Lögberg - 04.03.1926, Page 6

Lögberg - 04.03.1926, Page 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 4. MARZ 1926. Á metaskálum Iífsins. Eftir L. G. Moberley. 10. kapítuli. Ef þér væruð eins þreyttur af að mála, eins og eg er af því að vera ‘Nausica,’ þá tel eg víst að þér yrðuð óánægður og vilduð fá að fara út í sólskinið.” “Ó, bíðið aðeins eina mínútu — eina einustu mínútu. Þetta er sú fegursta og bzta mynd, sem eg hefi nokkru sinni málað. • Það er að segja; eg gæti málað aðra eins góða, ef eg aðeins fengi leyfi til að mála Sir Miles í skínandi herklæðum eins og St. George —” Unga stúlkan fór skellihlæja. “En hvað þér eruð einkennilegur maður,” sagði hún. “Það er alveg eins og þér. séuð nýkominn út úr aldingarðinum Eden. 'Þér lítið á allan heiminn eins og í gegnum rósprentuð gleraugu, og jafnvel hinar lítilmótlegustu manneskjur verða í gegnum gleraugu yðar að hinum yndislegustu persónum — miklu fegurri en þær í raun og veru eru.”1 Bevan leit brúnu augunum sínum frá léreftinu, sem hendur hans áttu svo annríkt við, og það lék bros á vörum hans, þegar hann mætti glöðu. aug- unum, sem hún horfði niður á hann. Betty Dyson stóð á hugsunarlaust tilbúnum palli, sem hinn ungi málari hafði búið til úr göml- um vörukassa — og eins og hún stóð þarna með hálfopnar varir og hið brosandi andlit, með vaxandi mða. og hallaði sér ofurlítið áfram, var hún yfir- burða yndisleg, og samanburður Bevans var heppi- legur og sannur, þegar hann líkti henni við vorið. Hið ljósa, lausa hár hennar, sem var fleygt aft- ur frá andlitinu', féll niður um herðar hennar eins og gylt ský af kvöldsólar roðanum," og augun henn- ar, sem voru eins blá og júníhimininn, sem maður sá fyrir utan gluggann, geisluðu af hinni blíðustu keksni. Litla hakan hennar og aðdáanlegu spékopp- arnir i unga fjörlega andlitinu, áttu ofur hægt með að auka hraða blóðsins um æðar karlmanna. “Ytra útlitið hefir minsta þýðingu,” sagði Bevari seinlega. — 1 sálu' yðar er vorið og hin lífs- glöðu ljós, sem eg mynda hér á léreftinu. Ef það væri ekki tilfellið, haldið þér þá að eg hefði skeytt um að mála andlit yðar?” í rödd hans fólst ofurlítið ertandi háð, og and- lit ungu stúlkunnar varð alt í einu mjög alvarlegt á svip. “Já, en þér myndið of stórar hugsjónir um fólk- í huga yðar. Þér haldið að fólk sé miklu betra heldur en það í rauninni er,” stamaði hún og leit niður undan augnatilliti hans. “Þér setjið það upp á oftrúarpall og þaðan er alt af hætt við að það detti niður aftur.” “Þér skuluð að minsta kosti ekki detta niður af honum,” svaraði hann. Hún roðnaði enn meira en reyndi þó að hlæja ofurlítið. “En ofan af þessum kassa dett eg nú samt sem áður einhvern góðan veðurdag,” sagði hún fullviss- andi. “Hann er mjög hrörlegur, og ef þér væruð fyrirmynd í stað þess að vera málari, munduð þér eflaust verða var við hve óþægilegan grun maður hefir af því, að geta bæði oltið og dottið ofan, þeg- ar maður eins og eg, hefir staðið hreyfingarlaus — eg veit ekki hve lengi.” “Eruð þér þreyttar? Eruð þér í raun og veru þreyttar?” Bevan fleygði frá sér litspjaldinu og pentskúfnum og gekk hratt til hennar. — “Þegar eg mála yður, gleymi eg öllu, nema yðar guðdóm- lega andliti,” sagði hann með svo eðlilegum og hreinskilnislegum róm, eins og hann væri að tala um einhverja myndastyttu. “Setjist þér hérna og hvílið yður!” iHann ýtti fremur hrörlegum hægindastóli til hennar, en hún teygði upp handleggi sína og hristi höfuðið. “Nei, eg vil ekki setjast niður. Eg vil heldur ganga um gólf og rétta úr limum mínum, þeir eru orðnir stirðir. — Þetta er þó hið skringilegasta smá- hýsi ,sem eg hefi séð. Það eru svo margir undarleg- ir hlutir í því,” masaði hún, um leið og hún með liðlegum hreyfingum gekk hringinn um kring í dag- stofunni, og skoðaði blómaker á arinhillunni, eða skurðgreyping í bókaskápnum — til þess að síðustu að setjast við gamált saumaborð, sem hafði verið ýtt að veggnum í einu horninu. "Hér hefir frú Tritton að líkindum verið vön að sitja við handavinnu sína, þegar hinn hræðilegi hr. Tritton var lítill drengur,” sagði hún. “Eg get ekki liðið hr. Tritton. Mér finst hann vera svo við- bjóðslegur og lymskulegur, hann líkist mest af- brotamanni. Hann hefir eflaust ekki verið góður drengur, þegar hann var lítill, en móðir hans hefir sjálfsagt álitið hann vera það. — Það sýnist mæðr- um alt af — er það ekki? Þetta er reglulega fallegt saumaborð. Maður fær undarlega löngun til að verða iðinn við að sjá það.” skvaldraði hún hvíldar- laust, og meðan hún talaði lauk hún því upp og horfði niður i hið rúmgóða hólf þess, þar sem enn þá láu leifar af saumum, stór kefli með silkitvinna og pjötlur af vefnaðardúkum. “Ef eg ætti að velja einhvern af þessum húsmunum, þá tæki eg þetta saumaborð. Manni dettur hún amma sín í hug, þeg- ar maður sér það, og svo er lyktin af því svo gamal- dags, eins og af visnum rósum og lavendlum, sem minna mann svo vel á löngu liðna daga. Já, þetta saumaborð-------ó, hr. Bevan.” Rödd hennar brejrtt- ist í lágt hljóð. “Nei, þetta er þó eitt af því allra Tindarlegasta, sem eg hefi nokkru sinni séð. Sko hérna. Gerið mér þann greiða að lita á þetta héma. — Það er leynifjöður, sem eg af tilviljun snerti við, og þá kom undir ein^ í ljós lítil skúffa.” Listamaðurinn, sem verið hafði að mála bláan himin, er vera átti bakhlið eða fjarsýni fyrir gylta hárið hennar á myndinni, og með litlu ástúðlegu brosi hafði hlustað á barnalega masið hennar, gekk nú hröðum skrefum til hennar og horfði ofan í litlu skúffuna í saumaborðinu sem hún benti £r-«rijpð miklum ákafa. • - “Lítið þér á þetta — eg snerti af tilviljun við litla hnappnum —i alveg af tilviljun — og þá kom dálítill smellur og skúffan stökk fram úr fylgsni sínu |— og sko — hún er þar á ofan full af skjölum. Er það ekki undarlegt?” Hún var eins áköf og barn, sem fundið hefir áhrifamikið Ieikfang og listamaðurinn, sem sjálfur var stórt barn, samþykti algerlega hugnunarhátt hennar. Hann stakk hendi sinni ofan í skúffuna og þrýsti á skjölin. Eins og Betty sagði, var hún full af gömlum, gulnuðum pappirum, og voru sum skjölin ólæsileg sökum elli; Mestur hluti skjalanria virtist vera bréf og reikningar. — Bevan var að því kominn að ýta skúffunni aftur inn í sitt hólf, þegar nafn á gömlu, gulnuðu umslagi vakti eftirtekt hans. Það hafði fyrst legið efst í skúffunni, og þegar hann tók það upp, las hann: “Sir George Hernesley. Mansmere Court. * Þetta á að senda honum þegar eg er dauð. M. Tritton.” Umslaginu var lokað með lakki, og leit ekki út fyriri að hafa verið nokkru sinni opnað. Hve lengT það hafði legið i skúffunni ofan á hinum pappír- unum, var ómögulegt að vita, 'en augu listamanns- ins horfðu á það eins og þau væru töfruð. Hann tók það upp og sneri því á alla kanta með undrandi svip á andliti sínu. “Eg get ekki skilið hversvegna þetta bréf hefir aldrei verið sent til iSir George Hernesley?” sagði hann. “Af því að enginn hefir að líkindum vitað að það var til, býst eg við,” svaraði hin hyggna Betty. “Það er auðvitað enginn nema frá Tritton, sem hefir vitað um þessa leyndu skúffu, og það er senni- lega hún, sem hefir lagt bréfið ofan í hana. Húii hefir máské h'ugsað, að hún skyldi seinna segja þeim er voru samvistum við hana, að það væri þarna, og hefir svo að líkindum gleymt því.” “En sonur hennar hlýtur þó að hafa vitað, að það var leyniskúffa í saumaboíði móður hans; og það er mjög1 ósennilegt að hann hafi ekki vitað um hana. Og þó —■ ef hann hefði vitað um hana, er það mjög ólíklegt að hann hefði ekki opnað hana. En, ef hann hefði nokkru sinni séð þetta bréf, því hefði hann þá ekki átt að framkvæma ósk móður sinn- ar og afhenda það. En hve langt er síðan að frú Tritton dó? “Það eru mörg ár síðan, held eg. iSonur hennar, eigandi hússins, er tuttugu og sex ára gamall, og hann hefir sagt mér, að hann hafi átt húsið síðan hann var drenghnokki.” “Hann er viðbjóðslegur maður. Eg get ómögu- lega liðið hann,” sagði Betty blátt áfram. “Já, eg get heldur ekki sagt að hann sé neitt aðlaðandi persóna; en það sem mig furðar mest, etf. að hann er alveg eins og einn af forfeðrum Sir Miles. Mér varð ákaflega bylt við, þegar eg sá þá mynd. Það er alveg eins og hann hafi verið fyrir-. mynd, þegar hún var máluð.” “Fyrirmynd hvers?” Betty, sem átt hafði annríkt við að leita að fleiri leyniskúffum, hætti nú við það, og snéri sér utan við sig að listamanninum. “Eg segi,” endurtók Bevan, “að þegar eg var staddur á aðalsóðalinu fyrir nokkrum dögum síðan, sá eg mynd í stofunni, þar sem myndasafnið er, sem var eins lík hr. Tritton, eins og hann hefði sjálfur verið fyrirmynd hennar.” IBetty stóð grafkyr og starði á Bevan og svo datt henni alt í einu nokkuð í hug. “Líktist hr. Tritton einum af forfeðrum Sir Miles?” sagði hún. “ó, hr. Bevan. Það er þó merki- leg tilviljun. Finst yður það ekki líka?” “Merkileg tilviljun?” endurtók listamaðurinn og horfði undrandi og spyrjandi augum á hana. Sam- eininga hæfileiki hans var ekki mjög stórvaxinn. “Já, já.” Rödd Betty varð óþolinmóð. “Getið þér ekki skilið að þetta er sannast sagt mjög mark- verður viðburður, að móðir Trittons skildi skilja eftir sérstakt bréf til Sir George Hernesley, sem er fyrir löngu síðan dauður. Getur ekki átt sér stað einhver frændsemi milli hans og þeirra? Eða er þetta aðeins tilviljun með þessa líkingu? En það getur líka verið að það sé eitthvert leyndarmál bak við þetta, eins og þér vitið að maður les um í skáld- sögum.” “Já, um það hefi eg reyndar enga skoðun,” svaraði Bevan kæruleysislega; hann var að hugsa um nokkuð, sem honum hafði dottið í hug nýlega. “Eg veit að eins eitt, og það er, að það er ófrávíkj- anleg skylda mín að senda þetta bréf til eiganda þessa húss. Eg ætla að segja honum á hvern hátt það hafi komið í mínar hendur, og svo verður hann að gera við það hvað sem honum sýnist; en eg verð að afhenda honum það.” * * * "Nei það snertir ekki á neinn hátt heilbrigði mína og það er yður alls ekki viðvíkjandi, hr. lækn- ir. íEn þér hafið verið svo vingjarnlegur við mig, já, sannast sagt, verið mér regluleg styrktarstoð, svo mér finst blátt áfram, að eg verði að segja yður frá því, sem fyrir mig hefir komið.” Oliver Dynecourt leit snögglega á gest sinn, oj hann átti bágt með að dylja þann viðbjóð, sem hann hafði á honum. Það var af því, að Dóróthea hafði sent Denis Tritton til hans, að hann hafði tekið honum svo hlýlega sem sjúkling. Heiðarlega og hreinskilnislega hafði hann ráðið honum til og leiðbeint, hvernig hann ætti að haga sér; en hann treysti honum ekki hið minsta. Honum var ljóst að þessi staðfestulausi maður mundi aldrei breyta sínum svívirðilega lifnaðarhætti, sem fyr eða síðar mundi leiða hann út í. líkamlega og andlega glötun. Frá vísindaíegu sjónarmiði lænka hafði hann auðvitað talsverðan áhuga á Denis Tritton sem sjúklingi, en eins og áður er sagt, gat hann ekki virt þann mann neins. Hann hafði aðeins viðbjóð á honum, sem lifði í sífeldri léttúð, meðan hann sjálfur lifði reglubundnu og vanaföstu lífi, og hin ísmeygilega og jafnframt hrottalega háttsemi, Bem Tritton notaði til að reyna að ná vináttu hans, vakti hjá Oliver sterka misþóknun. Það var auðséð að Tritton var ekki alveg laus við áhrif víns, og það, ásamt hinni ósmekklegu hylli í framkomu hans, og hið ertandi sjálfselsku bros, sem fylgdi orðum hans, gerði unga lækninn aðeins gramann, svo graman, að hann lagaði til að gefa honum kj.... högg og fleygja honum svo út. Þetta mátti hann nú samt ekki gera og hann lét því sitja við það að taka á sig kæruleysissvip og svara gesti sínum með þeim kulda, að sérhver ann- ar en hinn lymski og áleitni Defiis Tritton hefði orð- ið þess var. “Get eg verið yður til gagns í nokkru?” spurði hann. “Ekki sem læknir,” svaraði Tritton sjálfþótta- lega. “Það málefni, sem eg vil tala við yður um, hefir, eins og eg sagði áðan, engin afskifti heil- brigði minni viðvíkjandi, en mér fanst, að eg yrði að snúa mér að einhverjum, og svo datt mér í hug, að eg gæti farið hingað og sagt frá því.” Það er mjög gleðilegt fyrir mig,” svaraði Dyne- court með beisku háði, sem þó engin áhrif hafði á áheyranda hans, sem svaraði mjög rólegpr: “Ó — alls ekki! alls ekki. Eg veit ofur vel að eg má treysta yður, sem vini, og eg ímyndaði mér að yður þætti gaman að heyra, hvernig sannleikur- inn kemur í Ijós, og hve einkennilegt það er, að rétt- lætið vill alt af brjóta sér braut. Það er raunar ein manneskja sem eg vorkenni mjög tilfinnanlega, og það er Dóróthea Carstairs, — já, hana þekkið þér eflaust?” “Að hverju leyti snertir þetta málefni hana?” spurði Dynecourt kuldalega, um leið og hann leit með illsvitandi svip á Tritton. Hann reiddist þvi, að þessi ósvífni maður vogaði að tala um stúlkuna, sem hann elskaði, jafn ósæmilega. “Já, það snertir hana, því ver, ekki svo lítið,” sagði Tritton; “það er að segja, það viðvíkur ein- göngu manni hennar, en það er hið sama, — því þau eru maður og kona.” Tritton brosti, og Dynecourt krepti hnefana, hann sárlángaði til að grípa í kverkar þess, sem tal-. aði og kæfa hann. Eitt augnablik var læknirinn svo æstur, að hann áleit sig mega drepa Denis Tritton. — J'á, honum fanst það blátt áfram vera verðskuldað starf, ef hann gæti rutt þessum grá- gula, viðbjóðslega brosandi manni burt úr heimin- um, svo þessi viðbjóðslega masandi tunga þagnaði. Það var aðeins af því að hann hafði svo margra ára æfingu í því að stjórna sér, að hann gat setið kyr og1 rólegur. Hin tindrandi augu og dimmi roð- inn í kinnum hans var það eina, sem benti á að hann var í afarmikilli geðshreyfingu. En hann gat ekki talað; honum var ómögulegt að koma nokkru orði yfir varir sínar, og1 Tritton, sem ekki tók eftir geðshreyfingu hans, hélt áfram kvíðalaust: “Leiguliði minn í Handhurst, sendi mér bréf í morgun, sem er eitt hinna merkilegustu er eg hefi nokkru sinni séð. Bréf þetta hefir um mörg, mörg ár legið á saumaborðsskúffu móður minnar, og um tilveru þess hefir engan grunað hið minsta. Þessi ungi hr. Bevan, sem hefír leigt húsið, er listamaður, og hann er að mála einhverja unga stúlku, og sam- kvæmt því, sem hann skrifar, hefir unga stúlkan líklega verið að fingra við saumaborðið og fundið leyniskúffu. Þetta er nú fremur einkennilegt, finst yður það ekki? — í þessari skúffu lá eitt bréf frá móður minni til hins gamla Sir George Hernesley, og það1 sendi nú Bevan til mín.” “Nú, og1 svo?” svaraði Dynecourt styttingslega, þegar hin æsta rödd þagnaði. “Já, svo opnaði eg það auðvitað, og nú skuluð þér heyra —” ‘íOpnuðuð þér það? En skiljið þér ekki að það var rangt? Bréfið tilheyrir Sir Miles Hernesley eftir minni skoðun, þar eð hann er erfingi Sir Georges, og þar af leiðandi hefði hann átt að opna þetta bréf. Það eina, sem yður bar að gera þessu Viðvíkjandi, var að senda bréfið til hans. Það var hið eina rétta.” “Já, er er yður nú ekki samþykkur í þessu,” sagði Denis Tritton brosandi og deplaði augunum hugfanginn til læknisins. “Það var einmitt það hyggilegasta, sem eg gat gert, að opna það sjálfur Það hefði verið regluleg heimska, ef eg hefði gert það, sem eftir yðar skoðun var það eina rétta. Mér þætti gaman að vita, hvort Sir Miles hefði hagað sér öðruvísi gagnvart mér, ef þetta bréf hefði bor- ist honum á undan mér? Nei, eftir minni þekkingu á heiminum, mundi hann hafa breytt eins og eg.” “Þér eigi þó ekki við, að iSir Miles ■— að hann —” Orð Dynecourts féllu á stangli yfir varir hans. Slæmur grunur hafði alt í einu vaknað í huga hans. “Hvað eigið þér við?” sagði hann að lokum þreytu- lega. “Hvað eg á við? — Eg á við, að ef það er alt satt, sem í þessu bréfi stendur — og eg held það sé — þá er ekki lengur til neinn Sir Miles Hernes- ley; þá heitir eigandj Mansmere Sir Denis Hernes- ley! Hvað segið þér um það? Eg er sjálfur Hernes- ley, skal eg segja yður, góði læknir. — Eg er fædd- ur Hernesley, og eg er hræddur um að hinum góða Sir Miles muni bregða við þetta.” “Hamingjan góða!” tautaði Dynecourt. “Já, mig grunaði líka að þetta mundi valdá yð- ur stórrar undrunar. Það er líka allskrítinn heim- ur, sem við lifumi í.” Tritton hló hásum hlátri, og þar eð hann var svo kátur, tók hann ekki eftir hinum miklu' áhrifunl er frásögn hans hafði á Dynecourt. ‘Guð einn veit hversvegna móðir mín var neydd til að fela bréfin sín í saumaborðinu sínu og hvers- vegna hún fór ekki beina leið til Sir George með sögu sína og fekk öllu kipt í lag. iEn hún var alt af taugaveil og ihræðslugjörn. Hún gat aldrei fengið sig til að beita neinni alvöru; það var ekki hin minsta staðfesta í lundarfari hennar.” “Hvað er þá skrifað í þessu' bréfi?” hepnaðist Dynecourt loks að segja. “Það sagði mér eða réttara sagt, það sagði gamla Sir George —” nú hló Tritton hugfanginn, “að móðir mín hefði haldið að hún væri löglega gift syni Sir Georges, þar lit maður hennar einn dag- inn sagði skilið við hana, sagði að giftingin væri ó~ lögleg, og fór af landi burt til Ástralíu. Hún skrif- ar að hún hafi ekki þorað að snúa sér að lögreglunni til að gera heimild sína gildandi, þar eð hún vissi ekki hvað hún átti að halda, og var hrædd við að vekja reiði Sir Georges. Hún var svo hrædd við alt. Ef hún aðeins hefði sagt mér frá þessu, þá skyldi eg eflaust hafa komist að sannleikanum, eins og eg nú hefi ásett mér aði gera.” “En þér eruð þá ekki alveg viss um að þér hafið á réttu að standa?” “Jú, eg er1 viss um það, að eg ætlá að: láta Sir Miles vita um þetta, og svo skal eg líka fá gamla Soames til að taka málið að sér fyrir mig í öllum sérstökum krókum þess. Móðir mín hefir bæði nefnt daginn, þegar að hennar áliti hin löglega gift- ing átti sér stað, og alt sérstakt viðvíkjandi kirkj- unni og vitnunum. Hún strauk til að giftast föð- ur mínum. — Hún var dóttir leiguliða einhvers- staðar vestur frá o& þegar hún kom til London, fann hún föður minn og giftist honum.” ‘^Og svo rak Jiann hana frá sér seinna?” “Já, það| segir hún í bréfinu sínu.” “Getur það ekki verið hugsanlegt, að hann hafi verið giftur áður, þegar hann giftist henni, eða lét sem hann giftist móður yðar?” sagði Dynecourt of- urhægt og með þeim róm, eins og hann skammaðist sín yfir slíkum grun, sem hann þó vonaði með sjálf- um sér að mundi vera réttur. “Jú, það getur vel verið, — en það veit maður nú ekki,” svaraði Tritton kæruleysislega. “En eg ætla að gera alt mögulegt til að ná réttindum mín- um — því skal eg lófa. 0g ef þessi Miles Hernes- ley er eins eðallyndur og góður og allir segja, hlýt- ur hann sjálfur að sjá, að það sem best er viðeig- andi, er, að hann hlynni dálítið að mér, þótt að frændi hans hafi tælt móður mína til að giftast sér, aðeins að nafninu til.” ‘‘Sir Miles er af öllum álitinn að vera mjög rétt hugsandi maður,” sagði Dynecourt með þeim radd- hreim, eins og hann áliti sig skyldugan til að koma með þessa yfirlýsingu. “Þess meir sem hann er rétthugsandi, því betra er það fyrir mig,” sagði Tritton hreykinn. “Mér þykir þetta auðvitað leitt fyrir hann, og Dórótheu líka, ef það verð eg, sem sigurinn vinn. Þetta er leið stríðsins, eins og þér vitið.” “Eg efast ekki hið minsta um að lafði Hernes- ley muni styðja mann sinn af öllu afli til að gera það serfl rétt er,” sagði Dynecourt um leið og hann roðnaði, þegar hann heyrði aftur nefnt nafn Dóró- theu svo kunnuglega. “Að öðru leyti vona eg að þér séndið bréf móður yðar til Sir Miles.” “Nei, það dettur mér ekki til hugar að gera,” sagði Tritton þrjóskulega við lækninn. “Miles Hernesley getur verið svo eðallyndur og réttlátur eins og hann vill vera; en það skeyti eg alls ekki um. Og eg væri reglulegur auli ef eg legði öll fram- tíðar forlög mín í hans hendur. Það er mjög fallegt af yður að hugsa svo heiðarlega og tala jafn snotur- lega um göfgi og réttlæti Sir Miles Hernesley, —; en eg hefi séð of mikið af heiminum til þess, að eg treysti réttlæti manneskjanna, þegar það leggur þeim sjálfum byrðar á herðar.” “Já, Tritton sagði satt. Það var í sannleika mjög fallegt af honum að hvetja aðra til að vera heiðarlega. Hann, sem á hinn svívirðilegasta hátt hafði hjálpað og hvatt hr. iSoames til að dylja þessa upplýsingu fyrir Sir Miles, sem hann hefði fyrir löngu' síðan átt að vera búinn að fá. “En hve mikið ætli Soames viti?” hugsaði hann. ‘<Og ætli lög- maðurinn hafi nokkurn grun um að hans eigin, ó- merkilegi skrifari, sé að öllum líkindum hinn rétti ^erfingi að Mansmere? iSú persóna, sem hefði fulla heimild til að krefjast stöðu iSir Miles, og erfa Mansmere og hinn mikla auð?” Hinn mikla auð —, — Dynecourt hrökk við þegar honum datt í hug auðurinn, og hin ruddalega rödd Trittons hélt á- fram að óma fyrir eyrum hans og olli honum mikill- ar æsingar. “Nú hefi eg ásett mér að skrifa Miles Hernes- ley og segja honum frá uppgötvan minni, og á með- an ætla eg að láta gamla húsbónda minn gægjast um í allar áttir, og vita hvort hann getur ekki orð- ið einhvers vísari mér til hagsmuna. — iSoames er mjög góður lögmaður, þó eg haldi að hann hiki ekki við að nota sér ýmsa miður sanngjarna króka, þeg- ar honum þoknast þeir. — Nú >— því glöggsýnna sem hann lítur á þetta málefni fyrir mig, því betra er það.” “Eg—” byrjaði Dynecourt, en þagnaði svo skyndilega, þar eð honum var ómögulegt að tala þá árnaðarósk, sem hann vissi að Tritton, er bjóst til að fara, vonaðist eftir. “Eg vona að þér verðið ekki fyrir vonbrigðum,” sagði hann, en hann vissi mjög vel að rómur sinn gaf í skyn, að orðin voru mein- ingarlaus. “Já, eg held að alt lánist vel,” sagði Tritton og hló ógeðslegum, kvakandi hlátri, sem lýsti svo ert- andi sjálfstrausti, að læknirinn gat varla dulið reiði sína yfir að heyra hann. “Eg skal láta yður vita hvernig þetta gengur, og hvernig það endar. Verið þér sælir á meðan.” “Svo þú heldur að alt lánist vel. Þú sjálfselski ágjarni, gráðugi hákarl,” tautaði Dynecourt, þegar dyrnar lokuðust á eftir þessum mjög óvelkomna gesti. “Og ef honum lánast þetta, eins og hann sagði, hvernig ætli gangi þá með auð Miles Hernesleys — og hvernig verður framtíð Dórótheu — og mín?” 11. KAPÍTULI. Soames starði á unga skrifarann sinn með þeirri undran, sem honum kom ekki til hugar að dylja. Hinn frjálsi svipur unga mannsins og öll hin djarfa framkoma hans, var svo ólík hinni auðmjúku og skríðandi háttsemi, sem áður einkendi hann, að lögmanninum datt í hug að hann væri ölvaður. En þegar hann gætti betur að, sá hann að þessi grunur var rangur. Þessi óvanalega framkoma skrifara hans, orsakaðist ekki af æsandi lyfjum, og hann ætlaði að fara að sneypa unga manninn fyrir áleitni hans, þegar Denis Tritton varð fyrri til að tala, um Ieið og hann lagði nokkur skrifuð skjöl fyrir framan húsbónda sinn á borðið hans. “Það gleður mig mikið að fá tækifæri til að tala við yður,” sagði hann svo mikilmannlega og kumpána sem vakti svo ótrúlega mikla æsingu hjá húsbónda hans; “mér þætti vænt um,” nú ræskti hann sig og tók í nefbroddinn með löngu, mörgu fingrunum, “mig langar til að fela yður á hendur málefni — mjög áríðandi málefni, verð eg að segja,” bætti hann við með afarhreyknu brosi. “Fela mér á hendur málefni,” endurtók Soames um leið og litlu gráu augun hans litu niður eftir þessum unga manni, eins og hann væri eitthvert útlent dýr. “Hvers manns málefni er það? Og um hvað snýst það?” “Málefnið er.mér viðvíkjandi,” svaraði Tritton með mikillátu' brosi, sem lá við að eyðilegði þolin- mæði Soames. “Eg hefi gilda ástæðu til að ætla, að eg geti gert kröfu til mikilla eigna, sem nú eru undir annars manns umráðum, og þá fanst mér rétt- ast að snúa mér til yðar og ráðgast um það við yður, hvemig eg geti á best viðeigandi hátt byrjað hinar nauðsynlegu rannsóknir.” Lögmanningum var ekki eig'inlegt að láta til- finningar sínar í ljós, og engin taug í andliti hans hreyfðist meðan skrifarinn talaði, en glöggur sál- arfræðingur hefði strax séð, að við hin síðustu orð Trittons kom undarlega æstur forvitnissvipur í augu hans; það líktist þeim svip, er rándýrið hefir, þegar það verður þess vart að það er að missa feng sinn, en það bar ekki á neinum vonbrigðum eða reiði í róm hans, þegar hann talaði. “Hamingjan góða,” sagði hann laus við öll á- hrif að því er séð varð, “þetta er þó mjög mikils- verð og óvænt uppgötvun. Eruð þér nú viss um að þetta eigi sér í raun og veru stað? Og hvað er það, sem hingað til hefir hindrað yður frá, að ná í yðar, eins og þér segið, lögheimiluðu' eign?”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.