Lögberg


Lögberg - 24.12.1925, Qupperneq 5

Lögberg - 24.12.1925, Qupperneq 5
LÖGBEBG FIMTUDAGINN, 24. DESEMBER 1925. Bls. 5. DODDS Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum 'lyf- eölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. höf. fyrir verk það að rita. Hitt er annað mál hvort mér sjálfum ' fellur að öllu leyti frágangur hvers höfundar, þess, er frumkvað viss- ar setningar í sumum sálmunum. En hér liggur eigi fyrir að dæma slíkt, nema að svo miklu leyti sem það kemur við efnisvali þýðanda. Það er t. a. m. .sálmurinn “Páska- morgun,” sem mér finst freljar veraldlegur “lofsöngur.”. Þegar eg; Ies hann detta mér í hug ýms ljpð og kvæði frá fyrri tíð, sem notuð voru þegar menn “kváðust á” eða “skanderuðust” eins og sú list var oft kölluð. Sannarlega er þessikon- ar stagl í rímleik ekki innilega auðmýktarlegt. En vegna þess, að höf. var þjóðum kunnur maður, er margt kvað í sálmastíl miklu betur en þetta, þá kemur ýmsum au- thoritets,” ef til vill hvimleiðlega fyrir að fundið sé að nokkru orði, er frá honum fór. Tel eg þó þenna sálm ekki tíl inntekta sálmasafn- inu íslenzka og læt þar við sitja. Ytri frágangur bókarinnar er yfirleitt í góðu meðallagi. Þó er stíllinn smár og víða óskýr og svertan grá á eintaki því, er eg hefi með höndum. Aðeins allra- nausðynlegustu prentvillur sjást hér af og til, eins og tíðkanlegt er í seinni tið. Pappírinn er skjall- hvítur og gerir hann, ásamt smá- um stíl og grárri svertu, bókina erfifia gðmlum eða veilum augum til lesturs. Hér mætti taka því fram, eitt skifti fyrir fyrir öll — ef til vill — sem ekki á þó frekar við þessa bók en allar aðrar, hvers efnis sem þær eru, að flestum bókavinum þeim, sem gaman þykir að eiga laglegar raðir í skápnum sínum kemur mjög illa þegar einhver ný bók, sem þeir annars vildu hirða- um bætist í safnið, en er ólík hin- um að ummálsstærð, sérstaklega ef hún er of Iág og of breið til- tölulega. "Þögul leiftur” eru 4%x6% þuml, blaðsíðan og fjðldinn 172 bls. IMeð öðrum orðum: “Bókin telur” 172 bls. samkvæmt vestur- ísl. máli. Mynd höf. framan við bókina er naumasteins góð og and- lit hans ætti skilið. Blærinn á myndinnj líkist því, að elgandinn hafi verið nýþveginn úr graut- þykku sápuvatni, sem skilið hafi eftir gljáa á andlitinu. óprý&ir þetta mvndina æði mikið. Mr. Run- ólfsson skrifar mjög laglega hönd og er nafn hans í eiginhandar riti undir myndinni. Þegar dæma skal ljóð þessi má einu ákvæði óhikað fylgja, því, að ekkert er í bókinni ljótt né var- hugaverðar skoðanir af neinu tægi framsettar, sem ill áhrif megi hafa á notkkurn gætinn lesara, enda dylst það engum, er ljóðunum kynnist, að hðf. muni trúhneigður vera á kristinn hátt, og líta á at- vik lífsins með gætni og ró. Þar sem hann því kveður um mótlæti eigin. lífsleiðar farast honum eigi orð á venjulegasta skáldahátt, þeim, er óregla og önnur ógætni hafði ónýtt fyrir öll eða flest tæki- færi og að miklu leyti kæft hæfi- Hvað gamall sýnistþúvera? Gefur útlit þitt rétta hugmynd um aldur þinn? Mundu það, að þú getur verið ung- ur maður gamallegur, og gamall en unglegur Það er undir hárinu komið Ekkert dregur eins úr fegurð ungs manns sem þurt og lint hár, eða að vera sköllðttur. Hve gamall sem þú ert, er þyljt, velgreitt hár æfinlega ákveðið merki æskufjörs. Varð- veittu hár þitt, og þú varðveitir! gott útiit. r* W’"! þú ert sköllóttur M H þú hefir laust hár JLiJL þú hefir þurt hár þú hefir væru, þá þarftu L. B. hármeðal. Á byrjmt aO hdrið vaxi. Peningum skilað aftur, sértu ekki dnægður. Fáðu flösku í dag. Tak enga eftir- líking. Heimtaðu L.B. Tveggja mán. lækning.. $1.50 L.B. Shampoo duft ...... .40 í lyfjabúðum og Dept. búðum, eða með pósti frá L.B. Co., 257 Mc- Dermot Ave., Winnipeg. =»= Setjið yður að spara peninga á árinu sem kemur. Þér getið gert það ef þér viljið, með því að láta dá- litla upphæð á bankann, reglulega á hverjum borg- unardegi. Þessar smá upp- hæðir verða fljótlega að álitlegri upphæð. $3.00 á viku í eitt ár, með 4% vöxtum, veður að árinu liðnu $159.13. Opið 9-<6 (é. laug.d. 9-1) 4% VEXTIR Ábyrgð fylkisins Þægilegt að leggja peninga á þenna bnaka með pósti. Province of Manitoba Savings Office 339 Garry St. 984 Main S(. fWinnipeg Starfrækt til að auka sparsemi og vel- megun fðtksins. f leika og eigin menningu: Er þá algengast að lögð sé sökin Guði á ■bak og forlögunum, á alla og alt nema sjálfan sig. Mögl og illhuga, ásakanir á umheiminn hefi eg hvergi í bókinni auga á komið, né heldur gorgeirs anda þann og yfir- lætisbrag, sem nokkrum, j^fnvel af stórskáldunum, endrum og eins hættir til. Vandvirkni á ljóðbúningi er all- víða ábótavant. Tek eg því hér fratn vegna þess, að eg veit að höf. hefir haft þá ’lífsstöðu, er gjörði honum innanhandar að nota til starfans, ljóðagerðarinnar, all- nauðsynlegan tíma, ólíkt að- stöðu chægð þeirra, er ljóð sín verða að semjá í samúð við skófl- una, plóginn, kálfa og kýr, eða að öðrum kosti sleppa öllum skálda- störfum. Verður hér að eins nokk- urra slíkra misfella getið, ér flest- ir gætu lagað, og er þá fyrst fyrir “efni&yfirlit”, sem er svo hirðu- Iteysislega frágengiS að hvergi gætir þar stafrófsraða. Er slíkt af öllum bókhneigðum mönnum talið að vpra stórgalli á hverri bók eða riti, sem þess virði er metin, að nokkru sinni sé leitað í annað sinn að því, er einu sinni var lesið Þessi smekkleysisgalli ber vott um að lítið tillit sé tekið til tímagildis við lestur bóka, en virðist vera hæst móðins nú í nýjustu ljóðabókum og öðrum bókaútgáfum okkar hér. Fyrsta kvæðið “Þögul leiftur”, er laglegt og ber, eins og fleira í bókínni, vott um hlýhug til ætt- jarðarinnar, en því miður ekki laust við óvandvirkni utan á. Síð- asta erindið endar þannig: “Það líður fram við leiftur-sýn mitt Ijúfa æsku svið.” Byrjunarorðið það, gerir þessa laglegu. vísu viðvaningslega. “Færi þessi fjórstuðlaði vísuhelmingur og betur sérstæður en í sambandi við fyrri partinn. Á^ bls. 14. bls. 3. 1. a. o. eru tveir höfuðstafir, sem auðvelt var að laga. f fimtu línu a. o. er “þars” fyrir þar. Þetta vill til hjá fleirum hagorðum hö£. en J. R. Hvaðan þars-mynd orðs- ins er tekin er mér ekki kunnugt, en það veit eg að orðmynd sú er tilgerð aðeins og ávalt óþörf bieyting frá venjulegu máli. Þetta er, að mér finst, skemd á þessari Ijómandi laglegu vísu. í síðasta vísuorði kvaqðisins eru tveir höf- uðstafir. “Blíðhugar,” í sömu vísu mun vera prentvilla í staðinn fyr- ir “blíðhuga” því betra sem kvæði er eða vísa, því meira ber æ á hverri smámisfellu á búning máls og samböndum orða, og því meiri skaði að gildi þess sé þannig rýrt. Á 18. bls. 8. l.a.o. eru.tveir höfuð- stafir í síðasta vísuorði. Skilst mér og sem óvart hafi orðið annað efni í öðru vísuorði þessarar fjórhendu, en til var ætla'st. Þar segir svo: “Taktu (færi betur hér: tak þú) í hönd mér; þpss hef eg þörf; mér þorrinn er hugur lítt.” Orðið “lítt” (naumast, varla ekki) mun í ógáti hafa verið notað í merkingunni lítið, nokkuð, o. s. frv., sem ekki er vanaleg merking í þessu sambandi. Með ofurlitlum athuga hefði kvæði þetta getað verið eitt með bestu kvæðum bók- arinnar. Þá Ihefði að sjálfsögðu næst síðasta vísan orðið öðru vísi. Hér byrjar hún svo: “Þá kem eg til sjálfs mín syng og kveð; en svífi eg austur um ver og hælis mér leiti í heimi þar sem hjartað sló fyrst í mér. —” þú sakar mig ei; þitt svík eg ei traust” o.s.frv. Hér er sjáanleg* ókláruð setning, byrjun að ákveð- inni hugsun í fyrri helmingi átt- þættunnar, sem alveg skortir fu.'i- naðar úrlausnina, vegna aðgrein- ingarmerkjann •?)—” er slíta hana úr sambandi vi§ siðari helminginn. Er óvandvirkni þessi í rithættin- um víða í bókinni til skemda á hugsun í sumum bestu kvæðunum. Til og frá er málinu einnig ábóta- vant. Enn má ne’fna nokkur ensk orð, sem fyrir koma í bókinni og sem gleymst hefir að þýða neðan- máli. Það er skaði þegar jafngott kvæði og t. a. m. “Móðirin út með sjónum” (móðirin á sjávarströnd- inni hefði ef til vill verið hreim- fegra), er með fljótfæru orðavali vikið af hærri skör á aðra lægri. í þriðju vísu segir svo: Heyri eg hvimleiðan hvin líkan helreiðar dyn, og svipir af sjá, • mér sundvotir hjá, Og hafið mér opnast með brim sitt og böl;” Hér eru því þrír höfuðstafir í fyrsta vísuorði. Ennfremur virðist “hvimleiðan” eiga mjög illa við. Hér er um ótta, kvíða, hrellingu að ræða, en hveijrileiði ekki. “Svip- ir” “sundvotir, myndi hafa átt að vera svipi, sundvota. Síðustu þrjú vísuorðin í kvæðinu eru að því leiti lík að samhljóðsorð þeirra (stuðlar) eru öll í þolfalli, en ættu að vera í þágufalli.. Mun þetta eiga að nefnast skáldaleyfi af venju- legri tegund. Eg hefi áður á öðr- um stað látið þess getið að skálda- leyfin svo nefndu, séu æfinlega undantekningarlaust leirskálda leyfi, því þeim flokkum ljóða eru þau eðlileg. Þrátt fyrir nefhda og ónefnda galla eru í bókinni ýms mjög lag- leg kvæði, eins og t. a.' m. “Perla lífsins,” “Nei, ánægð sál mín ei þú skyldir vera”. “í. samtíðinni,” “Mig dreymdi,” “Vesturför,” “Ást mín,” “Ef stjarnan þug minn heill- ar,” “Lindin”, “Ásýn”, “Minni Isr lands”, /‘Árdegis”, “Stef jabrot”, o. fl. % I “Stökur” eru nokkrar í bókinni en eigi tilþrifa miklar. Er “Sám- ur og Skrámur” ef til vill þar fremst'i röð. Hvorki hefi eg tíma né áform til að minnast á alt sem í bókinni er, enda gerist þess eigi þörf. Get eg þó eigi svo við efni skilið, að ekki sé að nokkru getið kafla þess í bókinni, sem mjög hefir vakið um- tal og almenna dóma, einkum “stóra dóma,” eins og tamast er í fjölmörgum málum. Á eg hér við þýðingu Mr. J. Runólfssonar á “Enok Arden” eftir Tennyson. Bg hefi marga heyrt ljúka háværu lofsorði bæði á söguna en sérstak- lega á þýðinguna og aldrei nein dæmi færð til sönnunar þeim stað- hæfingum. Er það og sjaldgæft þegar dómar eru ákveðnastir og rómhæstir að rök séu talin nauð- synleg. Frekjan gildir tíðum í sannana stað. Ekki lagði eg neinn sérstak- an trúnað á dóma þessa fyr en eg hafði lesið sálma þýðingar Jóns. Hlakkaði eg þá til að sjá listina í þýðingunni á Enok Arden, sem eg bjóst við að tæki ef tií vildi hin- um fram. Mér þykir fyrir að geta ekki verið alveg samdóma öðrum ólærð- um og lærðum mönnum um gildi þessarar þýðipgar. Það er æfin- lega vinsælast að já-bræíirast við fjöldann hvort sem með rétt mál er farið eða eigi. Geri eg ráð fyr- ir, að engir þessara lofsyngjenda hafi lesið Jpýðinguna né borið hana saman við frummálið. Er það ranglátt í mesta máta að slengja vísvitandi út röngum .bókmenta- dómum, ef menn geta betur, og leiða aðra þannig inn á öfuga eða ósanngjarna dómstefnu, og enn- fremur gerir óverðskuldað oflof marga Ijóðhaga menn óvandvirk- ari en ella hefðu þeir orðið. Eftir að hafa lesið sálmaþýðing- arnr eins og að ofan er sagt, furð- aði eg mig stórlega á hve ábóta- vant mér virtist þýðingin á Enok Arden. Eg get heldur ekiki annað séð en að hver þolanleg^ greindur maður, sem kann ensku og eitt- hvert annað mál ætti að geta. p/tt Enok Arden lýtalaust yfir á það mál. Eg finn ekkert í frummálinu sem erfitt er að þýða. En suma sálmana þýða ekki öll stærri skáld- in okkar jafn vel og Mr. J. R. Mér kemur Enok Arden öðru vísi nokkuð í geð en flestum öðrum lesendum og ekki-lesendum. Fyrst er nú það að þetta er saga, en býsna lítið ljóðlag á efninu þó er það æfinlega nefnt kvæði. 1 þeirri ljóðabók eg eg hefi eftir Tennyson er sagan vitanlega skrifuð í mjög mislöngum línum, en það gerir hana ekkj að ljóði á íslenska vísu. Miklu meira og betra, “rím” var á mörgum Grílu-kvæðunum okkar í gamla dag^, og Eiríkur heitinn Olsen, sem um eitt skeið var þekt- ur norður um miðbik lslands, skáld spori'lægra en Hannes stutti, fór rimi nær þegar hann forðum kvað um Jóh á Melufn, kameráð. Fórust honum þannig Ijóðin: “Melagrundar mikið stór Á mórauðum1 buxum stendur Herra “sýssel” maður vor iHér um aldir alda. Um ritið sjálft hefi eg ekki mik- ið að segja. Allir vitá að Tennyson var feitt af stórskáldum Breta. Það mun og flestum kunnugt, að hann var lávarður (Lord) að nafnbótar- göfgi. Flestir munu og vita að ná- lega hvað eina, er höfundur á því virðingarstigi lætur frá sér fara verður, fvrir þá sök eina. tví-elleft í' roðinu, í áliti hégómagjarnra embættlinga og fáttrýnandi al- þýðu. Án þess að gera lítið úr Enok Arden, sem hugsjón skálds- ins, og án þess einnig að slá því út, að sagan, að sjálfsögðu sé ó- venjulegt listaverk, ætla eg hér að ympra á þeirri fáfræði minni, að jafnvel íslenskir höfundar hafa gert fyllilega eins vel, t. a. m. Jón Trausti í bumum sögum sinum. En hvorki Jón Trausti (Guðm. Magnússon) né nokkur annar ís- lendingur hefir ‘Lord’ vgrið og þessvegna ekki “komist fram fyrir sjálfa sig” -— eftir orðum Mark Twains — í frægðarverðskuldun. í sambandi við sum íslensk sögu- skáld og ljóða, kemur mér í hug um leið og eg minnist hinna þrengj andi aðstöðu óþæginda, er mörg þeirra áttu og eiga enn við að stríða, það sem haft er eftir Finn- boga ramma, þegar menn spurðu um hvernig hann fór að vinna björninn á Hálog^landi. Svaraði hann þá: “Engu skiptir þat þik, en eigi munt bú, né þinn son svá vinna.” iSagan segir að Finnbogi hefði eigi önnur vopn en sjálf- skeiðung sinn. Þannig hafa her- gagnakjör íslenskra skálda jafn- an. verið í baráttunni fyrir viðhaldi Iífsins; og þegar þessa er gætt, hafa sum þeirra sannarlega gert eins vel og Tennyson. Kemur mér enn í hug Enok Arden sjálfur. Anna Lee og Filip Ray, sem per- sónugervingar Tennysons í sam- bandi við alþektu söguna Jóns Mýrdals, <1Mannamun.” Heyrði eg því oft hreyft og áherslu( á lagða í æsku, hve mikil fjarstæða i^r- sónugervingar Jóns væru. Sumir væru langt of góðir til að hafa getað verið menn aðrir of vondir til þess. í “Mannamun” eru margir milliliðir af ýmsum kostum og vanmetum. í Enok Arden er eigin- lega ekki um nema þessar þrjár persónur að^ræða, svo orð sé á gerandi, og þessar þrjár persónur eru allar jafnar að óvenjulegum yfirburðum. Voru ekki hugsjónir Jóns Mýrdals fjarstæða vegfla þess að hann var sjálfur blá-fá- tækur verkamaður og hugsjónir Tennysons yfirgnæfandi fagrar og realistiskar að nokkru leyti vegna þess að hann var Lávarðuf? Hver sem vill, svari þessum spurning- um fyrir sjálfan sig. Ekki finst mér 9. lína kvæðisins. viðfeldin, “og bleður margur hnet- ur þar á hausjdn.” Býst eg við að æði margir viti eigi hvaða þýðing er í orðinu “bleður,” og upphaf næstu fjölhendu er fremur bögg- ulslegt, hefði farið bétur í látlaus- um óbundnum' stíl: Fyrir hundrað árum hér í þessu gjögri þrjú börn frá þremur húsum, Anna Lee, smámeyja þorpsins fríðust, Filip Ray son mylnumannsins ríka, og Enok Arden, munaðarlaus og ógáfaður ángi,” 1 næstu 16-hendu segir svo: “þar létust börnin búa. Hafði Enok þá annan daginn forráð, Filip hinn, en hússins frú var Anna æ hin sama.” Islenska orðið húsfreyja hefði farið hér fyllilega eins vel og dans-þýska orðið frú, sem nú er þó alment metið meira af austur — jafnt sem vestur-íslenskum rit- höfundum. Er það eitt af málmynd unar umbótunum, sem íslenskan á “lærðum” dansk-þýsk hugsandi mönnum að þakka. BIs. 188: “Sem möru troðinn mara nótt hann þóttist, Sjá börn sín veslast upp í vesal- dómi” vesældómur er næsta danskkynj- að orð og nóg af íslenskari orðum til, sem grípa hugtakið viðfeldn- ari hreim. Bls. .191 “Angurbitnum kossum” er ekki sem heppilegast lýsingarmál. Bls. 192 ”og raðað þvi með slíkri natni og nýtni að líktist nostri náttúrunnar sjálfrar.” “Natni” og “nostri” gæti höf. auðveldlega hafa umbætt. Bls. 197: “Þá engu síður lagði hún hrygga lund við, . að leita samhljóms vilja síns við hans.” Samhljómur vilja er nokkuð'6- venjulegt. Munu flestir hugsa sér viljann mikið til hljómlausann. Bls. 205:“.... ÆJsktu börnin þess að Filip pabbi (þau hann nefndu það) þá færi líka; fundu þau hann svo alhvítan meldri upp í mylnu sinni” “Meldri” er óalgent orð er þýð- ir mjölugur og hefði því venjulega orðið farið betur. Bls. 213. “Sem bendirUna eitur- nöðru eggjav’ Bls. 216. og 217. “Síblítt sumar- jarðar”, hefði höf. auðveldlega getað breytt til bóta.. All^óhöndugt er þetta á bls. 221: “Einatt er hann sat á sjónarsviði, eða’ hann þrumdi þar svo fast, að eðlan frán og gullin gltaa, tylti sér sjálf að sóla sig á hon- um,7 o. s. frv. Þennan 18-línung hefði þurft að íhuga betur áður en prentað var; sömuleiðis þetta, bls 230: Hristi’ ’ann ákaft höfuð grátt og gnuddi: “Sokkino —týndur”; blés harmsárt við og aftur umdi:— “Týndur!” Bls. 232 er í 8. 1. að ofan “Spöð- um” færi betur höndum. Bls. 234: “En börnin mín — hvort ei þó orð við þau? eru íslensk orð, en setningin ensk. BIs. 243: “En þorpið litla hafði, er hann var grafinn, svona virðulega jarðför sjaldan séð.” Orð eða setning þarf ekki að vera algerlega röng til þess, að eigi láti hún sem best í hrynjanda. Svo má segja um “jarðför” í stað venjulegu orðmyndarinnar jarðar- fðr. Fleira er af misfellum á máli og ytri búningi íslensku myndarinnar af Ehok Arden. Samanburðinn á þýðingunni við frummálið skal eg vera fáorður um, ella yrði mál þetta of langt. Benda vil eg þó á bls. 229, neðst, sem þegar hefir verið á minst. Er frummálið þann- ig hjá Tennyson: —“ .... only when she closed Enok, poor man, was cast away and lost;” Again ín deeper inward whisper “Lost!” Bls. 221 og 222 (einnig þegar á- minst) er frummálið þannig: “There, often as he watched or seemed to watch so still, Jhe golden lizard on him paused, / A phantom made of many phan- toms moved before him hunting him, or he himself moved hunting people, things and places known Farina darker isle beyond the line” Heyrt hefi eg þess getið' að Dr. Sigurður Júl. Jóhannesson hafi og, þýtt Enok Arden á íslensku. Er[ hann vitanlega talsvert miklui meira skáld og liprara, en honum er af mörgum tileinkað. Hefði niér þótt gáman að sjá þýðingu hans. Eg hefi þegar séð noikkrar þýð- ingar^frá hendi hans flestar mjög góðar. Minnist eg hér t. a. m. ljtla kvæðisins er hann þýddi eftir Longfellow: Dagur er liðinn”. Hafði eg skrifað nokkuð í Voröld um þýðingu annars skálds á kvæð- inu og fanst það hafa mislukkast i meðferð hans. Síðar miklu sé eg þetta sama ljóð íslenskað af Dr. S. J. J„ og þótti sem hann hefði óefað haft betri liti í burstanum sínum en Longfellow sjálfur. Listin í þýðingum er ekki falin í því, að taka sér fyrir ljóð, sögu, vísindamál o. s. frv. sem í sjálfu sér getur verið stór-meiikilegt og sérlega æskilegt að koma yfir í sitt eigið mál, en sem þýðanda er ofvaxið að vinna. Meiri list er í því að taka einfalda ferskeytlu og far svo með hana að fr^imihöf. myndi þekkja hugmynd sína sem óskaddaða þar að máli og öllum búningi. Hveitisamlagið. Það hefir verið tekið fram í þessu blaði að undanförnu, að að- alástæðan fyrir þvi, að hveitisam- lagið var stofnað var sú, að bænd- urnir vildu losna við óvissuna, sem því fylgdi, að selja hveitið undir gamla fýrirkomulaginu. Tilgangur hveitisamlagsins er tekinn fram í eftirfylgjandi atrið- um: Það kemur í veg fyrir að hveit- ínu sé hrúgað á markaðinn, strax þegar þreskt er, sem veldur því að verðið lækkar. 2. Að selja hveitið reglulega, sem kemur í veg fyrir óeðlilega verð- breyting. 3. Að koma í veg fyrir gróðabrall og að hveitið sé selt og keypt of oft. 4. Að gera sambandið milli fram- leiðada og neytaiída eins óbrotið og verða má. 5. Að tryggja hverjum bónda með- al verð fyrir hveiti sitt árlega. Síðuátu dagana hafa skýrslur embættismannanna verið birtar, seni sýna að uppskeran i Argen- tinulýðveldinu er miklu minni heldur en áætlað var. (innig hafa borist skýkrslur, sem sýna að ekk- ert verður af þeim mikla útflutn- ingi hveitis frá Rússlandi, sem búist var við. Skýrslur eru einnig fyrir hendi frá Ástralíu, sem gefa til kynna að áæltun um uppskeru þar hafi Verið alt of há. Fyrir tveimur mánuðum, þegar áætlanir um ppuskeru i þessum löndum koma fram, voru þær þess valdandi, að hjjeiti féll mikið í verði á heimsmarkaðinum. Hefði alt hveiti bændanna í Canada ver- ið látið á markaðinn þá, í staðinn fyrir að mikill hluti þess fer til hveitisamlagsins, og er seldur smátt og smátt, þá er tvent sem komið hefði fyrir: 1 fyrsta lagi hefði hveitið lækkað enn meira í verði, og í öðru lagi hefði mikill fjödi af bændum í Canada þá selt hveiti sitt fyrir mjög lágt verð. En eins og nú er, þar sem hveiti- samlagið ræður yfir 50^ af öllu hveiti. í Canada, þá hefir það ekki aðeins ,gert markaðinn stöðugri heldur njóta bændur nú hagsmun- annan af því, að h^eitið hækkaði í verði þegar áreiðanlegar fréttir komu af uppskerunni í Argentínu, Ástralíu og í Rússlandi. Þeim. sem þetta lesa, er boðið að leggja fram hvaða spurningar sem þeir vilja hveitisamlaginu við- vikjandi og verður þeim svarað í þessu blaði eins fljótt og hægt er. Reið eg Grána yfir um ána, af honum hána færðu »ú; léit eg Mána teygja tána, takk fyrir lánið hringabrú. Gömul. Alt af skemmist útsýn mér, alt af daginn syrtir, héðan ekki fet eg fer, fyr en élið birtir. Valdemar Erlendsson frá Hólum, Dýpafirði. Swedish-American Line HALIFAX eða NEW YORK Drottningholm jiglir frá New Yorlc laugard. 24. okt. Stockholm siglir frá New York þriðjud. 17. nóv. Drottnmgholm siglir frá New York fimtud. 3. des. Gripsholm siglir frá New York miðvikud. 9. des. Stockholm sigkr frá New York þriðjud. 5. jan. 1926. » A þriðja farrými $122.50. Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni, . eða hjá Swedish-American Line 470 Main Street, WINNIPEG, Phone A-4266 Fólksflutningur * Til CANADA Sambandsstórnin í Canada hefir falið Canadian National járnbrautarfélaginu að velja og flytja til Canada innflytjendur, sem æskilegt er að fá og sem hægt er að útvega hentugt jarðnæði. Canadian National félagið gefur þeim nauðsyn- leg skírteini, sem uppfylla skilyrði innflutningslag- anna. Til þess að tryggja það sem bezt, að alt gangi vel, gerði fólk af þessum þjóðflokkum vel í því, að ferðast með Canadian National Railway: Polish, Russians, Ukranians, Roumenians, Hungarians, Aus- trians, Germans, Czecho-glovakians, Jugoslavians, Lithuanians, Latvians og Esthonians. Ef þú hefir frændur eða vini í Norðurálfu, sem þú vilt hjálpa til að koma til Canada, þá findu næsta umlboðsmann Canadian National félagsins, eða skrif- aðu á þínu eigin máli. ALLOWAY & CHAMPION, 667 Main Street, v , Winnipeg, Man. Walker leikhúsið. “The Winnipeg Kiddies,” sem svo mikla aðdáun hafa hlotið bæði í Bandaríkjunum og í Canada, verða á Walker leikhúsinu þriðju- dagskveldið 29. þ. m. og á hverju kveldi það sem eftir er af vikunni. Einnig verður leikurinn sýndur síðari hluta dags á miðvikudaginn og laugardatrinn og á nýjársdag, Leikurinn er svo góður og vel Ieikinn að mjög mikið þykir til hans koma í New York og annars- staðar þar sem hann er þektur Enginn skyldi ætla að hér sé ura að ræða barnaskap í leiklistinni, eins og þegar börn koma fram og fara með ljóð eða sögu. “The Winnipeg Kiddies” leika eins og leikarar, sem miklum þroska hafa náð í list sinni og mishepnasr aldrei að sýna það, sem til er ætl- ast. Söngvarnir eru nýir og dans- inn til'komumikill og fagur. — Að- göngumiðar verða til sölu á Walk- er leikhúsinu á þriðjudagsmorgun 24. þ. m. Unglingarnir nota sér þetta vafalaust í skólafríinu. Julia Arthu'r hin fræga cana- diska leikkona, verður á Walker leikhúsinu mánudagskveldið 4. janúar í hinum merkilega leik “Saint Joan” eftir George Bern- ard Shaw. Efni leiksins er mærin ’frá Orleans, og hefir hann fengið mikla viðurikenningu' í Banda- ríkjunum, Englandi, Frakklandi og Canada. Þ,enna leik ættu allir að sjá sem leiklistinni unna. Leikur- inn sýnir mjög greinilega hvernig ástandið var, þegar mærin frá Orleans var uppi og hvernig Frakkar og Englendingar litu á það sem þá gerðist. Leikurinn er mjög auðskilinn. Miss Arthdr, sem áður hefir leikið ýms hlutverk í leikjum Shakespears, vill heldur leika “Joan” keldur en nokkurt annað hutverk. Leikurinn sýnir tígulega atburði, sem allir ættu að þekkja og er öllum til fyrirmynd- ar. .Vegna þess 'hvé leikurinn er langur, verður byrjað kl. 8 og kl. 2, og engum verður gefið sæti meðan á hverju atriði leiksins stendur. Alvegóviðjafna rfífcir ■drykkur SökumfþeM hve efni og útbúnaður*ev fuílkominn/V r Kievel Brewing Co. Limited S(. Boniface Phones: N1888 N1178

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.