Lögberg - 05.11.1925, Blaðsíða 4
Bk. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
5. NÓVEMtBEiR 1926.
3£ogberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
unbia Pren, Ltd., iCor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Tnlaininri >.6327 oé N-6338
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utaaásknlt tíl blaðsins: *
THí tOLUMBI^ PIJESS, Ltd., Box 3l7í. Winnlpsg,
Utanáskrift ritstjórans:
tOiTOS LOCBERC, Box 3171 Winnlpeg, M»n-
'lhe "I.ögberg” ls prlnted and publlshed by
The Columbla Press, Ldmlted, ln the Columbia
Buildlng, CS5 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Manítoba.
Úrslit kosninganna.
Þó eru nú úrslit kosninganna orðin lýðum ljós,
og eru, eins og royndar mátti búast við, í fylsta
máta óánægjuleg og óhagstæð landi og lýð Eng-
inn af flokkum þeim, er um völdin sottu, hefir náð
meiri hluta atkvæða í þinginu. Afstaða flokkanna
þegar þetta er ritað, er sem hér segir: Liberalar
hafa 101 þingmann, afturhaldsflokkurinn 116,
bændaflokkurinn 22, verkamannæflokkurinn 2.
Einn er óháður, og um úrslitin í þremur kjördæm-
um er óvíst enn.
Á þessu isést, að enginn einn flokkurinn getur
myndað stjórn upp á sínar eigin spítur, • og hefii
það því komið fyrir, sem þjóðin vissi að hún þurfti
hvað mest að varast.
En svo er ekkj til neins að æðrast um orðinn
hlut. Spursmálið er að eins, hvernig að ráðið
verður fram úr öngþveiti því, sem í er komið, svo
að hægt verði að hallda hiutunum gangandi fyrst
um sinn.
í því samibandi er að eins um tvent að ræða ■
Að núvérandi stjórn haldi áfram, með aðstoð
bændaflokksmanna, sem kosnir eru, og væntanleg-
um stuðningi frá þeim öðrum óháðum þingmönn-
um, er kosnir hafa verið, og gefur það henni meiri
hluta í þinginu, og er það eini mögulegi vegurinn
til þess að meiri hluta þingstjórn geti átt sér stað,
eins og nú standa sakir, og mun það vera áform
Mackenzie Kings að fylgja þeirri stefnu.
Aftur segja aðrir, helzt afturhaldsblöðin, að
það sé bein skylda Mackenzie Kings að segja tafar-
laust af sér og láta þann floikkinn, sem flesta fékk
þingmennina kosna, taka við, án þess að hugsa
nokkuð um framtíðarstörf þings og þjóðar. j
Ef nú að King hallaðist *á þá sveifina, yrði
Arthur Meighen að sjálfsögðu kvaddur til þess að
mynda stjórn, og gæti hann auðvitað gjört það, og
setið í forsætisráðherra sessi sínum þar til að þing
kæmi saman, en svo heldur ekki lengur, því þá
hefði hann að mæta meiri hluta móstöðuflokki eða
flo'kkum í þinginu, og stjórnardagar hans því á
enda, ef hann reyndi til þess að hrinda í fram-
kvæmd nokkru af hátolla loforðum sínum, sem
hann yrði að gjöra, ef hann vildi reynast maður.
Eini vegurinn virðist því vera, að flokkar
þeir, sem saman geta unnið, og ráðið geta meiri
hluta þingsatkvæða, haldi áfram stjórninni, unz
gengið verður aftur til kosninga, sem líklega verð-
ur áður langt um líður, en það eru, eins og sagt
hefir verið, Mackenzie King og bændaf/iokkurinn.
Um kosningarnar* í heild sinni er ýmislegt að
segja. í fyrsta lagi það, að bændaflokkurinn og
stefna hans hefir fengið dóm sinn, að því er ríkis-
pólitík snertir. Af sextíu og níu þingmannaefn-
um, er um kosningarnar sóttu undir þeirra merkj-
um, náðu að eins tuttugu og tveir kosningu; og(
sýnir það ljóst, að þjóðin hefir litla meðlíðan
með bændaflókks pólitík.
í öðru lagi, að þá eru afturhalds þingmenn-
irnir sjö, sem náðu kosningu í Manitoba, kosnir
me^ minni hluta atkvæða, að undanteknum Arthur
Meighen í Portage la Prairie, og W. W. Kennedy í
suður mið kjördæminu j Winnipeg. Það er, þeirj
fengu færri atkvæði en þjngmanna efni liberalaj
og bænda, og liherala og verkamanna. Sem aftur
sýnir að kosnihgarnar, að því er Manitoba snertir,
hefðu að sjálfsögðu farið á alt annah veg, en þær
fóru, ef um tvö þingmannsefni hefði verið að ræða
I þessum kjördæmum í staðinn fyrir þrjú.
í þriðja lagi er faill níu ráðherra Mackenzie
King stjórnarínnar í Ontario, að honum sjáífum
meðtöldum, sem sýnir, að óvanalega mikil áherzla
hefir vew'ð lögð á það, af hátolla postulunum, að
koma King stjórninni fyrir k»ttarnef; enda hefir
Meighen og hátoPastefnan þar sitt sterksta fylgi,|
og hljóta það nú að vera meira en lítil vonbrigði
fyrir verksmiðiueigendurna þar, eftir alla þá hiífð-
arlausu sókn, sefn þar átti sér stað, að. þetta hátolla-
fargan skyldi fal’la við veginn og vera fótum troðið
eftir alt.
“The Adventure of Wrangel
Island.,?
Eftir Vilhjálm Stefánsson.
The MacMillan Co.. New York.
Bók þessi, sem Lögbergi hefir verið send til um-
sagnar, er mikið verk, 552 blaðsíður, með formálum
og fylgiskjölum, í stóru 'broti og ágætlega frá henni
gengið.
Bók þesm er rituð til þess að skýra fyrir almenn-
ingi afstöðu Mr. Stefánssonar og þeirra annara fé-
iaga, er þátt tóku í Wrangel förinni T921, og sem sök-
um ófarar sumra þeirra og missagna Harolds
Noice, sem fór að vitja manna þeirra, er til Wrangel
fóru. vakti umtal mikið og ómilda dóma um Vilhjálm
Stefánsson í sambandi við þátttöku hans í þe^rri
för.
Það er ekki ætlunarverk vort, að dæma um rétt
þeirra félaga til þess að leggja upp í ferð þessa, því
um hann getur enginn maður efast. Þeir vissu allir,
að hverju gat verið að ganga, gjörðu sig ánægðai með
það og voru fúsir hver í sínu lagi og allir í samein-
ingu, að taka afleiðingum af henni. Menn hafa og
heldur ekki rengt rétt þeirra til ferðarinnar, né held-
ur þann rétt manna, að legga lífið í sölurnar til þoss
að koma áformum sínum í framkvæmd eins og þessir
Wrangel eyju ferðamenn'gjörðu. Heldur vakti það
gremjuna meðal fólks alment, að því skildist, að Vil-
hjálmur hefði sent þessa menn til að nema eyjuna, en
setið sjálfur heima, og verið orsök í dauða þeirra.
í þessari bók leggur Vilhjálmur mál þetta vöflu-
laust og drengilega fram fyrir álla alþýðu. Hann
dregur auðsjáanlega ekki neitt undan, sem honum
sjálfum gæti verið mótfallið.
Mennirnir, Crawford, Galle, Maurer, Knight og
Vilhjálmur, skiftu með sér verkum, þegar ferðin er
ráðin. Þeir komu sér allir saman um, að þeir fjórir
fyrnefndu fari til Wrangel, og nemi eyjuna til handa
Canada, en Vilhjálmur, af því hann sé bezt til þess
fallinn, verði heima og beiti áhrifum sínum til þess
að fá stjórnina í Canada til að viðurkenna eign-
rétt á eynni og þá líka borga kostnað þann, sem af
ferðinni hlytist. Ef Viljálmi skyldi mishepnast þetta
í Canada, þá átti hann, samkvæmt sameignlegri ósk
þeirra allra, að fara til Englands, og reyna til þess
að fá stjórnina þar til þess að sinna málinu, því þeir
voru aPir sammála um, að Wrangel eyjan ætti
fyrst að vera eign Uanada, en ef það tækist ekki,
bá Breta.
Með þessa hugsun ganga allir að sínu verki,
Crawford, Galle, Maurer, Knight og Ada Blackjack,
Eskimóa kona, fara til Wrangel, en Vilhjálmur
snýr sér að sínu verki.
Stjórnin í Ottawa var hvorki hrá né soðin í
málinu, og skýtur dómsúrskurði á því að síðustu
til Breta. En á meðan dregst tíminn. Vilhjálmur
varð órólegur út af því, að vita ekki um félaga sína
á Wrangel eyjunni. Brýst í að senda skip, “Teddy
Bear” í ágúst 1922, og fékk til þess peninga í
Bandaríkjunum, auk þess sem hann sjálfur gat
lagt fram. En áður en skip það sigldi til eyjar-
innar, sem það náði þó aldrei tiil sökum ísa, veitti
Canada stjórnin honum $3,000 til ferðarinnar.
Vilhjálmur heldur stöðugt áfram tilraunum Sínum,
til þess að fá stjórnina í Canada til þess að taka
málið að sér og að sinna mönnum þeim, sem þar
væru og héldu eyjunni í nafni lands og þjóðar. En
eins og sagt er, gekk það seint, og þegar stjórnin
skaut máli því til Br»ta, fór Viljálmur til England*
og sótti málið þar af miklu kappi, og fékk suma af
ágætustu mðnnum þjóðarinnar í lið með sér.
En málið sóttist seint Iíka þar, svo að hann
gat ekki beðið eftir neinum endilegum úrslitum, en
braust aftur í að senda annað skip til Wrangel
sumarið 1923, og naut hann til þess styrks góðra
manna á Englandi, sem skutu saman um $10,000 til
farar þeirrar. Skipið Donaldson var sent. Komst
það til Eyjarinnar jg kom til baka til Nome 1.
september 1923, með þær fréttir, að Crawtörd,
Galle og Maurer hefðu druknað, Knight dáið úr
skyrbjúg, og Ada Blackjack ein væri á ilífi.
Allir mennirnir á eynni höfðu haldið dagbæk-
ur, en ibækur þeirra Crawford, Galle og Maurer
hefðu farst með þeim, er þeir reyndu að ná tíl
Nome í Alaska yftr ísinn um veturinp 1923.
En dagbók Nights, sem var fuillkomin, og frá-
sögnin í þessari bók er að miklu leyti bygð á, var
til og hana tók þessi Harold Noice, öem fyrir fðr-
inni stóð, og í stað þess að afhenda hana réttum
hlutaðeigendum, þá notar hann hana til þess að
gjöra sjálfan sig frægan. Ritar hverja greinina á
fætur annari í blöðin, sem gefa mjög svo skakka
hugmynd um för þessa og alt í sambandi við hana,
en heldur dagbókinni, sem var þau einu sannana-
gögn, sem til voru í málinu, og var svo búinn að
eyðileggja meira og minna af athugunum Nights í
dagbókinni, þegar hann að lokum lét hana lausa.
1 sambandi við þetta ritaði hann Vilhjálmi bréf, og
bað fyrirgefningar á framkomu sinni, og er það
bréf eitt af fylgiskjölum bókarinnar.
Auk þess, sem nú hefir verið bent á, er saga
Wrangel eyjarinnar sögð nákvæmlega í bókinni og
margt í sambandi við lofts- og landsUag eynnnar.
Þar eru um sextíu myndir af ýmsu tagi. 1 fáum
orðum, bókin er eins vel og myndarlega úr garði
gjörð, eins og frekast er hægt að hugða sér.
Það sem sérstaklega vekur eftirtekt manns,
þegar maður les bókina, er hve sanngjarnlega sá
er ritar, segir frá. Lesarinn finnur til þéss frá
byrjun, að þar er ekkert verið. að hylja, engin til-
raun gerð til þess að fegra málstað eins á kostn-
að annars — að á bak við orðin er heill og ærleg-
ur maður, sem segir hrent og hispurslaust frá þvi,
sem gerst hefir,, án þess á neinn hátt að hlífa
sjálfum sér við þeirri ábyrgð, sem á honum hvílir.
Og þegar maður hefir lokið við lesturinn og lætur
aftur bókina, þá gjörir Iesarinn það með þeirri til-
fipningu, að höfundurinn hafi gjört hreint fyrir
sínum dyrum.
Eitt er enn, sem ekki er hægt að ganga fram
hjá i sambandi við bók þessa, og það er frágangur
bókarinnar frá hendi höfundarins. Vér höfum áð-
ur sagt,. að bók þessi sé vel úr garði gjörð. Þar|
áttum vér aðallega við hinn ytri búning. En sá
innri er engu síðri. Höfundurinn segir vel frá,
svo að hvert atriði verður skýrt í huga lesandans.
Stíllinn er fastur, þróttmikill, og viðféldinn, mál7
ið sérstaklega yfirlætislaust, hreint og laðandi. '
Vilhjáimur hefir méð þessari bók reist sér
bókmentalegan minnisvarða, frekar en með þeim
iðrum bókum, er vér höfum séð eftir hann. Menn
ættu að kaupa og lesa bókina, hún er þess verð og
á það skilið.
• , | |
í sambandi við fé það, sem inn kann að kome
fyrir bókina, má minna á niðurílagsorð Vilhjálms í
formála bókarinnar: “Að því er peningalán snert-i
ir, þá *r eg nú þegar byrjaður að borga þau, og
vona að geta borgað það sem eftir er, á tveimur
eða þremur næstkomandi árum, því eg vil að síð-
ustu vera sá, sem peningabapið hvílir á. Þakklæti
mitt til þeirra, sem réttu hjálparhönd, v^rður ó-
gleymt, þegar þinn síðasti peningur er borgaður.”
Að lœra að vera maður.
Eftir Ella Wheeler Wilcox.
Það eru allar sortir af fólki í heiminum, og að
skifta því í tvent, þvj auðuga annars vegar, en
vinnufólkinu hins vegar er óskynsamt og óhugs-
andi. Þó maður sé auðugur, þá er engan veginn víst,
að hann sé miskunnarlaus, og þó maðurinn sé
verkamaður þáj er það ekki óyggjandi sönnun fyrir
því að hann sé ábyggilegur, hreinlyndur og heiðar-
legur.
Það er ekki hægt að dæma einn eða annan eftir
efnum þeim, sem hann ihefir, eða hefir ekki. Við
, verðum ávalt að dæma hann eftir framkomu hans
— eftir því sem hann sjálfur er.
Athugulir mannfræðingar verða að viðurkenna
að arfgeng auðlegð, er vanalegast þröskuldur í
yegi þroska þeirra, sem hana öðlast.
Það er naumast einn af þúsundi, sem auðurinn
er lagður upp í hendurnar á og upp er alinn undir
áhrifum hans, sem nær hinu æðsta þroskastigi, þar
sem mikill meiri hluti þeirra manna og kvenna, sem
hæsta þroskastgi hafa náð á öllum öldum, hafa
gjört það í gegnum erfiðléika og uppihaldslausa
baráttu.
Sá, sem auðugur er fæddur, og notar þann auð
til að útiloka sig frá öllum, nema þeim, sem fjár-
hagslega er eins ástatt fyrir og honum, skapar
sjálfum sér hið sama andlega ástand, og kínverska
konan sikapar fótum sínum, er hún treður þeim ofan
í skó, sem eru mikils til of litlir, til þess að varna
þeim frá að vaxa. Það er sama hvað mikið sá mað-
ur gefur tii líknar- og mentastofnana, hann er að
svelta sína eigin sál.
Að þekkja meðbræður sína og skilja þarfir
þeirra og erfiðleika og þátttaka í gleði þeirra og
sorg er eini lykillinn að andlegum auði.
Auðmenn þeir, sem Sökum auðsins hlaða garð
á milli sín og samtíðarmanna sinna eru aumkvun-
ar, en ekki öfundsverðijr, sökum þess óumflýjanlega
sálarráns, aem slíku ástandi fylgir.
Trúarbrögðin kenna mér að til sé andans rlki
og að þangað fari allir að þessu jarðneska lífi end-
uðu.
Ríki það er ekki eins ólíkt lífi voru hér á jörð-
inni eins og menn gerðu sér hugmynd um, eða
þeim var kent til forna, það er aðeins eitt híbýli í
húsi föður míns.
Auðæfin hafa engin, áhrif í ríki hans. Þáð
eina sem verðmæti hefir þar, er kærleikur, hlut-
tekning dómmildi, góðvild, þolinmæði, skilningur á
mannlegu eðli, þrá til óhlutdrægrar þjónustu og út-
sýnis og þroska, er þekking á grundvallaratriðum
náttúrulögmálsins veitir. Þetta eru atriðin, sem
verðmæt verða í andans ríki.
1 þessum heimi er það máské á valdi þínu að
njóta þæginda lífsins og þarft ekki annað en bjóða
þjóni þínum til þess að þau séu þér handhæg. í
andans heimkynnum verður þú sjálfur að sækja
um að fá að njóta þeirra þæginda, sem þar eru ía-
anleg og þú verður að gera þig ánægðan með stöðu
þá, er þú hefir sjálfur undir búið þar í þessu líli.
Auðæfin stoða þig ekkert, né veita þér aðgang að
nautnum þess lífs, því peningar þekkjast þar ekki
og fátæktin er heldur ekki vegabréf til þess lands,
nema að þú hafir notað auðinn vel og hlunnindi
þau, sem fátæktin veitir skynsamlega.
Þroski manns þess, sem guði er líkur er fjar-
skyldur báðum þessum flokkum. Ef þú ert ríkur
af auði þessa heims og hefir reist garð í kringum
sál þína, eða ef þú ert fátækur og hjarta þitt er fult
haturs til allrai þeirra, er auðinn hafa, þá ertu á
sömu brutinni til andlegs þroskaleysis. Eigin hugs-
anir mannsins skapa afdrif hans.. Persónulega
vorkenni eg meira þeim, sem erft hefir auð fjár og.
alinn er upp undir reglum og áhrifum anárúmslofts
þess, er hann skapar, heldur en þeim, sem fæddur
er af fátæku verkafólki og kringumstæðurnar
knýja til harðrar vinnu í lífinu — vorkenni þeim
eins og eg vorkenni dætrum aðalsmanna í Kína,
i sem verða sökum rótgróins vana, að ganga með
kirking í fótum í gegnum alt lífið.
Eg befi þekt auðugt fólk, sem í sannleika var
sendiboðar guðs á jörðu, og eg hefi líka þekt marga
auðuga menn og konur með kryppilaða andans út-
sjón, sökum kaldra krkjusiða, sem byggja ánægju
og velferðar von sína í sambandi við tilhugalíf og
hjónaband á peningum, fólk, sem er tízkunnar þræl-
ar, þekkingar og hluttekningarlaust, og verra en af-
skiftalaust \ hinum miklu sorgum og erfiðleikum
fjöldans, sem er fyrir utan þess eigin litla vesalings,
tízku-heima.
Trúandi því, eins og eg gjöri, að hugsanir
manna í þessu Iifi skapi stöðu vora, j heimkynni
því, er við tekur eftir að þessu ,lífi er lokið, og vit-
andi hversu fagur að guðs heimur er. Þá finst mér
að meðaumkun mín verði takmarkalaus með því
fólki, sem vanalega er öfundað og sem eyðir þroska
og þekkingar tækifærum sínum sem því standa til
boða, í síngirni, en hafna víðtækari þekkingu á sam-
tíðarfólki sínu.
Ifundruð af stulkum, sem í dag vinna baki
biotnu til þess að sjá fyrir öldruðum foreldrum, eða
ungum systkinum, éru á óendanlega hærra stigi en
margir af hinum svo nefndu aðalsmönnum heims-
ins, sókum þess að þær eru að þroska lyndiseinkan-
ir smar og karakter, sem er það eina í þessu lífi,
er verulegt gildi hefir í því komandi.
En vinnukona, eða vinnumaður, sem ber öfund
og hatur í hjarta til þeirra, sem ríkir eru, verðskulda
einskis manns virðingu, söficum þess aðeins að bau
vinna.
Ef þú vinnur aðeins sökum þess að þú ert
neyddur til þess, en hatar vinnu og hatar hvern
Þann sem rfkur er og lifir áhyggjuílausu lífi, láttu
þer þá ekki detta í hug að vinna þín finni náð
1 augum skaparans fremur en auður þess ríka þvi
hun gerir það ekki.
. .. Hvort heldur að þú ert fáfcækur eða jíkur, er
hú ''T be,7ar tÍJ IenÉrdar lætur' En hvað
þu sjalfur ert, í ihugsun. orði og athöfn er það sem
gildir um alla eilífð.
H-E-I-M-I-L-I-D
Oerið heimilin hlý og aðlaðandi með góðum Stormgluggum
og Stormhurðum.
HURDIR OIjUOOAR
2ft. 6in. x 6ft. 6in., glazed.... $6.00
2ft. 8in. x 6ft. 8in„ solid .... $5.25
2ft. 10in. X 6ft. 10in„ glazed $7.10
3ft. x 7ft. solid .... $6.35
Aðrar stærðir fái
TalsímiS A-6356 og blSJiS um •'City Orders”
The Empire Sash and Door Co. Ltd.
Allskonar VID U R til heimiUsþarfa
Skrifstofa: Bank of Hamilton Bldg. Phone Yard—Henry
Main and McDermot A-6356 and Argyle
12x20, 2 lt. $1.76 10x20, 4 lt. $2.33
12x28, 2 lt. $2.14 12x20, 4 lt. $2.47
16x24 2 lt. $2.10 12x24, 4 lt. $2.70
20x24, 2 lt. $2.40 14x24, 4 It. $3.22
24x24, 2 lt. $2.81 14x28, 4 lt. $367
með Uku verði.
KOL! KOL! KOL!
ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURIS
DRUMHELLER COKE HARD LUMP
Thos, Jackson & Sons
COAL—COKE—WOOD
370 Colony Street
Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64
PQCA STEAM SAUNDERS ALSKONAR
LUMP COAL CREEK VIDUR
Ungfrú Thorstína S,
Jackson.
og bók hennar.
Eigi ósjaldan gieta iblöðin okk-
ar þess, að einn eða annar íslend-
ingurinn í Vestureimi hafi í ein-
hverju skarað fram úr fjöldan-
um. Er það ýmist námsmaður,
sem vinnur verðlaun, íþróttamað-
ur, er setur nýtt met, taflmaður,
sem vinnur flestar taflskákirnar,
það ‘bæði af rækt við minningu
föður síns og vegna áskorana
margra gamalla frumbýlinga. —
Ungfrú Jackson er nákunnug
bygðinni, sem hún ritar um, og
hefir auk þess safnað heimildum
frá fyrstu bendi. Verður 'bók
hennar að öllu áreiðanleg og vel
úr garði gerð. Af efni bókarinn-
ar má telja: Kafla um landnám,
búnað, félagslíf, opinlber störf,
Norður-Dakota, íslendingar í
mentamálum, vísindum og listum,
útdráttur úr dagbókum, bréfum og
eða eitthvað því um líkt. Og í kirkjubókum frá landnámstíman-
hvert sinn, er við ihér heima les-
um þessar fréttir, lyftist á okkur
brúnin og við hugsum sem svo:
“Sko, þarna er einn landinn enn,
sem er þjóð okkar til sóma.” —
Þetta sýnir, að við eignum ofickur
enn þá Islendinga, sem fluzt hafa
vestur um haf, þá og afkomendur
þeirra.
Þetta er eðlilegt. Þaif 50 ár,
sem liðin eru síðan íslendingar
tóku að setjast að í Vesturheimi,
eru ekki langur tími í sögu okk-
ar, sem heima sitjum. En í æfi
þeirra, sem burtu fluttust, er hann
nógu langur til að mynda tvö
tímabil. Hið fyrra þeirra—land-
námsöldin — 'heyrir nú sögunni
til. Þeir menn, og þær konur, er
voru í fyrstu innflytjendahópun-
um, munu nú flest “komin undir
græna torfu”. Ný kynslóð er tek-
in við, og hún er ólík hinni fyrri.
Rætur fyrri kynslóðarinnar stóðu
1 gamla landinu, unga kynslóðin
á rætur sínar í því landi, er hún
er fædd í, fóstruð og fengið ment-
un sína í.
Það er óumflýjanlegt, að sam-
bandið milli lslendinga vestan
g austan hafsins losni. En þó
mun hvcrugt þjóðarbrotið óska
þess. Og bvorugu $r það hagur.
lEg lít svo á, að hágnaðurinn af
að halda því við 8ýði sé engu
minni okkar megin. En mér finst
að viðleitni í þá átt sé meiri vestra
en hér heima.
Nú um áramótjn er von á all-
stórri bók um íslendinga vestan
hafs. Bók þessi er “Saga íslend-
nnga í Norður-Da’kóta.” Höfund-
ur hennar er ungfrú Thórstína
S. Jackson, dóttir alkunns fræði-
manns þar vestra, |>orleifs Jóa-
kimssonar Jackson, er meðal ann-
ars samdi Landnámssögu Nýja Is-
lands. Ungfrú Jackson er fædd
og uppalin í Norður-Dakota, en
• stundaði háskólaám í Winnipeg
um og stutta þætti um nær 400
landnema, og eru margir þættirn-
ir ritaðir af landnémunum sjálf-
um. Formála ibókarinnar ritar Vil-
hjálmur Stefánsson. í bókinni
verða margar myndir, þar á með-
al mynd af fyrsta íslenska heim-
ilinu í Norður-Dakota, eftir mál-
verki Emile Walters.
Efalaust munu íslendingar hér
heima sækjast eftir að eignast
þessa bók. Þeir, sem enn eiga vini
eða spttingja þar vestra, fá eigi
annarsstaðar betri upplýsingar
um hvernig þeim hafi farsast í
nýja heimkynninu.
Eg hitti ungfrú Jackson í vor
sem leið. Meðal annars sagði hún
mér af bók sinni, sem hún þá var
að vinna að. Eg varð 'nærri hissa
á áræði Ihennar að gefa svo vand-
að og dýrt rit út á eigin kostnað.
En ungfrú Jacksop trúir því að
svo mikil íslensk 'ræktarsemi sé
enn til, beggja megin hafsins, að
bók hennar verði keypt. Eg skildi
fljótlega á hverju trú ungfrú
Jackson var ibygð. Hún var bygð
á hennar eigin ræktarsemi til
lands og þjóðar feðra hennar. Því
þótt ungfrú Jackson hafi aldrei
hingað komið, er hún íslensk í
anda og fylgist vel með í ýmsu
hér heima. Hún er til dæmis for-
maður félags Islendinga í New
York, og hefir við ýms tækifæri
komið fram opinberiega þar vestra
fyrir fslands hönd. Ungfrú Jack-
son stendur framarlega í hópi
þeirra íslendinga vestan hafs, sem
eru þjóð vorri til sóma.
Inga L. Lárusdóttir.
“Móðurást”, Listaverk^Ninu Sæ-
mundsen afhjúpað í Reykjavík.
Eins og menn muna, fékk ung-
frú Niná Sæmundsen listaverk
gitt “Móðurást” tekið á listasýn-
ingu í París og þótti Listvinafé-
__-■ , laginu í Reykjavík svo mikið til
rnAiaHnílH Manit^o * * Þ0ss koma, að það afreð að reyna
máladeild Manitoba háskóla me.ð
ágætri einkunn. Einnig hefir ung-
frú Jackson stundað nám við há-
skólann í París og notið kenslu
vel metinna kennara í Frakklandi
og Þýzkalandi. f þeim löndum
vann ungfrú Jackson líknarstörf
1919-1922. í París leiðbeindi hún
landflótta konum og ibörnum og
var þá í þjónustu kristilegs fé-
lags ungra kvenna, en í Þýzka-
landi starfaði hún fyrir stjórn
Bandaríkjanna. En síðan ungfrú
Jackson kom heim aftur, hefir
hún átt heima í New York. Ritar
hún allmikið í blöð og tímarit, og
leita amerísk blöð mjög til henn-
ar, er þau vilja fá greinar um ís
land og íslendinga.. í hinu merka 1£‘",liU"rd0“err" iy“r . rwi,a'
ameríska tímaritl “Jornal of S*.atj0rnar,.nnar hond- voru
cial Forces”, komu í vor tvæVfþar f,e11r! *®fr’ ~ *r»bhfi
langar greinar eftir hana, um ís- ta,aðl fyr)r hond Tfvinafélags-
lendinga og íslenzku 'bygðina ™ °Lshyr 1 fra
að fá eirmynd af listaverkinu.
Sótti það um styrk til þingsins til
þess að kaupa þá mynd, — helm-
íng kostnaðar — og veitti þingið
á fjárlögum fyrir 1926 einn fjórða
kostnaðar, og mun að sjálfsögðu
leggja fram fennan fjórða hluta á
næstu fjárlögum. En helming
kostnaðar verður Listvinafélag ð
að leggja fram, og vantar enn’ (í
júlí seint) miki ðá, að það hafi
yfir svo miklu fé að ráða. En
myndin ier komin og var afhjúpuð
í húsi félagsins í gær. Var lista-
konán sjálf viðstödd þar, og enn
fremur þeir Jón Magnússon for-
sætisráðherra og Jón Þorláksson
fjármálaráðherra fyrir ríficis-
vestra.
Nú um nokkur ár hefir ungfrú
Jackson safnað drögum að sögu
íslendinga í Norður Dakota. Hafði
faðir hennar byrjað á því verki,
en vanst ekki aldur til. Tekur
dóttirin nú við því og gerir hún ferð.—Dbl.
að myndin er hingað komin. Að
lokum þakkaði hann- listakonunni
fyrir unnið starf heánar og óskar
henni gæfu og gengis í framtíð-
inni. — Ungfrú Nina Sæmundsen
hefir dvalið erlendis ^íðustu eex
árin, en kom nú heim snöggva
v