Lögberg - 11.02.1926, Síða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
U. FEBRÚAR 1926.
Bls. 5.
Dodds nýrnapillur eru besta
nýrnameðalið. Lsekna og gigt bak-
verk, ihjartabilun, þvagtapp'u og
önnur vei'kindi, sem stafa frá hýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50c askjan eða sex ösikjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf-
sölum eða frá The Dodd's Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
minna um refsingar en annars stað-
ar. Til þess geta verið alt aðrar á-
stæður.
Eg efast ekki ura, aö þóðfélögin
hafa rétt til þess hð verja sig fyrir
lagabrotum — með refsinguni, ef
»það verður ekki gert með öðrum
hætti. En hreinskilnislega skal eg
við það kannast, að eg ber þær ekki
mjög innilega fyrir brjósti. Sumir
vitrir menn halda, að þær aftri laga-
brotum að talsverðu leyti. Aðrir
vitrir menn hafa enga trú á því.
Sjálfur veit eg ekkert um það. En
nær er mér að halda, að bersynd-
ugu konurnar hefðu ekkert orðið
færri, þó að Jesús frá Nazaret hefði
beitt þær ^inhverju harðræði,
né hórseku konurnar færri, þó að
hann hefði látið grýta þær. Að
minsta kosti virðist hann hafa litið
svo á. Um alllangt skeið voru menn
í sumum löndum hengdir fyrir
þjófnað. Meðan því fór fram, var
þjófnaður gífurlega tíður. Nýlega
las eg það í ritgerð eftir enskan lög-
fræðing, að fyrir tiltölulega fáum
áratugum hefðu menn verið hengd-
ir á Englandi fyrir sakif, sem nú
mundu varð 10 shillinga sekt. , En
lagabrotin voru þá rniklu fleiri, að
tiltölu við mannfjölda, en þau eru
nú. \
Ög svo er annað. Þó að refsað
væri fyrir öll lagabrot, — sem ald-
rei verður — og þó að öíl sú refs-
ing væri sanngjörn—sem ekki verð-
ur heldur — þá fer því nokkuð
fjarri, að réttlætinu væri full-
nægt með því. Eg skal taka eitt
dæmi, af því að S. N. minnir mig
sjálfur á það. Þorsteinn í sögunni
“Sálin vaknar’’ er ekki vondur mað-
ur. En hann er manndrápari, og
óumflýjanlegt að dæma hann, ef
lögregluvaldið nær í hann. Þor-
lákur í sömu sögu er verulegt ill-
menni, en það' væri ókleift að fá
nokkurn dómara til þess að dæma
hann, þvi að hann hefir engin lög
brotið, þau er eftir verður dæmt.
Það er nú svo, að fyrir allmargt af
því, sem verst er i mannlifinu,
verður aldrei hegnt af yfirvöldum,
og það er ekki heldur á nokkurs
manns færi, að meta yfirsjónir ná-
kvæmlega rétt, þær sem réfsað er
fyrir. Það er fyrir þá sök, að eg
ann réttlætinu og hugsa mér að eg
skilji ofurlítið í því, að eg hefi ekki
jafndieitan áhuga á refsingum og
S. N. finst sjálfsagt, að eg ætt-i að
hafa.
Sjálfsagt er að benda á það, að
það er ekki með refsingum einum,
að, S. N. hygst að bæta mennina.
Hann vill líka gera það með upp-
eld&nn, það sé “fyrsta sporið’’. Um
það getum við verið sammála. En
auðvitað er alt undir þvi komið, i
hvaða átt uppeldið stefnir. Það
uppeldi, sem stefnir burt frá frels-
inu, skilningnum; mannúðinni, fyr-
irgefningarhugs'jóninni, hefir öld
fram af öld verið mannkynsins
mesta bölvun. Hámarkið af á-
rangri þess fengu menn í veraldar-
ófriðnum mikla.
Það er til annað uppeldi, sem er
eina vonin — það uppeldi, sem inn-
rætir mönnunum óafmáanlega þær
leiðbeiningar, sem Jesús Kristur
hefir gefið þeim—það uppeldi, sem
opnar útsýni inn í annan heim —
það uppeldi, sem festir það í huga
mannanna, að allir fjársjóðir og öll
lífsþægindi eru hégómi i saman-
burði við það, sem Jesús frá Na?a-
ret nefnir fjársjóði á himnum —
það uppeldi, sem gerir mönnuunm
það ákiljanlegt, að það gagnar þeim
ekkert að komast hér i heimi hjá
afleiðingunum af illum hugrenn-
ingum og illum orðum og illum
verkum og allri vanrækslunni og
allri svikseminni við sannleikann og
réttlætið, því að, að svo miklu leyti
sem þessar syndir eru þeim sjálf-
ráðar, verða þeir að taka afleiðing-
unum af þeim annas staðar eftir
fáéin ár — það uppeldi, sem gerir
mönnum það ógleymanlegt, að það
er magn kærleikslundernisins eða
skortur þess, sem ræður úrslitum
farsældar eða ófarsældar, þegar
þangað er komið, sem hégóminn
verður að engu — það uppeldi, sem
nemur burtu, efasemdirnar um það,
sem mest er um vert, og lætur
menn skilja það, að það er sannað
mál, að Jesús Kristur var að boða
sannleíka, þegar 'hann talaði um
þessi efni, og að þetta eru engar
bollaleggingar eða heilaspuni, held-
ur hinn alvarlegasti veruleikur til-
veru vorrar.
f f ,
S.N. ber mér það á bryn, að eg se
að leika mér með háskalegar lífs-
skoðanir. Eg hefi á efri árum æfi
minnar verið að reyna að læra að
skilja lífsskoðun Jesú frá Nazaret,
og þeirrar tilraunar hefir kent
nokkuð í bókurn mínum. Það er
háskinn.
Það ræður þá að líkindum, að eg
muni ekki vilja koma því inn hjá
möpnum, að engin synd sé til, eins
og'S. N. dróttar að mér. Eg geri
ráð fyrir, að enginn hafi haft ljós-
ari meðvitund um syndina í veröld-
inni og afleiðingar hennar, en Jes-
Ú8 Kristur. Það yrði líka að vera
meira en meðalfífl, sem liti kring-
um sig í heiminum og sæi ekki
syndina.
F.n þrátt fvrir hina ríkit meðvit-
und Jesú um syndina, er ekkert,
sem hann varar meira við en hörð-
um dómum, ekkert, sem hann held1-
ur fastara að mönnum en misk-
unnsemin og fyrirgefningin. Hvern-
ig verður því komið heim? S. N.
botnar auðsjáanlega ekkert i því.
Mé finst það ekkert sérstaklega tor-
skilið. Jesús er óumræðilega miklu
vitrari en samtíðarmenn hans. Hann
skilur það, að syndin er miklu
flóknara mál en menn halda. Hann
ætlar föður sinum á himnum að
greiða úr ábyrgð hvers einstaks
manns. Hann treystir engum manni
til þess. Að hinu leytinu sér hann
það, að hörðu dómarnir eru bæði
runnir upp af spiltu hugarfari og
auka lika stöðugt spillinguna. Fyr-
ir því eiga mennirnir, eftir hans
kenningu, að varast hörðu dómana.
Þeir eiga í þeirra stað að leggja
stund á miskunn. Þeir eiga að
fýrirgefa.
Jesú kemur ekki til hugar með
þessu að draga úr því, að menn séu
strangir í kröfum og dómum um
Bandaríkja ylur.
“Þú kominn ert frá Canada og kuldann þolir vel,”
einn verkanautur vék að mér þá var að frjósa’ í hel.
Af funa-hita fæddist svar: “Já, fast við mitt eg held;
vil heldur kulda’ í Canada, en konungslausan eld!”
Og viðtal þetta vermdi ögn, því vel í potti sauð — •
Til samúðar og sátta þó oss samtíð hlýrri bauð;
er bökuðust við inni-eld, að öðru snerist tal,
frá viðræðunni’ ier hógvær hófst, eg herma ykkur skal:
“Svo kominn ert frá Canada?’"—“Já, karl minn, sízt það dyl”;
"Minn afi’ er þaðan” — “Þá er víst, að þaðan bar ’ann yl”;
“Varst borinn hér? Það flestum finst sé fremdarauki stór”'—
“Já, land þitt er mín æskustöð; en ungur héðan fór.”
«1
Nú grófst upp margt í gegnum tal, sem gaf oss inníi frið,
er fundum glögt að furðu líkt er flest, sem eigum við;
svo keimlik örlög, kjör svo' tengd, við kynnum haja elt
frá flömu löndum — sama járn í svipuð mótin heit.
“Við grannar erum alla stund þar ættar tvinnast bönd” —•
“Með vegamót öll virkislaus, því vinskap heillar önd”;
“Við gömlum heimi gerum skil ef geggjar okkar frið!” —
“Við viljum okkar yngri lönd þar opni fegri hlið.”
**-)(■*
Við sættumst heilum sáttum loks ’ann Sámur frændi’ og eg,
og handabandi hlýju með við heilsumst nú á veg;
því þegar öllu’ á botn var bylt, var báðum leitt til saains,
að skynjum hvorki eld né ís í ást til heima-ranns.
O. T. Johnson.
Þetta kvæði er endurprentað hér að ósk höfundarins,
vegna slæmra prentvilla er í það slæddust áður. — Ritst.
sjálfa sig, eins og S. N. telur hljóta
að verða afleiðinguna af þessum
hugsunarhætti. Hver sem les guð-
spjöllin með athygli hlýtur að sjá
það, að það er enginn barnaleikur
að haga sér eftir siðferðiskröfum
Jesú Krists. S. N. setur það fram
sem sjálfsagða speki, að vér getum
ekki fyrirgefið öðrum mönnum
það, sem vér fyrirgefum ekki sjálf-
um oss. Afleiðingin af því að fyr-
irgefa öðrum, verði veiklun á kröf-
unum til sjálfra vor. Eg þori að
fullyrða , að þetta er þveröfugt við
hugsun*Jesp. Og eg held, að Jésús
sé i þessum efnum — eins og i öll-
um efnum — vitrari en S. N. Vér
vitum mjög miklu meira um sjálfa,
oss en aðra. Þó að vér finnum. að
frjálsræði vort er mjög takmarkajS,
þá förum vér venjulegs^furðu nærri
um það, við hvað við hefðum getað
ráðið. Samvizkan er nokkuð næm,
að minsta kosti ef vér leggjum rækt
við hana. Þvi fer nýjög fjarri, að
vér getum dæmt aðra af samskon-
ar þekkingu.
IV.
Eg hefi furðað mig á mörgu í
ritgerð S. N., en á engu jafn-mikið
pgv daðri hans við kristindóminn.
Það sem hann finnur mest að mér,
þegar öllu er á botninn hvolft, er
það, að eg hafnaði “kristninni” með
hugsun minni. Eg geri ráð fyrir að
með “kristtii” eigi hann við hug-
sjónir kristninnar. Mér hefir skil-
ist svo, sem aðal hugsjónir kristn-
innar séu þær kenningar, sem Jesús
Kristur hefir flutt mönnunum. Mér
er það ekki kunnugt, að eg hafi
hafnað þeim.
En þó a'ð eg hefði hafnað þeim,
þá situr það sízt á S. N. af öllum
mönnum, sem á íslenzku hafa rit-
að, að finna mér það til foráttu.
S. N. reynir að gylla hefndarhug-
ann, sem er það, er Jesús Kristur
varar sér'staklega við. Hann ó-
frægir fyrirgefningar - hugarfarið,
sem Jesús Kristur sérstaklega
heimtar.
S. N. boðar tvíveldis-kenninguna,
eilífan mátt og eilíít eðli hins illa,
alveg eins og hins góða. Það er
gersamlega ókristin hugsun. Að
minsta kosti er hún þveröfug^ við
kenningar Jesú og hins mikla rit-
höfundar frumkristninnar, Páls
postula.
S. N. boðar guð “sem unga hetju,
sem berst blóðugur og vigmóður við
dreka hins illa” óg fyrirgefur ekki.
Þroski hans er ekki óendanlegri en
“myrkravöldin, sem ihann berst
við.”
Það er áreiðanlegt, að þessi blóð-
ugi guð, sem aldrei vinnur sigur á
því illa, er ekki sá faðir vor á
himnum, sem Jesús Kristur boð-
aði mönnunum, né heldur sá guð,
sem nýja testamentið talar um, að
sé “yfir öllum og með öllum og í
ölkrm”. Þessi kenning er ekki krist-
in. Hún er heiðni. Þessi guð S.
N. er Þór. Ofurlítið fægður og
litaður Þór.
Bonspiel-gestir
œttu að notfæra sér vora miklu og margbreyttu
Mill=End FATA SÖLU
GÓÐ
FÖT
$21
.75
GOTT
SNIÐ
Búin til eftir máli
Scotland W oolenMillsCo.
484 MAIN STREET
Þeir EINU “Mill-to-Man“ Tailors
S. N. fræðir oss um það, að ein-
hverjir- jafnaldrar hans líti hkt á
þessi mál eins og hann, “þótt fáir
hafi gert öðrum það ljóst og sumir
ekki sálfum sér.” Eg skal ekkert
um það segja. Eg þekki ekki þessa
menn. Eg veit ekki, hvað gáfaðir
þeir kunna að vera, sem aðhyllast
í ftieira lagi viðsjárverða kenning-
'ar, án þess að hafa gert sjálfum sér
það Ijóst —’og þar af leiðandi frá-
leitt neinum öðrum, nema S. N.
Alla sízt veit eg, hver afreksverk
eða afglöp þeir elga eftir að fremja
í veröldinni.
En hinu mótmæli eg afdráttar-
laust, að af nokkru verði ráðið, að
þeir séu fulltrúar þess tímabils,
sem nú er að renna upp. Veröíd
vor hefir, einmitt k ' þessari öld,
fengið1 nokksð greypilega reynslu
þess, hvað þaö kostar, að leggjast
alveg undir höfuð að fara eftir
kenningum Jesú Krists. Það hef-
ir kostað hana miljónir af manns-
lífum, óumræðilegar líkamlegar og
andlegar þjáningar og botnlaus ó-
gtynni af auðæfum. Beztu og
vitrustu menn veraldarinnar eru nú
að reyna að verja vitsmunum sin-
umtil þess að græða hin djúpu sár'
þjóðanna. Og þeir sjá engin önn-
ur ráð en niðurfall saka, að svo
miklu leyti, sem unt er. Þeir sjá
engin önnur ráð en reyná að upp-
ræta ofbeldisviljann og hefndar-
hugann. Þeir sjá engin önnur ráð
en að kenna mönnum að fyrirgefa.
Þeir trúa áreiðanlega ekki
blóðugan guð.
Einar H. Kvaran.
— ISunn.
Yfirlýsing.
Við undirritaðir forsetar og skrif-
arar Péturs, Vídalíns, Luthers og
Víkur safnaða gerum hér með
fylgjandi yfirlýsingu:
Þar sem nú lítur út fyrir að séra
Valdimar J. Eylands verði ekki að
þessu sinni prestur okkar sa^naða,
þá er það*ekki að neinu leyti honum
að kenna, heldur er það ásttandi þvi
að kenna sem átt hefir sér stað í
bygð okkar, og skuln hér tekin
frani helztu atriðin.
Þegar Séra K. K. Olafson fékk
köllunina frá Argyle söfnuðum,
ráðfærði hann sig við fulltrúa í
sínum söfnuðum og fékk þá til að
sjá um að kosinn yrði einn rnaður
úr hverjum söfnuði til at^ mynda
nefnd til að ihuga með honum hvað
ráðlegast væri að gjöra. * Það var
gjört. Nefndin mætti á Jieimili
hans. Sagði hann þá að sig lang-
aði fekki til að fata úr þessari bygð,
hér væri hann upp alinn og hér
ætti hann marga vini, en hann vildi
gera það seni nefndin teldi að heppi-
legast mundi verða fyrir málefni
kristindómsins Eftir langar urq-
ræður var komist að þeirri niður-
stöðu að sjáanlegt væri að ekki gæti
eining komist á milli fólks í þessum
tveimur prestaköllum, sem hér væru
nú, sem þó væri æskilegt, á meðan
þessir tveir prestar væru hér. Fin-
dist þeim því réttast að.séra K. K.
Olafsson tæki kölluninni fpá Argyle
þótt sárt væri að missa hann hétran;
vonuðu að séra Páll Sigurðsson
fengi einnig köllun, því þó báðir
væru góðir prestar, mundi ómögu-
legt að sameina sig um hvorugan.
Rætt. var um hvort söfnuðirnir
vildu vera prestlausi r. þegar séra K.
K. O. færi. Ekki fanst j>að mundu
vera ráðlegt til lengdar. Var þá
álitið heppilegt að fá einhvern,
sem ekki hefði verið neitt við sund- i
rungamálin riðin, en engin fanst!
sem við mundum geta fengið nema!
ef vera kynni þá stúdent V. J. Ey-
lands. Að því var hallast og hann
fenginn til að koma og prédika á
a fjórum stöðum. Líkaði það ágæt-j
ltga, svo fólk varð afráðið í að j
reyna að fá hann og senda honumj
köllun. En þá kom það fyrir í Vík-
urs söfnuði að nokkrir héldu þvi
fram að betra væri fyrst að reyna
að sameina, var á það fallist og
hinir söfnuðirnir fengnir til að bíða
með fullnaðarkosning. Voru svo
sameiningar tilraunir gerðar sem
engan árangur sýndust hafa. Brast t
þá þolinmæði okkar safnaða og
kusu þeir séra V. J. Eylands, og
sentu honöm köllun, en fyrir ein-
hverj^ ástæður dróg hann lengi að
svara/ Kom hann samt og mess-
aði í öllum kiékjum prestakallsins,
og líkaði fólki svo vel að lagt var
að honum að taka kölluhinni. Geta
má samt þess að mótbára kom frá
Víkursöfnuði, svo þaðan var hon-
um aðeins send köllun til bráða-
byrgðar þjónustu. Svo eftir
nokkurn tima svaraði séra V. J. E.
og tók köllun Péturs, Vídalíns og
Luther safnaða, og lofaðist til að
þjóna Víkurssöfnuði eftir því sem
uin semdist, kvaðst koma og byrja
starfið hjá X)kkur um nýár 1926.
En seint í Nóvembet kom sú fregn
að séra Páll Sigurðsson væri búinn
að segja upp sinum söfnuðum,
komu þá fram raddir um að nú
væri tími til að nýju að sameina.
28.NÓV. héldu svo fulltrúar þessara
safnaða fund, var þar lesið bréf frá
séra«Eylands, í hverju stóð, að ef
sameining strandaði á því að hann
hefði verið kallaður, þá skyldi hann
draga sig í hlé. Var þá afráðið að
boða til fulltrúafundar, og allir full-
trúar úr báðum prestakcllunum
beðnir að mæta í kirkju Víkursafn-
aðar Þriðjudaginn 15. Des. Á þeim
fundi voru allir fulltrúarnir og þær
nefndir sem næst liðið sumar höfðu
starfað að einingar tilraununum og
fleiri. Skírði þá forseti Víkursafn-
aðar frá tilganginum með að boða
jænnan fund. Að því búnu tilkynti
framsögumaður frá Garðarsöfnuði
með hvaða kostum Garðar söfnuð-
ur vildi sameinast Lúther söfnuði.
Voru þeir, að hinn sameinaði söfn-
uður héti Gárðarsöfnuðuf, með lög-
um Garðarsafnaðar, og svo yrði
prestkosn. í öll-
Bent var á þrjá
PROVINCE. v
Það eitt er næg trygging fyrir
því, að leikurinn “The Arizona
Sweepstakes” er spennandi og á-
hrifamikill, að þar leikur aðal-
gengið til nyrrar
um söfnuðunum,.
pre^ta i kir’kjufélaginu.-æsktu þe'ir I hlutverkið hinn frægi leikari og
eftir að einhver þeirra yrði kallað-1 hestamaður, Hood Gibson. Gib-
ut. Eftir langar umræður var þeim son er svo fallegur og broSir svo
Garðar og Lúters söfnuðum falið ál vel, að hann dregur alla að sér;
hendur að útkljá þetta sín á milli ! meðleikendur hans leysa sín hlut-
eins .fljótt og mögulegt væri. Geta
má þess, að á þessum fundi var os ■ , , , ,
j,rf - 17 t 1 j s gengur eins vel og bezt ma vera.
bref fræsera V. J. Eylands, sem vaniU., , . .
sama efnis og það serrt lesið var á Glbson synir ekkl að e,ns 1 Arl‘
fundinum 8. Nóv. Þótti það mjög
fallega stilað. Nú má heita að
fullnaðarsamþykt sé fengin hjá
þessum söfnuðum að verða einn
söfnuður aftur, með jæssum skil-
málum sem lögð voru frain að hálfu
Garðar safnaðar.
verk ágætlega af hendi, svo alt
syi
zona Sweepstakes” að hann er
.eins og heima hiá sér á hestbaki,
heldur einnig að hann er fyrir-
taks leikari. Þar sem Hood Gib-
son leikur, er æfinlega fult hús.
WALKER.
Á þessu má sjá að á engán hátt
getur þetta mál rýrt álit manna á
séra V. J. Eylands. Þvert á móti
hefir hann frekar vaxið i augum
fólks, og mörgum þykir sárt að vita aldarinnar, fer fram á Walker
“The Belle of New York”, hljóm-
leikurinn, sem kalla má gimstein
til þess að hann hefir neitað öérum
til þess að taka köllun okkar safn-
aða, og svo þessvegna vera atvinnu-
laus. En við biðjum og vonum að
Guð styrkji hann í öllú mótdrægu
sem fyrir hann kann að koma á
Hfsleiðinni, og gefi honum náð til
að sýna ávalt sama kærleika til mál-
efnis Drottins eins og hann nú
týnir.
Thomas Halklórson, for. Víkursafn.
A. F. Björnson, skrfari
Jón Hannesson, fors. Péttírssafn.
HL Wl Vívatson, skrifari.
H. Guðbrandson, for. Lútherssafn.
Jón Matthias^on, skrifari.
H. Anderson, forseti Vídalínssafn.
J. J. Erlendson, skrifari.
Hverjum nýjum áskrifenda að
leikhúsinu fimtudag, föstudag og
laugard. að kvöldi og einnig síð-
ari hluta dags á laugardag, 18., 19.
og 20. febr. Þeir sem syngja eru
Winnipeg söngfólk, sem er þekt
fyrir sína ágætu sönghæfileika.;
“The Belle of ðfew York” er ljóm-
andi söguljóð og menn muna að í
þessu verki varð Elma May, hin
unga og fagra prima donna, fyrst
verulega nafnfræg. Fimtíu söngv-
arar koma hér fram í fallegum
og viðeigandi búningi. Það sem
inn kemur gengur til Too H. og
er þetta því ipög vinsælt. — Ro-
bert and Mánill verður bráðum
að Walker leikhúsi í, heila viku.
Með Mr. Mantell verða margir úr-
vals leikarar og fremstur þeirra
j G. Hamper. Ljómandi leiktjöld
I og búningar, eink enna það sem
| þá fer fram.
• •
LOGBERGI
\ •
sefum vér sönuna
“PEG”-
í kaupbæti, eða með öðrum orðum, árgang af blaðinu og
söguna fyrir $3.00. Bókin verður milli 2-300 blaðsíður
og er mjög spennandi.
ÞROTABÚS - VÖRUR
Fashioji Shoe Shop trsh!á
CAPIT0L BOOT SH0P Ltd.
4 301 Portage Avenue.
Eina búðin á Portage Ave. sem selur þær vörur, er
keyptar voru af Traders Trust Co. fyrir 45cá dollarinn
Þatta er stærsta skófatnaðarsalan sem þekst hefir í
sögu Winnipegborgar. Vér förum aðeins fram á að
þér komið inn í búðina og litiát um.
Allir, sem vildu hagnýta sér þessi kostakjör, geri það sem
fyrst, því upplag bókarinnar verður af skornum skamti.
1000 pör af kvenskóm úr
Satin, Patent, Kid, Vel-
vet og mörgum öðrum
tegundum, meðallskon-
ar hælum og af öllurn
stærðum, $6.85 virði,
Gjaldþrota-
söluverð .
$3.95
1000 pör af kvenskóm,
samsett af Oxford og
Slippers, úrsatin.patent,
kid og kálfsskinni, með
allskonar hælum. Seldir
í deildinni uppi á- lofti,
Gjaldþrota-
kjörkaup
$1.95
'♦^♦^^##############
Kaupmenn og aðrir sem eitthvað hafa að auglýsa œttu
að nota dálkey blaðsins af því
♦ \
Auglýsing í hlaðinu borgar sig œtíð.
300 pör af ágœtum karl-
manna skóm
Brúnir karþn. skór, Bal.
og Blucher skór, Good-
year welted, togleðurs-
Kælar. Endast velo QK
Gjaldþrotaverð
150 Karlaskór ekta kálfs-
leður Tan Oxfords
Goodyear welts, togleð-
urs hælar, allar stærðir,
$6.50 virði QO Qpí
Gjaldþrotav
Aðeins 1 par selt til Kvers eins.
VÖRUM SKIFT OG PENINGUM SKILAÐ AFTUR
Ihe Capitol Boot Shop Ltd.
301 Portage Avenue.
/