Lögberg - 13.05.1926, Blaðsíða 3
I
LÖGBEKG FIMTUDAGINN,
13. MAÍ 1926.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SÓLSKIN
MHcaaaKiaaisigi'siisa
Til Jerúsalem.
(Sjá Matt. 20, 17-19).
Til Jerúsalem stefndi hugur allra Gyðinga um
hátíðir, og hugurinn bar þá hálfa leið, er að heiman
gátu komist. Þeir fóru þangað til að þakka og
fagna og til að fylgja gömlum þjóðarsið, og sneru
síðan heimleiðis, sumir ríkir af góðum minningum,
en aðrir fóru eins og þeir komu. Því að þakkargjörð
og lofsöngur bera góða ávexti, en dauður vani er á-
hrifasnauður.
Jesús fór og til Jerúsalem fyrir páskahátiðina,
en hann fór til að líða og deyja; lærisveinarnir urðu
samferða og voru í þungu skapi, er meistari þeirra
tjáði þeim hvað sín biði. — Þeir urðu sjónarvottar
píslanna, sáu blindni og hatur hrósa sigri, skömm-
um sigri að vísu, því að páskasólin þerði vonarsnauð
tár, er frelsarinn gekk úr kaldri gröf.
Þeir sáu það alt og urðu aldrei sömu menn upp
frá því. Skelfing langa frjádags og undrun páska-
morguns breyttist í framkvæmdarsamt þrek í vorblæ
hvítasunnunnar.
Til Jerúsalem stefnir hugur kristinna manna
enn i dag, einkum um þennan tíma árs. Við föstu-
guðsþjónustur um allan heim eru frásögur lesnar
um píslir frelsarans í Jerúsalem, og þótt margur viti
fátt um Jórsalaferðir og hafi fátt heyrt um hvernig
Getsemane og Golgata er nú, þá leitar hugurinn
þangað samt, og trúaðir menn hugsa: “Eg vil þar
vera hjá þér, er veit eg píndan þig.”
Margir láta ekki þar við staðar nema. Úr öllum
áttum koma þeir pílagrímarnir til Jósalabrogar fyrir
páskana, og margur er fararfús, þótt heima verði að
sitja. Farareyrir og ferðlöngun eru ekki jafnan
samferða.
Vikublaðið mikla og góða, “Christian iHerald” í
áttum koma þeir, pílagrímarnir, til Jórsalaborgar um
kaupendur sína. Réðust svo margir til þeirrar far-
ar, að blaðið leigði stórt farþegaskip með þá, og
munu þeir um þessar mundir fara í bifreiðum um
þær slóðir, sem Kristur fór fótgangandi forðum með
postulum sínum.
Það verður líklega nokkuð langt þangað til að
vér íslendingar getum farið slíka för í hópatali. En
samt langar Bjarma til að stuðla að því, að margir
lesendur hans láti hug sinn svífa þangáð* austur um
þessar mundir og reyna að, dvelja í anda í Getse-
mane og í Golgatkirkju í “kyrru vikunni”. En sú
dvöl verður ekki að fullum notum nema vér getum
hugsað svipað og munkur nokkur á 13. öld skrifaði
í dagbók sína, er hann var kominn þangað austur.
“Eg er kominn um lönd og höf,” skrifaði hann,
“til að sjá sjálfur staðinn, þar sem Kristur lifði með-
an hann dvaldi í holdinu — einkum þann stað, þar
sem hann dó mannkyninu til 'hjálpræðis. Við það mun
endurminningin um píslir Krists verða enn dýpri í
sálu mér, og frelsandi blóð hans verða kraftur minn
og styrkur,að eg geti betur boðað fagnaðarerindi
hans og fúsari liðið dauða fyrir hann.”
Á þeim tíma var eðilegt, að Jórsala pílagrímar
hugsuðu um þrek til að deyja. Fransiskanareglan
ein mistiÆ.OOO munka á miðöldum þar eystra, voru
allir drepnir af Múhameds mönnum.
Nú er “landið helga” í höndum Englendinga og
nú koma að meðaltali nálægt 3,000 Gyðingar á hverj-
um mánuði til að taka sér bólfestu í “landi forfeðr-
anna, og auðmenn Gyðinga senda nýlendumönum ó-
• grynni fjár til að rækta landið. Væri margt um
það að segja, en ekki tækifæri til þess í þetta sinn. —
Vér skulum hraða oss til Jerúsalem. Þar eru allra
landa menn saman komnir, að kalla má, og í K. F. U.
M. Þar í borg syngja meðlimir stundum, hver á sínu
móðurmáli, og má þá heyra yfir tuttugu tungumál á
einum fundi. En aðal tungumálinu eru; arabiska,
hebreska og enska.
Ótalmargar fornar og helgar minningar streyma
að langferðamönnum og margbreyttur hávaði í
þröngum og sóðalegum götum í “gamla bænum’. En
vér leitum kyrðar og göngum á skírdagskvöld austur
úr bænum út í Getsemane við rætur Olíufjallsins.
Það er múrveggur um garðinn nú og innan við
vegginn netgirðing, en gangur á milli, og smá vik
inn í múririn með myndum úr píslarsögunni. Inni í
garðinum sjálfum eru átta eldgömul olíutré frá dög-
um Krists eða að minsta kosti frá sömu stofnum
vaxin og trén, sem þar voru þá. í norðausturhorni
garðsins^er kapella, en að öðru leyti er garðurinn
vaxinn allskonar blómum, víða krosssettum.
Fyrir 26 árum heyrði eg danskan prest og trú-
boða frá Palestínu, séra Einar Prip, segja ýmsar
sögur frá Jerúsalem, en engin þeirra er eins minn-
isstæð eins og um dvöl hans í Getsemane fyrsta skír-
dagskvöld, er hann var í Jerúsalem. — “Eg var fyrst
einn um kvöldið,” sagði hann, “en svo hitti eg fá-
eina kyrláta kristna menn, og við héldum guðsþjón-
ustu í kvöldkyrðinni undir gömlu trjánum. Um
nóttina yöktum vér átta sinn úr hverri átt ættaðir og
sinn úr hverri kirkjudeild, en vorum ekkert að hugsa
um það, því að vér vorum allir komnir í sömu er-
indum í Getsemane, að lofa og vegsama frelsara
vorn.”
Mér þótti það harla eðlilegt og býst við að svo
hefði fleirum farið.
Skovgaard-Petersen segir*>sVo I bók sinni um
Gyðingaland ("Landet hvor Kilderne sprang).
“Við sátum um hríð, hjónin, á skírdagskvöld
undir stærsta olíutrénu yfir 20 fet að ummáli, syðst
í garðinum. Við vorum lengi alein, en svo komu
smámsaman fáeinir, er auðsjáanlega voru í trúarer-
indum. Ungur prestur ikaþólskur féll á kné til bæna-
gerðar undir gamla trénu. Tveir munkar frá Abes-
si*íu með svartar höfuðvefjar og dökkir á brún fóru
ganginn milli girðinganna og kystu myndirnar á
múrnum. Nokkrar þýzkar hjúkrunarkonur fóru i
eitt garðshornið og sungu þýzka sálma í kvöffe-
kyrðinni.
Það var blæjalogn, hvergi hreyfðist blað né
blóm. Það var sem náttúran væri gagntekin af eft-
irvæntingu.
Sólin er alveg nýgengin undir musteriáhæðina,
enn leika samt gei^lar henna r á gyltri hvelfingu
rússnesku kirkjunnar, er stendur upp í fjallsbrekk-
unni, rétt fyrir ofan garðinn.
Biblíuminningar streymdu að okkur, en alt í
kom til okkar gamall Fransiskanamunkur, laut höfði
og mælti vingjarnlega: “Garðinum verður lokað.”
— “Hvað er þetta? Á að fara að loka garðinum, og
það á skírdagskvöld ? Það er ómögulegt!”
Munkurinn sagði, að það væri ekki nema eina
s^und, meðan munkarnir, sem gæta garðsins, væru
að borða. — Mér þótti það óþörf ráðstöfun, en við
urðum að fara.
“Stundu síðar kom eg einn aftur. Garðurinn
var opirin, en eg settist utan garðs á klöpp, “stein-
snar frá honum”, þar sem mælt er að lærisveinarn-
-ir, Pétur, Jakob og Jóhannes, hafi sofið meðan Jesús
átti einn í sálarbaráttunni ógleymanlegu.
Eg sat lengi aleinn þarna, þar sem lærisvein-
arnir sváfu meðan barátta meistara þeirra var hörð-
ust. Það var sem heilagt afl tengdi mig þann stað,
og eg ætti þar vel heima. Eg hafði og oft sofið, er
eg hefði átt að vaka og biðja. Minningar frá biblí-
unni og úr lífi mínu blönduðust saman og knúðu sál
mina til helgrar auðmýktar gagnvart Guði frelsar-
ans, knúðu Getsemane-bæn fram á varir mínar . . .
“Verði þinn viíji, ekki minn . . .”
Það var góð stund og minnisstæð.
•— Fulla klukkustund sat eg þarna aleinn. Smá-
hópar voru að fara inn í garðinn í trúarerindum, en
enginn kom upp á “postulaklöppina.”
Upp að klöppinni komu samt 4 rússneskir píla-
grímar, berhöfðaður prestur með hár niður á axlir
fór þar fremstur. Þeir kystu allir klöppina mjög
innilega og byrjuðu svo sálmalag. Þeir sungu mjög
veikt, eg skildi ekki orðin, en lagið var þrungið af
trúarhita, barnslegri hvíld í Guði og sterkri þrá
eftir komandi eilífð. Það gagntók mig, og mér þótti
sárt að geta ekki lært lagið, því að tilfinningar hjarta
míns voru í samræmi við það.
\ Það var rétt komið að mér að rísa á fætur, er
þeir fóru, og þakka þeim sönginn. En reynslan
hefir sýnt mér, að rússneskum pílagrímum er annað
betur gefið en málakunnátta; skilja þeir ekkert
nema rússnesku, og prestar þeirra eru sjaldan lærð-
ari en aðrir í þeim efnum. Það var óvist, að eg hefði
getað gert þeim skiljanlegt erindi mitt, svo að við
hefðum getað fundið allir til þess, að við vorum
bræður í trú á sama frelsara. — Því lét eg mér nægja
að hvísla á eftir þeim: “Til sömu himna liggur leið,
þótt leiðir skilji hér.”
Þegar þeir vor^ farnir og eg einn eftir, fór eg
að hugsa um hvers vegna þeir hefðu kyst klöppina
svo innilega: Var hún þess verð? Hér höfðu post-
ularnir sofið, ef erfisagan er rétt. En það var sem
einhver innri rödd hvíslaði:: “Já, en hér var það og
að frelsarinn mælti: “Vakið og biðjið, svo þér fallið
ekki í freistni”, og klöppin er geymir bergmál þeirra
orða, er engin markleýsa í sögu mannkynsins.”
Svo reis eg á fætur og gekk inn í garðinn. Þar
voru um 50 manns, sumir í smáhópum og töluðu í
^ hljóði, aðrir sátu hér og hvar hljóðir. Það heyrðist
vart skóhljóð, því að staðurinn var öllum helgur.
Eg settist undir stærsta tréð. Himininn var al-
stirndur. Mér var litið upp gegnum limið á trénu,
og þá var líkast sem stjörnurnar væru rétt fyrir
ofan höfuð mér, og eg þyrfti ekki annað en hrista
tréð til að láta þær hrynja til jarðar. .
Alt í einu voru skær blys tendruð um 20 álnir
frá mér, svo að skin og skuggar skiftust á milli
trjánna. Hvað er það? Blys í Getsemane! Voru
óvinir að koma? Júdas og fylgdarlið hans á ferð?
Nei, það var eitthvað annað. Helgur söngur
hljómaði frá þeim, sem söfnuðust um blysin, og svo
las einhver upp alla frásögu Matteusar um skírdags-
kvöld.
“Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn gengu
þeir til Olíuf jallsins .”
Það var gagntakandi hljómur í hverju orði frá-
sagnarinnar, er hún var lesin hér, lesin í Getsemane
við blysbirtu á skírdagskvöd. iSvo voru sambænir,
og á eftir gekk allur hópurinn 1 fykingu út úr garð-
inu upp á kirkjubrekkuná við Alexanderskirkjuna
rússnesku, og þar svo haldin evangelisk guðsþjón-
usta undir berum himni. Eg gekk á eftir þangað.
Þar var fjölmenni saman komið, bæjarmenn og
ferðamenn, en enginn var þar skarkali né gaura-
gangur einS og við “fótaþvottarsamkomuna” við
“grafarkirkjuna” skírdagsmorgun. Getsemaneblær-
inn kyrrláti hvíldi yfir öllum.
Auk ræðanna voru bænir beðpar og sálmar
sungnir. Borgarstjórinn í Jerúsalem las sjálfur
Getsemanefrásögnina úr biblíunni og enski biskup-
inn í Jerúsalem lýsti blessun síðast. Það sem hreif
mig langmest við þessa guðsþjónustu, var einsöng-
ur. í sálminum var lýst hvernig Jesús hefði aleinn
borið byrðar manna, aleinn hjá Pílatus, aleinn á
krossi. En viðkvæðið við hvert vers var: “He gave
Himself to save us all” f“Hann fórnaði sjálfum
sér til að frelsa oss alla”). Lagið lagði áherzlu á
þessi orð, og um leið og söngmaðurinn söng þessi
orð við raust í kvöldkyrðinni út yfir Kedronsdalinn,
þá bergmáluðu þau skýrt frá musterishæðinni: “to
save us all!” “Us all, us all!” hljómaði greinilega
frá musterishæðinni gömlu. Því bergmáli gleymi
eg aldrei, það fór alveg gegn um líkama og sál.
■ Múhameðsmenn eru að vísu nú húsbændur á
musterishæðinni. Á meðan vér kristnir menn úr
ýmsum áttum héldum ógleymanlega guðsþjónustu
hjá Getsemane, þá sofa ofsafengnir Múhameðspíla-
grímar hundruðum saman á musterjshæðinni, ný-
komnir frá einni hátíð sinni. Hæðin er nú tjald-
staður Múhameðsn^anna, en.þó var þar forðum hið
allra helgasta með sáttmálsörkinni, og öldum saman
steig þar upp fórnarreykur til hins lifanda Guðs. Og
bak við guðsþjónustur gamla sáttmálans var þessi
sama hugsun: “fyrir oss alla.” Það var og er vilji
Drottins, að allar þjóðir jarðar hlytu blessun “frá
fjalli Drottins”. Og Drottinn sér ekki eftir náðar-
hugsunum sínum. í kyrð næturinnar hljóma til vor
frá fjallinu helga: “fyrir oss alla”. Það er líkast
.því, að konungshugsun Drottins með alt það er und-
irbúið var á þeirri hæð, beini sér braut úr fylgsnum
næturinnar og tali um hið mikla hjarta Guðs, sem
ekki ef ánægt með minna en “oss alla” — alla!
Eg þakka Drotni fyrir stundina í Getsemane, er
frelsarinn vann sigur í sálarbaráttu sinni, og eg
þakka Drotni fyrir þá stund, sem eg fekk að vera í
Getsemane á skírdagskvöld”----------
Eg vona að þessir kaflar úr langri ritgjörð
Skovgaard-Petersens, verði mörgum lesanda hvöt
til þess að láta huga sinn dvelja í Getsemane hjá
frelsaranum kyráta kvöldstund — og einkum þó á
skírdagskvöld. Erum við ekki sammála um, að gæt-
um við heimsótt Jerúsaem um páskana, þá myndum
við hvergi fremur vera á skírdagskvöld en í.Getse-
mane? — En þó fótur vor sé fastur, er önd vor fleyg,
Og hvar ætti hugur vor fremur að ^velja en í Get-
semane þetta kvöld,?
Drottinn hjálpi bss til að dvelja þar oft.
S. A. Gíslason.—Bjarmi.
VORLJÓÐ.
Vorið kemur! Vindar þegja,
vaggar báran hægt að strönd.
Lifna fer um lönd og eyjar:
langvinn slítur klakabönd
áin stríð, sem inst í dölum
áfram brunar farveg sinn;
kveður við í kletta sölum
hvítfreyðandi lækurinn.
Fugla hópar fram á Græði
fríðar raðir mynda þar,
Kveða þeir í kyrð og næði,
kvikar undir sléttur mar;*
út við himins boga bláan
brattri sem í fjallahlíð
alt ber sama gullna gljáann
grundir, haf og engin fríð.
Rugga sé eg Ránardætur,
roða slær á tinda og fjðll.
Sit eg ein við fossins fætur
frjáls, og hlýði á kvæðin snjöll;
dynur hann við grjótið gráa,
glaðar leika bárur hans
skrýddar í vatnaskrúðann bláa
skærum vafðar geislakranz.
Sunna upp frá Drafnardjúpi
dreifir gulli’ um himinhvel,
vorskýjanna vígð í hjúpi
vermir blóm og harðan mel,
kyssir alt með kossi hreinum
kalkinn rósa, holt og börð
varpar gullnum geisla-teinum
grænan yfir daggarsvörð.
Unaðslegt er út að líta.
Enginn truflar friðinn minn.
iNú skal ekki sitja og sýta!
Sælu meiri’ eg aldrei finn,
en að liggja úti’ um haga
alein fram í klettasal.
Ó, að eg fyndi alla daga
yl og vpr, í Mjóadal!
DUGANDI DRENGUR.
Holland er á sufnum stöðum svo lágt, að menn
verða að gera mikla garða úr mold, til þess að verja
sjónum landið. Þessir garðar eru kallaðir flóð-
garðar.
Það ber við, að öldurnar brjóta garðana og
brýzt þá sjórinn inn um skarðið og flæðir yfir
landið.
Með þessum hætti hefir skolað burtu bæjum og
nautum og sauðum og margir menn hafa druknað.
Eitt sinn gekk lítill drengur heim til sín að kvöldi
dags. Þá sá hann holu í einum flóðgarðinum og
vætlaði sjór í gegn um.
Faðir hans hafði oft sagt honum, að væri vatn-
ið eigi stöðvað, þegar svo bæri undir, þá stækkaði
holan og sjóflóð rynni yfir landið.
Honum kom fyrst í hug að hlaupa heim og segja
föður sínum frá. En svo hugsaði hann með sjálfum
sér: “Myrkrið gæti dottið á áður en faðir minn
kæmi, og þá gætum við ekki fundið holuna. Eða hún
getur stækkað svo, að þá verði of seint að fylla hana.
Eg verð að vera einn og gera það sem eg get, þótt'
eg sé einn.‘”
Litli drengurinn settist nú niður og stakk hend-
inni inn í holuna til þess að stöðva vatnsrensið.
Þarna sat hann klukkustund eftir klukkustund í
myrkrinu og kuldanum, alla liðlanga nóttina.
Um morguninn gekk maður þar fram hjá og sá
hann. Hann skildi ekki í, hvað drengurinn væri að
gera þarna. .Svo kallaði hann til hans:
“Hvað ertu að gera þarna, drengur minn?”
“Það er hola í flóðgarðinum,” sagði drengurinn,
“og eg er að stöðva vatnsrenslið.”
Veslings drengurinn var svo kaldur og þreytt-
ur, að hann gat naumast talað.
.Maðurinn flýtti sér þangað og tók drenginn
burtu. Hann tróð upp í holuna. Nú var landinu
borgið og það áttu menn að þakka þessum litla og
duglega Hollendingi.
FRA GEORGE WASHINGTON.
Úr frelsisstríði Bandamanna í Vesturheimi er
sögð þessi smásaga.
Sveitarforingi einn stóð og sagði mönnum sín-
um fyrir verkum. Skyldu þeir hefja bjálka einn
mikinn upp á virkisvegg og veitti örðugt.
Þá bar þar að herforingja einn, er eigi var í her-
mannsklæðnaði. Spurði hann sveitarforingjann, hví
hann hjálpaði eigi. Hinn furðaði sig allan á spurn-
ingu þessari, sneri sér við -og mælti með reigingi
miklum: “Eg er sveitarforingi.”
‘'Eruð þér það? Það eruð þér!” sagði foring-
inn. “Þetta vissi eg ekki. Eg bið yður fyrirgefning-
ar, sveitarforingi !y’
Að svo mæltu sté hann af hesti sínum, fór til og
vann að bjálkanum þar til svitinn rann af honum.
Þá er bjálkinn var kominn á sinn stað, mælti hann
til hins stæriláta sveitarforingja:
“Sveitarforingi góður, ef svo ber aftur við, að
þér hafið of fáum á að skipa, skuluð þér senda eft-
ir hershöfðingja yðar, og mun eg verða fús til hjálp-
ar við yður öðru sinni.”
Sveitarforinginn stóð sem steini lostinn. Þetta
var Washington.
—Unga ísland.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Offlce tímar: 2_3
Helmili: 776 Victor St.
Phone: A-7112
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka Sherzlu & a8
selja meöul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá, eru
notuS eingöngu. í>egar þér kómiB
me8 forskriftina til vor. megi8 þér
vera vlss um, a8 fá rétt þaB sem
lafknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Slierbrooke
Phones: N-7669—7660
Vér seljum Giftingraleyfisbréf
DR 0. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy 8ts.
Phone: A-1834
Office timar: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Winnipegr, Manltoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bld*.
Cor. Graham og Kennedy 8ts.
Phone: A-1834
Office Hours: 3—6
Helmili: 921 Sherburne St.
Winnipegr, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham ogr Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Stundar augrna, eyrna nef og
kverka sjúkdéma.—Er aB hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals.: F-2691
Dr. K. J. Backman
404 Avenue Block
Lækningar með rafurmagni,
Rafmagnsgeilsum (ultra violet)
Radium, o.s.frv.
Stundar einnig hörundskvilla.
Office timar 10-12, 3-6, 7-8
Phone, office A-1091. H. N8538
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdéma.
Er a8 hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: N-6410
Heimill; 80'6 Vlctor St.
Slmi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN
72414 Sargent Ave.
ViBtalsttmi: 4.30—6 e.h.
Tals. B-6006 v
Helmili: 1338 Wolsley Ave.
Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON
Tannlæknlr
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-3521
HeimlU: Tals. Sh. 3217
T
DK. G. J. SNÆDAL
Tannlæknlr
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talslml: A-8889
Gtftinga- og JarSarfara-
Blóm
—með Utium fyrirvara
BIRCH Blómsali
•16 Portage Ave. Tals.: B-720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke St.
Selur likkistur og annast um út-
ferir. AJlur útbúnaBur sð. beztl.
Enn fremur seiur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina.
Skrifst. Talsíml:
Heimiiis Talsimi:
N 6607
J-8302
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMAN
isL lögfræðlngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Box 1666
Phones: A-6849 og A-6840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
íslenzklr 'ögfræCingar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
Jeir hafa einnig skrifstofur a8
Lundar, Riverton, Gimll og Pinsy
og eru þar a8 hitta á eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern mi8vlkudag
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimli: Fj'rsta miBvikudag.
Piney: þriBja föstudag
1 hverjum múnuBl.
A. G. EGGERTSSON
Isl. lögfræðingur
Heflr rétt tll a8 flytja mál b®81
1 Manltoba og Sask&tchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Selnasta mánudag 1 hverjum mftn-
u8i staddur I Churchbridge
DR. ELSIE THAYER
Foot Specialist
Allar tegundir af fótasjúkdómum,
svo sem likþornum, læknaðar fljótt
og vel. Margra ára æfing.
'Islenzka töluð á lækningastofunni.
Room 27 Steel Block
Cor. Carlton & Portage Tals. A9688
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Hldg.
WINNBPEG
Annast um fasteigmr minna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspumum svarað samstundi*.
Srifatofusimi: A-4263
HAasfmi: B-SSM
J. J. SWANSON & CO.
Selur bújarðir. Látið það félag
selja fyrir yður.
611 Paris Building, Winnipeg.
Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PLANO
Ste. 17 Emliy Apts. Emlly St.
Emil Johnson
SERVIOE ELEOTRIO
Ra.fma.0Hj ContracUng — AUt-
kyns rafmaosnáhöld seld og viO
þau gert — Eg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hefl þœr
til sýnis á verkstœ/U mínu.
524 SARGENT AVK.
(gamla Johnson’s byggingin við
Yout^g Street, Winnlpeg)
Verskst. B-1507. Heim. A-72SS
Verkst. Tals.:
A-8383
Heíma Tals.:
A-9384
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Allskonar rafmagns&höld, svo
straujám, víra, allar tegundlr ■(
glösum og aflvaka (batterles)
VERKSTOFA: 676 ÍIOME STT.
Siml: A-4153. fsl. Myndastofa.
Walter’s Photo Studio
Krlstin BJamason, eigandl.
290 PORTAGE Ave., Wlnnlpeg.
Næst bi8 Iiyceum leikhúelB.
lslenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægsta
verð. Pantanlr tfgreiddar beefli
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval
Hrein og lipur viðskiftl.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Winnlpeg.
Phone: B-4298
MRS. SWAINSON
að 627 SARGKNT Ave., Winnipeg,
hefir ávaTt fyririhggjandl úrvals-
bdrgðir af nýtízku kmnhöttunt
Hún er elna isl. konan. sem slika
verzlun rekur i Wtnnipeg. lslenð-
lngar, l&tlð Mrs. Swalnson njóta
viðskifta yðar.