Lögberg - 24.12.1925, Side 6

Lögberg - 24.12.1925, Side 6
LÖGBERG FEVITUDAGINN, 24. DESEMBER 1925. Bls. 6. PEG Eftir J. Hartley Manners. “Hversvegna hefi eg ekki fengið að vita þetta fyr? Héfði eg vitað þetta, þá hefði eg ekki verið hér eina mínútu. Hvernig gat þér dottið í hug, að þú gætir mentað mig betur en faðir minn? Hann er eins mikið göfugmenni og nokkur hérna! Hann særir aldrei tifinningar vesalings stúlku fyrir það, að hún er fátæk. Er það máské glæpbr? Hvað hafa peningar og mentun gagnað þér, ef eg má spyrja? Þurkað blóðið í æðum þínum hafa þeir Þú ert dauðhrædd við að sýna nokkura mannlega tilfinningu. Þú veizt ekki hvað gæfa og frelsi er. Og sé það þetta, sem af peningunum leiðir, vil eg helst enga hafa. Lát mig heldur fá fátækt mína aftur. Þá get eg að minsta kosti hlegið og verið glöð án þess að valda öðrum skammar!” Reiðin hennar Peg hvarf nú samt, þegar henni varð litið á hvíta andlitið hennar Ethels. Hún gekk til hennar, lagði höfuð áitt á öxl hennar og grét sárum gráti. Ethel reyndi ,að hugga hana. “Grát þá ekki, góða,” sagði hún. “Daginn scm þú komst, vorilm við allslaus. Þú hefir sannast sagt gefið.okkur mat og húsaskjól allan þennan mánuð.” , Peg leit undrandi á hana. “Þið voruð allslaus, segir þú?” “Já, við höfum\kkert, nema peningana sem borgaðir eru fyrir dvöl þína hér.” Frú Chichester leit ásakandi á dóttur sína. Peg fór nú smátt og smátt að skilja: “Og hafið þið ekkert að lifa af ef eg fer?” • Ethel svaraði ekki. Peg sagði! “Sverjið það, að þið séuð háð mér? Ef það er tilfellið þá ætla eg ekki að fara. Eg vil síst af öllu að þið kveljist af hungri. Eg hefi séð ncg af ■fátækt og veit hvernig hún er.” Hún lagði handlegg sinn um axlir Ethels, og spurði svo lágt, að hinir heyrðu það ekki: “Var það af þessari ástæðu að þú ætlaðir að fara í gærkvöldi?” .Svipur Ethels sagði henni, að hún hefði getið rétt. I “Hamingjan góða!” hrópaði hún. “Og það var eg, sem þvingaði þig til þess. Þú kvaldist af sjálfs- fyrirlitningu, ef þú ð eins sás^ mig — ein3 og þú sagðir í nótt. En þú mátt trua því, að eg hefði aldrei viljað særa þig, hefði eg vitað þetta — aldrei, aldrei!” Hún snéri sér að hinum: “Jæja, það er þá afráðið! Eg verð hér, og er fús til að læra alt, sem þú vilt, frænka. Vill einhver biðja Jarvis iið bera muni mína og Michael inn aft- ur. Eg verð kyr.” / Jerry brosti alúðlega til hennar. “Þetta er einmitt það, sem eg bjóst við af yð- ur,” sagði hann. “En það er nú engin ástæða Jil þess lengur, að þér fórnið yður, kæra Peg.” “Hversvegna ekki?” hrópaði Peg áköf. “Ég er fús til þess nú.” “Eg kom hingað í dag, til þess að færa yður góðaf nýjungar,” sagði hann við frú Chichester. “Eg er af tilviljun einn í stjórnarnefnd Cliffords bankans, og það gleður mig að geta. sagt yður, að hann verður bráðum opnaður aftur, og allir þeir, sem peninga eiga í bankanum, geta fengið þá borg- aða rétt strax.” “Ó Alaric! ó Ethel!” hrópaði frú Chichester himinglöð. “Opnaðuc, aítur!” endurtók Alaric með fyyr- litningu. “Það er líka sannarlega skylda hans. Hvaða heimild hafði hann til að loka, ef eg má spyrja ?” “Af því að afarmíkið verðfall á amerískum hlutabréfum, sem við höfðum mikið af, átti sér,” stað,” svaraði Jerry. “Hræðslan er nú horfih, af því bréfin hækka alt af í verði, og bankinn hefir náð .fafnvægi aftur.” “Það skal eg segja þér mamma, að hver penny, sem við eigum, skal tekinn frá Cliffords banka og komið fyrir á óhultum stað,” sagði Alaric ákveð- inn. “Eftir leiðis vil eg stjórna fjármálum okkar.” Þessi ánægjulega fregn, hafði sjáanlega komið Chichester fjölskyldunni til að gleyma ungu stúlk- unni, sem einu augnabliki fyr, hafði boðist til að gera þeim auðvéldara að lifa, með því að gera sitt líf miklu erfiðara. Þau snéru öll baki að henni. Jerry leit á hana. Hún brosti til hans, en þáð var angurvært bros. “Þau þurfa mín nú ekki lengur. Það er best að eg fari. Verið þið öll sæl!” Hún ætlaði að fara, en Jerry stöðvaði hana. • “Það er ennþá eitt atriði í hr. Kingswortha erfðaskrá, sem eg verð að segja yður. Ef að þér fullkomnið nám yðar og mentun á viðunandi hátt, munuð þér, þegar þér eruð tuttugu og eins árs, erfa fimm þúsund árlega.” “Fimm þúsund — þégar eg er tuttugu og eins árs gömul —?” stamaði Peg. “Ef þér uppfyllið skilyrðin.” “Og þau ei;u?” “Að þér komið fjárráðamönnunum til að álíta, að þéi»«verðskuldið arfiijn.” “Þér meinið yður?” “Og hr. Hawkes.” Peg leit ájögmanninn, sem rofðnaði vandræða- legur. “Hr. Hawkes! jæja. Vissi hann líka um þeq'si fimm þúsund?” Hann skrifaði erfðaskrána fyrir hr. Kings- worth,” svaraði Jerry. “Það hefir þá verið af þessari ástæðu, að þér vilduð fá mig til að giftast yður, þegar eg yrði tuttugu og eins árs?” spurði Peg lögmanninn.' Hann reyndi að gera spáúg úr þessu. “Það var aðeins rugl,” ungfrú O’Connell,” sagði hann. . “Hafið þér beðið ungfrú Margaretar?” spurði Jerry. “Að vissu leyti,” stamaði lögmaðurinn. “Nú skil eg hvehsvegna allir mennirnir vo u svo áfram um að ná í mig,” sagði Peg og hló. “Eg get máské fyrirgefið þér, Aiaric,” sagðí hún, “en eg fyrirverð mig fyrir yður, hr. Hawkes.” “J>að er óneitanlega síður rétt,” sagði Jerry. “Eg get ekki verið yður samþykkur í þessu, Sit / Gerald. Það getur ekki verið neitt rangt við það, að opinbera vinsemd sína —” “Sögðuð þér vinsemd?” hrópaði Peg. “já, það sagði eg. Við stöndum bæði einmana í heiminum. Ungfrú O’Connell var óánægð, og hr. Kingsworth vildi að hún skyldi mentast; mér fanst þetta vera hentugt til að greiða úr vandræðunum. Hann tók hendi Pegs og bætti við: • “En eg vil samt sem áður vera vinur yðar og aðstoðari.” qISvoí pítn'nmaður minn.” hrópaði Peg. Lögmaðurinn bjóst til að fara. “Æitlið þér að fara án mín?” sagði Peg. “Þér ætlið þó ekki að fara aftur til Ameríku núna?” spurði hann undrandi. “Auðvitað ætla eg það. Hvað ætti eg annars að gera?” “Ef þér farið aftur til föður yðar, þá breytið þér gagnstætt hinni merkustu ákvörðun í erfða- skránni.” “Ef eg fer aftur til föður míns?” “Eða, ef hann kemur og heimsækir yður, áður en þér eruð tuttugu og eins árs,” bætti Jerry við, “Er það satt?” Peg blóðroðnaði. “Þá er málið útkljáð. Eg læt enga manneskju skilja^nig frá föður mínum, hvorki dauða né lif- andn” “Gætið þess, að eftir þrjú ár verðið þér rík hefðarmeyja óg óháð.” “Mér er alveg sama. Eg vil ekki vera hér í þrjú ár.” Hún mætti augnatilliti frúarinnar og breytti setningunni. “Eg vil ekki vera í fjarlægð frá föð- ur mínum í þrjú ár fyrir alla þá peninga, sem ttl eru í heiminum,” sagði hún. “Mig langar til að tala eitt augnablik vitna- laust við skjólstæðing minfi,” sagði Jerrý við þá, sem þarna voru. “Eg bíð yðar, og skal fylgja yður út á skiptfS,” sagði hr. Hawkes. Hann hneigði sig og fór. Peg horfði efandi á Jerry. “Skjólstæðing? Er það eg?” \ * “Já, Peg. Eg er löglegpr forráðamaður yðar, skipaður í þá stöðu af hr. Kingsworth.” ‘“Þér eruð þá stjórnarnefndarmaður fyrir arf- inum og fjárráðamaður minn. Mér þætti gaínan að vita, til hvers þér þér notið frístundir yðar?” Frú Chichester stóð upp til þess að fara. “Vertu sæl, Margaret,” sagði hún. “Við,sjá- umst líklega aldrei framar. Eg óska þér happasæll- ar ferðar.” ', ,“Þökk fyrir, frænka Monica.” Peg þráði eitt ofurlítið merki af blíðu frá móðursystur sinni. Hún hallaði sér að henni til að j kyssa hana, en annaðhvort hefir frúin ekki séð það, eða ekki viljað sjá það. Hún snéri sér frá henni og geldt upp í herbergi siþt. Alaric réttj henni hendi sína og sagði: “Það var mjög göfugt af þér að bjóðast til að vera hér, til þess að við gætum lifað «án þess að betla. Og það er áreiðanlegt, að eg mun sakna þín mikið.” “Vissir þú um þessi fimm þúsund pund?” hvísl- aði Peg. “Auðvitað gerði eg það. Það var »þessvegna að eg biðlaði i þín; til að frelsa heimili-okkar.” Alaric var að minsta kosti hreinskilinn. “Þú vildir færa þá fórn að giftast mér?” “Hiklaust.” “Þú ert sannarleg hetja, Alaric.”. “Það er ekkert til að hrósa mér fyrir, þetta er hæfileiki tekinn að erfð,” svaraði Alaric lítillátlega. “Það gleður mig að þú varst óheppinn í þessu efni,” sagði Peg. “Mig líka. Það var vel gert af þér að neita mér. HeRnin ogt hamingjan fylgi þér. Sendu ttiér bréfspjald frá New York. Eg kem við hjá'ykkur á leiðinni til Canada, ef eg á annað borð fer þangað. Vertu sæl.” , Svo fór hann. “Mig langar til að segja fáein orð við frænku mína,” sagði Peg við Jerry. Hann gekk að sólbyrgisdyrunum, stóð þar og v horfði út á óveðrið, sem var að nálgast. “Er úti um alt á milli ykkar?” hvislaði Peg að Ethel. “Já,” svaraði Ethel lágt. “Þú vilt aldrei sjá hann aftur?” __ “Nei*, eg ætla að segja honum það í bréfi.” “Eg hefi hugsað njn þig í alla nótt,” sagði Pcg , . alúðlega. “Mér finst að þú sért eins og þeir, sem . leita gæfunnar með lokuð augu. ^Opnaðu þín augu vel, góða, líttu á alt sem er fallegt í dágsljós- inu, þá verður þú lánsöm.” “tylér finst mig gruna það, að eg verði aldrei gæfurík,” sagði Ethel hrygg. . / “Eg hefj fundið til sama grunarins alloft á meðan,eg hefi verið hérna, skal eg segja þér. Þrjár máltíðir á dag, 'mjúkt rúm og alt sem maður þarfn- ast, gerir mann afar óánægðan. Ef að þú við og við færir til hinna fátæku, til þess að vita hvemig þeim liði og reyndir að hjálpa þeim, mundir þú að líkum finna bæði ánægju og frið.” Ethel lagði hendur sínar alúðlega á axlir Pegs. “Þú frelsaðir mig frá glötun í nótt, og í dag komst þú mér í sátt við móður mína og bróður — hugsaðu ekki mjög illa um mig, Margaret.” “Eg geri það ekki, Ethel. Þetta er ekki þér að kenna, heldur móður þinni.” “Móður minni?” “Já, það er uppeldið, sem gerir okkur að því^ sem við erum. Móðir þín hefir alið þig upp í gróð- urhúsi, í stað þess að láta þig vera úti í veðri og vindi frá bernskudögum þínum. Hún hefir kent þér að elska skraut og fyrirlíta þá fátæku. Og hún hefir kent þér að dylja alt, sem í þér býr, í stað þess að vera hreinskilin og heiðarleg. Hversvegna ætti eg að hugsa illa um þig? Eg hefi ennþá ýmsa kosti, sem þú átt ekki. Það eru ekki margar ungar stúlkur, sem hafa fengið jafn gott uppéldi og faðir minn hefjr veitt mér. Þú mátt því ekki «gremja þig. Eg hugsa aðeins vel um þig. Guð blessi þig, góða.” Hún faðmaði Ethel að sér og kysti hana. “Eg fer með þér til stöðvarinnar,” sagði Ethel snöktandi. Hún gekk hröðum fetum út, og Peg snéri sér að Jerry. “Hún‘ er farin,” sagði hún aðeins. Jerry kom til hennar. > “Eruð þér enn ákveðnar í/því að fara?” spurði hann. t , “Já, það er eg.” ^ “Og þój fai^ð án þess að þykja miður?” “Það hefi eg ekki sagt.” “Við höfum verið góðit vinir, Peg?” “Eg hélt það, já. En vinátta verður að vera hreinskilin. Hversvegna sögðuð þér mér elfki hver þér voruð? Að þér höfðuð nafnbót.” “Eg hefi ekkert gert til að fá hana. Hún er ^rfur. Eg vildi helst losna við hana, ef eg gæti. ’ “Viljið þér það?” ' “Já, það vil eg.” “En hversvegna létuð þér mig haga mér við yður sem jafningja?” “Af því að þér eruð það, og standið mér ofar að mörgu leyti — í göfuglyndi til dæmis.” • “Reynið þá ekki að skjalla mig. Eg þekki yður nú. Alt er öðruvísi.” “Og þér eruð ekki fáanlegar fil að vera hér?” “Ekki með nokkru móti. Eg þrái áb komast hgim.” “Getið þér aldrei kunnað við yður hér, og skoð- að þetta sem heimili yðar?” “Hér? Aldrei!” sagði hún ákveðin. “Mér þykir það leitt. Viljið þér hugsa um mig 1 við og við?” *Hún leit undan og svaraði ekki. “Viljið þér skrifa mér?” “Hversvegna?” ' “Mig langar til að heyra, hvernig yður líður. Viljið þér?” “Svo að þér getið hlegið að réttritan minni!” “Peg!” . . - Hann gekk fast að henni. “Sir Gerald,” éagði hún og hopaði á hæl. “Peg, elskulega Peg —” Hann tók báðar henduf hennar og laut niður að henni. Ett augnablik freistaðist hún til að fleygja sér í faðm hans. En uppreistareðli hennar sigraðl. ílún leit á hann þrjóskulega. ' ‘ * * “Ætlið þér líka að biðja mín?” álpaðist út úr henni. # Sir Gerald hrökk við og snéri sér frá henni móðgaður. Hún gat aldrei skilið hann — hann var ekki fær um að lýsa tilfinning sinni, og hún gat ekki getið sér til hvað hann lét ósagt. Hún hafði eflaust rétt fyrir sér, að þau voru ekki jafningjar. Jarvis kom fljótlega inn. “Hr. Hawkes segir, að ef þér viljið ná lest- inni —” fcJá, það vil eg,” sagði Peg einbeitt. Jarvis hvarf, og Peg leit á Jerry — en h,ann stóð cg sneri baki að henni. “Hvernig gat eg sagt. þetta við hann?” tautaði hún við sjálfa sig. “Það er aftur mín slæma írska tunga.” Hún gekk til dyra og opnaði þær með eins miklum hávaða og hún gat, í því skyni að hann mundi snúa sér við.” I En hann hreyfði sig ekki. Hún skildi þetta sem ósáttgirni frá hans hlið. “Verið þér sælir, hr. Jerry,” hvíslaði hún. “Guð blessi yður — og þökk fyrir, að þér hafið ' verið mér svo góður.” Dyrnar lokuðust á eftir henni, og hún ók burt. í stórviðri var hann sameinaður Iífi -4*ennar, og í stórviðri yfirgaf hann hennar líf. 18. KAPÍTULI. Peg yfirgefur England. Með mörgum gagnstæðum tilfinningum var það, að Peg fór út í gufuskipið, stem ætlaði til Ameríku. Þenna eina mánuð hafði hún orðið fyrir fleiri innvortis árekstrum,' heldur en öll þau ár, serti hún var búin að lifa. Þegar skipið fór frá Liverpool, fann hýn að nýtt líf mundi byrja fyrir sér. Ekk'ert yrði eins og áður var. Hún hafði fest ást á manni, og hún hafði.mis- skilið hann, að hún hélt. Og það kvaldi hana. Að Jerry hafði ekki sagt henni alt úm sjálfan sig,.eins og hún hafði gert, áleit hún óhreinskilni. Henni datt ekki í hug, að hann leit svo á, að hún gæti fengið að vita alt um sig, með því að spyrja einhvern af Chichester fjölskylunni. En það gat Peg ekki. - Hún kom aldrei með spurningar um fólk, sem henni geðjaðist vel að. Það benti á efa, áleit hún, og efi var það sama og skortur á trygð, bæði í vináttu og ást. , Hann og allir aðrir kölluðu hann Jerry, og hvorki hann né aðrir skeyttu neitt um nafnbót hans. En hún hafði álitið, að allir, sem áttu nafnbót, væru hreyknir yfir henni, og létu alla, sem þeir kyntust, vita um ha^na. Hún mundi hvað faðir hennar hafði sagt hefni um lögmann á Norður-írlandi, sem hlaut .nafnbot fyrir -að hafa fengið fleiri uppreistarmenn dæmda, en nokkur annar lögmaður. Hann var svo hreykinn yfir þessu, að hann hvorki hugsaði né talaði um ann- að. Hann krafðist þess, að vera alt af kallaður Sir Edwafd, og ef einhverjum a£ hans gömlu félöguifi varð á a<5 kalla hann Ted, leiðrétti hann það strax: “Sir Edward, verð eg að biðja. Samkvæmt hennar hátignar drotningarinnar góðvild og hennar brezku stjórnar — Sir Edward.” Peg skildi ekki, að fyrir Jerry félt þessi erfða- nafnbót honum jafn eðlileg, og hún féll hinum írska lögmanni- óeðlileg. Þefr* voru sinn af hvorri kyn- festuimynd. " Lögmanninum'sem fékk nafnbótina fyrir dugn- að sinn við glæparannsóknir, og sem ávalt héi nafn- bót sinni, átt á lofti, hafði Peg kynst við og við. En hinum siðaða og mentaða manni, sem aldrei gortaði af tign sinni, þrátt fyrir háa o’g áhrifamikla stöðu i mannfélaginu, og var ávalt blátt áfrara i framkomu sinni og hegðan, hann var af nýrri tegund manna fyrir Peg. ' * ' Hún roðnaði að stieypu, þegar hún hugsaði ' m kveðju sína. Sir Gerald hlaut að hugsa ógeðslega um hana. Framkoma hennar var til síðustu stundar Hns og hinnar litlu írsku “engin” — sem hún hafði kall- að sjálfa sig frammi fyrir honum. Hún hafði sært hann og móðgað svo mjög, að hún gerð honum ó- mög;ulegt að kveðja hana vingjarnlegn. Það Var ekki fyr en eftir á að henni varð það Ijóst, hve mikið hún hafði móðgað hann. Hún hafði haldið því fram, ■ að hann færi að dæmi Alarics og Hawkes, og beðið hins verðandi erfingja. Það var ásðknn. sem ekki eingöngu var henni sjálfri ósamboðin, en sem var alveg ófyrirgefanleg mcgðun gegn honum. Hann hafði alt af umgengist hana með fróbærri nákvæmni og kurteisi, en af því hann gekk ekki á meðal manna fig veif^ði aðalsbréfi sínu, hafði hún skvndilega þot- ið upp og bygt óyfirstíganlega girðingu á milli þeirra Á leiðinni hafði Peg nægan tfmn til að hii'raa aftur í tímann, og hún ko\nst að þeirri niðurstöðu, að hún hefðl einnig hagað sér illa g^gnvart Chic- hester fjölskyldunni. Hún hafði hiklaust lcveðið þann dóm upp yfir þeim, að þær væru sjálfselskar, óná- kvæmar og andlega stefnulausar manneskjur. En var hún ekki sjálf og allar aðrar manneskjur sjálfs- elskar líka? Og hafði ekki fjölskylda með ærfikenn- ingar meiri heimild til sjálfsálits, heldur en almúga manneskja, sem hvorki átti neitt að líta til aftur í tímann, né í ókomna tímanum. Var Chichester fjölskyldan þess utan svo óvið- jáfnanlega sjálfselsk? Það var til þess, að varðveita Ethel og Alaric frá neyð, að móðir þeirra hafði tekið að sér að menta og'siða Peg. Og hún skildi nú, hve viðbjóðslegt það hlaut að hafa verið fyrir slíka hefðarkonu sem frú Chichester, að taka aðra eins unga stúlku og dig á heimili sitt. Og Peg hafði ekki gert það auðveldara fyrir frænku sína, hún umgekst' alla fjölskylduna sem óvini sína. En var það ekki henni sjálfri að kenna, ef þeir hefðu verið það? Réttlætistilfinningar hennar voru nú vaknaðar, og komu henni til að líta öðruvísi á ásigkomulagið. Jafnvel Alaric fanst henni ekki lengur eins fyrir- litlegur. Hai\n hafði vanist of miklu dekri, en mót- lætið og kappgirnin við aðra menn, gæti gert hann að nytsömum manni. f “Og hiA vesalings einmanalega og ógæfusama Ethel. Með þröngsýni sinni og fávizku hafði Peg undir eins skoðað hana sem fyrirmynd hins enska yfirlætis, sem hún hafði heyrt og lesið svo mikið um. Það hafði sömu áhrif og opinberun á hana. þegar Ethel opnaði huga sinn og sál fyrir henni, og lét hana sjá hungur hjartans og ástríður, sem bjuggu í hinni að ytræ útliti ánægðu og tflfinningar- t sljófu hefðarmey. Undir ölíu þessu venjubundna siðakerfi, sá hún glampa af þeim eldi, sem eyðilagði Ethel, allan uppreistaranda hennar og hatrið til á- sigkomulagsins. Ef Peg hefði ekki hindrað það, þá hefði hún kastað sér í fangið á slíkum manni,/og Brept, að eins af því áð hún hafði engan sem skildi hana og veitti henni hjálp og styrk. Hve mörg þúsund af enskum ungum stúlkum voru ekki þannig — vel uppaldar, tamdar í fyrirfólks frímúrarafélagi — að því er virtist bíðandi rólegar eftir því, að þær fengi afsetning á hjónabandsmark- aðinum — hágöngudepillinn á þeirra stutta, þýðing- arlitla æfiskeiði. En gæti’ maður séð gegnum hið rólega ytra yfirborð, myndi maður máské'verða var _ við þessa sömu ástríðu ólgandi í blóði þeirra, og hina sömu uppreistarþrá ríkjandi í huga þeirra, sem hafði knúð Ethel fram á hyldýpisbarm hneykslisins. I^egar það ber við einstöku sinnum, að ung stúlka af góðum ættum strýkur burt með bifreiðarstjóra eða þjóni, er þessum óhyggilega viðburði leynt, og for- eldrarnir líta á hann sem andlegan eða siðferðis- legan misskilning hjá ungu stúlkunni. Þeir ættu heldur að leita að yfirsjóninni hjá sjálfum sér. Það eru siðirnir á þessum ensku heimilum, sem að miklu leyti orsaka leiðindin, er koma einstaklingum fjöl- skyldunnar til að geya uppreist. Börnunum pr ekki kent á meðan þau eru lítil, að vera algerlega heiðar- leg og hreinskilin. Þau eru of oft látin njóta um- sjónar þjónanna, og þá sjaldan að þau fá að koma í nánd sinna tignu foreldra, umgangast þeir þau anr- aðhvort með blíð,u umburðarlyndi eða harðstjóra hörku, eða blending af hvorutveggju. Það er því engin furða þó börnin segi þeim ekkert í trúnaði, sem þau hvorki eru hvött til að gera, né mæta réttum skilning, þó þau geri það. Þeim er bent á að fá fræðslu um lífið og hina miklu leyndardóma náttúr- unnar hjá ókunnum' og ó^iðkomandi manneskjum, eða gegnum sína eigin beisku reynslu. Á þenna hátt var Etel alin upp, og afleiðingin varð þetta, skyndilega strokuáform, sem Peg hepn- aðist að .stöðva. Hún kvartaði aðeins yfir því, að hpn ásetti sér að missa ekki sjón af henni, og að skrifa henni með ákveðnu millibili. % Hugsanir Pegs snérust þó ekki eingöngu um liðna tímann. Þær litu líka fram undan sér, til end- urfundanna við föður sinn. Æftli honum verði nú vonbrigðí að sjá hana? Hann hafði verið svo áfram um að gera framtið hennar óhulta, að afleiðingin af Englandsferð hennar yrði eflaust gabb fyrir hann. Hvernig myndi hann taka á móti henni? Og hvernig myndi henni sjálfri liða eftir allar þessar nýjungar, sem hún hafði orðið fyrir. Nú þráði*hún að tiléinka sér sið- mentun, að þekkja alt sem útheimtist til þess, að umgangast mentaðar manneskjur á viðeigandi hátt. Hún hafði verið vön að skoða hefðan þeirra sem tilgerð, en nú vissi hún að framkoma hins heldra fólks var því eins eðlileg, eins og írska mállýskan var henni. Eftir þetta gat hún aldrei orðið ánægð með sín- ar gömlu venjur; hún viðurkendi nú galla sína og þekkingarskort. Það leit svo út eins og hún hefði verið blind, og ekki getað séð hina fegurstu siði í umhverfi sínu. Og þegar hún sat þannig hugsandi og áéakandi sjálfa sig, sá hún ávalt andlit Jerrys fyrir frman sig og heyrði blíðu röddina hans, og hugsunin um hina óviðeigandi framkomu sína á skilnaðarstund* inni, kvaldi hana afarmikið. En hver hreyfing vélarinnar flutti hana lengra og lengra burt frá þessum ömurléga endurminninga- sta.ð. Og kvöldið ájður en hún kom til New York, kvaddi hún England fyrir fult og alt, ásamt öllu því, er fyrir hana hafði komið þar. , Hugsunin um föðurinn, sem beið 'hennar, sem aldrei hafði sýnt henni-reiðkné óánægju, hvað sém hún hafði gert, sem aldrei hafði skeytt um aðra en hana.'sero hafði gefið henni alla ást sína og allar hugsanir sinar, sem hafði unnið alt fyrir hana, kent henni og lifað fyrir hana. Hugsunin um föðurinn fór vaxandi og útilokaði allar aðrar hugs- anir og endurminningar. Hún þakkaði Guði fyrir að hún átti hann, og bað um hjálp til þess, að geta alt af verið trygg þess- um hetjulega bernskuvini sínum, og að engum yrði mögulegt að loka hann úti úr huga sínum. \ Þgar hún váknaði síða^t^ morguninn á skipinu, fanst henni að bæn sín hefði verið heyrð og viður- kend — allar hugsanir hennar snérust um þetta eina — að fá að sjá fpður sinn aftur. / /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.