Lögberg - 05.11.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.11.1925, Blaðsíða 6
a j. i LÖGBERG FIMTCJDAGINN, 5. NÓVEMBER 1925. PEG. Eftir J. Hartíey Manners. Já — stundum,” sagði Jerry með varkárni. ‘Faðir minn er mikilhæfur ræðugarpur, mikil- hæfur! Eg hefi séð ihaftn vekja fjör hjá tveim til þrem hundruð manneskjum, sem alls ekki vissu að þær höfðu ástæðu til að verá óánægðar, vesling- arnir — og þær voru syo vanar við að farið væri illa með þær og breytt ranglega við, að þær téku því eins og það ætti að vera' þannig — en þegar faðir minn var búinn að tala við þær í fimm mín- útur, hefði enginn þekt þær fyrir að vera sömu manneskjurnar. Þær æptu samróma, og litu þannig út, eins og morð og eldsibrum væri það eina sem þær vildu. Itær»vildu endurbæta eitthvað — þær vissu ekki beinMqís hvað — en þær vildu gera það, þó það yrði að kosta líf þeirra. Faðir ^ninn gat fengið þær til hvers sem vera -skyldi. Hann hafði undar- legt vald yfir þeim, alveg eins og þær væru dá- leiddar. Hann þurfti ekki annað en líta á þá í- stöðalitlu, þá fengu þeir viljakjark, og ef hann ^néri sér að þeim kjarkgóðu, voru þeir tiltoúnir að ganga beint á faðm dauðans fyrir orð hans. Hann er fæddur til að vera foringi, það er hann sannar- lega — fæddur foringi.” Hún var nú á. sinni réttu hillu, og hún hefði haldið áfram að tala þannig, á meðan ungi maður- inn hefði viljað.hlusta á hana. — “Enska stjórnin er fremur hrædd við paþ!ba minn, skal eg segja yður. HMn lét han»-eitt sinn :í fangelsi — áður en eg fæddist — hún var svo hrædd við hann, að hún lét hann í fangelsi. Eg vildi að yður gæfist tækifæri á að sjá hann,” sagði 'hún. * “Já, eg vildi að eg æt^ kost á því. Þér hafið vakið hjá mér sterkan áhuga — Það hlýtur að vera mikilhæfur maður,” sagði Jerry. * ' T' “Já, það er einmítt það, sem hann er,” sagði Peg hlýlega. “Og fallegur maður líka. Hann er hár, beinvaxinn, með guljafpt hár, sem farið er að grána, ■ augun ljósgrá og röddin sterk og áhrifa- mikil. Allir segja að segulafl búi *í honum, og að það sé "þessvegna að hann sé svo hættulegur. Hann er jafn kjarkmikill og ljón; hann er ekki hræddur við neinn. Hann segir fólkinu alt blátt áfram og hiklaust, og skeytir ekkert um hvort það er rétt eða ekki, ef það styður málefnið. — Líkar yður að heyra talað um föður minn?” spurði hún skyndilega. ferry flýtti sér að segja, að hann hefði óvið- jafnanlega skemtun af því. “Þá skal eg segja yður meira. Þegar eg var lítil, ferðaðist eg um alt írland í litlum vagni með föður rnínurn. Og lögreglan og löggæsluriddararn- ir voru alt af á eftir okkur. Þeir voru nefnilega hræddir við föður minn, skal eg segja yður. Það voru skemtilegir t'mar. Fyrst var þaibbi vanur að flytja ræðurnar fyrir mér, svo heyrði eg þær aftur á fundunum. Eg lærði þær að síðustu utanbókar, og eg held eg kunnf hér um bil hálft. hundrað. Ef * eg finn yður nokkru sinni aftuiyskal eg láta yður heyra eitthvað af þeim. Mundi yður vera ánægja að því 2” “Já, mjög mikil,” sagði Jerry. “Ef eg held áfram að vera hér, þá ættuð þér að koma aftur einhvern daginn, og þá skuluð þér fá að heyra þær, en að hlusta á mig er alt annað en að hlusta á fðður minn. Menn verða að sjá elding- arnar í augum hans og heyra grátklökka hreiminn í röddjnni hans, þegar hann tálar um föðurland sitt, svo að áhrifin verði fullKomin. En eg skal endur- taka ræðurnar eins vel og eg get. — Þér eruð má- ^ké enskur?” spurði4 hún -skyndilega. “Já, það er eg,” svaraði Jerry. Honum lá við að fara að afsaka sig,fyrir það, að hann var enskur. < “Nú — þér getið ekki gert við því. Allar manneskjur geta ekki verið fr'skar.” “Það gleður mig að heyra hve sanngjarnar þér eruð,” sagði Jerry.« * “Þekkið þér írland vel?” spurði Peg ennfrem- ur. “Eg verð því ver að segja \ — nei,” svaraði Jerry. “Þá ættuð þér að reyna að kynnast því,” sagði Peg. “Það vil eg líka reyna,” sagði hann. “írland er guðs útvalda land. Og hann hlýtur að hafa grátið mörgum tárum yfir því, hve illa England breytti við það: En hann er mjög þolin/ móður við Englendingaha; það Wkur þá svo langan tíma að skilja ihveriiig ásigkomulag ýmsra hluta er. En einhvern daginn fá þeir hegningu sína, og það verða írarnir, sem hann lætur framkvæma hana —” . Ósjálfrátt varð henni‘‘aftur á að tala eins og faðir hennar, með því að hækka rómipn þegar entf- inn nálgaðist. Hún leit á Jerry með blóðrautt and- lit af eldmóði. “Þetta var partur af annari ræðu‘ föður m:ns. Tókuð þér eftir hvernig enflinn'var? “Og þa,ð verða írarnir, sem hann lætur framkvæma hana” hegn- ingupa. — Faðir Aiinn segir mörg mikilhæ^ orð með viðeigandi áherslu, skal eg segja yður." Hún stóð ofurlitla stund* mjög viðkvæm og klappaði höndum saman. , “Eg sakna hans svo ósegjanlega mikið,” sagði hún. * t Svo hljcjp hún upp stig^nn, um leið og hún kallaði til Jerry yfir öxl'sína: * , “Eg fer aftur af stað til hans á þessu augna- bliki.” ' "v ' sN vf . Svo fhljóp hún eins hart* og hún gat. /erry fór á eftir henni og bað; “Bíðið þér dálítið! Góða, bíðið dálítið ennþá!” Hún stóð kyr á efstu riminni og leit niðör fil hans. | “Reýnið þér fyœ^ áð vera kyr einn mánuð' — aðeins einn mánuðr’ sagði hann með bænarróm. Það er svo lítlll hluti af 1 fi yðar, og það getur ekkí valdið föður yðar óþæginda. $egið já, að þér skuluð gera það.” m'» *» ' Hann talaði svo alvarleg^, og sýndist vera svo hreinskilnislega hnugginn ýíir þessu áformi .henn- ar, að fara strax, að hún gekk aftur ofan fáein þrep oj| spUrði undrandi: “Hversvegna viljið þér fá mig til að vera kyrra?” / “Af því — af því að eg var talsvbyt vinveittur - yðar framliðna móðurbróður.’ Og það var nans Jy síðasta ósk, að gera eittvað fyrir yður. Viljið þér nú vera kyrrar — aðeins einn mánuð?” Hún barðist nú við hina sterku Iöngun sína, að fara búrt frá öllu þessu ókunna og óviðfeldna. Svo leit hún á Jerry og með tilfinningu, sem líktist gleði, skildi hún, að honum var sannarlega ár.ð- nndi og full alvara með það, að ihún yrði kyr. Hún varð að viðurkenna það með sjálfri sér, að henni geðjaðist vel að hon*im. Hanij l4it út fyrir að vera hreinskilinn, og þó hann færi enskur, lét hann í ljósi mikimi áhuga og aðdáun á föður hennar, og háfði lofað að kynna sér alt viðvíkjandi Irlandi — það mælti afarvel með honum — jafnframt því, að hann gat hlegið. Ef að hún færi, liti það út fyrir að hún væri iheigull. Faðir hennar mundi skamm- ast sín' fyrir hana; og hin drambsama fjölskylda hennar, mundi hlæja að ihenni. Þegar hún hugsaði um það, að Alaric mundi hlæja að henni, blóðroðn- aði hún af gremju. Hún tók strax áform sitt Húii 'íetlaði að vera kyr. Hún snéri sér að Jerry og sagði: “Jæja, látum svo vera. Eg skal véra kyr einn mánuð, en ekki lengur.” “Nema því aðeihs að þér viljið það sjálfar.” ^ “Það er óhugsandj að eg vilji það — það megið þér reiða yður á. Einn mánuður verður helst til of langur fyrir mig í þessu Ihúsf.” “Mér þykir vænt nm það,” sagði Jerry. “Að t'minn verður of langur fyrir mig?" "Nei, nei — að þér verðið hér.’ “Jæja i—,það er að minsta kosti huggun — að það er þó ein manneskja, sem þykir vænt um að eg er kyr.” j x “Viljið þér þá eiga mig Jfyrir vin?” Hann gekk fast að henni. Hún snéri sér hvatlega frá honum. 1 i Henni l'íkaði lekki að hafa þann mann á hælum sér, sem hún hafði nýlega kynst. “Við getum talað um það seinna,” sagði hún og gekk að glugganum. “Er það þá svo erfitt að segja já?” spurði Jerry með ibiðjandi róm og nálgaðist hana aftur. “Eg veit ekki hvort það er erfitt eða auðvelt, fyr en eg reyni það.” “Reynið þér það þá.” Hún snéri sér skjótlega að honum. “Aldrei befir noikkur maður gert slíka tilraun til að fá mig til að vera vin sinn. Eg skil alls ekki við hvað þér eigið.” “Það ef að eins blátt áfram,” sagði Jerry og rétti hendi sína að benni. “Hvað gott á að leiða af þessu?” spurði hún grunsöm. “Það er til að staðfesta vináttu okkar.” “Eg hefi aldrei á æfi nynni fundið yðar líka.” “Verið þér nú góðar —• Peg.” “Mér finst það adls ekki, nauðsynlegt.” Hún leit í áugu hans; án þess að vita með vissu hversvegna hún rétti honum hendi sína. , Hann þrýstit hendi hennar. “Við erum þá vinir, Peg?” “Ekki enqþá,” svaraði hún hálf þrjóskulega og hálf kvíðandi. “En eg skal veðja, að við verðum það.” < “Það er ekki vert; þér máské tapið.” , “Eg skal veðja lífi mínu.” “Þér virðið það þá ekki mikils.” “Meira en nokkru sinni áður. Og eg óska að yður líði vel hjá okkur.” Nú var dyrum skelt aftur. Peg bejrrði greini- lega rödd frú Chichester og Alarics.. Hún varð alÞí einu daúðhrædd og tók sprettinn upp stigann. Við stigagatið.snéri hún sér við og kallaði: “Segið ekki frá því, að þér hafið fundið mig.” “Nei, eg skal ekki gera það,” svaraði ungi mað- urinn undrandi. En um leið og Peg ætlaði að halda áfram, kom Ethel í ljós við stigagatið, og af megnri hræðslu gekk Peg aftur á bak ofan stigann á undan frænku sinni. Á sama augnabliki kom frú Chichester og Alaric inn um dyrnar. Þau^ heilsuðu Jerry mjög^glaðlega öll saman. Eínkum var frú Chichester sérlega vingjarn- leg við hann. “Það var leiðinlegt að við vorum farin út. Þér verðið eftdilega að ne/ta hádegisverðar hjá okkur.” “Þökk fyrir, það hafði eg ætlað mér,” sagði Jerry mjög alúðlega. / Hann tók handlegg Alarics og dró ^haftn að glugganum. | j |j jjWfl “En, Alaric — hún frænka þ;n er töfrandi,” sagði hann fremur ákafur. , \ ‘ ‘Hvað þá?” samaði Alaric, alveg ihissa. “Hefir þú fundið hana?” “Já, eg hefi fundið hana og okkur hefir liðið ágætlega. Eg vona að eg fái oft að finna hana á meðan hún er hér.” “Þú ert að spauga,” sagði Alaric. Nei, alls ekki. Hún hefir þessa fjörugu efeli- legu framkomu, sem eg met meira, en alt apnað. Hún hífir nú þegar fengið mig til að aðhyllast sjálf- stjórn íranna.” Hádegisverðarbjallan ómaði nú í fjarlægð. Alaric ihraðaði sér að dyrunum. “Flýtið ykkur, ölJ saman! Hádegisverður til- búinn.” “Hamingjunni sé lof!” sagði Jerry. “Eg er mjög svangur.” , “J Peg kom róleg fram úr skýlinu bak við stig- ann, þar sem hún hafði falið sig. Hún gekk beina leið til Jerry, brosti til hans og sagði með gletnis- glampa j augum sínum: “Eg er líka mjög svöng. Eg hefi ekki smakk- að mat síðan kl. »ex í morgun.” “Má eg vera svo djarfur?” sagði Jerry og bauð henni handlegg sinn. En frú Chichester kom nú strax til sögunnar. "Frænka m n er. þreytt eftir ferðina. t I^ún neytir matar í sínu herbergi.” “Þö'kk fjmir, eg er ekki hið minsta þreytt,” sagði Peg, nokkuðráköf. “Og eg vil heldur neyta matar niðri, ásamt hr. Jerry.” • Fjölskyldan stóð málflaus. Ethel leit afar gremjulega á Peg. Frú Cðichester slamaði: “Hvað þá?” og Alaric hafði ekki annað að segja en: “Nú —eg verð að segjá það!” ^ “Þér skuluð líka neyta matar niðri, ásamt hr. Jerry,” sagði hinn nýi vinur Pegs. Hann tók handlegg hennar og snéri sér að frú Chicfcester' ' “Með yðar Ieyfi, förum við tvö á undan. Kom- ið þúr, Peg!’r ^ Svo leiddi hann hana að dyrunum og opnaði i þær. * Peg leit á hana með sama gletnisglampann í augunum. “Þökk fyrir. Eg fer að halda að þér vinnið veðmálið. Það er víst engin hætta með líf yðar, og eg verð.afe segja, að þér hafið frelsað mitt ” Hún studdi hendinni á magann. “Eg er svo svöng, að eg hefi garnagaul.” Þessir nýju vinir hlóu bæði glaðlega, og flýttu sér inn í iborðsalinn. Chichester fjölskyldan leit vanc^ræðalega á \ eftir þeim. “Fyrir neðan alt velsæmi,’ sagði Ethel. “Óþolandi,” sagði Alaric. “Það verður undir eins að fafa að siða hana,” sagði frú Chichester. ”Hún má ekki vera einsómul eina sekúndu. Komið þið, svo hún fái ekki tíma til að valda okkur meiri skammar!” 7. KAPÍTULI. Fyrsti mánuðurinn. « Þeim dögum, sem á eftir þessum degi komu, gleymdi Peg aldrei. Eðli hennar var í Iwíldar- lausri uppreist. Art, sem hún hafði Jaert á æfi sinni varð hún að læra aftur. Alf, sem htín sagði og alt, sem ihún gerði, var rangt. Löng röð af kennurum voru fengnir, til að búa hana undir þá stöðu, sem erfðaskná móðurbróður hennar Ibauð henni. En þeir urSu þar ekki lengi. Annaðhivort var hún ekki fær um að tileinka sér nokkura menning eða óvild hennar og þrjóska gerði hana ómóttækilega fyrir öllum áhrifum. Hinar einu glöðu stundir í tilveru ihennar nú, vóru, þegar Jerry kom þangað. Ef þau gátu umflú- ið árvökril~augun hennar frú Chichester, þá skemtu þau*sér eins og íbörn. Hann gerði hana alt af undr- andi — og Ihún oþinberaði honum alt af sína mest aðlaðandi hæfileika. Þau urðu alúðarvinir. í byrjuninni kvartaði hún sáran yfir meðferS ættingja sinna á sér, í bréfunum til föður síns. Þau vortj svo- þrungin af reiðiorðum, að ef henni líði verulega illa, þá væri best að hún kæmi heim til sín aftur með fyrstu gufuskipsferð. En það gerði hún ekki. Smátt og smátt minkaði reiðin í Ibréfunum, og undir mánaðarlokin var ihún því sem næst horfin. Faðir hennar hugsaSi mi^íð um hver orsökin gæti verið. Og nú var aðeins einn dagur eftir af þeim mánuði, sem Peg hafði lbfað Jerry að vera kyr. Hann Ihafði alt af reynt að fá hana til að læra eitthvað. __ Hann spurði hana óteljandi sparninga, áminti hana, og reyndi á allan hátt að vekja athygli bennar. Einn daginn gaf hann henni stóra, fallega innbundna bók, bað hana að lesa hana o§ sagðist svo ætla að hlýða Ihenni yfir innihaldið, þegar hún værj búin að lesa. Það var: “Love iStories of the World,” og þessi bók varð kjörgripur Pegs. Hún faldi hann fyrir öllum og bjó til umibúðir um hánn úr klæði, svo að þessi skrautlega bundna Ibók, skyldi ekki vekja at- hýgli annara. Hún las hana alstaðar, ,í herbergi sínu á nóttunni og á daginn úti í skógi og á ber- svæði. En mest las ihún í henni á kvöldin í dagstof- unni. Hún víggirti sig þá algerlega með bókum — stóru landabréfasafni, landafræði, Englandssögu, reikningslbók — og í miðjunni lagði hún dýrgripinn- sinn og fór að lesa í ihonum, þangað til einhver truflaði hana. Þá faldi hún hann fljótlega undir hinum bókunum, og lét sem hún væri að noma. Bók þessi var regluleg opjnberun fyrir-iiana. Drambsamir konungar og drotningar. Wagnerskar hetjur og kvenhetjur. iShakespearskar persónur og óteljandi aðrar kou ? ljós frammi fyrir ihenni, og ágfu hugsjónum hennar næringu. I fyrsta skifti drakk hún úr uppsprettulind Jistarinnar og skáld- skaparins, og lífið varð öðruvísi útlits fyri/hugar- sjón hennar. ^ , Uppreistarandi huga hennar mýktist, sökum hinna nývökvuðu hugsjóna, og að öðru leyti styrkti .þaó sjálfsvirðingu hennar gagnvart hinum sífeldu auðmýkingum, sem Chichester .fjölSkyldan olli henni. . Frú Chicíhester var su, sem mesta athygli veitti henni, og Alaric var sá næsti. Hún var ekki bein- línis mótfallin þessum litla manni, en hin fyrsta ímyndun hennar, að hann vildi skemta henni, hvarf strax. Hann jók Jeiðindi hennar þvert á móti, af því að henni fanst hann svo ómerkilegur. Hún var næstum ald^ei hjá Ethel, og kæmi það fjTir einstöku' sinnum, töluðu þær aldrei eitt orð saman. Christian Brent kom að jafnaði í húsið og með- an Peg aðeins fyrirleit Chichester fjölskylduna, fann hún til reglulegs viðbjóðs gagnvart Brent. Hún reyndi' heldur ekki að dylja tilfinningar sínar fyrir honum, þó að hann að sínu leyti léti • aðdáun sína á henni opjnberlega í Ijós. < Peg beið aðeins eftir góðu tækifsari til að kynnast hinu sanna eðli Brents, og þaf5 tækifæri kom þenna síðasta dag reynslumánaðarins. Peg lá á grúfu á legubekk — sem hún kunni yfirtburðavel við — og las í uppahaldsbókinni sinni, þegar hún fann til þess að einhver var að veita henni eftirtekt. Hön þaut á fætur lafhrædd og faldi bókina af eðlisleiðslu fyrir aftan bakið. Hún sá að Brent var að glápa á sig með þeim svip, sem gerði hana afaræsta. Hann ibrosti sleikjulega. "Hverskonar töfrandi ibók er þetta?” spurði hann. • ; * ;. Peg leit á hann með eldingar í augum sínum og, hjarta hennar sló afarhart. “Verið þér ekki reiðar, góða,” sagði hani, og leit til *hennar biðjandi augum. “Hvað er þetta? Er það forboðin bók?” t Hann greip eftir bókinni. .. ‘ , ‘“Leifið mér Uð sjá Ihana!” “Peg hljóp þvers yfir gólfiiþ lyfti upp horninu á gólfdúknum og smokkaði bókinni undir hann, tók sér svo stöðu yfir henni til að verjast. IBrent hljóp á eftr henni. Veiðimannséðlið var vaknað hjá honum. “Nú gerð þér mig sannarlega forvitinn,” sagði h'ann. I ‘ Hann færði sig nær í þvá skyni að ná bókinni. ' Peg krepti báðar hendurnar afarreið og and- aði hratt. Hún var við því ibúin að vernda leyndar- mál sitt» bvað. sem það kostaði. “Eg elska gfeðspekt,” sagði ferent. Hann leit á sikrautlega kjólinn hennar, fallega harbunaðinn og eina blómið, sem hún bar í beltinu. “En sú aðdáanlega umbreyting á einum einasfc mánuði," sagði hanþ ísmeygilega. ‘>Þér munduð nú ekki eiga á hættu að vera sendar fram í eldhús- ‘ / - / ið. Vitið þér, að þér hafið gert yður að töfrandi, ungri hefðarmey? Þér eruð indælar, þegar þér eruð reiðar. Og þér eruð þá rélðar við mig. Mér þykir leitt að eg hefi móðgað yður. Við skulum kyssast og vera vinir.” Hann ætlaði aðtaka hana í faðm sinn, en Peg gaf honum vænan löðrung svo skellurinn heyrðist glögt. 1 Han æpti af tilken^ng og reiði, og ætlaði að grípa um úlnlið hennar, en í sama bili voru dyrnar opnaðar og inn kom Etihel. Peg leit reiðiþrungnum augurn bæði á hana og Brent, og þaut svo út um garðsdyrnar. Brent áttaði sig undir eins og gekk á móti Ethel með framréttar hendur. “Elskan mín!” hvíslaði hann. Ethel lejt kuldalega til hans, gaf engan gaum að höndum hans og spurði: “Hwersvegna hljóp hún iburt?” Brent brosti mikillætislega. , ^ “Það atvikaðist svo, að eg komst að einu af Ieyndarmálum hennar, og svo varð hún óð af reiði. Sáuð þér að hún barði mig?” “Leyndarmálum?” var það eina, sem Ethel 'svaraði. “Já, sko hérna.” Hann gekk þangað sem Peg faldi bókina, ljrfti upp gólfdúknum, greip ibókina og hélt henni hátt á lofti sigri hrósandi. “Love Stories of the World.” “Til Peg frá Jerry,” las hann. “ó, hó! Frá Jerry. Engin furða, þó hún vildi ekki lofa mér að sjá hana.” v Hann lagði bókina aftur undir dúkinn og nálg- aðist Ethel. “Jerry! Þar er þá leyndarmálið. Sú litla er nú þegar 'byrjuð að dekra.” “Hversvegna eltuð þér hana ekki?” sagði Ethel og ihorfði fast á ihann. Svipurinn í augum hennár skelkaði hann. Hann stóð kyr lafhræddur og ihrópaði: “Ethel!” “Hún er ný, og —” “Eg fullvissa yður —” greip hann fram í fyrir henni. “Það er alveg óþarft,” sagði hún. “En Ethel!” “Þér hafið máské orðið ihrifin aftur?” sagði hún ertandi. “Getið þér eitt augnablik haldið, að —” “Já, eg get,” svaraði Etihel með áherslu. Þegar Brent að árangurslausu var búinn að brjjóta heilann um það, að finna einhverja afsökun, sagði hann bjargþróta: , , “Eg — eg 4-, veit sannarlega ekki hvað eg á að segja.” '“Þá ættuð þér helst að þegja.” “j>ér — þér eruð þó líklega ekki afbrýðisamar •—^ið ibarn?” “Nei — það er ekki ábrýði, sem eg finn til,” sagði Ethel seinlega. “Hvað er það þá?” spurði hann ákaíur. Hún leit fyrirlitlega til hans: “Fyrirlitning!” sagði hún. “Nú skil eg að eld- húsið er st-undum keppinautur salanna. — Löngun- in til umbreytingar.” / Hann snéri sér frá henni, stórmóðgaður. “Þér ættuð að álíta yður af góða til ^líkra hugsana,” sagði hann. “En ekki þér?” svaraði hún. Ethel!” hrópaði hann utan við sig. “Ef þetta verður endurtekið, þá verð eg neydd *til að segja skilið við yður.” Brent gekk yfir í gluggakrékinn, þar ,sem hann nafði lagt bifreiðarfrakkann sinn og húfuna, og tkó þau upp. - “Ohris! Komið hingað,” sagði Ethel. Hann snéri sér við. “Við slfulum nú láta þetta eiga sig. Eg hefi máské vferið of orðhvöss við yður.” Hún rétti ihonym ihendina, og hgnn laut niður og kysti hana. • I, é “Eg hefi orðið fyrir svo mikilli taugaáreynslu þennan síðasta mánuð,” sagði Ethél. ' “Látið hvolp inn til keltuhunda, þá mönu þeir annaðhvort tæta hann í sundur eða kveljast af reiði. Og það er það, sem eg hefi gert.” Brent settist við hlið hennar og sagði í bííðum róm: “Eg hefi þá komið á réttri stund?” “Eins og-eg,” svaraði Ethel. Hún brosti ilskulega, og ibenti á dyrnar, sem Peg hafði flúið út um. Brent stökk á fætur móggaður. “Svei,” sagði hann/'Þér megið ^kki tala þann- ig.” ■ , ; “Jæja,” sagði Ethel róleg. “Eg skal ekki gera það.” ' w Brent stóð niðurlútur fyrir framan hana, pg leit út sem örVilnaður maður. “Verið þér þá ekki hryggur lengur/’ sagði Ethel eftir litla stund. “Fyrir mánuði síðan hefði eg ekki hagað mér þannig — en nú er það á ahnan hátt. Það hefir verið svo voðalega leiðinlegt hér.” “Skelfilegur mánuður fyrir. mig líka,” sagði Brent ákafur. “En eg fer frá öllu á morgun,” bætti hann við. “Ætlið þér,að gera það?” spurði hún róleg. “Og hvert?” “Til Petrograd — Mosfava — Síberíu.” “Ó — til þessara iköldu staða?” Hún þagði dálitla stund og spurði svo: “Farið þér einsamall?” Hann féll á kné við hlið hennar á legubeicknum, og.hvíslaði í eyra hennar: , “Ef eg fæ enga — fylgd.” “Já, auðvitaS,” sagði Ethel jafn róleg. • “Viljjð —r þér?” sagði hann og beið svarsins, án þess að draga andamif _Hún hugsaði sig um eitt augnablik, leit á hann og sagði róleg: “Chris, eg viídi að eg hefði verið hér inni, þegar þér komuð, í stað ungans.” “Nei, þetta er óþolandi,” hrópaði hann. Et'hel^sagði stillilega: “Er það? Þetta ef má- ské ,eins og viðbúð konu yðar —er það ekki?” r Hann kom aftur til hennar. “Nei, Eg met yður miklu meira en hana — Þér búið ekki yfir nelnum lítilmótlegum grun og þröngsýnum aðfinslum. Þér eruð kvenmaður, sem eigið skilning.” “Já, það er eg,’\sagði hún. “En, eftir því að dæma, sem þér hafið sagt mér um konu yðar, þá á hún hann líka.”- ‘ Hversvegna breytið þér þannig við mig, Ethel?” sagði hann sorgmæddur. I i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.