Lögberg - 13.05.1926, Side 6
Bla. 6
LÖGRERG FEMTUDAGINN,
13. MAÍ 1926.
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
‘'Hvað ætlið þér að gera?” spurði Dynecourt
lafhræddur
“Eg ætla að segja frá öllu — öllu — sem eg hefi
gert — öllu — öllu!”
Dynecourt starði á lögmanninn.
“Alt! Hvað langt nær það? Ætli það sé ekki
sama sem hans eigin ágirnd og auðvirðilegi hugsun-
arháttur verð opinberaður? Ef Soames segði frá
byrjun til enda, þá mundi hann líka segja frá heim-
sókn sinni til hans, Olivers, og hvernig hann hefði
þá ráðið Soames til, að segja ekki Sir Miles frá því,
að annar erfingi væri til. Ef Dóróthea fengi að vita
þetta, þá vissi hann að hann að hann mundi missa
hana, og hann tók nú ákveðið áform.
Hann varð að fá Soames til að þegja. Já, svona
langt var Oliver kominn á ranglætisbrautinni, að
hann, með bréf Dórótheu í vasanum, breytti gagn-
stætt bón hennar.
“Eg er eyðilagður maður,” sagði Soames og
stundi; "og nú kemur iðranin. Eg ætlaði ekki að
myrða Tritton — en það voru peningarnir, sem
freistuðu mín. Þér getið enn þá fengið yðar skerf
af peningum og gæfu, þegar þér giftist lafði Hern-
esley, en eg er búinn. Eg þoli ekki þessar sam-
vizkukvalir lengur. Komið þér með mér til næstu
lögreglustöðvar, og látið mig segja sannleikann þar,
svo eg fái frið í huga mínum.”
Oiver sá nú, að Soames var með fullu viti, og
hann vissi að hann, þegar hann sagði frá glæp sín-
um, mundi hvorki hlífa sér eða öðrum.”
“Nei, hr. Soames,” sagði Oliver vingjarnlega,
“eg vil ekki að þér meðgangið óneyddur, eg vil held-
ur, sökum góðrar viðkynningar, —hjálpa yður til
að flýja úr landinu. Þar eð þér eruð nú með fullu
viti, getið þér lifað rólegu lífi, þegar þér eruð laus
héðan, og þá er nógur tími að segja frá því, að þér
en ekki Miles hafið myrt Tritton.”
“Já,” svaraði Soames ákafur, “sé það mögulegt,
þá vil eg það heldur, en þéy verðið að lofa því, að
opinbera sannleikann. Annars heldur hann áfram
að kvelja mig, þangað til sannleikurinn er leiddur í
ljós.”
Dynecourt huggaði lögmanninn eftir beztu getu,
jafnframt og hann hugsaði sér áform, sem hann þó
ekki sagði Soames nákvæmlega frá; en hann kallaði
á Tomlinson, sem varð glaður yfir því að heyra, að
Dynecourt ætlaði að taka sjúklinginn með sér, og
verðinum var skipað að útvega lokaðan vagn.
Undir eins og vagninn kom, stigu þeir OliVer og
Soames inn í hann; ökumanni var skipað að aka í átt-
ina til Notting Hill, og Dynecourt fór nú að skýra á-
form sitt fyrir lögmanninumy Hann varð að gera
sig eins óþekkjanlegan og hann gat, láta raka sig og
klippa og fá sér nýjan fatnað, og svo skyldi hann fara
með lestinni frá Notting Hill stöðinni, aka til lítillar '
miðstöðvar og fara þaðan til annarar deildar í Lon-
don, þangað sem hann gæti farið frá beina leið til
útlanda. .
Lögmaðurinn var nú orðinn miklu hressari, og
hlustaði á Oliver með glöggri eftirtekt. Lífslöng-
unin var lifnuð hjá honum og hann samþykti allar
ráðagerðir Olivers, sem lofaði honum í annað skifti
að opinbera allan sannleikann, þegar hann væri far-
inn af landi burt.
“En,” sagði Oliver að síðustu — “til þess að gera
flóttann skiljanlegan, og af því þeir í hælinu vita, að
við urðum samferða þaðan, er líklega réttast, að þér
gefið mér högg í höfuðið, að eins lítið högg, til þess
að það sanni öngvitið, sem eg ætla að látast vera í,
þegar þér farið út vagninum á stöðinni”
Þetta samþykti lögmaðurinn líka, um eið og «in-
kennilegt| bros lék um varir hans.
“Nú er klukkan rúmlega sex,” sagði Oliver og
leit út um gluggann, — “við erum rétt komnir að
stöðinni; nú farið þér út, en eg fer svo heim til mín
—og sé um það sem eftir er.”
“Já, gerið þér það,” hvíslaði Soames hugsandi og
ilskulegur glampi logaði í augum hans; en Oliver sá
hann ekki, því á sama auhnabliki rigndi höggunum
á höfuð hans, og þegar vagninn nam staðar við stöð-
ina rétt á eftir, var Oliver í reglulegu öngviti.
“Hanan nú,” sagð hinn brjálaði og brosti, “nú
hefir þú fengið ósk þína framkvæmda; eg gæti auð-
veldlega drepið þig, en nei, eitt morð er nóg. — Fé-
lagi minn hefir drukkið of mikið,” sagði hann við
ökumanninn og rétti honum nafnspjald, sem hann
hafði fundið í vasa læknisins; “flyt þú hann heim
samkvæmt þessu nafnspjaldi, og talaðu ekki við
hann fyr en hann er kominn heim; hann þarf að
vera í ró.”
Svo hló Soames hátt og hvarf í manngrúann,
sem streymdi að stöðinni.
“'Mig langar ekkltil að hafa drukna menn í vagn-
inum mínum,” tautaði ökumaður og opnaði vagn-
dyrnar, þegar hann nam staðar fyrir utan heimili
Olivers. — “Áttið yður nú, herra minn, nú eruð þér
heima.”
Hann stóð óttaseginn og studdi hendinni á öxl
Olivers. — Það leit ekki út fyrir, að neitt væri að
honum; drukkinn var hann að minsta kosti ekki;
það leit fremur út fyrir, að hann hefði orðið fyrir
árás. ökumaður hristi Oliver aftur, og þá opnaði
hann augun.
“Hann hefir þá verið hrjálaður samt sem áður,”
tautaði Oliver, “eg hefði átt að vita það.”
Undir eips og Oliver var kominn inn í húsið, ók
ökumaðurinn í burtu með hraða miklum. Hann
langaði ekki til að lenda í samband við lögregluna.
24. KAPITULI.
Dagsljósið læddist með hægð inn í herbergið í
sjúkrahúsinu, þar sem Dynecourt vaknaði um morg-
uninn, eftir að hann hafði hjálpað herra Soames til
að flýja frá sinnisveikra hælinu.
Ungi læknirinn hafði átt mjög órólega nótt, og
hann komst að eins smátt og smátt til meðvitundar
um það, sem skeð hafði.
Hann sá enn þá hræðsluna á syip ráðskonu
sinnar, þegar ökumaðurinn leiddi hann inn til henn-
ar, og sagði henni að líklegt væri að ráðist hefði ver-
ið á hann. Ráðskonan telfónaði Drummond lækni
að koma.
Oliver mundi eftir ökuferðinni til sjúkrahúss-
ins eins og í draumi, og eftir rannsókn stéttarbróður
síns. Hann mundi líka að honum var hagrætt í
rúminu af ósegjanlega liprum og mjúkum höndum,
og að hann fann til andlegrar vellíðanar af því, að
vita sig í umsjón umhyggjuríkrar stúlku, eri endur-
minningin um þetta truflaðist við það, að hann hélt
sig máske hafa talað í óráði.
“Þegar Soames er farinn heilu og höldnu,”
hugsaði hann, “þá skal eg segja sannleikann og fá
'Hernesley sýknaðan. En eg mátti ekki láta hann
gera það; hann hefði sagt meira en mér var hent-
ugt. Já, svo djúpt er eg sokkinn, að eg er í sam-
særi með morðingja, i— en nú fær Dóróthea ekkert
að vita um vonzku mína, — Hernesley verður sýkn-
aður, og hún trúir engu illu um mig. Eg gæti held-
ur ekki þolað það, því eg get ekki mist hana — eg
get ekki mist hana.”
Meðan hann hugsaði þetta, speglaði sig kvíði
og æsing i andliti hans, og þegar Klara kom inn til
hans, einni stundu síðar, sá hún undir eins, að það
var eitthvað, sem kvaldi hann. Hún var nú samt svo
vön við að halda sjálfstjórn sinni gagnvart sjúkling-
um, að hún, þrátt fyrir meðaumkvunina með honum,
gekk að rúminu með rólegt og brosandi andlit.
“Þér vitið máske ekki,” sagði hún alúðlega, “að
þér eruð minn sjúklingur? Og eg skal segja yður—
eg þoli enga þrjózku. Eg sé að þér eruð gramur
yfir einhverju; en eg banna yður harðlega að vera
gramur.”
Hún lagði köldu hendina sína á heitu fingurna
hans, og þá var það eins og blíðar og góðar hugsanjr
vöknuðu hjá honum. Hann fór að hugsa um móður
sína, sem var dáin fyrir mörgum árum síðan, og hann
var í því skapi eins og hann væri orðinn drengur
aftur.
“Það er eitthvað móðurlegt við hana,” hugsaði
hann, þegar hann leit á andlit hepnar. “Þér lesið í
huga minn,” sagði hann hátt; “já, eg er gramur yfir
nokkru. Eg hefi hagað mér illa og heimskulega.”
“Þér megið ekki hugsa um það núna,” áminti
Klara hann; “nú verðið þér fyrst af öllu að hugsa
um að verða frískur.”
Kvöldið áður hafði hún orðið hrædd, þegar hún
heyrði að hann hafði orðið fyrir árás, og hún varð
svo innilega glöð yfir því, að fá leyfi til að hjúkra
að þeim manni, sem hún elskaði.
“Eg verð líklega neyddur til að segja lögregl-
unni frá því, sem skeði í gærkvöldi,” sagði hann.
“Mintist eg ekkert á það, sem mér vildi til?”
“Nei,” svaraði hím. “Þér voruð mjög vesall.
Ráðskonan yðar gleymdi að líta eftir vagnnúmerinu,
af því Ihún varð svo hrædd um yður, og undir eins
og Drummond heyrði, að þér væruð veikur, lét hann
sækja yður.”
“Mig langar til að tala við Drummond.”
“Já, þér skuluð rétt strax fá að sjá hann,” svar-
aði Klara innilega, “en þér verðið að vera rólegur
og reyna að jafna yður.”
“En hvað það er hressandi að heyra yður tala,”
sagði hann stillilega og leit á hana dreymandi aug-
um. “Þér ættuð í raun og veru ekki að eyða æfi
yðar hér, Klara. Þér ættuð að gera mann gæfusam-
an og verða móðir sona. Þér eruð ein af þeim fáu
stúlkum, sem verða ágætar konur og sjaldgæfar
--mæður. Þér og Dóróthea verðskuldið að verða gæfu-
ríkar.”
“Dóróthea verður aldrei gæfurik, fyr en Sir
Miles er sýknaður.” sagði hún lágt.
“Haldið þér þá að hún elski hann?” sagði Dyne-
court. “Haldið þér að henni sárnaði, ef hann dæi?”
“Hvers vegna ætti hann að deyja? Hann ér
ekki veikindalegur. Hvort eg held, að hún elski
hann, — það er undarleg spurning. Þér þekkið
Dórótheu; hún er ekki af því tagi kvenna, sem
giftast manni án þess að elska hapn.”
“Þér segið satt,” tautaði Dynecourt. “Dóróthea
er svo eðallynd og hreinskilin, að hún getur ekki
gert neitt rangt né lélegt. Og Sir Miles verðskuld-
ar ást slíkrar konu. Mér þykir vænt um það, Klara,
að eg get sannað sakleysi hans.”
“Er það satt?” spurði Klara og gekk fast að
honum. Fyrst hélt hún að hann talaði óráð, en hún
sá strax, að augnatillit hans var rólegt, og að hann
vissi hvað hann sagði. “Ef þér getið það, hr. Dyne-
court, þá blessar Dóróthea yður.”
“Eg get gert það,” sagði Dynecourt ákveðinn.
“Það var hr. Soames sem myrti hinn unga Tritton,
og eg get sannað það.”
“En hvað það er fallegt og eðallynt af yður að
tala svona,” sagði Klara, og leit á hann'aðdáunar-
augum. “Eg mundi álíta það afsakanlegt, hr. I}yne-
court, þó yður félli það erfitt, að fá Sir Miles sýkn-
aðan, en eg vissi að þér voruð eðallyndari en svo.
Þér gleðjist yfir því, að geta gert Dórótheu lánsama
__ hvað sem það kostar yður. Þér éruð sannarlega
góður, óeigingjarn og réttlátur.”
Þessi orð tróðu sér inst inn i hugskot Dyne-
courts. Hann leit niður undan hinu aðdáandi augna-
tiliti Klöru. Hvers vegna hafði þessi góða, saklausa
stúlka svo göfugar hugsanir um hann? Hún ætti
að eins að þekkja áform hans, hugsanir hans. Hún
leit á hann, eins og hann væri hetja, og þó vissi
hann mjög vel, að hann verðskuldaði sízt af öllum
aðdáun góðrar stúlku. Hann skammaðist sín yfir
sjálfuih sér. Því enn þái gat hann ekki hrint frá
sér þeirrri von, að Miles Hernesley mundi deyja, svq
hanh gæti sjálfur eignast ' þá stúlku, sem hann
elskaði. Já, hann, sem einu sinni hafði svo stórar
vonir, að hann áleit sig verðskulda traust þessarar
fögru stúlku — hann var nú orðinn sá vesalingur,
að hann skammaðist sín fyrir sjálfan sig.
Þrátt fyrir hina vingjarnlegu umihyggju Klöru,
gat hann ekki orðið rólegur, og þegar Drumond kom
að lokum inn til hans, ásamt lögreglu aðstoðar-
manni, fanst honum það hugfró, að geta sagt frá
sumu af því, sem hann varð fyrir, þótt hann þyrði
ekki að segja allan sannleikann.
Hann sagði þó eins mikið um hr. Soames og
kvöldviðburðinn, eins og hann áleit óhætt sjálfs sín
vegna, og lögreglumaðurinn virtist ekki gruna hann
að neinu leyti; hann var sjáanlega ánægður með það,
sem hann fékk að vita.
Hann sagði frá komu Soames heim til sín; að
hann varð þess vísari, að hann var brjálaður, að
hann kom hönum fyrir í vitskertra hæli, og að síð-
ustu frá samfundum þeirra kvöldið áður. Kannað-
ist við, að það hefði verið ónærgætni af sér, að vera.
einn í vagninum með þessum vitskerta manni, en gat
þess jafnframt, að hann hefði virst vera með fullu
viti, þegar hann bað um að flytja sig til lögreglu-
stöðva, svo að hann gæti játað glæp sinn og létt
byrði af samvizku sinni. Á ökumann mintist hann
lítið, og endaði með því að segja frá höggi, sem hann
fékk í ihöfuðið, svo að hann misti meðvitundina.
Þegar hann hætti að tala, leit hann til mannanna
hjá rúminu, til þess að vita hvort hann sæi nokkurn
grun í augum þeirra, en sá þar að eins eftirtekt og
áhuga. Hann áleit sig líka vera heiðarlegan mann
í heimsins augum, sem enginn hefði ástæðu til að
trengja.
“Eg þakka yður fyrir upplýsingarnar,” sagði
lögreglumaðurinn. “Hugsið þér nú ekki meira um
þetta. Brjálaði maðurinn skal ekki sleppa frá okkur
— því megið þér treysta.”
Aldrei ihafði Dynecourt verið hnuggnari. Þeir
ætluðu að leita að Soames, og máske ná honum. Um
það hafði hann ekki hugsað.
“Verið þér að eins rólegur,” sagði lögreglu-
maðurinn aftur. “Við skulum' ná honum. Hann
skal ekki losna við hina verðskulduðu hegningu.”
Hina verðskulduðu hegning!
Dynecourt gat ekki svarað. SíSustu orðin óm-
uðu fyrir eyrum hans — á meðan allir héldu að hann
svæfi — en hann huldi að eins andlit sitt undir á-
breiðunni og kæfði grátekkann, sem vildi brjótast út.
“Menn eru alt af vanir að segja, að meðvitundin
um sakleysi sitt sé bezta efnið til að halda kjarkin-
um við lýði. En þegar manneskja er kærð fyrir að
hafa framið morð, gagnar það samt lítið, hve góð
sem samvizkan er, þegar allar staðreyndir mæla á
móti.”
Það var Miles Hernesley, sem talaði þessi orð.
Hann var kominn heim aftur og stóð við glugg-
ann í bókaherberginu, og meðan hann talaði, kneri
hann sér að Dórótheu og brosti. Hún stóð við hlið
hans, og við birtuna, er barst í gegn um gluggann,
sá hann nú í -fyrsta skifti skuggana undir augum
hennar og sorgardrættina á vörunum. /
“Er það mín vegna, að þú ert svona þreytuleg
og hrygg?” spurði hann og lagði handlegg sinn á
herðar hennar.
“Ó, Miles,” sagði hún og stundi, “þig grunar alls
«ekki hve hræðilegir þessir dagar hafa verið fyrir
mig, meðan þessi ásökun hvíldi á þér.” •
“Þér þykir þá nægilega vænt um mig til þess,
að bera kvíðboga mín vegna?” sagði hann með glað-
legri undran. ’
“Ó, eg get ekki sagt þér, hvernig kvalir eg hefi
orðið að þola.”
“En þú hefir þó ekki eitt augnablik haldið, að
væri sekur?”
'Hún leit á hann og brosti með gæfuríkri sann-
færingu.
“Þú sekur! Nei, það hefir mér ekki komið til
hugar. Eg vissi, að það var ómögulegt.” /
“Dóróthea!” sagði hann viðkvæmur og greip
hendur hennar, “að heyrá þig segja þetta, kemur
mér til að gleyma þjáningum þeim, sem eg hefi liðið,
og þær hafa verið miklar. Mér fanst það svo sorg-
legt, að þetta eina stutta ár okkar yrði eyðilagt með
þessari grimmu tilviljun.”
Dóróthea lagði hendi sína á handlegg Miles, og
hann furðaði sig á því, að hún skyldi nú ekki forð-
ast ihann eins og hún gerði fyrstu vikurnar eftir
giftingu þeirra.
“Mig langar til að segja þér, hvernig tilfinn-
ingar mínar voru,” sagði hann, “en eg á erfitt með
að finna orð til þess.”
“Já, Miles, þú ert mjög óframfærinn, en þú get-
ur þó talað hiklaust við mig, er það ekki satt?”
“Sjáðu, Dóróthea, það virðist máske yfirlætis-
legt, en lífið hefir smátt og smátt kent mér, að hvað
sem skeður, hve ósanngjarnt og óréttlátt sem það
virðist vera, er ekki sent okkur tilgangslaust. V!ð
getum ekki alt af greitt úr fiækjunum, sem vafðar
eru um okkur, en það verður að vera sannfæring
okkar, að forsjónin sendir þær að eins til góðs.”
“Þessu trúi eg líka,” svaraði Dóróthea, "en eg
held að eg ætti hægra með að bera sorgir, sem snerta
sjálfa mig, hedur en þær, sem lenda á þér og þínum
heiðri.”
“Vesalings Dóróthea, þú hefir að eins átt við
sorg og kviða að búa, síðan þú giftist mér,” sagði
Miles, “og þó hélt eg, þegar eg bað þig að giftast
mér, að eg gæti veitt þér fagra og góða daga. Þú
mátt trúa því, að eg hefi oft hugsað þannig, að það
hafi verið rangt af mér að fá þig til að giftast mér.”
Dóróthea smokkaði hendi sinni undir handlegg
Ihans. | '
“Þú mátt ekki hugsa um þetta,” sagði hún, “þú
gerðir þetta í góðu skyni, og mér leið svo vel þangað
til sorgin kom, sem nú er horfin — og fyrir foreldra
mína hefir þú gert svo mikið. Nei, þegar rétt _er á
Htið, þá er það eg, sem er þér skuldbundin. Þú hef-
ir gefið mér alt, en eg þér ekki neitt.”
Hann lagði handlegg sinn um herðar hennar og
þrýsti henni að sér með hægð.
“Þú hefir gefið mér þig sjálfa. Kallar þú það
ekkert. Þú hefir gert mína síðustu mánuði þá gæfu-
ríkustu, sem eg hefi lifað. Getur þú ekki skilið, hver
ánægja mér er að því, að hafa þig í nánd minni, ,
meðan eg bíð dauðans.” ’
“Eg hefi gert svo lítið fyrir þig, Miles, en tekið
alt frá þér.”
“Þetta máttu ekki segja, elskan mín. Settu þig
inn i mínar kringumstæður og aíhugaðu, hvort þér
hefði ekki verið huggun í því, að hafa þá manneskju
hjá þér þessa síðustu daga, sem þú elskar?”
“Jú, — auðvitað — en —”
“En? Þú átt við, að fyrir þig væri það öðru-
vísi, þar eð ástin var á báðar hliðar hjá ykkur, með-
an það er að eins eg, sem elska í okkar hjón^bandi.”
Hann sagði þetta lauslega; engan skylai gruna
hve sárt honum féll það, að annar maður átti ást
Dórótheu.
“Nei, Miles,” sagði hún áköf, “það er alls ekki
þannig — því þú hefir sannarlega verið — þú ert
orðinn mér mjög, <—”
“Átt þú við, að eg sé orðinn þér kærari en eg
roðnaði og varð feimin. “Eg hefi þá ekki kvalið
áður var?” spurði hann þegar hún þagnaði, blóð-
þig með ást minni né öðru?”
“Ó, Miles, eg þoli ekki að heyra þig tala þannig.
Þú hefir aldrei kvalið mig; og eg vildi að eg gæti
gefið þér það, sem þú óskar eftir.”
“Já, en eg vil ekki, að þú sért ótrú sjálfri þér,”
sagði hann alúðlega; “það er sú Dóróthea, sem eg
elska, er vill hafa gömlu brúðuna sína, en skeytir
ekki um þá nýju — hin trygga Dóróthea, sem ekki
bregst þeim, er hún hefir eitt sinn elskað. Eg veit
að þú ert trygg, Dóróthea.”
“Já,” sagði ihún seinlega, “eg vona að eg sé
það.” Svo horfði hún út í garðinn og roðnaði og
fölnaði á víxl, sneri sér svo skyndilega að honum. —
“Ó, Miles,” sagði hún, “en hvað það var indælt, að
eg kom til þín. Þú getur ekki ímyndað þér, hve glöð
eg er yfir því.”
Svo þögðu þau bæði um stund, stóðu hlið við
hlið og horfðu á hið fagra landslag fyrir framan sig.
Það var IMiles, sem rauf þögnina, og það var sem
orðin kæmu ósjálfrátt yfir varir hans.
✓
“Segðu mér, Dóróthea,” sagði hægt, “þú þarft
ekki að svara mér fremur en þú sjálf vilt, en hefir
þú séð þann mann, sem þú elskar, síðan við gift-
umst?”
“Þú þarft ekki að vera hræddur við að spyrja
mig, Miles — til þess hefir þú fulla heimild. — Já,
— við höfum fundist einu sinni. Það var að eins af
tilviljun — og eg sagði honum strax, að það mætti
ekki oftar eiga sér stað.”
Hún talaði hægt og rólega og það var engin af-
sökun í rödd hennar. Hún vissi mjög vel, að Miles
mundi aldrei gruna sig. Hún þekti hann og vissi, að
hún mundi aldrei gera neitt, sem hún þyrfti að fyr-
irverða sig fyrir.
“Hann — eg ái við manninn, sem þú elskar,
Dóróthea — þarf naumast að bíða mjög lengi, þang-
að til hann getur sezt að í konungsríki sínu,” svar-
aði Miles og brosti þunglyndislega. “Allar þessar
geðshræringar, sem eg hefi orðið fyrir nú undanfar-
ið, hafa eyðilagt mig. Eg hélt samt ekki, að eg
væri viðkvæmur.”
“Ó, Miles, þér finst þú þó ekki vera lakari?”
“ó, eg er að eins dálítið veill,” sagði hann, “en
það er heldur ekki nein furða. Við megum ekki
gleyma því, að eg er ekki að eins veikur, en einnig
deyjandi maður.” •
“Ó, iMiles, þú mátt ekki tala svona.”
IMies leit til hennar alúðlega brosandi.
“Þér er þá farið að þykja dálítið vænt um mig,
Dóróthea? Þér þykir máske slæmt að missa mig?”
“Þú mátt ekki tala þannig,” sagði hún aftur, og
maður ihennar sá nú sárar tilfinningar í augum
henar; hann greip nú hendi hennar og leiddi hana
með sér út á hjallann.
“Nei, þú segir satt,” svaraði hann, “við megum
ekki tala um það sorglega, sem á að ske. Það er
nógu snemt að spyrja, þegar ástæðan til þess er kom-
in. Við skulum Iheldur njóta verandi stunda, og
gleðjast yfir hinum fagra heimi, á meðan við erum
saman.”
“Já iheimurinn er fagur,” sagði Dóróthea, með-
an hún fylgdi manni sínum yfir flötina til stóra
reitsins með liljur og rósir. j— Hinar hávöxnu liljur
stóðu svo hvitar og kyrlátar þetta hlýja sumarkvöld,
og ásamt rósunum og öðrum blómum, sendu þær in-
dælan ilm út yfir garðinn. — Bak við flötina, sem
hallaðist mikið, var listigarðurinn, og í honum gyltu
kvöldgeislar sólarinnar trjátoppana. Eikartrén í
trjáganginum Ihreyfðu toppa sína ofur hægt; við og
við sungu fuglar í runnunum, en að öðru leyti var
aðdáanleg kyrð, yfir öllu.
“Eg er ávalt svo glaður yfir því, Dóróthea, að
vita að þú skulir eiga heima hér,” sagði Miles eftir
litla þögn. “Veslings Tritton hefði eg naumast vilj-
að sjá sem húsbónda hér; en þú ert svo dugleg, Dóró-
thea, og þetta fagra höfðingjasetur verður aldrei
vanrækt undir þinni umsjón.”
“Það er líka orðið indælt heimili fyrir mig,”
sagði Dóróthea; “eg er farin að elslca þenna stað,
og sú ihugsun, að Denis Tritton hefði verið húsbóndi
hér í staðinn fyrir þig, er mér óþolandi. Að eins þú
ert hæfur til að vera húsbóndi hér.”
Hún leit á mann sinn, og aldrei hafði henni sýnst
persóna hans og fallega andlitið jafn myndarlegt og
eðallynt eins og nú. — Eitt augnablik hugsaði hún
um Oliver Dynecourt, og án þess hún vissi hvers
vegna, greip hana hrylling og hún hrinti hugsuninni
frá sér með viðbjóði. Hún gat ekki ímyndað sér
Dynecourt í stað Miles — hvorki sem húsbónda né
eiginmann.
“Minir ættingjar hafa búið hér í mörg mörg ár,”
sagði Miles. “í myndastofunni hanga myndir for-
feðra minna, og í IMansmere kirkjugarðinum hvíla
þeir, svo það er ekki undarlegt þó mér finnist sjálft
húsið vera partur af mér.”
Dórótheu fanst raddhreimur Miles vera svo ang-
urvær, og henni datt skyndilega í hug, að hann hlyti
að vera veikur, mjög veikur.”
“Miles,” sagði hún í bænarróm, “vilt þú ekki
tala við læknirinn? Máske hann geti gefið þér lyf,
sem hjálpar þér.”
“Dynecourt fullyrti það einu sinni, að ekkert
væri mögulegt að gera fyrir mig,” svaraði hann, “og
auk þess er hann sjálfur veikur; það lítur út fyrir,
að högg iSoames hafi verið þung og þróttmikil.”
“Eg fékk bréf frá Klöru í morgun, og í því segir
hún, að Dynecourt sé svo frískur, að hann geti yfir-
gefið sjúkrahúsið eftir fáa daga. En þú gætir líka
leitað ráða annars læknis.”
“Ó, nei,” sagði Miles, “það yrði um of kveljandi
að heyra sama dauðadóminn af vörum annars lækn-
is. Mér geðjast vel ‘að Dynecourt. Hann er dug-
legur læknir, og honum mun fara fram. Ef hann er
að hressast, þá get eg, ef þú vilt það, leitað ráða
hans aftur.”
“Eg vildi helzt” byrjaði Dóróthea, en þagnaði;
hún átti svo bágt með að segja, að hún vildi helzt að
Miles leitaði annars læknis en Olivers Dynecourt.
“Hvað vildir þú ihelzt, Dóróthea?”
“Að eg mætti segja þér, hver sá maður er, sem
einhvern daginn nýtur hagnaðar af eðallyndi þínu.”
“Nei,” svaraði Miles, “þú mátt ekiki segja það.
Eg vil helzt ekki vita það. Það mundi að eins trufla
frið minn, og þetta síðasta ár í sambúð við þig, vil
eg helzt að verði eins friðsælt og mögulegt er. Ef
eg t. d. skyldi finna hann einhvern daginn og vita,,
að það er hann sem þú elskar — það yrði hræðilegt
fyrir mig, já, fyrir okkur báða.”
Dóróthea svaraði honum ekki. Hún gat svo vel
skilið MSles, og þó þráði hún að segja honum alt.
Henni fanst það óþolandi, að hann og MHes skyldu
finnast sem læknir og sjúklingur; enn þá verra yrði
það auðvitað, ef Miles fengi að vita nokkuð ufn hin-
ar réttu kringumstæður.
“Við skulum nú ekki tala meira um alla þessa
alvarlegu hluti,” flýtti Miles sér að segja. “Við
skuluift bara lifa í nútímanum, þá stuttu stund, sem
eftir er. Og þarna getur þú séð, nú koma einmitt
þær tvær manneskjur, sem bezt aLöllum geta hjálp-
að ofekur til þess.”
Miles benti til hinnar hliðar sléttunnar, þar
sem Dick, Bevan og Betty komu gangandi. Bevan
talaði fjörlega og Betty horfði á hann með svo til-
biðjandi svip, að Dóróthea varð að brosa, þegar hún
sá það. Henni fanst svo viðkvæmt að sjá það.
“Við gátum ekki verið kyr heima,” sagði Betty
við Dórótheu, um leið og hún tók handlegg hennar
og kysti hana, “við urðum að fara hingað til að árna
Sir Miles til hamingju.”
Ungi maðurinn hristi samstundis hendi Sir Miles
með innilegri huttekningu, og báðar ungu persón-
urnar voru hjartanlega glaðar.
“Nú fæ eg að líkum leyfi til að ljúka yið mynd-
ina yðar?” spurði Bevan.
“Auðvitað,” sagði Miles; — “eg þrái sjálfur að
sjá hana búna.”