir þær,” sagði hún seinlega. “Og þessi er
enn þá svo langt í burtu. Er það ekki?”
“Eg verð þá að bíða?”
“Já; gerið þér það,” svaraði hún. “Þegar tím-
inn er kominn til að velja á milli miskunnsemi ætt-
ingja sinna, vinna fyrir tveimur penny. á viku; eða
vera brottnumin til FrakMands eða ítalíu — það
er nú alt af þangað, sem maður flýr, máské við ætt-
um heldur að nefna Ungverjaland?”
“Eigum við að velja það?”
Hún svaraði ekki.
Hún bætti við: “Gofct, þegar maðu'r er staddur
mitt á milli þess að velja sér gustukagjafa eða
vinnu, getur verið að Ungverjaland tæli mig.”
Hann leit undrandi til hennar. Hvers konar
dutlungar vortí þetta?”
“Gustukagjafir?” spurði hann, “vinnu?”
“Já, það er nú komið svo Qangt. Svívirðilegur
banki er orðinn gjaldþrota með alla okkar peninga.
Er það ekki viðbjóðslegt?”
“Hafið þið mist alla peninga ykkar?”
“Já, það er tilfellið.”
“Hamingjan góða!”
“Mamma þekkir jafn lítið til viðskifta og hún
þekkir mig. Þangað til í dag hefir hún haft óbif-
andi traust á bankanum sínum og mér. Ef eg strýk
með yður, þá Ibregst hennar síðasta tálvon.
“Þið verðið að láta mig hjálpa ykkur,” sagði
hann með ákafa miklum.
“Við hvað eigið þér?”
Og bún leit aftur á hann köldu köldu rann-
sakandi augunifm s'num. “Með því að lána okkur
peninga?”
Hann sté í gildruna.
“Já,” sagði hann. “Ef eg má það.”
Hún gretti sig ofurlítið og^ snéri sér frá hon-
um.
Hann fann til þessarar þóglu áminningar.
“Eg bið fyrirgefningar,” sagði hann auðmjúk-
ur.
Hún hélt áfram, eins og hún hefði ekki heyrt
þetta móðgandi tilboð.
“Þér sjáið þá, að við erum íbæði að vissu leyti
á krossgötum.”
Hann greip hendi hennar áfergjulega.
“Leyfið mér að taka yður burt frá öllu þessu,”
hrópaði hann.
Hún dróg hendina að sér með hægð.
“Nei,” sagði hún. “Ekki núna, það er engin
ströku'löngun í mér í dag.”
Hann fjarlægðist Ihana dálítið, og hún horfði
á eftir honum. Svo kallaði hún til hans aftur.
það’var eittþvað við þennan mann, sem dróg hana
að honum; hún gat ekki gert sér grein fyrir hvað
það var, en hann hafði nú samt sem áður eitthvert
vald yfir henni.
Hann kom til hennar.
í fyrsta skifti talaði hún til hans mjög blíðlega:
“Chris! Einhvern tíma máské — einhverja
dimma “nótj; t— getur það verið að mín framtaks-
lausa sjálfsélska, dekurvana persóna, sem hatar
allar framkvæmdir, verði sigruð af þeim hvötum
eðlis míns, sem þráir viðburði, og þá geri eg yður
boð.”
Hann tók aftur hendi hennar, og nú dróg hún
hana ekki að sér. Hann hvíslaði að henni:
“Þér ætlið þá að flýja með mér?”
Ethel teygði úr sér letilega og horfði á hann
hálflökuðum augum:
“Eg býst við því. Og þá getið þér beðið guð
að varðveita yður.”
“En hversvegna eigum við að bíða?” sagði
hann.
“Það vekur hjá okktir æslng eftirvæntingar-
innar.”
“En eg verð að fá yður. Eg get efcki verið án
yðar!” sagði hann biðjandi.
“Fyr en tíminn til aflimunarinnar er kominn.”
“Svei!” sagði hann og slepti hendi hennar
skyndilega.
“Eg vil ekki að þér gerið yður neinar tálvonir
um mig, Chris. Eg hefi engar um yður. Við skul-
um að minsta kosti byrja heiðarlega. Það verður
svo miklu viðfeldnara þegar það er endað.”
“Það endar aldrei,” sagði hann ákafur. “Eg
elska yður, elska yður af öllu hjarta og a'llri minni
sál. Eg elska yður.”
* Hann kysti hendi hennar hvað eftir annað:
“Eg elska yður!”
Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að
sér.
Hún stimpaðist við hann án reiði eða gremju. .
Um leið og hún ýtti honum frá sér, sagði hún að-
eins:
“Hættið þessu. Það er svo heitt í dag.”
Hún þagnaði skyndilega og stlóð mállaus af
undrun.
Við iborðið í miðri stofimni, með bakið að þeim
sat hin undarlegasta persóna, er Ethel hafði
nokkru sinni séð; fremur lítil að vexti.
Hver var þetta? Hve lengi hafði hún verið í
stofunni?
Ethel snéri sér að Brent. H»nn var mjög fölui*
og strauk efrlvarar skeggið með skjálfandi hendi.
Ethel varð bálreið. Því var Brent svo ófor-
fljáll.
Hvernig gat þessi litla sfcúlka komist inn, án
þess þau sæi hana eða heyrðu til hennar?
Ethel gekk beina leið til óboðna gestsins, sem
sat þarna svo alvarleg.
3. KAPfTULI.
Peg í Englandi.
Ferðin til Englands var einn hinna sorgleg-
ustu viðburða í lífi hennar. Hún lagði upp í ferð- 1
ina af því að faðir hennar sagðist vilja það, en
jafnframt fanst henni sér vera gert rangt til, að
verða að skilja við hann. Hún hugsaði sér ýms
(bardagaáform við vesalings ættingjana, sem hún
átti að heimsækja. Hún ætlaði að vera svo óhlýð-
in og ógeðsleg, að þeir gætu ekki liðið hana og yrðu
að senda hana heim aftur með næsta gufuskipi,
sem færi til Ameríku. Hún ætlaði að þræta við þá
og kvelja þá með öllu mögulegu móti. Ekkert, sem
þeir gerðu fyrir hana, ætlaði hún að þiggja með
ánægju, og sjálf ætlaði hún aldrei að gera þeim
neinn greiða.
Hún hafði skemtun af að hugsa u’m þessi á-
form, en svo kom henni til hugar, að faðir hennar
biði æstur eftir að heyra hvernig henni liði, að
hann var hreykinn yfir henni og vonaði, að henni
gengi vel. Hún hugsaði um það, hve sárt skilnað-
urinn hefði fallið honuhi, og þá urðu öll hennar
vondu áform að engu, og hún ásetti sér að vinna
hylli ættingjai sinna, læra alt mögulegt, ná í ágæta
framtíð og snúa aftur til Ameríku, annaðhvort sem
auðug stúlka, eða fá föður sinn til að koma yfir til
Englands til sín. í öllum dagdraumum hennar var
hann miðdepillinn.
Hún hrinti frá sér allri alúð mannanna á skip-
inu. Enginn þorði að ávarpa hana. Hún vildi vera
ein með sorg sína. Hún og Michael voru vön að
leika sér fram á þilfari skipsins, undir tfmsjón eins
af hásetunum, sem gaf nánar gætur að foringjun-
um.
Þessi háseti — O’Forrell hét hann — varð
mjög hlyntur Peg og hundinum hennar, og gætti
þess nákvæmlega að þeim liði vel iá skipinu.
Hann sagði Peg, að hún fengi ekki leyfi til að
taka Michael með sér á Iand, fyr en búið væri að
skoða hann nákvæmlega af dýralækni. Þetta gramd-
ist Peg afar mikið. Hún fór að gráta og var alveg
óhuggandi. Tæki menn Michael frá henni, þá rynni
út yfir ibarma sorgarbikarsins. Þá væri hún í raun-
inni alein í þessu ókunna landi.
Að lokum lofaði O’Forrell henni að koma hund-
inum með leynd á land. Hann ætlaði að vefja hann
inn í segldúk og bera hann á eftir henni, þegar toll-
þjónarnir væru búnir að skoða farangur hennar.
Þegar komið var til Loverpool, stóð O’Forrell
við loforð sitt, en þau voru bæði mjög kvíðandi, í
hvert skifti sem einhver tollþjónanna leit á þenna
dularfulla böggul undir handlegg hásetans.
Við ibryggju’na kom tígulegur maður út á skip-
ið og spurði eftir Peg. Hann var skrautlega klædd-
ur og talaði mjög kurteislega og vingjarnlega, en
í hyrjun vakti hann óvild Pegs með sinni skipandi
framkomu. Hann sagðist heita Miontgomery Hawk-
es, og vera lögmaður Kingsworthanna, og kom und-
ir eins fram sem verndari hinnar ungu, einmana-
legu stúlku'.
Vesalings Peg fyrirvarð sig yfir litla ferða-
pokanum sínum, með fáeinum flíkum í og lítilli
pappaöskju, þegar skrautklætt ferðafólk gekk
framhjá henni með hauga af ferðatösScum.
En hr. Hawkes virtist ekki taka eftir hinum
fátæklega útbúnaði. Pegs. Hann leit á hana og
farangur hennar, eins og hún væri skrautlegasta
stúlkan og farangurinn óviðjafnanlega fallegur.
Fyrir utan hliðið fann hún hinn trygga 0’.
Forrell bíðandi með Michael, sem var að reyna að
f'riótast út úr fangelsinu. Hawkes náði í vagn og
hjálpaði henni u'pp i hann. Hún rétti hendur sín-
ar út, og inn hoppaði Michael rykugur og óhreinn,
en mjög glaður yfir því að sjá húsmóður sína aft-
ur. Hann Ihoppaði upp í keltu hennar, gelti og
sleikti hana í framan, lögmanninum til mikillar
undrunar.
Peg bauð O’Forrell einn dollar’. Hún átti lítið
annað eftir.
Hann neitaði honum móðgaður. Hún reyndi
að fá hann til að þiggja dollarinn, en hann þver-
neitaði því.
Þá. greip lögmaðurinn fram í fyrir þeim, gaf
hásetanum fimm shillings, þakkaði honum góðvild
hans við Peg og hundinn hennar, lét Peg kveðja
hann og sagði ökumanni að halda til járnbrautar-
stöðvar, sem hann nefndi. Vagninn rann af stað,
og Peg byrjaði sitt nýja líf í nýju’ landi. Að stundu
líðinni voru þau komin til stöðvarinnar. Hawkes
keypti farseðla, og áður en Peg var búin að átta
sig, voru þau farin af stað til Norður-Englands.
Á leiðinni veitti Hawkes henni engar upplýs-
ingar. Hann keypti blöð og tímarit handa Peg, og
sptfrði hvort hún vildi ekki neyta hádegisverðar.
Peg sagði nei, kvaðst vera lystarlaus eftir sjóferð-
ina, og byggist ekki við að geta neytt matar í bráð-
ina.
Að einni stundu liðinni sofnaði hún, þreytt af
ferðalaginu og geðshræringunni yfir að vera kom-
in til Englands.
Eftir fárra stunda ferðlag, komu þau til hins
ákveðna staðar. Hawkes vakti Peg og sagði henni,
að þau væru nú komin þangað, sem þau hefðu ætl-
að. Hann náði í vagn, hjiálpaði henni upp í hann
með Michael og farangurinn. Þegar þau sátu í
vagninum, fékk ihann henni spjald, sem á var skrif-
uð áuitan, og sagði, að hún skyldi biðja um að mega
bíða þar, þangað til hann kæmi: að sækja hana.
Hann þyrfti fyrst að heimsækja aðra í (bænum. Hún
skyldi aðeins segja, að hún hefði fengið skipun um
að fara til þessa staðar og bíða hans þar.
Þegar þau höfðti haldið áfram litla stund, nam
vagninn staðar fyrir framan stóra byggingu.
Hawkes sté ofan úr vagninum og sagði ökumann-;
inum hvert hann skyldi fara með Peg, svo borgaði
hann ihonum fyrir ihjálpina, áminti Peg um að
breyta eins og hann hefði sagt henni og hvarf svo
inn i ráðhúsið gegnum sveifludyrnar.
ökumaður hélt áfram með hina undrandi
stúlku, og hélt að lokum kyrru fyrir framan við
gamalt en snoturt hús. Peg leit á nafnið fyrir ofan
garðshliðs htirðina og svo ú spjaldið, sem Hawkes
fékk henni, og sá að það var sama nafn. Peg tók
pjönkur sínar og Miohael í fang sitt, gelkk svo eftir
löngum gangi , gegnum garðinn, með blómareiti til
beggja hliða, þangað til hún kom að ofmum dyrum
á sólbyrginu. Aðaldyr hússins hélt hún vera duld-
ar einhversstaðar á milli gömlu; stóru trjánna.
Peg gekk beina leið inn um sólbyrgisdyrnar og
sá þar fallega stofu fyrir framan sig. Alt var
gamalt og ramgert, sem benti á, að það væri að
minsta kosti hundrað ára. Peg gat naumast dreg-
ið andann af undrun. Myndir í umgerðu'm og
myndir á veggjapappírnum þöktu alla veggina.
Fallegar gamlar blómakönnur stóðu á hillum og í
sikápum hringinn um kring. Gólfdiúkarnir voru
þykkir og mjúkir og duldu alt fótatak. Peg ætlaði
að æpa af undrun, en sá þá alt í einu að hún var
ekki ein. Þar voru fleiri til staðar, sem voru að ,
tala saman.
Sér til mikilar undrunar sá hún mann standa
þar, með stúlku í faðmi sínum. Hún heyrði að hann
talaði með ákafa miklum, en ihún sá þau' aðeins að
hálfu leyti, þar eð höggmyndasafn skygði á þau.
Peg datt undir eins í hug, að hún hefði rekist
á ástamála leik hjónaefna,* og að hún væri þeim til
óþæginda, snéri því baki að þeim og settist.
Hún reyndi ekki að hlusta, en sum orðin heyrði
bún glögt. Henni fór að finnast kringumstæðurn-
ar mjög óþægilegar, og ætlaði að fara að læðast út
aftur til að finna annað pláss, þar sem hún gæti
beðið, en þá heyrði hún undrandi og reiða rödd
spyrja:
“Hve lengi hafið þér verið hér?”
Peg snéri sér við, og sá fallega, skrautklædda,
unga stúlku, sem starði á hana hörkulega. Fram-
koma þessarar ungu stúlku var að öllu leyti mjög
gremjuleg, svo Peg várð að hálfu hálfu leyti utan
við sig og gat ekki svarað undir eins.
Slkamt frá Stúlkunni stóð fallegur, dökkleitur
maður, sem athugaði Peg með eins konar skeyting-
arlausri forvitni.
“Hve lengi hafði þér verið hér?” spurði Ethel
aftur.
“Eg kom á þessu aughabliki,” sagði Peg
hræðslulega.
Hún ar ekki vön við að umgangast geislandi
fagrar ogskrautklæddar stúlkur eins og Ethel.
“Hvert er erindi yðar hingað?” spurði Etihel.
“Ekkert,” svaraði Peg afsakandi.
<1Ekkert?” endurtók Ethel réiðari og reiðari.
“Nei — ekkert. jMér var aðeins sagt að ‘bíða
hér,” sagði Peg.
“Hver sagði yður að bíða hér?”
“Tígulegur maður.”
“Hvaða maður?” tepu'rði Ethel höhkulega og
grunsöm.
“Skrautklæddur maður,” svaraði Peg.
Hún leitaði í vösum sínum með skjálfandi
hendi að sjaldinu, sem Hawkes fékk henni. IMiohael
reyndi að ná í það, en, Peg reif það frá honum og
rétti það að ungu stúlkunni.
“Hann sagði, að eg skyldi bíða hér.”
Ethel greip spjaldði og las.
“Frú Chichester, Regal Villa.”
“Og hvað viljið þér frú Chiohester?” spurði
Ethel, um leið og hún leit á fátæklega fatnaðinn
hennar Peg, svengdarlega hundinn og skemdu
pappaöskjuna.
“Eg vil henni ekkert. IMér var aðeins sagt að
bíða hér.”
“Hver eruð þér?”
Nú fór líka að síga í Peg. Rödd Ethels sagði
henni í hverju skapi hún væri, og það gramdist Peg.
Hún leit á Ethel og sagði gröm í skapi:
“Eg átti ekki að segja eitt orð. Eg átti aðeins
að bíða hér, það hefi eg sagt yður.”
Svo settist hún aftur og fór að klappa Michael.
Hún kunni illa við þessar flækjuSpurningar,
og óskaði þess eins, að Hawkes kæmi sem fyrst, til
þess að losa hana úr þessum óþægilegu kringum-
stæðum. En þangað til að hann kæmi, ætlaði hún
að hlýða skipunum hans. Hann hafði sagt henni
að segja ekki neitt, og þar af leiðandi sagði hún
ekkert.
Ethel snéri sér skyndilega að Brent, og sá að
hann var sokkinn niður í undraverða aðdáun að
þessari nýtkomnu ungu stúlku. Hún umlaði eitt-
hvað óþolinmóð og snéri sér aftur að Peg.
“Þér segið, að þér hafið verið hér aðeins eitt
augnablik?”
“Já,” svaraði Peg, “aðeins eitt augnablik.”
“Sögðum við nokkuð, þegar þér komuð inn?”
“Já, það gerðuð þig.”
Ethel gat naumast dulið gremju sína.
“Heyrðu'ð þér, hvað við sögðum?”
"Sumt; ekki mikið,” sagði Peg.
“Hvað heyrðuð þér?”
“Hættið þessu — það er svo iheitt í dag,” sagði
Peg.
Hún reyndi alls ekki að herma eftir Ethel, hún
endurtók aðeins orðin, eins og þau væru vanaleg.
Ethel blóðroðnaði. Brent brosti.
“Þér neitið að segja hversvegna þér eruð kom-
in hingað, og hver þér eruð?” spurði hún.
“Það er ekki eg, sem neita því. ókunni mað-
urinn, sagði aðeins við mig: “Farið þér þangað sem
áritun þessi bendir yður á, setjist þar og bíðið —
þetta er alt, sem þér eigið að gera.”
Ethel snéri sér aftur að Brent.
“Hvað sýnist yður?”
“Dularfu'lt,” sagði Brent og hristi höfuðið.
Þetta ásigkomulag var óþolandi. Ethel ákvað
að láta það strax taka enda. Hún leit reiðiþrungn-
um á óboðna gestinn og sagði:
“Dyr vinnufólksins eru á bakhliðinni á hús-
inu.”
"Eru þær þar?” spurði Peg, án þess að hreyfa
sig, eða taka þessi orð sem bendingu til sín.
‘‘Og þér þurfið ekki að bíða hér, það er ekkert
pláss autt hér.”
Peg leit þegjandi á. Ethel og laut niður að
Michael. Síðustu orð Ethels höfðu haft tilætluð á-
hrif. Peg var særð og sveið sárt. Á þessu augna-
bliki óskaði hún sér, að vera komin til New York
aftur og heim til föðu'r síns. Áður en hún gat sagt
nokkuð, bætti Ethel við:
“Ef þér viljið endilega bíða, gerið þá svo vel
að bíða þar.” /
Peg tók Micha,el og muni sína í fang sitt og
gekk að glerhurðinni. Aftur heyrði hún Ethel
segja með harðri og kuldalegri rödd:
“‘Farið þér eftir ganginum til hægri handar,
þangað til þér komið að dyrum, og berjið að þeim,
og munið eftir því framvegis, að ganga að bakhlið-
um húsa og berja þar að dyrum, í stað þess að
ganga óboðin inn í prívat herbergi.”
Peg reyndii að afsaka sig.
‘“Eg vissi alls ekki neitt. Alt sem óikunni mað-
urinn sagði, var: “Farið þér þangað og biðið.”
“Þetta er nóg.”
“Mér þykir leitt að hafa orsakað truflun.”
Hún leit til Brents u'm leið og ihún sagði þetta.
“Þetta er nóg,” sagði Ethel. ,
Vesalings Feg kinkaði kolli og gekk út um sól-
byrgisdyrnar afarmóðguð. Hún gekk eftir gangin-
um, sem Ethel nefndi og fann dyrnar.
j 4. KAPfTULI.
Chichester fjölskyldan fær nýjan skell.
Um leið og litla stúlkan hvarf eftir gamginumj[
snéri Ethel sér gremjulega að Brent.
“Svívirðilegt,” hrópaði hún.
“Vesalings litla stúlkan.”
Brent gekk a,ð glugganum og horfði á eftir
henni.
Ethel leit til ihans þýðingarmiklum augum.
“Sýnist yður það?”
“Já, með sinni einfeldnislegu framkomu.
“Sýnist yður það ekki?”
Ethel leit kuidalega til hans.
“Eg veiti aldrei lægri stétta fólki neina eftir-
tekt. Þér gerið það að líkindum.”
“ó-já — oft. Það getur verið mjög eftirtekta-
vert.”
Hann teygði úr sér til þess að sjá enn þá litlu
Peg.
“Og þessi litla stúlka er einkennilega lítil per-
sóna.”
“Hún er aðeins fáein skref í burtu frá okkur,
ef yður langar til að elta hana.”
Raddhreimurinn vissi á ilt. Brent snéri sér
frá glugganum, og sá Ethel standa þar með kross-
lagða handleggi á íbrjóstinu og eldingar í augum
sér, ibíðandi eftir einhverju. Eitthvað í svip henn-
ar síkelkaði hann. Hann hafði farið of langt.
“En Ethel,” sagði hann og gekk nær henni.
“Setjum svo, að það hefði verið móðir mín, sem
inn var komin — eða Alaric — í stað þessarar ungu
stúlku? Þér verðið að gæta yðar, að endurtaka
þetta aldrei framar.
“Eg misti ajálfstjórn mína,” flýtti harn sér aC
segja.
“Þá verðið þér að gera svo vel að missa hana
ekki oftar. Og nú er best að þér farið.”
Hún rak hann frá sér hlífðarlaust og gekk að
stiganum. Hann fór á eftir henni.
“Má eg koma aftur á morgun?”
“Nei,” svaraði ihún alvarleg. “Ekki á morgun.”
“Daginn eftir morgundaginn?” spurði hann í
bænarrómi.
“Máské.”
“Munið — að eg treysti yður.”
Hún leit á hann rannsakandi augum.
“Eg held að við eigum saman.”
Gegnum opnu glerhurðina ómuðu raddir til
þeirra.
“Farið þér!” skipaði hún.
Svo gekk hún sjálf að stiganum, sem lá upp á
loftið. Brent hraðaði sér til dyranna, en áður en
þau voru komin, út úr stofunni, kom Alaric inn úr
garðinum.
“Halló, Brent!” hrópaði hann glaðlega. “Trufla
eg yður — eða þig, Ethel?”
Ethel snéri sér við í stiganum og svaraði ró-
leg:
"Mig truflar þú ekki.”
“Og eg var að fara,” sagði Brent.
“Bíðið þér dálítið,” sagði Alaric og snéri sér
við til að gefa einhverjum bendingu úti í garðinum.
Það var hr. Montgomery Hawkes.
“Komið þér inn,” kallaði Alaric ákafur. Kom-
ið þér inn. Ethel — miá eg kynna þér hr. Hawkes
— systir mín. Hr. Brent — hr. Hawkes.”
Þegar hann var búinn að kynna þau, sagði
hann við Ethel:
“Viltu' gera svo vel og komast eftir því, hvort
mamma er svo frísk að hún geti komið ofan. Hr.
Hawkes er kominn hingað frá London, til þess að
tala við hana, og komdu svo sjálf ofan aftur, þegar
þú ert búin að þessu. Hann segist vera kominn
í áríðandi erindum til okkar.
Ethel fór þegjandi.
Alaric fékk Hawkes hægindastól til að setjast
á, greip svo hendi Brents og spuTði:
"Verðið þér að fara?”
“Já,” svaraði Brent ánægjulega.
Alaric þaut til dyranna og opnaði þær, eins og
til að hjálpa gestinum af stað.
“Mér þykir svo leitt að eg var úti á meðan
þér voruð Ihér,” laug hann hiklaust. “Komið sem
fyrst aftur. Þér eruð alt af velkominn!”
“Veiku frúnni líður vel.”
“Þökk fyrir.”
Brent hneigði sig.
“Og hennar yndislegu litlu dóttur.”
Brent lét brún siga og gekk til dyranna, snéri
sér við í þeim og kvaddi.
Um lejð og hann hvarf, hrópaði Alaric á eftir
honum:
“Henni verða vonbrigði að því, að fá ekki að
sjá yður. Komið brátt aftur.”
Alaric lokaði dyrunum á eftir honum, og sá um
leið móður sína og Ethel koma ofan.
Öll merki geðshræringar voru horfin af andliti
Ethels. Hún hafði aftur fult vald yfir sér.
Hún ibar með sér fallega keltuhundinn sinn, og
var að gefa ihonum sykur að éta.
Alaric leiddi móður sína inn í stofuna frá stig-
Náinn?” spurði fr f Chichest-
anum.
“Góða mamma,” sagði hann, “eg fann þenna
mann í einum blómareitnum, þar sem hann var að
leita að leiðinni heim til okkar. Hann er kominn
alla leið frá London, til þess að tala við þig. Hr.
Hawkes — móðir mín.”
Frú Chichester leit kvíðandi á Hawkes.
“Þér eruð kominn til að tala við mir?”
“Um mjög markverðan og náinn fjc.i»kylduvið-
burð,” svaraði Hawkes alvarlegur. c
"Markverðann? Náinn?” snnrðí fr.r
er undrandi.
“Við þrjú ertim öll fjölskyldan,” sngði Alaric
vingjarnlega. (
Frú Chiöhester fékk strax slæman grun.
Eftir að bankinn varð gjaldþrota, gat ekkert
sem óþægindum olli, vakið undrun hjá lenni.
"Eru það slæma nýjungar?” spur?i hún með
tár í augum. i
“Nei, fjarri því,” svaraði Hawkes með hugg-
andi róm.
“Eru það þá góðar nýjungar?” sp arði Alaric.
“Að vissu’ leyti,” svaraði lögmaðu
“Segðu okkur þá frá því undir ein
umst þess. Er það máské eitthvað um
“Nei,” svaraði Hawkes.
Hann ræskti sig og sagði svo hæfrt og hátíð-
lega við frú Ohichester:
“Það er viðvíkjandi hinum
yðar, Nathanael Kingsworth.”
“Framliðna?” hrópaði frú
Nathanael dáinn?”
“Já, frú,” sagði Hawkes alvarlegur,
fyrir tíu' dögum.”
Frú Ghiohester settist og fór að gráta. Nath-
anael dáinn, án þess að hún hefði verið hjá honum
og hjúkrað honum og komið á samkomulagi milli
þeirra — það var mjög hörmulegt.
ínn.
, við þörfn-
ankann?”
I
framliðna bróður
Chiohester . “Er
‘hann dó