Lögberg - 07.01.1926, Síða 3
LÖGtBERG FIMTUDAGINN,
7. JANÚAR 1926.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
Hlaupi, hlaupi hnoða mitt,
hlaupi að gleðilöndum.
Móðirin barnið signdi sitt
með sínum mildu höndum
og bjó um hnoss við brjóstið mitt,
sem bæta úr raunum vöndum,
löng svo yrði mér leiðin stytt,
sem liggur að ströndum, —
sem liggur að friðarströndum.
Lýsigullið gaf hún mér.
Glögt um alla heima sér,
ef það fyrir auga ber,
opnast þúsund vegir,
dýrir og dásamlegir.
Víðsýn blessuð vonin er,
vandi er samt að halda á þér.
Fyrst þú átt að fylgja mér,
firrast mun eg harma.
Réttu mér arma,
réttu mér Ijóssins arma.
Að mig reki ei upp á sker,
ef útaf nokkuð bæri,
gaf hún mér skæri,
gaf hún mér töfraskæri.
(Stilt og biturt stálið er,
Stuðlabergið harða sker,
ekkert betur vígi ver,
vilji eitthvað granda hér.
Þó þú mætir hættuher,
hjálpin býr í sjálfum þér,
ef þú vopnið bjarta 'ber:
bæn í trúarhendi.
iMóðirin mér svo kendi.
Ef hana geyma auðnast þér,
endist veganesti,
alt þó annað bresti,-
iHana smíðaði handa þér
hann, sem sólin lífsins er,
mestur í heimi, —
mestur í himni og heimi.
iStjúpan veröld varð mér flá,
vilti hún mig og lagði á,
að eg skyldi í öllu sjá
auðnustjörnur glóa,
gull og skóga,
gull og græna skóga,
og aldrei komast þeim undrum frá,
utan, eg fyndi drotning þá,
sem heima í dularheimi á
og heimsins börnin flýja.
Aldrei fyrri þekta þrá
þér skal hún vekja nýja.
Þá imunu slokna bros á brá
og breytast í tárdögg hlýja.
í þeim lindum aðeins má
augna læknast glýja.
Þá muntu gleðisólu sjá
svífa að baki skýja, ■—
svífa að baki dimmra raunaskýja.
Hlaupi, hlaupi hnoða mitt,
hlaupi að Frægðarvöllum.
Þeir eru undir háum hefðarfjöllum.
Vonin gaf mér gull og blóm,
gleðin er ekki handatóm.
Að leia að frægð I lífsins Róm,
list og hverskyns prýði,
hamingju hygg eg þýði.
En viljirðu vera frjáls og fróm
og fagra njóta draumsins, —
hættu þér ekki í hringrás nautnastraumsins.
Þegar kom eg þar til lands,
þá var mér boðið strax í dans.
Glumdu hörpur hulduranns.
Mér heyrðist í blænum þjóta:
“Lifa og njóta,
lifa og gleði njóta.” i—
Gleymdi eg bæði hættu og heim.
Hjartað lifði í fögnuð þeim,
sem hirðir hvorki um hefð né seim,
en hitt, að mega njóta,
að mega lífsins njóta.
Fanst mér eg ekkert þurfa að þrá.
Þetta Ijúfa sæludá
yfir mig draumablæju1 brá
og bjartar myndir sýndi.
Himininn gripinn hugði eg þá.
— En hnossunum mínum týndi,
hnossunum mínum, bæn og von’, eg týndi
Nokkuð snögt í brún mér brá,
blessan þeirri að tapa,
— var eg að tapa? ,
Var eg öllu að tapa? ,
Vaknaði eg og við mér sá
voðadjúpið gapa.
Var eg að hrapa?
Hvert var eg að hrapa?
Ofan í dauðans ógnagjá,
eilífa nóttin bú þar á.
Voninni minni vildi eg ná.
En vonin ekkert lýsti.
Kuldinn nísti, —
kuldinn hjartað nísti.
<Útgang þaðan engan sá
né annað er bjarga skyldi,
upp eg komast vildi.
í örvæntingarþrautum þá
þreif eg1 skærin brjósti frá.
Þegar eg vopni bænar brá,
birtu af vonarljósi sá.
Spor í bratta bergið þá
boraði eg hærra og innar.
Gekk eg upp á gullskærum móður minnar”.
Leit eg upp og svífa sá
svanabjörtum vængjum á,
lífsins dulardjúpi frá
drotning reynsluheima.
iMun hún vilja lið mér Ijá
og lofa mér að dreyma?
Á henni fanst mér unt að sjá,
að engan mann hún blekti,
augun eg þekti, — —
móðuraugun min í henni eg þekti.
Hjartað fyltist fögnuð þeim,
sem finnur sá einn, er kemur heim,
ef ihonum er tekið höndum tveim.
Hrygðina tárum-fjáða
beiddi eg líknarráða.
Að kæmist af harmsins hrjósturstrðnd
heim í gleði blómalönd.
Þegar eg styðst við þina hönd,
þá mun ekkert saka.
Þú munt vaka, —
þú munt hjá mér vaka.
En sorgin mælti: “Grát og gleym
gleðistundum horfnum þeim,
þú hefir gist í hennar heim,
hann er í brjóstum kátra,
við margskyns nautnaóhófs eim
óg óma lífsins hlátra.
Viljans hnoða á vegi þeim
velta skaltu eú láta
og gefa fyrir synd og seim
sæluna þá að gráta.
Sæluna þá að elska, líða og gráta.”
Fanst mér eins og augum frá
einhver skýla félli þá.
iLífið í öðru ljósi eg sá,
mig langaði til að gráta, i—
mig langaði til að hugga þá, sem gráta.
Greip mig einhver ókunn þrá
eftir að stríða og sigri ná,
horf ekki eigin hagnað á,
en hjálpa þeim, sem síður má.
iMér fanst ljúft að mega þá
með þeim hryggu líða,
vona og bíða, —
vona, trúa og bíða.
'Gott er að eignast auðlegð þá,
aldrei mun hún þrjóta.
Það er að njóta, —
það er að lifa og njóta.
Aldrei mun eg því eftir sjá,
þótt yrði ei nautna völlum á
aumt og visið ýlustrá,
sem aldrei fann til sára, —*
aldrei fann til lífsins dýpstui sára.
Ennþá lifir mín insta þrá,
sem uppfylling mun biáðum ná,
að berist eg út í banalá
og brotni lífsins ströndu á.
Þar mun eg náð og frelsi fá,
þót flyti eg hér um tímans sjá
eins og bára, •—
breysk og hvikul bára.
Skjóttu aldrei fugla á helgum degi.
Meðal margra heilræða, sem móðir mín gaf
mér í æsku var þetta: “Skjóttu aldrei fugl á helg-
um degi, það er ljótt og svo fylgir því óhamingja”.
Þessum ráðum móður minnar hefi eg talið helga
skyldu að hlýða. Hún trúði því að fugladrápi á
helgum degi “fylgdu óhöpp á ýmsa vegu, og mðr
finst eg betur og betur sannfærast um hið sama af
eigin reynslu. Máli mínu til sönnunar, skal eg
segja hér eina sögu.
Um eitt skeið var kaupamaður á Húsafelli hjá
foreldrum mínum, sem Guðundur hét. Hann var
mesti afburðamaður til allra verka. Víkingur til
sláttar, sjógarpur hinn mesti og skytta góð, og
greindur var hann og skemtinn Fyrir alla þessa
kosti unnu foreldrar mínir honum mikið og guidu
honum vel. Hafði hann það og í kaupbæti að fá
leyfi til rjúpnaveiða á vetrum. Á þeim árum var
mikil gnægð rjúpna á Húsafelli.
Einu sinn sem oftar kemur Guðmundur með
byssu sína og skotföng.. Það var á laugardegi.
Næsta morgun er Guðmundur horfinn fyr en nokk-
urn varir, byssa hans og skotföng. iBrátt vitnaðist
hvar hann var niðurkominn, því skotin dundu I
Bæjarfeljjnu. Þegar móðir mín veit, hvað hann
hefst að biður hún guð að hjálpa manninum. Að
hann fór á undan lestri, þótti henni ærin yfirtroðsla,
en að fara þar á ofan til fugladráps, það var meirf
vanhelgun á sunnudegi en nokkur vissi þá dæmi til.
Síðari hluta dags kemur Guðmundur, hefir þá drep-
ið 40 rjúpur, gladdist hann af þeim afla og skeltf
skollaeyrum við öllum ávítum. Næstu daga aflar
hann vel, og eftir lítinn tíma hefir hann fengið 360
rjúpur, sem voru þrír hestburðir. Alt gengur sem
í sögu. Guðmundur raðar rjúpu sinni niður í hálf-
tunnur, 60 í hverja, bindur sem vandlegast, Ieggur
svo á hesta sína og lætur upp klyfjar, og til að vinna
sem mest, þá kemur hann hestunum af sér á tvo
menn, sem ætluðu ofan í Reykholtsdal. Sjálfur
ætlar hann að ganga vestur fjall og bæta enn við
afla sinn.
Lestamönnum Guðmundar gekk alt slysalaust. þar
til kom á Katrínarhól, hann er við Hvítá, nokkuð
fyrir utan Húsafell, milli Hringsgils og Deildargils.
Vegurinn liggur norðan í hólnum, og á litlum spöl
er gatan tæp, og beljandi Hvítá ar hyldjúp neðan
undir snarbrattri brekku. Þar sáu lestamenn að
farið var að hallast á einum hestinum, hlaupa til,
en urðu of seinir, svr ofan féllu klyfjarnar Aðra
klyfina gátu þeir höndlað, en hín valt með miklu
kasti og þeyttist út í Hvítá. Gat hafði brotnað á
tunnuna og þegar í straumkastið kom, fóru rjúp-
urnar að fljóta þar út um og dreifðust þær víðsveg-
ar um strauminn. Bárust sumar að landi, þær tíndu
lestamenn upp, og voru það 20 rjúpur. Hinum 40
skilaði Hvítá aldrei aftur, sem var sama talan og
Guðmundur myrti á helgidegi.
Næst er Guðmundur kom að Húsafelli, mintf
móðir mín á orðtækið “Illur fengur illa forgengur.”
Sagði honum hvað það sýndi sig berlega, hvaða ó-
blessun fylgdi slíku óhæfuverki, sem hann hefði
unnið. :Hét ;hann þá að gera ekki slíkt oftar, og
efndi vel.
Mér þykir saga þessi of merkileg, til þess að
gleymast, því hefi eg skráð hana hér bókstaflega
rétta, en þó það sé fágætt að sunnudagaafli g^ngl
svo fljótt úr greipum manna, þá er mín trú að hon-
um fylgi æfinlega óblessun. Enda eg sögu mína
með heilræði móður minnar.
“Skjóttu aldrei fugl á helgum degi, það er svo
Ijótt og því fylgir óhamingja.” Kr. Þ.
i Nýtt Kirkjublað.
Hinn miskunnsami Samvei ji.
Ungur prestur var fótgangandi á ferðinni um
sókn sín". á vetrarkvöldi. Var alsnjóa og nokkuð
frost. Varð honum þá snögglega ilt, og sótti á hann
svo mikið magnleysi, að hann náði ekki til bæja, en
lagðist út af í svefnmóki við veginn.
Þetta 'hefði nú orðið síðasti svefninn fyrir
presti, ef ekki hefði maður farð um sama veg rétt á
eftir í vagni, og vaknaði prestur við það, að hann
var að hristast í vagninum, og alókunnugur maður
var þar yfir honum, í fremur fátæklegum verka-
mannafötum.
Stundarkorni síðar var vagninn kominn að
kunningjahúsi, þar sem tekið var tveim höndum við
presti til að hressa hann og honum boðin gistlng,
en kerrumaður hélt leiðar sinnar. Prestur fylgdi
honum úr garði til að þakka honum fyrir sig og bað
hann að taka við pyngju sinni og eiga það litla, sem
í henni væri. Maðurinn tók það ekki í mál, og sagði
að svona hjálpsemi væri svo alveg sjálfgefin manna
í milli og væri ekkert að launa.
“En eitt verðið þér þó að gera fyrir mig,” sagði
prestur. “Segið mér ihvað þér heitið, svo að eg geti
hugsað til yðar í bænum mínum og sagt frá þessu
góðverki yðar.”
Maðurinn færðist undan því, og þegar prestur
gekk fastar á hann, varð honum að orði:
“Eg þykist sjá, að þér eruð prestur. Þér getið
kannské þá sagt mér, hvað hann hét Samverjinn
miskunnsami, sem Kristur segir frá.”
Það stóð nú í presti, eins og vita mátti, að nafn-
greina Samverjann. Kvaddi þá kerrumaður prest
og sagði:
“Mér er þá ekki vandara um en iSamverjanum,
og má eg ekki vera nafnlaus eins og hann?”
Nýtt Kirkjublað.
Ý mislegt.
Vinnan göfgar.
Hinn heimsfrægi Englendingur, Henry Dram-
mond, sagði einu sinni, í fyrirlestri, sem hann hélt,
eftirfarandi orð um vinnuna:
“Vinnan er ekki til orðin einungis vegna þess, að
heimurinn þurfi hennar sér til notkunar. Maðurinn
vinnur, en vinnan skapar manninn. — Verzlunarskrif-
stofan er ekki að eins staður, sém gefur af sér pen-
inga, heldur einnig sá staður, sem þroskar þann sem
starfar þar. Iðnaðarstofan eða verksmiðju vinnu-
stofan er ekki að eins sá staður, þar sem vélar eru
smíðaðar og aðrir nauðsynlegir hlutir,—þar fá menn-
irnir’ sem vinna, aukna lífsþekkingu, sem er nauð-
synleg fyrir starfsemi lífsins. Þeir verða göfugir,
starfsamir meðlimir þjóöfélagsheildarinnar.
1 guðs augum hefir JxiS ekki svo mikla þýðingu,
livort vér öflum oss eða missum lítið eitt af jarðnesk-
um auðæfum, á hinu riður meira, aÖ vér séum trúir
alt til dauðans, og 'heiÖarlegir, því vinnan göfgar sál
vora, gefur oss lífsþrótt og gleði. Og hversu afar-
þýðingarmikil er ekki vinnan fyrir þjóöfélögin.
Vinnan er grundvöllur allrar menningar. Vinnan
skapar hlýðni og lífslöngun, sem eru aðal skilyrBi
hvers J>jóÖfélags.”
Svofeldum orðum fer einn af mikilmennum heims-
ins um vinnuna: Þessi vegna, 'kæru, ungu vinir, sem
viljið vera nýtir meðlimir þjóÖfélags ykkar, og sannir
synir íslands og dætur, leggið ykkur þessi orð á
minni. Lærið að elska og virða vinnuna — alla heið-
arlega vinnu — á meöan þið eruð ung, því þá verðiö
þið vinnugefin og guði þekk, Jægar þið eldist. Hugs-
ið ykkur, hvað það muni vera tilkomulítið og leiðin-
legt lif, að slæpast iðjulaus frá morgni til kvölds, t.
d. hérna á götunum. Það er líka svo hættulegt, af
J>ví ]>að sijófgar góða hælileika og eyðir fögrum hug-
sjónum, en setur í staðinn í hin saklaususu hjörtu
ykkar saurugar og ljótar myndir úr götulífinu og
veikir sálar- og líkamskraftana, sem guð hefir gefið
ykkur til þess að vinna að heill lands og lýðs.
ro tóbaksvindlar deyða 20 froska.
Enskum vísindamanni var einu sinni falið á
hendur, að rannsaka eitrið (nikotin), sem er i tó-
bakinu.
Við tilraunina notaði hann smáa tóbaksvindla
('cigarettur) og náði úr J>eim öllu eitrinu. Helming-
inn af J>ví eitri, sem hann fann í einum smávindli, setti
hann í heilbrigðan frosk. Þetta hafði þau áhrif, að
froskurinn dó undir eins. Hinn helminginn setti
hann í annan froslk, sömuleiðis heilbrigðan og feitan;
áhrifin urðu þau sömu, hann dó lika strax.
Drengir J>eir, sem reykja, munu tæplega gera sig
ánægða með minna en 10 vindla á viku.' Slikir smá-
vindlar vaxa ekki þeim i augum, en J>eir ættu að hafa
það hugfast, að eitur það, sem þeir J>annig draga inn
i blóðið, er nægilegt til að deyða 20 frrjska. Það er
heppilegra fyrir unga drengi, að leika sér ekki þannig
með þetta sterka eitur, sem eyðileggur heilsuna.
Abraham Lincoln,
sem lengi var forseti Bandaríkjanna í Norður-Ame-
ríku, áminti iðulega börnin sín á þessa leið:
“Drekkið eekki vín, neytið ekki tóbaks, hafið ekki
spil um hönd, segið aldrei vísvitandi ósatt, svíkið eng-
an og virðið öll ykkar loforð, elskið sannleika og
dygð, elskið náungá ykkar — og þá verðið þið ham-
ingjusötn.”
Abraham Lincoln var einn af vitrustu og beztu
forsetum, sem Bandarikin hafa átt.
—Panncy.
“Gekk eg upp á gullskœrum
móður minnar.”
Lofa mér aftur lífsins gleði að dreyma.
Professional Caras
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Oífice tímar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á. ati
selja meSul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er aS f&, eru
notuS eingöngu. pegar þér komiS
meS forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um, aS fð. rétt þaS sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7658—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bidg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office timar: 2—3.
Heimill: 764 Victor St.
Phone: A-7686
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office Hours: 3—5
Heimtli: 921 Sherburne St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.—Er að hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdéma.
Er að hitta frú kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: N-6410
Heimili: 806 Victor St.
Sími: A-8180
Giftinga- og Jarðarfara-
Blóm
með litlnm fyrirvara
BIRCH Blómsali
616 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur llkkistur og annast tim út-
farir. AUur útbúnaður s& bezti.
Enn fremur seiur hann allskonar
mlnnisvarða og legsteina.
Skrifst. Talsími: N-6607
Heimilis Talsími: J-8302
JOSEPH TAYLOR
Bögtaksmaður
Heimatalsiml: St. John 1844
Skrif-tofu-Tals.: Á-6557
'ekur lögtaki bæði húsaleiguskuld-
, vetsskuldir og vlxlaskuldir. — Af-
jreiðir alt, sem að iögum lýtur.
Skrifstofa 235 Main St-
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bullding. Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
pelr hafa einnig skrifstofur a8
Lundar, Riverton, Gimll og Piney
og eru þar að hltta &• eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miBvikudag
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miSvikudag.
Piney: PriBja föstudag
1 hverjum m&nuBi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðlngttr
Hefir rétt til a8 flytja m&l bæ81
t Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sa-sk.
Seinasta m&nudag 1 hverjum m&n-
u81 staddur I Church'bridge
J. J. SWANSON & CO.
Selur bújarðir. Látið það félag
selja fyrir yður.
611 Paris Building, Winnipeg.
Phones: A-6349—A-6310