Lögberg - 24.12.1925, Side 3

Lögberg - 24.12.1925, Side 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 24. DESEMiBER 1925. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga %ag«gi!g5s;iKigi^»Mi)g^^ Litla lambið. Oft og mörgura sinnum höðum við Hanni litli bróðir minn, beðið hana mommu að lofa okkur upp á fjall. x Við áttum heima á Möðruvöllum í HöBgárdal, rétt'við fjallsræturnar. En aldrei höfðum við kom- ið hærra en upp í miðjar hlíðar, og þó langaði okk- ur svo ákaflega mikið til að sjá, hvernig væri um að litast þar uppi. . En loksins kom að'því, að okkur var leyft að fara einn góðan veðurdag í sólskini og sumarblíðu. Þó vildi mamma ekki láta okkur fara eina. Hún sagði að við værujn svo litlir. Bogga systir, sem var eldri en við, átti að fara með okkur. Við Manni þóttumst háfa himin höndum tekið. Við hlupum samstundis til hinna barnanna á bæn- um og sögðum þeim frá þessu. Og þá bættist enn þá fleira í'hópinn. Einn dreng- ur og tvær telpur'fengu leyfi til að fara með okkur. Drengurinn hét Árni, og við vorum mestu mátar. Önnur telpan var frá Kaupmannahöfn og hét Dag- már. En hitt var hún Elín litla, snúningatelpan hjá okkur. Við vorum þá orðin sex saman, þrír drengir og þrjár telpur.. Kvik á fæti og létt í lund lögðum við svo af stað upp græn'ar hlíðarnar fyrir vestan bæinn. Hátt 'og tignarlegt gnæfði fjallið fyrir ofan okkur, og efstu tindarnir hurfu mjallhvítir inn í skýjamóð- N una. S Þegar við höfðum gengið svo sem klukkustund upp eftir hlíðunum, vorum við komin svo hátt, að við, sem yngst vorum, höfðum aldrei komið jafn- hátt áður. Aldrei hafði eg farið svona langt að heiman, og aldrei hafði eg séð önnur eins blóm og þau, sem hér uxu. Að minsta kosti fanst mér það vera svo. Mér fanst alt svo annarlegt hér, svo nýtt og undursamlegt.' Eg fann ofurlítið, himinblátt fjallablóm — eg man eftir því eins\og það hefði verið í gær. — Og þetta blóm þótti mér svo fallegt, að eg krapp á kné - til þess að skoða það betur. Gras og silkimjúkur mosi var alt í kringum það, en stöngullinn stóð upp úr grasinu, og blómið , aggaði til og frá, eins og það væri að heilsa mér. Þetta var aðdáanlega fallegt blóm. Eg þorði ekki að snerta það, svo veikt var það og viðkvæmt, en þó svo yndislegt’. Það glitraði eins og gimsteinn. “En hvað alt er ljómandi fellegt hér,” kallaði eg upp. I Eg gat ekki haft augún af þessu undrablómi. En þá kallaði Bogga systir mín og vakti mig af þessari leiðslu.' Við urðum að halda áfram lengra upp í fjallið. Eftir stundarkorn kom aftur annað fyrir, sem heillaði hug okkar. Árni litli hafði hlaupið spottakorn á undan, en . nú staðnæmdist hann og kallaði hástöfum: / “Nonni, Mayni, Bogga! Komið þið. Lítið þið 1 á!” Við tókum öll til fótanna, og hvað haldið þið að við höfum séð? Ofurlítið mjallahvítt lamb stóð í. grasinu fyrir framan hann. 1 Það var svo skelfing lítið og snoturt og leit út fyrir að vera nýfætt. Það var víst ekki meira en í mesta lagi tveggja nátta. Og svo var það svo spakt. Það kom til okkar alveg óhrætt og horfði á okkur, eins og við værum gamlir kunningjar og leiksystkini. Við lögðumst á hnén í kringum það og skoð- uðum það í krók og kring og dáðumst að því. Allir vildu komast sem næst því. Og litla lambið, sem enn var svona ungt og ó- sjálfbjarga, það lét sé vel lynda, að við bðrnín umkringdum það, þó að það hefði víst aldrei séð mann áður. Fyrst var þó eins og það væri hálfhissa. Það skoðaði hvern á fætuí öðrum, þefaði af okkur ó- ,sköp hægt og varlega, og svo var eins og það fengi ofurlítinn hnerra. Þá færði það sig nær, lagði mjallhvítan kollinn svo sakleysislega á brjóstið á okkur til skiftis og þefaði af okkur aftur og aftur, eins og þð vildi spyrja, hver við værum og hvaðan við kæmum. Við strukum því og klöppuðum og kystum það, og fengum aldrei nóg af að horfa á það og gæla við það. pn alt í einu heyrðist jarmað hátt og sterklega rétt fyrir1 aftan okkur. • Það var mamma litla lambsins. 'Hún hafði ver- ið að bíta skamt frá okkur. Og nú hafði hún tekið eftir því, að litli snáðinn hennar var horfinn. og þá þorði hún ekki annað en kalla. á hann hástöfum. Undir eins og litla lambið heyrði mömmu sína kalla, tók það undir sig hátt stðkk, skaust yfir öx!- ina á einu okkar og hljóp svo eins og fætur toguðu ti mömmunnar. Hún tok á móti þvi með mestu blíð og nærgætni. Hún þefaði af því sleikti það og kumraði ofur- lítið um leið. ,Það var eins og hún væri hálfkjökr- andi. Lambið þýddist vel blíðuatlot hennar. Það 'hallaði sér upp að henni og jarmaði ofurlítið. hljóð- ið var svo veikt pg lágt eins og grátur í ungbarni. Síðan beygði það sig niður, stakk höfðinu að júgr- inu og fór að sjúga. ÆJrin stóð kyr, pieðan og horfði á lanvbið sitt. Síðan leit hún til okkar, eins og hún vildi þakka okkur fyrir það, að við höfðum ekíd gert litla ang- anum hennar neitt mein. Þau voru bæðí svo elskuleg, og við horfðúm á þau. góða stund. En loks lögðum við af stað aftur og méldum áfram ferðinni upp fjallið. En litla lambinu gleymdi eg ekki aftur. Eg gft ekki um annað hugsað. Og óá^álfrátt fyltist eg ein- verjum annarlegum unaði og sælu. Mér fanst lífið alt í einu svo bjart og fagurt og heimurinn eins og paradís. , ' \ • * . Eftir góða stund vorum við' komin svo hátt upp eftir fjallinu', að þau elstu, sem réðu ferðinni, sögðu, að nú væri best að fara ekki lengra. ' Við settumst þá niður þar og hvíldum okkur dá- lítið. Þar á eftir tíndum við blóm og ýmsar sjaldgæf- ar fjallajurtir og lögðum síðan af stað heimleiðis niður fjallið. » Þegar við vorum komin þangað, sem við höfð- um íundið litla lambið, hægðum við á okkur og lit- uðumst um. Okkur langaði til að sjá það aftur og kveðja það. Það hafði stoikkið svo óvænt og skyndi- lega frá okkur áður, þegar að móðirin kallaði. En nú sáum við það hvergi. Að minsta kosti var það ekki á sama stað og áður. Við leituðum til og frá og skygndumst um, en hvergi sást lambið. Líklega hafði það farið méð ánni neðar í hlíð- ina, vinstra megin vegarins. Þar var ofurlítið kjarr, og þar 'gat það falist. Við hlupum þangað og þar fundum við lamb- ið aftur. Þar stóð það á grænum grasbletti. . En hvað í ósköpunum gat þetta verið? Hvað hafði komið fyrir? Lambið gat varla staðið á fótunum. Það skalf og titraði frá hvirfli til ilja. Þegar það sá okjkur, fór það að jarma, óskðp veikt og aumlega. Það hlaut að hafa orðið fyrir einhverju áfalli. • Við gengum nær því og sáum að eitthvað rautt lak í dropatali úr öðru auganu á því, það var hrylli- legt. ** Okkur brá svo illa við þetta, að við vissum í fyrstu ekki, hvað til bragðs skyldi taka. En alt í einu sáum við eitthvert kvikindi í grasinu skamt frá. Það var einhver kolsvört ó- freskja. Þegar við gættum betur að, sáum við að þetta var hrafn. Hann flaug nú upp og flögraði hringinn í kring um lambið. En hváð var hann að gera hér? Það skildum við ekki. En við komumst brátt að raun um, hvert erind- ið var. Og það var ekki svo fallegt. Áður en okkur varði réðist hrafninn á lambið og hjá hvössu nefinu beint í annað augað á því. Við rákum öll upp hátt óp og hlupum að til þess að bjarga aumingjanum litla. Hrafninn flaug burt og hvarf samstundis inn. á milli kletta skamt frá. En lambið stóð eftir skjálfandi og rann úr því blóðið. Bogga systir mín tók það í fang sér og hélt á því. En við hin Wpuðumst 1 kringum hana og horfðum með tárin í augunum á vesalings litla lambið. Skelfing átti það bágt. Bölvað ilfyglið hafði höggvið úr því bæði aug- un. Að min&ta kosti sýnist okkur það. Eg þoldi ekki að horfa á þetta. Það var svo hryllilegt. Eg fór að hágráta, og yngri börnin grétu líka hástöfum. En eldri telpurnar hörkuðu af sér og ráðguð- ust um, hvað gera skyldi. ‘Þær sögðu að best væri að fara með lambið heim á næsta bæ; það væri líklega þaðan. Þegar við lögðum af stað niður brekkuna, heyrðum við.ána jarma alveg eins og í fyrra skiftið. Lambið tók viðbragð og ætlaði að rykkj@ sér úr höndunum á Boggu. En það tókst ekki. Bogga misti ekki tökin á því. * Aumingja ærin kom nú hájarmandi á eftir okk- ur. Elín leit aftur til hennar og sagði í ásökunar rómi: “Þér hefði verið nær að hugsa betur um lamb- ið þitt, þá hefði ekki farið svona illa fyrir því. En nú er það_’ um seinan að barma sér.” Eg sagði ekkert, en eg man að mér gramdist við þessi orð. Mér fanst aumingja ánni vera nærri eins mikil vorkunn og lambinu. Og eg hljóp til hennar til ' þess að reyna að hugga hana. Hún var svo spök, að hún leyfði okkur að strjúka um bakið á sér. Við hédum áfram göngunni, og að lítilli stu ídu liðinni komum við heim á bæinn, sem næstur var. Bóndinn þekti undir eins ána og lambið. Þau voru frá hqnum. Bogga sagði honum fivar við hefðum fundið lambið, og hvernig óhræsis hrafninn hefði ráðist á það. og ætlað að bora úr því augun. 'j Maðurinn þakkaði okkur kærlega fyrir færsl- una, og þegar hann sá hvað við vorum raunamædd, sagði hann, að við skyldum bera okkur karlmann- lega; hann skyldi hjúkra lambinu vel, og því mundi batna fljótlega aftúr. Okkur hægði heldur við þessi loforð hans. Við kvöddum síðan %bóndann, strukum ennþá einu sinni blessuðu litla lambinu og löbbuðum rvo af stað heim. Qll vorum við hrygg í huga og þegj,- andaleg. Blessað litla lambið. — Skelfing hlaut það að svíða í augun. — En þetta var óréttlæti. —^ Og þó sagði rnamma að Guð væri svo góður. — Af hverju" hjálpði hann þá ekki lambinu? Það var mínum skilningi ofvaxið að svara því, og eg varð því raunamæddari, því meira sem eg hugsaði um þetta. Eg skal spyrja hana mömmu, þegar eg kem heim, hugsaði eg með mér. Og það gerði eg líka. Undr eins og við komum heim, hljóp eg inn til mömmu og sagði henni með grátstafinn í kverkun- |im frá því, sem gerst hafði. Að síðustu spurði eg: “En mamma, af hverju hjálþaði Guð ekki lamb- litla lambið kennir ekki eins mikið til og þú heldur.” Við þessi orð móður minnar glaðnaði yfir mér. iSmátt og smátt húggaðist eg alveg og varð aftur glaður og ánægður. Eg var nú sannfærður um þa5, að þjáningar aumingja litla lambsins .voru ekld eins sárar og eg hafði gert mér í hugarlund. Mamma sagði líka, að því mundi batna bráðum aftur. Og þá hjálpaði Guð líka vesalings, saklausa, litla lambinu. —i—t—i—i— mu j „ Hún svaiaði ekki, én tok mig í faðminn og þrýsti^ mér að sér. ' s Svo settist hún niður með mig og hélt á mér. Eg hallaði mér að brjósti hannar og grét befsklega. * Þá lagði hun höndina blíðlega á höfuðið á mér og reyndi að hpgga mig. “Hættu nú að gráta, Nonni minn,” sagði hún. “Litla lambinu batnar bráðum aftui’.” “Já, en það logblæddi úr augunum á því, mamma. — Það hlýtur að hafa kent" svo voðalega mikið til.” “Það hefir nú samt sem áður ekki kent eins mikið til og þú heldur, elsku barn. Dýrin þjást ’! i á sama hátt og vi8. Þau finna ekki eins til sársaukans.” , “Er það satt, mamma?” “Tá, Nonni, Guð leggur öllum skepnum sínum , líkn með þraut, jafnt smáum sem stórum. — Nei,^ Rauði þráðurinn, í ágætu matsöluhúsi í London, kl. 2 að nóttu til, sátu margir menn, er allir voru af heldri manna flokknum. Fáeinir lávarðar voru þar, en flestir þeirra voru yngri bræður, þessir lítt öfundsverðu meðlimir hinna atiðugu ensku fjölskylda, sem við hliðina á sínum elsta bróður, sem erfir ættaróðulin og alla fjármunina, eiga lélega tilveru. að leit stundum svo út að þessir menn, sem hér voru samankomnir, væru allir kátir og glaðir, að minsta kosti sást enginn af þeim þjást af sorg- um eða kvíða. Hinn fjörugasti þeirra var Percy Bilfort, sem var yngri sonur og stórskuldugur, en sem sökum alúðar sinnar ávalt tókst að finna hjálp, þegar fjölskyldan var ófáanleg til að hjálpa. Flestir af mönnum þessum höfðu verið við kvöldskemtun hjá lávarði Bishlow. Bishlow fjöl- skyldan var mikils metin, og því sóttu menn fúsir samkomur hennar, enda þótt þær væru stuttar og sjaldnast skemtilegar. “Ó,” sagði lávarður Telham, “þarna kemur lögreglu umsjónarmaðurinn Dolkins; hann hefir á- valt frá mörgum mikilsverðum nýjungum að segja.” “Það er alls ekki undarlegt,” sagði Percy Bil- fort, “því hann skiftir sér af öllu.” “Komið þér hingað til okkar,” kallaði lávarður Telham til hans, “við sitjum hér við borðið. Percy, færið þér yður dálítið til. Hr. Dolkins getur setið við hlið yðan.’- Percy hnyklaði brýrnar, hann var dáítið imynd- unargjarn og leit svo á, að menn hefðu getað hiíft honum viðs að fá þenna lögreglu umsjónarmann fyrir sessunaut. Dolkins tók tilboðinu og settist við borðið. Litlu gráu augun hans höfðu á einu agnabliki þekt alla sem til staðar voru, en þrátt fyrir þetta virðu- lega tilboð, virtist hann ekki í því skapi að vilja segja sögur. Nokkrar mínútur sat hann alveg þegjandi og smakkaði á víninu, en um leið fram-# kvæmdi hann þá list að líta til hliðar án þess að hreyfa augun. “Nú, Dolkins, þér eruð svo þögull,” sagði lávarður Telham. “Hafið þér orðið fyrir nokkrum óþægindum, eða eruð þér að hugsa um nokkurt erfitt viðfangsefni?” “Hið síðara geri eg aldrei, þegar eg er í sam- sæti. Eg er ávalt glaður þegar eg þarf ekki að hugsa.” “Er það í rauninni svo erfitt?” spui^ði einn af ungu mönnunum, “að komast að afbrotúm? Mér finst að næstum allir glæpamenn séu heimskir.” “Ekki allir, minn góði herra. Eg hefi þekt þá, t sem voru eins klókir og hundurinn í Andersons æf- intýrinu um “eldspýturnair” Þá sögu þekkið þið eflaust?” “Nei, það er svo langt síðan eg hefi lesið æfin- týri.” T “Nú, í æfintýrinu eru dyhnar, sem prinsessan hverfur í gegnum á hverri nóttu, merktar með hvítu krítarstriki af hirðmeyju prinsessunriár, og morgun- inn eftir hafa allar dyr bæjarins samsikonar strik, sem hinn hyggni hundur hafði dregið. — Eg hefi þekt þjóf, sem um langan tíma stundaði álíka at- vinnu, en loks náði eg honum þó.” “Aúðvitað, þér náið alt af því, sem þér ætlið yður að ná.” “Ekki ávalt, að eins þegar um þjófnað er að ræða — það er nú sérgáfa mín. — Og seinasta þjófnum náði eg með rauðum þræði.” “Hvað þá? Með rauðum þræði? segið þér okk- ur frá því.” Augu lögreglumannsins ■ voru sístarfandi, og hann sá að hitinn í herberginu hafði mismunandi áhrif á mennina. Meðan lávarður Telham til dæm- is losaði ^hálsbindið sitt, reyndi Percy Bilfort að herða á hnútnum á sínu hálsbindi, um leið og hann þurkaði enni sitt. Aðrir kvörtúðu undan hitanum og báðu þjóninn að opna glugga. “Mér skjátlar líklega ekki bætti Dolkins við, “þegar eg álít að þið, herrar mínir, komið frá kvöld skemtun lávarðar Bishlow?” “Við vorum þar allir. Hvernig vitið þér það?” “Jú,” svaraði Dolkins, um leið og hann hájlaði sér aftur á bak og kveikti í smávindli, eg kem þaðan líka.” “Hvað segið þér? Frá Bishlow? Nú, á þessum tíma nætur?” “Já, það var telefónatí^eftir mér undir eins og gestirnir voru farnir. Það kom nefnilega í .ljós, að þar hafði verið framinn gimsteinaþjófnaður ?” “Við kvöldskemtanina ? Það« er óheyrilegt. Segið þér okkur meira.” “Það er ekki frá miklu að segja, og það getur naumast hrifið þessa menn. í’ þetta skifti lítur þannig út, að eg geti því ver ekki fundið þjófinn.” “En_ segið okkur þó hverju stolið er?” “Lafði Júlía saknar eins af sínum dýrmætustu gimsteinum, roðasteins; skrautgrips, sem gengið hefir í erfðir innan fjölskyldunnar, og er af sér- fræðingum sagður að vera fjögur þúsund sterlings punda virði.” “Roðasteinn? Hvar bar hún hann á sér?” “Því ver á óvánalegum stað. Hún var nefni- lega svo óforsjál að sapma hann fastan aft- an í silkibeltið sitt. — Kven/ólk finnur stundum úpp óskiljanlega hluti.” “Þarna sjáum við það,” hrópaði lávarður Tel- • ham sigri hyósandi. “Eg hefi aðvarað konu mína gegn þessum heimskulega sið. Það er siður að loka beltinu að aftan með verðmikilli sylgju eða fögrum steini — og stúlkurnar elta siðinn. — Og lafði Júlía varð þess vör að roðasteinninn var horfinn, undir eins og við vorum farnir?” (Framlh.). Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cow Graham og Kennedy Sts. Phone: A-183-1 Oííice tímar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér Jeggjum sérstaka áherzlu fi. a8 selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC fá. eru notuC eingöngu. Pegar þér komiC meC forskriftina til vor, megiC þér vera jiss um, að fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medicaí Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office timar: 2-—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON "\ 216-220 Medical Art.s Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimíli: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. TPHOMAS h. johnson Og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðiiigar. Skrifstofa: Koom 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6S-Í9 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræSlngar. 708-709 Great-Westi Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.t. A-4963 þeir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta fi eftlrfylgj- - and tlmum: Lundar: annan hvern níiCvikudag Riverton: Pyrsta fimtudag. - Gimli: Fyrsta miCvikudag. x Piney: þriSja föstudag I hverjum mánuCi. • A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til aC flytja m&l bæCi i Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sa.sk. Selnasta mánudag I hverjum mfin- uCi staddur I Churchbridge ■ --------— DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kvejyka sjúkdéma.—Er áC hitta -kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somei-set Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdéma. Er aS hitta |frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Simi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 *4 Sargcnt Ave. ViCtalstími: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heintill: 1338 Wolsley Ave. f Sími: B-7288. ' _ DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 J. J. SWANSON & CO. Verzla meC fasteignir. Sjá um leigu A húsum. Annast lán, eldsábyrgC o. fl. I 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Entllv Apts. Emily St. DR. G. J. SNÆDAL Tannkvknir 614 Soinerset Block ,Cor. Portage Ave og Don&ld St- Talsiml: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Hours: 2—6 Emil Johnson SERVICE ELECTRIC • Rafmagns Contracting — Alls- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þaer til sýnis á verkstœöi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin viC Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Heirn. A-7288 Verkst. Tuls.: Ifcima Tals. A-8383 A-93M G. L. STEPHENSON PBUMBER Allskonnr rafmagnsáhöld, svo eeonn stranjárn, víra, allar tegundir af glösnm og aflvaka (batteries) VERKSTOPA: 676 IIOME ST. Munið símanúmerið A 6483 og pantiC meCöl yðar hjá oss.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiCum forskriftir meS sam- vizkusemi og vörugæCi eru óyggj- andi, enda höfum vér margra fira lærdðmsríka reynslu aC bakl. — Allar tegundir lyíja, vindlar. ís- rjóml, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dam^\ Simi: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristin Bjamason, eigandi. 1 A % 290 PORTAGE Ave., Winnii>eg. Næst biC Eyceum leikhúsiC. Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvnra BIRCH BlómsaU 616 PoPtage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 Ulenzka bakayíiÖ Selur fieztu vömr fyrir lægsta verð. Pnnlanir a fgreiddnr bæðl fljótt og vcL Fjölbreytt úrval. Hrcin og lipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 67« SARGENT Ave. Winnipeg. Plione: B-4298 A. S, BARÐAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. A'.'.ur útbúnaður sá beztl. Enn fremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifst. Tnlsínii: H«iinilis Talsími: N-6607 .1-8302 JOSEPH TAYLOR Lögtaksmaður Heimatalsiml: St. Joh4 1S44 .Skrif tof’i-'fals.: A-6557 Tekur lögtRki bæCi húsaleiguskuld- ", veðskuldir og vtxlaskuldir. — Af- /reiðir alt, sein að iiigum lýtur. Skrifstofa 255 Main St, MRS. SWAINSON að 027 S/VRGENT Ave., Wlnnipcg, hefir ávalt 'fyrirliagjandi úrvals- birgðlr af nvtízku ktenhöttnifi llún er eina ísl. konan. sem slfka verzlun rekur í Wlnnipeg. fslend- ingar. látið Mrs. Swatnson njóta viðsklfta yðar. \

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.