Lögberg - 25.03.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.03.1926, Blaðsíða 3
LoGiiElvO fJLáiri' ULAGINN, £>iO. *>. 0 25. MARZ 1920 þMMKjg«ixi5a«KreBaæ><b6.>mdggsisft<Ba><iK^^ SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Jörundur. Saga eftir Jóhönnu Spyri. (Æskan.) Morguninn eftir fór Jörundur litli snemma á fætur, eins og hann var vanur að gera heima í fjallakotinu. Hann stóð ferðbúinn úti á hlaði og beið eftir því, að hann sæi húsmóðurina, til þess að hann gæti þakkað henni fyrir næturgreiðgann og fengið aftur gígjuna sina hjá henni. En það var malarinn, sem kom fyrstur út. Honum féll vel i geð að Jörundur var svona snemma á fótum og svaraði fremur hlýlega morgunkveðju hans. , “Gaktu inn,” sagði hann við Jörund, “og þá gefur konan mín þér eitthvað að borða.” Jörundur lét ekki segja sér það tvisvar. Hurð- in var opin og konan heyrði fótatak Jörundar. “Komdu, barn, inn til min,” sagði hún. "Seztu hérna við hliðina á mér við borðið, því að þú átt að vera áfram hérna hjá okkur. Við höfum nóg handa þér að gera og eg ber það traust til þín, að þú gerir það alt, sem við getum heimtað af þér með sann- girni.” IV. KAPTULI— Það voru næsta undarlegar tilfinningar, sem hreyfðu sér hjá Jörundi, þegar konan sagði honum þetta. Það var meira en honum hefði getað dottið í hug, að hann mundi fá að eiga heima í mylnu, fá daglega tækifæri til að kynna sér alla byggingu hennar. Og þar við bættist svo það, að hann fengi að vera hjá blessaðri konunni, sem var svo góð við hann; það var þó, þegar til kom, mesta lánið hans. Jörundur var svo gagntekinn af þessari óvæntu ham- ingju, að hann gat engu orði upp komið. En gleðin skein úr augum hans, svo að konan sagði við hann: “Eg sé, að nú liggur vel á þér; það líkar mér. Mér þykir líka vænt, að svo er og verður.” Þegar heimafólkið' kom inn, til að borða morg- unverð, þá sagði kona malarans, að Jörundur ætti að verða þar heimamaður og teljast til fjölskyldunnar. Að loknum morgunverði tók hún í höndina á Jörundi ' og mælti; “Komdu nú með mér.” Hann varð henni samferða út í garðinn. Þar lá stóri Soldán og foakaði sig í sólskininu fyrir utan hundakofann. Hann spratt óðar upp og urraði. “Komdu hingað, Soldán!” sagði konan. Svo benti hún á Jörund og mælti: “Líttu á þennan dreng; hann á nú heima hjá okkur. Komdu nú og sleiktu á honum höndina.” Um leið og hún sagði þetta, klappaði hún blíðlega á höndina á Jörundi. íSoldán nam staðar stundarkorn og horfði á þau á víxl. Loks var svo að sjá, sem hann skildi orð kon- unnar, því eftir dálitla umhugsun gekk hann að Jör- undi og sleikti á honum höndina. “Já, nú ertu væristi rakki,” sagði Jörundur og klappaði honum á kollinn. “Nú verðum við víst góð- ir vinir héðan af. Er ekki svo?” Soldán dillaði rófunni og sleikti höndina á Jör- undi. “Hann hefir skilið okkur,” sagði konan. “Nú geturðu verið viss um, að hann urrar hvorki né geltir að þér.” Svo klappaði hún seppa og þau Jör- undur héldu áfram göngunni. Hann varð að kynn- ast öllum híbýlaháttum, enda tók hann vel eftir öllu, sem hún sagði honum, og henni féll alt af betur og betur við hann. Og ekki leið á löngu, áður en hann var orðinn hennar hægri hönd, og hún var óþreytandi á því, að hrósa honum við mann sinn. Hann svaraði því fáu, en sagði bara stöku sinnum í hálfum hljóð- um:“Það er nú ekki liðin vika enn þá.” Þegar vikan var liðin, og meira en það, þá rakst malarinn á Jörund snemma morguns, þar sem hann kom hlaupandi þaðan, sem endurnar og hænsnin áttu sér bækistöður að húsabaki, og hrópaði hróðugur: “Ekki nem^ það! í nótt hafa ellefu kjúklingar komið úr eggjum!” Það var eitt af því, sem konan hafði falið hon- um á hendur, að gæta alifuglanna. “Það lítur út fyrir, að J)ú hafir gaman af þessu ungviði,” sagði malarinn. “Hefirðu ekki gaman af að koma með mér út í mylnu og sjá, hvernig þar lít- ur út?” Jörundur Ijómaði allur af gleði; það hafði nú alt af verið takmarkið, sem hann þráði. En sveinar malarans voru honum ekki sérlega vinveittir og á meistaranum í hóp þeirra hafði^hann sérstaka óbeit, svo að hann hafði ekki til þessa þorað nema að læð- ast að dyrunum og gægjast inn. “Nú skaltu bara koma með mér,” sagði malar- inn. Hann vissi, hvað Jörundur hugsaði, þó að hann segði ekkert. Jörunduí- var ekki fljótur á sér og sagði dálítið kvíðandi: “Á eg að koma undir eins? Er ekki bezt að eg fari inn fyrst og segi konunni yðar frá þessari nýj- ung?” “Hlauptu þá drengur! Það er svo að sjá, að fóstursystkinin þín séú í fyrirrúminu hjá þér,” sagði malarinn og brosti um leið svo hlýlega, að Jörundur var ekki slíku vanur úr þeirri átt. Hann hljóp nú eins og fætur toguðu til þess að segja fréttirnar, og að því búnu hljóp hann aftur til malarans eins og örskot og þeir gengu báðir saman til mylnunnar. Mlylnusveinarnir voru þá allir komnir og malverkið alt 1 fullum gangi. Malarinn leiddi Jörund með sér inn í hvern krók og kyma, þar sem nokkuð var, sem vert var á að lita, og gaf sér nægan tíma til að svara öllum þeim mörgu spurningum, sem Jörundur lagði fyrir hann. Hartn tók vel eftir öllu. Þar sem Kasp- ar hinn langi stóð, var næsta margbrotin vél í gangi. Jörundur dáðist að henni og undraðist hana stórum; riann lagðist á hnén, til þess að geta betur séð frá öllum hliðum, hvernig vélin færi að sálda hinar ýmsu mjöltegundir. Malarinn gekk þá burt stundarkorn og lét Jörund einan um að skoða vélina. Þegar hann kom aftur, stóð Jörundur þarna alveg sokkinn niður í að virða fyrir sér gang vélarinnar og mælti við malarann: “Ætli að vélin gengi þá ekki hraðara og jafn- ara, ef þessi reim væri vitund stríðari. Það er rétt eins og hún ætli að stöðvast annað veifið.” “Til hvers hefir þú augun, fyrst þú notar þau ekki?” sagði malarinn við Kaspar langa. “Þú mætt- ir fyrirverða þig fyrir drengnum hérna. Jafnskjótt sem hann kemur inn í mylnuna, sér hann hvað að er, en þú stendur hér og lætur vélina ganga með sama sleifaralaginu, þó að þú sért búinn að vera hér að verki í þrjú ár.” Malarinn kom nú sjálfur réttu lagi á hjólreim- ina og hélt svo áfram með Jörund litla. En Kaspar langi leit afar illilega til Jörundar. Þegar malarinn var búinn að sýna Jörundi myln- una hátt og lágt, þá fór hann með honum út fyrir og sýndi honum alla gerð á mylnuhjólunum. Það var svo að sjá, sem Jörundur legði allan hug.á að skoða þau; það var einmitt bygging þeirra, sem hann hafði vérið að velta fyrir sér heima við lækinn. “Jæja, nú ertu búinn að sjá alt, og nú ætla eg að fela þér á hendur verk við mylnuna og sjá, hvern- ig þér tekst að leysa þa£ af hendi”, mælti malarinn. Þeir gengu nú aftur inn, og óðara var Jörundur allur í því, að brjóta heilann um verkið, sem honum var vísað á. Nú leið vika. Koná malarans tók brátt eftir því, hvers vegna Jörundur væri genginn úr þjónustu hennar, því að í hvert skifti, sem hún spurði eftir honum, var því svarað, að hann væri hjá •malaranum og væri að hjálpa honum til við eitt og annað í myln- unni. Hún saknaði hans allan liðlangan daginn, hvar sem hún stóð og hvar sem hún fór; en hún vissi, hvar hann var, og var nú glöð af því, að máð- ur hennar væri nú búinn að koma auga á hina góðu kosti Jörundar. lOg enn leið vika. Maður hennar mintist ekki einu orði á drenginn við hana, og hún hafði heldur einskis. spurt, því að hann hafði áður svarað henni því, að vikan væri ekki liðin enn þá. Nú Var komið laugardagskvöld. Óðara en hús- freyjan var sezt við litla borðið hjá manni sínum, þá veik hún sér að honum og spurði hvatlega: “Hvað líður með Jörund? Mér virðist að hann hafi ekki verið svo sjaldan hjá þér vikuna sem leið”. “Hann er afbragðs piltur, — það get eg sagt um hann í fullri einlægni,” , svaraði malarinn; hann hafði einmitt beðið eftir því, að hún spyrði sig að þessu. “Eg hefi aldrei haft hans líka. Hann hefir augu eins og haukur; sé eitthvað að, þá uppgötvar hann það við fyrsta augnatillit, og svo kann hann alt af ráð við því. Slíks hefi eg aldrei orðið var við hjá neinum þeirra, sem eg hefi kent þessa iðn. Hann er eins og skapaður til að vera malari. En því mið- ur er hann ekki annað en flækingur, sem eg veit eng- in deili á,” mælti hún og varpaði öndinni. ‘ “Eg 'hefi bara þekt einn, sem var eins glöggskygn og lag- virkur; alt, sem hann fékst við, gekk eins og af sjálfu sér; hann lagði gjörva hönd á alt — honum tókst alt!” “Já, hvað vildi hann?” tók konan fram í fyrir manni sínum. Hann var orðinn svo ákafur og hafði nú talað svo mörg orð í einu, aldrei þessu vanur; hann hafði aldrei talað nema fá orð í ’senn árum saman. “Við skulum nú gleyma liðinni tíð,” sagði konan enn'fremur, “og gleðjast af því, að veslings drengur inn kom einmitt tii okkar. Við höfum nóg handa hon- um að starfa, og bæði langar okkur til að halda hon- um. Eg sting upp á því, að við skiftum honum á milli oldcar; haf þú hann í mylnunni annan daginn, og svo hefi eg hann heima hjá mér hinn daginn. Með því móti höfum við bæði gleði af honum og þá lærir hann sína ögnina af hvoru.” “Hvað áttu nú við?” mælti malarinn, iangtum fjörlegri en hann var vanur að vera í samræðum. “Hann þarf nú ekkert meira að læra innan bæjar. Alt, sem hann gat lært þar, lærði hann á fáum dög- um, en stúlkurnar okkar þurfa báðar samfleytt átta ár til þess. 1 hænsnakofanum og andakofanum er nú miklu hreinlegra en nokkru sinni áður síðan bær- inn var bygður, og enginn kann betur en hann að rísa á fætur með sólu; hann er alt af fyrstur ofan á hverjum morgni. Eg ætla að gera úr honum malara- svein því að eg hefi aldrei haft hans líka.” Konan vildi þá ekki malda frekara í móinn um skiftinguna á Jörundi; hún var líka glöð af því, að Jörundur hafði sigrað hjarta malarans. FIMTI KAPITULI. Bliku dregur upp. Jörundur sá það glögt, að malarinn varð honum vinveittari með hverjum líðandi degi og fól honum alt af meira og meira starf á hendur. Komið hafði það fyrir oftar en einu sinni, þegar eitthvað fór úr lagi, sem eldri sveinarnir áttu að sjá um, að malar- inn kallaði á spurði hann, hvernig bezt yrði ráðin bót á því. Þetta traust og alúð, sem malarinn sýndi honum, gladdi hann mjög. Varð hann af því miklu fúsari til vinnunnar og til að kynna sér alt út í æs- ar, og vinna það einmitt á þann hátt, sem malarinn vildi. 'Og afleiðingin varð sú, að Jörundur þekti, áður en langt um leið, alt út í hörgul, smátt og stórt, betur en margur útlærður malari. Malarinn leyndi því ekki, að hann hafði meira traust á Jörundi en fullorðnu sveinunum. Það gramdist þeim auðvitað og hötuðu Jörund svo, að þeir virtu hann ekki viðtals og litu á hann sem óvin sinn. Jörundur tók sér þetta mjög nærri. Hantj þerraði oftar en einu sinni tárin af augum sér í kyr- þey, þegar hann hafði dirfst að yrða vingjarnlega á einhvern af sveinunum og hann svaraði ekki öðru en ónotum, eða þeir gáfu honum hornauga eða sneru við honum bakinu. ( Verstur þeirra allra var Kaspar langi; honum var sérlega í nöp við Jörund. Færi hann fram hjá, kallaði Kaspar hæðilega til hans: “Landshorna- Gissur! Flækingur!” — Jörund tók þetta sárt, því að í raun og veru átti hann hvergi heima. Og hann hafði orðið að rölta frá einum bæ til annars að leita sér atvinnu, og verið gat, að sama ferðalagið lægi nú fyrir honum aftur, ef ekki þyrfti lengur á honum að halda við mylnuna. En var hann nokkur lands- hornamaður eða flækingur fyrir því? Þessi skút- yrði létu svo hræðilega í eyrum hans og það var eins og hann væri stunginn í hjartað þegar hann heyrði þau.? Yngri eldhússtúlkan fór að senda honum sama tóninn og Kaspar langi; óðar en hún sá hann, nefndi hún hann sömu óvirðingarnöfnunum. — Eldri stúlk- an þagði eins og steinn, en ef þau hittust, þá gaf hún honum ilt auga; hún gat ekki vitað, að húsbændurnir hefðu slíkar mætur á honum alókunnum. Hún skelti eldhúshurðinni hart á hæla honum rétt í þessu. Hann var nýkominn inn með körfu fulla af indælum, nýorpnum eggjum. En kona malarans var ekki stödd í eldhúsinu, eins og hann hafði búist við. Enginn tók þátt í gleði hans yfir fallegu eggjunum, og eldri stúlkan hafði allrei fyr verið svona úlfúðarfull við hann. Hann gekk þá hægt út um forstofudyrnar. hitti hann yngri stúlkuna, en hún hljóp í veg fyrir hann og kallaði: “Burt með þig, umrenningurinn þinn!” Jörundur gekk fram hjá henni og ætlaði að fara yfir í mylnuna, en þegar hann kom þangað, hitti hann Kaspar langa. “Nú verður þú að fara inn og sýna malaranum, að þú sért eini maðurinn hérna á heimilinu, sem vit hefir á hlutunum, flækings-greyið þitt!” Kaspar talaði í lágum róm,- því að malarinn var rétt fyrir innan dyrnar, en hann talaði þó svo hátt, að Jörundur heyrði hvert orð. Hann sneri þá óðara við og faldi sig yzt úti í garðinum, þar sem hænsna- kofinn gekk út að andatjörninni. Lengi hafði hon- um búið ríkt í huga að fara til malarakonunnar og segja henni upp alla söguna. Þóttist hann þess full- vís, að hún mundi taka svari hans. En jafnframt því duldist honum ekki, að það mundi auka á hatur það, sem þeir höfðu á honum, og það vildi hann ekki eiga á hættu. Hann vonaði stöðugt, að þeir mundu verða sér vinveittari, ef hann kærði þá ekki, og þess gætti hann vandlega, að svara aldrei i sama tón og þessir hatursmenn hans, enda þótt hann hefði heyrt að “sá ætti ekki að vera vandur að svari sem vondar kveðjur fær.” En því miður voru engar horfur á því, að bréytast mundi til batnaðar fyrir Jörundi í því efni. Hann gerði sér í hugarlund, að orsökin til þess, að þeir hötuðu hann og fyrirlitu, væri það, aJS þeir ættu allir heimili og ættingja, þeir vissu hvar þeir ættu heima, en hann — ja, hann! Og tárin komu fram í augun á hohum; hann varð að þerra þau. — Hænsnin í kofanum áttu betra; þau vissu, hvar þau áttu heima; það var ekki einu sinni hægt að segja um þau, að þau væru umrenningar. Það var hann einn, sem átti það nafn. Hann var heimil- islaus! 'Og meðan hann sat þarna, reikaði hugurinn hing- að og þangað og loks nam hann staðr hjá afa hans. Allan þann tíma, sem Jörundi leið vel, hafði hann varla gefið sér tíma til að renna huganum til gamla mannsins, allra sízt á daginn. En á þessari döpru stundu sá hann afa sinn ljóslifandi fyrir augum sér, og óskaði sér nú þess, að hann gæti fleygt sér í faðm hans. "Ó, afi! Þú veizt heldur ekki, hvað um þig verð- ur!” kallaði hann upp grátandi, því að nú varð hon- um það alt í einu svo augljóst að afi yrði að fara úr litla kofanum uppi í fjallinu; hann var nú ef til vill þegar farinn þaðan og tekinn að reika úr einum stað í annan, eins og Jörundur gerði sjálfur, þegar hat.n var að leita sér atvinnunnar. En nú var gamli, mað- urinn orðinn ófær til vinnu! Hvað skyldi nú verða um hann? “Afi! afi!” hrópaði Jörupdur. "Eg skal undir eins koma og hjálpa þér.” Síðan hljóp hann grát- andi heim að húsinu. “Hvar er kona malarans?” hrópaði hann til eldri vinnukonunnar, er kom út rétt í þessum svifum. “Ætlarðu að sprtengja himnurnar í eyrunum á mér?” mælti hún með skætingi. Hann gekk þá inn. Hurðin að dagstofunni var upp á gátt. Bjart var innKog þar sat kona malarans og var að skera epli, því að hún ætlaði að búa til eplaköku. Grár köttur lá við fætur hennar og inal- aði til merkis um vellíðan sína. “Jæja, Jörundur. Hvað er það þá? Komdu, þá skaltu fá epli!” sagði hún og rétti honum stærsta og bezta eplið, sem hún gat fundið. Jörundur þá það með þökkum, en ekki fór hann að borða það undir eins. “Eg verð endilega að fara til hans afa aftur — bara í þetta skifti. Enn er nógur tími til þess.” Hann sagði þetta svo hvatlega og var svo espur í skapi, að konan lagði hnífinn ósjálfrátt frá sér og leit á hann alveg forviða. “Jörundur! Hvað er að brjótast 1 þér. Hvað er um að vera? Hefirðu frétt nokkuð af afa þín- um?” “Nei, ekki það, en eg veit að hann fær ekki að vera lengur í kotinu. Hann er ef til vill farinn það- an'nú, og eg veit ekki, hvert hann hefir' farið. Eg verð að leggja af stað, eg verð að leita hann uppi og hjálpa honum”, sagði hann með grátstaf 1 hálsinum. “Rétt er það af þér, Jörundur minn, að hugsa um afa þinn og hjálpa honum; en þú getur það ekki á þann hátt, sem þú hefir hugsað þér það„’ mælti konan hispurslaust. “Vertu nú rólegur hérna hjá okkur, og þá skal eg komast eftir því, hvert afi þinn fer. Við getum svo við og við sent honum eitthvað, og að því búnu getur þú heimsótt hann. Þú hefir ekki verið hérna nema sex vikur. Og það er ekki rétt af þér, að fara héðan svona umsvifalaust.” ----------*— VORKOMA. Vaknar til valda Svanhvítir syngja vor á ný. sigurljóð Sveima frá sýnum fossarnir fornri sortaský. frægðar þióð. Svífur að sunnan Fjallkrýnda mardís, sumarblær. móðir góð! Glóey á grundu Fóstraðu frjálsa glitblæ slær. fjalla þjóð. Farlúnir fuglar Blessist og blómgist flúga hátt bygðin þín hingað um hafið allan um aldur, himimblátt. eyjan mín! Synga þeir sumri Syngdu mót sumri sumarljóð, — sólarljóð, fagnaðar friðmál auðug af óðfrægð frjálsri þjóð. Islands þjóð! v Jón Magnússon. —Ætekan, í júlí 1919. DR. B. J. BRANDSON 21(1-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Offtcs tlmar: 2_3 Helmili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnlpeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu a a6 selja mefiul eftir forskriftum lækna. Hin beztu iyf, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. pegar þér komiS me6 forskriftina til vor, megi8 þér vera viss um, a8 fá rétt þa8 sem læknlrinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7668—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR 0. DJORNSON 210-220 Medlcnl Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—-3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manifoba. DR. J. STEFANSSON 210-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdéma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimill: 80'6 Victor St. Síml: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 <4 Sargent Ave. ViStalstími: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Helmili: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannkrknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donalrf* St. Talslml: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Hours: 2—6 Munið símanúmerið A 6483 og pantiB me8öl yðar hjá oso.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugæ8i eru ðyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdömsrika reynslu a8 bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlan, Is- rjómi, sætindi, ritföng, töbak o.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og JarSarfara- Blóm með litiuin fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Aiiur útbúnáöur sá bezbl. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrlfst. Talsími: llcimilis Talsíini: N-6607 J-8302 THOMAS H. JOHNSON <>g H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McATthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 þeir hafa elnnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hltta á eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mi8vlkudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miBvikudag. Pjney: þrlöja föstudag 1 hverjum mánuSi. I A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til a8 flytja mál bæöi 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sa.sk. Seinasta mánudag I hverjum mán- uöi staddur I Churchbridge DR. ELSIE THAYER » Foot Specialist Allar tegundir af fótasjúkdómum, svo sem líkþornum, laeknaðar fljótt og vel. Margra ára æfing. Mslenzka töluð á lækningastofunni. Room 27 Steel Block Cor. Carlton & Portage Tals. A%88 * A. C. JOHNSON 007 Confe<ieratton Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr m*nn». Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srifstoftisíml: A-4263 Hússfmi: B-SSM J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emily St. Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIC Rafmagns Contracting — AHs- kyns rafmagsndhöld. scld og viS þau gert — Ég sel Moffat og McCldry Eldavélar og hefi þcer til sýnis á verkstœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla, Johnson’s byggingin vi8 Toung Street, Wínnipeg) Verskst. B-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-838S Ilclnia TaJs.: A-9384 G. L. STEPHENSON PLITMBER AUskonnr rafmagnsáhöld. svo sem straujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4I53. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Rjamason, eigandl. 290 PORTAGE Ave., Winnlpeg. Næst bið Lyceum leikhúsíB. Islenzka bakaríið Selur l«'zt u vörur fyrir lægsla verð. Pantanlr afgrdddar hæM fljött og veL Fjðibreytt úrval. Hrein og lipur viðskifti. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave/ Wlnnlpcg. Plione: B-429S MRS. v^WAINSON að 627 SARGENT Ave., Wiimipeg. liefir ávalt fyrirllvjgjandi úrvals- hirgðir af nýtízku kvenhöttunh. Ilún cr eina Isl. konan, sem sltka verzfim rekur í Wlnnipeg. tslend- ingar, látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.