Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.06.1926, Blaðsíða 3
V LÖCKBEkG FIMTUDAGINN, 3. JÚNI 1926. Bla. S. ▼ j Sérstök deild í blaðinu 1 "f SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Morgunljóð barnanna. 1 þínu nafni uppvaknaður, er eg Jesús, Guð og maður, lof .sé þér fyrir líf >og gæði, líkamans heilsu, föt og fæði og alt sem þín óþreytt mildi aumrnn mér til leggja vildi. Bið eg þig minn blíði lxerra, blessun þína lát eigi þverra. Hegðan minni á hverjum degi 'haltu á sönnum dygða vegi, láttu mig njóta ungdóms ára, er þú barst í manndóm klára; gefðu að upþfræði æsku mína andinn Guðs fyrir verkan sína, svo að í ótta og elsku þinni ávöxt góðan færa kynni. Hlýðni, trygð og trúna bjarta tendra og nær í mínu hjarta. Blessaðu hús og hvílu mína, hjástoð lát mig merkja þína, þá mun ásókn illra anda Eigi hið minsta kunna að granda, Lát mig þeinkja á þessu k\röldi, það eg lifi í veiku holdi: Brothætt gler og bólan þunna Brotna snart og hjaða kunna, þú einn Guð, skalt þar um ráða þínar kný eg á dyr náðar. Af míns hjartans inzta grunni eg andvarpa og bið með munni: Þegar eg skal síðast sofna, sál við skilur fjörið dofnar, hjartans Faðir í höndur þínar hverfa lát þá öndu mína. Höld í jörðu hægt lát blunda. Helgra svo það bíði funda, og upprisinn að eg víki inn með þér í himnaríki, þar vil eg þúsund þakkir færa, þér sé lofgjörð prís og æra. — Amen. — H. P. Kveldljóð barnanna. Nú vil eg enn í nafniþínu, náðugi Guð, sem léttir pínu. Mér að minni hvílu þalla og heiðra þig fyrir gæsku alla þáða af þér á þessum degi, því er1 skylt eg gleymi eigi; æ! hvað má eg aumur játa, angri vafin, sitja og gráta, að móðgað hefi eg margfaldlega mildi þína guðdómlega útslétt mínar syndir svartar, sundur kramið lækna hjarta, af þvegið í æðsta flóði. endurlausnarans Jesú blóði, svo eg kvittur sofi í friði, sál og líf með engla liði; umkring Satans ilsku hrekki ógn og slægð mig finni ekki. Að mérv svo með aldri hrönnum aukist náð hjá Guði og mönnum. Heims og Satans hrekkja snörum hrind frá mér svo eigi óvörum mig ógætinn í sér festi, eða dragi í synd og lesti. Verndaðu mig frá voða öllum vondum dauða og slysaföllum. Englar þínir að mér gæti, engum svo eg meiðslum mæti. Mitt verklag og miskun þína mér láttu vera unun mína. Auktu mér skilning orða þinna æ, séu þau lampinn fóta minna. Gjefðu mér ætíð got að læra, góðlyndhm við alla að vera, varfærnum í velgengninni, vongóðum þó raunir finni. Ljúfi Jesú með líf og öndu, legg eg mig í 'þínar höndur, þar vil eg fús að lyktum lenda, lofaður sértu þú utan enda. Amen. — H. P. S. S. H. Hassan. Þegar Almalik kalífi fór fyrstu pílagríms- förina til hússins helga í Mekka, datt honum í hug að ganga um bæinn ókennilegur í pílagríms- búningi. Hann var maður bæði vel lyntur og sann-guðrækinTy hann leitaði því í kirkju uppi þá, sem í neyð voru staddir, til að létta af bág- indum þeirra með velgjörðum og sýna með því guðrækni sína. Hann kom þá einhverju sinni dularbúinn inn í hús iðnaðarmanns nokkurs, sem var að syngja gleðiljóð við vinnu sína. Yfir- bragð hans lýsti heilbrigði og ánægju og seglu- semi og þrifnaður bjuggu á heimili lians. Hassan—svo hét þessi ánægði fátæklingur—tók vingjarnlega móti pílagrímnum, veitti hönum góðan beina og fór að tala við liann honum til skemtunan Almalik brá í brún, að hann skyldi hitta fyrir í þessum fátæklega kofa hinn sælasta mann í öllu ríki sínu, að þ\ú er honum virtist. Hann gat ekki nógsamlega dáðst að honum ekki nógsamlega hevrt eða séð hversu hin sann- kalaða hamingja bjó í þessum ókunna afkjTna. Loksins tók hann þannig til orða: “Hassan, méi* er. orðið svo vel við þig, og vildi eg að eg gæti sýnt þér það í einhverju. Er það nokkuð sem þú vildir óska þér, fyrst þú býrð yfir allri þessari sæluf ” Hassan svaraði brosandi: “Hvers ætti eg að óska mér! Eg er heilbrigður, allir dagar eru mér jafnbjartir, eg vakna við fuglasönginn og með þeim byrja eg og enda vinnu mína, hún veit- ir mér þægilegt uppeldi. Eg er ánægður, hvað vaijtar mig þá, og hvað ætli þú gætir heldur veitt mér, þú fátæki, en góðhjartaði pílagrím- ur ? ” Almalik leit blíðlega til hans, fletti frá sér yfirhöfninni og mælti: “Eg er Almalik höfðingi hinna trúuðu. Sjáðu, hér er skikkja kalífans og hinn helgi signetshringur (Múhameðs) spá- mannsins. Hassan fleygði sér flötum fyrir fætur höfð- ingjans og gat ekki orði upp komið, en hinn rétti honum vingjarnlega höndina og mælti': “Stattu upp Hassan! Þú ert sæll og því líka meiri maður en eg. ” “Herra!” svaraði hinn, “eg sælli en þú? eg sem er .eins og ormur hjá þér. Þú getur með I eintómri bendingu útbýtfc sælu og ósælu, hverj- um sem þú vilt. ’ ’ “Hugsaðu það ekki,’’ sagði Almelik, “eg get engum veitt sælu, en eg get, mér óvitandi svipt aðra henni. Það er skylda mín áð hegna illgjörðamönnum og halda í skef jum vonzku og yfirgangi, lengra nær ekki mitt vald. En eg er of vanmáttugur til að veita sannkalaða sælu, eða umbuna dygðina. Gæti eg það, þá skyldi eg umbuna þér fyrstum manna. E,n — sjáðu, þú ert sjálfur vaxinn upp yfir mitt vald, Asamt þessum einfalda lifnaðarhætti mundi eg ræna þig gleðdögum þínum, ef eg færi að sæma þig auði eða upphefð, sem er hið eina, er eg hefi ráð á. Að því búnu stóð kalífinn á fætur, sagði Hassan að þegja yfir því hver liann væri og fór svo burtu. Upp frá þessu var sælu Hassans lokið. Ó- stjórnleg löngun eftir auði og metorðum gagn- tók nú alt í einu hjarta hans, sem fyrrum var svo áhyggjulaust. Hann reif sig nú í handar- bökin út af því að hann hefði ekki sætt betur svo góðu færi á að komast í glæsilegt ástand. Hann undi illa niðurlægingu sinni og var að dreyma: garða, hallir og þjóna. Vanrækti hann svo vinnu sína í þessum heilabrotum. Hann varð æ fátækari og óánægðari og var næstum kominn á vonarvöl, þegar kalífinn árið eftir kom aftur til Mekka. Honum var mjög hugleik- ið að vitja aftur um gæfumann sinn. Hann kom inn til hans og ætlaði að heilsa honum vingjam- lega, en rétt í því verður honum litið á hvað alt var orðið umbreytt hjá honum. “Hvað er þetta Hassan; hvernig stendur á þessari hræðilegu umbreytingu, sem eg verð var við hjá þér? Hann komst nú að raun um — og þá datt ofan yfir hann — að hann var svo slysinn að hafa verið þessu valdandi. Hann leit fullur meðaumkun- ar til aumingja mannsins, eins og hann gæti ekki annað, en ámælt sjálfum sér, sagði hann með viðkvæmum raunasvip: “Veslings Hassan! koma mín hefir svift þig meiru, en alt mitt vald getur bætt þér aftur. En svo þú getir ekki bor- ið Almalik ranglæti á brýn, þá ætla eg að minsta kosti að því leyti mér er auðið, að uppfylla þær óskir hjarta þíns,'er eg í grandleysi hefi vakið. Stattu upp og komdu með mér! Hassan kysti , á klæðafald hins veglynda kalífa og flýtti sér burt úr kofa-tötri sínu — þar sem hann hafði lifað svo glaður svo margt ár, — eins og það væri ljónagryfja. Hann fór svo með herra sín- um til Karavarséra, þar sem hann hafði nátt- stað og þaðan til Bagdad. Almelik fékk honum til íbúðar eitt herbergi í höll sinni, hann lét þræla sína þjóna honum og sendi honum mat af borðum sínum. Á hverri viku lét hann hann fá meiri peninga úr fjárhirzlu sinni, en hinn nýorðni hirðmaður hefði getað gert sér nokkra von um. Nú liðu nokkrar vikur svo, að Hassan var frá sér numinn af gleði. Hann gekk til og frá eins og í draumi og þóttist nú vera hinn mesti lánsmaður. En áður langt um leið, fói hann að finna til leiðinda innan um alla þessa dýrð. Þó hann hefði á borðum hinar beztu kræs- ingar át hann þó með ólyst því það er sultur- inn sem gjörir matinn góðan. Þó honum væri búin hin dýrðlegasta hvíla, kom honum ekki dúr á auga, því lúinn einn gjörir svefninn sætan. Fór hann þá brátt með sjálfum sér að sakna hinnar fyrrir glaðværðar, sem nú var farin. Þá andaðist líka Almelik, þegar liæst stóð blómi ríkissijómar hans og í broddi lífs síns, og með * það var úti öll vegsemd Hassans. Abiibekii-, sem kom til ríkis eftir liann vísaði þessum ó- þarfagesti burt úr húsum sínum. Hann varð nú hreint frá sér numinn, manrtskepnan og fór að ráfa um í einhverri ráðleysu. Hann langaði að fara aftur heim til Mekka, en þorði það ekki, því hann fyrirvarð sig fyrir að láta sjá sig þar í fátækt sinni og kveið fyrir því, að kunuingjar sínir mundu hafa sig að háði. En forsjónin var ekki enn búin að yfirgefa hann; hún hegnir osð ætíð sem vægilegast að verða má fvrir heimskupör vor. Hann lagð\ nú leið sína til einsetu manns nokkurs, sem með hvggni sinni veitti honum aftur sæluna, er hinn góði soldán hafði tekið frá honum. Hann komst þangað yfir kominn að hungri óg þorsta, en karlinn tók á móti honum með bróðurlegri hjartagæzku, liann bar honum mat og drykk, spurði hann um hag hans og gat komið honum til að segja sér æfisöfu sína, sem hinn gjörði með krömdu hjarta. Að því búnu segir karl við hann: * ‘ Vertu hress bróðir! það er ekki útséð um sælu þína ennþá, hún liggur falin í sjálfum þér, þó þú hefir lítið gáð þess.’’. Hann bað nú rauna- mann þennan að vera hjá sér, lét hann hirða garðinn sinn og vandi hann svona smám saman við vinnu og hófsemi. Hann sagði honum sög- una af sjálfum sér, og gat hann lært af lienni að hann hafði líka reynt full nóg af brigðlyndi lukkunnar, leiðindum aðgjörðarlausrar upp- hefðar og ertingum hégómleikans og ekki fyrr notið neinnar sælu, en hann var búinn að byggja sór garðinn sinn þessum útkjálka og honum lærðist að finna gleðina í sjálfum sér. Kenning hins ráðvanda einsetumanns hressti hið þreytta hjarta komumannsins eins og svalandi kvöld dögg lífgar aftur brunninn völl, og á fáum dög- um var hann orðinn allur annar maður. Hann vílaði nú ekki lengur fyrir sér að flytja sig aftur í gamla kofann sinn og taka til fyrri iðju sinnar svo hann gæti komist með því í sitt forna sælu ástand. Þó að þrír soldánar hefðu nú drepið á dyr hjá honum og boðið honum ,auð og upphefð, þá er víst hann liefði ekki þegið það, því 'hann fann að Almalik hafði sagt satt, þegar hann kallaði hann hinn sælasta mann í öllu ríki sínu íhans starfsömu fátækt, hans hollu, ánægju fullu hófsemi.— ÆFINTYRIÐ MITT Drottinn kallaði fyrir sig sál, sem liann hafði ákveðið að sjenda til jarðarinnar. En sálin var hrædd og skalt af kvíða. Hún kraup í auð- mýkt á fótskör hins liæsta og bað: “Drottinn, hlífðu mér við þessari ferð, eg óttast sorg og hörmungar jarðlífsins, en mest kvíði eg þó hjartakulda mannanna.” En Drottinn sagði: “Þú skalt ekki vera hrædd, eg mun gefa þéi eina af ástgjöfum mínum. Þér mun veitast það, að geta sagt börnum æfintýri og unnið hjörtu þeirra.” Og sálin fór til jarðarinnar.—mennirnir störðu á hana og spurðu: “Hvað vilt þú hing- að? Geturðu náð valdi yfir hugum mannanna með frábærri mælsku, eða sterkum viljakrafti? Geturðuvakað saman fé með réttu eða röngu? Geturðu fylgt tískunni, eða smjaðrað hégóma- girni mannsins ? ’ ’ En sálin draijp höfði og sagði: Ekkert kann eg af því, sem þið hafið nefnt, en eg get sagt börnum æf intýri. ’ ’ Þá hristu mennirnir höfuð sín og snéru frá henni. Og þeir fengu henni lélegan kofa til íbúðar. Þar varð hún að þola hungur og kulda’. En börnin komu smám saman þangað og hlust- uðu á æfintýri hennar. Hin minstu báðu og sögðu: “ Heiddu mé höu,” en hin stærri: “ segðu mér sögu.” Og hún sagði þeim öllum sögu, hverju við sitt hæfi og -þau elskuðu hana öll. Þegar hún sagði þeim sorglegar sögur, hrundu tár af augum þeirra, sem urðu að perl- um, sem féllu glitrandi fyrir fætur hennar, en þegar hún sagði þeim frá gleðríkum viðburð- um, brostu þau, og þá féllu rósir af vörum þeirra. Hún safnaði þessum dýrgripum saman og bygði yfir þá veglegan bústað- — Og ennþá safnast .börnin kring um hana og færa blóm og sólskin inn í híbýli hennar. Ingunn Jónsdóttir. “Gekk eg upp á hclinn. ’ “ Gekk eg upp á hólinn, horfði eg o’ní dalinn,” ánum sat þar aleinn hjá ungur kindasmalinn. Hér mun ljúft að detta í dá, dreyma það, sem best eg á undramyndir oft eg sá, einverunni falin. Vonir mínar vakti eg þá, sem vofu mér löngu horfnar frá; bar þær rauna-báran há í blóðugan gleymsku-valinn Heyri eg unaðs-óma undarlega hljóma, eru það álfar blóma eða hólbúinn, sem hér ætla að sætta sorgina og huga minn? Hafin er heilög messa, Hver á kirkju þessa? hvem á hér að bleSsa? Hvíti ásinn Baldur, , að öllu góðu um allan heim Krjúpa vil eg kóngi þeim, er hann sagður valdur. eg kýs það fremur en gull og seim, leiða mun ’ann mig heila heim og hefta norna galdur. Hver er nú að kalla? Hvín í tindum fjalla. iSé eg norn á svörtum jór sveipaða hlífum alla. Ofan bergið bratt hún fór, buldi við, er hófaskór straukst um steinaskalla. Hmndi helgur kirkjukór, kaldur féll í dalinn snjór, andi minn varð ekki rór, einhver sorgarþungi stór á mig fanst mér falla. Nornin benti boga sinn, beindist að mér skeyti, allvel tókst sú árásin, ekkert skýldi leiti. örin hafði hjartað gist, heitur dreirinn rann. 'Skuld hefir aldrei marksins mist, merki þess eg fann, kerling hefir kunnað þá list að kjósa vopni mann. Hún er sleip ’ún hulduhlein, hana varð eg að feta ein Profession al Caras THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: A-6849 og A-6840 DF. B. J. BRANDSON f 10-1.0 Meillcal Arts Dldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tímar: 2 3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipég, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá, eru notuC eingöngu. pegar þér komiS meC forskriftina til vor. megiB þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Nptre Dame and Sherbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. tslenzklr lögfræðlngar. 708-709 Great-West Perm. Bldg 356 Maln St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Glmll og Piney og eru þar aB hltta á eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mlCvikudag Riverton: Fyr9ta fimtudag. Gimli: Fyrsta miBvikudag. Piney: þriCja föstudag 1 hverjum mánuBl. DR 0. BJORNSON 210-220 Medieal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt til aC flytja mál bæCi I Manltoba og Saskatchewan. Skrlfstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uCl staddur I Churchbrldge DR. B. H. OLSON 2te-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoue: A-1834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medtcal Arts Bldjí Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hltta 1 kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon I.lfe Blðg. WINNIPEG Annast um fasteignir maniui. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundi*. SrlfstofusImJ: A-4263 Háaslml: B-SSM Dr. K. J. Backman 464 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgeilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Phone, office A-1091. H. N8538 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Pbone: N-6410 Heimili: 80'í Victor St. Sími: A-8180 J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A.-6349—A-6310 DR. Kr. J. AUSTMANN 7 24 >4 Sargent Ave. ViBtalstíml: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 1 Helmlll: 1338 Wolsley Ave. Simi: B-7288. STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Emily 8t. DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 HeimiU: Tals. Sh. 3217 Emil Johnson SERVTOE Ei.EOTRiC Rafmagna Contractlng — Atti- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þaer til sýnis d verkstœOi minu. 524 SAR.GENT AVE. (gamla Johnson’s bygglngin viC Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Helm. A-7286 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 0 VTerkst. Tals.: Helma Tals.: A-8383 * A-9384 G. L. STEPHENSON PHJMBER Allskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujám, víra, allar tegundlr uf glösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Giftinga- og JarSaríara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2. Ring 3 Sími; A-4153. ísl. Myndastofa A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir U’.ur útbúnaCur sá bezti. Enn fremur seiur hann allekonar mlnnisvarCa og legsteina. Skrifst. Talsimi: N-6607 Hetmilis Talsími: J-8302 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. tslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanhr afgredddar bæM fljótt og vel. Fjölbreytt úrvat. Ilreln og llpur vlðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnntpeg. Phone: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGEN’C Ave., Winnlpeg, hefir ávalt fyrirliggjandi úrvato- hdrgðir af nýaízku kvenhöttum. Ilún er elna ísl. konan, sem sllka verzlun rekur í Wlnnipeg. tsiend- ingar. láUð Mra. Swainson njóta viðsklfta yðar. dimma nótt, með dauðamein, draup mér blóð úr hjarta. Hvað þýðir að kvarta? Heyrði eg ránfugls væl og vein, villuljósið glórði. “Eg held það sofi söngvar í honum Þórði.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.