Lögberg - 08.04.1926, Qupperneq 6
Bls. 6
LÖOBERG FIMTUDAGINN,
8. APRÍL 1926.
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
“Já, þér verðið að fara undir eins, Klara,”
sagði hún,“ þetta er ekki hversdagslegur viðburð-
ur, og maður verður sannarlega hryggur að hugsa
um það, að vesalings vinkona yðar verður að vera
einmana á heimili sínu, á meðan maður hennar er
sakaður um jafn hryllilegan glæp. Reynið þér um-
fram alt að ná í lestina sem fer kl. hálf sjö. Eg
skal áreiðanlega sjá um yðar starf. Áður en ein
stund er liðin skal eg senda aðra stúlku upp til að
líta eftir yðar deild og þá getið þér farið alveg ró-
legar.” .
“Alveg róleg!” Klara varð að brosa að þessum
orðum, þega'r hún gekk aftur til herbergis síns og
fór að búa sig undir ferðina, sem hún fékk samt
lítið næði til, þar eð hún var hvað eftir annað kölluð
til að líta eftir sjúklingum af stúlkunni, sem var
á verði, til þess að gera aðvart um ef einhver sjúk-
lingur þyrfti hjálpar.
Alveg rólega gat hún farið. Já — sjúkrahúss-
þarfirnar þurfti hún ekki að hugsa um, þær gat hún
róleg -eftirlátið stúlkuryii, sem forstöðukonan ætlaði
að senda upp í hennar deild á meðan hún væri fjar-
verandi, >— en samt sem áður var það ekki með
rólegum huga að hún lagði upp í þessa ferð.
Meðan hún var að koma fatnaði sínum fyrir í
ferðapokann, ásamt öðrum munum, hugsaði hún með
sorgmæddu brosi um orð forstöðukonunnar; —
hvernig gat hún verið róleg, þegar hún hugsaði um
náföla andlitið hans Oliver Dynecourt og hræðslu-
legu augun — og þetta varð hún alt af að hugsa um.
íHvernig sem hún reyndi að hugsa um eitthvað ann-
að — endurminningin um Dynecourts útlit og orð
þennan morgun, hvarf ekki úr huga hennar >— og
þá skifti það litlu, hvað hún tók sér fyrir hendur.
Hann hafði verið í Mansmere áður. Hann
hafði sagt, að hann þekti Tritton lítilsháttar. En
þar eð hann þekti þenna unga mann aðeins lítið,
hversvegna hafði þá fregnin um dauða hans haft
svo undarleg áhrif á hann?
Hann hafði í limaburði og tali hagað sér eins
og svefngangari, og augu hans sýndu svo voðalegan
kvíðasvip, meðan hann endurtók orð hennar alveg
ósjálfrátt. Hvað þekti hann til Trittons? Hvar og
hvenær hafði hann kynst honum?
Þessar hugsanir þutu fram og aftur um heila
Klöru með svo undarlegri staðfestu, þangað til hún
fann til óþolandi hræðslu, sem henni var ómögulegt
að losna við. Hún var glöð yfir því, að hún, síð-
ustu stundirnar sem hún var í sjúkrahúsinu, átti
svo annríkt við ýmsa hluti, að henni gafst ekki tími
til að hugsa um þetta sorglega málefni, sem nú lét
hana ekki í friði, og hún var næstum hrædd við að
hugsa til ökuferðarinnar til stöðvarinnar, þar sem
hún fengi aftur nægan tíma til að hugsa.
Og hún varð ekki róleg, þegar hún kom til
stöðvarinnar og sá, að Oliver Dynecourt stóð þar
og beið hennar. Bróðir hennar var enn ekki kominn,
og þegar vagninn hennar rann að dyrunum, kom
Dynecourt og hjálpaði henni ofan, úr honum.
Augu hans voru nú ekki eins kviðaleg og um
morguninn, en andlit hans bar enn þá mjög kvala-
ríkari svip og öll framkoma hans var afar óróleg.
“Mér fast eg verða að fara hingað til að kveðja
yður og Bevan,” sagði hann; “eg vildi að eg mætti
biðja yður að —< færa Dórótheu kveðju mína.”
Klara, sem nú var búin að borga ökumanni,
snéri sér fljótlega að honum.
“Þessar fregnir koma manni til að finna hina
—” hann þagnaði, eins og hann gæti ekki talað fyrir
geðshræringu, og( Klara sá, að hann böglaði saman
kvöldblaðið í lófa sínum.
“Er sagt frá nokkru meiru um morðið?” spurði
hún, þegar hún var búin að kaupa farseðil, og húli
og Dynecourt gengu út á pallinn, "hafa menn fund-
ið —”
Hún þagnaði; það var sem köld hönd gripi um
hjarta hennar, en þó hún gæti ekki talað, stóð spurn
ingin, sem hún ætlaði að gera, skrifuð á andlit
hennar.
“Þér eigið við — hvort menn hafi fundið morð-
ingjann,” sagði harnn hö,rkulega, '“nei, það hafa
menn enn ekki getað. Yfirheyrslan fór fram í dag
kl. hálf tvö en það var hætt við hana og henni
frestað þangað til menn finna fleiri sannanir. En
Hernesley er enn þá í gæsluvarðhaldi.”
“Ó, það er kveljandi, blátt áfram svívirðilegt!”
sagði Klara með ákafa. “Hvaða sannanir geta þeir
haft á móti honum? Og hvernig getur nokkurum
manni dottið í hug, að hann sé sekur?”
“Ef við þektum hann ekki eins vel og við ger-
um,” sagði Dynecourt fljótlega, “þá held eg að
okkur fyndist sannanirnar vera mjög fellandi líka.’’
Hann og Klara settust nú á bekk við hliðina á
baðklefa, og Dynecourt breiddi nú úr böglaða blað-
inu, sem hann hélt á.
“Af blaðafregninni hérna sézt það, að stafur-
inn hans Hernesley hafi fundist við hliðina á líkinu;
— á honum honum sáust margir blóðblettir, og það
er víst engum efa bundið, að Tritton hefir verið
rotaður með þeim staf.” Dynecourt talaðí með við-
kvæmum hraða og bætti svo við; “Það er orðið
sann-að að Hernesley og Tritton hafa, síðari hluta
þessa dags, talað saman fyrir utan girðingarhliðið
á húsi því, Sem bróðir yðar leigir. Enn fremur full-
yrðir gamall húseigandi þar úti, að hann á horni
lystigarðsins og þjóðbrautarinnar, hafi séð Trittoh
vera að tala við hávaxinn mann, fáum mínútum áð-
ur en morðið hafi hlotið að eiga sér stað. Hann
þorir ekki beinlínis að sverja, að það hafi verið Sir
Miles, en hann et næstum því sannfærður um það.”
“Fyrst hann ef ekki vissari í sinni sök, getur
það hafa verið hver sem helst annar,” sagði Klara
viðkvæm, meðan hún með sjálfri sér óskaði þess,
að hún hefði ekki horft á hendur Dynecourts, sem
skulfu afarmakið, “það eru svo margir hávaxnir
menn,” sagði hún að endingu.
“Já, auðvitað, auðvitað” viðurkendi Dyne-
court, “en það er nokkuð enn' þá verra en þetta —
nokkuð, sem er enn þá meira sannfærandi en hinir
smámunirnir. f vasa dauða mannsins fanst bréf,
það var frá móður Trittons til Sir George Hernes-
ley, náfrænda Sir Miles, og af þessu bréfi sannað-
íst það, að sá maður sem kallaði sig Denis Tritton,
átti í rauninni að heita Sir Denis Hernesley. Bréf-
ið sannaði, að hann var sonarsonur hins framlðna
Sir George. Ef það er satt, sem í þessu bréfi
stendur, verður iSir /Miles að sleppa nafnbót sinni
og öllum eigunum. Nú skiljið þér máské að þetta
bréf er sterk sönnun gegn Sir Miles — það er það
áhald, sem dómstólarnir nota til'. að fella hann.”
“ó — þetta er það versta,” hrópaði Klara ótta-
slegin, ‘það er mikið, mikið verra en það með staf-
inn og samtal hins myrta við mennina tvo. En hr.
Tritton hefir máské haft aðra óvini? Það hafa
máské verið aðrir sem vildu hann dauðann? 8et
nefnilega ekki trúað því, að Miles vildi drepa mann,
og það þó þessi maður vildi svifta hann arfi hans.
Hann er eðallyndur og góður maður, og hefir mikla
sjálfsstjórn — það sér maður undir eins. Að ásaka
hann fyrir að hafa framið morð, — það er mjög ó-
sanngjarnt.”
“En hváð þér eruð góður vinur!” sagði Dyne-
court, og leit svo aðdáandi augum á hana, að henni
fanst sem hjarta sitt væri skorið sundur. “Eg held
að þér munduð verða jafntryggari vini yðar þó alt
mannkynið væri honum gagnstætt; já, jafnvel þó
það sannaðist að hann væri sekur.”
“Já, þegar mér er farið að þykja vænt um
manneskju,” svaraði hún lágt, “þá svík eg hana ekki
hvað svo sem fyrir kemur. Það mundi auðvitað
valda mér þungrar sorgar, ef einn af vinum mínum
félli niður frá því tignarsæti, er eg hefði sett hann í
og framkvæma það starf, sem eg hefði álitið hann
of heiðarlegan til að gera, en vináttu mína mundi
hann aldrei miása. Eg héldi áfram að láta mér
þykja vænt um hann, jafnvel þó hann hefði fram-
ið glæp.”
“Gætuð þér það í raun og veru?” hrópaði
Dynecourt klökkur. “Vilduð þér vera vinur þess
manns, sem væri morðingi, annaðhvort í hugsun
eða framkvæmd?”
Hann talaði fljótt og með áleitni, og bæði hann
og Klara höfðu alveg gleymt hvar þau voru; þau
sáu hvorki stóru, gráu járnbrautarstöðina eða hina
másandi eimreið með vagnalestina og hinar ann-
ríku, manneskjur.
Klara horfði fast i hin dökku, sorgbitnu augu
Olivers.
“Já — það vildi eg gera,” sagði hún alvarleg;
“þann vin, sem mér þætti vænt um, mundi eg aldreí
yfirgefa, hvað svcr sem hann hefði gert. Eg er
þannig að eðlisfari. Þegar eg festi vináttu til ein-
hverrar manneskju, þá geri eg það fyrir fult og
alt til æfiloka.
“Eg vildi að eg hefði þor til að biðja yður —”
Dynecourt laut áfram og snerti hendi hennar, en þá
kom Bevan til þeirra, svo hann þagnaði.
“Eg hefi verið svo hræddur um að eg kæmi of
seint til að ná lestinni”, sagði hann, “og svo sitjið
þið hér svo róleg, eins og þú, systir, skeyttir alls
ekki um, hvort þú yrðir með henni eða ekki.”
Á allri leiðinni rauluðu vagnahjólin sama lag-
ið fyrir eyrum Klöru. — Með óþreytandi þróttseigju
héldu þau áfram að endurtaka setninguna, sem
Dynecourt var hamlað frá að ljúka við, sökum komu
bróður hennar.
“Eg vildi að eg! hefði þor til að biðj'a yður—”
Hvað var það, sem hann ætlaði að biðja hana
um, og hversvegna þorði hann ekki að gera það?
Hann hafði tautað eitthvað um, að hann væri bund-
inn, en hver var það sem hann var bundinn við?
Klara skildi ekki hvað hann átti við.
16. KAPÍTULI.
í því herbergi, sem verið hafði dagstofa móður
hans, meðal húsmuna, sem hún hafði getað eignast
með miklum erfiðismunum, og verið ósegjanlega
hreykin yfir, lá sá maður, sem kunnur var undir
nafninu, Denis Tritton, og beið þess að verða jarð-
settur. Þegar lík hans fanst, báru menn það inn í
hans eigið hús, af því það var næst, og menn höfðu'
látið hann liggja þar, af því menn höfðu engan
annan stað að flytja hann í.
Ungi listamaðurinn, sem var orðinn mjög skelk-
aður og viðkvæmur yfir þessum sorgar viðburði,
sem átt hafði sér stað í nágrenni hans, og yfir því,
að hafa líkið í því húsi, sem hann hafði leigt, vildi
þó ekki fallast á það að það yrði flutt í líkhús bæj-
arins eins og læknirinn stakk upp á. Dick Bevan
var of tilfinninganæmur og góður til þess.
“Látið þið vesalings unga manninn fá að liggja
undir sínu eigin þaki, þangað til hann fer þaðan
fyrir fult og alt,” hafði hann sagt, og þannig at-
vikaðist það, að lík Denis Trittons lá í litlu dag-
stofunni með hinum mörgu (endurminningum frá
veru móður hans þar, og í sama herberginu þar
sem Betty fann bréfið, sem á svo undarlegan hátt
greip fram í tilveru hans.
Richard eða Dick Bevan, sem systir hans kall-
aði hann, hafði samkvæmt beiðni nágrannakonu
sinnar frú Dyson, flutt inn í litla húsið hennar.
Bertram systurnar tvær, sem enginn fékk að vita
hve gamlar voru, en sem nú voru fyrir löngu bún-
•ar að slíta barnaskónum, hristu höfuðið yfir þessu
fyrirkomulagi og töluðu um það sín á milli, að það
væri skammarlegt að sjá hve áköf frú Dyson væri
eftir að veiða mann handa dóttur sinni, og þær vor-
kendu þessum vesalings listamanni með háværum
orðum. En frú Dyson heyrði ekki fjasið þeirra,
og þó hún hefði heyrt það, þá hefði hún ekkí skeytt
hið minsta um það; hún hafði farið eftir eðlisá-
vísan sinni og Iátið fólkið masa eins og það vildi.
Þessi litla ekkja var ein af þessum rólegu kon-
um, sem þekti lítið til heimsins og hans venju, sem
gekk sína eigin leið, fylgdi rödd samviskunnar og
lét ekki vondar tungur hafa nein áhrif á sig eða
hlustaði á hvað fólk sagði. Hún gerði það sem eftir
hennar skoðun var rétt, og hún vissi, að hún sjálf
yrði að bera afleiðingarnar. ^
Hún kunni vel við Bevan, og framkoina hans
var svo bíátt áfram, að henni geðjaðist hún. Hennar
eigið hreina eðli, fann hjá honum andlegan skyld-
leika og með sínum eigin hreina og heilbrigða hugs-
unarhætti varð hún þess vör, að hann var góður
og óskemdur.
iHún skildi barnslegu sálina, sem skein í blíðu
brúnu augunum, og dóttir hennar hafði erft hennar
eigið hreina og góða lundarfar. Betty var ekki af
þeim hóp ungra meyja, sem elta karlmenn til þess
að svala fýsnum sínum, eða til þess að lifa rólegu,
fyrirhafnarlausu lífi af þeirra svita, — það hefði
yerið henni alveg ómögulegt, og hið lága og lélega,
sem Bertrum systurnar sáu í fari frú Dyson og dótt-
ur hennar, var að eins úrslit af þeirra eigin með-
fædda, lága hugsunarhætti.
Frú DysOn léði Bevan það herbergi, sem hún
kallaði “holuna” sína, það var indælt herbergi, sem
snéri að garðinum, og hafði áður verið notað til
allskonah innanhússvinnu. Þar gat Bevan búið um
sig eins og hann viidi, og komið öllu fyrir eftir
hinni vanalegu listamanna óreglu, sem honum þótti
svo vænt um. — Hann krafðist þess alvarlega, að
frú Dyson skyldi koma þangað með vinnukörfuna
sína, og sitja þar og sauma meðan hann var að
mála. Honum fanst svo viðfeldið að líta á andlit
hennar, með hinn fagra móðurlega svip, og hina
laglegu hliðmynd bera við gluggann eins og indæla
skuggamynd.
Frú Dyson varð strax við ósk hans, og sérstak-
lega fyrstu dagana eftir morðið, þegar Bevan var
svo viðkvæmur og kjarklítill, var nærvera hennar
til mikillar gleði fyrir unga listamanninn. Hún
vissi vel að hann þarfnaðist samvista annara, og að
honum gekk betur að vinna, þegar hann var ekki
einmana.
Myndin af Sir Miles var nú komin svo langt,
að hann gat um stuttan tíma verið án hans sem
fyrirmyndar, og frú Dyson til mikillar ánægju,
byrjaði hann aftur á myndinni daginn eftir að hann
sótti systur sína.
“Þeir verða bráðum að sleppa þessum ágæta
manni úr fangelsinu,” sagði hann um leið og hann
gekk aftur á bak frá pentgrindinni til að athuga
myndina, sem hann hafði unnið við steinþegjandi I
heilan klukkutíma; “eg þarf bráðlega að fá hann
til fyrirmyndar. Þessi augu og hinn fallega ein-
kennilega munn verður að mála nákvæmlega rétt,
en það er alls ekki auðvelt. Það er slæmt að hann
vildi ekki láta mála sig eins og hinn heilaga George!
Hann er sá éíni maður, sem eg hefi séð, er væri
hentugur til þess.”
Ungi málarinn leit dreymandi á frú Dyson, og
hélt svo áfram eftir augnabliks þögn.
“Sir Miles er einn af þeim mönnum, sem kemur
því góða í heiminum til að þroskast. Menn geta
ekki verið samvistum við hann, án þess áð hann
hafi áhrif á mann, og það er alt af í eðallynda og
góða stefnu. Hann hefir blessunarrík áhrif á alla,
sem kynnast honum, og þó er íann hvorki ræðu-
skörungur né hefir neitt prestlegt í fari sínu. Eg
get alls ekki gert grein fyrir hvað það er, sem lyft-
ir honum upp yfir allar aðrar manneskjur, en það
er áreiðanlegt —- hann er mjög sjaldgæfur maður.’
“Og það hefft miklu meiri þýðingu, hvernig
karaktér manneskjanna, er heldur en breytni þeirra
og framkoma,” sagðj frú Dyson stillilega.
“Já, það segið þér satt,” sagði Bevan sannfær-
andi, “áhrifin sem önnur eins manneskja og Sir
Miles hafa á aðra, eru alveg ólýsanleg. Menn geta
ómögulega látið sér detta í hug lélegar hugsanir,
eða illa valin, vond orð, þegar hann er til staðar.
Augu hans skína þá líka af hinni innilegustu góð-
vild.” '
“Og þér hafið verið heppinn, hr. Bevan,” sagði
frú Dyson. “Þér hafið einmitt fengið augu hans
til að sýna þenna svip á myndinni. En hvað kona
hans hlýtur að vera glöð yfir þessu. Er hún eins
alúðleg ogTiann? Eg hefi því ver aldrei séð hana.”
“Hún er eins og hún sé sköpuð handa honum,”
svaraði Bevan, “en mér hefir stundum dottið í hug
að hana muni alls ekki gruna, hve vel þau eiga
saman. hún og hann.”
“Því skyldi hún ekki vita það?” spurði frú
Dyson; “fyrst hún giftist honum, þá veit hútt efa-
laust líka —”
Frú Dyson, sem undrandi yfir hinum s'íðustu
orðum Bevans, hafði litið á hann, fékk ekki tíma til
að segja meira, þar eð Bevan greip fram í fyrir
henni.
“Já, gifst honum hefir hún, en stundum hefi eg
álitið að hún sé í vafa um, hvort hún hafi valið rétt
— orðið drotning hins rétta konungs.”
Á þessu augnabliki voru dyrnar opnaðar og
bjarta höfuðið hennar Betty kom, þar í ljós, en þeg-
ar -hún sá að mamma sín og hr. Bevan áttu í alvar-
legum samræðum, læddist hún með mestu hægð
ofan stigann og út í garðinn aftur, til þess að koma
þeirri hugsun í framkvæmd, sem henni hafði dottið
svo skyndilega í hug.
“Eg þoli ekkil að hugsa um það, að þessi vesa-
•lings maður skuli liggja svo einmana og yfirgefinn
í sínu eigin húsi,” hugsaði hún, “það er enginn sem
skeytir neitt um hann, og þó að mig hrylli við þeirri
hugsun, að verða að ganga inn til hans og sjá hann
finst mér samt, að hann eigi að hafa eitt blóiri hjá
sér á banabeð sínum.”
Hún var að lundarfari fjörug, listelsk og hug-
sjónarík, og eins og allar manneskjur með fjörugt
ímynunarafl, hrylti hana við að hugsa um dauð-
an, í hvaða mynd sem hann var. En hin góða hugs-
un hennar sigraði hræðsluna, og þegar hún sá að
móðir sín og Bevan áttu annríkt við vinnu sína, á-
setti hún sér að framkvæma áform ?itt alein og í
kyrþey.
Meðan hún í hægðum sínum gekk yfir garðinn,
sem tilhéyrði húsinu, tíndi hún hér og hvar blóm,
stundum fallega lilju og stundum rós, og þegar hún
að lokum yfirgaf garðinn og gekk ofan mjóu götuna
til húss Trittons hélt hún á stórum blómsveig.
Hún gekk hratt, hugsandi um það eingöngu að
framkvæma erindi sitt eins fljótt og mögulegt væri,
svo hún gæti komið heim aftur sem fyrst. Hún rið-
aði á fótunum og hjarta hennar sló afarhratt, þegar
hún stóð loksins tfyrir utan dyrnar, sem hún hafði
svo oft gengið í gegnum, á þeim dögum er hún
“sat” sem fyrirmynd fyrir Richard Bevan.
Og þegar hún stóð þar hikandi á þröskuldinum
greip hana voðaleg hræðsla. 'Hún var hrædd við
það, sem hún myndi fá að sjá þar inni í húsinu, við
hina undarlegu kyrð, sem ríkti þar, og lokuðu dyrn-
ar niðurdregnu blæjurnar voru að því komnar að
eyðileggja kjark hennar.
“Mér þætti gaman að vita,” hugsaði hún,
“hvers vegna fólk lokar úti bir+u og loft í húsum,
þar sem dauðinn hefir komið inn Þegar eg dey,
vona eg að menn lofi sólinni að skína inn til mín;
ef dauðar manneskjur gætu látið óskir sínar í ljós,
held eg þær mundu biðja um eins mikið ferskt loft
og fáanlegt væri.” •
Henni varð litið á hið sumarlega landslag, er
lá laugað í Sólskini, svo leit hún aftur á lokaða hús-
ið, sem með dauðakyrðinni vakti meiri kvíða hjá
henni. Hún vissi ofurvel hvar bakdyralykillnn var
geymdur; hann var geymdur undir vafningsjurtun-
um, sem uxu upp með gluggastólpanum. Hún
fann hann strax á gamla geymslustáðnum, og um
leið og hún herti upp hugann af beztu getu, opnaði
hún dyrnar og gekk inn í ganginn; en þar nam
hún staðar, lafhrædd við að heyra fótatak sitt á
steinflísunum og sinn eigin hraða andardrátt, og
henni lá við að hljóða, þegar hún sá skuggann sinn
á gólfinu, sem gaf henni grun um, að einhver lædd-
ist á eftir henni til að geta litið yfiir öxl hennar.
“Eg má ekki vera heigull, eg má ekki vera heig-
ull,” hvíslaði hún hálfhátt að sjálfri sér og hrökk
við, þegar hún heyrði sína eigin rödd. En það var
gott efni í henni, eins og menn segja, og þrátt fyrir
granna, barnslega líkamann og blíða, rólega and-
litið, hafði Betty staðfasta lund. Hún lokaði dyr-
unum á eftir sér, teygði úr sér og gekk rösklega á-
fram, ákveðin í því a.ð framkvæma það, sem hún
hafði áformað.
“Það er alt of heimskulegt að vera hrædd við
dauðan mann,” sagði hún við sjálfa sig, “og það
við slíka einmana manneskju, sem hvorki hefir
móður né systur að líta inn til sín. Eg ætti að
skammast mín fyrir að vera svo hrædd.”
Meðan hún á þenna hátt reyndi að hvetja sjálfa
sig, opnaði hún dyrnar að herbergi því, þar sem
Bevan hafði setið og málað mynd hennar, og þar
sem hún og hann höfðu átt svo margar skemti-
legar samræður og hressandi hlátur.
Óviðfeldna kyrðin og hinri hreyfingarlausi,
stirðnaði líkami, sem lá á hvílubörunum undir hvítu
líkblæjunni, olli henni mikillar hryllingar. En svo
óx kjarkur hennar aftur við hugsanina um það, hve
einmana vesalings dauði maðurinn var, og með
hröðum fetum gekk hún að börunum og lyfti blæj-
unni frá andliti hans með skjálfandi fingrum.
Meðan Denis Tritton lifði, hafði hann verið
mjög óálitlegur maður, en dauðinn hafði veitt Ijóta
og lymskulega andlitinu hans álitlegan og söma-
samlegan blæ, sem hann hafði algerlega skort í
lifanda lífi, og nú fanst ungu stúlkunni, að í þessum
rólega andlitsdráttum sæf hún eitthvað sem líktist
Hernesley ættinni, sem hann að síðustu hafði kraf-
ist að tilheyra, og heimtaði nafnbót hennar og auð.
“Og það lakasta er,” hvíslaði hún, eins og hún
héldi að dauði maðurinn heyrði til hennar, “að mér
finst að eg að vissu leyti sé orsök að öllu þessu.
Ef eg hefði ekki fundið bréfið, hefði hann máske
aldrei komið hingað aftur. Ef það er mér að kenna
— þá bið eg yður, hr. Tritton, svo mörgum sinnum
um fyrirgefningu; — fyrirgefið þér mér! Sko, hér
hefi eg fáein blóm handa yður — af því eg þoldi ekki
að hugsa um, að þér væruð hér svo einmana og án
nokkurs blóms til að prýða beð yðar.”
Og á meðan Betty talaði, var sem hræðsla
hennar hyrfi algerlega, og henni fanst það ósjálf-
rátt og undarlegt, að orð sín væru á einhvern hátt
heyrð og skilin. Og um leið og hún laut niður að
líkbörunum, lagði hún þenna stóra blómsveig á
hendur hans.
“Ef þér að eins gætuð h'jálpað til þess, að
þenna glæp, sem hér hefir verið framinn, yrði upp-
víst um hver framið hefði,” hvíslaði hún og leit
niður á rólega andlitið, “þá yrði alt gott. Sir Miles
hefir ómögulega getað gert yður neitt ilt, um það
er eg alveg viss. Ef einhver að eins gæti hjálp-
að okkur til þess að finna þann seka, svo hin stóru
rangindi, er hér hafa verið framin yrðu að engu, þá
er eg viss um, að það yrði yður sjálfum til bless-
unar.”
Lága hvíslið hennar virtist framleiða bergmál
í herberginu, svo hún varð aftur hrædd. Hún leit
í kringum sig hálf skelkuð, og varð að síðustu litið
á gluggann, sem blæjurnar byrgðu alveg efst uppi.
Frá þessum glugga sá maður yfir einmanaleg-
asta hluta bersvæðisins, sem hallaðist niður að
skóginum, og um leið og Betty varð litið á neðri
hluta gluggans, sá hún alt í einu andlit, sem var
þrýst að þeim hluta rúðunnar, er blæjan huldi ekki,
en eins fljótt og'andlitið kom í ljós, eins fljótt hvarf
það aftur. Það var eins og elding hefði brugðið
fyrir, en nógu lengi til þess, að hugur ungu stúlk-
unnar hafði getað tekið glögga mynd af því. Hún
geymdi þessa mynd fyrir hugskotssjón sinni, bæði
af andlitinu og svip þess, og magnþrota af hræðslu
stóð hún kyr og starði á blettinn þar sem hún hafði
séð það.
Andlitið var horfið, — en hvað var orðið af *
manneskjunni, sem andlitið átti? Ætli að dyrnar
yrðu opnaðar að augnabliki liðnu — og þessi for-
vitna persóna, sem staðið hafði og starað á þann
dauða, kæmi nú inn til að stara á sig? Eða varð
hann hræddur við að sjá mig og flúði á brott? —
Þannig hugsaði Betty eins og í leiðslu.
Að enginn þar í nágrenninu átti slíkt andlit,
um það var hún alveg sannfærð, og að hún nær sem
væri og hvar sem væri, þekti þetta andlit aftur, var
hún í engum vafa um. En átti hún ekki strax að
elta manninn og komast eftir því, hvers vegna
hann væri að læðast þarna og gægjast inn í húáið?
Og ætli þessi maður, með föla, kvalaríka andlits-
svipinn og starandi auguri, væri nokkuð riðinn við
morðið? hugsaði Betty enn fremur.
Þessi hugsun lifnaði með eldingarhraða, og
hún leit á dauða manninn eins og hún byggist við
að hann mundi svara þessari ótöluðu spurningu.
Var það íinyndunarafl hennar, sem gerði henni
missýningar, eðaj sá hún í raun og veru undarlegt,
staðfestandi bros í þessum stirðnuðu, kyrlátu and-
litsdráttum? ó—það var nú heimska að ímynda
sér slíkt, og þó—einmitt á sama augnabliki og þessi
hugsun lifnaði, kom önnur jafn skyndilega, svo
lifandi, svo sannfærandi, að henni fanst hún vera
innblásin án síns eigin vilja, — alveg eins og henni
væri þrýst inn í meðvitund hennar á óskiljanlegan
hátt.
“Þessi maður, sem kom og leit inn um glugg-
ann, átti erindi inn í húsið. Það var eitthvað, sem
hann vildi finna; hann kom ekki að eins til að sjá
hr. Trittcn; hann hafði aðra ástæðu. ÞaS er eitt-
hvað, sem hann hefir þarfnast, og gert sér von um
að finna hér.”
Þetta sagði Betty við sjálfa sig. hvernig
henni datt þetta í hug, og hvort þessi hugsun hafði
nokkura þýðingu, það gat hún ekki skilið, og hún
reyndi heldur ekki að ráða þessa gátu, því nú vakn-
aði nýr grunur í meðvitund hennar og hann kom
eins og hinar hugsanirnar al.veg óvænt og ósjálfrátt,
eins og honum væri þrýst inn í heila hennar.
Henni datt alt í einu í hug litla saumaborðið
með leyniskúffunni, þar sem hún hafði fundið bréf
móður Trittons. Daginn eftir að hún fann bréfið,
hafði Tritton sent eftir borðinu. Bevan hafði furð-
að sig yfir því hvað þessi ungi maður ætlaði að gera
við slíkan húsmun, sem væri honum alveg gagns-
laus og mundi að eins valda þrengslum í híbýlum
hans í London, en samkvæmt ósk húseigandans,
sendi hann borðið undir eins til Trittons.
Nú datt Betty skyndilega í hug, að þetta sauma-
borð og maðurinn, sem hún sá fyrir utan gluggann,
stæði í einhverju sambandi. Hún gat ekki gert sér
grein fyrir sínum mörgu, ruglingslegu hugsunum,
en sú ímyndun kom aftur og aftur, að heimsókn þessa
forvitna manns, væri á einhvern hátt í sambandi við
saumabórðið. Hún reyndi af öllu megni að finna
einhvern beinan þráð í þessari hugsanaflækju, sem
í heila hennar bjó, en það var henni ómögulegt; að
eins hélt eðlisávísan hennar áfram að halda fast við
þá ímynd, er hún fékk sem af innblæstri.